Dagur - 07.06.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 07.06.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Ilafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Sfjórnin helur unnið sér fil óhelgi NÚVERANDI ríkisstjórn hefur unnið sér óhelgi og það svo frek- lega, að ekki sæmir að framlengja setu hennar. Hún lofaði að stöðva verðbólguna. Allir vita um efndim- ar. Lofað var að lækka skatta og álögur, en á tveim árum núverandi fjármálaráðherra í ráðherrastól hef- ur innheimta ríkissjóðs hækkað um 1200 milljónir króna. Núverandi stjórn glúpnaði fyrir Bretum eftir að sigur var unninn í landhelgisdeilunni og afsalaði sér einhliða útfærslurétti fyrir hönd þjóðarinnar. Sumir hafa kallað þetta nálgast landráð. Stjórnin leyfði hemaðarframkvæmdir í Hvalfirði að þjóðinni forspurðri, heimilaði dátasjónvarp og opnaði landið fyrir etlendum auðhring til atvinnu- reksturs. Ekkert vit er í því að fela umboð áfram ríkisstjórn, sem gert hefur sig bera að þvílíku gáleysi og undir- lægjuhætti við erlerit vald. Það er hægt að laga efnahags- gmndvöll, sem brostið hefur. En glatað stjómarfarslegt og menning- arlegt sjálfstæði er torvelt að endur- heimta. Mesta áhugaefni þessarar ríkis- stjórnar virðist hafa verið að hanga við völd, hvað sem það kostaði. Til þess hugsunarháttar má rekja þau dæmi, sem að framan em nefnd um undirlægjuháttinn. Hún lítur, ef svo ber undir, á íbúa íslands, sem áhöfn á lítilli kænu, sem réttast væri — ef til vill — að tengja með dráttar- taug hafskipi stórþjóðar. (Sbr. orð menntamálaráðherrans í frægri ræðu.). Engin trygging er fyrir þv í, að þessi ríkisstjóm, ef hún fær endurnýjað umboð sitt, semji ekki íslendinga inn í bandalög, sem taki af þjóðinni sjálfstæði í mikilsverðustu málefn- um. Vinni það til að fleyta sér í fjár- málum, að undirgangast helsi er- lends fjármálavalds. Kjósendur, minnizt þess, að þeir, sem berir em að ístöðuleysi gagri- vart erlendu valdi eiga ekki að hafa mannaforráð. Látum dálitla stjóm gjalda óþurft- arverka sinna og gefum henni langa hvíld. Séð yfir Dalvík. (Ljósm.: E. D.) Margskonar framkvæmdir á Dalvík Blaðamaður skoðar staðinn og ræðir við sveitarstjórann UTARLEGA við Eyjafjörð að vestan stendur Dalvík, þar sem áður hét Böggvisstaðasand- ur. I>ar búa nú samkvæmt síðasta manntali 1007 manns, og hafði íbúunum fjölgað um 47 frá mann- talinu næsta ár á undan. Fyrir t þremur áratugum komst Dalvík í fréttir vegna mikilla jarðskjálfta, sem þar urðu og eyðilögðu hús. Nú eru flest hús þar ný eða ný- leg, og ber staðurinn engar menj- ar þessara ógnvekjandi atburða. Þúsund manna kauptún og þétt- byggð vinaleg sveit renna saman og mynda trausta heild dugandi fólks, sem hefur áhuga á fram- förum og vill vinna að þeim. Sveitarstjórinn í Dalvik heitir Hilmar Daníelsson, ungur mað- ur, aðeins 29 ára gamall, ættaður frá Saurbæ. Hann hefur dvalizt í Dalvík í rúm sex ár, kvæntur stúiku þaðan úr þorpinu, Guð- laugu Björsdóttur, og eiga þau fjögur böm. Hilmar er Samvinnu- skólagenginn, og vann hann hjá Kaupfélaginu fyrst eftir að hann kom til Dalvíkur, en gerðist sið- ar skrifstofustjóri á hreppsskrif- stofu Dalvíkur, en tók við em- bætti sveitarstjóra á síðasta hausti. Blaðamaður Dags leit inn á skrifstofu Hilmars fyrir skömmu og spurði hann frétta úr atvinnu- og framkvæmdalífinu á Dalvík. Sagði hann meðal annars: — Atvinna Dalvíkurbúa bygg- ist aðallega á sjávarútvegi. Hér er starfrækt hraðfrystihús sam- vinnumanna og í vetur hefur ver- ið unnið að byggingu síldar- bræðslu, sem var mikið nauð- synjamál, þar sem Dalvíkingar voru að mestu hættir að fá sild til söltunar á sumrin, af því að ekki var hægt að vinna hérna sildarúrgang, og aðeins hægt að Framsóknarflokkurinn, einn íslenzkra flokka, er af alíslenzkum rót- um runninn. Hann er óháður öllum útlend- um „ismum”. Hilmar Daníelsson. taka hluta úr síldarskipunum, þ. e. a. s. þá síld eina, sem hægt var að salta, en annað urðu skipin að sigla með til annarra hafna. Von- ast Dalvikingar til þess, að með tilkomu sildarbræðslunnar aukist atvinnan til muna í sambandi við sildveiðarnar á sumrin. Dalvíkingum er nokkur vandi á höndum í sambandi við höfn- ina, því í rauninni er aðeins ramminn kominn, en mikil þörf er á að bæta aðstöðu bátanna, og auka öryggi þeirra. Á vetrum verða þeir að sigla til Akureyrar og leita þar hafnar, í vondum veðrum, því ekki er óhætt fyrir þá að liggja á Dalvik. Sex bátar eru gerðir út frá Dalvík á síld- veiðar, en auk þess eru gerðir út nokkrir smærri þilfarsbátar, hef- ur þeim heldur fækkað undanfar- in ár. Atvinna hefur verið með betra móti í vetur, enda hafa tvö togskip verið gerð þaðan út, Björgúlfur og Björgvin og hafa þau aflað allvel. Arið 1963 var hafin bygging íþróttahúss á Dalvík, sem reikn- að er með að kosti 10 til 11 millj. kr. fullbúið. Fyrstu tveir áfangar hússins eru langt komnir, og hef- ur verið byggður 18x20 m. leik- fimisalur, böð, áhorfendasvæði, sem rúmar 200 manns, stór for- salur, snyrting, fundarherbergi og áhaldageymslur. Um síðustu ára- mót var kostnaður við húsið orð- inn 6.5 millj. kr., en margt var þá enn ógert. Þriðji og siðasti áfang- inn við húsið verður að lengja salinn um 12 metra, þannig að hann nái fullri stærð, 18x32 m. Aðstaða til íþróttaiðkana hefur verið heldur slæm á Dalvík til þessa, en menn vonast til þess að mikið lifni yfir starfseminni með tilkomu hins nýja húss. I sumar verður ef til vill gerður æfinga- völlur í þorpinu, malarvöllur, og mun hann kosta um eina milljón króna fullgerður. Á síðasta ári voru hafnar framkvæmdir við vitnsveitu í Dalvík. Hingað til hafa Dalvík- ingar orðið að láta sér nægja yfir- borðsvatn, sem hefur að magni til verið nóg, en oft á tíðum all- óhreint. Nú hefur verið boruð 19 metra djúp hola við Brimnesá, byggt dæluhús þar við og 250 rúmmetra vatnstankur, og verður dæla sett niður í dæluhúsið næstu daga. Kemur þá í Ijós, hversu mikið vatn holan gefur af sér, en reiknað er með að það verði fullkomlega nóg fyrir Dal- vik alla. Af öðrum opinberum fram- kvæmdum má nefna, að í smíð- um er prestssetur og verið er að ganga frá lögregluvarðstofu, en í áætlun er að byggja við hana fangageymslu næsta vetur. Nýr lögreglubill var keyptur til Dalvíkur fyrir skömmu, og er hann þannig búinn, að nota má hann sem sjúkrabíl, en á síðasta ári var keyptur snjóbíll, sem not- aður hefur verið til sjúkraflutn- inga og reynzt mjög vel. Allir hrepparnir í Dalvíkurlæknishér- aði stóðu að kaupunum á sjúkra- snjóbílnum, og sýndi sig í vetur, að hann hefur komið í góðar þarfir, ef í nauðirnar rekur. Undirbúningur að verulegum gatnaframkvæmdum er hafinn í Dalvík. Hafa verið fest kaup á stórri gröfu, sem væntanleg er í júlíbyrjun, og verður þá hafizt handa um að skipta um jarðveg í Hafnarbrautinni,og einnig verð- ur skipt ur.i holræsi þar, en mið- að er að því að síðar verði hægt að koma varanlegu slitlagi á all- ar götu þorpsins. Áætlun hefur verið gerð um 850 metra kafla Hafnarbrautarinnar, og kostnað- ur við undirbúningsframkvæmd- irnar, þ. e. gatnagerðina án slit- lags, nemur 2.4 milljónum. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðar- múla mun beina enn fleiri ferða- mönnum til Dalvíkur en verið hefur hingað til, þar sem nú er hægt að aka hringinn til Ólafs- fjarðar, og þaðan í Skagafjörð eða öfugt. Eins og er liggur þjóð- vegurinn í gegnum þorpið, en tal- ið er mjög áríðandi að sem fyrst verði hafnar framkvæmdir við lagningu þjóðvegarins ofan við Dalvík, eins og ráðgert hefur ver- ið, og hefur Alþingi samþykkt lántökuheimild til handa ríkis- stjórninni fyrir fé í þennan veg, en ekki hefur heyrzt neitt um það, hvenær vinna við hann verð- ur hafin. Aðstaða til móttöku ferðamanna er ekki mikil enn sem komið er í Dalvík. Þar rek- ur Kaupfélagið kaffisölu, en ekk- ert gistihús er á staðnum. Hins vegar hafa Dalvikingar rætt um að byggja heimavist við unglinga- skólann, sem þá yrði hægt að nota sem sumargistihús, eftir því sem þörf krefði. Mikil aðsókn hefur verið að skólanum af börn- um úr nærsveitunum, en erfitt að útvega þeim húsnæði, og er því knýjandi þörf að koma heima- vistinni upp sem allra fyrst. Hingað til hefur ekki verið 4. bekkur gagnfræðastigs í Dalvík, (Framhald á blaðsíðu 7) - — Framsóknarmenn treysla á úrræði sam- vinnu og samhjálpar til að leysa þau verk- efni; sem hverjum ein- stökum eru ofvaxin. .. ■ —-- > NÁMSFL0KKAR AKUREYRAR ÞRIÐJUDAGINN 16. maí luku Námsflokkar Akureyrar starfi að þessu sinni. Alls störfuðu 18 kennsluflokkar og námsgrein- ar voru enska, danska, vélrit- un, myndlist, skrúðgarðarækt og algebra. Námskeiðstímabilið var 10 vikur, 2 stundir á viku í ensku, dönsku og myndlist, auk vélritunar. í algebru voru 4 kennslustundir vikulega og skrúðgarðarækt stóð yfir í 12 vikur og voru 2 stundir kennd- ar á viku. í námskeiðunum frá október til desember tóku þátt 89 nem- endur, og í námskeiðunum frá janúar til maí var 101 nemandi. Flestir tóku þátt í ensku-nám- skeiðunum eða alls 97 manns. Kennarar að þessu sinni voru frú Guðbjörg Reykjalín, sem kenndi vélritun, Einar Helga- son kenndi á myndlistarnám- skeiðinu, Jens Otto Mose kenndi dönsku og ensku, Aðalgeir Páls son kenndi algebru, Jón Rögn. valdsson kenndi skipulagningu og ræktun skrúðgarða og (Framhald á blaðsíðu 7). 5 HALLAÐ RÉTTU MÁLI GUÐMUNDUR HÁKONAR SON hélt því fram í út- varpsumræðunum s.I. föstu- dagskvöld, að Karl Krist- jánsson hefði í nefndaráliti 1957 lagt til að verkföll yrðu bönnuð með lögum um 2ja ára skeið. .Þetta er að fara í öfugan enda á frásagnarefni. Karl Kristjánsson og félagar hans Iögðu til, að allir kaupgjalds- samningar yrðu gerðir til 2 ára og miðaðir við sama byrjunartíma. Af því leiddi, að verkföll máttu ekki vera um 2 ára skeið. Þetta er það, sem aðrar þjóðir keppa að og þykir til fyrirmyndar. Nefnd sú, sem Karl var formaður í, endurskoðaði vinnulöggjöfina í heild og skilaði margþættum, sam- ræmdum tillögum til breyt- inga á löggjöfmni í frum- varpsformi. — Frumvarpinu fylgdi mjög ýtarleg greinar- gerð, m. a. um fyrirkomulag annarra þjóða á þessum mál um. Ekki er hægt að rekja frumvarpið og greinargerð- ina hér, en í niðurlagskafla greinargerðarinnar segir orð rétt: „Allar breytingar sem frumvarpið felur í sér, miða að því, að samningar um kaup og kjör megi takast á réttlætisgrundvelli, og kom- izt verði, svo sem unnt er, AN VALDBEITINGAR, í veg fyrir vinnustyrjaldir og þær efnahagslegu sjálfs- pyndingar, bræðraböl cg þjóðarskaða, sem þeim fylg- ir.“ í þessum crðum kemur fram andi tillagna nefndar- innar. Þarna var alls ekki um ómannúðlegar tillögur að ræða — síður en svo — og alls ekki árás á verka- lýðinn. □ Þjóðinni ber aS virða landbúni segir BALDUR HALLD0RSS0N á Hlíðarenda BALDUR HALLDÖRSSON bóndi á Illíðarenda við Akur- eyri er myndarbóndi og skipa- smiður að iðn. Oft standa bátar í hlaði á Hlíðarenda og þaðan heyrast hamarshögg á kvöldin. Bóndinn á Hlíðarenda er starfs maður mikiil, en gefur sér þó tíina til að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar, og gera sér grein fyrir þýðingarmestu þjóð- málum og félagslegum viðfangs efnum. Dagur kom nýlega að máli við Baldur og fer viðtalið hér á eftir. — Hvernig finnst þér að búa síðustu árin? — Búskapurinn hefur alltaf sínar björtu hliðar. Óhagstætt ár- ferði eða skilningsleysi stjórnar- valda megna ekki að svipta bónd- ann ánægjunni af að vera þátt- takandi í ævintýri vorsins, um- gangast húsdýr sin, breyta órækt- arlandi í gróin tún eða sjá hlöð- ur sínar fullar að hausti. — En því er ekki að neita, að aukin tækni við búskap og auk- in framleiðsla á einstakling hefði étt að færa bændum betri af- komu en raun ber vitni. Því veldur m. a. síhækkandi rekstr- arkostnaður og of dýrt og tak- markað Iánsfé. Búskapurinn ber ekki þá rentu, sem við þurfum að greiða. — Finnst þér bændastéttin njóta þeirrat virðingar í þjóðfé- laginu, sem henni ber? — Sem betur fer eru margir enn, sem skilja nauðsyn þess, að við framleiðum sjálf okkar land- búnaðarvörur, svo sem framast er unnt, eins og gert hefur verið hér frá því landið byggðist. En það eru því miður allt of margir, sem misst hafa sjónar á því, hvaða öryggi það er fyrir af- skekkta þjóð, að vera sjálfri sér nóg á þessu sviði. — Þótt nýir atvinnuvegir hafi komið til á síðustu érum, svo sem iðnaður o. fl. má ekki gleyma því, að undirstaða alls atvinnu- lífs í landinu er öflun hráefn- anna. Því eru það enn sem fyrr landbúnaðurinn og sjávarútveg- urinn, sem eru jöfnum höndum undirstöðuatvinnuvegir þjóðar- innar, og eiga að njóta virðingar. Baldur Halldórsson. — Hagskýrslur sýna, að bænd- ur eru lægt launaða stétt lands- ins. En ég er þess fullviss, að þeir vildu heldur vinna fyrir hálf- um launum, en liggja undir því ámæli, að þeir séu eins konar þurfalingar i þjóðfélaginu. — Þeim, sem misst hafa trú á íslenzkum landbúnaði, er e. t. v. vorkunn, vegna þess ósæmilega, en rakalausa áróðurs, sem for- svarsmenn eins af stjórnmála- flokkum landsins hófu fyrir nokkrum árum gegn bændastétt landsins, í því eina augnamiði, að því er virtist, að auka á sundrung á milli bænda og launa- fólks í bæjunum,í von um aukið atkvæðafylgi frá þeim síðar- nefndu. Hjá bændum var engu að tapa. En það nýtur enginn lengi ávinnings af óheiðarlegum málflutningi og sennilega kemur það í Ijós í kosningunum. — Hvernig þróun telur þú æskilegasta í landbúnaði á næstu árum? — Til þess að tryggja öryggi landbúnaðarins sem atvinnuveg- (Framhald á blaðsíðu 6). Bændum ber að sameinast til varnar bændur kveðji sér hljóðs í blöð- geigvænlegu hættu sem nú vof- að um opinberan stuðning. ir yfir íslenzkum landbúnaði. Mér til sárra vonbrigða líða Eyfirzkir bændur ættu nú að dagar og vikur án þess að að gera sér í hugarlund hvað um, að nýju girðingamar komi það er að búa með sýkta gripi. um og útvarpi og vari við þeirri (Framhald á blaðsíðu 7) Góð gjöf þökkuð SÍÐUSTU VIKUR liafa nýjar girðingar risið á Grund í Eyja- firði og fleiri bæjum. Inni í þeim á að loka „Grundarpestina“ — hringormasýktan búfénað, bæði nautgripi og sauðfé. Girðingarn ar eru þarfar en ná skammt til varnar. Og verði ekki meira að gert eru þær kák eitt. Ef ekki verður róttækustu ráðum beitt nú í sumar, má telja víst að hinn nýji búfjársjúkdómur hringormurinn (hringskyrfi) breiðist út um liéraðið og síðan um landið allt. Og þá búa bænd ur þessa lands um ókomin ár við nýjan, nær ólæknandi og mjög hvhnleiðan búfjársjúk- dóm. Rétt er að geta þess að árið 1933 barst sami sjúkdómur með erlendum nautpeningi hing að til lands. Gripir þessir voru einangraðir í Þemey. Þar sýkt- ust nautgripir er fyrir voru, en niðurskurður hefti útbreiðslu í það sinn og talar það sínu máli um hvað nú ber að gera. Menn veigra sér við að nefna hlutina réttum nöfnuni. Yfir- dýralæknir hefur lagt til að rót- tækar aðgerðir verði fram- kvæmdar og á þar við niður- skurð og telur hann líklegastan til að fullur árangur náist. Aðr- ar aðferðir tefja aðeins mismun andi fyrir útbreiðslu veikinnar. Ef niðurskurður verður ekki framkvæmdur nú í vor, er eina tækifærinu, sem talið er líklegt til fulls sigurs, að eilífu glatað. Bændastétthi má ekki sofa á verðinum heldur verður hún að rísa upp og krefjast þeirra aðgerða sem líklegast er að árangur beri. Ekkert annað er afsakanlegt vegna fraintíðarinn ar. Þröng eru þau sjónannið að niðurskurður á nokkrum bæj- um kosti of mikla fjármuni og verður að liugsa stærra þegar annað eins er í húfi. Bænda- stéttin ein gæti jafnvel greitt Á BORÐINU fyrir framan mig, stendur blómavasi með sautján rauðum og hvítum nellikkum. Þær hvítu eru tíu og þær rauðu sjö. Ég virði þessi blóm fyrir mér um stund. Þau tala til mín sterku máli í sakleysi sínu, feg- urð og hreinleika. En innán stundar taka þéSsi'blóm á sig aðra mynd. Ég er staddur í Upsakirkju og það eru 25 ár síðan. Það er annar hvítasunnu- dagur, sem að þessu sinni ber upp á 25. maí. 3 kringum litla altarið í Upsakirkju, stendur hópur ungmenna, tíu stúlkur og sjö drengir. Þessi ungmenni éru þangað komin til áð staðfesta skím sína og þetta er önnur fermingin, sem ég þá ungur og óreyndur framkvæmi. Daginn áður, eða á hvítasunnudag hafði ég fermt heima á Völlum. Það fer notaleg kennd væntumþykju og vináttu um hug minn, er ég virði fyrir mér þennan hóp, og hóp þeirra barna er ég fermdi að þessu sinni á hinum kirkjun um líka. Ég gekk ekki til þessa verks, eins og einhvers verks, sem þurfti að koma frá, heldur sem verks er ég yrði að leggja hug og hjarta í. Og það fylgdi hugur máli er ég talaði til ferm ingarbarnanna og bað fyrir þeim. Hvað ég sagði þá er nú sjálfsagt löngu gleymt, en ég vona að bænir og blessunar- óskir hafi borið einhvem árang ur og þau hafi orðið böm þeirr- ar lífshamingju og þeirrar lífs— gleði, sem ég bað þeim. í gæi'kvöldi, þann 25. þ. m. heimsóttu mig tvær stúlkur úr þessum fyrsta fermingarbama- hópi að Upsum, og nú orðnar virðulegar frúr. Þær færðu mér blómin sem áður getur og þar að auki málverk, mynd úr Svarf aðardal, málaða af einum úr hópnum, Brimari Sigurjónssyni á Dalvík. Þessi gjöf er gefin mér í nafni allra fermingar- barnanna að Upsum 25. maí 1942. Gjöfin kom mér algerlega óvart. En hún gladdi mig mikið og tilgangur þessara lína er að færa hópnum öllum kærar þakk ir fyrir þann hlýhug og þá vel- vild, sem þessi gjöf sýnir. Það er alltaf dálítið erfitt að taka við gjöfum, sem maður á ekki skilið, en það er, eða getur ver- ið gaman þegar þær eru fram bornar af góðum hug. Ég þakka ykkur af heilum hug, kæru fermingarböm, og minnist ykk- ar og fermingardagsins ykkar með þakklæti. Ég færi ykkur og fermingarbörnunum frá Völl- um, Urðum, Stærra-Árskógi og Hrísey hugheilar hamingjuósk- ir með afmælið. Og ég kveð ykkur með upphafslínum ferm- ingarsálmsins, sem sunginn var við fermingu ykkar. Blessun yfir barnahjörð, Ijúfi faðir, legg nú þína, j lát þeim ævinlega skína þinnar líknar ljós á jörð. Megi góður Guð blessa ykkur og ástvini ykkar alla. VöIIum, 26. maí 1967. Stefán Snævarr. r, ..... ■ ? íhaidssfefna allra landa miðar að því að gera þá ríku ríkari. ... .................- VANDAMÁL UNGLINGA eru mörg og vandræði, sem af þeim hljótast, eru hvarvetna. Úrbóta er brýn þörf. Þetta eru staðreyndir, sem við okkur blasa í dag og fáum dettur í hug að andmæla. HVAR LIGGUR SÖKIN? Hjá unglingum, sem eru illa inn rættir og illa upp aldir og hafa síðan slæm áhrif á aðra ungl- inga, munu flestir álíta. Þetta er að einhverju leyti rétt, en ræturnar liggja þó dýpra. At- ferli hinna fullorðnu á sinn stóra þátt í framkomu ungling- anna. Allt of fáir gera sér það Ijóst, en þó blasa dæmin hvar- vetna við manni, sem vill leiða hugann að því. Vissir menn stunda beinlínis þá iðju að af- vegleiða unglinga, og þeir menn sjá vissulega árangur verka sinna, þótt hinir, sem vilja virki lega leiðbeina unglingum og vera þeim góð fyrirmynd, sjái sjaldnast árangur af sínum verk um. Það er Ijótt, ef satt er, sem heyi'zt hefur, að löggæzlumaður hafi orðið sannur að sök um að útvega unglingum áfangi með ólöglegum hætti. ALMENNIN GSÁLITIÐ er svo rotið á þessu sviði upp- eldismálanna, að . fullorðnir menn, sem leiða unglingana út í óreglu, þurfa ekki að óttast álitshnekki af þeim sökum, enda fara þeir margir hverjir ekki í launkofa með þá iðju sína. Eitt kvöld hitti ég mann á förnum vegi, sem var að fara á ball með þreiUur unglingum; Ég bað hann að gera mér greiða næsta dag. Hann kvað það al- veg sjálfsagt, ef hann yrði ekki of timbraður til að geta það. — Unglingarnir, sem þá voru með honum, eru nú rpjög efnilegir drykkjumenn. LÖGGJAFARVALDIÐ hefur séð þann kost vænstan að vernda unglingana með lögum fyrir spillandi áhrifum hinna fullorðnu. Unglingum innan 16 ára aldurs er bannað með lög- um að vera á opinberum dans- leikjum, svo siðspillandi eru hinir fullorðnu, sem þó eiga að vera fyrirmynd æskunnar og búa hana undir að taka við stjórn landsins. ÚRBÆTUR eru nauðsynlegar, en vonlausar með þeim aðferðum, sem hing- að til hefur verið beitt. Illgresi verður ekki upprætt, nema með því að ná fyrir rætur þess. Svo er einnig um allar meinsemdir. Rætur spillingarinnar meðal imglinga liggja meðal hinna fullorðnu. Þær rætur þarf að eyðileggja. Þá fyrst má vænta árangurs af því að aga unglinga og böm. Aðferðum manna við að kenna hinum ungu góða siði má líkja við garðeiganda. sem slítur ofan af arfanum í garði sínum, þá hverfur arfinn í bOi, en hann skýtur fljótt upp koll- inum aftur. Ég hef reynt að vera stutt- orður núna, en væntanlega heyrið þið meira frá mér seinna, því næmi til að sýna fram á ósóma hinna fullorðnu í garð hinna ungu, eru hvarvetna í kringum okkur og handhæg til að opna augu þeirra, sem vilja hafa þau lokuð fyrir stað- reyndum. Angantýr H. Hjálmarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.