Dagur - 20.09.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 20.09.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Gafnagerðargjaldið á dagskrá MJÖG er til umræðu á Akureyri sú breyting, sem nú er á dagskrá þess efnis, að leggja gatnagerðargjald á byggjendur nýrra húsa. Hér er þó ekki nýtt mál á ferðinni og er áf því fengin reynsla á Faxaflóasvæðinu. Margt mælir með þessari breytingu, en margt einnig á móti. Þau rök, sem helzt eru færð fyrir því, að leggja beri gatnagerðargjald á húsbyggjend ur eru þessi: Fé vantar til gatna- gerðar í bænum. Innheimta þess f jár með gatnagerðargjaldi, væri þá ekki beint bundin fjárhag bæjarsjóðs þ. e. útsvörum eins og nú er, heldur réði framboð og eftirspurn nýbyggingu gatna, en slíkt ætti að koma< í veg fyrir skort lóða, sem oft hefur verið til baga. Þá er talið, að gatnagerðar- gjaldið örvi til bygginga fjölbýlis- húsa, þar sem einbýlishúsin væru látin bera verulega hæiTÍ upphæðir af þessu nýja gjaldi. f vísitöluhúsinu er reiknað með kr. 86.25 pr. rúm- metra í þennan kostnaðarlið. Þá er að geta þess, að þegar gerður erísárrt- anburður á útsvörum í hinum ein- stöku sveitarfélögum landsins, verð- ur sá samanburður ekki raunjhæfur, þar sem eru greidd gatnagerðar- gjöld, gangstéttargjöld og heimtauga gjöld, eins og hér, en þau greidd sér- staklega á viðmiðunarstöðunum, svo sem í Reykjavík og víðar. En þar-setrí þessi gjöld eru innifalin í útsvörun- um, verða útsvörin að sjálfsögðu hærri. Með breytingunni, sem hér er fyrirhuguð og meirihluti bæjar- stjórnar mun vera samþykkur, verð- ur nefndur samanburður Akureyri hagstæðari. En hér með er ekki öll sagan sögð. Húsbyggingarkostnaður hækkar og húsaleigan einnig. Þá virðist ékki réttlátt, að láta þá bera sérstakan kostnað af nýju gatnagerðargjaldi, sem þeir losna við að greiða, sem búnir eru að byggja. f framhaldi af þessu hefur svo komið fram sú hug- mynd, að skattleggja allar fasteignir í bænum sérstaklega, með það fyrir augum að gera stórt og skipulegt átak í gatnagerð bæjarins. Virðist það að sumu leyti réttlátara en mun ekki að fullu samrýmast landslögum, eins og þau eru nú. Gatnagerðar- gjaldið er ekki formlega samþykkt ennþá í bæjarstjóminni, en hins veg ar samþykkt heimild til að leggja það á við þá útlilutun lóða, sem fram fer um þessar mundir. Ákveðn- ar tillögur um upphæð gjaldsins hafa ekki komið fram, svo blaðinu sé kunnugt. □ Úfæmandi möguleikar blða þeirra, sem í sveitunum búa segir frú Guðrún Aðalsteinsdóttir í Klausturseli VIÐ fyrstu sýn er Jökuldalur hvorki grösugur eða búsældar- legur. Eyfirzkum bónda þætti þar graslítið og landið lítt skemmtilegt til ræktunar. Samt er það svo, að þar hafa margir góðu búi búið, enda Jökuldalur ekki allur þar sem hann er séð- ur af þjóðvegi. Hinar víðlendu heiðar og afburðagóðu sauð- lönd blasa ekki við, en er stað- reynd, engu að síður. Bænd- urnir eru fjárræktarmenn, fjár- margir og hafa ekki nautpening nema til heimanotkunar. Hér var nýlega á ferð ein jökuldælsk húsmóðir, frú Guð- rún Aðalsteinsdóttir í Klaustur seli á Jökuldal, fréttaritari blaðsins þar í sveit. Blaðið lagði fyrir hana nokkrar spurningar á meðan bíllinn dokaði við. Heyskap mun að mestu lokið í Jökuldal? Já, og heyin eru að þessu sinni vel verkuð, en víða mun minni en í meðalári. Margir hafa þegar keypt hey og nokkrir bændur fengu tún til slægna, t. d. leigðu hjá tveim bændum á Héraði, sem eru að hætta búskap. Hver heyhestur kemur að meira gagni á Jökuldal en víða annarsstaðar? Já, að því leyti, að þar nægir hverri vetrarfóðraðri kind þetta heymagn, en þarf í sumum sveitum tvisvar eða jafnvel þrisvar sinnum meira hey handa kindinni. Jökuldælingar eru einungis sauðfjárbændur. Hve stór eru búin? Allir framleiða mjólk fyrir heimili sín. Margir yngri bænd- ur bafa byggt hús yfir 400 fjár eða þar um bil og flestir nýta v þetta húsnæði alveg. En ekki veit ég hvað meðalbúið er stórt. Á ýmsum heimilum eiga fleiri > jen bóndinn hjörðina, þótt hún tilheyri sama bænum. Svo eiga allir hesta, nema einn bóndi. Heiða- og afréttarlöndin eru mjög víðáttumikiL , Eru Jökuldælingar hættir að hrugga? Steinhættir, en þeir brugg- uðu mikið þegar ég var ungling ur. Þar með er ekki sagt að þeir séu allir orðnir bindindis- • menn. En bruggið er úr sögunni og er ekki eftirsjá í því. Er nokkur flótti úr sveitinni? 'I /Ékki hefi ég heyrt um neinn, sem hefur í hyggju að hætta bú skap. Ég býst við, að atvinnu- ástandið á Austfjörðum í sum- ar hvetji bændur ekki til þess að hætta búskap. Auk þess er ’ekki auðvelt að koma jörðum sínum í verð. Ég held að flestir uni hag sínum sæmilega. Þið hafið ungmennafélag og kvenfélag, svo sem víðast er í sveitum? Já, ungmennafélagið var ný- lega endurreist, ef svo má kalla, og er formaður þess Vilhjálmur Snædal. Kvenfélag starfar líka og formaður þess er Sesselja Nielsdóttir. Bæði þessi félög vinna að félagsmálum, glæða áhuga á þeim og láta gott af sér leiða. Félagsandinn er fremur góður í sveitinni. Skólamálin? Við höfum góðan barnaskóla á Skjöldólfsstöðum. En okkur vantar tilfinnanlega unglinga- skóla. Við erum í hreinum vand ræðum með unglingastigið, ekki sízt eftir að fyrsta deild Eiðaskóla var lögð niður. Úr- bætur á þessu sviði kalla á, að eitthvað verði gert og það sem fyrst, enda er málið á dagskrá hjá okkur og reyndar fleiri hreppum. Skeð getur, að auð- veldast reynist að leysa málið sameiginlega. Hvernig er að vera húsmóðir á Jökuldal? Samanburður á því og t. d. hér á Akureyri yrði nokkuð flókinn. Og á ýmsum sviðum er Guðrún Aðalsteinsdóttir. þetta ekki saman berandi. Við eigum við okkar erfiðleika að stríða austurfrá, en mér skilst að vinkonur mínar hér á Akur- eyri séu heldur ekki lausar við þá, þótt öðruvísi séu. Uppeldi bamanna er auðveldara í sveit um, og nægur tími oftast til að vera með bömunum og ræða við þau. Það kemur raunar mest af sjálfu sér. Sveitabörn- unum eru snemma fengin ákveð in" verkefni í hendur, sem þroska þau og gera þau ábyrg í störfunum, og þau eru ekki taugaveikluð af hávaða og óró- leika fjölmennisins. Hins vegar er aðstaðan til skólagöngu betri í kaupstöðum. Mér finnst bændafólk yfirleitt þroskað fólk a. m. k. á ýmsum sviðum. (Framhald af blaðsíðu 1). húsinu áður en vetur gengur í garð. Skátaflokkur undir stjóm Tryggva Þorsteinssonar tók til höndum utanhúss, en þar verð ur síðar grafinn skurður til upp þurrkunar og jarðvegi verður ýtt að húsinu til að auðvelda þangað leið í snjó. Annars er skálinn aðeins nokkra metra frá þjóðveginum. Að lokinni vígsluathöfn í Sesseljubúð þágu gestir ríku- legar veitingar. Sesseljubúð á Öxnadalsheiði veitir ferðamönnum á einu fjöl farnasta fjallvegi íslands mikið öryggi á vetrarferðum, þegar snjóalög tefja för og þar sem allra veðra er von. Daníel Sig- mundsson á Isafirði smíðaði húsið, en Jón Sigurjónsson setti það upp. Almenningur mun fagna hin- um nýja fjallaskála, e. t. v. þó langferðabílstjórar öllum öðr- um fremur. En fyrirfram veit enginn hverjir þess njóta á leið um Öxnadalsheiði. Dagur hefur sérstaka ástæðu til að fagna Bændurnir eru vanir því að þurfa að treysta á sjálfa sig fyrst og fremst, og standa þeir síður ráðþrota gegn erfiðleikum lífsbaráttunnar en margir aðrir. Framkvæmdir eru töluverð- ar? Já, en þær hófust síðar en víða annarsstaðar og hafa þess vegna orðið mun dýrari, svo sem í ræktun og byggingu úti- húsa. En það er enginn sam- dráttur í búskapnum, öðru nær. Hér um slóðir kvarta bændur yfir því, hve bundnir þeir eru. Hvemig er það á Jökuldal? Búskapur er ætíð bindandi. En bændur á Jökuldal geta hæglega brugðið sér frá, þegar þeir vilja eða þurfa. Fjárbú- skapurinn er að því leyti frjáls- legri en kúabúskapurinn. Ég öfunda ekki eyfirzku bænd- urna með sín stóru kúabú, sem binda þá daglega fasta við klukkuna og mjólkurbílinn. En efnahagurinn er kannski betri. Hins vegar er sauðburðurinn mjög erfiður hjá okkur og einn ig öll smalamennska haust og vor. Þið unið þá sæmilega við ykkar hag? Bændur verða að standa vel saman til að fá það búvöruverð, sem þeim ber réttur til, bæði lagalegur og siðferðislegur. í því sambandi er það sitt hvað, að barma sér eða sækja sinn fulla rétt. Yfirleitt verður að líta raunhæft á hlutina, bæði frá efnalegu og andlegu sjónar- miði. Barlómur er mér ekki að skapi, og það er ekki síður nauð syn, að halda því á lofti, sem vel er um sveitir og mannlífið þar, en að mála erfiðleikana of dökkum litum. Og víst er það, að lengst verður dreifbýlið ís- lenzkt og á komandi tímum elur það hraust fólk og þrosk- að, eins og það hefur alltaf gert. Sennilega vantar víða töluvert á það, í sveitunum sjálfum, hvað þá annarsstaðar, að bú- skapurinn sé réttilega metinn og að því sé nægur gaumur gef inn hve ótæmandi möguleikar bíða þeirra, sem þar vilja lifa og starfa, segir frú Guðrún í Klausturseli að lokum, og þakk ar blaðið viðtalið. E. D. þessari framkvæmd vegna sinn ar þátttöku í baráttunni fyrir aukinni aðstoð við ferðafólk á heiðinni. Athygli vakti í hinum nýja fjallaskála, að krossmark hafði verið sett upp á gafli gegnt úti- dyrum. Hlutur Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri er í þessu máli góður. En eftir er hlutur vegfarenda um Öxnadalsheiði. Verður Sesseljubúð látin í friði? Síðar fæst svar við þeirri spurningu, en öll óskum við þess, að hún geti þjónað þeim tilgangi sínum ótrufluð af vand ræðafólki, að veita vegmóðum skjól. □ - SMÁTT OC STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Jakobsson fiskifræðing um borð, sem leiðangursstjóra. Gerðar eru um þessar mundir tilraunir með að flytja sjó- kælda og ísaða síld af hinum fjarlægu miðum, söltunarhæfa til lands. - SESSELJUBÚÐ Á ÖXNADALSHEIÐI Kristrún Jóhannsdóttir. Sýnikennslunámskeið í Húsmæðraskólanum KRISTRÚN JÓHANNSDÓTT- IR húsmæðrakennari, sem und anfarin fjögur ár hefur verið við nám í Bandaríkjunum, en er annars kennari við Flens- borgarskólann í Hafnaríirði, heldur sýnikennslunámskeið í Húsmæðraskólanum á Akur- eyri. Hefst námskeiðið á sunnu daginn og lýkur á þriðjudags- kvöldið. Alla dagana hefst það kl. 8 síðdegis. Á námskeiðinu verður fjallað um grænmetisréttina — græn- metis- og baunarétti, ennfrem- ur ábætisrétti — og er þessi árs tími vel til þessa fallinn. Kristrún hefur haldið slík námskeið áður bæði í Reykja- vík og víðar, en þetta er fyrsta námskeið hennar hér. Upplýsingar um námskeið þetta eru veittar í Húsmæðra- skólanum kl. 1—6 e. h. í dag, miðvikudag, og á morgun. — Síminn er 1-11-99. □ - SKÍÐALYFTAN (Framhald af blaðsíðu 1). og sagði frá veltu þeirri sem Huginn stóð fyrir og upplýsti hann, að safnazt hefði á Akur- eyri kr. 132.900.00, en í Reykja- vík kr. 17.700.00, samtals kr. 150.600.00. Hann sagði einnig að dálítill kostnaður hefði orðið við framkvæmd veltunnar og afhenti síðan Jerís Sumarliða- syni, formanni íþróttaráðs, ávísun að upphæð kr. 135.668.75. Jens þakkaði síðan Lions- klúbbnum Huginn fyrir ágæta gjöf og gat þess um leið að þetta væri ekki í fyrsta sinn, sem þeir Lions-menn sýndu hug sinn til framkvæmda í Hlíðarfjalli, því þeir hefðu að- stoðað við byggingu Skiða- hótelsins, gefið hljóðfæri o. fl. Hermann Stefánsson, formað ur ÍBA, tók að lokum til máls og ræddi ýmislegt frá gamalli tíð, og gat þess, að það4 væri orðið langt síðan fyrst var talað um skíðalyftu í Hlíðarfjalli, og lýsti ánægju sinni yfir að nú væri sá draumur að rætast. Gengið var síðan suður að forstöð lyftunnar, og gaf þar á að líta. Risin eru öll möstur nema tvö og voru 2 steypubílar langt upp í fjalli. Verkið geng- ur samkvæmt áætlun og búizt er við að framkvæmdum Ijúki í næsta mánuði. Magnús Guð- mundsson hefur stjómað fram- kvæmdum og unnið mjög gott verk. Hér eru staddir 2 sér- fræðingar frá Doppelmayer og vinna þeir við uppsetningu lyft unnar og á öllum búnaði í sam bandi við hana. Væntanlega gefst bæjarbúum kostur á að reyna lyftuna, áður en skíðasnjór kemur í fjallið, og er ekki að efa að margt verð ur um manninn þá í Hlíðar- fjalli. Þess má að lokum geta, að þetta er eina skíðalyftan, sem til er á Islandi og hljóta allir bæjarbúar að fagna því, að svo vel hefur tekizt, sem raun ber vitni, að koma þessu mannvirki upp. Sv. O. - GÆSIR OG GÆSAVEIÐAR (Framhald af blaðsíðu 8). reiðar eða önnur vélknúin farar tæki á landi til fuglaveiða, eða til að elta uppi eða reka fugla. Farartæki þessi má þó nota til að flytja veiðimenn, veiðihunda og veiðitæki að og frá veiði- stað.“ Og í 21. gr. segir svo: „Eftir- talin tæki eða útbúnað má eigi nota til fuglaveiða: Fleka (snörufleka), stingi eða króka (gogga), öngla, boga, gildrur, blys eða annan ljósaútbúnað, svo og allar aðrar fastar veiði- vélar, þótt hér hafi ekki verið taldar.“ í alþjóðasamþykkt um fugla- verndun, sem fsland er aðili að síðan 1956, segir m. a. í 5. gr.: „Aðilar samþykktarinnar skuld binda sig til að banna eftirtald- ar (veiði) aðferðir, sem valdið geta fjöldadrápi fugla eða föng un, eða bakað þeim kvalir að nauðsynjalausu: liður c) spegla, blys og annan ljósaútbúnað, og liður h) notkun vélknúinna farartækja á landi, eða flugvél- ar, til þess að skjóta fugla eða reka þá.“ „Samkvæmt því sem hér hef ur verið rakið í stuttu máli er því augljóst, að aðferð sú við gæsadráp er þú lýsir Norðlend- ingur góður, er óleyfileg hér á landi og að hæsta máta refsi- verð. Það liggur ekki mikil sportmennska eða sportmanns- andi á bak við fjöldadrápsað- ferð sem þessa, enda mun sjálf sagt frekar lítið um það, að þeir sem fást hér við fuglaveið- ar geri það af áhuga á slíkri veiðimennsku sem íþrótt. En sem íþrótt mun þó litið á fugla- veiðar meðal flestra siðmennt- aðra þjóða.“ Blaðið vill vekja athygli á ofanrituðum orðaskiptum, þar sem sá tími fer nú í hönd er gæsaskyttur hugsa sér til hreyf ings. □ - AFMÆLISRIT KEA (Framhald af blaðsíðu 8). vörudeild, Raflagriadeild, Véla deild, Olusöludeild, Slátur- og frystihús, Kjötiðnaðarstöð, Mj ólkursamlag, Brauðgerð, Efnagerð, Snijörlíkisgerð, Kassa gerð, Gúmmíviðgerð, Þvotta- hús, Bifreiðadeild, Vátrygginga deild, Útgerðarfélag, Málm- smiðjur, Efnaverksmiðjan Sjöfn, og sameiginlegar verk- smiðjur KEA og SÍS, ennfrem- ur útibú KEA við Eyjafjörð og í Grímsey. Aftast er starfs- mannatal og er mynd af hverj- urri starfsmanni, miðað við júní 1966. Ráðgert er, að þetta myndar- lega og fróðlega afmælisrit verði sent á hvert heimili sam- vinnumanna á félagssvæði KEA. Það mun þykja merkilegt heimildarit þegar fram líða stundir, um fjölmennustu sam- tök fólks um verzlun og önnur viðskipti, verksmiðjurekstur og menningarmál, sem nokkru sinni hafa starfað á Norður- landi. □ Lið Þórs. Fremri röð frá v.: Steingrímur, Valsteinn, Samúel, Ævar, Páll. Aftari röð f. v.: Guðni, Magnús, Guimar, Anton, Pétur, Aðal- steinn. Á myndina vantar Jón Friðriksson. Ljósm.: G. P. K. KNATTSPYRNUMÓT AKUREYRAR. Þór varð Ákureyrarmeistari SÍÐASTLIÐINN fimmtudag fór fram á íþróttavellinum síð- asti leikurinn í Knattspyrnu- móti Akureyrar. Þór og KA léku í meistaraflokki karla. Dynjandi rigning var er leikur- fnn fór fram og var völlurinn háll og erfiður. Þó sýndu bæði liðin góð tilþrif og er þetta einn jafnasti leikur, sem ég.hef séð um árabil milli þessara aðila, og hefði ekki verið ósann gjamt, að mínu viti, að jafn- tefli hefði orðið. Leikar fóru svo að Þór sigr- aði með 2 mörkum gegn engu. Magnús Jónatansson skoraði fyrra markið á 34. mín. fyrri hálfleiks, með mjög fallegu skoti frá vítateigslínu, sem sagt glæsilegt mark. Ég missti af byrjun leiksins, en Guðni Jóns son, Þór, brenndi af vítaspyrnu snemma í leiknum. KA-menn áttu sín tækifæri í þessum hálf- leik, en þeim mistókst, eða Jón Friðriksson, sem var í marki hjá Þór í fjarveru Samúels, varði. Hann varði oft ótr-úlega vel. Einnig varði markvörður KA, Halldór Rafnsson, oft vel.' í síðari hálfleik skiptust liðin á upphlaupum og munaði oft mjóu við bæði mörkin. Á 43. mín. síðari hálfleiks skoraði svo Aðalsteinn Sigurgeirsson siðara mark Þórs, en hann fylgdi vel eftir alveg í mark. Þór varð því Akureyrar- meistari í knattspyrnu 1967. En leikur þessi var, eins og áður segir, jafn, og er það trú mín að Þór fari að ganga verr að sigra KA en undanfarin ár, þó i Þórsliðinu séu flestir leik- menn og varamenn ÍBA-liðs- ins. Það er mikil nauðsyn fyrir KiA, að fá fleiri leiki milli Þórs og KA en verið hafa undan- farin ár. Mætti ekki t. d. leika tvisvar í mánuði á æfingatím- um? Ef leikið er jafn prúðmann lega og gert var sl. fimmtudag ætti ekki að verða hætta á meiðslum. í yngri flokkum, 2., 3., 4. og 5., sigraði KA, eins og áður hef- ur verið frá sagt. Sv. O. í DAG, miðvikudag, fer fram á íþróttavellinum leikur í Norður landsmóti í knattspymu milli KA og Þórs, og hefst kl. 6. Gólfteppi Gólfteppi Ensk WILTONTEPPI, breidd 274 og 90 cm. íslenzk WILTONTEPPI frá Vefaranum Enn fremur TEPPI í stærðum: 140x200 cm. 170x240 cm. 183x274 cm. 200x300 cm. 225x274 cm. 274x320 cm. 274x366 cm. Tökum upp fyrir næstu helgi liin margeftirspurðu SHAW-TEPPI frá Englandi LYKKJUTEPPI í stærðum 190x290 cm.; 250x350 cm. DREGILL, 102 cm. WILTONTEPPI, stærð: 3oox4oo cm. <^> TEPPADEILD Olafur surtdkennari 75 ára i SÁ íslendingurinn, sem flest- stofnuð ungmennafélög for- um unglingum hefur kennt að göngu um sundmenntina. synda, er Olafur Magnússon Síðan hóf Olafur sundkennslu sundkennari á Akureyri, enda á Akureyri, fyrst í köldum polli hefur hann þá kennslu stundað á núverandi sundstað, sem hit- í hálfa öld og fjórum árum bet- aður var með laugarvatni 1933, ur. Sjálfur lærði hann sund hjá einnig að forgöngu ungmenna- Þingeyingnum Jóni Markússyni félaga. Ólafur kenndi sund á í köldum polli, þar sem nú er Akureyri frá 1922—1964. Lónsbrú og sér enn fyrir torf- Ólafur Magnússon er frá görðum þess sundstaðar. Þá Bitru í Glæsibæjarhreppi, elzt- ur 9 systkyna, missti föður sinn 16 ára gamall og tók þá við umsjá búsiris. Fátækt var í föð- urgarði og þung byrði var lögð á herðar hins 16 ára pilts, sem ekki hafði náð miklum þroska. Þá mun hafa reynt meira á þrek hans en nokkru sinni. En Ólafur Magnússon reyndist þá strax mikils trausts og trúnaðar verður og þar tók hann sitt landspróf með sóma. Síðar óx honum fiskur um hrygg og varð með vöskustu mönnum, góðum og fjölþættum íþróttum búinn, og t. d. var hann góður glímumaður, og er það sem meira er um vert: hinn mesti drengskaparmaður, með sitt varma'-og viðkvæma var Ólafur 8 ára gamall og grét hjarta á réttum stað. á sinni fyrstu göngu til synds- Enn hefur hann brennandi ins. Síðar stundaði hímn sund áhuga á málefnum æskunnar, hjá Steinþóri Leonarðssýril óg sem hann hefur helgað langt og Jóhanni Ólafssyni, sem Ólafúr óvenju farsælt æfistarf. segir að verið hafi afburða íþróttasamband íslands hefur sundmaður, og síðast i hjá Jóni veitt Ólafi verðugan heiður, m. Ólafi Pálssyni í Reykjavík. a. sæmt hann gullmerki sínu. Ágæt sundkunnátta Ólafs not Á sjötíu og fimm ára afmælinu aðist vel, því sundkennsla varð. var honum tilkynnt, að Sund- hans ævistarf. Fyrst kehridi samband íslands hefði einnig hann sund í nágrannahfeþpun- sæmt hann sínu æðsta heiðurs- um, Glæsibæjarhreppi, köldum merki, en það hefur núverandi sundpolli við Blómsturyqlli, í forseti landsins einn áður hlot- Hrafnagilshreppi, í vo,lgrÍvJayg ið. við Kristnes, og á köldum stáð Dagur sendir afmælisbaminu í Öngulsstaðahreppi. En í þess- hugheilar kveðjur. um sveitum öllum höfðu nýlega E. D. Sængurfatnaður DÁMASK, bómullar DAMASK, silki HÖIE-KREPP-EFNI LAKALÉREFT, hvítt LAKALÉREFT, mislitt, komið aftur KODDAVERALÉREFT VEFNAÐARVÖRUDEILD TIL SÖLU: EINBÝLISHÚS á Ytri Brekkunni. Sem nýtt. 2 stofur, 4 herbergi. Lóð fullfrágengin. 6 HERBERGJA ÍBÚÍ) við Aðalstræti. Góðir greiðslu- skilmálar. 6 HERBERGJA ÍBÚÐARHÆÐ á Ytri Brekkunni. 2 HERBERGJA STÓR ÍBÚÐ á Ytri Brekkunni. 2 HERBERGJA ÍBÚÐ á Oddeyri. | EINBÝLISHÚS og ÍBÚÐIR af öðrum stærðum. Upplýsingar gefur RAGNAR STEINBERGSSON, HRL., Hafnarstræti 107 Símar 1-17-82 og 1-14-59. Viðtalstími kl. 5—7 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.