Dagur - 20.09.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 20.09.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Norðlenzkir gangnamenn fengu gott veður í fyrstu leitum. Hér er verið við lieimarétt á Þverá í Skíðadal. (Ljósm.: E. D.) AFMÆLISRIT KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA ÚT ER KOMIÐ afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri í tilefni af 80 óra afmæli þess. Afmælisárið var í fyrra, því félagið var stofnað 19. júní 1886. Þetta rit er mjög mynd- skreytt, margar myndirnar í lit um og allt prentað á vandaðan pappír. Útgefandinn er Kaup- fél'ag Eyfirðinga, ritstjóri Árni Kristjánsson menntaskólakenn ari en ljósmyndir tók Gunn- laugur P. Kristinsson en starfs- mannamyndir Vigfús Friðriks- son. Skipulag og útlitsteikning- ar gerði Kristján Kristjánsson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. annaðist jarentun, en mynda mót gerð hjá Folker & Sön í Kaupmannahöfn. Ritið hefst á sögulegum inn- gangi og segir fx-á því er nokkr- ir eyfirzkir bændur komu sam- an á Grund „til að ræða um, hvérja stefnu skyldi taka með verzlun og vörupöntun úr hér- aði á komandi hausti", en þá hafði Kaupfélag Þingeyinga starfað í fjögur ár. Þá eru í afmælisritinu greinar um félags mál og stjórn, fræðslu- og menningarstarf og síðan um hin ar einstöku félagsdeildir. Er þar byrjað á skrifstofunum, síð an er Hótel KEA, Böggla- geymslan, Nýlenduvörudeild, Kjötbúð, Vefnaðarvörudeild og Herradeild, Járn- og glervöru- deild, Skódeild, Lyfjadeild eða Stjörnu Apótek, Byggingar- (Framhald á blaðsíðu 5). GÖNGUR OG GANGNA- HESTAR Göngur og réttir eru einkenni þessa árstíma, ferðalög á hest- um um fjöll og heiðar, með hest inn að fararskjóta og hundinn til fylgdar. íslenzku liestarnir eru sem kjörnir í þetta hlut- verk, þolgóðir, fótfimir og rösk ir. En fléstir eru á þessum árs- tíma illa undir erfið ferðalög búnir, of feitir og sumarstaðnir. Hljótast af þessu ýmis slys, og reiðskjótarnir ná sér sumir aldrei. Auk þess að minna á gætilega meðferð, er mest nauð syn að halda gangnahestunum í verulegri þjálfun fyrir göng- ur, en þá þola þeir ótrúlega miklar og erfiðar ferðir, án þess að verða meint af. VÍÐAVANGSHLAUP I göngunum koma vel í ljós hin ir beztu eiginleikar hestsins. Þá þarf stundum að spretta úr spori yfir stokka og steina. Duga þá stundum lítt hinir stríðöldu „götu-töltarar“, sem alla sína þjálfun hafa hlotið á sléttu landi, einkum hörðum bílvegum. Hindrunarhlaupin eru mjög „spennandi“ þar sem hestaíþróttir eru sýndar erlend Hringsjá á Húsavíkurf jalli Húsavík 19. sept. Sunnudaginn 17. september sl. var sett upp hringsjá á Húsavíkurfjalli, en fjallið er 417 metra hátt og er þaðan víðsýnt til allra átta. Hringsjáin (sjónskífa) er kop- arplata, 56 cm. í þvermál og Gæsir og gæsaveiðar EFTIRFARANDI BRÉF barst þættinum „Spjallað við bænd- ur“ í Ríkisútvarpinu síðastliðið haust: „Kæru herrar. Hér í sveit hefur sú nýstárlega aðferð við gæsadráp rutt sér til rúms, sem nú skal greina: Tveir menn eða fleiri fara að næturþeli í bfl, helzt með kastljós, þangað sem gaésa er von, leita uppi hópana með ljósunum, en við það blind SALTAÐ í DAG SÍLDARSKIPIÐ Hannes Haf- stein, sem tók tunnur og salt með sér í síðustu veiðiferð, var í gær á leið til lands og ætlaði til Dalvíkur með síld til sölt- unar. []] ast fuglarnar og sitja sem fast- ast. Nú stekkur skotmaður út úr bíl sínum og út úr ljósgeisl- anum, fikar sig nærri gæsahópn um, unz hann er kominn í færi, skýtur þá í hópinn og drepur oft margar en særir fleiri. Nú er spurningin: Stríðir þessi brútala veiðiaðferð ekki gegrv lögum, t. d. lögum um fuglaveiðar, eða Jpgum um með ferð skotvopna? Vinsamlegast svarið fljótt. Norðlendingur.“ Þessu bréfi svaraði Óli Valur Hansson ráðunautur m. a. svo: „í lögum nr. 63 frá 21. apríl 1954 um fuglaveiðar og fugla- friðun segir svo í 19. gr., er heyrir undir IV. kafla, er fjall- ar um veiðitæki og veiðiaðferð- ir: „Eigi má nota flugvélar, bif- stendur á steinsteyptri súlu. Á hringsjánni eru rúmlega 100 nöfn staða, sem sjást af fjallinu í góðu skyggni. Meðal þeirra staða er Bárðarbunga á Vatna- jökli og Grímsey við hafsbrún norður. Ferðafélag Húsavíkur lét gera hringsjána og koma henni upp. Jón Víðis landmæl- ingamaður teiknaði hana og leiðbeindi við uppsetninguna. Vinna hans og allra annarra við þessa framkvæmd, var sjálf- boðavinna, en verzlanir og ein- stakljngar gáfu allt efnið. Rotaryklúbbur Húsavíkur hafði í sumar forgöngu í því að leggja veg upp á Húsavíkur- fjall og er þangað nú flestum bílum fært, að hringsjánni. For maður Ferðafélags Húsavíkur er Sigurður Egilsson, en nefnd skipuð til að annast uppsetn- ingu hringsjárinnar skipuðu: Árni Vilhjálmsson formaður og með honum H&ukur Logason og Hjörtur Tryggvason. Þ. J. Skrifstofurnar fluttar í GfflR voru bæjarskrifstofurn- ar opnaðar á nýjum stað eða í Geislagötu 9, þ. e. almenn af- greiðsla, skrifstofa bæjarstjóra o. fl. En áður höfðu flutt í þetta húsnæði Rafveitan, Vatnsveit- an og skrifstofa framfærslufull- trúa. Aðalsími skrifstofanna er 2-10-00. í hinum nýju húsakynnum er auðveldara að starfa og betra að koma við hagkvæmari starfs skiptingu. □ KAFFISALA VID HÓLAVATN EINS og flestum mun kunnugt, hafa KFUM og KFUK á Akur- eyii, starfrækt sumarbúðir fyr- ir drengi og stúlkur, að Hóla- vatni í Eyjafirði. Hefir þessi starfsemi félagana verið mjög vinsæl og aðsókn að sumarbúð unum stöðugt verið vaxandi. Eins og gefur að skilja, er margt ógert við Hólavatn, en félögin, sem að þessu standa, fámenn og fjárhagslega lítils megnug. Hefir því verið ákveð- ið, að efna til kaffisölu að Hóla vatni n. k. sunnudag 25. þ. m. til ágóða fyrir starfsemina. Mun verða selt kaffi og bi'auð, (mjólk eða gos fyrir börn) á tímanum frá kl. 14.30 til 18.00. Benda má fólki á, að nýlega hef ir verið byggð brú yfir Eyja- fjarðará, hjá Vatnsenda. Er því tilvalið að fara hringferð um fjörðinn, og hafa Hólavatn sem áningarstað. Verið velkomin í kaffið á sunnudaginn kemur. Sumarstarfsnefnd KFUM og KFUK. is, einnig víðavangshlaup og væri gaman að taka þau upp hér, á mjög ósléttu landi með einhverjum torfærum að auki. Veg sinn milli tveggja ákveð- inna staða mætti svo knapinn velja sjálfur að eigin geðþótta og samkvæmt getu hestsins. SMALAHUNDAR En gangnamenn eru aðeins hálf ir menn ef þeir eru hundlausir, eða svo þótti það fyrrum og er þó miðað við lítt tamda hunda, eiginlega hálfgerða fábjána, miðað við tamda fjárhunda, sem t. d. Skotar og írar nota, og þykja ómissandi. Kominn er tími til þess að hundar séu „ræktaðir“ á íslandi. í því efni væri sennilega heppilegast að fá innflutt fjárhundakyn, eitt eða fleiri, halda þeim hreinrækt uðum, að menningarlegum hætti og temja þá til starfa. Til eru að vísu afbragðs fjárhund- ar hér á landi og skal ekki kast að rýrð á þá, en flestir eru hreinir afglapar, oft til mikils ama. HEIÐAVÖTNIN Það hefur vakið undrun margra hve mörg fjallavötn, jafnvel þau, sem liggja hátt og í gróður litlu umhverfi, eru auðug af silungi. Hitt er minna undrunar efni þótt vötn á vel grónum heiðum séu góðar fóstrur bleikju og urriða. Á Jökuldals- heiði eru öll vötn full af silungi, en í sumar var að mestu bann- að að veiða í þeim. Öll þessi silungsvötn gefa auga leið í því efni hvað unnt er að gera nátt- úrunni til hjálpar og hvaða möguleikar bíða framtaksamra manna, þar sem góöur bæjar- lækur, hæðótt landslag og jarð- ýta er fyrir hendi. BÓNDINN OG BLEIKJAN Bóndi einn, sem hér verður ekki nafngreindur, átti dálitla tjörn, sem auðvelt var með litl- um torfgarði að dýpka. Hann hlóð garðinn og sótti síðan langa leið nokkrar lifandi bleikj ur og setti í tjörnina. Árin liðu og lítt varð silungs vart í tjörn- inni. Eitt sinn er bóndi var staddur við smálæk, sem úr tjörninn rann, sá liann bleikjur tvær furðu stórar, sótti bala og bar þær í tjömina. Sýndist hon um nú mál til komið að kanna árangur fiskiræktarinnar og renndi fyrir silung í áður- nefndri tjörn. Skipti engum tog um, að bleikja gleypti agnið' og önnur. Þær voru 4 og 5 pund. Hver vildi ekki eiga slíka matar kistu við túnfótinn? SÍLDIN Síldaraflinn var um síðustu mánaðamót helmingi minni en á sama tíma í fyrra og ekkert farið að salta. Töluvert hefur veiðzt síðan og síldin færist nú nær. Er álitið, að hún geti verið komin á sínar liauststöðvar austan við land eftir mánuð eða svo. Nýja síldarleitarskipið Árni Friðriksson er í fyrstu leitarferð sinni með Jakob (Framhald á blaðsíðu 4).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.