Dagur - 14.10.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 14.10.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT Mynd þessi af Fosshóli og Goðafossi var tekin kl. 12 á miðnætti í júlímánuði sl. sumar. salla 15 Siglufirði 12. október. Hér var einmunatíð í september og festi aldrei snjó í fjöllum og Siglu- fjarðarskarð lokaðist ekki fyrr en í október. En í októberbyrjun breyttist tíðarfarið, snjóaði í fjöll og Skarðið tepptist og hefur verið illfært síðan. Fyrir nokkru lauk Efrafall við jarðgöngin um Stráka og var þá ekki annað eftir en leggja veginn gengum göngin. Það verk annast Vegagerð rík- isins og vinnur að því. Gert er ráð fyrir að steypa veginn. Öll umferð er stöðvuð og verða menn að skrönglast yfir Skarð- ið á meðan. Það sem af er október hafa allmörg skip komið með síld til söltunar, þótt siglingin taki enn um sólarhring af miðunum. Úr flestum skipum hefur síldin reynzt ágæt til söltunar og nýting oft um 60%, enda er síldin ísuð og kæld í sk.ipunum. Síðustu tvo sólarhringa hafa t. d. komið 7 skip og verið salt- að úr þeim öllum, allt. upp í 1400 . tunnur úr einum f armi á 8 klst. • Skipin eru losuð í þeirri röð, er þau korh'a, ög standa stöðv- arnar sameiginlega að af- greiðslu hvers skips. — 2—4 stöðvar sál'ta úr hverju skipi. Sjö' eða átta stöðvar hafa einhverja aðstöðu til að salta í húsi en mjög þrönga og þær, sem bezta hafa, geta saltað inni með 20 stúlkur. Búið er að salta um 15000 tunnur, mest á einni viku. Ein- göngu heimafólk vinnur að söltuninni, þar af nokkuð af skólafólki. Ishús SR er í gangi og nið- Héraðsfundur Eyjaf jarðarpró- fastsdæmis fór fram í september HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarð- arprófastsdæmis var haldinn sunnudaginn 17. sept. s.l. að Munkaþverá og Freyvangi. — Fundurinn hófst með guðsþjón- ustu. Prédikun flutti séra Stef- án V. Snævarr, en séra Pétur Sigurgeirsson og prófasturinn, séra Benjamín Kristjánsson, Iþjónuðu fyrir altari. Organisti var frú Hrund Kristjánsdóttir. í messulok -flutti prófastur yfirgripsmikið erindi um kirkju leg máléfni alrriennt og í hér- aði. Gat hann þess m. a. að hann hafi nú sótt um lausn frá prests- og prófastsstörfum. — Prófastur lauk máli sínu með þessum orðum: „Ég er nú þessa dagana búinn að gegna prests- starfi full 39 ár, fjögur í Vest- urheimi og 35 ár hér í Eyja- firði, eða rúmlega þriðjung ald- ar, og fannst mér því kominn tími til, að Eyfirðingar fengju (Framhald á blaðsíðu 7). ODDEY ODDEYRARSKOLINN á Akur eyri var settur í sal skólans 3. okt. sl. Eiríkur Sigurðsson, sem ver- ið hefur skólastjóri þau 10 ár, sem skólinn hefur starfað, læt- ur nú af störfum, en Indriði Úlfsson, sem áður var yfirkenn ari við Barnaskóla Akureyrar, tekur við skólastjórn. Kennarar, sem hverfa frá skólanum eru: Kristbjörg Pét- ursdóttir, Margrét Rögnvalds- dóttir og Sigurður Björnsson. Voru þeim þökkuð góð störf í þágu skólans. Nýir kennarar eru: Helga Eiðsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Elín Valgerður ¦ Valdimarsdóttir og Matthías Gestsson. Nú í vetur verður nemend- um í efstu bekkjum skólans gefin kostur á leiðsögn í sjálf- stæðri föndurvinnu og málun veggmynd. Þá verður, í einum af fyrstu bekkjum skólans, gerð tilraun með nýtt form í reikn- ingskennslu. Tilraun þessi er gerð á vegum skólarannsókna og fræðslumálastjórnar. í vetur starfar skólinn í 18 (Framhald á blaðsíðu 2). urlagningarverksmiðjan líka — enda vatnar fólk, þegar veru- lega er saltað. Tjaldur og Hringur eru leigð- ir íshúsi SR og eru þeir á línu- veiðum, en afla lítið. Haförninn, síldarflutningaskip SR, hefur verið í stöðugum síldarflutningum síðan 26. júní og er nú í 18. ferðinni. Skipið hefur flutt 54000 tonn bræðslu- síldar. Barnaskólinn var settur 3. október. I honum eru 285 börn í 13 bekkjardeildum. Skóla- (Framhald á blaðsíðu 2). LÍTIL BIBLÍA Biblía, 1245 blaðsíður, hefur ver ið Ijósmynduð síða fyrir síðu á eina einustu skuggamynda- plötu, sem er aðeins 5 cm. á hvora hlið. Áhöld til að lesa slíka „bók" er uka til og stækk- ar það hið örsmáa letur upp í venjulega leturstærð. Á þessu sviði eru ótæmandi möguleikar til að geyma bækur og skjöl. ÞJÓÐÓLFUR Kjördæmissamband Framsókn- arfélaganna á Suðurlandi hefur nú tekið við útgáfu Þjóðólfs, en blaðið hefur til þessa verið gef- ið út af áhugamönnum. Ritstjóri þess er Gísli Sig- urðsson, kennari. En Matthías Ingibergsson hafði áður forystu um útgáfuna. Þjóðólfur hefur flutt margar ágætar greinar um þjóðmál og menningarmál, auk frétta. HLAUT VERDLAUN Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jóns- sonar að þessu sinni — fyrir vandað mál og góðan stíl. Afhenti Steingrímur J. Þor- steinsson Magnúsi verðlaunin, og gerði um leið grein fyrir veitingunni. MÓTMÆLI Svokallaðir andstæðingar Viet- nam-stríðsins létu á sér bera 9. Bankar erlendis hæffir aS rá íslenzku krónuna ÞAU tíðindi hafa gerzt, að erlendir bankar hafa ekki treyst sér til að skrá gengi íslenzku krónunnar í gengis tilkynningum sínum og er þetta mikið áfall. Conunerzbank í Hamborg setur bara strik við ísland í sinni gengisskráningu og a sama hátt er sett strikalina við Ghana, Ródesíu og Nigeríu, sem eru mjög van- þróuð Afríkuríki. Hvar er nú hinn trausti gjaldmiðill fslands, sem við höfum lesið um í Morgun- blaðinu og fleiri stjórnar- blöðum nær daglega síðustu árin? Commerzbankinn er ekki einn um það, að hafa tekið ísland út af skrá yfir gengið. ? K^SÍSSÍSÍSSM^KSfcKWíaS^^ Skólastjórahjónin hlusta á ávarp Indriða Úlfssonar. október, þegar minnzt var Leifs heppna á Skólavöruðholti. Þeir báru kröfuspjöld með mótmæl- um til Bandaríkjamanna og dreifðu bréfum sama efnis. 25 manns báru kröfuspjöldin, flest ungt fólk. STÓRA JARÖSPRUNGAN Haft er eftir Jóni Jónssyni, jarðfræðingi, að jarðsprunga sú, sem myndaðist á Reykja- nesskaga nýlega, sé um 35 km löng. Engu vilja jarðfræðingar spá um eldgos á þessum slóðum en telja langvarandi jarðhrær- ingar líklegar. STJÓRNIN ÓBREYTT Tilkynnt. hefur verið, a, breyt- ingar verði ekki í ríkisstjórn- inni, hvorki mannaskipti eða hlutverka. En ýmsir höfðu spáð nokkrum breytingum, jafnvel mannaskiptum. ALDURSFORSETI Sigurvin Einarsson, aldursfor- seti Alþingis, minntist í upphafi þingsins 10. þ. m. tveggja lát- inna þingmanna, þeirra ísleifs Högnasonar og Sigurðar Þórðar sonar, hinna mætustu manna, sem létust báðir á árinu. A GRASAHEBDI I boðsferð Norðurverks h.f. á dögunum sást til fólks á grasa- heiði af Hólasandsleiðinni nýju. Var það með poka og sýndist hafa fengið töluvert. — Enn er ekki of seint að' tína fjallagrös og þau eru góð til vetrarins. BÓNDI KVARTAÐI Nýlega kvartaði bóndi einn í Öxnadal um það, að töluvert bæri á því, að ökumenn slösuðu búfé, einkum kindur, á ferðum sínum og létu enga vita. Féð fyndist síðan dautt eða hálf- dautt og væri þetta mikil skömm. — Blaðið tekur undir þau orð bóndans. EINN MAÐUR í LOÐ- MUNDARFIRÐI Kristinn Halldórsson, fjárbóndi á Sævarenda í Loðmundarfirði, verður einn í þeirri byggð í vetur og annast fjárbú sitt. En þar voru fyrrum margir byggð- ir bæir og talið gott undir bú. Samgöngur hafa verið lélegar og mun það höfuðorsök þess, að byggðin hefur tæmzt. GÓÐ FRÉTTAÞJÓNUSTA? Morgunblaðið segir frá því í vik unni hver hefði verið kosinn formaður þmgflokks Alþýðu- bandalagsins, en það var Lúð- vík Jósepsson, hve mörg at- kvæði hann hefði fengið og hverjir hefðu kosið hann. Þetta er töluvert athyglisverð frétta- þjónusta, þar sem fundur þeirra Alþýðubandalagsmanna var lok aður og kosningin Ieynileg! EYMDARSVB?UR Boðskapur Bjarna Ben er eins og snoppungur í andlit kjós- enda stjórnarflokkanna og er mikill eymdarsvipur á mönnum þessa dagana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.