Dagur - 25.10.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 25.10.1967, Blaðsíða 4
1 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. UTANRÍKISVIÐSKIPTI OG FLEIRA í NÝÚTKOMNU septemberhefti Hagtíðinda er skýrsla um útflutning og innflutning fyrstu átta mánuði ársins 1967, þ. e. til ágústloka. Þessa átta mánuði var útflutningur af kunnum ástæðum miklu minni en á sama tíma í fyrra. í fyrra nam út- flutningur þennan árstíma 3503 millj. kr. en í ár 2673 millj. kr. eða 830 millj. kr. minna þessa fyrstu átta mánuði ársins. En hvað þá um innflutninginn? Minnkaði hann einnig á sama tíma frá ári til árs? Síður en svo. Innflutn- ingurinn fyrstu átta mánuði ársins 1966 var 4377 millj. kr. en í ár á sama tíma 4647 millj. kr. Á sama tíma og útflutningurinn minnkaði um 830 millj. kr. jókst innflutning- urinn um 270 millj. kr. Ætla má því að þessi óhagstæði vöruskiptajöfnuður hafi gleypt meira en helming af gjaldeyrisvara- sjóðnum svonefnda eins og hann var talinn um síðustu áramót. Ahnennt vonast menn eftir því, að eitthvað rofi til í útflutningsmálum síðustu mánuði ársins: Að síldarafl- inn haldi áfram og að verðmæti hans aukist lilutfallslega, þar sem nú veið- ist söltunarhæf síld. En á tölunum hér að framan er auðsætt, að minnk- un útflutningsverðmætisins um 830 millj. kr. liefur ekki verið látin hafa áhrif á „úttektina" erlendis. Hún lief ur þvert á móti verið aukin og gjald- eyrisvarasjóðnum látið blæða. Hver er ástæðan fyrir slíkum þjóð- arbúskap? Kannski sú, að stjómar- flokkarnir vilji ekki eða þori bók- staflega ekki að taka upp það, sem þeir á sl. vori kölluðu „höft“ á þessu sviði, hvemig sem á stendur. Önnur ástæða er þó kannski nærtækari. Ríkissjóður þurfti á aðflutnings- gjöldum og söluskatti að halda í vax- andi mæli m. a. dl að greiða niður dýrtíðarvöxtinn, sem ekki mátti koma í ljós fyrr en eftir kosningar — en nú í þingbyrjun segir svo harka- lega til sín, að mörgum óar við. Þannig er ástandið. Ríkissjóði svo mjög íþyngt vegna falinnar verð- bólgu, að hann hefur ekki getað stað ið í skilirm, nema til kæmu tolltekj- ur af vaxandi innflutningi — á sama tíma og gjaldeyrisöflunin drógst saman. Er það ofmælt, að svona búskapar- lag þurfi að endurskoða frá rótum? Er ekki eitthvað bogið við það, að hrúga inn í landið erlendum vörum jafnvel iðnvarningi í samkeppni við íslenzkan iðnað, í svo ríkum mæli, að hin innlendu fyrirtæki þurfi að draga sainan starfsemi sína eða jafn- vel að liætta? □ Þing Alþýðusambands Norðurlands mótmælir harðlega kjaraskerðingarfrumvarpi stjórnarinnar 10. ÞING Alþýðusambands Norðurlands var haldið á Siglu firði 21. og 22. okt. Til þingsins voru mættir 36 fulltrúar frá 12 félögum. Á þinginu voru m. a. samþykktar einsóma ályktanir um kjaramál og atvinnumál. Tryggvi Helgason, sem hefur verið forseti sambandsins frá stofnun þess eða í 20 ár bað nú um lausn frá því starfi og voru honum færðar miklar þakkir fyrir giftudrjúg störf. í miðstjórn voru kosnir: For- seti Bjöm Jónsson, varaforseti Jón Helgason og ritari Jón Ingimarsson.- Ályktun 10. þings AN um kjaramál. 10. þing Alþýðusambands Norðurlands, haldið á Siglufirði 21.—22. okt. 1967, mótmælir harðlega frumvarpi því um efnahagsaðgerðir sem ríkis- stjórnin hefir lagt fram á Al- þingi, og þeim aðgerðum, sem þegar eru komnar til fram- kvæmda og eru fyrirhugaðar í tengslum við þessa lagasetn- ingu, en þær munu að saman- lögðu leiða af sér álögur að upp hæð a.m.k. 755 milljónir króna. Auðsætt er, að álögur þessar leggjast með hlutfallslega mest um þunga á hina tekjulægstu í þjóðfélaginu, en aðeins að mjög litlu leyti á þá, sem betur mega, og telur þingið þær því strax af þeirri ástæðu með öllu óviðun- andi. Alveg sérstaklega fordæmir þingið þá fyrirætlun stjómar- valda að rjúfa þau tengsl milli verðlags og launa, sem um var samið vorið 1964 og sem alir kjarasamningar launafólks hafa síðan verið byggðir á. Telur þingið að engar breytingar á þeim tengslum megi gera, ef vel á að fara, nema með fullu sam- komulagi við verkalýðssamtök- in og þá aðeins með þeim hætti, að breytingarnar tryggi eigi síð ur en hið fyrra samkomulag raungildi umsaminna launa verkafólks. Telur þingið hina einhliða riftun samningagrundvallarins, af hálfu ríkis eða löggjafarvalds ins harkalega og fráleita ráða- gerð, sem auk þess að valda lítt bærilegri skerðingu lifskjara, hlyti að leiða til varanlegs ófrið ar og óvissu á vinnumarkaðin- um og valda þannig tjóni og áföllum fyrir alla aðila, sem hlut eiga a ðmáli, og að því beri að hindra framgang þeirrar ráðagerðar með hverjum þeim aðgerðum verkalýðssamtak- anna, sem að haldi mega koma. Þingið bendir á, að sú rýmim á verðmæti útflutningsafurða, sem líkur 'benda til að verði á þessu ári, að enduðu margra ára tímabili metafla og ákaf- lega hagstæðrar verðlagsþróun ar á erlendum mörkuðum hef- ur þegar skollið á með fullum þunga á afkomu allra þeirra, sem að útflutningsframleiðsl- unni vinna með samdrætti at- vinnu og skertum aflahlut, svo að vafalaust nemur hlutfalls- lega meiru en hugsanlegri lækk un þjóðartekna vegna minni afla og lækkaðs afurðaverðs. Þingið telur því fráleitt, að nokkur rök styðji þá fyrirætl- un að skerða enn afkomu þessa fólks stórkostlega með hundruð milljóna skattheimtu af brýn- ustu nauðsynjum þess. Þingið bendir einnig á þá staðreynd, að þrátt fyrir verðlækkanir á afurðum og nokkru minni afla, er hvorttveggja, heildarafli og verð hagstæðara en oftast áður og ætti því með réttri stefnu í efnahags- og atvinnumálum að vera fullkomlega kleift að halda í horfinu um samningsbundin launakjör vinnustéttanna. Þingið telur að höfuðorsakir þeirra vandamála, sem nú steðja að útflutningsatvinnu- vegum þjóðarinnar séu á eng- an hábt afleiðing þess að vinnu- stéttirnar hafi- fengið of rífan •hlut þjóðartekna, heldur sé orsaka þeirra að leita í rangri efnahagsstefnu, sem leitt hefur af sér hættulega verðbólguþró- un, skipulagsleysi í fjárfesting- armálum og hirðuleysi um rekstrarhagkvæmi og ennfrem- ur ofþenslu í milliliða og verzl- unarstarfsemi á kostnað út- flutningsatvinnuveganna og þeirra sem að þeim starfa. Þingið telur að algjörs ósam- ræmis gæti í rökum fyrir ráð- stöfunum ríkisstjómarinnar þar sem verðfall og aflatregða eru höfuðröksemdimar, en ekkert af hinum 7—8 hundruð milljón um sem áformað er að inn- heimta fer til aðstoðar við sjáv- arútveginn. Þingið telur því, að nú beri að snúast við vandamálum efna hagslífsins og atvinnuveganna m. a. með því: 1. Að Alþingi og ríkisstjórn taki upp framsýna uppbygg- ingarstefnu í atvinnumálum þjóðarinnar og þá fyrst og fremst að því er sjávarútveg, fiskiðnað og annað iðnað landsmanna snertir. Verði í því sambandi þegar hafin endurbygging togaraflotans og þess bátaflota, sem stund_ ar bolfiskveiðar og stórátak gert í þá átt að fullvinna sjávarfang og auka þannig útflutningsverðmæti þess. 2. Að bæta rekstrargrundvöll atvinnuveganna með hverj- um tiltækum ráðum, sem ekki hafa í för með sér al- mennar vei’ðlagshækkanir og skerðingu lífskjara, svo sem lækkun vaxta og hagkvæm- um og fullnægjandi stofn- lánum og afnámi eða lækk- un beinna og óbeinna álaga, svo sem tolla og útflutnings- gjalda. 3. Að stefna að heildarstjórn þjóðarbúskaparins, hagr kvæmri fjárfestingu og alls- herjarátaki til að beita vís- indum og tækni í þágu at- FRAM hafa komið í sunnan- blöðum harðar ákærur á hend- ur skólaheimilisins Bjargs á Seltjamamesi, en heimili þetta starfrækir Hjálpræðisherinn. Ákæran er byggð á meintri illri meðferð á færeyskri stúlku, sem þar hefur dvalizt. Þar sem ég er heimili þessu dálítið kunnugur og þekki for- stöðukonu þess, og sá kunnug- leiki hefur vakið hjá mér traust til istofnunarinnar, koma mér fréttir þessar furðulega fyrir sjónir. Ég er sannfærður um, að hér er farið með rangt mál, enda málflutningur blaðaniia einhliða. Hefi ég rökstuddan grun um, að hér séu að verki mjög óvinsamleg öfl, sem gera vilja úlfalda úr mýflugu til þess að vanvirða þessa stofnun Hjálpræðishersins. Þótt aðrir treysti sér e. t. v. til að leggja framburð hinnar færeysku stúlku til grundvallar ákærum sínum á hendur skólaheimilis- ins á Bjargi, geri ég það ekki og vil hér með skora á fólk að bíða vinnulífsins í stórauknum mæli, því til eflingar og auk- inna afkasta. 4. Að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að utanríkisvið- skipti þjóðarinnar séu ekki rekin með illviðráðanlegum gjaldeyrishalla. 5. Að vanda ríkissjóðs verði mætt með ýtrustu sparnað- arviðleitni og ráðdeild í smáu sem stóru, nauðsynlegum breytingum á skattheimtu- formum og fullkomnu skatta og tollaeftirliti t. d. með innheimtu söluskatts við toll afgreiðslu og verksmiðju- dyr. 6. Að tafarlaust verði dregið úr óhóflegum milliliðakostnaði og sífellt aukinni verzlunar- álagningu m. a. með því að ríkið taki í sínur hendur mikilvæga þætti innflutn- ingsverzlunarinnar, svo sem verzlun með olíur. 7. Að virk verðlagsákvæði verði sett og verðlagseftirlit stór- aukið. Væru slíkar leiðir farnar undanbragðalaust, telur þingið, að fyllilega yrði unnt að halda lífskjörum óskertum og bæta þau, samfara aukinni verðmæta sköpun atvinnuveganna. Þingið hafnar því algjörlega þeirri kjaraskerðingarleið, sem nú virðist eina úrræði stjórnar- valda og telur það skyldu verkalýðshreyfingarinnar að berjast gegn henni og hindra þannig framgang hennar með öllu því afli, sem samtökin ráða yfir. — Hugsanlegri samþykkt framlagðs frumvarps um efna- hagsaðgerðir telur þingið, að samtökum launafólks beri að svara með tafarlausum launa- hækkunum, sem á hverjum tíma jafni kjaraskerðinguna að fullu. Felur þingið stjórn Alþýðu- sambands Norðurlands að fylgj ast nákvæmlega með fyrirhug- uðum samningaviðræðum ASÍ og ríkisstjórnarinnar og að sam ræma aðgerðir verkalýðsfélag- anna á Norðurlandi, ef viðun- anleg lausn fæst ekki .í þeim viðræðum. Þá lýsir þingið yfir þeirri skoðun sinni, að náist slík lausn ekki hljóti vinnustéttirnar að knýja fram gerbreytta efna- hagsstefnu, sem taki fullt tillit til hagsmuna þeirra. □ niðurstöðu þeirra rannsókna í þessu máli, sem yfir standa. Ónefndur ákærandi í þessu máli, er í yfirheyrslu, einmitt nú, á meðan línur þessar eru skrifaðar. Fólk er stundum fljótt að fella sína dóma. Ég bið menn að fresta þeim þar til mál ið liggur allt fyrir. Major Anna Ona, forstöðukona skólans, var hér í fríi fyrir skömmu og fékk hún þá mörg bréf frá stúlkun- um á Bjargi, sem báru því vitni að hún nýtur bæði trausts og vináttu þeirra. Nú er hún niður brotin af þessu máli og liggur í rúminu. Málið er í rannsókn. Við skul um bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það sem skeð hef- ur, varpar miklum skugga á starf Hjálpræðishersins á Sel- tjarnarnesi og það verður erfitt að má hann burtu. En sannleik urinn sigrar jafnan og svo mun einnig verða nú. Guð gefi þeim styrk, sem í erfiðleikunum standa. Níels Ilansson, Rétt er að bíða niðurstöðu rannsókna s Bræðrabrúðkaup á Akureyri. Talið frá vinstri: Valgerður Magnúsdóttir og Teitur Jónsson stud. odont. Sigríður Jóhannesdóttir og Eirikur Jónsson stud. polyt. Svava Heiðrún Björgvinsdóttir og Stefán Jónsson málaranemi. Um 120 nemendur í Tónlisfarskóla Akureyrar Vaxandi starf hjá Tónlistarfélagi bæjarins FRÉTTAMÖNNUM var á laug Fjáröflun Barnaverndarfélags Akureyrar ardaginn boðið til fundar í Tón listarskóla Akureyrar og þágu þar ágætt kaffi. Tónlistarfélag bæjarins og Tónlistarskólinn kynntu starfsemi sína. Jón Sigurgeirsson formaður Tónlistarfélagsins kynnti fyrir- hugað vetrarstarf félagsins, sem að þessu sinni verður meira og fjölbreyttara en áður og sagt var frá í síðasta tölublaði Dags og tónlistarunnendur hafa ef- laust fagnað. Og nú vildi það til, að tónlistarfólk — Lundúna tríóið — kemur hingað og njóta Reykvíkingar þess, en jafnan hefur þetta verið á annan veg, þann, að við höfum notið þess listafólks, sem gisti höfuðborg- ina, fengið það til að skreppa norður. Tónleikar Tónlistarfélagsins Tónakvartettinn frá Húsavík syngur Húsavík 24. okt. Tónakvartett- inn á Húsavík efnir til tveggja samsöngva sunnudaginn 29. okt., hinn fyrri á Dalvík kl. 16, og í Óíafsfirði kl. 21 sama dag. Kvartettinn hefur verið mjög eftirsóttur skemmtikraftur. — Hann er vel æfður og er með fjölda laga á söngskránni. Á þessu ári kom út hljómplata með 6 lögum, sem kvartettinn syngur og hefur henni verið vel tekið. í ráði er að önnur plata komi út innan skamms. Undir- leikari er frú Björg Friðriks- dóttir. Þ. J. LEIÐRÉTTING NOKKRAR línur féllu niður úr viðtali við Snorra Sigfússon í síðasta blaði. Svar við spurn- ingunni Hvaða úrræði telur þú líklegust? á að enda á þessa leið: Og nú er meira að segja far- ið að nefna 14. árið 7. bekk skyldunámsskólans rétt eins og fyrir 20 árum, og 15. árið þá að sjálfsögðu 8. bekk. Þetta er eðlilegt framhald á sama skóla- stigi skyldunámsins, sem bama skólarnir sjái um. Svo tækju gagnfræðaskólamir við. □ verða í vetur 6 að tölu: Trio of London á morgun og unglinga- tónleikar fyrr þann sama dag. Magnús Jónsson syngUr 23. nóv. V. Askenazy leikur 29. des. M. Vaiman fiðluleikari kemur hingað í marz. Hafliði Hall- grímsson selloleikari 9. apríl og Sinfóniuhljómsveitin í vor. Jakob Tryggvason skýrði frá starfi Tónlistarskólans, sem nú ' hefur um 120 nemendur og var settur um mánaðamótin septem ber—október. Við skólann (Framhald af blaðsíðu 8). móti svínakjöti nema verð- lausu, og „engin trygging að við fengjum nokkum tíman eyris- virði fyrir það“, segir þar. 2. SNE, Grísaból, Mjólkur- samlagið eða KEA(!) keyptu svínabúið Lón fyrir smánar- verð. Hvort tveggja haft eftir Víkingi Guðmundssyni á Græn hóli, sem bætir við aðdróttun- um um, að KEA fari e. t. v. að neyða bændur til að selja búfé sitt á hálfvirði. 3. Eftir Óskari Hermannssyni er haft, að KEA hafi tilkynnt honum og félaga hans við Lóns- svínabúið, að það hætti að taka svínakjöt nema verðlaust og að búið fengi ekki kjamfóður leng ur, nema gegn staðgreiðslu. Þess vegna hefðu þeir félagar auglýst hús og svín til sölu. „Það er ekki alltaf lengi gert að gera út af við smælingjana", segir Óskar og verða þau orð naumast misskilin. Dagur hringdi til Vals Am- þórssonar fulltrúa kaupfélags- stjóra og spurði hann hvað hæft væri í ásökunum þessum. Hann undraðist þennan málflutning Sv. P. og harmaði, að hann hefði ekki leytað upplýsinga beggja aðila, áður en slíkar mis sagnir væru sendar til birting- ar í víðlesnasta blaði landsins. í fyrsta lagi vil ég taka fram, sagði Valur Arnþórsson, að KEA hefur tekið svínakjöt gegn staðgreiðslu, 67.50 pr. kg. í dag fást 75 krónur fyrir kg. á Reykjavíkurmarkaði. Vegna vaxandi sölutregðu þéssa kjöts var svínakjötsframleiðendum bent á, að til þess gæti komið, að ekki yrði hægt að greiða starfa nú þrír erlendir menn og ein kona, þ. e. Sigurður D. Franzson, Jan Kisa, Philip Jenkins og Maria Bayer-Jiitter. Auk þeirra og skólastjórans kenna við skólann, Soffía Guð- mundsdóttir, Dýrleif Bjama- dóttir, Þyri Eydal og Margrét Eiríksdóttir. Með ráðningu S. D. Franz- sonar er söngnámið orðinn fast ur þáttur skólastarfsins og Jan Kisa tekur að sér þjálfun lúðra sveitar barna. Þá fagnaði skóla- stjórinn endurráðningu P. Jen- kins við skólann. □ Pálsson? þeim andvirði kjötsins fyrr en það væri selt. Kemur það m. a. til af því, að afurðalán fást ekki út á svínakjöt, eins og aðrar búsafurðir. Hins vegar tökum við þessa vöru í umboðssölu eins og aðrar landbúnaðarvör- ur. Hvorki lagaleg eða siðferði- leg skylda hvílir á KEA að hafa þar annan hátf á. í öðru lagi vil ég taka skýrt fram, að KEA gerði ekki kröf- ur til stöðvunar á rekstri svína- búsins Lóns. Þar vom aðrir að verki, þeir sem áttu veð í bæði húsi og svínum og kröfðust greiðslna. Eigendur Lóns báðu SNE að kaupa svínin og fóru þau kaup fram, og með þeim hætti, að ég hygg að báðir mættu vera sæmilega ánægðir. Þeir kaupsamningar voru KEA með öllu óviðkomandi. í þriðja lagi verður það að teljast nokkurt undrunarefni, svo ekki sé meira sagt, að Ósk- ar Hermannsson hafi viðhaft þau orð, að KEA hafi gert út af við svínabúsrekstur hans og fé- laga hans, því að KEA hefur hvað eftir annað hlaupið undir bagga til hjálpar, síðast bjarg- aði það húseign hans undan uppboðshamrinum. Mætti senni lega með meiri rétti átelja KEA fyrir of mikla greiðasemi í þeim viðskiptum. í lok viðtalsins í Mbl. er svo gerður tölulegur útreikningur á gróða hins nýja eiganda svínabúsins. Þar fer eins og áður, að önnur hlið málsins gleymist, þ. e. kostnaðarhliðin og gefa þær upplýsingar því mjög villandi hugmyndir, eins og annað í viðtalinu, sagði Val- ur Arnþórsson að lokum. □ GÓÐIR Akureyringar! Næsta laugardag er fyrsti vetrardag- ur, árlegur fjáröflunardagur barnavemdarfélaga um land allt. Síðdegis þann dag munu börn knýja dyra hjá ykkur og bjóða bókina Sólhvörf og merki dagsins. (Bókin mun þó eitt- hvað seld dagana á undan). Undanfarin ár hafa þessir ungu sendiboðar mætt mikilli velvild, og bæjarbúar hafa fúslega lagt fram mikinn skerf til góðs mál- efnis. Um leið og við þökkum þessa liðsemd ykkar, vonum við að þið sýnið sömu fórnarlund og höfðingsskap þetta sinnið. Mörgum hefir fundizt mikill fengur að bamabókinni Sól- hvörf og þar fundið gott lestrar efni fyrir hina ungu. í ár hefir Indriði Úlfsson skólastjóri ann- ast efnissöfnun í bókina, og er það næg trygging fyrir því, að vel sé valið. í bókina skrifa ýmsir, sem lagið er að ná eyr- um barnanna og veita þeim hollt veganesti. Oft hafa færri fengið bókina en vildu. Störf Bamaverndarfélags Ak ureyrar er óþarft að kynna. Það hefir um árabil starfrækt leik- skólann Iðavöll, og margir eru (Framhald af blaðsíðu 8). vegssýni úr öllum sýslum fjórð ungsins nema frá V.-Húna- vatnssýslu. Hafin var efnagrein ing þeirra í janúar 1966 og því lokið um miðjan apríl það ár. Niðurstöður voru sendar bún- aðai'samböndunum, sem önnuð ust frekari dreifingu, fyrir apríl lok. Sumarið 1966 var unnið á Rannsóknastofunni við ákvarð- anir á brennisteini, kalsíum o. fl. í jarðvegi. Auk þessa voru framkvæmdar tilraunir með brennisteinsáburð úti á túnum hjá nokkrum bændum í Eyja- firði og í S.-Þingeyjarsýslu. Niðurstöður þessara tilrauna birtust í 63. árg. Ársrits R. N., en þær sýndu m. a. að áber- andi brennisteinsskortur var á þeim svæðum, þar sem tilraun- irnar voru framkvæmdai'. Haustið 1966 bárust ca. 2.150 jarðvegssýni, til Rannsóknastof unnar, af félagssvæðinu og hófst efnagreining þeirra í des- emberbyrjun. Á fundinum flutti Árni Jóns- son tilraunastjóri á Akureyri fróðlegt og athyglisvert erindi um KAL og kom hann víða við. Hann benti á, að svo virtist sem kal í túnum væri vaxandi nú á síðari árum og væri mikil nauð syn á að rannsóknir væru stór- auknar á þessu sviði. En jafn- hliða væri nauðsyn á að bænd- ur væru ávallt við því búnir að geta tekið þessi kalsvæði, strax og kalskemmdanna yrði vart, og sá í þau fræi einærra fóður- jurta, er gætu gefið nokkra upp skeru á sama ári. Mál‘ þetta var mikið rætt af fundarmönnum. Fundarstjóri benti á, að á aðalfundi R. N. ár- ið 1966 hefði verið gerð álykt- un í þessu máli, er sva svohljóð andi: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Akur- eyri 29. júní 1966 lítur svo á að kal í túnum sé eitt alvarlegasta vandamál, sem að íslenzkum landbúnaði steðjar og að reynsla undanfarinna ára hafi sýnt _að engin önnur áföll valdi meira og tíðara fjárhagstjóni. Fundurinn bendir á að rann- sóknir á eðli kalsins og ástæð- um hljóti að verða svo umfangs miklar og margþættar að nauð- syn sé að einn eða fleiri sér- fræðingar geti helgað sig þeim eingöngu. Hann beinir því þeir orðnir, sem af eigin raun hafa kynnzt því hversu mikil- vægu hlutverki $ú stpfnun gegn ir í bæ okkar. Með framlagi ykkar, lesendur góðir, hjálpið þið til þess, að svo megi áfram verða. Guð gefi ykkur góðan vetur. F. h. Barnaverndarfélags Ak- ureyrar. Birgir Snæbjörnsson. - Leikfélag Akureyrar (Framhald af blaðsíðu 1). Næsta verkefni L. Á. verður Gísl eftir írska leikritaskáldið Brenden Behan og verður Ey- vindur Erlendsson leikstjóri en Arnar Jónsson. fer ineð aðal- hlutverkið. Verður leikurinn væntanlega tilbúinn til sýning- ar um miðjan febrúan Ráðgert er svo að sýna barnaleikrit. Stjórn Leikfélags Akureyrar skipa nú: Jón Kristinsson for- maður, Marinó Þorsteinsson varaformaður, Sæmundur Guð vinsson gjaldkeri og Kjartan Ólafsson ritari. □ þeirri eindregnu áskorun til stjórnar Rannsóknarstofu land- búnaðarins að hún feli þessar rannsóknir nú þegar sérstökum sérfræðingi og verði hann stað- settur þar sem aðstæður geta orðið sem beztar bæði með til- liti til rannsókna og tilrauna á kalsvæðunum sjálfum og vinnu á rannsóknastofum. Fundurinn beinir þeirri ósk til fjárveitinga valdsins að það geri Rannsókna stofnun landbúnaðarins þetta fært méð því að auka; fjármágn til hennar eða veita sérfjárveit- irigu til kalrannsókna". Þessu næst ræddi fundurinn um möguleika fyrir því að ráð- inn væri til starfa hagfræðiráðu nautur fyrir félagssvæði R. N., og í þvi efni var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn félagsins að kynna sér möguleika á ráðningu hag- fræðiráðunauts, er starfi á fé- lagssvæðinu og sendi tillögur sínar varðandi málið til bún- aðarsambandanna fyrir næsta aðalfund þeirra“. Að lokum ræddi Þórarinn Haraldsson um nauðsyn á .að aukin yrði laxa- og silunga- rækt í ám og vötnum hér á fé- lagssvæðinu með það fyrir aug- um, að veiðarnar gætu þá orð- ið veigameiri og almennari bú- grein fyrir sveitimar heldur en nú er. Mál þetta var mikið rætt og með áhuga fyrir að hægt yrði að hefja framkvæmdir hið fyrsta í .þessu efni. — Að um- ræðum loknum var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur R. N. 1967 telur mikla nauðsyn á að hér norðan- lands yrði stofnuð og starfrækt klak- og eldisstöð fyrir silung og lax í líkingu við þá, sem nú er starfrækt í Kollafirði. Fund- urinn felur stjóm .R. N. 'að leita eftir samstöðu sýslufélaga, bún aðarsambanda, fiskiræktarfé- laga og einstaklinga í Norðlend ingafjórðungi um framkvæmd málsins". Fleiri mál reyndist ekki, tím- ans vegna, fært að taka til um- ræðu. s, Stjórn Ræktunarfélags Norð- urlands skipa nú: Steindór Steindórsson formaður, Jóhann es Sigvaldason framkvæmda- stjóri og Jónas Kristjánsson meðstjórnandi. (Fréttatilkynning) 1 Tugfhús og brennivín « ÞEGAR stjórnarráðshúsið « við Lækjartorg var reist, >> upprunalega sem fangelsi, ?z mun það hafa verið með 2? stærstu húsum þar, ef ekki « allrastærstu. Þá fór saman, « að íslendingum skyldi séð » fyrir nægu bennivini og S stóru fangelsi. » Árin 1916 og '1917 var ís- « land brennivínslaust land, « þurrt eða því sem næst —• $ algert áfengisbann. Þá var einn maður annað árið í « fangelsi í Reykjavík, hitt ár- « ið enginn. Þetta sýnir j? skýrsla fangavarðar frá ?2 þeim árum. 22 Nú flæðir áfangið aftur 22 um landið. Undanfarið hefur $ þeim stöðum fjölgað, sem 22 gefur mannkindunum færi á 22 að raða sér á áfengisgarðana 22 og sötra þar áfenga drykki, 2? og nú skal líka reisa stórt 22 ríkisfangelsi til viðbótar því 2? sem fyrir er. Þetta fer sam- 22 an: fangelsi og áfengir drykk 22 ir, helzta orsök afbrota, 22 glæpa og slysa. 22 Pétur Sigurðsson. - Efnahagsmálin (Fi-amhald af blaðsíðu 1). TiIIaga Framsóknarflokksins var þá felld. Stjórnin kærði sig ekki um samstarf allra flokka um meðferð vandans. í stað þess lióf hún, með stuðningi 33 þingmanna af 60 þá „viðreisn", sem nú er orðin að nýjum vanda. Meðferð liins nýja stjórnar- frumvarps, sem á að útvega rík issjóði þær 750 milljónir króna, sem fjármálaráðherra telur sig' vanta til að geta samið greiðslu hallalaust fjárlagafrunivarp, hef ur nú verið frestað í 10 daga og viðræður hafnar um þessi mál milli ríkisstjórnarinnar og laun. þegasamtakanna. Auðsætt er, að frumvarpið, e£ að lögum verður, hefur í för með sér skerðingu lífskjara á þann hátt, að margir telja’ hvorki sanngjamt né hyggilegt. Hitt er þó jafnvel verra, að hér er ekki um að ræða lausn þess vanda, sem við er að etja. Vandamál atvinnuveganna eru óleyst, þó þetta fmmvarp yrði að lögum. Og ríkisstjórnin, sem án efa er nú búin að glata meiri hlutafylgi kjósenda frá sl. vori, er þess ómegnug að koma í veg fyrir enn vaxandi verðbólgu, eftir að hafa eytt að fullu liin- um gífurlegu tekjum ríkissjóðs undanfarið og aukið innflutning tollvara svo mjög, að teflt er á tæpasta vað. Það er ekki óeðli- legt þótt margir láti sér það um munn fara, að liér þurfi til að koma samstarf Alþingis alls tií þess að stýra út úr ógöngunum, Stjórnarflokkarnir hafa talið sig einfæra að Ieysa vandann og hvað eftir annað liafnað sam- starfi. Nú hefur það hins vegai.' borið við, að sjálfur forsætis- ráðherrann hefur auglýst eftii; góðum ráðuni og tilkynnt þá hugarfarsbreytingu, að haim og stjórnin vilji liafa samstarf viði mai'ga, utan þmgs og innan. Q - Illur andi hlaupinn i svínaeig- endur og Sv - Frá aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.