Dagur - 01.11.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 01.11.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Heber*u pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1, Akureyri. Simi 11475 Bagu L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1. nóvember 1967 — 68. tölubl. r * I "f 1 t Túngötu 1, reroaskrifsfofansími n475 Skipuleggjum ódýrustu íeroirnar til annarra kxnda. KJÖRDÆMISÞING Sambands ungra Framsóknarmanna 10. nóv. KJÖRDÆMISÞING Sambands ungra Framsóknarmanna á Norðausturlandi verður haldið að Hótel KEA, Akureyri 10. nóvember kl. 4 e. h. — Formenn sambandsfélaga látið Aðal- stein Karlsson, Husavík vita um tölu fulltrúa sem allra fyrst. Stjórnin. Margt aðkomuf ólk a Egilsstöðum 31. okt. Föl er í byggð, nokkur snjór á hálendi. Torleiði varð á Fjarðarheiði, Vatnsskarði og' Oddsskarði. En vegir þessara heiða hafa nú ver ið; ruddir og eru því færir. Hitt er nærri verra, að J byggð eru sumir vegír nær ófærir svo mjög hafa þeir grafizt upp, enda vantar á þá malarlagið að mestu leyti. Margt aðkomufólk er nú á Austfjörðum, enda ekki erfitt að fá það að sunnan, eins og nú hagar til um atvinnu þar. AÐALFUNDLR AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Framsóknarfélags Eyjafjarðar verður haldinn laugardaginn 11. nóv. kl. 9 e.h. að Hótel KEA. Stjórnin. Lógað var á svæði Kaupfé- lags Héraðsbúa 42—43 þús. fjár og mun vænleiki meiri en í fyrra. Lógað var a þrem stöð- um, Fossvöllum, Reyðarfirði og Egilsstöðum. Nú er verið að lóga nautgripum og er feikna miklu fargað. Hey eru víða í knappara lagi og ýmsir hafa meiri áhuga á sauðfjárræktinni. Kvennaskólinn á Hallorms- stað var settur á sunnudaginn. Nemendur eru 26 talsins. Nýir kennarar eru: Ragnheiður Karlsdóttir, Hofteigi, Jökuldal, Þórunn Þórhallsdóttir frá Egils stöðum og Jenný Sigurðardótt- ir frá Húsey. Nýi 'barnaskólinn á Hallormsstað hefur einnig tek ið til starfa og er alveg full- setinn. Þar starfar 28 nemenda unglingadeild. V. S. FLESTIR VEGSR FÆRiR í GÆR SAMKVÆMT viðtali við Guð- mund Benediktsson vegaverk- stjóra í gær voru nær allir veg- ir færir bifreiðum, hér norðan- lands, nema Múlavegur og Vaðlaheiði. En Múlaveg átti að opna síðdegis í gær eða í dag. Vaðlaheiði verður hins vegar ekki opnuð að svo stöddu á meðan Dalsmynnisvegur er fær og ekki talinn hættulegur vegna snjóflóða. Fært var alla leið til Vopnafjarðar, en Axarfjarðar- heiði var þó lokuð. Vegirnir eru víða holóttir og hálir, sem að líkum lætur, og á sumurn stöðum getur skafrenningur lok að þeim á lítilli stundu. Ber því að hafa alla varúð í sambandi við ferðalög á landi. Q Verksmiðja Kísiliðjv:nnar í Bjarnarflagi. (Ljósm.: E. D.) ÁRNARFLAGIFULLGERÐ Var formlega afhent síðastliðinn föstudag HÚNVETNINGURINN Baldur Líndal efnaverkfræðingur, fann merkilega námu fyrir 15 árum. Náma þessi var á botni Mý- vatns, þar sem kísilþörungar hafa safnazt í árþúsundir og mynda botnleðjuna, en úr henni er unnt að vinna mjög verð- mætt efni, kallað kísilgúr eða síunargúr, notaður við efnaiðn- að. Baldur sannaði ágæti efnis- ins og sýndi fram á möguleik- ana til útflutnings. Karl Kristj- ánsson flutti málið á Alþingi við jákvæðar undirtektir, Magnús Jónsson hefur verið stjórnarformaður Kísiliðjunnar, Pétur Pétursson stjórnað fram- kvæmdum í Bjarnarflagi. þar sem kísilverksmiðjan er risin, erlendir sérfræðingar frá Kaiser-verkfræðifyrirtækinu gerðu áætlanir og önnuðust upp setningu verksmiðjuhlutanna, fyrirtækið Johns Manville ann- ast sölu framleiðslunnar undir sínu merki og á salan að vera tryggð næstu tvo áratugi, verk- smiðjustjóri er Vésteinn Guð- mundsson efnaverkfræðingur frá Hjalteyri. Á föstudaginn afhenti Pétur Pétursson verksmiðjuna til- búna til tilraunaframleiðslu, en við tók stjórnarformaður Kísil- iðjunnar h.f., Magnús Jónsson, og tilkynnti um leið, að frá þess um degi væri Vésteinn Guð- mundsson ráðinn verksmiðju- stjóri. Allt fór þetta fram við hátíðlega athöfn í Hótel Reyni- hlíð að viðstöddu starfsfólki verksmiðjunnar, sveitarstjórn, fréttamönnum og öðrum gest- um. 1 ræðu Péturs Péturssonar við þetta tækifæri minntist hann þess, að ekkert slys hefði orðið á meðan verksmiðjubygg- ing fór fram, fjármagn hefði verið tryggt frá upphafi, áætl- anir hefðu verið vandlega gerð- ar, starfsmenn duglegir og kostnaður 10—12 millj. kr. lægri en áætlað var eða 136— 138 millj. kr. Sala framleiðsl- unnar væri tryggð 20 ár fram í tímann, hráefnið væri gott og verksmiðjan vönduð. Náttúru landsins hefði verið eins lítið spillt og framast hefði verið unnt. Magnús Jónsson fjármála ráðherra flutti ræðu, svo og Jón Illugason af hálfu sveitarstjórn ar og Björn Ólafsson bæjar- stjóri á Húsavík. Þökkuð var ágæt samvinna og árnaðaróskir fram bornar. Verksmiðjan hefur fyrst um sinn 25—27 manns í fastri vinnu. Afköstin eiga að geta orðið 25—27 þús. tonn á ári, miðað við 300 starfsdaga, en þau er hægt að auka verulega. Útflutningshöfn verður Húsa- vík og er þar risin mikil skemma við höfnina, sem notuð verður í þágu fyrirtækisins og sölufélag Kísiliðjunnar verður á Húsavík. í verksmiðjubyggingunni í Bjarnarflagi, sem hér verður ekki lýst en myndin skýrir að nokkru, sameinast á einn stað, kísilleirinn úr botni Mývatns, sem dælt er alla leið þangað uppeftir, hin heitasta gufa, sem úr íslenzkri jörð hefur komið og notuð er til að þurrka leir- inn, erlend reynsla og íslenzkt framtak. Ef þessum öflum kem- ur vel saman og allt gengur samkvæmt áætlun, er hér um að ræða nýtingu auðlindar, sem er nær óþrjótandi og á að vera hagstæð um langa framtíð. Auk verksmiðjubyggingarinn ar í Bjarnarflagi og dælustöðv- arinnar eru risin 12 starfs- mannahús í Reykjahliðarlandi og er flutt í nokkur þeirra. Eru þau hin vistlegustu en láta lítið yfir sér í ytra útliti — eiga að falla sem mest í ramma um- hverfisins. Að sjálfsögðu er ekki unnt að reisa slík mannvirki án þess þau sjáist, en mjög hefur verið varað við náttúruspjöllum (Framhald á blaðsíðu 8) Kom ekki f énu í hús Frá vinstri: Stefán og Mr. Hackney. Sörensson, Pétur Pétursson flytur ræðu sína, Magnús Jónsson fjármálaráðherra (Ljósm.: E. D.) Ólafsfirði 31. okt. í norðan- veðrinu fyrir helgina slitnuðu símalínur og símastaurar brotnuðu. Ennfremur slitnaði háspennulínan og varð kaup- staðurinn rafmagnslaus, enn- fremur fjórir sveitabæir. ísing og hvassviðri ollu þessum skemmdurn. Á föstudag og laugardag tepptust vegir algerlega vegna snjóa en nú hafa þeir verið opnaðir. Haglaust varð með öllu í Olafsfirði. Sveinn Stefánsson bóndi á Vatnsenda lenti í erfið- leikum að koma fé sínu heim, er hríðin skall á og varð að geyma það til næsta dags. Svo mikill snjór hlóðst í ull kind- anna, að þær urðu lítt gang- færar. Bátar fóru í róður í gær og var aflinn lítið eitt skárri en áður, en iþó tregur. B. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.