Dagur - 09.12.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.1967, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Viðsjár fyrir sunnan EF DÆMA SKAL eftir sólarmerkj- um hafa nú niargir, sem hlynntir voru ríkisstjórninni, áhyggjur út af því, að gengisbreytingin kunni að verða að minna gagni fyrir útflutn- ingsframleiðsluna en vonir stóðu til. Kom þetta glöggt fram í ræðu Sverr- is Júlíussonar alþingismanns, á aðal- funtli LÍÚ. Stofnanir og fyrirtæki, sem tekið hafa erlend lán, eða með gengis- og vísitöluklásúlu, gerast nú uggandi um sinn hag og liin nýskip- aða verðlagsnefnd á ekki sjö dagana sæla. Áformað mun vera, að afgreiða fjárlög fyrir jólin og er liætt við, að sú afgreiðsla verði ekki upp á marga fiska því margt breytist með gengis- skráningunni. Um það er spurt að vonum, hvort stjórnin muni halda fast við að draga úr verklegum framkvæmduin, þar sem gengisbreytingin verður henni drjúg tekjulind á næsta ári. Þykir illa horfa um framtíðina ef ætlunin er, að stöðva aðkallandi upp byggingu í almannaþágu á sama tíma sem ríkissjóður fær fullar hend ur f jár. En það er fleira en gengisbreyt- ingin, sem amar að stjórnmálamönn- um syðra. Eitt af því er sá ókyrrleiki, sem enn á ný fer vaxandi innan Al- þýðubandalagsins. Sunnanblöð segja, að Hannibal Valdimarsson og margt manna með honum, þar á meðal Björn Jónsson og Steingrím- ur Pálsson alþingismenn, hafi geng- ið út af miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins í mótmælaskyni og heyrzt hefur, að þeir muni gera opin berlega grein fyrir afstöðu sinni í Verkajnanninum hér. Á þriðja og fjórða tug aldarinnar var allnáið samstarf milli Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins, eins og hann var þá. En 1930 klofnaði Alþýðuflokkurinn í fyrsta sinn og stofnaði minnihlutinn kommúnista- flokk íslands — „deild í alþjóðasam- bandi kommúnista" —. Sá flokkur var þó fylgislítill fyrst um sinn. Rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari klofn- aði Alþýðuflokkurinn í annað sinn. lýýi minnihlutinn gekk til samstarfs við kommúnistana og var þá stofn- aður Sósíalistaflokkúrinn, sem enn er til. Árið 1956 klofnaði svo Alþýðu flokkurinn í þriðja sinn og stofnaði minnihlutinn, undir forystu Hanni- bals Valdimarssonar, samtök þau, sem nefnd hafa verið Alþýðubanda- lag. Á Alþýðuflokkinn hafa þessar endurteknu blóðtökur haft þau áhrif, að hann hefur nú um skeið gleymt uppruna sínum og gerzt háð- ur fyrri andstæðingi sínum, Sjálf- (Framhald á blaðsíðu 7). Ferðafólkið, sem reisti sæluhúsið. ÍEÐ GLÖÐU (Ljósmyndir: J. Ö.) ÞEGAR ég var austur á Egils- stöðum í vor kom ég oft á tré- smíðaverkstæði K. H. B. Þar varð mér starsýnt á stóran stafla af flekum, og margs kon- ar spýtum. Er ég fór að inna Völund verkstjóra hvað þetta væri,..sagði hann mér, að þetta væru- flekar í hús, er hann og nokkrir félagar hans ætluðu að reisa' inn við Brúaröræfi í sum- ar. Er ég, í mesta barnaskap, spurði ‘hvað þeir ætluðu að gera með hús inn við Brúaröræfi, svaraði Völundur fáu, -— hefur varla fundizt ég vera svaraverð ur, að spyrja svona bjánalega. Völundur Jóhannesson? er aettaður frá Haga í Aðaldal, er mesti hæglætis maður dagfars- lega, og sömuleiðis veiði- og ferðafélagi hans, Einar Olason, rafvirkj ameistari. En ef talið berst að ferða- lögum, og þá einkum öræfa- ferðum, verða þeir bráðmælslr- ir svo enginn kemst að. Sagt er þarna fyrir austan, að þó ein- hver, sem alls engan áhuga hafi haft á öræfum, fari að vinna á verkstæðinu, líði ekki langur tírni, þar til hann sé orðinn for- fallinn öræfaflakkari. Þegar ég ympraði á því við Völund, hvoi-t ég gæti fengið far með þarna inneftir, tók hann því vel, og er mér ekki grunlaust, að honum- hafi verið innan- brjótst eins og trúboði í svört- ustu Kongó — nú væri hann búinn að frelsa eina glataða byggðasál. Ákveðið var, áður en ég fór frá Egilsstöðum, að ég yrði lát- inn vita, hvenær farið yrði. Og kallið kom frá Völundi, nú ætti að fara um næstu helgi, og var ég beðinn að taka með mér Ijósmóður úr Reykjavík, — að vísu ættaðri af Jökuldal. Þó að ég gæti alls ekki skilið, hvað við ættum að gera með ljós- móður í þetta ferðalag, lofaði ég að taka hana með. Ég beið og beið eftir því að ljósmóðirin birtist, en aldrei kom hún. Laugardaginn 15. júlí í sum- ar, kl. 6 um morgun, lagði ég af stað frá Akureyri í glaða sólskini og blíða logni, einum af þessum fáu sumardögum, er komu í sumar hér norðanlands. Ákveðið var að ég færi í Möðrudal og biði þar eftir aust- anmönnum, því að frá Möðru- dal átti að leggja á öræfin. Fyrsta mannsekjan sem ég sá í Möðrudal var hin marg um tal- aða ljósmóðir, og létti mér mik- ið, því þó ég vonaði að ekki kæmi til hennar fagmennsku í ferðinni væri gott að hafa nær- fæma manneskju með. Ferðin í Möðrudal var ævintýri út af fyrir sig, því aldrei hef ég far- ið þessa leið í jafn fögru veðri, og Herðubreið var sannarlega tignarleg frá Möðrudal að sjá, og í suðri sást á kolla hinna ýmsu jökla. í Möðrudal kom ég á til- teknum tíma, en Egilsstaða- menn voru ekki komnir, svo ég tók Jón bónda tali. Var hann hressilegur að vanda. Þegar hann vissi á hvaða ferðalagi ég var fór hann að lýsa fyrir mér leiðum inneftir, en frá Möðru- dal og í Gæsadal, eru um 80 km. Verð ég að játa, að margt fór fyrir ofan garð hjá mér, þó lýsing Jóns væri skilmerkileg, því vel er hann kunnugur þess- ari leið. En ég varð fljótt átta- viiltur, er ég átti að fara fyrst í vestur, svo suður fyrir stóran mel, krækja svo austur fyrir gil, sem þarna væri, fara svo norðan við hálsinn, svo væri bezt að fara dálítinn tíma í aust ur og beygja við stóran Stein vestur yfir ásinn, og svo . . . Loks gat ég skotið inn í þessa greinargóðu lýsingu: „Þú átt góða hesta.“ Jón hætti ferða- lýsingunni á stórum mel, og tók vel í það, að góða hesta hafi hann átt. Sagði hann mér marg- ar sögur af gæðingum sínum, en Jón hefur átt afburðagóða reiðhesta. Nú sást reykmökkur mikill og margir bílar og þarna voru komnir Egilsstaðamenn, á átta jeppum og stórum vörubíl — samtals 38 manns, allt frá 6 ára til rúmlega sjötugs. í farar- broddi voru Einar Ólason og Halldór Sigurðsson, skólastjóri. Voru þeir á rauðum rússajeppa — liturinn í stíl við þjóðernið. Fóru þeir alla leið í Möðrudal, og fengu þar lánaðan heyvagn. Satt bezt að segja, ég skildi ekki hvem skrambann ætti að gera með heyvagn, og ljósmóð- ur fram á öræfi, en aðgæta verður, að þetta var mín fyrsta öræfaferð, en allt skýrðist þetta seinna. Ég fór að selfæra dót mitt úr mínum bíl og far fékk ég með Hermanni Earíkssyni, einum af eigendum hússins, og með hon- um voru þeir ágætu ferðafélag- ar Þórólfur og Aðalsteinn, og gat ég ekki verið heppnari. Veðrið var alltaf jafn unaðs- legt og ekið móti suðri og sól fram með Möðrudalsfjallgerði, og nú fór að rætast ferðalýsing Jóns bónda í Möðrudal: Stund- um var farið í austur, svo í vestur, svo að stundum var ég alls ekki viss um áttirnar. Und- arlegar voru hyllingamar — steinar og börð virtust laus við jörðu. Ekið var um mela, og þó stórgrýti væri, var enginn vandi að sneiða hjá þeim tor- færum. Haldið var áfram í einum áfanga í Arnardal, en þar skyldi áð og matur snæddur. í Arnar- dal eru gamlar tóftir. Þar var lengi kofi, er hægt var að leita skjóls í, en nú fallinn fyrir löngu. Aðeins standa hellur og' í tóftardyrum væru hræ af tveim kindum, er leitað hafa þar skjóls, en hungur og harð- ræði orðið þeim að bráð. Þarna var einu siimi bær, er Dyngja hét og sögn er til um það, að þangað hafi flúið maður að nafni Þorsteinn Jökull i stóru- bólu. Farið þangað með konu og böm — og öll lifað af plág- Sæluliúsið í Gæsadal. una. Núna er þarna lítill, gró- inn hóll, en í Öskjugosinu 1875 hefur allt farið á kaf í vikri, en er nú aftur að gróa upp. Rétt við tóftirnar kemur upp úr undirdjúpum jarðarinnar Arnar dalsá, sem er töluvert stór, og rennur hún í suðvestur frá tóft unum, og eru grónir bakkar við hana. Má segja, að þetta sé mjög einkennileg uppspretta, þar sem tiltölulega sléttir mel- ar eru allt í kring. Við Dyngju fór ég að heilsa upp á kunnirigja, og mátti fljótt sjá, að þama var glaðvært og skemmtilegt fólk á ferð. Fuku þarna óspart gamanyrði manna á rnilli, og var þar fremstur í flokki Metúsalem með sitt græskulausa gaman og varð ég ekki var við að neitt drægi úr því til leiðarloka, og það gleði- legast var, að enginn þurfti á örfandi drykk að halda til að vera skemmtilegur. Þegar allir voru orðnir mett- ir gaf Völundur fararstjóri skipun um að halda á stað, og vitanlega lrlýddu allir skipun fararstjórans. Nú var farið um Álftadal, þó engar séu þar álftirnar. Þetta er raunar bara lítill dalur.með dá- litlu vatni. Nú fann ég aftur að leiðarlýsing Möðrudalsbóndans rættist. Austur, vestur, suður, kannske líka norður,— því að nú var ég alveg áttavilltur. — Næst var samt prikað upp á háan mel með dásamlegu út- sýni. í vestur lá Fagridalur, eini dalurinn, sem var virki- lega gróðurlegur, og eftir hon- rennur á i Kreppu. í austri gnæfði Snæfell og Þjófahnjúk- ur, Herðubreið í norðri, en ég get ekki sagt annað, að mér fannst baksvipur þeirra alls ekki eins glæsilegur, og Herðu- breið er að sjá frá Möðrudal, og Snæfell séð af Héraði. Nú tóku allir upp sjónauka, og nú urðu snarpar umræður um, hvað sæist í Fagradal. — Nokkrir sáu margar kindur, tví- og þrílemdar, hrúta og gemlinga. Aðrir sáu svani, ým- ist á flugi eða í hópum. Hvor- ugur hópurinn lét sig, og ég held að síðast hafi verið samið vopnahlé, að þarna væru bæði kindur og svanir. Á herforingjakortinu ei' nú Kreppulág talin Gæsavatn í Gæsadal, en það mun vera rangt. Það mun vera vestan Fagradals, og mun það vera trúlegra, þar sem Kreppa er jökulvatn, en Gæsavatn berg- vatn. Nú var síðasti áfanginn eftir, sem sé Gæsadalur, og þangað var komið á sjöunda tímanum urn kvöldið. Voru nú höfð snör handtök, að reysa tjöld, losa vörubílmn, og byrja á hús- byggingunni. Gæsadalur liggur frá norðri til suðurs og í honum er stórt vatn, og opinn að nórðan og sunnan og 'þar sést í Kreppu, en austan og vestan eru tölu- vert há fell, gróðurlaus. Smiðir og gervismiðir byrj- uðu að reisa. Völundur réði bæjarstæðinu, en nú kom hey- vagninn að góðum notum, til að sækja grjót upp í melana, og þar lögðu margir hönd að verki, börn og virðulegar frúr, og yf- ir þessum hóp réði Metúsalem, og er mér ekki grunlaust um, að margur hafi litið hann öf- undaraugum. Um húsbygging- una má segja eins og kerling- in lýsti hesputrénu: Fyrst- var spýta, svo var spýta, svo var spýta í kross. En Völundur og Hermann voru í engum vand- ræðum með að fella saman flekana. Jóhann Þrándur var settur yfir allar naglabirgðir, og löngu eftif að allir naglar voru búnir, tíndi nafni rninn upp úr jörðinni nóg af saum — og voru margir farnir að halda að hann væri göldróttur. Allt í einu birtist hin títt— nefnda ljósmóðir, og hvatti hún Völund til að róa fram á vatn- ið með net, því að Völundur er forsjáll maður og kom með net 5 og gúmbát með sér. Svo fór að Völundur stóðst ekki fríunar- oi'ð ljósmóður, og ýtti á flot gnoð sinni, með ljósku sem há- seta, og lagði net. Nú voru konur farnar að út- búa mat og hita kaffi, og held ég að ég megi fullyrða, að eng- inn hafi orðið útundan, eða þurft að vera svangur, því að gestrisni var með afbrigðum, minnsta kosti fornemaði ég konu mína, með því að koma með mest allt nesti mitt heim aftur. Mér datt í hug, er ég horfði á vinnubrögðin við húsbygging- una, að örugglega væru þarna engir í bæjarvinnu, og enginn var verkfræðingur með í för- um, því eins og vinur minn Björgvin Guðmundsson sagði einu sinni: „Ef þú sérð mann pissa á rnóti roki, þá er það ör- ugglega verkfræðingur.“ Kl. 12 um kvöldið var húsið orðið fokhelt. Geri aðrir betur! En nú var hin veiðiglaða ljós- móðir orðin óþolinmóð, að vitja um netin, svo Völundur þorði ekki annað en að vitja um þau með háseta sínum, og viti menn — 10 vænar bleikjur voru í netinu, og svo var þá lagt und- ir nóttina. Var ljósmóðirin í framan eins og sól í suðri, eða eins og hún hefði tekið á móti fimmburum. Við vorum fjórir, er gistum í húsinu fyrstu nóttina. Þó að ég væri orðinn hálf þreyttur eftir daginn, gat ég ekki sofnað strax. Það fór sannarlega vel um mig, en óneitanlega sækja á mann margar hugsanir þarna inni á öræfum. Margur hefur háð harða baráttu, einn og yfir- gefinn, fjarri mannabyggðum — á ekkert að treysta nema þrek og þrautseigju. Það hafa líka margir orðið að lúta í lægra haldi. Hver getur lýst því? 80 km til bæja. Hér erum við stödd, nær 40 manns, vel út búin, með alla þá tækni, sem yfir er að ráða. — Ég bað öllum þeim föllnu hetjum, sem látið hafa lífið í harðræði á öræfun- um, Guðsblessunar. Sunnudaginn 16. júlí var snemma risið úr rekkju, því að löng leið var fyrir höndum, því að nú skyldi fara aðra leið til baka. Nú kom til kasta múblu- smiðanna, að ganga frá öllu fín- smíði, og var þar fremstur í flokki Björn Helgason. Við Einar Olason fórum á ibátnum út á vatn með stengur, því að nú átti að sýna, að báð- ir væru góðir veiðimenn. En þó við reyndum allar veiðibrellur er við kunnum, vildi ekki bíta á hjá okkur. Nú fóru að heyr- ast hróp og köll úr landi, og okkur skipað að halda heim. — Rassblautir og allslausir af veiði lentum við fleytu okkar, og sá ég ekki betur, en Ijósmóðirin væri með háðssvip, er við skreiddumst á land, eins og segir á sjóaramáli, með öngul- brot í rassi. Þeir í landi höfðu svör á reiðum höndum: Er silungarnir sáu okkur, urðu þeir dauð- skelkaðir og stungu sér hið bráðasta. Við Einar létum ekki köpuryrði þeirra fá nokkuð á okkur, en nú snaraðist ljóskan um borð með hjálparmann — og viti menn! 38 bleikjur voru í netinu eftir nóttina. Ég held, að Eggert Gíslason á Gísla Árna megi fara að vara sig. Nú var farið að fella tjöldin og búast til brottfarar, en áður en lagt var af stað, söfnuðust allir að húsinu, og allt fólkið myndað. Eins og áður segir, átti að taka krók á leiðinni, og fara austur að Jökulsárgili, en þar sem vörubíllinn komst ekki þá leið, var ákveðið, að fara með hann sömu leið til baka, eða í Álftadal, sækja þangað bílstjórann, svo að hann gæti verið með okkur. Varð af þessu smá töf, en haldið var svo aust- ur á bóginn og austur að Jök- ulsárgili. Meðan stanzað var í Gæsadal fór Halldór Sigurðsson kenn- ari að leita að gróðri, labbaði aftur á bak og áfram með plast- poka — mjög vísindalegur á svip, en ekki fann hann neitt merkilegt. Mikið var rætt um það, hvern ig silungar gætu hafa komizt í Gæsavatn. Var helzt hallazt að því, að fuglar 'hefðu flutt hrogn úr veiðivötnum norðan af Möðrudalsf j allgarði. Frá Gæsadal var haldið út að Fagradal og þar beðið á meðan vörubíllinn fór út að Álftadal. Síðan var stefnan tekin í aust- ur að Jökulsárgili. Eins og allir vita, er áin þarna kölluð Jökulsá á Brú — niður að bænum Brú, sem er efsti bæi'inn á Jökuldal efri. Skammt sunnan Kárahnjúka er gilið dýpst og hrikalegast og er það stórkostleg sjón, og ægilegt að horfa þar niður. Á móti Hafrahvömmum er berg- ið að austan talið um 100 metr- ar á hæð. Ekki er ég sá jarð- fræðingur, að geta sagt um, hvernig þetta gil er myndað, sumir — þar á meðal Ólafur Jónsson, sá frægi öræfafari — vilja halda því fram, að þarna sé um móberg að ræða, er hafi komið úr Snæfelli, og læt ég ósagt um það. Mér fannst hámark ferðar- innar vera, að sjá þessi óhemju náttúruundur, og get ég varla hugsað hár hrikalegri sjón, en standa á gilbarminum og horfa niður í ána byltast þarna áfram. Litlu neðar eru svo Hafra- hvammar og er dálítið erfitt að fara þar niður, að minnstá kosti fannst mér það. En margt er þar undarlegt að sjá. Þar er stór hellir, og sögn er um það, að þar hafi sauðamaður frá Brú á Jökuldal verið oft 5 vikur fyrir jól með fé bóndans á Brú, og haldið til í hellinum. Mundu fáir fást til þess nú, því að oft hefur verið skuggalegt að vera þar í mesta skammdegi ársins. • Sögu heyrði ég imi vinnu- mann frá Eiríksstöðum á Jök- uldal, er haldið hafi til í Hvömmum, en horfið, en þegar farið var að leita hans, fannst hann hvergi, en auðsjáanleg för og traðk eftir hörð átök og fótspor svo stór, að ekki gátu verið eftir mennskan mann. — Og víst er um það, að ekki vildi ég eiga náttstað þama í skammdeginu. Nú var farið að halla degi, og áfram var haldið, og næst átti að koma í Laugarvalladal, en frá Hafrahvömmum og þang að, var orðið gróðursælla og kindur að sjást. Laugarvalladalur er sæmi- lega grösugur. Þar er gangna- mannakofi og gamlar bæjar- tóftir. Oll eyðibýli eiga sína sögu. Þama gerðist sorgarsaga, eins og svo víða. Einyrki berst fyrir lífi sínu og sinna, sumir vinna, aðrir missa kjarkinn fyrir óblíð örlög. Rétt við kofann er heit lind með um 80 gráðu heitu vatni. Þetta var síðasti áningarstaður- inn. Setið var í iðjagrænu gras- inu, matur snæddur, og allir í sólskinsskapi. Frá Laugarvalladal var farið í einum áfanga, og þar varð eftir okkar harðduglega ljós- móðir, og frétti ég, að hún ætl- aði næsta dag aftur upp á heiði í veiðiferð, og efast ég ekki um, að fengsæl hefur hún orðið. Að Skjöldólfsstöðum komum við um kl. 1 um nóttina og þar skildi ég við þessa skemmtilegu (Framhald á blaðsíðu 7). Kvöldvöruútgáfan sendir að þessu sinni frá sér þi'iðja bindið af hinni ágætu sjálfsævisögu séra Sveins víkings: Myndir daganna, og fjallar'þetta bindi, sem líklegá verður hið síðasta, aðallega urn prestsárin fyrir norðan og austan, og flutning höfundai'ins til Reykjavíkui', þar sem hans beið enn mikið starf sem biskupsritari. Lífsreynsla hans er nú orðin býsna fjölbreytt, fjölda manns hefur hann kynnzt víða um land og fengizt við mörg verk- efni, enda hafa gáfur hans verið óvenju skarpar og fjölhæfar, áhugaefnin mörg og skapgerðin einbeitt. Ég hika ekki við að telja þessa bók í fremstu röð þess konar bóka, sem ég hef lesið. Fer þar saman eins og að venju glöggt auga og lifandi frá sagnargáfa. Höfundurinn er gæddur þeirri næmu tilfinn- ingu og innsýn í líf samferða- mannanna, sem gerir honum fært að teikna myndir daganna á ógleymanlegan hátt. En jafn- framt því sem bók hans er skemmtileg er hún einnig leiftr andi af spaklegum athugunum og hugleiðingum. í þessu síðasta bindi gerir hann upp lífsreikninginn, sáttur við Guð og menn. En eins og eðlilegt er, þar sem þessi kafli fjallar ekki sízt um starf hans í þjónustu kirkjunnar, kemur hann nokkuð inn á að gera grein fyrir trú sinni og lífsskoð un, til dæmis í inngangskafla bókarinnar, sem heitir: Þetta er játningin mín. ' Býst ég við, að sumum kunni að þykja játning séra Sveins vera vond lútherska, en hann var mótaður af þeim anda, sem ríkjandi var í guðfræðideild Há skóla íslands, fyrstu áratugina, sem hann starfaði, þegar meira þótti um það vert að gaumgæfa kenningar meistarans sjálfs og boða fagnaðarerindi hans eftir beztu vitund, heldur en láta miðaldaguðfræðinga segja sér fyrir verkum. Meira var hugsað um, hvað raunverulega væri satt um Guð og um alheiminn, heldur en hverjar hugmyndir menn hefðu gert sér urn þetta, meðan þeir trúðu því enn statt og stöðugt, að jörðin væri eins og pönnukaka og himininn að- eins í seilingarhæð. Um þetta segir séra Sveinn m. a.: „í raun og veru er kirkjan að upphafi og eðli aðeins ein. Höf- undur hennar og konungur er hvorki páfinn né Lúther, held- ur Jesús Kristur. Trú hennar er og á að vera trú hans. Andi hennar andi 'hans, kraftur henn ar eilífur áhrifamáttur hans á mannlega sál og huga. Sigur hemiar er sigur kærleikans, sannleikans og góðleikans í hjörtu mannanna. Sú kirkja á ekki að láta fjötrast í viðjar játningar og erfikenningar, sem menn hafa síðar smíðað. Hún á að vera musteri andans, anda sannleikans og frelsisins, anda Jesú Krists. Þetta frelsi til að bera sann- leikanum vitni samkvæmt beztu vitund og þvi, sem sam- vizkan býður, hlýtur að minni 'hyggju að vera aðalsmerki þeirrar kirkju, sem réttilega vill kenna sig við hann, sem sagði: „Til þess er ég fæddur og til þess kom ég í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni.“ Sú kirkja, sem tekur umbúðimar fram yfir kjarnann, bókstafinn fram yfir andann, hún er hnign andi kirkja, sem klofnar og verður sjálfri sér sundurþykk, vegna þess að eining næst aldrei um skilning bókstafsins né orðalag og form kenning- anna. Þetta hefur kirkjusagan sýnt svo skýrt og átakanlega, að ekki þarf um að deila.“ Væntanlega líður sú stefna aldrei undir lok í kirkju vorri, að prestarnir hafi einhverja sannfæringu fyrir því, sem þeir boða, því að þá er hætt við, að í.....................r'"i Séra BENJAMIIV ii skrifar um i: bækur áhrifin af kenningu þeirra verði ekki mikil. En trú er ekki unnt að læra utanað. Hún verður' að vaxa fram af eigin skilningi og hugsun, annars verður hún ekki annað en hljómandi málm- ur og ‘hvellandi bjalla. 1 Myndir daganna er hressandi bók fyrir hugsandi menri og jafnframt er hún skemmtilegri en nokkur skáldsaga. Hin bókin, sem Kvöldvöku- útgáfan gefur út, heitir: Séra Bjami, og er það minningabök um séra Bjarna Jónsson dóm- kirkjuprest og vígslubiskup, Bókin er glæsileg og prýdd mörgum myndum, geymir við- töl við hann, sem Matthías Jó- hannessen hefur skráð, grein eftir konu hans: Hvef dágur var hátíð, og loks ræður og hug vekjur eftir hann og um hann. Án efa verður þessi bók kær- komin hinum mörgu vinum og, velunnurum séra'Bjarna, ekki sízt Reykvíkingum, þar sem hann vann sitt lífsstarf ,af frá- bærri alúð og atorku langa ævi. Séra Bjarni var ákaflega vin- sæll og sérkennilegur persónu- Ieiki, og mesti merkismaður, en trúmaður var hann af gamla skólanum, vildi lítt láta hagga við erfikenningum enda dansk_ menntaður guðfræðingur. Hann var oft gamansamur og hnytt- inn í tækifærisræðum sínum, og margt eftirtektarvert sagði hann í stólræðum, sem mönn- um varð minnisstætt, því að mælska hans var mikil og dugn aður hans undraverður. Óbæt- anlegt tjón var að því, er megn ið af ræðum hans og embættis- skilríkjum týndust i eldsvoða rúmu ái'i eftir andlát hans. Allir munu fagna því að eign ast þessa fallegu - minningabók um þennan merkismann, þó að hitt hefði verið enn þá æski- legra, ef hann hefði skrifað end urminningár sínar sjálfur. En til þess gafst honum aldrei strmd, vegna hinnar miklu þjón ustu sinnar. Elinborg Lárusdóttir: DULRÆN REYNSLA MÍN. — Skuggsjá 1967. í fyrra vetur kom út um jóla- leytið bók er nefndist: Dulræn- ar sagnir, saman tekin af frú Elinborgu Lárusdóttur skáld- konu. Var í þeirri bók að finna gnótt alls konar frásagna um dularfull fyrirbrigði svo sem reimleika, dulheyrnir, drauma, álagabletti, vitranir og furðu- lækningai'. Þessar sögur 'höfðu þann mikla kost, að þær höfðu ekki gengið margra á milli né verið dregnar fram úr myrkviði ald- anna. Flestar höfðu þær gerzt á þessari öld, sumar fyrir fáum ár um og voru vottfestar af skil- í'íkum mönnum, og voru þær margar hinar merkilegustu. Þessi forvitnilega bók barst mér í hendur með miklu flóði annarra bóka, sem ég var beð- inn að geta um, og atvikaðist það einhvern veginn þannig, að bókin týndist. Einhver fékk hana lánaða, svo gekk hún mann frá manni, unz ég heimti hana aftur aðeins fyrir skömmu. Reyndar segir þetta mikla sögu um það, hversu fólk hungr ar og þyrstir í fróðleik af þessu tagi, að ekki sé allt sem sýnist, og að látnir lifi handan við hel og gröf. Enda væri sá sljóleikur yfirgengilegur, ef menn hefðu enga forvitni um örlög síns eig- in lífs eða annarra né hirtu iun að vita lengra en nef þeirra næði. Annað kemur líka til: Svo margir hafa einhvem snef il af ófreskisgáfu, að þeim kem- ur ekki til hugar að taka mark á úreltum hleypidómum sumra vísindamanna, sem í blindni og af þráa loka augum og eyrum fyrir reynslu af þessu tagi og telja hana eigi annað en blekk- ingu og hégóma. Sönnun fyrir því, hve íslendingar eru opnari fyrir þekkingu á þessu sviði en margar aðrar þjóðir er m. a. sú, hvað. bækur, sem um þessi efni fjalla, eru yfirleitt söluvissar. Frú Elinborg Lárusdóttir hef ur ritað nokkrar 'bækur um fólk, sem gætt hefur verið dul- ■ rænum hæfileikum og þannig hefur hún unnið þeim vísind- um mikið gagn. Með þessari bók: Dulræn reynsla mín, skýr ir hún frá ýmiss konar kyn- legum fyrii'brigðum, sem hún sjálf hefur reynt, og eru þama forvitnilegar sögur um hugboð, drauma og slæðinga. í eftir- mála, sem dr. Sigurður Nordal ritar, getur hann þess að skáld- konan hafi verið hikandi við að birta sumar þessar frásagnir, vegna þess, að hún hafi talið sumt hversdagslegt, sem þar er fært í letur, og veigalítið borið saman við ýmislegt það, sem hún hafði sjálf áður ritað um miðla og aðra undramenn. Eink um hefði hún sett það fyrir sig, að. í sambandi við þessa dul- rænu reynslu yrði hún að segja hitt og annað af einkahögum sínum, sem persónulegra væri en svo að það ætti erindi til al- mennings. Bendir dr. Sigurður jafnframt á það, að einmitt vegna þessa verði bókin merki- leg drög að ævisögu frú Elin- borgar, og sé sú mynd, sem hún þannig dregur upp af sjálfri sér, sízt ómerkari hluti bókarinnar en hin eiginlegu söguefni. Um hina dulrænu reynslu má það annars segja, að hvers- dagsleg atvik geta verið engu síður merkileg en hin, sem stór- fenglegri kunna að teljast. Fi’á vísindalegu sjónarmiði varðar það mestu, að fá sem mest magn af þessum fyrirbrigðum eftir sem áreiðanlegustu heim- ildum, til þess að unnt sé að mynda sér skoðanir um þau, ef takast mætti að ráða fram úr gátunni miklu um eðli lífsins, sem engum hefur hingað til tek izt að ráða til fulls. Vitrh' menn hafa ævinlega skilið, að ekkert kemur okkur meira við en lífið sjálft. Þetta er frú Elinborgu einnig ljóst. Þess vegna vill 'hún gera aðra hlut- (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.