Dagur - 09.12.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 09.12.1967, Blaðsíða 8
8 —-j1 ÞORGEIR PÁLSSON SÝNIR ÞORGEIR PÁLSSON opn- aði í gær málverkasýningu í Landsbankasalnum. Hann sýnir 37 myndir, þar af 12 olíumálverk en hin eru vatnslitamyndir. — Flestai' myndir Þorgeirs eru lands- lagsmyndir af ýmsum norð- lenzkum stöðum, ekki sízt Eyjafirði. Þorgeir hélt sýn- ingu á Akureyri fyrir mörg- um árum og hefur sýnt með frístundamáluruni, bæði í Reykjavík og Akureyri. Q k........ - --------t J Happið sett á svið Dalvík 8. des. Enn er fært um nærliggjandi vegi. Frammi í sveit eru umf. Þorsteinn Svörf uður og kvenfélagið Tilraun að æfa Happið eftir Pál Árdal. Leikstjóri er Sigtýr Sigurðs- son. J. II. Blikur og Árvakur við bryggju á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) SMÁTT OG STÓRT SKIPT UM HJARTA Stór tíðindi gerast öðru hverju í heimi læknavísindanna. í Höfðaborg fórst ung kona í bíl- slysi. f sjúkrahúsi beið maður nokkur dauða síns vegna ólækn andi hjartasjúkdóms. Hjarta stúlkunnar var nú tekið og grætt í hinn dauðvona mánn. Hann lifði þegar síðast fréttist og var á batavegi, jafnvel svo, að heimför hans var ráðgerð eftir þrjár vikur. RAGNAR FJALAR LARUSSON Séra Ragnar Fjalar Lárussón hlaut flest atkvæði þeirra presta, sem sóttu um Hallgríms prestakall í Reykjavík á dög- unum. Hann hefur nú verið skipaður sóknarprestur þar frá 1. janúar n. k. að telja. Séra Ragnar Fjalar hefur til þessa gegnt prestsembætti á Siglu- firði. framfarir. Opinberar skýrslur segja m. a. þetta um nýræktim- ar: Nýrækt árið 1965 var 5049 ha. eða eitt þúsund ha. minni en árið 1964. Árið 1966 var þró- unin í sömu átt og voru ný- ræktir þá ekki nema 4057 ha., einnig þúsund ha. minni en árið áður. Ekki liggja skýrslur fyrir um þetta ár, en búast má við enn minnkandi framkvæmdum. Þessar tölur sýna, svo ekki verð ur um villst, hve þessi grein framkvæmdanna hefur farið ört minnkandi í sveitum. HAGUR BÆNDANNA Dæmið um ræktimina sýnir hvert stefnt hefur. Þó er enn eftirtektarverðara, að árið 1966 voru nettótekjur bændanna ekki nema 100 þús. kr., en á sama tíma voru tekjur viðmið- unarstéttanna 244 þús. krónur. Bændur eiga þó samkvæmt lög um að hafa svipaðar tekjur og verðlagsgrundvöllur landbún- Blikur laskííðist við Kópasker FRAMKVÆMDIR f SVEITUM Mjög er því á lofti haldið hve landbúnaðurinn dafni vel undir STRANDFERÐASKIPIÐ Blik- ur tók niðri þegar það var að fara frá Kópaskeri á þriðjudags kvöldið. Kom nokkur leki að skipinu og varð það að halda til Húsavíkur í fylgd Árvaks, sem var á Siglufirði og kom til að- stoðar. Sjór fór í vélarrúm Veður va'r sæmilegt þegar skipið kenndi grunns, en mikil undiralda. Örsok strandsins er talin sú, að eitt innsiglinga- Ijósið logaði ekki er skipið lagði frá landi. Q „viðreisn“ og aldrei hafi verið „gert meira fyrir hann“. Síðan eru taltlar upp framkvæmdir og Flugféfag Sslands fær nýja Friendship-flugvél í vor strandferðaskipsins og höfðu skipsdælurnar ekki undan, enda jókst lekinn mjög þegai- vélamar tóku að erfiða. En tvær dælur úr Árvak voru sett- ar um borð og höfðu þær vel undan. Froskmaður kannaði skemmdir á Húsavík og munu þær nokkrar. Bæði skipin komu til Akureyrar til ferkari athug- unar. ALLT frá því Boeing 727 þotan Gulfaxi hóf áætlunarflug á millilandaleiðum félagsins 1. júlí sl. hefur rekstur þessarar nýju flugvélar gengið vel. Allir gérðu ráð fyrir byrjunarörðug- leikum, sem kannski myndu valda töfum og rugla áætlun- inni. Flugreksturinn gekk betur én jafnvel þeir bjartsýnustu þorðu að vona, og tafir urðu fáar. Þrátt fyrir það óhagræði, sem reksiur þotunnar frá Kefla víkurflugvelli í stað Reykjavík urflugvallar skapar farþegum, hafa flutningar aukizt og síðari hluta sumars var Gullfaxi þétt- setinn. Nú hefur innréttingu Gullfaxa verið breytt á þann veg, að framhluti farþegarýmis er nýttur til vöruflutninga, en aftur í eru sæti fyrir 69 farþega. Nýr Fokker Friendship, sá þriðji í röðinni fyrir Flugfélag fslands er nú í smíðum í Amster dam í Hollandi. Upþhaflega var ráðgert að þessi flugvél yrði af gerðinni F-27 200, en nú hefur verið ákveðið að flugvélin verði af 100 seríunni, það er, sams konar og Blikfaxi og Snarfaxi. Hinn nýi Friendship verður út- búinn til vöruflutninga, jafn- hliða farþegaflutningum. Á flug vélinni verða stórar vörudyr til fermingar og affermingar, sem gefa tækifæri til flutninga á stærri stykkjum en mögulegt er (Framhald á blaðsíðu 2). ER OLiA AF SKORNUM SKAMMTIILANDINU? Ellefu þúsund tonna farmur frá Rússum brást FRÉTTIR hafa borizt að því, að ísinn sé að þessu sinni skammt undan Norðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá síð asta ískönnunarflugi. íshraflið koma úrri .þessar mundir, kæmi ekki. í gær var enn ekki vitað hversu úr yrði bætt, en verið var að leita eftir skipi til flutn- inganna og þá frá öðru landi. Milliríkjasamningar um olíu- sölu og flutninga sovéskra og íslenzkra yfirvalda hafa í þetta sinn brugðizt. Er hér um alvar- legan hlut að ræða, svo sem öllum má ljóst vera. Því miður virðist skilningur íslenzkra ráðamanna heldur ekki nægur í því efni, að tryggja þau svæði landsins, sem lokast geta af ís, með nægilegum birgðum af þessari þýðingarmiklu vöru. En þar þarf aðstoð bankanna einnig að koma til. Q aðarins á að vera við það mið- aður. Hagur bændastéttarinnar undir „viðreisn“ er því afleitur, enda cr nú svo komið, að þrátt fyrir minni framkvæmdir en áður, eru skuldir bænda nú mjög vaxandi yfirleitt, og efna- liag þeirra er að hraka. RAFMAGNIÐ Enn einu sinni hafa Norðlend- ingar fundið, hve háðir þeir eru rafmagninu. Krapastíflur, eins og þær, sem nú ollu truflunum, eru sjaldgæfar og orkufram- leiðslan að komast í eðlilegt Iiorf. (Framhald á blaðsíðu 2) ÍSINN ER ÍSKYGGI- LEGA NÆRRI Ófeigsstöðum 8. des. Veður- 'harka, bæði hríð, hvassviðri og grimmdarfrost. Færir eru þó vegir ennþá, en í gær urðu bíl- ar fyrir ýmiskonar töfum, en það er vont í slíkum kulda. ísinn er óþarflega nærri og við ekki vel undir það búnir að siglingar teppist. Skipaverkfall ið og gin- og klaufaveikin tafði flutning á fóðurvörum og fleiri þungavörum hingað til Norður- og Norðausturlands. B. B. við Grímsey og úti í mynni Eyjafjarðar segir einnig sína sögu, þótt þar hafi aðeins verið um dreifða jaka að ræða. Enn einu sinni minna þessar ísafréttir á það, hvar á hnettin- um land okkar liggur og að búast má við ís og siglinga- teppu 'hluta úr ári, svo sem sag- an hefur staðfest, þótt við höf- um sloppið við ís að mestu á nokkurra áratuga hlýindatíma- bili undanfarið. Rússneski olíufarmurinn brást. í landinu er nú lítið af olíu, hér á Norðurlandi tveggja til þriggja vikna birgðir eða svo af húsa- og skipaolíum en jarð olía til eitthvað lengri tíma. Ný lega tilkynntu Rússar, en af þeim kaupum við þessar og fleiri olíur, og flytja hana til íslands, að 11 þús. tonna olíu- farmur, sem hingað átti að Sldðaíþróttin er jafn gömul þjóðinni VIÐ vígslu skíðalyftunnar nýju í Hlíðarfjalli var Gísli Guðmundsson alþingismaður meðal þeirra, er tóku til máls. Gísla fórust orð á þessa leið: Háttvirtir áheyrendur! Ég þakka þeim, er mér og öðrum hafa boðið 'hingað i dag af góðu tilefni. Grímur Thomsen lýsir í ljóði norrænni vetrarnótt fyr- ir 900 árum: „Lausamjöll í skógi skefur skyggnist tunglið yfir hlíð Er á ferli úlfur og refur örn í furutoppi sefur. Nístir kuldi um næturtíð.“ Einn er þar maður á ferð — maður á skiðuin — og hefir spjót fyrir staf. „Á eftir hon- um úlfar þjóta — ilbleikir með strengdan kvið.“ — En skíðamaðurinn fer hraðar en úlfarnir. Ganga manna á skíðum er fom íþrótt á Norðurlöndum, eldri en sagan um Arnljót Gellina. Hún er a. m. k. eins gömul og Ásatrúin. Eina af Ásynjum, sem raunar var jötnaættar, nefnir Snorri önd- urdís — skíðadísina. Skíðadís- in átti heima í háfjöllum Nor- egs — í Þrymheimi. — í Flat- eyjarbók segir frá Hemingi Áslákssyni á Torgum á Há- logalandi, er kvaddur var á fund Haralds konungs harð- ráða, og skyldi sína getu sína í þeim íþróttum, er mest þótti um vert. Fyrst skaut hann af boga — 'hnot af höfði bróður síns. Næst þreytti hann sund við sjálfan konunginn. En trú lega var sú raunin tahn mest, er síðast er frá sagt, er hann lék listir sínar á skíðum í svell runninni fjallshlið og- nam staðar á hamrabrún, þar sem , hann hljóp af skíðunum í loft upp. Hér á landi er skíðaíþróttin jafn gömul þjóðinni. 1 snjó- þungum sveitum og er fara skyldi um heiðar á vetrum, voru skíðin í 1000 ár eitt hið nytsamasta fárartæki, og eru enn. Þau hafa ósjaldan bjarg- að lífi manna og málleysingja. En nú í seinni tíð hafa íslenzk ungmenni í vaxandi mæli lagt stund á að fullkomna sig í hinni djörfu iþrótt Hemings á Torgum — í snævi þöktum hlíðum brattra fjalla ,og sú list er nú viðar leikin. Skíða- lyftan. hér í Hlíðarfjalli mun greiða fyrir því, að sú-íþrótt. eflist með íslendingum á kom audi tímum. Ég óska Akureyr ingum til hamingju með þessa fyrstu framkvæmd sinnar teg undar á íslandi. Hún mun eiga eftir að varpa nýjum ljóma á þetta fjall, — í heimi íþrótt- anna — nú þegar höfuðstaður Norðurlands hefir verið gerð- ur að miðstöð vetraríþrótt- anna hér á landi. Ég er ekki fþróttamaður og hefi aldrei haft þar af neinu að státa — því miður. En nú, þégar árin færast yfir og ég sé þjóðina breytast meir og (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.