Dagur - 16.12.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Heber9is pantanir. Ferða- skrifstoian Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árg. — Akureyri, laugardaginn 16. desember 1967 — 78. tohiblað Ferðaskrifstofan TúngÖtu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. TOGARARNIR ekki heima um jólin KALDBAKUR fór á veiðar 5. des. Landar sennilega mánu- daginn 18. des. Svalbakur landaði 12. des. 134 tonnum. Fór á veiðar 13. sama mánaðar. Harðbakur fór á veiðar 8. des. Landar væntanlega mið- vikudaginn 20. des. Sléttbakur kom af veiðum fimmtudaginn 14. des. með 121 tonn. Fór á veiðar í gær. Útlit er því fyrir að allir Akureyrartogarnir verði á veið um um jólin. Q Ný verzlun við Árgötu Húsavík 15. des. Þreifandi stór- hríð var í gær en er nú birt upp og bæjarlífið gengur sinn vana gang. Verzlun er mikil og jóla- svipur að færast yfir. Bærinn er húinn, eins og undanfarin ár, að setja upp jólatré á torginu sunnan við Samkomuhúsið og ýmsar verzlanir hafa sett upp skrautljós úti til yndisauka. Kaupfélag Þingeyinga hefur opnað glæsilegustu matvöru- verzlun bæjarins við Árgötu. Hún heitir Hrunabúð, sam- nefnd íbúðarhúsinu Hruna, sem þar stóð áður. Verzlunarstjóri er Benedikt Helgason. 1». J. @*4Hilrt,aH^#-«<>*iM'3H*^ LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR frá Torfufelli: Útsýn yfir Eyjafjörð af Hólafjalli ,,,,„.,::„•„;>.,.:„: J '4- f l í •>- iV. ír ± t. ± t ? r I $ <r «3 I I 1 i, t MIKIÐ ATVINNULEYSI A SIGLUFIRÐI Þó sjáist ekki á Bárðarbungu er bjart um Eyjaf jörð. Sól skín í heiði yfir Hafrárdalnum á hjallanum stendur postulinn* vörð. Tign býr í Kaldbak Torfufellshnjúk og Súlum. Törfasproti haustsins strýkur mjúkan svörð. I skarðinu þraut Þórdísi* máttinn. Þrek brestur marga á erfiðri leið. Sagan tvinnar og þrinnar þáttinn um þeirra för er einstígið beið. Þau örlög mun þó þyngst að bera, þar, sem f jölmennið magnar seið. Fortíð og nútíð fléttast saman framtíð er báðum háð. Bæirnir, fólkið, byggðin, sagan, bera vitni um mikla dáð. Eyfirðingum bregst ekki gifta ef iðka þeir bæn og þakkargjörð. Fegurðin nær til allra átta eins á himni og jörð. t i 1 * <r Í f Í t Útsýn af Hólafjalli vestur í Villingadal o. fl. * Santi Pétur, varða á Vatnahjallavegi. * Þórdísarskarð, örnefni í Torfufellsfjalli. Siglufirði 15. des. Hávaða stór- hríðinni, sem hér var í nótt, er nú slotað. Esja er að leggjast að bryggju, kom að vestan og er á leið til Akureyrar. Samgöngur eru á þann veg hér, að Drangur kemur hingað tvisvar í viku, eins og var, en landleiðin er óákveðin, stund- um er hún opin flesta daga vik- unnar en stundum aðeins einn dag í viku og finnst okkur það afturför. Þónolíkur klaki er í Strákagöngum, sem orsakast af því, að þil bilaði við op gangn- anna að austan. Búið er að gera við það og snjóar ekki lengur inn í göngin. Hafliði landaði í fyrradal 120 tonnum fiskjar. Haförninn, flutningaskip SR, er í Hollands ferð og sækir olíu. Mun hann fara 2—3 ferðir og er 14 daga í ferðinni. En olían fer~ til hafna á Norður- og Austurlandi. Niðurlagningarverksmiðjan starfar ekki eins og er, heldur ekki Tunnuverksmiðjan og er nú mikið atvinnuleysi eða á annað hundrað manns atvinnu- lausir. Menn 'búast við, að Tunnuverksmiðjan taki til starfa eftir áramót og niður- lagning síldar hefjist síðar á vetrinum. Margur mun hafa minna til jólakaupanna en oft- ast áður hér á Siglufirði. Tíðarfar er stirt og afli treg- ur, eða 2—3 tonn í róðri. í síð- (Framhald á blaðsíðu 4). Bókasalan vex nú dag f rá degi f GÆR leit ég inn í tvær bóka- búðir bæjarins og spurði um leið, hvaða íslenzkar bækur seldust mest þessa dagana. - Aðalsteinn Jósepsson í Bók- vali svaraði á þá leið, að topp- bækurnar væru þessar: Sigur þinn er sigur minn eftir Ólaf Tryggvason, þá Myndir dagana eftir séra Svein Víking og bók- in Séra Bjarni. Þá væri bók Sveins Sæmundssonar, í haf- rótinu, nálægt toppnum og síð- asta bók Guðrúnar frá Lundi, Náttmálaskin. Meðal mest seldu hókanna væri einnig Þjóf ur í paradís eftir Indriða G. Þor steinsson, Horfin tíð eftir þá félaga Sverri og Tómas og bók Stefáns Jónssonar fréttamanns, Líklega verður róið í dag. Af erlendum höfundum seld- ist mest, Maður handa mér, eft- ir Theresu Charles og svo Spyrj um að leikslokum eftir Alistair MacLean. Bóksala fór að auk- ast síðari hluta nóvembermán- uð og hefur aukizt síðan, og síðustu dagana er eiginlega lát- laus ös, sagði Aðalsteinn að lok um, og tefjum við hann ekki lengur. Stefán Jónasson í Bókabúð Jónasar Jchannssonar segir, að Þjófur í paradís eftir Indriða G. Þorsteinsson sé mest selda bók in um þessar mundir, næst komi Náttmálaskin Guðrúnar frá Lundi og Myndir dagana eftir Svein Víking. Meðal þeirra bóka er næst komi megi nefna bækur Eiríks Kristófers- sonar og Elinborgar Lárusdótt- ur, báðar um dulræn efni. Aðspurður sagði Stefán, að fyrri hluta desember kæmu margir, skoðuðu mikið en keyptu lítið. En þegar nær liði jólum og fólk hefði kynnt sér ritdóma og lesið auglýsingar, kæmi það til að kaupa ákveðna bók eða bækur. Sala bóka væri mjög að aukast síðustu daga, en heildarsala væri þó heldur minni en i fyrra. Af þýddum bókum sagði Stef án að mest seldust bækurnar Spyrjum að leikslokum og Mað ur handa mér. Tími vannst ekki til að koma í fleiri bókabúðir að sinni. Q Nýr samkomusalur Gagn- íræðaskóla Akureyrar f DAG verður nýr sainkonmsalur Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri tekinn í notkun. Hann er í hinum nýja hluta skóla- hússins og með honunt er lokið þeim byggingaráfanga, sem þar hefur staðið yfir um skeið. Samkomusalurinn mun rúma 300 manns í sæti og auk þess verður hægt að bæta við einni kennslustofu. Salurinn er hinn myndarlegasti og leiksvið fyrir öðrum enda hans. í Gagnfræðaskólanum, sem mun vera sá staersti utan Reykjavíkur, eru nii á áttunda hundrað nemendur. Hin mikla stækkun hans var fullnýti jafnóðum, og hefur þessum síðasta þætti nýbyggingarinnar verið beðið með óþreyju. í5«««í««ííí«í«í«í«íííí««í«5S«ií««^ í Bókval. (Ljósmyndastofa Páls) Úr Bókaverzlun Jónasar Jóhannssonar. (Ljósmyndastofa Páls)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.