Dagur - 10.01.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 10.01.1968, Blaðsíða 1
DAGUR SIMAR 1-11-66 og 1-11-67 LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 10. janúar 1968 — 2. tölublað DAGUR er útbreiddasta blaðið á Norðurlandi Þörf á ódýruin íbúð- um mikil á Akureyri í FRAMHALDI af samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar þanii 29. júní sl. hefur félagsmálaráð herra skipað Framkvæmda- nefnd byggingaáætlunar fyrir Akureyri. Nefndin kom saman til síns fyrsta fundar í fundastofu bæj- arráðs mánudaginn 8. janúar sl. Samkvæmt skipunarbréfi er hlutverk nefndarinnar sem hér segir: 1. Að rannsaka ítarlega hver raunveruleg þörf er fyrir slíkar íbúðir (þ. e. ódýrar íbúðir fyrir efnalitla meðlimi verkalýðsfé- laga) í kaupstaðnum. 2. Að gera skýra og nákvæma áætlun um væntanlegar bygg- ingaframkvæmdir, stærð íbúða, byggingahraða, byggingakostn- að og fjármagnsþörf. 3. Að kanna að hve miklu leyti Akureylarkaupstaður hyggst sjálfur leggja fram fjár- magrt til framkvæmdanna. 4. Að hafa samráð við Seðla- banka íslands um fjáröflun til bygginganna. Hér er um að ræða samskon- ar byggingaframkvæmdir og nú standa yfir í Breiðholtshverfi í Reykjavík. í reglugerð um þær framkvæmdir, nr. 78 frá 28. apríl 1967, segir m. a. (17. grein): „Greiðsluskilmálar á andvirði þeirra íbúða, sem seldar verða samkvæmt 15. — 16. gr. reglu- gerðar þessarar skulu vera sem hér segir: a) Kaupandi greiðir 20% af andvirði íbúðarinnar á fjórum árum þannig, að 5% greiðast 12 mánuðum áður en íbúðin er fullgerð og afhent kaupanda. Síðan greiðir kaupandi 5% af andvirðinu á ári, næs.tu þrjú árin, á sama gjalddaga og fyrstu afborgunina. Setja skal hann tryggmgu fyrir þessum þremur árgjöldum, sem Veðdeild Lands bankans metur gilda. b) Afgangur andvirðis íbúð- arinnar 80% af söluverðinu, greiðist með láni frá Húsnæðis- málastofnun ríkisins, sem vera skal til 33 ára, afborgunarlaust Akureyrartogararnir HARÐBAKUR seldi 161 tonn í Grimsby í gær fyrir 15.018 pund, eða kr. 12,76 pr. kg. Sléttbakur kom með 70 tonn til Akureyrar í gær. Kaldbakur og Svalbakur eru á veiðum. O fyrstu þrjú árin, en endurgreið ist síðan á 30 árum. Að öðru leyti skulu kjör á þessum lán- um vera hin sömu og á lánum Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins á hverjum tíma. Nefndina skipa eftirtaldir menn: Tilnefndur af bæjar- stjórn Akureyrar: Bjarni Ein- arsson. Tilnefndir af Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna: Björn Jónsson og Jón Ingimarsson, til (Framhald á blaðsíðu 2). ÞRJÚ INNBROT í FYRRINÓTT voru framin tvö innbrot. Annað í verzlun- inni Brekku við Byggðaveg, brotið upp söluop og einhverj- um peningum stolið úr ólæst- um peningakassa. Hitt í klæða- verzlun Jóns M. Jónssonar við Glerárgötu, stunginn upp lás á bakdyrahurð, smávegis af pen- ingum stolið úr ólæstum pen- ingakassa og e. t. v. fleiru. Um helgina var brotist inn í Ný- lcnduv'örudeild KEA, brotin rúða á bakhlið og enn stolið lítilsháttar af peningum í ólæstri hirzlu. Fyrir hádegi í gær var ekið á tvo ljósastaura í bænum i og tveir bifreiðaárekstrar höfðu pá orðið, tveir bifreiðaárekstrar í fyrradag og þrír á sunnudaginn. Um borð í Mælifelli er skipið kom til Akureyrar nú fyrir skömmu. Eins og sjá má, er ísingin ofboðsleg og ísaxirnar koma að gagni þótt seinvirkar séu. (Ljósm.: E. D.) FJÁRHAGSÁÆTLUN AKUREYRARKAUPSTAÐAR LIGGUR NÚ FYRIR ÚTSVÖRIN MUNU HÆKKA UM 14% VÖl uskiptajöfnuður- Forseti Islands lierra Ásgeir Ásgeirsson. inn enn óhagstæður SAMKVÆMT upplýsingum ITagstofu íslands var vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd frá janúar—nóvember 1967 samtals 2.804.3 inilljónir króna. Á sama tíma árið áður var við- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 1.008 millj. kr. □ FORSETAKOSNINGAR I SUMAR 1 ÁRAMÓT AÁV ARPI sínu sagði forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, að hann yrði ekki í kjöri við næstu forseta- kosningar, sem fram eiga að fara á miðju næsta sumri. En hann hefur gegnt hinu virðu- lega embætti hins íslenzka þjóð höfðingja í 16 ár eða fjögur kjör tímabil, er kjörtímabilið rennur út nú í sumar. íslendingum er mikll vandi á höndum um val nýs forseta og (Framhald á blaðsíðu 2). FRUMVARP að fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir árið 1968 var lagt fram og rætt á bæjar- stjórnarfimdi í. gær. En um liana fara fram tvær umræður í bæjarstjórn og getur hún tekið breytingum áður en hún verður endanlega samþykkt. Niðurstöðutölur tekna og gjalda eru 113,3 milljónir kr. á móti 104 milljónum fyrir síð- asta ár. í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir lántökum, en bærinn þanf fjármagn til fram- kvæmda og verður eflaust reynt að fá það, einkum með Rithöfunda- og tón- listarverðlaun AÐ ÞESSU SINNI hlutu þeir Björn J. Blöndal rithöfundur og bóndi og Helgi Hálfdánarson lyfsali verðlaun úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins. Magnús Blöndal Jóhannsson hlaut verðlaun úr Tónlistar- sjóði Ríkisútvarpsins. Helgi af- þakkaði verðlaunin. Steingrímur J. Þorsteinsson afhenti bókmenntaverðlaunin en Viiihjálmur Þ. Gíslason tón- listarverðlaunin. Athöfnin fór fram í húsakynnum Þjóðminja- safnsins. □ tilliti til þverrandi atvinnu í bænum. Þá er á þessu stigi heldur ekki vitað, hvernig áætl uð útsvarsupphæð kemur út við álagningu og gæti áætluð útsvai-supphæð því tekið breyt- ingum við endurskoðun. Vatnsveitan, Rafveitan og Hafnarsjóður hafa sérstaka reikninga, sem ekki liggja enn fyrir. Erfiðleikar verðbólgimnar. Fjánhagsáætlunin ber það með sér, hvernig efnahagsástandið er yfirleitt. Dýrtíð hefur enn vaxið mjög frá því í fyrra og er allur framkvæmdakostnaður því mun hærri. Af völdum dýr- tíðarinnar er efnahagur manna mun lakari nú, en hann var áð- ur beztur, þótt launatekjur séu sennilega svipaðar i krónutölu og árið áður. Þá þekkja allir hina miklu erfiðleika hinná ýmsu fyrirtækja, félaga og ein- staklinga í bænum. Gjaldalið- ir fjölmargra greina, sem bær- inn annast hafa hækkað veru- lega af fyrrgreindum ástæðum og of lítið fé er því til fram- kvæmdanna og tekjustofnar sveitarfélaga hafa að nokkru brugðizt frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Hér fara á eftir í grófum (Framhald á blaðsíðu 5).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.