Dagur - 10.01.1968, Side 5

Dagur - 10.01.1968, Side 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. ÁRAMÓTAGREIN FORSÆTISRÁÐHERRA í ÁRAMÓTAGREIN Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra er m. a. vikið að alþingiskosningunum sl. vor. Hann hefur sýnilega áliyggjur út af því, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki liafa fengið nema 37.5% atkvæða og 23 þingmenn í þeim kosningum í stað 41.4% atkvæða og 24 þingmenn í kosningunum 1963. Atkvæðatap flokksins segir hann vera nálega 10% af flokksfylginu: „Sjálfstæðismenn draga enga dul á, að flokkslega urðu þeir fyrir von- brigðum í kosningunum“. Hann við urkennir, að úrslitin hafi verið sér- staklega óliagstæð í höfuðvígi flokks- ins, Reykjavík, og bætir við: „Þurfa reykvískir Sjálfstæðismenn nú vissu- lega að ugga að sér. Þeir mega ekki sofna á verðinum, heldur hef ja mark vissa sókn til að endurheimta það, sem í bili hefur frá þeim horfið“. Þessum hugleiðingum er ekki beint til þjóðarinnar, það liggur í augum uppi og ekki einu sinni til almennra kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins hér og þar á landinu, lieldur er þeim beint til „flokkskjamans“ í höfuðborginni, til áróðursmann- anna, sem þar eiga að ganga fyrir hvers manns dyr og til hinna mörgu fésýslumanna, m. a. í kaupmanna- og heildsalastétt, sem hingað til hafa gert flokkinn út með fjárframlögum í flokkssjóðinn. Það eru þessir menn, sem Bjami Benediktsson óttast nú, að sofna muni á verðinum. Trúlega hafa ein- hverjir þeirra livíslað því í eyra hans um jólin, að ekki sé mikið á sig leggj andi fyrir leiðtoga, sem þurfi að vinna það til valdanna að koma fram sem „allra vinur og engum trúr“. Það eru þeir, sem forsætisráðherr- ann á við, þegar hann í áramóta- greininni talar um hina „stefnu- föstu menn“ flokksins og þeir fá þama sína aðvörun. Flokksformaður inn segir orðrétt: „Hinir grömu, stefnuföstu menn, eru þess vegna oftast að kjósa hrís á sjálfa sig, þegar þeir ættu að áminna eða aðvara flokk sinn, af því að hann hafi ekki verið stefnunni nógu tnir“. Hér er ekki um að villast. „Hrís- inn“ er á lofti. Einhversstaðar hefur flokksleiðtoginn heyrt hrikta í mátt- arviðum, áður en hann sendi frá sér slíka kveðju innan flokks í augsýn alþjóðar. Verulegum hluta greinarinnar er varið til að bera á móti því, að ríkis- stjórnin hafi lialdið meirihluta í kosningunum á fölskunr forsendum með því að draga upp villandi mynd (Framhald á blaðsíðu 7). Hringormaveikin breiðist út Hvenær ætla bændur að rísa upp sem einn mað- ur og kref jast árangursríkari varnaraðgerða? „AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda 1967 skorar á land búnaðarráðherra og yfirdýra- lækni að gera allt, sem unnt er til útrýmingar búfjársjúkdómi þeim, scm upp kom í Eyjafirði á sl. ári.“ Þessa áskorun samþykktu fulltrúar Stéttarsambandsins einróma 2. september í haust. Hinn 9. marz sl. samþykkti Búnaðarþing með 23 atkvæðum gegn einu svofellda ályktun: „Búnaðarþing skorar á land- búnað'arráðherra að hlutast þeg ar í stað til um, að útrýmt verði hringormasýki þeirri (lirings- kyrfi), sem náð hefur fótfestu í Eyjafirði. Þar sem yfirdýra- læknir telur öruggast til útrým ingar að beita niðurskurði, verði öllum nautgripmn lógað á þeim bæjum, þar sem veikinn ar hefur orðið vart, og í fram- haldi af því gerðar hverjar þær varúðarráðstafanir, sem þörf er á að dómi yfirdýralæknis. Enn- fremur verði eigendum grip- anna tryggðar fullar bætur úr ríkissjóði fyrir bústofnsmissi og afurðatjón“. í greinargerð segir m. a., að „yfirdýralæknir telji vonlítið, að hægt sé að útrýma sjúkdómn uin að fullu með því að beita lækningum. Ef það reynist rétt, virðist óhugsandi að komast hjá því, að hann breiðist út með fólki og fénaði, og er þá óger- Iegt að gera sér grein fvrir,! hver fjárútlát og óþægindi slíkt kann að kosta um langa fram- tíð“. Og enn segir í greinar- gerð: „Yfirdýralæknir telur á hinn bóginn miklar líkur til að uimt yrði að útrýma sýkinni með aðgerðum þeim, er í álykt uninni er stungið upp á“. — (Greinargerðin samin af yfir- dýralækni eða í samráði við hann í öllum atriðum). Á sama veg hljóða margar ur var að fullu greindur í fyrra haust á Grund í Eyjafirði og síð an á átta öðrum býlum við Eyja fjörð. Nautgripir eru svo næm- ir fyrir þessum sjúkdómi, að venjulega veikjast allir gripir í fjósi ef einn smitast. Önnur 'hús dýr eru ekki eins næm að þessu leyti og sauðfé virðist lítt næmt. Fólk getur tekið veiki þessa og reynslan er sú, að hún leggst þungt á stöku menn. Ör eftir sár af völdum veikinnar gróa seint og bera sumir þau ævi- langt. Yfirvöld landsins tóku málið strax í sínar hendur, en þar hef ur landbúnaðarráðherra æðsta vald en yfirdýralæknir er að sjálfsögðu ráðgjafi hans. Hjá öllum, sem um málið hafa fjall- að hefur það verið eindregin skoðun, að útrýma bæri hinum nýja, innflutta sjúkdómi með öllum tiltækum ráðum. En það var í upphafi því líkast, að setja ætti sérstæðan skopleik á svið hér í Eyjafirði, með leikstjóm- ina sunnan fjalla. Sá skopleikur stendur ennþá. í stað þess að útrýma veikinni þegar í upp- hafi með niðurskurði á öllum búpeningi á sýkturn bæjum og síðan með nauðsynlegum var- úðarráðstöfunum, var ákveðið að reyna lækningar. Lækningar voru, að dómi yfirdýralæknis fremur vonlitlar, svo og ein- angrunaraðferðir. Reynslan hef ur staðfest að þetta, álit hans var rétt — og um leið þá sorg- legu staðreynd, sem nú blasir við, að frá upphafi var farið öfugt að og síðan fram haldið á sömu braut allt til þessa dags. Ráðamenn í þessu efni hafa all- an tímann neitað að viðurkenna reynslu nágrannaþjóðanna, sem eiga "í harðri glímu við þessa sömu veiki, einnig neitað að hafa til hliðsjónar atburðinn ffá 1933 þegar sama veiki barst heldur ósótthreinsaða skó. Dýr mátti heldur ekki flytja á milli. Ekki mátti heldur sami maður hirða gripi utan- og innanvið girðinguna, og margt fleira var þar vel sagt. Reglugerðar- ákvæði þessi og mörg fleiri eru þverbrotin og sum á hverjum einasta degi. í haust var veikin talin lækn uð á aðeins þrem bæjum af níu, eftir eins árs vinnu héraðsdýra læknis og hans hjálmarmanna. Hér sannaðist því áþreifanlega hve lækningar eru torveldar. Yfirvöldin syðra eða leik- stjórnin munu hafa verið orðin leið á því hve seint gekk og fyr irskipaði þáttaskil. Nýju her- bragði skyldi beitt og vita hversu djöfsa yrði við. Öllu sauðfé á þeim níu bæjum, sem innan girðinga voru, skyldi lóga. Það var gert. Engin sjúk kind fannst. Þessi hálfgerði niðurskurður var furðulegur. Heilbrigðu fé lógað en sjúkar kýr látnar lifa og sýkillinn þar með ræktaður áfram í fjósun- um. Að sjálfsögðu bar að lóga öllum búpeningi ef eitthvert vit átti að vera í útrýmingarher- ferðinni og von um árangur. Þetta er svo augljóst mál, að allir, nema ef vera skyldi ráð- herra og yfirdýralæknir, eru furðu lostnir. Enn verða þáttaskil og komu þau engum kunnugum á óvart, en eru merk, engu að síður. Veikin kom upp á tíunda bæn- um, Möðrufelli í Eyjafirði, og herjar þar í fjósi. Varnirnar höfðu brostið og veikin sloppið út úr girðingunni og hafði unn- ið mikinn sigur. Og hver voru svo viðbrögð leikstjórnarinnar fyrir sunnan, þegar þeim bárust þessi ótíðindi héðan að norðan? Jú, það stóð ekki lengi á ákvörðunum. Skera skyldi þegar í stað allt fé bóndans, 180 fjár, en skerða ekki eitt hár á höfði hinna sýktu kúa! Féð reyndist heil- brigt. Þetta er svo sem í sam- ræmi við annað í sögu og svið- Ætla þeir Páll A. Pálsson yfirdýralæknir og Ingólfur Jónsson landb.ráðh. að liefta liringormaveikina fundarsamþykktir norðlenzkra bænda á þessu ári, og er óþarft að rekja hverja fyrir sig, enda flestar eða allar áður birtar hér í blaðinu. Um þetta mál hefi ég skrifað nokkrar greinar og óskað að farið yrði að kröfum bænda og að ráðum yfirdýralæknis í mál- inu. Jafnframt hefi ég hvað eft- ir annað bent á hinar mörgu veilur í þeim aðgerðum, sem valdar voru, þ. e. lækningaað- gerðunum, girðingamálum og framkvæmd þessara mála í heild. Þetta áleit ég mér skylt að gera vegna þeirrar hættu, sem vofði yfir bændastéttinni með nýjum búfjársjúkdómi, sem erlendis er talinn valda miklu fjárhagslegu tjóni, þar sem hann hefur náð fótfestu. Það sem hér var um að ræða, var að hinn nýi búfjársjúkdóm hingað til lands og sýkti þá þeg ar íslenzka nautgripi, en var út rýmt með niðurskurði. Og þess ir sömu menn vita, að ekkert afgerandi læknislyf er til gegn veikinni, en ákveða samt að kveða hana niður með lyfjum og hefta útbreiðslu hennar með gaddavír! Það er ekki von að vel fari þegar grundvallar- atriðin eru sniðgengin. Ég hefi vítt það og geri það enn, að svokallaðar varnargirð- ingar umhverfis 'hina sýktu bæi voru aldrei fullgerðar og eng- inn hliðvörður hafður á þeim fjölfarna þjóðvegi, sem liggur þvert um aðal-sýkingarsvæðið. í öðru lagi var gefin út reglu- gerð, þar sem fyrirskipuð var meðferð á dauðu og kviku. Þar segir, að ekki megi flytja ósótt- hreinsaða mjólkurbrúsa út af hinum sýktu svæðum, ekki setningu þessara mála. En hvenær ætla bændur að vakna til fullrar meðvitundar um þá hættu, sem þeim er búin ef fram verður haldið á sömu braut og hingað til hefur verið gert? Ég skora á þá að rísa upp sem einn maður og mótmæla hinum háðulegu og ófullkomnu aðferðum í baráttu við mjög leiðan og langvinnan 'búfjálr- sjúkdóm, hringskyrfi, sem breið ist efalítið út, ef ekki verða tek in upp ný og betri vinnubi'ögð, sem séu við það miðuð, að út- rýma hinum nýja vágesti með öllu á skömmum tíma. Annað mega bændur ekki við una. En með óbreyttum aðferðum er alger uppgjöf á næsta leyti. Greinarkorn, sem ég skrifaði í Tímann rétt fyrir jólin, varð til þess að Morgunblaðið og Vís ir létu málið til sín taka. Ekkert sögðu þau þó markvert frá eig- in brjósti en lögðu spurningar fyrir nokkra menn. Moi’gun- blaðið spurði héraðsdýralækni okkar, Guðmund Knudsen, um málið. Hann sagði meðal ann- ars, að „sjúkdómurinn væri á takmörkum þess hvort læknar eigi yfirleitt að skipta sér af honum“. Þetta eru athyglisverð orð manns, sem í heilt ár hefur verið látinn fást við lækningar á nautpeningi á sýktu bæjun- um, án þess að þær hafi borið tilætlaðan árangur. Á að skilja þetta svo, að veikin sé í eðli sínu svo lítils verð, að ekki þurfi um að tala? Eða á hann við, að þar sem veikin sé ólækn andi séu aðgerðir dýralækna sýndarmennskan ein? Á hann e. t. v. við það, að baráttan sé vonlaus eða að aldrei hefði bændum tekizt verr en lækn- um og yrirvöldum, sem tóku málið úr höndum bænda frá upphafi? Yfirdýralæknir í Reykjavík segir það mikið áfall, að sýkin hafi nú breiðzt út og allt velti nú á þegnskap fólksins sjálfs hvernig til takist. Þetta er ef- laust rétt hjá honum. Ekki má heldur vanta þegnskap hjá þeim aðilum, sem málum þess- um ráða. Yfirdýralæknir hefur opinberlega talið lækningar vonlitlar. En var það ekki hann, sem síðar ráðlagði lækninga- leiðina? Eða var það ráðherra, sem valdi þá leiðina í andstöðu við yfirdýralækni? Það væri vissulega gott að þurfa ekki að vera í efa um þegnskap æðstu manria. Og nefnd blöð leggja líka spumingar fyrir framkvæmda- stjóra búfjárveikivarna, Sæ- mund Friðriksson. Hann segir m, a., að „stundum læknist veik in af sjálfu sér“. Sæmundur er ekki verr til þess fallinn en hver annar leikmaður að lýsa eðli hringormaveikinnar, og fylgist hann að sjálfsögðu vel með framvindu þessara mála. En ef það er eina vonin hans að veikin læknist af sjálfu sér, er meira en von að huggunarorð hans til bændastéttarinnar séu fátækleg. í Eyjaf. eða leiða liana um landið? En í þessu máli hefir land- búnaðarráðherra æðsta vald. Hans er því mátturinn, þótt dýrðin sé lítil. Þó þarf hann ekki að kvíða því að sagan gleymi nafni hans ef svo heldur sem horfir, því að þá á hann megin sök á því, að óvelkominn gestur, nýr erlendur búfjár- sjúkdómur, verður landlægur. E. D. - AFMÆLI K.A. (Framhald af blaðsíðu 8). þetta fjölmenna íþróttafélag á Akureyri, aðeins á þáð bent hverja þýðingu það getur haft í jákvæða átt ef kraftarnir eru sameinaðir og hin mikla orka 6—700 manna og kvenna er „virkjuð“ til starfa og dáða. □ - ÚTSVÖR HÆIÍKA A AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 1). sjálfsögðu þurfa margar þessar dráttum tekjur og gjöld hinnar tölur skýringa við, þótt þær nýju fjárhagsáætlunar og sam- geti ekki fylgt með í þessu anburðartölur frá fyrra ári. Að blaði. Fremri töludálkurinn er frumvarp 1968, en sá síðari áætlun 1967. TEKJUR í þús. kr. í þús. kr. Útsvör . . . 68.882 60.560 Aðstöðugjöld . . . 16.700 16.000 Útsvör samkv. sérstökum lögum 600 600 Framlag úr jöfmmarsjóði . . . 12.000 11.800 í Skattar af fasteignum 6.740 5.000 Tekjur af fasteignum bæjarsjóðs 2.700 2.435 Hagnaður af rekstri bifreiða og véla .... . . . 2.800 2.500 Hluti bæjarsjóðs af vegafé .. . 2.400 2.000 Vaxtartekjur 350 300 Ymsar tekjur ^ 250 200 Lántökur . . . 2.400 Söluverð þurrkara 550 Samtals . . . 113.422 103.935 GJÖLD: í þús. kr. í þús. kr. Stjórn bæjarins og skrifstofur ... 3.860 2.895 Löggæzla .. . 2.915 2.395 Eldvarnir . .. 3.140 2.530 Félagsmál .. . 27.860 25.200 Menntamál .. . 11.189 9.025 íþróttamál . . . 3.715 3.770 Fegrun og skrúðgarðar . . . 1.770 1.325 Heilbrigðismál . . . 1.915 1.400 Hreinlætismál .. . 6.685 5.475 Gatnagerð og skipulag ... 22.645. 17.500 Fasteignir ... 2.200 1.900 Styrkir til félaga o. fl ... 1.685 1.380 Framlag til framkværndasjóðs ... 4.000 7.000 Vextir af lánum . . . 1.411 875 Ýmis útgjöld .. . 3.275 3.050 Afborganir af lánum .. . 4.177 2.360 Nýbyggingar .. . 8.180 10.455 Vélakaup .. . 2.800 ' 5.400 Samtals . . . 113.422 103.935 JÓNAS JÓNSSON FRA FIRIFLU: Á TÍMABILINU frá 1930—1940 féll óvenjulegur dásvefn yfir her Frakka á Rínarbökkum og frá þeim stað barst þessi sjald- gæfi sjúkdómur til margra menntalanda, þar á meðal til margra valdamanna á íslandi. í útlöndum var um að ræða yfir stéttir merkra þjóða. Þar skorti ekki gáfur, menntun eða metn- að í sókn hversdaglegra verald- argæða. En þeir úrvaldsmenn, sem gættu landvarna frönsku þjóðarinnar og allra vestur- landa á vesturbökkum Rínar- fljóts, skynjuðu hvorki með heyrn, sjón eða hugsun vak- andi manneskju, að Hitler und- irbjó austan við landamæralín- una ægilega herför móti Frökk um og öðrum frjálsum þjóðum. Dásvefninn náði til þeirra þátta í sálarlífi hins dáleidda fólks, sem snerti hernaðarmálin. Vorið 1940 hertók óvinurinn allt Frakkland á nokkrum dög- um og gat þrælkað og misboðið hinni gersigruðu þjóð eftir eig- in geðþótta. Ermasund bjargaði Englendingum eins og stundum fyrr. Þjóðin hratt dásvefninum og tók upp með frændum í Vesturheimi og þróttmiklum mönnum í fleiri löndum harða vörn móti óvættinum svo að Hitler taldi sér að lokum henta að svipta sig lífi um leið og glæpaheimur hans hrundi. íslenzka þjóðin var um stund í bráðri hættu. Hitler var til- búinn að hremma landið og ljúka þar með sögu þess. Ennþá komu Engilsaxar til hjálpar og greiddu fyrir endurreisn hins foma lýðveldis. En þá kom nýr voðamaður til sögunnar. Stalín tókst að leggja tíu frjálsar menn ingarþjóðir undir veldi sitt. Þá risu Engilsaxar gegn þessari nýju hættu. ísland var orðið alfrjálst eftir langa kúgun frændþjóða sinna. Truman bauð íslendingum vörn. Stalín hafði her legáta, sem voru hon um tryggir. Þeir neituðu Eíð hlíta vestrænni vernd þó að hfettan væri auðsæ. En ísland var frjálst en varnarlaust gat Stalín á augabragði bætt við sig ellefta landinu í hring sinna þjáðu leppríkja. Þá kom í ljós, að dásvefninn hafði um stund náð heljartaki á Alþingi og blöðum flokkanna. Her voru að vísu hér og þar um landið glaðvakandi menn, en í bili var ég einn á ferð á Alþingi í þessu mikla þjóðmáli. Hættumálið var ekki borið und ir þjóðina á opinberum um- ræðufundum. Ég bar fram nýja lausn í málinu í mörgum rit- gerðum í fákeyptum blöðum. Ég lagði til að við svöruðum til- boði Trumans með gagntilboð- um, tveim 25 ára samningum við Vestmenn um hervernd og frjáls verzlunarskipti, þar sem líkt væri eftir þriggja alda sam búð lýðveldisleiðtoga íslend- inga og Norðmanna. Þessi til- laga naut mikils stuðnings eins og málum var þá háttað, m. a. frá 800 samvinnumönnum í Þingeyjarsýslu og 600 kaup- mönnum í Reykjavík. Báðir þessir aðilar þekktu nýlendu- stjórnina hér á landi og þá ekki síður verzlunarhöftin, sölu- tregðu og gjaldeyrisskort, og skömmtun innanlands, árum saman. Dásvefninn hélt velli enn um stund. Boði Trumans var hafn- að og engu gagntilboði hreyft. Næst komu vamarlausu árin 1947, 1948, 1949 og 1950. Þá héldu borgaraflokkarnir þrír einskonar leynifund, hver í sínu flokksherbergi, þar sem ákveðið var að senda stjóminni í Washington tilmælí um her- vernd. Stalínistar voru ekki á þessum fundum en þeir studdu Hermann Jónasson þegar hann var stjórnarformaður 1957 og 1958 að endurnýja liðsbónina til að leggja að nýju áherzlu á lífsnauðsyn vestrænna her- vama. Þáttur íslands var þá að kalla fullrannsakaður og feng- in varanleg niðurstaða þar til heimsfriður yrði fenginn þann- ig, að lömb og tígrisdýr geti leikið friðsamlega með ungvið- um sínum. En ennþá var viðskiptahlið málsins eftir. Þar voru íslend- ingar á hrakhólum. Kynni okk- ar við nákomnustu frændþjóð- irnar voru rækt með gagn- kvæmum heimboðum og gleði- málum. Snoturt frændsemsem- isheimili hinna norrænu þjóða er fullreist í Vatnsmýrinni. Ágætur forstöðumaður ræður þar fyrir húsum. Hann er auk annarra kosta af frábærri nor- rænni ætt, en verkefni þessa samstarfs er enn ófundið, en valinn maður mun þar verða happamaður, er ný verkefni verða fundin. En fyrir utan frændsemismál má segja að verzlunarviðskipti Evrópuþjóðanna séu opin gröf fyrir hið íslenzka þjóðveldi, að kalla má við hvert fótmál. En hvergi heyrist rödd frá leiðtog- um stjórnmálanna að við eigum að leita til Vestmanna um heið arlega • viðskiptasamninga með fullkominni alvöru eins og Bretar beita sókninni til frjáls- mannlegri kjara í skiptum við meginlandaþjóðirnar. Eiga Bretar þó glæsilega sögu bæði í viðskipta- og frelsismálum. ' Hér á landi mun sagan frá 1946 endurtakast. Þá gátum við leyst hervernd og viðskipti samtímis, en létum svefninn ráða þar til ósætt var að sofa lengur. Vil ég nú endurtaka viðvörun mína frá 1946 bæði til kaupmanna og kaupfélagssinna að standa hlið við hlið og láta dásvefninn víkja. Vestmenn hafa með dreng- skap og miklum fórnum bjarg- að Vestur-Evrópu úr ósigri tveggja heimsstyrjalda og und- an æði Stalíns eftir dauða Hitl- ers, þegar Stalín stefndi vestur að Atlantshafi með blóðstork- inn hramm kúgarans. Síðan þá hafa Vestmenn stutt hverja þjóðina af annarri til viðreisnar og sjálfstæðis. Sjálfir vorum við vörulausir 1948 og peninga- lausir. Þá var hinn mildi Magn- ús dósent neyðarmálaráðherra þjóðar okkar, sem ekki kunni að lifa í góðæri. Nú vill svo til, að ég á óselda litla bók í snotru bandi, þar sem eru geymdar nokkrar ritgerðir mínar frá árunum þegar tveggja samninga deilur voru vakandi á landsbyggðinni. Þessa litlu bók ánafna ég nú samherjum mínum í Þingeyjar sýslu til minningar um þá stund þegar fólk í þessari sýslu þekkti ekki dásvefninn nema af leiðin legri afspurn. Sýslubúar eru nú undir forystu hins framsýna leiðtoga og lögreglustjóra, Jó- hanns Skaptasonar, að byggja nýja safnbyggingu á bezta stað í Húsavíkurkaupstað. Það verð ur einskonar Þingeyingabúð, þar sem héraðsbúar geyma marga dýrmæta hluti, eitthvert áhrifamesta bókasafn landsins, kennt við snillinginn Benedikt frá Auðnum. Þar verður rúm fyrir margháttuð skjöl, handrit og dýrmæta minjagripi. Fyrsta álma þessa húss var að mestu fullsteypt þegar frostið stöðv- aði framkvæmdir í haust. En þessi litla bók mín kall- ast Dásvefninn á Rínarbökkum. Hún verður til sölu á meðan upplagið endist hjá Byggingar- nefnd Þingeyingahússins á Húsavík og hjá Árna Bjarna- syni bóksala á Akureyri. Þang- að geta þeir leitað, sem vilja eiga eitthvað til minningar um þá örlagastund í lífi þjóðarinn- ar, þegar dásvefninn var á góðri leið að tryggja svefnsækn um borgurum ellafta sæti á bekk ánauðugra þjóða. □ yr NYR framkvæmdastjóri hefir verið ráðinn til Osta- og smjör- sölunnar s.f. í Reykjavík frá 1. janúar sl. í stað Sigurðar heit- ins Benediktssonar framkv.stj., sem andaðist 22. október sl. Óskar Gunnarsson. Þessi maður er Óskar H. Gunn arsson skrifstofustjóri Véla- deildar SÍS í Reykjavík. Óskar Gunnarsson er fæddur í Stykkishólmi 31. okt. árið 1932 og er því orðinn 35 ára að aldri. Foreldrar hans eru hjónin Hild ur Vigfúsdóttir, ættuð úr byggð um Breiðafjarðar, og Gunnar Jónatansson formaður Búnaðar sambands Snæfells- og Hnappa dalssýslu um fjölda ára, en Gunnar er ættaður frá Litla- Hamri í Eyjafirði. Óskar stundaði nám við Sam vinnuskólann árin 1950 til 1952, en þá fór hann til Svíþjóðar til framhaldsnáms og dvaldi þar í eitt ár. Eftir heimkomuna réð- ist hann til starfa hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og vann hjá ýmsum deildum þess í Reykja- vík næstu árin. í október árið 1958 hófst und- irbúningur að stofnun Osta- og smjörsölunnar s.f. og var Óskar Gunnarsson þegar ráðinn sem skrifstofustjóri þess fyrirtækis og gegndi hann því starfi til árs loka 1964, en þá fór hann aftur til Sambands ísl. samvinnufé- laga og gerðist skrifstofustjóri hjá Véladeild þess og vann hann þar til núverandi ára- móta, er hann tók við störfum á ný hjá Osta- og smjörsölunni s.f. og nú sem framkvæmda- stjóri þessa fyrirtækis. Vissulega er Óskari Gunnars syni vandi á höndum með því að taka nú við forustustarfi Sig urðar Benediktssonar, sem var sérstæður persónuleiki, djarfur, ábyggilegur og vinsæll og semj (Framliald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.