Dagur - 10.01.1968, Síða 6

Dagur - 10.01.1968, Síða 6
e „FJALLA-EYVINDtIR“ Á DALVÍK Dalvík 9. jan. Tvær smátrillur róa með línu og reita dálítið. Hér hafa 3 menn keypt bátinn Orra frá Akureyri og eru það þeir Snorri Snorrason, Júlíus Snorrason og Símon Ellertsson. Verið er að búa Björgvin og Björgúlf á togveiðar. Færi er 'sæmilegt fram um .'sveitir og til Akureyrar, enda mokað í-gær. En skemmst er að minnast 32 klst. ferðar frá Akur eyri til Dalvíkur. Leikfélágið og Ungmenna- félagið éru að undirbúa sjón- leikinn Fjalla-Eyvind. J. H. „Yið gleymdum öllum sorgunum" Hrísey 9. jan. Jól og áramót voru róleg hér í Hrísey. Við nutum þess aðeins að lifa enn þessi tímamót og gleymdum öllum sorgum um stund. Ekki hefur verið farið telj- andi á sjó á þessu ári, bæði vegna ógæfta og íshroða á firð- inum. í dag reru þó einhverjir með línu, hver sem aflinn kann að verða. Það er lítið að gera um þess- ar mundir, en breytist fljótt þegar fer að fiskast. Og við von um allt það bezta á nýbyrjuðu ári, eins og ætíð áður. S. F. „Hinn eilífi fagnaðarboðskapur" SUNNUDAGINN 14. janúar munu vottar Jehóva hér í bæ sýna kvikmynd Varðturnsfélags ins „Hinn eilífi fagnaðarboð- skapur'1 boðaður um allan heim. Þessi mynd hefur áður verið sýnd á Akureyri, en verður núna endursýnd til þess að fleiri fái tækifæri að sjá þessa athyglisverðu mynd. Myndin, sem er í litum og tveggja tíma löng, er tekin í hér um bil 25 löndum og fjallar - Forsetakjör (Framhald af blaðsíðu 1). er óskandi, að gæfan verði okk- ur hliðholl í því efni, hér eftir sem hingað til. Eitthvað mun farið að vinna á bak við tjöldin í þessu máli og hálfkveðnar vísur hafa birzt í blöðum. Þetta þarf að færast á opinberan vettvang en á ekki að vera neitt laumuspil fárra manna. □ meðal annars um kristileg mót þar sem fleiri en 580.000 voru viðstaddir á mismunandi stöð- um í heiminum. Athyglisvert er að fá að sjá svipmyndir frá biblíulöndunum svonefndu, m. a. Betlehem og Jerúsalem, þar sem Jesús fæddist, gekk um, dó og var grafinn. Þar að auki hefur myndin mikilvægan boð- skap að flytja fólki þar sem hún sýnir fram á sameiginlegan uppruna margra trúarbragða með því að sýna hvernig margs konar kenningar og siðvenjur eru komnar frá Bobylon hinni fornu. íslenzkur skýringartexti verður lesinn með myndinni. Myndin verður sýnd að Bjargi á sunnudaginn kemur kl. 16.00 og eru allir bæjarbúar velkomn ir, sem hafa áhuga á að sjá myndina. Þess má einnig geta að vottar Jehóva munu í næstkomandi mánuði á hverjum sunnudegi kl. 16.00 hafa biblíufyrirléstra í ’ Kaupvangsstræti 4, II hæð, og munu þá fleiri ræðumenn úr söfnuði. þeirra hér í bæ flytja ■ erindi. . (Aðsent) r r NAMSKEIÐIMALMSMÍÐI Námskeið í málmsmíði fyrir unglinga (handunnir bakkar, ker o. fl. úr áli, kopar og tini) hefst miðviku- daginn 17. janúar kl. 5 e. h. í íþróttavallarhúsinu. — Kennari Arne Sanderud. — Námsskeiðsgjald kl. 300. Innritun daglega í sírna l-la-46. Þá er ráðgerð að hafa sarns konar námskeið fyrir fullorðna að degi til kl. 1,30—4 e. h. Námskeiðsgjald kr. 500. — Þeir sem hug hafa á að taka þátt í þessu námskeiði, hafi samand við Bergþóru Eggertsdóttur í síma 1-10-12. Sýnishorn muna, sem fyrirhugað er að smíða, verða til sýnis í glugga Járn- og glervörpdeildar KEA næstu daga. . ' Æskulýðsráð Akureyrar. DROTTNINGARHUNANG °g GINSENG-RÓTARSAFI fær góða reynslu við notkun ■y »• * I l-» < *• NÝLENDUVÖRUDEILD 17 ÁRA STÚLKA óskar eftir vinnu allan daginn. Vön afgreiðslu. Uppl. í sírna 2-14-25. TIL SÖLU: Mercedes Benz 220 S, ár- gerð 1963. Ekinn 52 þús. km. — Thames Trader vörubifreið, árgerð 1961. Yfirbyggður. — Góðir greiðsluskilmálar. Kristján P. Guðmunds- son. — Símar 12-9-12 og 11-8-76. AÐALFUNDUR Þingeyingafélagsins á Akureyri verður haldinn að Hótel Varðborg sunnudaginn 14. janúar n. k. og hefst kl. 3 e. h. Venjuleg aðal- fundarstörf. Eftir fund- inn verður kaffi og síðan sýndar íslenzkar kvik- myndir. — Árshátíð fé- lagsins er fyrirhuguð laug ardaginn 10. febrúar. Stjórnin. GÓÐ AUGLÝSÍNG - GEFUR GÓÐAN ARÐ VIL KAUPA ll/á—3 tonna trillu. Má vera vélalaus. Jón Ævar Ásgrímsson. Sími 2-13-GO, á kvöldin 1-28-55. Óska eftir að kaupa notaða trésmíðavél (combineraða) eða sam- byggðan þykktarhefil og afréttara. Baldur Halldórsson, Hlíðarenda. Sími um 02 BÁTUR. 8—12 tonna þilfarsbátur óskast til kaups. Tilboð ásamt nákvæmum upp- lýsingum sendist til af- greiðslu Dags fyrir jan- úarlok, merkt „Bátur“. TAPAÐ SNYRTIVESKI, gult með svörtum rósum, tapaðist þann 20/12. í veskinu voru m. a. gull- eyrnalokkar með tópas- steinum. Finnandi vinsamlegast hafi samband við afgreiðslu Dags. FUNDARLAUN. ' SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ ,,Allra meina bót” LEIKSTJÓRI: ÁGÚST KVARAN. Næstu sýningar föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20,30. Kvöldverður framreiddur frá kl. 18,30. Orfáar sýningar eftir. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ TIL SÖLU OLÍUSÖLUDEILD K.E.A. hefja starf aftur þriðjudaginn 16. janúar. Ennþá geta nemendur komist að í eftirtöldum námsgreinum — ef næg þátttaka fæst: Enska, danska, franska, spænska, vélritun, myndlist, föndur. Innritun fer fram föstudaginn 12. jaúnar kl. 8—9 síðdegis og laugardaginn 13. janúar kh 1—3 síðdegis í Geislagötu 5, efstu hæð. Uppl. verða gefnar í símum 1-12-74 og 1-18-44. Jón Sigurgeirsson . Þórarinn Guðmundsson TILKYNNING frá Skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri. Allir þeir, sem skattstjóri hefur krafið skýrslugerðar um srreidd Jaun, hlutafé oq: arðqreiðslur, eru áminnt- ir um að gera skil eigi síðar en 20. jaúúár n.k. FrékáriL frestur verður eigi \ eittur. Þótt um erigar kaupgreiðsl-r ur. hafi verið að ræða, er eigi að síður nauðs.ynlegt að. skila eyðublöðunum aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra eða umboðsmanna hans er til 31. janiiar n.k: Þeir, sem at- vinnurekstur hafa með liöndum, þurfá þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir lok. febrúar. “ Þar, sem að frekari framtalsfrestir verða. eigi veittir, ' nema sérstaklega standi á, er því hér með beint til . allra, sem geta búizt við að vera fjarverandi eða for-ý fallaðir at öðrum ástæðum við lok framtalsfrestsins, að telja fram nú þegar. Þeir aðiláf, sem nauðsýnlega þurfa á frekari fram- talsfresti að halda, verða að sækja uhf fresí til skatt- stjóra eða umboðsmans hans og fá samþykki þeirri fyrir frestinum. I 47. gr. laga nr. 90/1965, um tekju- og eignaskatt er kveðið svo á, að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skattmatið við raunverulegar tekjur og eign að viðbættu 15—25% álagi. Til 31. janúar n.k. veitir skatts.tjóri eða umboðs- maður hans, þeim, sem þess óska og sjálfir eru ófærir að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við framtalið. Þeim tilmælum er því beint til þeirra, sem ætla sér að fá framtalsaðstoð, að koma sem allra fyrst til skattstjóra eða umboðsmanna hans. Frá 16. til 31. þ. m. verður Skattstófari í Strandgötu 1 opin, auk venjulegs skrifstofutíma, frá kl. 4—7 og laugardaga kl. 1—4, vegna framtalsaðstoðar. Akureyri, 9. janúar 1968. Hallur Sigurbjörnsson, skattstjóri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.