Dagur - 10.01.1968, Side 7

Dagur - 10.01.1968, Side 7
7 - Áramótagrein B jarna SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 4). af efnahagsmálaástandinu. Auðvitað eru margir Sjálfstacðismenn, eins og aðrir, btinir að gera sér grein fyrir staðreyndunum í þessu máli og fæstir hafa komizt hjá því að rekast beínlinis á þær. Ráðherranum finnst nú nauðsynlegra en flest annað, að losna undan þess- um þunga áfellisdómi, en verður lítið ágengt í leit sinni að vörnum. □ (Framhald af blaðsíðu 8). að brosa í kampinn þegar svo forsætisráðherrann talar um „höft“ sem óhjákvæmilegt úr- ræði og minnisí þá niargra um- mæla um allt frelsið undir við- reisn. HÖFTIN ÓHJÁKVÆMILEG Bjarni segir í áramótaboðskap sínum: „Út af fyrir sig eru verð lagshöft óæskileg, en nú, þegar draga verður úr verðhækkun- um með öllu mögulegu rnóti, ERU SLÍK HÖFT ÓHJÁ- KVÆMILEG“. SVO KEMUR RÚSÍNAN Enn segir Bjarni: „Ef gengis- lækkunin leiðir til nýrrar verð- bólguöldu vegna víxlhækkana kaupgjalds og verðlags, þá eru úr sögunni skilyrði fyrir frjálsri verzlun“. Þar hafa menn það, fimni og hálfum mánuði eftir kosningar. 75 MILLJÓNA „HALI“ í umræðum um fjárlögin fyrir jólin kom það frarn, að skuldir ríkissjóðs við ýmsa hafnarsjóði sveitarfélaga vegna hafnarfram kvæntda undanfarið næmi nú samtals 75 millj. kr. Upp í þetta vildi ríkisstjómin greiða 10 milljónir árið 1968. Ef svo yrði áfram haldið og ekki hraðar, tæki það 7—8 ár að greiða upp skuldahalann, og allan þann tíma yrðu sveitarfélögin að standa straum af lánum, sem þau hafa tekið til að borga það, sem ríkissjóði bar að borga. HÚN UNIR HALA SÍNUM Þrír alþingismenn, Gísli Guð- mundsson, Sigurvin Einarsson og Steingrímur Pálsson, lögðu til að veita 20 millj. kr. í þessu skyni 1968, en miðað við þá til- lögu tæki það 3—4 ár að greiða upp „halann“ og mætti varla lengur vera. Ekki vildi stjórnin fallast á þessa tillögu. Hún virð ist una dável „hala“ sínum. ÍSLENDINGI FIPAÐIST VÖRNIN Ekki varð af því, sem Magnús Jónsson fullyrti í Morgunblað- inu 4. júní sl. sumar, að Norður landsáætlunin kæmi fram á ár- inu 1967. Þetta hefur ritstjóri íslendings líklega vitað fyrir, þegar hann sagði á jólaföstunni, að áætlunargerðin hefði dregizt af óviðráðanlegum ástæðum. En það sló heldur betur út í fyrir honum, blessuðum, þegar hann fór að gera grein fyrir því, hverjar þessar óviðráðanlegu ástæður væru. Hann sagði, að drátturinn hefði stafað af því, að Bjami Einarsson, sem unnið hefði að áætluninni, væri orð- inn bæjarstjóri á Akureyri. En ekki var Magnúsi Jónssyni ókunnugt um það hver væri bæjarstjóri á Akureyri þegar hann gaf fyrirheitið, en þá var búið að ráða Bjarna fyrir löngu og hann tekinn við embætti sínu hér. - Nýr framkvæmdastj. (Framhald af blaðsíðu 5). byggði þetta fyrirtæki upp af sérstökum myndarskap. En það er mikill styrkur fyrir Óskar, að hann er kunnugur þessum málum eftir um 6 ára starf, sem fulltrúi hins nýlátins forstjóra, Sigurðar Benediktssonar. Mj ólkursamlögin í landinu, sem hér eiga hlut að máli, svo og fjölmargir aðrir, munu áreið anlega vilja bjóða Óskar Gunn arsson velkominn til mikilvægs og vandasams starfs og biðja honum. allra heilla í.þessu til- efni. J. K. SYSTKINABRÚÐKAUP: Á jóladag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju, ungfrú Jónína G. Hallgrímsdóttir og Bjarki Kristinsson. Heimili þeirra er að Hafnarstræti 39, Akureyri. Og ungfrú Heiðbjört J. Hallgrímsdóttir og Ævar Kristinsson. Heimili þeirra er að Helgamagrastræti 3, Akureyri. FILMAN, ljósmyndastofa, Hafnarstr. 101, Ak., sími 1-28-07. Jarðarför eiginmanns míns, sonar, föður, tengda- föðurs og afa, ÞORSTEINS JÓNSSONAR, fyrrv. verkstjóra, Ránargötu 24, sem andaðist 6. janúar í Fjórðungssjúkrahúsinu, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. janúar kl. 1,30 e. li. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Sigrún Björnsdóttir. Sigríður Þorsteinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ELÍNRÓSAR BERNOLÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir þeirra ágætu umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabamabörn. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Rauðhúsum, sem lézt í Elliheimilinu Skjaldarvík 3. janúar s.l., verð- ur jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 13. janúar kl. 1,30 e. h. Vandamenn. I.O.O.F. — 1491128V2 — I.O.O.F. Rb. 2 — H71108Ú2 — m HULD 59681107 . VI . — 1 MESSAÐ í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar nr. 528 — 52 — 303 — 70 — 24. P. S. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrarkirkju er á sunnudag- inn kl. 10.30 árd. bæði í kirkj unni og kapellunni. — Sóknar prestar. STÚKURNAR ísafold og Brynja hafa sameiginlega árs hátíð (sjá auglýsingu) og er athygli vakin á því,' að allir eru velkomnir að skemmta sér án víns með stúkumönn- um og að þetta er útbreiðslu- fundur jafnframt því að vera árshátíð. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur fimmtudaginn 11. jan. kl. 8.30 e. h. að Hótel Varð- borg. Inntaka nýrra félaga, kosning embættismanna, kvik mynd, kaffi. — Æ.t. FUNDIR í YD (yngri [ deild) á mánudögum kl. 5.30 e. h. Allir 9—12 ára drengir velkomnir. — Fundir í UD (unglingadeild) á miðvikudögum kl. 8 e. h. — Allir drengir 13 ára og eldri velkomnir. AÐALDEILD: Fund- ur verður haldinn í kapellunni miðviku- daginn 10. janúar kl. 8.00 e. h. Fundarefni: Helgi- stund, Árni Sigurðsson skipti nemi segir frá utanför og sýnir litskuggamyndir. Skemmtiatriði. Veitingar. — Munið eftir árgjaldinu. — Fundur í drengjadeild n. k. fimmtudagskvöld kl. 8. — Stjórnin. FRÁ SKJALDARVÍK. — Við þökkum, af heilum huga, öll- um þeim mörgu, sem með gjöfum og vináttuheimsókn- um hafa glatt okkur á liðnu ári. Guð blessi ykkur öll. — Vistfólkið, Skjaldarvík. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 14. jan. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll böm velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Ræðumenn: Guðmund- ur Hallgrímsson og Reynir Hörgdal. - Allir hjartanlega velkomnir. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. iUFt Spilað verður á Bjargi Hvannavöllum 10, lVr/ föstudaginn 12. jan. kl. 8.30 e. h. Sýndar verða myndir. Verið dugleg að mæta. — Nefndin. LIONSKLUBBUR AKUREYRAR Fundur í Sjálfstæðishús inu fimmtudaginn 11. janúar kl. 12.00. — Stjórnin. SJÓNARHÆÐ. Almenn sam- koma verður n. k. sunnudag kl. 5.15 e. h. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. og drengjafund- ur n. k. mánudag kl. 5.30 e. h. Athugið, saumafundir fyrir telpur hefjast ekki fyrr en 18. janúár. — Börn í Glerár- hverfi, munið sunnudaga- skólann n. k. sunnudag kl. 1 e. h. í skólahúsinu. STYRKTARFÉLAGI VAN- GEFINNA hafa borizt eftir- taldar gjafir: Frá G. S. kr. 500.00, frá N. N. kr. 100.00, frá móður kr. 2.000.00, frá Kvenfélagi Mývetninga kr. 5.000.00, frá J. J. kr. 10.000.00. Kærar þakkir. — Stjórnin. BRÚÐHJÓN. Hinn 25. des. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung- frú Áslaug Ólafsdóttir og Jón Hjartarson stud. phil. Heimili þeirra verður að Ægissíðu 46, Reykjavík. (Birt aftur vegna leiðréttingar). BRÚÐHJÓN. Þann 29. des. sl. voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík af séra. Árelíusi Níelssyni, ungfrú Snjólaug Bragadóttir og Bjarni Njáls- son sjómaður, bæði frá Akur eyri. Heimili þeirra er að Laugamesvegi 13, Reykjavík. HJÓNAEFNI. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ung frú Hanna Gerður Haralds- dóttir og Gunnar Frímanns- son rafvirkjanemi. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sina ungfrú Soffía Valdimarsdóttir, Mel- brekku í Glerárhverfi og Ey- þór Gunnþórsson, Gásum x Glæsibæ j arhreppi. HJÓNAEFNI. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ung frú Herdís Halldói'sdóttir frá Kópaskeri og Tryggvi Aðal- steinsson rafvirkjanemi, Klettaborg 1, Akureyri. HJÓNAEFNI. Á gamlárkvöld opinberuðu trúlofun sína ung frú Hjördís Arnardóttir, Hafn arstræti 47, Ak., starfsstúlka á sjúkrahúsinu og Jón Grét- ar Ingvarsson, Ránargötu 27, Ak., nemandi í M. A. MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið fyrst um sinn á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Á öðrum tímum tekið á móti skóla- og áhugafólki ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og sími safnvarðar 1-12-72. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ. — í vetur veiða sýningartímar fyrir almenning að venju á sunnudögum kl. 2—4 síðd. Auk þess verður safnið opið síðdegis á laugardögum, og eru þeir tímar einkum ætlað- ir áhugafólki í náttúrufræði. Áhugamenn, utanbæjarmenm og skólahópar geta fengið að skoða safnið á öðrum tímum eftir nánara samkomulagi. Sími safnsins er 1-29-83 en að jafnaði verður aðeins svar að í hann síðdegis á virkum dögum. Heimasími safnvarð- ar er 6-11-11, Víkurbakki. Tveggja tíma kvikmyndasýning „HINN EILÍFI FAGNAÐAR BOÐSKAPUR“ BOÐAÐUR UM ALLAN HEIMINN, að Bjargi, Hvannavöllum 10, kl. 16.00 n. k. sunnudag. Það sem þið munuð sjá: Betlehem og Jerúsalem, þar sem Jesús fæddis, gekk um, dó og var grafinn. Mót kristinna boð- bera, þar sem yfir 580.000 voru til staðar, í Bandaríkj- unum, Evrópu, Asíu, Ástralíu og á eyjum Kyrrahafsins. Musteri fortíðar og nútíðar, lík og þó mismunandi, hvers vegna sum þeirra eru nú í rústum og hvaða framtíð þessi trúarlegi heimur á í vændum. Innfæddir í mörg- um fjarlægum löndum, líf þeirra og guðsdýrkun, og hvernig Mf þeirra er tengt líifi þínu í mestu þrengingum allra tima. Hvemig þú getur komizt lífs af úr þessum þrengingum! — „Hinn eilífi fagnaðarboðskapur“ boðaður um aMan heiminn. — Allir velkomnir. Ókeypis aðgang- ur. — Vottar Jehóva.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.