Dagur - 06.04.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 06.04.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LI. árg. — Akureýri, laugardaginn 6. apríl 1968 — 14. tölublað FILMU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING HÆGRIUMFEKÐIN Á H-DAGINN 26. maí í vor, verða tekin í notkun níu breytt og ný umferðarmerki, og hefur Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið nú nýlega gefið út reglugerð þar að lútandi, eftir að umferð- arlaganefnd hafði gert tillögun um hin nýju og breyttu merki. Eitt nýtt merki verður tekið upp, og gefur það til kynna hvenær banni við framúrakstri er lokið. Þá verður gerð tveggja merkja breytt, en breytingarn- ar á hinum merkjunum eru aðallega fólgnar í því að örvarn ar á þeim breytast til samræmis við hægri umferð. Bannmerkið „Banni við fram úrakstri lokið (B 4a)“ er algjör lega nýtt hér á landi. Þetta er hringlaga merki, gulur flötur 26-5 1968 BLOKKUMANNALEIÐTOG- INN Martin Luther King var myrtur í fyrrakvöld. Oeirðir byrjuðu þegar í stað á mörgum stöðum. Johnson forseti Bandaríkj- anna hefur lýst því yfir, að hann verði ekki í kjöri í forseta kosningum vestra, sem fram fara síðar á þessu ári. Yuri Gagarin, fyrsti geimfar- inn, fórst nýlega í flugslysi ná- lægt Moskvu. Hann var grafinn undir Kremlveggjum og minn- ing hans heiðruð á margan annan veg. □ þar sem á eru tveir samhliða bílar, í ljósgráum lit, en fjórar mjóar svartar samhliða línur eru dregnar á ská yfir bílana. Merkið „Hringakstur“ (A 5) breytist lítið. Orvunum þrem er aðeins breytt til samræmis við hægri umferð. Merkið „Bann við framúr- akstri“ (B 4) breytist þannig, að skástrikinu sem var áður, er sleppt, en í staðinn kemur rauð ur bíll vinstra megin við hlið þess svarta, og táknar sá rauði að bannað sé að aka framúr. Þá verður vegalengdin sem bannið nær yfir, ekki letruð á sérstakt spjald, heldur kemur nýja merk ið „Banni við framúrakstri lok- ið“ í þess stað. Merkið sem ber heitið „Sér- stakri takmörkun hámarks- hraða lokið“ (B 12) breytist. Verður það þannig, að þau hraðatakmörk sem lokið er, verða letruð með ljósgráum stöfum á gulan flöt merkisins, og strikað yfir töluna með fjór- um mjóum svörtum strikum eins og á nýja merkinu B 4a. Boðmerkin. tvö „Akbrautar- merki“ (C 2) og „Akstursstefnu merki“ (C 1) breytast þannig að ■hvítur jaðar verður nú á mei'kj unum, til að þau skeri sig betur úr umhverfinu, og jafnframt breytist gerð örvanna lítið eitt. Leiðbeiningamei-kin „Umferð á móti“ (D 5) og „Akbrauta- skipti“ (D 6 og D 7) breytast að eins þannig að örvarnar eru færðar til samræmis við hægri umferð. í reglugerðinni um breytingu á umferðarmerkjum, eru einnig ákvæði um merkingar á yfir- borði vega og er þar um að ræða breytingar á varúðarlín- um, akreinalínum og bifreiða- stæðum, til samræmis við hægri umferð. Merkin vei-ða kynnt nánar í útvarpi, sjónvarpi og blöðum og bæklingum sem Framkvæmda- nefnd hægri umferðar gefur út, og ættu allir að leggja hin nýju merki vel á minnið, jafnframt því sem umferðarmerkin sem verið hafa í gildi að undanförnu eru i'ifjuð upp. □ Húsvíkingar drápu 67 höfrunga í vök, skammt frá landi á þriðjudaginn og miðvikudaginn. Eftir voru þá 10—15 skepnur. Sagt er, að kjötið sé gott. Á fimmtudagsmorgun var mikill hluti Skjálf anda íslaus. G. P. K. tók þessa mynd af höfrungum, veiðimönnum og fleiru. Norðurlandsáæflun rædd á Alþingi FYRIR nokkru báru þeir Gísli Guðmundsson og Olafur Jó- hannessin fram fyrirspui-n um það á Alþingi, hvenær vænta mætti Norðurlandsáætlunar þeirrar, er heitið hefir verið. Ráðherra (M. J.) svaraði. í stutt um umræðum, sem á eftir fóru á tveim þingfundum, sagði Gísli Guðmundsson m. a. (14. febr.): Herra forseti. f þessum um- ræðum hefur það borizt nokkuð í tal, um hvað Norðurlandsáætl unin eigi að vera, þ. e. a. s. um hvers konar framkvæmdir. Hæstvirtur ráðherra sagði, að hún ætti m. a. að fjalla um sam göngumál. Ég er því samþykk- ur og á fundi, sem ég var á með fulltrúum Efnahagsstofnunar- innar og sveitarstjórum, var mikið rætt um samgöngumál. Á austanverðu Norðurlandi er það ákaflega mikilsvert, að fram- kvæmdir í samgöngumálum séu teknar föstum tökum. Upp- bygging verulegs hluta þjóð- vegakerfisins er okkur þar lífs- nauðsyn, a. m. k. mikil nauð- syn, t. d. Þingeyjarsýslubrautar. Sjálfvirk símstöð á Sauðárkróki Sauðárkróki 5. apríl. Sjálfvirk símstöð var opnuð hér á Sauð- árkróki í gær. Stöðin er sænsk. Svæðisstöðin er á Brú í Hrúta- firði og hefur 400 númer. Svæð- isnúmer er 95. Notendur eru 267 talsins á Sauðárkróki. Sam- Kornfóður verði fluft lausf í heilum skips- förmum til landsins VEGNA SAMNINGA við Bandaríkin bjuggu íslend- ingar lengi við óhagstæð kjarnfóðux-kaup. Fyrir rúmu ári var þessu aflétt og lækk- aði kjarnfóður þá nokkuð í verði, innflutt frá öðrum kornframleiðslulöndum. En ekki má láta staðar numið við þann áfanga. — Fram á þennan dag er innflutningi fóðux-korns á þann veg hag- að að miklu leyti, að varan er flutt sekkjuð og möluð til landsins. Minnir þetta á flutninga á olíu í tunnum, svo sem fyrr var, en til- heyrir liðinni tíð. Ymsir aðilar hafa látið fara fi'am rarlnsókn á hag- kvæmari flutningum til landsins á fóðurvörum, svo sem SÍS, Búnaðai-félagið og hér á Akureyri hefur KEA látið gera rannsóknir og áætlanir um hagkvæmari lausn málsins. Þessum rann- sóknum er ekki lokið. Það virðist liggja ljóst fyr- ir, að aðal efni hinna mest notuðu fóðurblandna, maís- inn, myndi lækka stóidega í verði eða á annað þús. kr. tonnið ef hann væri fluttur laus í heilum skipsförmum til landsins, ómalaður. En til þess þarf miklar koi-n- geymslur, tæki til kornmöl- unar og blöndunar og nauð- synleg hafnarmannvirki er alger forsenda. Kemur þá strax til álita, hve margar slíkar stöðvar eigi að hafa í landinu. Æskilegt er, að mál þetta verði leyst í heild, með hagsmuni allra landshluta fyrir augum. Sambandið hef ur þegar komið upp slíkri stöð í Þorlákshöfn, ennfrem- ur Mjólkurfélagið. í Reykja- vík. Þær stöðvar lofa góðu. Til þess að koma mál- um þessum í viðunandi horf þarf allmikið fjár- magn, hvort sem valin verð- ur sú leið að koma upp einni eða tveim stórum stöðvum eða nokkrum minni, og hverjum sem falin verður forsjá þess, að reisa slíkar stöðvar og reka þær. tímis var opnuð sjálfvix-k inn- anhússstöð hjá Kaupfélagi Skag firðinga. Þá hefur Sjúkrahúsið sjálfvirka innamhússtöð. Forráðamenn Pósts og síma boðuðu fréttamenn og nokkra gesti til fundar í félagsheimil- inu bifröst. Þar töluðu Jón Skúlason fox-stjóri símatækni- deildar og Maríus Helgason umdæmisstjóri og fluttu kveðj- ur Pósts- og símamálastjómar- innar. Þá töluðu Friðrik J. Friðriksson héi-aðslæknir, Jó- hann Salbex-g Guðmundsson bæjarfógeti og Guðjón Ingi- mundarson forseti bæjarstjórn- ar. Þá var gengið um símstöð- ina og þar lýsti Þorvarður Jónsson yfirvei-kfræðingur stöð inni. Klukkan 16,30 opnaði Jóihann Salberg stöðina með símtali við Gunnlaug Briem póst- qg síma- málastjóra. Póst- og símstjóri hér er Stefán Olafur Stefáns- son. Lagís er hér í höfninni. Eru nokkrir hafísjakar reknir á fjörur. Annars er lítinn ís að sjá. Allir vegir eru vel færir hér um slóðir. S. G. Af Norðurladi er komin sú til- laga, sem nú liggur fyrir Al- þingi um 10 ára áætlun og lán- tökur í þessu skyni. Uppbygg- ing hafna, sem eru í smíðum, er álíka nauðsyn og eigi minni í þessum landshluta. Ég er líka þeix-rar skoðunar, að Norður- landsáætlunin eigi að fjalla um skólamál eða réttara sagt fjár- öflun til þeirra. Þörfin á skóla- byggingum í sýslunum á austan verðu Norðurlandi er svo mikil og svo lítið enn gert til þess að sinna henni, að til vandræða horfir. Ég ræddi lauslega um það mál við fjárlagaumræðu í vetur, en þá var því naumast ansað. Mér þótti vænt um, að hæstv. ráðherra viðunkenndi, að þetta tvennt, samgöngumann- virki og skólamannvirki, yrðu að vera í áætluninni. En það þarf að vera margt fleira. Og það er ekki hægt að telja það (Framhald á blaðsíðu 5). íþróttaviðburður á Akureyri DANSKA landsliðið í körfu- knattleik kemur hingað til Akureyrar eftir páska og leikur við íþróttafélagið Þór þriðjudaginn 16. apríl. Verður þetta að teljast mikill við- burður í viðkomandi íþrótta- grein og í íþróttalífi bæjarins. Er þess vænzt, að áhorfendur láti sig ekki vanta. íþróttafélagið Þór á Akur- eyri náði þriðja sæti í fyrstu deildarkeppni íslandsmótsins í körfuknattleik í vetur. Danirnir, ásamt körfuknatt- leiksmönnum hinna Norður- landanna, keppa í Norður- landamótinu í Reykjavík um páskana og hafa lokið leikj- um sínum, er þeir koma hing- að. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.