Dagur - 06.04.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 06.04.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fiskiræktarfræðsla í bændaskólum LANDBÚNAÐARNEFND efri deildar Alþingis leggur til, að skorað verði á landbúnaðarráðherra að hlut ast lil um, að nú þegar, eða svo fljótt sem verða má, verði tekin upp við bændaskólana í landinu fræðsla um ræktun og eldi vatnafiska. Um þetta mál segir Landbúnaðar- nefndin m. a.: „Með hverju ári sem líður verður mönnum það æ ljósara, hverja þýð- ingu það hefur, að fleiri stoðum sé rennt undir atvinnulífið í landinu. Brotið hefur verið upp á ýmsu í því efni, en eitt af því sem til greina kemur, er ræktun og eldi vatnafiska. Víða er þessi atvinnugrein stunduð með góðum árangri, en skilyrði hér á landi fyrir lax- og silungsrækt eru talin vera í bezta lagi. Lax- og silungsveiði í íslenzkum ám og vötnum mun verða hagnýtt í vaxandi mæli með tilstyrk öflugra fiskeldis- og fiskiræktarstöðva og auk inni þekkingu veiðiréttareiganda og veiðimanna á undirstöðuatriðum ræktunar vatnafiska, eldis þeirra og háttum öllum. Fiskiræktarstöðvar eru hér í upp- siglingu og undirbúningi á nokkr- um stöðum, og er þegar bundið í þeim nokkurt fjármagn. Að sjálf- sögðu þarf að stuðla að því, að þeim fjölgi og að starfræksla þeirra komi að fullum notum. Tillaga sú til þingsályktunar, sem hér er ílutt, mun hins vegar stuðla að því, að þeir, sem bændaskólana sækja, fái fræðslu um þýðingu þess- arar atvinnugreinar fyrir íslenzkan landbúnað og þá urn leið fyrir ís- lenzkt atvinnulíf. Það verður að telj- ast mjög þýðingarmikið, að þeir menn, sem skólana sækja og ætla má að verði annað tveggja eigendur veiðiréttar í landinu og annarrar að- stöðu fyrir fiskirækt eða leiðbein- endur og ráðunautar bænda, þekki niðurstöður þeirra vísindalegu til- rauna, sem fengizt hafa varðandi þessa þýðingarmiklu búgrein.“ Jafnframt þeirri sorglegu stað- reynd, að íslendingar vita minna um fiskirækt í ám og vötnum en nokkur önnur þjóð álfunnar, er vissan um nær ótæmandi möguleika til að auká og rækta laxfiska og skyldar tegundir í nálega hverri sveit landsins. Á þessu sviði getur ný búgrein sprottið ef vel og skynsamlega er á málum haldið. Aðrar þjóðir verja miklu fé til rannsókna á þessu sviði og upp- skera ííkulega. Þar getum við tekið aðra til fyrirmyndar. □ r Merkur Islendingur sextugur Einar Árnason MINNINGARORÐ EINN þeirra íslendinga, sem kusu sér frama á erlendri grund er Barðstrendingurinn Bjarni M. Gíslason. Hann hefur meira ' en hálfa æfi átt heima í Dan- mörku — og varð sextugur 4. aprfl, Hann aflaði sér fjár til skóla- göngu á mörgum sjómannsár- um og sótti hana síðan til Dan- merkur og Þýzkalands. — Það þar. snemma ætlun Bjarna, að leggja fyrir sig skáldskap, og komu út eftir hann bæði ljóða- bækur og skáldsögur í Dan- mörku. Þá kom handritamálið á dagskrá og á samri stund eignaðist Island þann afburða- mann á erlendri grund, þar sem Bjarni var í baráttunni fyrir enduiheimt handritanna — að seint mun fullþakkað. Hann skrifaði fjölda greina, einnig bækur, um það, ferðaðist um og hélt fyrirlestra. Allt þetta vakti mikla athygli á málinu og sneri fjölmörgum á sveif með mál- stað íslands. Og svo vel hélt hann á þessu íslenzka máli gagnvart prófessorum og lög- (Framhald af blaðsíðu 8). urkorns, mölun þess og blöndun innanlands og leggur áherzlu á, að undirbúningsframkvæmdum verði hraðað svo sem auðið er.“ „Aðalfundur BSE 1968 óskar eftir því, að stjóm sambands- ins haldi áfram athugun sinni á útgáfumöguleikum byggðasögu Eyjafjarðarsýslu og vísar í því sambandi til samþykktar, er gerð var áður á aðalfundi BSE. „Aðálfundur BSE 1968 sam- þykkir að skora á fræðsluráð sýslunnar og sýslunefnd Eyja- fjarðar að láta ekki dragast lengur að hafinn verði raunhæf ur undirbúningur að byggingu héraðsgagnfræðaskóla og vísar til samþykktar aðalfundar 1966. Átelur fundurinn það aðgerða- leysi, sem átt hefur sér stað hjá fræðsluyfirvöldum héraðsins í þessu nauðsynjamáli." „Aðalfundur BSE 1968 telur, að aðstaða sveitaæskunnar til að ljúka skyldunámi sé, víðast hvar, orðin algerlega óviðun- andi, þar sem aðsókn að héraðs skólum er orðin það mikil, að þeir verða á ári hverju að vísa frá fjölda unglinga, sem sækja þar um námsaðstöðu. Fundur- inn telur það lágmarkskröfu bænda, að böm þeirra hafi að- stöðu til þess að Ijúka skyldu- náminu heima í skólahéruðun- um og sé í öllu gert jafnt undir höfði og bömum þéttbýlisins. Fundurinn skorar því á Alþingi ig ríkisstjórn að hefja þegar í stað undirbúning að því, að lög- in um bama- og unglinga- fræðslu komi sem allra fyrst til framkvæmda um land allt.“ „Aðalfundur BSE 1968 hefur athugað tillögu aukafundar Stéttarsambands bænda um fóð urbætisskatt. Mjög miklir ann- markar virðast vera á því í framkvæmd að innheimta fóður bætisskatt eins og hann er fyrir hugaður og vafasamt, að með honum náist sá tilgangur, sem HÓFLEG ÁLAGNING? TOYOTA CORONA, fob. í Dan mörku kostar 60.608 ísl. krónur. Kominn á götuna í Reykjavík kostar hann 219.117 krónur. Af þeirri upphæð fær ríkið 127.373 krónur. Þetta er dæmi af þeirri skattheimtu, sem íslenzkir bíla- kaupendur þurfa að greiða, og sumum þykir álagningin mikil. fræðingum, sem andvígir voru afhendingunni, að naumast varð á betra kosið. Nú er Bjarni M. Gíslason ekki í hópi hinna hálærðu ís- lendinga í fornum fræðum eða bókmenntum, og hefur sumum fundizt þeir ekki virða störf hans sem skyldi. En almenn- ingur hér á landi — til sjós og lands — þekkir störf Bjama, metur þau og þakkar á þessum tímamótum. Hér er nánast um að ræða lífsstarf ágæts manns í öðru landi, sem ekki aðeins tók hug hans allan um árabil, heldur veraldlegan heimilishag þeirra hjóna, en kona Bjarna er dönsk, Inge að nafni, og eiga þau þrjú myndarleg börn. En á meðan maðurinn lagði nótt við dag og vann kauplaust að hugsjóna- máli sínu fyrir ættjörðina, tók kona hans að vinna úti, fyrir daglegu brauði fjölskyldunnar. Hér verður handritamálið ekki rætt, en nafn Bjarna M. Gísla- sonar verður um alla framtíð við það téngt. □ að er stefnt. Meirihluti þeirra félagsmanna sambandsins, sem hafa látið álit sitt í ljósi, hafa líka mótmælt slíkri skattlagn- ingu. Fundurinn getur því ekki samþykkt þessa tillögu Stéttar- sambandsins. Hins vegar telur hann, að ef ekki finnast aðrar leiðir til þess að tryggja, að þeir framleiðendur, sem verða að flytja út hluta af framleiðslu sinni, beri það sama út býtum og hinir, sem selja á innlendum markaði, þá sé óhjákvæmilegt að hækka verðjöfnunargjald á kjöti og mjólk.“ „Aðalfundur BSE 1968 beinir því til Stéttarsambands bænda að taka til athugunar breytingu á ráðstöfun útflutningsuppbóta, á þann veg, að aðeins bændur og búvöruframleiðendur á lög- býlum njóti þeirra.“ Eggert Davíðsson bóndi á Möðruvöllum var endurkosinn í stjórn búnaðarsambandsins, en aðrir í stjórn þess eru Ár- mann Dalmannsson, Akureyri, og Jón Hjálmarsson, Villinga- dal. Aðalfundurinn samþykkti að Búnaðarsambandið beiti sér fyrir hópferðum á landbúnaðar sýninguna í Reykjavík í sumar. S.L. fimmtudag sýndi Léikfé- lag Öngulsstaðahrepps „Frænku Charleys“ á Breiðumýri og hafði tvær sýningar, aðra kl. 5 en hina kl. 9,30. — Á fjórða hundrað manns sóttu leiksýn- SEINT er nú gengið til dyra á bænum mínum frændi. Ekki þó fyrir það, að mig bristi löngun til að fullnægja þeirri ósk minni að burtfarar þinnar væri nokkru nánar getið en gert var í stuttri en hlýlegri grein í Degi. Heldur ekki fyrir það, að fölskvuð væri minningin um hlýja vináttu þína og frændsemi í minn garð, heldur af því að ég átti þess von að annar maður, mér miklu fær ari, gerðist til að minnast þín rækilega. Og þessa von hefi ég ennþá. En þrátt fyrir þessa von, knýr minningin um þig svo fast á dyr hjá mér, að ég freistast til að segja hér nokkur fáfækleg orð, þó í miklu styttra máli en vert væi'i. Þó bjartar minningar séu að vísu aflgjafi um löngun til endurgjalds í einhverri mynd, er það ekki nægjanlegt ef get- una brestur, og svo er það hér. En ég vona að annar bæti um. Við Einar Árnason kynntumst ekki fyrr en á nokkrum síðustu æviárum hans. En þá tókst með okkur vinátta og góð frænd- semi. Mér fannst einkar gott að vera í návist hans. Af orðum hans og eðliseinkunn allri, and- aði til mín hlýjum blæ hrein- skilni og einlægni. Hugur hans var svo opinn vinum hans að auðgengnara var að innra manni hans, en flestra annarra, sem ég hefi átt samleið með. - SJÁLFSBJÖRG (Framhald af blaðsíðu 8). verða lyftur, breiðar dyr, sumar rafknúnar, engir þröskuldar, engar tröppur utanhúss, né aðr- ir farartálmar. Byggingin er þrjár aðalálm- ur, þar af tvær upp á fimm hæð ir. Byggt verður í áföngum og er nú verið að steypa aðra hæð ina í fyrsta áfanga, sem er 45 manna vistheimili fyrir mikið fatlað fólk. Ekkert slíkt heimili er til hér á landi og þörfin því mjög brýn. Ætlunin er að þessi álma verði komin undir þak á árinu. Landssambandið heitir á alla velunnara samtakanna að leggja þessu mikla nauðsynja- máli lið. ingarnar, og tóku leikflokknum hið bezta. Leikfélag Öngulsstaðahrepps hefur 8. og 9. sýningu í Frey- vangi um næstu helgi. □ Einar Árnason var fæddur á Finnsstöðum í Kaldakinn 1. október 1878, og dáinn á Akur- eyri 31. janúar 1968. Foreldrar hans voru Ámi Geirhjörtur, f. 1857, bóndi á Finnsstöðum, Kristjánsson og kona hans Bót- Einars Árnason. hildur Einarsdpttir. Foreldrar Árna Geirhjartar voru Ki'istján, f. 1828, bóndi á Finnsstöðum Kristjánsson, og kona hans Bót hildur Grímsdóttir. Foreldrar Kristjáns á Finnsstöðum voru Kristján, f. 1799, bóndi á Hóli í Kinn, Árnason og kona hans Guðrún, f. 1789, Friðfinnsdóttir. Foreldrar hennar voru Friðfinn ur bóndi á Ánastöðum í Sölva- dal, Þorsteinsson og konu hans Anna Eyjólfsdóttir bónda í Stóra-Dal í Eyjafirði, Jónsson- ar. (Af svonefndri Stóra-Dals- ætt í Eyjafirði). Ekki er rúm til að ‘rekja ætt Einars lengra, þó nokkuð sé auðvelt. Einar Árnason ólst upp í föð- urranni til fullorðinsára. Árið 1906 giftist hann Kristjönu Sig- fúsdóttur frá Halldórsstöðum í Reykjadal, hinni ágætustu konu. Þau hófu búskap á hluta af- Finnsstöðum, en lengst bjuggu þau í Landamótsseli. Um 1933 brugðu þau búskap og fluttust til Akureyrar. Þar vann Einar ýmis störf meðan orkan entist. Einkasonur þeirra, Hösk uldur, vai' fæddur á Finnsstöð- um 1906. Hann bjó á Vatnshorni í Skorradal. Kona hans er Sól- veig Bjarnadóttir. Þau fluttu til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Einar og Kristjana ólu upp fóst urdóttur, Aðalbjörgu Jónsdótt- ur. Hún kom til þeirra á þriðja ári. Hún leit jafnan á þau eins og foreldra sína og kallaði mömmu og pabba, enda reynd- ust þau henni sem væri hún dóttir þeirra. Síðustu æviárin naut Einar skjóls hjá henni og manni hennar Páli Bjarnasyni yfirsímaverkstjóra. Voru þau bæði samhend í því að veita hon um sem nærgætnislegasta um- önnun. Sama var að segja um bömin þeirra, sem voru yndi og eftirlæti „afa“ síns. Þau vildu allt fyrir hann gera honum til ánægju. Fyrir allt þetta var hann mjög þakklátur. Einar Árnason var röskur meðalmaður að hæð, grannur, liðlega og spengilega vaxinn. Hann var allatíð fremur efná- lítill enda hélt hann aldrei báti sínum á þau mið, er til auðsöfn unar gæti leitt. Hugur hans og lífsnautn var við annað fremur tengdur. Bú hans var aldrei stórt, en snoturt. Hann átti gagn samt sauðfé og fór sérlega vel með það. Heimilislífið var frið- samt, hlýtt og bjart. Hann unni konu sinni af alhug og mat hana mikils sakir mannkosta hennar, gáfna og glæsileika. Eitthvert sinn mælti hann til hennar: „Mér það mikla lán var léð, lífs á förnum vegi, að geta aldrei af þér séð, eina stund úr degi.“ Hann fann að hún var eigi að eins 'hans styrka stoð í starfi og stríði, heldur einnig hans blíði verndarengill með blævængina til að varna ofhitun tilfinninga hans. Kristjana Sigfúsdóttir. Einar var skáldmæltur og vel ritfær. Til er á prenti eftir hann greinargóð frásögn um alda- mótasamkomuna á Breiðumýri, sem er gott sýnishorn af rit- leikni hans. Fremur lítið er til á prenti af Ijóðum hans og laus- um vísum. Nokkuð mun vera til í handriti af því tagi. Þau gerðu sér það til gamans, hann og Þura í Garði að sendast á glettn isvísum. Hélt Einar því öllu til haga, og var það orðin allvæn syrpa og kennir þar ýmissa góðra grasa. Einar mun, að eðlisfari, — innst inni, — hafa fremur verið hneigður til þunglyndis. En útá við virtist hann gleðimaður, hnittin í svörum og dálítið kím- inn. Þótti ánægjulegt að eiga samræður við hann. Allir erfið- leikar, innanfrá og utanaðkom- andi, fengu á sig mildari blæ í návist eiginkonunnar, en ella mundi. Ást hans til hennar og traust, varpaði, í vitund hans, einskonar ljóma yfir öll erfið fyrirbæri og gerðu þau léttbær- ari. Hugur hans var hreinn og falslaus, og mér virtist hann stundum minna á gott barn, sem finnur sig öruggt í faðmi ástríkrar móður. Lund hans var rík, heit og viðkvæm, svo að stundum lá nærri að hún bæri líkamsþrótt- inn ofurliði. í tilfinningum, trú og skoðun var hann hvergi hálfur, — allstaðar heill. Hann kenndi sárt til með öllu og öll- um, sem lífið fór um ómjúkum höndum. Hann tók sér ákaflega nærri missi konu sinnar, enda var þá slökkt sætasta Ijós augna hans og burtu hrifinn hornsteinn lífs hamingju hans. Þá fóru líka þverrandi líkamsþróttur hans, heym og sjón. Eftir það var eina huggun huga hans einlæg guðstrú og staðföst von hans, sem raunar mátti fremur nefna fulla vissu, um að hún, sem á undan honum var farin, mundi taka á móti sér, þegar hann, — laus við elli- fjötra, — yrði. ferjaður yfir móð una miklu, þá mundi hún standa á ströndinni hinumegin, — ung og glæst — og rétta sér höndina til hjálpar, eins og fyrr. Til þeirrar stundar hlakkaði hann. Og nú vona ég, vinur og frændi, að þessi ósk þín og trú, hafi náð fullkomnum veruleik- ans á landi lifenda. Hóhngeir Þorsteinsson. - MÓTMÆLA FÓÐURBÆTISSKATTINUM Leikendur í gamanleiknum Frænka Charleys. (Ljósm.: G.P.K.) Sýndu „Frænkuna'á Breiðumýri Heykögglavinnsla og fóðurbirgða stöðvar á Norður- og Austurlandi MAGNÚS Gíslason á Frosta- stöðum og Páll Þorsteinsson flytja á Alþingi tillögu til þings ályktunar um að skorað verði á ríkisstjórnina að fela Land- námi ríkisins að hafa forgöngu um, að komið verði upp í til- raunaskyni ig í samvinnu við búnaðarsamböndin heyköggla- vinnslu- og fóðurbirgðastöðv- um á 3—4 stöðum á Norður- og Austurlandi, og verja á þessu ári til undirbúnings slíkra fram kvæmda hluta af því fé, sem Landnámi ríkisins er veítt á fjárlögum yfirstandandi árs, ef því verður ekki öllu varið til venjulegra landnámsfram- kvæmda, skv. lögum nr. 75 frá 1962. — f greinargerð fyrir til- lögunni segja þeir Magnús og Páll: „Allveruleg brögð hafa að því verið undanfarin ár, að fóður- öflun hefur brugðizt á Norður- og Austurlandi. Valda þar um vorkuldar og kal á túnum. Nokkuð hefur þetta verið mis- jafnt eftir héruðum, sveitum og jafnvel sveitarhlutum. Sums staðar í þessum landshluta hef- ur kalsins lítið sem ekki gætt, annars staðar í þeim mæli, að heyfengur hefur á haustnóttum ekki reynzt nema brot af því, sem hann hefur verið í meðal- ári. Undh- þessum kringum- stæðum hafa þeir bændur, sem fyrir mestum áföllum hafa orð- ið, annað tveggja staðíð frammi fyrir því að þurfa að stórskerða bústofn sinn eða afla honum fóðurs með einhverjum hætti. Verulega bústofnskerðingu þola bændur almennt ekki. Úrræðin hafa því orðið aukin fóðurbætis gjöf að miklum mun og kaup á heyfóðri, sem orðið 'hefur að flytja um langvegu til kalsvæð- anna, með miklum erfiðleikum og ærnum tilkostnaði. Endurtekning þessara erfið- leika hefur eðlilega leitt huga manna að nauðsyn þess, að fóð- uröflun verði hverju sinni tryggð heima fyrir, svo sem kostur er. Rannsóknir hafa far- ið fram á orsökum kalskemmda, og úrræða leitað til þess að koma í veg fyrir þær. Sennilegt er þó, að seint verði það fyrir- byggt með öllu, svo sem veðr- áttu er háttað á landi hér. Með tillögu þeirri, sem hér er flutt, er því beint til ríkisstjórn arinnar, að hún feli Landnámi ríkisins að koma upp á næstu árum fóðurbirgðastöðum í þeim landshlutum, sem fóðurskortur inn hefur mest herjað að undan förnu. Er þá haft í huga, að tek in séu til ræktunar stór, sam- felld landssvæði, þar sem þau væri að fá og aðstæður að öðru leyti álitlegar til þeirra fram- kvæmda, sem hér um ræðir. Ef vel tækist til um þessar fram- kvæmdir, — og annað er naum ast ástæða til að ætla, — mundi þrennt vinnast: Minni þörf fyrir kaup á kraftfóðri, sem að stór- um hluta er innflutt, auðveldari og ódýrari flutningar á fóðrinu til þeirra bænda, sem á því þyrftu að halda, og síðast, en ekki sízt, mjög aukið afkomu- öryggi fyrir bændur. Eðlilegt sýnist að fela Land- námi ríkisins að hafa forgöngu um þessar framkvæmdir í sam- ráði við hlutaðeigandi búnaðar- sambönd. Landnámið mun hafa yfir nokkrum fjármunum að ráða. Talið er líklegt, að fram- kvæmdir þess í ár verði mun minni en oft áður. Eru því allar horfur á, að það komi til með að eiga eitthvert afgangsfé. Vafa- mál er, að því verði betur varið til annarra framkvæmda en þeirra, sem hér er bent á.“ Magnús Gíslason er framsögu maður þessa máls. En hann sat á þingi í fjarveru Olafs Jóhann- essonar, um tíma. □ Endurskoðun á rekstri HALLDÓR E. Sigurðsson, Geir Gunnarsson, Ingvar Gíslason, og Ágúst Þorvaldsson, flytja á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um að Alþingi kjósi sjö manna nefnd, er vinni að því ásamt hagsýslustjóra að endur- skoða rekstur ríkissjóðs og ríkis stofnana, þar sem stefnt yrði að aukinni hagkvæmni og sparn- aði. — Flytjendur tillögunnar segja m. a. í greinargerð: „Þrátt fyrir margendurtekin fyrirheit ríkisstjómarinnar um aukinn sparnað og hagkvæmni í ríkisrekstrinum, þá hefur reynslan orðið sú, að aukin út- þensla ríkiskerfisins hefur fylgt svo að segja hverjum nýjum fjárlögum, svo sem margoft hef ur verið bent á. Nægir þar að nefna margfaldan kostnað við Norðurlandsáætiun rædd (Framhald af blaðsíðu 1). upp fyrirfram. Menn verða að skilja, að í því er einmitt áætl- unargerðin fólgin að leggja á ráðin um það, að frumkvæði eða að fengnu áliti heima- manna, hvað framkvæma skuli á áætlunartímanum og hvernig afla skuli fjár til þess eða stuðla að fjáröflun. Drjúgur hluti Norð urlandsáætlunarinnar verður Póstbáturinn Drangur Oft er strangur áfanginn, einnig langar vökunætur. Þegar „Drangur“ þaulsækinn þreytir fang við Ægis dætur. E. S. vitaskuld að vera um þróun at- vinnumála og fjárfestingu í því sambandi. Um þennan þátt fannst mér hæstv. ráðherra enn nokkuð loðmæltur. Mikill mun- ur er á skýrslu og áætlun. Það eru til ósköpin öll af skýrslum. En í áætlun gera menn sér grein fyrir því, hvers þurfi, hvað einkum sé aðkallandi og framkvæmanlegt — og hvort einkaframtakið, einstaklingar eða félög geti eða muni gera þetta, eða sveitarfélög, eða hvort ríkisvaldið þurfi þar einnig að leggja hönd á plóg- inn að meira eða minna leyti. Það er svo sem engin nýlunda hér, að ríkið komi uþp atvinnu- fyrirtækjum jafvel þar sem mest er af þeim fyrir eða semji við einkaaðila um að gera það. Höskuidur Sfeinsson bakarameistari MINNINGARORÐ VORIÐ 1936 tók unga fólkið hér á Akureyri' eftir nýjum manni, er kominn var í þennan bæ. Hann vakti athygli fyrir glæsileik sinn, bjartur yfirlit- um, hæglátur, kurteis, og hafði íþróttamannslegar hrey f mgar._ Brátt kvisaðist hver maðurinn var. Höskuldur Steinsson hét hann og var bakari hjá Kaup- félagmu. Hann vandi fljótlega komur sínar út á íþróttavöll á kvöld- in og við, sem þar vorum flest kvöld, komumst brátt að því, að þarna var góður íþrótta- maður á ferð, betur að sér um þá hluti en við ,enda búinn að vera í Ollerup: Við komumst líka að því, að þarna vaf mað- ur, sem gat sagt okkur til við æfingar og hann boðinn og bú- inn til þess með sinni hæversku. Hann gekk brátt í íþróttafélag- ið Þór og valdist fljótt til trún- aðarstarfa innan þess vébanda, m. a. var hann formaður félags- ins 1940, er það minntist 25 ára afmælis síns á svo myndarleg- an og eftirminnilegan hátt. Vorið eftir skrapp Höskuld- ur til ísafjarðar og gekk að eiga heitmey sína, Hildu Ólafs- dóttur. Komu þau svo hingað og stofnuðu sitt heimili að Hrafnagilsstræti 10.___________ álagningu skatta með breyttu skipulagi þar á, fjölgun sendi- ráða auk fjölda nýrra stofnana, sem ekki skulu nefndar hér. Þá hefur á hinum síðustu árum ver ið tekin upp sú stefna af hálfu ríkisstjórnarinnar að breyta fjár lögum einum til tveimur mán- uðum eftir að Alþingi hefur af- greitt þau, svo sem með niður- skurði verklegra framkvæmda, eins og gert var árið 1965 og aftur 1967 og stefnt er að nú ár- ið 1968, sbr. ræðu fjármálaráð- herra við 1. umræðu um frv. til laga um breytingar á toll- skrá. Sá háttur hefur einnig verið hafður um afgreiðslu Al- þingis um byggingu sltóla. Þá liggur það einnig fyrir, að tími sá, sem fjárveitinganefnd hefur til að vinna að athugun fjárlagafrv. hve'rju sinni, er of stuttur. Það ber því nauðsyn til að starfstími fjárveitingah'e|nd- ar verði lengdur frá því, sem nú er, svo og að auðvelda, fjái'veit- inganefnd störf: hehnai' og tryggja aðild hennar áð undir- búningi fjái'lagafrv., og áð hún eigi auðvelt með að fylgjast með rekstri ríkissjóðs og l'íkis- stofnana, svo sem hún á fyrir hönd Alþingis að gera.' Það er skoðun okkar flutn- ingsmanna, að nauðsyn beri til að taka upp nýja stefnu og ný vinnubrögð við undirbúning f jár laga og við rekstur ríkisbúsins.“ Hér á Akureyri undu ungu hjónin sér hið bezta, eignuðust marga kunningja og vini. Þau bjuggu sér hlýlegt heimili, þar leið manni vel, er maður kom í heimsókn til þeirra. Höskuldur var maður, sem kunni fleira en að segja okkur til við íþróttaæfingar, hann var góður bakari, enda voru hon- um brátt falin trúnaðarstörf í maður Brauðgerðar KEA um nokkurra ára skeið, unz þau hjónin ventu sínu kvæði í kross og fluttu á heimastöðvar Höskuldar, Þingeyri. Þangað fóru þau 1950 og tók Höskuld- ur við rekstri brauðgerðar föð- ur síns. Þau eignuðust 5 böm, 4 syni og eina dóttur, er sóttu hingað menntaskóla er aldur leyfði. Hingar komu Höskuldur og Hulda nokkrum sinnum eftir að þau fluttu vestur. Var þá ætíð glatt á hjalla og góðra vina fundur, er þau bar að garði. Barnalán þeirra var einstakt. Þessi hýri og fallegi svipur, er ljómaði á hverju andliti. Þau eru nú flest uppkomin: Ólafur tannlæknir vestan hafs, kemur heim í vor, Steinar, viðskipta- fræðingur hjá Sláturfélagi Suð- urlands, Gunnar, kennari í Borgarfirði, Fríða Regína, við nám í Kennaraskólanum, og Höskuldur junior, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Fyrir þremur árum fluttust þau hjón til Reykjavíkur, enda börnin flest komin þangað. — Höskuldur vann sem bakari þar um skeið, en síðasta árið var hann matsveinn á strandferða- skipinu Esju. Þar hittumst við alloft, er Esja kom hingað og ornuðum okkur við minnigar liðinna tíma. Við töluðum um að hitt- ast hér á Akureyri — gamli kunningjahópurinn — 17. júni í vor, á 10 ára stúdentsafmæli Ólafs sonar hans. Af því verður ekki. Það verð- ur að minnsta kosti stórt skarð í hópnum — Höskuld vantar. Hann var lagður sjúkur í land í Reykjavík um miðjan febrúar og andaðist þar 24. marz. Hann var jarsunginn frá Fossvogskirkju í Reykjavík 30. márz s.l. Eftirlifandi konu hans, sem nú er sjúk um sinn, sendi ég mínar hlýjustu samúðarkveðjur með ósk um góðan bata með hækkandi sól. Kæri vinur, Höskuldur. — Vertu sæll að sinni, við hin komum seinna. S. B. HAFlSINN REKUR SUÐUR MEÐ AUSTFJÖRÐUM T.TTT.AR breytingar hafa orðið á hafísnum fyrir Norðurlandi síðustu dægur, enda hægviðri. En mikið ísrek er suður með Austfjörðum og mjög vaxandi. I gær var komin hér norðan- átt og ísbreiður að reka inn Eyjafjörð. Haförninn sat fastur í ís út af Eyjáfirði í gær. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.