Dagur - 15.05.1968, Qupperneq 4
4
S
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
HAFISINN
HERÐIR
NÚ TÖKIN
ÞEGAR þetta er skrifað er víða frost
um hádaginn, þótt örlítið hlýrra
væri í gær. Tíu til 18 stiga frost um
nætur í maímánuði, segja sína sögu.
Víða liggja fiskibátar í höfn og geta
ekki dregið björg í bú vegna íssins
og flutningaskipin hafa orðið fyrir
töfum og skemmdum á siglingaleið-
um sínum. Vetrarsvipur er yfir öllu,
þó komið sé miður maímánuður.
Farfuglamir em flestir komnir og
láta til sín heyra þótt svalt sé. En
hvenær kemur vorið? Það er hin
brennandi spuming á allra vömm.
Á meðan ísinn er við land, er ekki
á góðu von hvað veðráttuna snertir.
En það var ekki enn kominn þorri
þegar landsmenn fengu sína fyrstu
aðvöran um ís nú í vetur. Það leik-
ur vart á tveim tungum, að lands-
hlutar þeir, sem mest hætta stafar af
hafísnum, voru ekki undir ísvetur
búnir. En margir áttu erfitt með að
átta sig á hættunni. Þó era ekki
nema tvö ár frá því hafís lagðist hér
síðast að landi um stundarsakir.
Hann verður farinn fyrir vorið,
sögðu margir. En ísinn er hér ennþá
og hefur aldrei verið aðsópsmeiri
en nú.
Áhugasamir þingmenn héðan af
Norðurlandi hreyfðu því í vetur á
Alþingi, að óhjákvæmilegt væri að
gera varúðarráðstafanir vegna ísa-
hættu, ekki aðeins nú heldur fram-
vegis. Forsjálir menn gera sér grein
fyrir því, að ekki má við svo búið
standa. Á öllum höfnum á ísahættu-
svæðinu verða að vera miklar birgð-
ir þungavara á haustnóttum, örygg-
isins vegna. Olíur og fóðurvörar
skulu aðeins nefndar í því sambandi.
Undir þinglokin kaus Alþingi haf-
ísnefnd. Hún mun ekki hafa miklu
áorkað að þessu sinni. En henni er
ætlað að vera á verði vegna fram-
tíðarinnar og leggja á ráð. — Þegar
blaðið síðast frétti, hafði hafísnefnd-
in enn ekki komið saman til fund-
ar. Tilvonandi formaður hennar er
hagfræðiprófessor í Reykjavík. Mun
hann vera gegn maður og sanngjam.
En ekki er víst að mikið sé um haf-
ís í hagfræðiritum, fremur en um
hafís á höfuðborgarsvæðinu. — En
fregnir af hafísnum berast þó vænt-
anlega til formanns liafísnefndar og
örvar hann til dáða. □
Ráðleggingar Búnaðarfélagsins um fóðurblöndur
Á SlÐAST LIÐNU hausti lét
Búnaðarfél. íslands efnagreina
töðu víðs vegar að af landinu.
Sú athugun leiddi í ljós, að
taðan var snauðari af kalsíum
og fosfór heldur en við var bú-
izt, þó sérstaklega kalsíum. —
Búnaðarfélag íslands vakti þá
þegar eftirtekt bænda á þessu
atriði, og ráðlagði að gefa stein-
efnablöndur með töðunni í vet-
ur.
Steinefni eru öllu búfé lífs-
nauðsyn, mest er þörfin hjá
vaxandi ungviðum og kvendýr-
mu síðustu mánuði meðgöngu-
tímans og fyrstu mánuði eftir
burð. Skorti steinefni í fóður,
koma fram ýmsir kvillar og
sjúkdómar, svo sem beinkröm,
doði og jafnvel fósturlát. Því er
mjög mikilsvert að haga fóðrun
á þann veg, að aldrei komi til
vandræða af þeim sökum. —
Kjarnfóðurblöndur og stein-
efnablöndur þarf að samhæfa
gróffóðri og beit. Mistök á
þessu sviði valda þjóðfélaginu
miklum búsifjum. — Því má
aldrei slaka á með fóðureftir-
lit.
Búnaðarfélag íslands hefur
fengið Rannsóknarstofnun iðn-
aðarins til að ákvarða efna-
magn í ýmsum þeim steinefna-
blöndum, sem á markaði eru,
og álitið er að henti bezt miðað
við núverandi a ðstæður. Flest-
ar efnablöndm-nar stóðu það
efnamagn, sem var upp. gefið
frá viðkomandi söluaðilum, þó
voru tvær, er viku allverulega
frá uppgefnu meðaltali í ein-
stöku atriðum.
Siðustu vikur -meðgöngutím-
ans þarf að fylgjast nákvæm-
lega með steinefnamagni í fóðri
ánna, svo vel fax-i.
Eftii-farandi tafla segir til um
þörfina:
Yfirlit um áætlaða fóðurþörf áa að vori
EINLEMBA srðustu 6 vikur fyrir burð TVÍLEMBA síðustu 6 vikur fyrir burð
Þörf: F. E. Eggjahv., Ca, P, Þörf: F. E. Eggjahv., Ca, P,
g- g- g- g- g- g-
60 kg. þung ær 0.9 80 7 5 60 kg. þung ær 1.1 95 9 6
EINLEMBA eftir burð: Þörf: 1.3 155 11 7 TVÍLEMBA eftir burð: Þörf: 1.7 215 14 9
Guðmundur Gunnarsson og Júlíus Oddsson í hlautverkum sínum.
(Ljósmyndastofa Páls)
Óvænt heimsókn
Ef helmingur ánna gengi með
tveimur fóstrum, samsvarar
orkuþöi-f þeirra 2 kg af töðu á
dag. Sé fóðrað á töðu eingöngu,
þarf að gefa 15—20 g af stein-
efnablöndu á kind á dag. Hins
vegar er minni þörf á sérstakri
Steinefnagjöf, þar sem er fóðrað
á töðu og blönduðu kjarnfóðri.
Þó þárf að gefa 10 g af stein-
efnablöndu, ef kjarnfóðurgjöfin
er undir 200 g á dag. Eftir burð
er ekki þörf á að gefa stein-
efnablöndu, svo framarlega að
fóðurþörf sé fullnægt með hey-
gjöf og 'kjarnfóðri.
Búnaðarfélag íslands mælir
með að svo stöddu að nota
harída sauðfé einhverja af eft-
irtöldum steinefnablöndum:
Cattle I (Kúafóðursalt I),
' Vifoskal og Cocura 4, einnig
fríá nota K.F.K. rauð fram xmd-
ir gróður og beit, en sú blanda
er auðugust af kalsíum og fos-
fór af öllum blöndum en snauð
af magníum. Skeljakalk er auð-
ugt af kalsíum og hentar vel
sem uppbót með steinefnablönd
um, þar sem ætla má, að hey
séu fátæk af kalsíum. Ráðið er
frá að nota Cattle II og Colborn
sem var á markaði í vetur, við
núvérandi aðstæður, nema að
bæta í þær kalsíum. Hins vegar
mun Colborn, sem kemur á
markað næstu daga vera nægi-
lega auðugt af kalsíum. í
Stewart S.Í.S. er of lítill fosfór.
Benda má á í þessu sambandi,
að undir vissum kringumstæð-
um gæti farið vel á að blanda
saman tveimur eða fleiri stein-
efnablöndum, þar sem ein
blandan er auðugri af einhverju
steinefni en önnur. Sem dæmi
má nefna, að blanda skeljakalki
í gróft matarsalt, til þess að
fullnægja kalsíumþörfinni. —
Kalsíum-fosfór hlutfall Ca/P í
fóðri sauðfjár þarf að vera 1,5
til 2,0.
Nú í vor verður að sjá mjólk-
urkúm fyrir nægum steinefnum
og þá einkurrrkalshmr, magnes-
ium og fosfór.
Dagleg kalsium- og fosfór-
þörf mjólkurkýr, sem er með
fangi og mjólkar minna en 5
kg, er 25 g af kalsium og 20 g
af fosfór. Fyrir hvert kg af
mjólk, sem kýrin mjólkar fram
yfir 5 kg, þarf 2,5 g af kalsium
og 2,0 g af fosfór. Kýr í 20 kg
dagsnyt, sem fær 10 kg af heyi
á dag og 5 kg af kjarnfóðri,
þarf að gefa 150—200 g af
steinefnablöndu á dag, þegar
tekið er tillit til þess, hve hey-
in eru steinefnasnauð. Mælt er
- Við sögðum satt, en andstæðingar héldu velli
(Framhald af blaðsíðu 8).
-hinum ýmsu vandamálum, ef
hann hefði mátt ráða eða mót-
að stjómarstefnuna. Aðalvið-
fangsefnið væri vandamál at-
vinnuveganna og úr því sem
komið væri, væri það aðalat-
riðið, hversu unnt væri úr að
bæta á þann veg, sem viðun-
andi væri. í öðru lagi hvemig
draga mætti úr kostnaði við
framleiðsluna, auka gæði henn-
ar.og þar með verðmæti fram-
leiðsluvaranna og leita nýrra
markaða fyrir þær erlendis.
Lækkun vaxta, sérstaklega á
stofnlánum og reksturslánum,
væri nauðsyn, ennfremur breyt
ing á lausaskuldum í föst lán.
Síðast en ekki sízt yrði að vinna
að því, að undirstöðuatvinnu-
vegirnir sætu fyrir lánsfjár-
magni öðrum fremur.
Þá nefndi ræðumaður hina
ýmsu kostnaðarliði, sem lækka
þyrfti, svo sem í bankakerfinu,
í olíuverzluninni og trygging-
unum. Einnig þyi-ftu atvinnu-
vegirnir að taka upp meiri
hagræðingu og framleiðni en
vei'ið hefði. Aukmn spamaður
við yfirbyggingu ríkisins væri
nauðsyn. í fjái'festingai'málum
væri það stefna Framsóknar-
flofcksins, að taka upp stjórn í
stað tilviljana, og að áætlana-
gerðir væru meira en pappírinn
einn, Og enn vék ræðumaður
að fiskiðnaðinum, stóriðju,
skipa- og fiskibátasmíði innan-
lands, menntun, tækni, utan-
rikismálum, viðskiptabandalög-
um o. fl.
Þótt hér sé nánast um upp-
talningu að í-æða, sýnir hún,
hve yfirgripsmikil ræða Olafs
Jóhannessonar var. Hún var
flutt af festu og rökhyggju svo
sem hans er vandi og var henni
ágætlega tekið af fundarmönn-
um.
Að frumi-æðu lokinni hófust
umræður, sem stóðu til mið-
nættis. Var ýmsum fyi'irspurn-
um beint til foi-mannsins og
svaraði hann þeim öllum og
mörgum á eftirminnilegan hátt.
Þeir sem til máls tóku voru
þessir: Ingvar Gíslason, Svavar
Ottesen, Stefán Valgeii'sson,
Sigurður Óli Brynjólfsson, Arn
þór Þorsteinsson, Ásgrímur
Stefánsson, Jón Aspar, Ólafur
Magnússon og Haukur Árna-
son. Voru umræðurnar hinar
fróðlegustu. □
með að gefa þetta magn af eft-
irtöldum blöndum:
Stewai't (S.Í.S.), Cattle I
(M.R. og Fóðurblandan h.f.),
Cocui-a 4 (S.Í.S.), Colbui'n
(Fóðuiblandan h.f.), Vifoskal
(M.R.). K.F.R. Rauð er mjög
kalsium auðug en ekki mælt
með að gefa hana mjólkurkúm
þennan mánuð og í júnímánuði.
Innan sviga fyrir aftan heiti
hverrar steinefnablöndu, er
skammstafað heiti eða nafn
þeirra fyrirtækja, er selja stein
efnablöndur.
Vegna þess hve heyin eru
snauð af magnesium, er hætta
á, að kýr fái graskrampa eða
bráðadauða fyrstu dagana eft-
ir útbeit nú í sumar. Því er
mælt með að gefa mjólkui'kúm
magnesium auðugar steinefna-
blöndur þrem vikum fyrir og
eftir útbeit, t. d. Cocura 5, sem
er auðug að nýtilegu magnes-
ium. Einnig er ráðlegt að
sprauta geldkýr og nýbærur
með D-vítamínolíu. (Calcifer-
ol) undir húð á hálsi og er
hæfilegt magn 10 ml af Calci-
ferol. Fyrir og eftir útbeit er
eindregið ráðið frá því að gefa
magnesium snauðar steinefna-
blöndur, en bent skal á að gefa
ekki magnesium auðugar stein-
efnablöndur nema vikurnar fyr
ir og eftir útbeit.
(Búnaðarfélag íslands).
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
hefur nú sýnt þetta ágæta leik-
rit sex .sinnum við ágæta dóma
og .undii'tektir leikhúsgesta.
Um sL helgi var uppselt bæði
kvöldin og er ákveðið að bæta
við sýningu í kvöld (miðviku-
dag) og væntanlega á laugar-
dag og sunnudag. Er ástæða til
að hvetja alla að sjá þessa eftir-
tektarverðu leiksýningu. □
UMFERÐÁKORTfÐ í PRENTUN
VERIÐ er að prenta umferðar-
kort fyrir Akureyri hjá POB.
Er það glöggt, smekklegt og
greinargott. Verður því væntan
lega fyx-st dreift á fundi í Nýja-
bíói næsia mánudag. En þar
verður þá umferðarfræðslu-
fundur fyrir almenning, miðúð-
ur við umferðarbreytinguna 26.
mai n. k.
Samkv. upplýsingum Gísla
Ólafssonar yfirlögregluþjónns á
Akureyri, verður lögsagnarum-
dæminu skipt í þessi svæði:
1. Akureyri, 2. Dalvfk, Svarf-
aðardalur og Árskógsströnd að
Fagraskógi, 3. frá Fagraskógi að
Akureyri, að Hörgárdal og
Öxnadal meðtöldum og 4. Eyja-
fjörður framan Akureýrar.
Rik áherzla verður lögð á að
fylgt verði settum réglum um
ökuhi-aða. 26 lögreglumenn.
stai'fa í umræminu á H-degi,
auk fjölmargi-a umfefðai-verða.
Ein lögreglu og hjálþax'sveitum
verður stjómað á lögx-eglustöð-
inni á Akureyri. □
- Tónlistarfélag Akureyrar tuttu og fimm ára
(Framhald af blaðsíðu 8).
aldsson og Tómas Bjömsson.
Endurskoðendur voru Valgarð-
ur ■ Stefánsson og Bjöm Hall-
dórsson, en til vara Þórarinn
Bjömsson og Vigfús Þ. Jóns-
son. Hafa þessir félagar í T. A.
unnið mikið starf fyrir félagið
og þá einkum Stefán Ág. Kristj
ánsson.
Veltiár - Millivegiir
Heilbrigt atvinnulíf
FJÓRÐA ATHUGUN
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Formaður Jón Sígurgeirs
son, ritari Haraldur Sigurðsson
og gjaldkeri Stefán Tryggva-
son.
Nú síðustu árin hefir félagið
reynt eftir mætti að auka tón-
listaráhuga yngri kynslóðarinn
ar og hefir T. A. í því skyni
komið á æskulýðstónleikum í
samstarfi við Æskulýðsráð bæj
arins og er ætlunin að þeir
verði fastir liðir í stai'fi félags-
ins framvegis.
Sinfóníuhljómsveitin heldur
tónleika hér á Akureyri 21. maí
n. k. á vegurrí T. A. og eru það
afmælistónleikar og hefst að-
göngumiðasala í kvöld í verzl-
uninni Huld. Unglingatónleikar
verða sama dag kl. 4 e. h.
FYRR er frá því sagt að ríkasta
borg Svisslands veitir ekkert fé
til veizluhalda.
Forseti Svisslands fylgir í
þessu efni í-eglu Forn-íslend-
inga. Foi-feður okkar töldu
stjóm Alþingis borgaralega
skyldu, og gafst sú ráðdeild vel.
Nú er tekin upp ný regla um
tilkostnað við forsetaembættið
á Bessastöðum. Laun forseta
420 þús. kr., x-isna 70 þús. kr.,
skrifstofa í Reykjavík 335 þús.
kr., annar kostnaður í Reykja-
vík 360 þús. kr., forsetasetrið á
Bessastöðum 124 þús. kr., annar
kostnaður 780 þús. kr., til hand
hafa forsetavalds 20 þús. kr.
Fyrir utan þennan tilkostnað í
landsi'eikningum hefur forset-
inn mikinn tilkostnað við ferðir
til þjóðhöfðingja, bæði kon-
unga- og forseta. Eh þeir liðir
eru ekki tilfærðir.
í Svisslandi hefur fé almenn-
ings ekki verið varið til kon-
ungsembættis eða sliks ernbætt
ismanns. Nú hefur fjármálaráð-
herra tekið fram í þingræðu, að
tekjur þjóðarinnar hafi stórlega
minnkað. Eyðsla verði líka að
di-agast saman. Mikiil tilkostn-
aður er við forsetaembættið.
Sennilega vei'ður athugað for-
dæmi þjóðarinnar. Hún stax-f-
rækti blómlegt lýðveldi í næst-
um fjói'ar aldir og hafði til heið
ursvarðgæzlu hvern skörung-
inn öðrum rneiri en engar tild-
ursumbúðir um embættið.
Jónas Jónsson frá Hriflu.
„HRAÐAR HENDUR“
LIONSKLÚBBUR Akureyrar
hyggst styrkja vistheimíli van-
gefinna á Akureyri með ágóða
af gamanleiknum Hraðar hend-
ur, sem verður frumsýndur í
Sjálfstæðishúsinu á föstudag-
inn. Leikstjóri er Ágúst Kvar-
an. Leikarar eru tíu talsins. Sjá
auglýsingu á öðrum stað í blað-
inu. □
- SIÍÓGRÆKTIN
(Framhald af blaðsíðu 1).
uppeldið, sem hefur tekizt mjög
vel á undanförnum árum. Allir
verða að lgegjast á eitt í skóg-
rækt og gróðurvemd. □
iSLENDINGAR OG HAFIÐ
TVÆR vikur eru nú þar til
sýningin Islendingar og hafið
vex-ður opnuð í sýningarhöll-
inni í Laugardal, en hún mun
standa í alls 18 daga eða frá
25. þessa mánaðar til 11. júní,
að báðum þessum dögum með-
töldum.
Sýningunni má skipta í aðal-
ati'iðum í þrjá þætti, sem kalla
má fortíð, nútíð og fi-amtíð.
Árin og seglið heitir sú deild
sýningarinnar, sem veita á
nokkra hugmynd um slenzkar
fiskveiðar í fortíð og fram um
síðustu aldamót. Þar getur á
mai'gt að líta, og verður hér að-
eins drepið á fátt eitt, enda er
sjón sögu ríkari. — Þjóðminja-
vörður, forstöðumenn byggða-
safna og margir einstaklingar
hafa sýnt lofsverðan vilja og
áhuga á að lána myndir og
muni.
Fyrir framan sýningarhöll-
ina verður komið fyrir Þor-
lákshafnai'fari með rá og reiða,
tólfrónum teinæringi. — Bátur
þessi er að vísu ekki gamall, 53
ára, en hann er merkilegur
vegna þess, að hann er smíðað-
ur af einum mikilviifcasta báta-
smið á Suðurlandi fyrr og síð-
ai', Steini Guðmundssyni á
Eyrarbakka. Talið er, að hann
hafi smíðað nærri 500 báta.
Báturinn sýnir hið svokallaða
Steinslag. Hann er seinasti bát-
urinn, sem Steinn smíðaði, og
var Steirm þá 77 ára gamall.
Liðin eru 109 ár síðan fyrsta
íslenzka fiskveiðasýningin var
haldin, sem reyndar var þá
kölluð veiðai'færasýning.
í einum skáp eru sýndir
margs konar gripir smíðaðir úr
hvalbeini. Þá verður skápur,
sem í eru ýmisleg skilríki, er
varða sjómannafræðslu á ís-
landi um hálfri öld fyrr en
Stýrimarmaskólinn var stofn-
aður. Má þar á meðal nefna
allstórt handrit að íslenzkri
stýrimannafræði, er lokið var
við að semja og skrá árið 1843,
frumrit að fyrstu ritgerðinni
um stofnun sjómannaskóla hér
á landi. Bæði eru þessi handi'it
vax-ðveitt utan Reykjavíkur. í
þessum skáp er einnig bréf, sem
staðfestir stofnun sjómaima-
skóla á ísafix-ði 1852 og reikn-
ingur, er sýnir hvaða bækur og
Geysir í góðri
þjálfun
KARLAKÓRINN GEYSIR hef
ur haldið nokkra samsöngva
xmdanfarið. Kóriim hefur sung
ið í Sjálfstæðishúsinu við ágæta
aðsókn og framúrskarandi und-
irtektir áheyrenda. Söngstjóri
er Jan Kisa. Kórinn er greini-
lega í góðri þjálfun, og radd-
fegurð þessa gamla og merki-
lega hljóðfæris okkar Akureyr-
inga hefur ef til vill aldi-ei verið
meiri en nú. Það virtist leika í
höndum hins rólega og örugga
stjóranda, svo að unun var á að
hlýða. Þá skal þess og getið,
að Philip Jenkins lék undir með
kói-num. Það var ákaflega
skemmtilegt að heyra þennan
snilling ýmist geysast fram með
kórinn að baki sér eða hverfa
að baki söngvaranna í öruggri
hógværð þess, sem aðeins styð-
ur við túlkun hins aðilans.
Því miður er hér ekkert rúm
til að ræða einstök atriði söng-
skrárinnar, en hafi kórinn heila
þökk fyrir söng sinn og allt
starf sitt fyrr og síðar. □
áhöld voru keypt til þessa
skóla. Myndir eru af frum-
kvöðlum íslenzki'ar sjómanna-
fræðslu.
Brautryðjendur er yfirskrift
eins sýningarskápsins. Þar eru
birtar myndir af ýmsum upp-
hafsmönnum ísl. þilskipaútgerð
ar svo og mynd af því eina
mannvirki, sem enn er varð-
veitt frá bernsku þilskipaút-
vegsins. — Óhætt mun að full-
yrða, að í þessari sýningardeild
verður fjölmargt muna og
mynda, er varðar fiskveiðisögu
íslendinga fram að síðustu alda
mótum og almenningi er lítt
eða ekki kunnugt um.
Þá má og geta þess, að í þess-
ari deild munu gamlir menn úr
Hrafnistu sýna vinnubrögð við
veiðarfæragerð.
Þegar kemur úr anddyi'inu
inn í aðalsalinn, eru menn
komnir í nútímann, því að þar
er kynnt starfsemi fjölmargra
stofnana, samtaka, fyrix'tækja
og fleiri. Taka svo mai'gir slík-
ir aðilar þátt í sýningunni, að
þeir rúmast ekki allir í salnum
og eru sýningarstúkur þess
vegna einnig í fatageymslu
hússins, undir aðalsalnum. Eru
þessir aðilar samtals 65, og
verða þeir taldir upp hér á eft-
ir samkvæmt tölusetningu sýn-
ingarstúkna þeirra.
Akureyrarbær, Stilhr h.f., J.
P. Guðjónsson h.f, Fex-skfisk-
eftirlitið, Radíóviðgerðarstofa
Ólafs Jónssonar, Landssamband
netagerðaveifcstæða, Landssam
band dráttarbrauta og skipa-
smiðja, Skipaskoðun ríkisins,
Slysavamafélag íslands, Land-
helgisgæzlan, Eiríar Fai'estveit
& Co. h.f, Fiskmat ríkisins,
Sölusamband ísl. fiskframleið-
enda, Landsbanki íslands, Síld-
arútvegsnefnd, Samvinnufélag-
ið Hreyfill, Póstur og sími,
Vita- og hafnarmálastjórnin,
Hafrannsóknarstofnunin, Hamp
iðjan h.f., Reykjavíkurhöfn,
Samábyrgð íslands, Stýri-
mannaskólinn, Vélskólinn, Frið
rik A. Jónsson, Eimskipafélag
íslands h.f., Ríkharður Sig-
mundsson, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, Sjómannadags-
ráð og Happdrætti DAS, Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins,
Síldarverksmiðjur ríkisins, Út-
vegsbankinn, Vélasalan hi.,
Fiskifélag íslands, Landssam-
band ísl. útvegsmanna og Fé-
lag ísl. botnvöi-puskipaeigenda,
Verzlún O. Ellingsen h.f., Ál-
borg h.f., Fiskimálasjóður, Veð
urstofan, Fálkinn h.f., Stýri-
mannaskólinn í Vestmannaeyj-
um, H. Benediktsson h.f., Ull-
arverksmiðjan Framtíðin og
Verksmiðjan Max, Ingólfur
Árnason, Tryggingamiðstöðin,
Optima, Skreiðarsamlagið, Egg
ert Kristjánsson & Co. h.f,
Sveinn Jónsson, frystivélaþjón-
usta, Netasalan h.f., B. Sig-
urðsson s.f., Málning h.f., Kassa
gex'ð Reykjavíkur h.f., Segla-
gerðin Ægir, Jöklar h.f., Krist-
ján G. Gíslason, Ingvar & Ari,
Pólar h.f., Konráð Gíslason,
kompássmiður, Björgun h.f.,
Ákraneskaupstaður, I. Pálma-
son h.f., Akurfell s.f., Hafskip
h.f., Kúlulegusalan h.f., Kaf-
arafélag íslands, Austfirðir.
Hver þessara aðila kynnir að
sjálfsögðu starfsemi sína, þjón-
ustustofnanir gera á ýmsan
hátt grein fyrir því starfi, sem
þær inna af höndum fyrir út-
veginn, ýmist á sjó eða landi,
og verzlunai'fyrirtækin hafa
sýningu á tækjum þeim af
ýmsu tagi, sem þau selja og
notuð eru við fiskveiðar og út-
gerð.
(Úr fréttatilkynningu).
' MINNING:
Harakliir Olafsson
fyrrv. kaupmaður að Mountain
1884-
Mér finnst sem ég gangí um
grisjaðan skóg,
er geng ég í minninga lundinn,
— á horfiríni fornvina fundinn.
Þessar ljóðlínur, ortar nýlega,
vei'ða mér ofarlega í huga, þeg-
ar ég minnist með nokkrum örð
um vinar míns Haralds Ólafs-
sonar fyrrv. kaupmanns að
Mountain, N.-Dákota, er íézt
þar 7. marz 1967. Mgð.honum er
til gi'afar genginn einn iþéirfa
manna, er um langt skeið setti
svip sinn á Mourítainbæ ,og- ís-
lendirígabyggðina , á _þeim slóá-r..
um, því að hann kom þav við;
sögu með mörgum hætti. Kynni
okkar hófust stuttu §ftir: að ég
kom til Grand Fopk^, N. Da- t
kota, haustið 1929, og Héldust'
meðan báðir lifðu.
Haraldur Ólafsson var fædd-
ur á Akureyri 24. ágúst 1884.
Foreldrar hans voru þau Óíafur
Þorsteinsson póstur og kona
hans- Sigurbjörg ÓlafsdÖttir.
Haraldur stundaði árlangt kjöt-
iðnaðamám í Danmörku. . í
fimm ár vann hann í kjötbúð á
Akureyri, þrjú . seinustu . árin
hjá Kaupfélagi Éyfivðinga.
Hann fluttist vestur um haf til
Mountain 1913, rak verzlun í
Wynyard, Saskatchewan, 1919
—22 síðan að Mountain í 22 ár
og stundaði jafnframt búskap,
en hætti honum 1946.
Árið 1919 kvæntist Haraldur
Maríu Metúsalemsdóttur, er
fædd var að Fagx-anesi á Langa
nesi 7. jxiní 1881, en kom
tveggja ára að aldri vestur um
haf til Mountain með foreldrum
sínum Metúsalem Einarssyni
Eymundssonar frá Fagranesi og
Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá
Úlfsstöðixm í Skagafirði, Þau
Haraldur og María bjuggu, eins
og að ofan getur, í þrjú ár í
Wynyard, Sask., en fluttu þá
aftur austur til Mountain, og
áttu þar heimili eftir það.
María var hin mesta ágætis-
og merkiskona, og var Hai'aldi
manni hennar því þimgur harm
ur kveðinn, er hann missti hana
27. nóv. 1949. Var heimili þeirra
víðkunnugt fyrir myndai'brag
og gestrisni. Má hið sama segja
um heimilisbrag þar efth' að
Ingibjörg Helga dóttir þeirra og
Harx-iet Helga (f. Thoi'leifsson),
kona Einai's sonar þeirra, tóku
þar við húsforráðum. Á sá, er
þetta ritar, góðar minningar um
höfðinglegar og hlýjar viðtökur
og ánægjustundir þar á heimil-
inu.
-1967
Haraldur Ólafsson var ræð-
inn og skemmtilegur heim að
sækja, maður greindur, sem
fylgdist vel með opinberum mál
um bæði í kjörlandi sínu vestan
hafsins og heima á ættjörðinnL
Hann var íslendingur góður, og
tók mikinn þátt í starfi þjóð-
í'æknisdeildarmnar „Bái-unnar“
í heimabyggð sinni. Átti árum
saman sæti í stjórnamefnd
deildarinnar og var oft fullti'úi
hennar á ársþingum Þjóðrækn-
isfélagsins. í viðurkenningar-
skyni fyrir starf sitt í þágu deild
arinnar, var hann einnig kosinn
heiðursfélagi hennar. Tvisvar
heimsótti hann ísland eftir að
hann fluttist vestur, 1947 og
1953, og hafði, eins og vænta
mátti, mikla ánægju af þeim
heimferðum sínum. Bæjai-mál
lét hann sig einnig miklu skipta,
og var í mörg ár í bæjarstjóm
á Mountain.
Hann var dugnaðarmaður
mikill, svo að vel mátti segja,
að hann væri ákafamaður x
þeim efnum. Á hinn bóginn var
, hann maður bókhneigður, og
sjálfur pennafær vel, eins og
sjá má af greinum hans í vest-
ur-íslenzku vikublöðxmum, en
þær bera vitni lipru málfari
Jians og glöggri athyglisgáfu.
Hispurslaus var hanrí einnig í
frásögn sirmi, enda þannig skapi
farinn.
Um nokkurn tíma áður en
hann lézt hafði hann búið á elli
, heimilinu „Borg“ að Mountain,
,,og naut þar góðrar aðhlynning-
ar. Annars var hann hin síðari
ár oft á veti'um hjá Ingibjörgu
dóttur sinni og fjölskyldu henn
ar í Califoi'níu, en þegar hann
var heima við á Mountain, kom
hann oft til Grand Foifcs til
Einars sonar síns og fjölskyldu
hans og annars ættfólks hans og
kunningja þar í borg. Að Moun
tain átti hann einnig sérstaklega
góðan hauk í horni, þai- sem var
Freeman M. Einai'sson mágur
hans, fyri-v. í'íkisþingmaður.
Harald lifa fyrrnefnd börn
hans, Einar, í Grand Foifcs, og
Ingibjörg (Mrs. A. R. Chap-
man), í Irvine, Califomía, og
hópur bamaabrna. Ermfremur
fósturbömin Haraldur, Lansing,
Michigan; Einar, Seattle, Was-
hington; og Kristín (Mrs.
Slama), Garden Grove, Cali-
fornía, en þau Haraldur og
María tóku framannefnd syst-
kini til uppfósturs fyrir mörg-
um árum síðan, þegar Jóhann
faðir þeirra, bróðir Maríu,
missti fconu sína frá ungum
barnahópnum. Segir það di'eng
skaparbragð sína eigin sögu.
Auk hins mannvænlega hóps
barna, fóstui'barna og barna-
bama, lifir Harald ein systir,
Helga, á Akureyri, prýðileg
kona og vel metin þar í bæ.
Haraldur Ólafsson stóð djúp-
um rótum í mold fagurrar og
söguríkrar fæðingai'sveitar sinn
ar, Eyjafjarðar, og því kveð ég
hann með eftii'farandi orðum
K. N. sveitunga hans og vinar:
„Svo dreymi þig um fríðan Eyja
fjörð,“ en þannig vissi ég oft
hvarfla huga þessa mæta sonar
Akureyrar, þó að rætui-nar
væru eðlilega einnig orðnar
djúpstæðar í jarðvegi kjörlands
ins vestan hafsins.
Richarð Beck. i