Dagur - 20.06.1968, Page 1

Dagur - 20.06.1968, Page 1
EFNAVERKSMIOJAN SJÖFN LI. árg. — Akureyri, finimtudaginn 20. júní 1988 — 27. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING NYJA VARÐ8KÍPIÐ, ÆGIR, KOMÍÐ f SÍÐUSTU viku sigldi nýtt varðskip, Ægir, inn í liöfnina í Reykjavík. Verður það flagg- skip íslenzku Landhelgisgæzl- unnar og er það búið mjög full- komnum tækjum til varðgæzlu og björgunarstarfa. Skipherra er Jón Jónsson. Skipið komst í 20 mílna ganghraða í heimsigl- ingu. Hluti þilfars er ætlaður þyrlu. Ægir er smíðaður hjá Alborg Værft A/S. Lengd skipsins er 65 metrar, en breidd 10 m. og stærðin 927 brúttólestir. Nýi Ægir er talinn mjög vand að skip að allri gerð. „Árás“ á verkalýðs- félögin lirundið : í LOK síðasta mánaðar hófst ;deila milli verkalýðsfélaga í | Hafnarfirði og íslenzka Ál- félagsins. En forstjóri hins síðarnefnda Iiugðist stofna verkalýðsfélag fyrir sitt starfsfólk, er semdi um kaup og kjör. Eftir orðræður og yfirlýsingar lauk máli þessu á þann veg, að Álfélagið féll i frá fyrirætlunum sínum og jlýsti yfir því, að íslenzka Ál- félagið viðurkenndi verka- |lýðsfélög Hafnarfjarðar rétta 1 samningsaðila um 'kaup og ;kjör og að félagar Framtíð- í arinnar og verkamannafélags ins Hlíf í Hafnarfirði hafi i forgangsrétt til allrar vinnu | verkafólks hjá ÍSAL. Finnst verkalýðsfélögunum rétti- lega að hrundið hafi verið sérstæðri „árás“ í máli þessu. Lagt af stað í skrúðgönguna. Kúapest á Rútsstöðmn SAMKVÆMT upplýsingum Ágústs Þorleifssonar dýralækn- is er kúapest komin í Eyjafjörð, að Rútsstöðum. Hefur bóndinn þegar misst fimm gripi í fjósi, 3 kýr og tvo kálfa. Telur dýra- læknirinn líklegast, að um svo- nefnda vírusskitu sé að ræða, en hún hefur herjað tvisvar í héraðinu á síðustu 10 árum. Líklegt er talið, að veikin berist með innfluttu kjarnfóðri. Hún er mjög smitandi og jafnan verst í byrjun. Bóndinn á Rúts- stöðum er Tryggvi Hjaltason. Frú Saga Jónsdóttir flytur ávarp Fjallkonunnar. (Ljósm.: E. D.) (Ljósm.: E. D.) SAMKVÆMT umsögn lögregl- unnar á Akureyri var síðasta helgi vandræðalaus og 17. júní- hátíðahöldin fóru hið bezta fram, enda lítið um ölvun. Veð- ur mátti heita gott þjóðhátíða- daginn, þurrt til kvölds er morg unskúr sleppti, kyrrt en fremur svalt. Bærinn var ryklaus, efth’ næturrigningu og má það telj- ast einstök heppni. Eftir hádegi fór fólk að streyma á Ráðhústorg, þar sem Lúðrasveit Akureyrar lék und- ir stjórn Jan Kisa og varð þar brátt mikill mannfjöldi. Jón Ingimarsson setti hátíðina, séra Pétur Sigurgeirsson flutti guðs- þjónustu með aðstoð Kirkju- kórs og Lúðrasveitar, sem Jakob Tryggvason stjómaði, frú Saga Jónsdóttir flutti ávarp fjall konunnar og Karlakór Akureyr ar söng undir stjórn Guðmund- ar Jóhannssonar. Skátar stjórnuðu síðan skrúð göngu út á íþrót'tasvæði bæjar- ins. Á íþróttavellinum fór fram fánahylling skáta en séra Bolli Gústavsson flutti skörulega lýð veldisræðu og nýstúdentinn Gunnar Frímannsson frá Garðs horni á Þelamörk flutti minni Jóns Sigurðssonar forseta. Gífurlegur mannfjöldi var saman kominn á íþróttasvæð- inu og fór þar allt fram með hinni mestu prýði. Keppt var í nokkrum íþróttagreinum, sýnd var íslenzk glíma pilta úr Hörg- árdal, lögregla og slökkvilið kepptu í knattspyrnu við kenn- ara og ríkisstarfsmenn og bæjar starfsmenn kepptu í reiptogi, en Lúðrasveitin lék rnilli atriða. Á Ráðhústorgi hófst barna- Öffiutningur hrossa er hafinn FYRIR helgina var 62 hross flutt um borð í Skógafoss og eru á leið til Vestur-Þýzkalands og Sviss. Annast SÍS sölu hross- Söluverð saltsíldar dálítið hærra UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningaviðræður um fyrir- framsölu á saltaðri Norður- og Austurlandssíld framleiddri TRILLA FORST ÞRIGGJA íonna trillubátur írá Siglufirði, sem fór í róSur að kveldi 12. júní, týndist og er talið að liún hafi farist. Með henni fórust tveir ungir, kvænt- ir sjómenn, þeir Sigurður Helga son og Helgi Jónasson. Báts og manna var Ieitað fleiri daga á sjó, úr lofti og á landi. □ 1968. Sanmingar hafa þegar tek izt við síldarkaupendur í Sví- þjóð, Bandaríkjunum, Finn- landi og Vestur-Þýzkalandi. Kaupendur hafa eins og á und- anförnum árum nokkurn frest til að ákveða endanlegt sarnn- ingsmagn, en samið hefir verið urh öll önnur atriði. Söluverðið til þessara landa hækkar lítils- háttar frá því, sem það var á sl. ári. Auk þess hafa kaupendur í Finnlandi og Vestur-Þýzka- landi fallizt á að hækka verðið frá fyrra ári sem svarar gengis- fellingu sterlingspunds gagn- vart Bandaríkjadollar, en á und anförnum árum hefir síldin til þessarra landa verið seld í sterl -ingspundum. Samkvæmt hinum nýju samn ingum er heimilt að afgreiða verulegan hluta samningsmagns ins með síld, sem söltuð kann að verða um borð í skipum á fjar- lægum míðum og þarf ekki að raða þeirri síld í tunnurnar á venjulegan hátt, heldur nægir að jafna henni um leið og saltað er. Samningaumleitanir standa enn yfir varðandi sölu saltsíldar til annarra markaðslanda, m. a. til Sovétríkjanna. skemmtun um kl. 5 og um kvöld ið vai' þar fjölbreytt skemmtun, (Framhald á blaðsíðu 2). anna og mun selja um 200 hross út nú í sumar, eða fleiri. Bænd- ur fá 8—18 þús. kr. fyrir hrossið, miðað við að þau séu sótt til seljanda. Iirossaútflutningur hefur oft verið mikill þótt svo hafi ekki verið síðustu áratugina en þó vaxandi síðustu ár. Margir ótt- ast, að með útflutningi stóðhesta og fylfullra mera, muni erlendir aðilar sjálfir koma sér upp ís- lenzkum hrossastofni og spilla á þann hátt fyrir útflutningi, þar sem flutningur hrossa milli landa er dýr. Þetta kann að liafa við einhver rök að styðjast. Þess ber þá líka að geta, að hér á landi er unnt að svara óskum erlendra kaupenda á annan og betri hátt en nú er og á ég þar við tamninguna, sem hér er öll í molum og útflutningshrossin oft 'hreinustu villidýr, er þau koma í hendur kaupendanna eriendis. □ Gunnar Frímannsson flytur miimi Jóns Sigurðssonar. (Ljósm.: E. D.) Séra Bolli Gústavsson flytur lýðveldisræðuna. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.