Dagur - 20.06.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 20.06.1968, Blaðsíða 2
2 Á Akureyringar lialda forustimni Hafa hlotið 5 stig í 3 fyrstu leilvjunum - Gerðu r jafntefli við Fram 1:1 - Enn skoraði Kári Arna SL. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD léku Akureyringar sinn þriðja leik í 1. deild í sumar, og mættu Fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með jafntefli 1:1. Framarar skoruðu sitt mark úr víta- spyrnu, en Kári Árnason jafn- aði fyrir ÍBA. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri liálfleik. Ak- ureyringar sóttu mjög í síðari hálfleik, og höfðu yfirhöndina í þeim hálfleik, en tókst ekki að skora þótt þeir ættu nokkur góð tækifæri. Að þessum þrem leikjum loknum finnst mér ekki ástæða til annarsj en að vera bjartsýnn, ,þó ég 'Vilji á engan hátt gera lítið úr mótherjunum, 'og ég vil biðja menn að muna það, að -allt getur gerzt í knattspyrnu og enginn leikur er unninn fyrir fram. Það er érfitt verk, sem knattspyrnumenn á Akureyri eiga framundan, en að hljóta 5 stig í 3 fyrstu leikjum móts- ins gefur vissulega tilefni til bjartsýni, og það er gott að eiga eftir leiki á “heimavelli. Staðan í deildinni er nú þannig: ÍBA 5 stig (3 leikir), Fram 4 stig (3), Valur 3 stig (3), ÍBV 2 stig (2), KR 2 stig (3) og ÍBK 0 stig (2). Þriðju umferð er ekki lokið, því leik ÍBV og ÍBK var frestað vegna erfið- leika á flugi til Eyja, og hafa því ÍBK og ÍBV aðeins leikið 2 leiki en hin liðin 3. Þá má að lokum geta þess, að Kári Árnason hefur skorað 4 af 5 mörkum ÍBA í þessum 3 fyrstu leikjum, og er marka- hæstur í 1. deild ásamt Helga Númasýni Fram. Sunnanblöðin segja. Dagblöðunum ber saman um, að Framarar hafi verið heppnir að hljóta annað stigið í leiknum við Akureyringa, og er lið ÍBA talið gott, og það hafi sýnt á köflum, sérstaklega í síðari hálf leik, góðan leik. Sv. O. ]) TÁIMANOV kemnr til Akureyrar EINN af fremstu skákmönn- um heims, stórmeistarinn Taimanov, sem m. a. hefur orðið skákmeistari Sovétríkj anna, kemur til Akureyrar n. k. föstudag og mun tefla fjöltefli um kvöldið í Lands- bankasalnum. Öllum er heimil þátttaka, cn þátítöku gjald er kr. 125.00. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að hafa með sér töfl. Fjölteflið byrjar kl. 8.30 stundvíslega. Á laugardagskvöld mun Taimanov sennilega tefla samtímaskákir við 10 meist- araflokksmenn á sama stað. Stjórn Skákfélags Akurevrar. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). til að unnið verði á skynsamleg- an hátt að þeim málum, en ef staðreyndir væru viðurkenndar með þeirri tregðu, sem hjá ýms um verður vart. En hefur trúar þörf manna nokkrum breyting- um tekið? Ekki held ég það. Víst er, að ýmsir sértrúarsöfn- uðir eru starfandi og margt fólk þar er áliugasamt hvað sem um þá má annars segja. GANGA í HÚS í einu blaði Dags í vor auglýstu þessir samkomur: Akureyrar- kirkja og fl. kirkjur, Hjálpræðis herinn, Vottar Jehóva, kristni- boðshúsið -Zion, Gideonsfélagið, Sjónarhæð og Fíladelfía. Það er nokkuð algengt hér á Akureyri, að boðberar sumra sértrúar- flokka gaiigi í hús til þess að ræða trúmál við fólk. Ekki er hér einn lastaður né annar lof- aður en á það bent, að þegar þjóðkirkjan bregst fólki sínu eða það henni, vcx sá fjöldi, sem Ieitar trúarþörf sinni svölun hjá öðrum aðilum. HAFIN ER sveitakeppni í skák á vegum Ungmennafélags fs- lands og taka 10 héraðssambönd þátt í keppninni. Keppt er í fjögurra manna sveitum. í for'keppni er keppt í þremur riðlum, og fer efsta sveitin úr hverjum riðli í úrslitakeppnina, sem háð verður að Eiðum um leið og landsmót UMFÍ fer þar TfamT*næstá"mánuði. Um síðustu helgi fór fram keppni í tyeim riðlum forkeppn innar. Á Akureyri kepptu Ung- menna- og íþróttasamband Austurlands, Héraðssamband Suður-Þingeyinga og Ung- mennasamband Eyjafjarðar. Fóru leikar þannig að UÍA vann HSÞ Sýé—V2, UMSE. vann UÍA 21/2—11/2 og UMSE vann HSÞ 3V2—1/2. Ungmennasam- band Eyjafjarðar hlaut því sam- anlagt 6 vinninga, UÍA 5 vinn- inga og HSÞ 1 vinning. UMSE sá um mótið. Þá kepptu á sama tíma í Kópavogi Jið Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadals- sýslu, Héraðssambandsins Skarphéðins og Ungmennasam- bands Kjalarnessþings. Leikar fóru þannig að UMSK vann HSH 4—0, HSK og HSH gerðu jafntefli 2—2 og UMSK vann HSK 21/2—11/2. Samtals hlaut UMSK því 61/2 vinning, HSK 31/2 vinning og HSH 2 vinninga. ATHUGASEMD ÞANN 6. júní sl. birtist í blaði yðar grein, sem er undirrituð af KR-ing frá Akureyri. í Alþýðu manninum 14. júní sl. er því haldið fram, að ég undirritaðui' sé höfundur greinarinnar. Ég vil leyfa mér að upplýsa, að ég hefi ekki samið umrædda grein, og veit ekki hver gerði það. Reykjavík 16. júní 1968 Haukur Leósson. - HÁTÍÐAHÖLDIN (Framhald af blaðsíðu 1). er lauk með dansi. Þar söng Geysir undir stjórn Jan Kisa, Rósberg G. Snædal, Einar Kristjánsson og Jóhann Ög- mundsson skemmtu, Gígjan söng og enn fleira var þar til skemmtunar. □ Skákstjóri var Gísli Pétursson. UMSK sá um mótið. I sigursveit Ungmennasam- bands Eyjafjarðar voru þessir menn: Guðmundur Eiðsson, Ármann Búason, Hjörleifur Halldórsson og Hreinn Hrafns- son. í sigursveit UMSK voru: Lárus Johnsen, Jónas Þorvalds- son, Björgvin Guðmundsson og Ari Gúðmundsson. (Fréttat ilkynning.) TIL SÖLU: VOX-gítarmagnari, 30 AC Twin. Upplýsingar hjá Sigurði J. Þorgeirssyni, Fjólugötu 12. Til sýnis og sölu á tæki- færisverði: Fimm ára gamalt SÓFASETT. Uppl. í síma 1-27-91 milli k.l. 8 og 10 á kvölclin Vel meðfarnar HLAÐ-KOJUR til sölu. Uppl. i síma 2-10-14. GÍTAR og MAGNARI til sölu á kr. 9.000.00. Uppl. í síma 1-23-82. HÖFUM TIL SÖLU, notað: PREMIER Trommusett á góðu \ erði. Einnig notað PÍANÓ á kr. 8.500.00. TÓNABÚÐIN MAGNARI Til söhi góður 45 watta MAGNARI á hagstæðu verði. Uppl. í síma 1-12-08 eitir kl. 7 á kvöldin. Á SUNNUDAGINN kemur, kl. 4, eiga Akureyringar að leika sinn fyrsta leik á heima velli í sumar, og eru það Vestmannaeyingar, sem fyrst ir sækja okkur heim, nýlið- arnir í 1. deild. — Þeir hafa leikið 2 leiki í deildinni, sigr uðu íslandsmeistara Vals, en töpuðu fyrir Fram, en leik þeirra og Keflvíkinga var frestað. Sagt er að Vest- mannaeyingum hafi farið mikið fram frá því í fyrra, en þjálfari hjá þeim er Ilreið ar Ársælsson, KR. Það má því búast við skemmtilegri viðureign á sunnudaginn. Ekki er að efa að knatt- spyrnuunnendur í bæ og nágrenni fjölmenna á völl- inn og hvetja lið sitt vel. — Vonandi láta þeir, sem staðið hafa í Brekkugötu og Klapp arstíg undanfarin sumur og horft þaðan á kappleiki, af þeim leiða sið og koma nú inn fyrir vallargirðinguna, á sunnudaginn. Samkvæmt upplýsingum Hreins Oskarssonar forstöðu manns íþróttaleikvangsins, er völlurinn nú óðum að ná sér eftir kalið, en er þó mun verri en undanfarin sumur. Mikið annríki hefur verið og er hjá starfsmönnum vall arins, en við skulum vona, að okkar ágæti íþróttaleikvang ur nái sér og verði bæjar- búum til augnayndis eins og verið liefur undanfarin sum- ur. Sv. O. Reynir Hjartarson, Þór, var stigahæstur 100 m. hlaup. sek. Reynir Hjartarson, Þór 11.3 400 m. hlaup. sek. Sigvaldi Júlíusson, UMSE 55.6 1500 m. hlaup. mín. Sigvaldi Júlíusson, UMSE 4.47.5 4x100 m. boðhlaup. sek. Sveit UMSE 48.5 Sveit Þórs 49.5 Spjótkast. m. Sigurður Viðar UMSE 43.94 Kringlukast. m. Sigurður Viðar, UMSE 34.98 Kúluvarp. m. Þóroddur Jóhannss. UMSE 12.73 Langstökk. m. Sigurður Viðar, UMSE 5.99 Hástökk. m. Halldór Matthíasson, KA 1.70 Reynir Hjartarson, Þór, vann afreksbikar 17. júní-mótsins fyr ir 100 m. hlaup, 11.3 sek., og vann bikai'inn til eignar. TAPAÐ Lítill blár PÁFAGAUKUR tapaðist á sunnudaginn. Þeir, sem kynnu að hafa orðið hans varir, eru vin- samlegast beðnir að hringja í síma 1-29-06. MÁLNING H.F. Umboð á Akureyri: EYGGINGAVÖRUVERZLUN AKUREYRAR - Sími 1-15-38 Umboð á Húsavík: HAFLIÐI JÓNSSON - Sími 4-11-49

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.