Dagur - 20.06.1968, Síða 4
4
S
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
„Gæti þetta
gerzt liér”
MORGUNBLAÐIÐ veltir fyrir sér
þeirri spumingu, hvort hér á landi
gætu gerzt svipaðir atburðir og í
Bretlandi, að ráðherrar víki úr sæti
vegna málefnalegs ágreinings. Gísli
Magnússon ræðir þetta nánar í Ein-
herja og segir m. a.:
„Nei, það hefur ekki gerzt síðan
í árslok 1958 að ráðherrar hafi látið
„málefnin ráða, en ekki persónuleg-
ar vegsemdir“. Þá baðst Hermann
Jónasson lausnar vegna þess að hann
fékk ekki samstöðu í ríkisstjóminni
um nauðsynlegar ráðstafanir til að
stöðva verðbólguna. Hann lét „mál-
efnin ráða“.
Þá tók við íhaldsstjórn. Alþýðu-
flokkurinn skreið þá undir klæða-
fald íhaldsins og hefur kúrt þar síð-
an. Sú stjóm hét því hátíðlega að
stöðva alla verðbólgu. Það heit hefur
verið efnt með þeim hætti, að svik-
um hefur sífellt verið bætt á svik
ofan, allt til þessa dags. Þannig er af-
staða stjórnarinnar til „málefnanna“
annars vegar og „persónulegra veg-
semda“ hins vegar.
Sitthvað var það fleira, sem ríkis-
stjórnin letraði stórum stöfum á
stefnuskrá sína. Allar niðurgreiðslur
og uppbætur skyldu af teknar og at-
vinnuvegunum komið á svo traustan
grunn, að eigi þyrfti til að koma
beinn fjárstuðningur af opinberri
hálfu. En um það fyrirheit hefur far-
ið svo, að niðurgreiðslur og uppbæt-
ur í einhverri mynd nema nú á ann-
að þúsund milljónum króna. Svo
miklu þýðingarmeiri eru ráðherra-
stólarnir — hinar „persóntdegu veg-
semdir“ — en stefnuskrármálin. Ann-
ars er það svo um niðurgreiðslurnar,
að þær eru hreyfanlegar nokkuð eftit
því, hvemig á aljíingiskosningum
stendur: Fyrir kosningar eru niður-
greiðslur hækkaðar, eftir kosningar
lækkaðar. Enn er það stóla-pólitíkin,
sem ræður.
Árið 1960 taldi ríkisstjórnin það
eitt hið mesta bjargráð, að banna
með lögum vísitölutryggingu launa.
1964 var það orðið „bjargráð" að
hverfa frá liinu fyrra „bjargráði“ og
taka verðtryggingu kaupgjalds upp
að nýju. Síðla árs 1967 er verðtrygg-
ingin enn felld niður. Á öndverðu
ári 1968 er hún aftur tekin upp. Allt
eru þetta bjargráð. Allt er þetta við-
reisn!
Áttræður maður í Öxnadal
Rætt við Brynjólf Sveinsson í Efstalandskoti
• 111111111111111111111111111111
HIN FJÖLFARNA þjóðleiS um
Öxnadal liggur um hlaðið á
Efstalandskoti. Þar hefur lengi
búið hreppstjóri sveitarinnar,
Brynjólfur Sveinsson. Þar á
hann enn heima, búlaus ekkju-
maður og býr sjálfur hjá sér í
; sínu húsi, en yngsti sonur hans,
Árni, býr á nýbýli í sama túni.
Ég sá Brynjólf hlaupa léttilega
á því sama túni í fyrrasumar og
sýndist mér þar ekki fara gam-
all maður. En 17. júní sl. átti
hann áttræðisafmæli og hélt
þann dag tvöfalda hátíð í fjöl-
mennum frændgarði á Akur-
eyri, þar sem búsett eru 10 af
bömum þeirra hjóna, Brynjólfs
og Laufeyjar Jóhannesdóttur,
sem andaðist fyrir hálfum öðr-
um áratug.
Brynjólfur Sveinsson hrepp-
stjóri hefur alið allan sinn ald-
ur í Öxnadal, eftir að hann
fluttist, hálfsmánaðar gamall,
með foreldrum sínum, Sveini
Björnssyni og Soffíu Björns-
dóttur, að Steinsstöðum, og síð-
ar voru þau á fleiri bæjum í
dalnum. En búskap hóf Brynj-
ólfur á Steinsstöðum árið 1911
og bjó þar í tvíbýli til ársins
1936, að hann flutti í Efsta-
landskot og hefur átt þar heima
síðan. Má segja, að hann hafi
lengi dvalið á sömu slóðum og
skáldið góða, Jónas Hallgríms-
son, sem opnaði augu almenn-
ings fyrir fegurð og fjölbreyttni
náttúrunnar meira en nokkur
annar íslendingur.
Þegar Brynjólfur leit inn á
skrifstofur Dags til að biðja
fýrir þakkarávarp í tilefni af-
mælis síns, greip ég tækifærið
og ræddi við hann litla stund.
Fer viðtalið hér á eftir.
Þú hefur lifað tvenna tíma í
búskapnuni, Brynjólfur?
Já, svo sannarlega, bæði í bú-
skapnum og á mörgum sviðum
öðrum, svo mjög hefur þjóðlíf-
ið breytzt.
Hvað áttu marga afkomend-
ur?
í fyrra, að þú gætir hlaupið,
sem ungur værir?
Ég er orðinn frekar mæðinn.
Ég hleyp ef ég þarf þess, en
auðvitað sem gamall maður en
ekki ungur og fer ekki í mikl-
um loftköstum, núorðið. Fyrr-
um var ég fremur þolinn göngu
maður, og eins og þá var títt
vandist maður meira göngulagi
og erfiðari ferðalögum, en nú
er.
Viltu segja mér söguna af því
þegar þú sprengdir hundinn?
Það eru nú ýkjur. Ég var á
Brynjólfur Sveinsson.
Börnin mín höfðu safnað
saman myndinn af þeim í eina
bók fyrir afmælið og gáfu mér.
Þeir reyndust vera 103 talsins.
Við eignuðumst 15 börn, en
misstum tvö, annað ungt en
hitt uppkomið. Hin eru öll á
lifi og 10 þeirra búsett hér á
Akureyri. Það var því nokkuð
stór hópur afkomenda og
tengdafólks, sem gladdi mig á
áttræðisafmælinu, auk allra
annarra.
Og þú hefur verið hrepp-
stjóri langa tíð?
Frá 1942 og hrósa happi yfir
því, að það skyldi ekki lenda á
mér að verða oddviti. Svo illt
sem það er að vera hreppstjóri,
er það þó hálfu verra að vera
oddviti.
Hefurðu svo illa reynslu af
starfinu?
Opinber störf hafa aldrei átt
við mig. Til þess vantar mig
bæði þrek og þekkingu. Og það
var þetta sem ég átti við, en
ekki hitt, að erfitt væri að
gegna opinberum störfum í
minni sveit. Ég hef aldrei þurft
að taka lögtak hjá nokkrum
manni, en einu sinni þurfti ég
að sitja sáttafund með deiluað-
ilum. En deilan leystist og undu
allir vel. í minni sveit hefur
ekki þurft að beita hreppstjóra-
valdi eða valdboðum yflrleitt.
Þar hefur verið ágætt nágrenni
meðal manna og menn verið
hjálpsamir þegar einhvers hef-
ur þurft með og vil ég nota
tækifærið til að þakka þá hjálp-
semi í minn garð og minna.
Er það rétt, sem mér sýndist
heimleið vestan yfir Öxnadals-
heiði og lagði upp frá Fremri-
Kotum að morgni í versta norð-
anveðri og ófærð. Ég var einn,
nema hundurinn minn fylgdi
mér. Það var ekki skynsamlegt
ferðalag, að vera einn á ferð að
vetri til í slíku veðri. Þetta
gekk þó vonum framar. Ég kaf-
aði snjóinn móti veðrinu. Þetta
var veturinn 1918 og 20 stiga
frost í byggð.
Og enginn hefur villt þig á
leiðinni?
Litlu munaði með það, segir
Brynjólfur og glottir við. Mér
gekk ágætlega norður á Sel-
grundir, norðan við Grjótá. Ég
hafði farið eftir vindstöðunni.
En nú fann ég, að annað hvort
var hún breytt eða ég orðinn
villtur. Nam ég nú staðar og
hugsaði ráð mitt. Auðvitað
flaug mér ýmislegt í hug, sem
þarna hafði fyrrum skeð, e. t. v.
á þessum sama stað. Þarna hag-
ar svo til, að tveir þverdalir
skerast inn í fjöllin, Grjótárdal-
ur í vestur og Kaldbaksdalur í
austur. Þama eru veðraskil,
sem margan manninn hafa villt,
jafnvel svo, að menn hafa geng-
ið upp Kaldbaksdal. Eftir
nokkrar hugleiðingar gekk ég
nokkur skref og rakst þá á
vörðu, ,sem ég þekkti. Reyndi
ég nú að átta mig á stefnu á
næstu vörðu og fann hana
reyndar. Þá var ég sloppinn
yfir heiðina og náði heim um
kvöldið. Ekki sprengdi ég hund
inn. Ég tapaði honum að vísu
á heiðinni, en hann skilaði sér
um nóttina. Mér varð ekki
meint af ferðinni, að öðru leyti
en því, að ég var dálítið kalinn
í andliti. Nú er Sesseljubúð ná-
lægt þeim stað, sem veðraskil-
in eru mest á Öxnadalsheiði
og á hún sjálfsagt eftir að veita
mörgum vegmóðum skjól.
Hvort finnst þér lieiniur
batnandi?
Ekki get ég svarað því á
breiðum grundvelli. Að sumu
leyti fer heimur versnandi, af
mínum sjónarhóli, en fleira
horfir þó til betri vegar, þar
sem ég þekki til, sem er nú
lítill heimshluti. Hin auknu lífs-
þægindi síðari ára hafa gjör-
breytt uppeldinu. Æskufólkið
er mun glæsilegra nú en fyrr-
um og hefur fengið betri mennt
un. Og það hefur um margt að
velja nú. Hitt er svo annað mál,
að ýmislegt óæskilegt fylgir í
kjölfar batnandi lífskjara. Nokk
ur spilling er staðreynd. En
þegar á allt er litið, er ég ekki
hræddur um framtíð þessa
fólks, svo mikill meirihluti þess
hefur þroskazt svo vel í „með-
lætinu“. Og siðgæðið virðist
mér svipað. Mér þykir samt
leiðinlegt hvað margt ungt
fólk talar óskýrt, íslenzkt mál,
og tæpir nánast á orðunum.
Ertu ekki vongóður um fram-
tíð landbúnaðarins?
Við höfum frá upphafi verið
landbúnaðarþjóð. Enn býr
kjarni þjóðarinnar í sveitum og
sjávarplássum þessa lands.
Sveitirnar ala upp, nú sem
fyrrum, þjóðholla og hrausta
þegna. En til þess að landbún-
aðurinn haldi sínu og valdi sínu
virðulega hlutverki, þarf
bændastéttin að standa vel sam
an. Hún verður að halda jafn-
rétti sínu við aðrar stéttir og
má t. d. ekki sætta sig við verri
menntunarskilyrði en aðrir.
Samvinna og samhjálp á mörg-
um sviðum er aðal skilyrði fyr-
ir framförum og ánægjulegu
lífsstarfi í sveitum. Þar eru
dæmin augljós og óumdeilan-
leg, ekki aðeins í Öxnadal eða á
öðrum stöðum hér á landi,
heldur einnig meðal þjóða
heims. Ég vil svo að lokum
biðja blaðið fyrir þakkir til
barna minna, tengdabarna og
til sveitunga minna, sem hafa
reynzt mér svo vel á langri
ævi, og sýnt mér margvíslegan
trúnað, segir afmælisbamið að
lokum.
Brýnjólfur Sveinsson er hár
maður vexti og þreklegur, stór-
skorinn í andliti og brúnamik-
ill og skarpeygur, maður háttvís,
mikill drengskaparmaður talinn
og mannasættir. Mesti þrek-
maður mun hann hafa verið og
er það raunar ennþá, enda að-
eins einu sinni á ævinni legið á
sóttarsæng. Hann les gleraugna
laust, nýtur einveru með góðum
bókum og endurminninga
margra og giftudrjúgra starfs-
daga. Á erfiðleika búskapar
hins barnmarga heimilis, vill
hann lítið minnast. Þar hafi
kona sín verið meginstoð sín og
heimilisins, síðan börnin, er
þau uxu úr grasi. Þeim og for-
sjóninni þakkar hann gæfu sína.
Dagur þakkar viðtalið og
óskar honum blessunar á með-
an ævisól er enn á lofti. E. D.
Verkfa!
sisdar
sjómanna
HINN 18. þ. m. hófst verk- j
fall síldarsjómanna á Suð- i
vesturlandi og við Eyjafjörð. j
Sátta- og samningafundir j
höfðu ekki borið árangur í j
; gær.
Sjómannafélögin á við- ;
i komandi stöðum fara fram j
j á hliðstæðar kjarabætur og ;
i bátasjómenn fengu á vetrar- j
; vertíð. Talið er líklegt, að i
j verkfallið breiðist brátt út i
j ef samningar takast ekki inn j
j an skamms tíma. Mun það
j von allra, að ekki komi til
j stöðvunar og að samningar
j takist áður en mikilvæg at-
j vinnugrein lamast. □
111 ■ 1111111 ■ 11111111
UM ALDAMOTIN sat Geir
Zoéga, hraustur og efnilegur
verkamannssonur. í Reykjavík,
utan við dyr foreldrahúsanna
og fordæmdi tilveruna. Hann
langaði að fá inngöngu í latínu-
skólann, en faðir hans hafði
ekki fé til að borga áukakennslu
í grísku og latínu, en þess þurfti
með til að fá inngöngu í skól-
ann.
Um sama leyti sat St. G. St.
fram við hlaðvarpann á litlum
heiðarbæ í Vatnsskarði. Drengn
um vöknaði um augu. Hann sá
jafnaldra sína neðan úr byggð-
inni á góðum hestum. Þeir voru
á leið í latíntiskólann. Foreldr-
ar þeirra höfðu fjárráð til að
tryggja þeirra skólavist. Móðir
og sonur báru saman sorg sína.
Síðan fluttu þau til fjarlægs
lands.
Austur á Síðu var stórgáfað-
ur sveitapiltur. Hann hét Bjarni
Runólfsson í Hólmi. Hann
dreymdi um rafmagn og skóla-
göngu. En á þeirri. leið var
hvorki skóli né peningar.
Nú höfum við íslendingar
bæði marga skóla og dálítið af
aurum. Við höfum mikið kerfi
til að stíga inngangsspor í
menntahöllina. Sú leið er köll-
uð landspróf. Á þeirri leið eru
Til Egils
Jóhannssonar
KVEÐJA FRÁ SNJÓLAUGU Á 75 ÁRA AFMÆLINU
14. JÚNÍ 1968
í dag ég sé þig standa, stóri bróðir,
við stýrisvöl á knerri þinnar ævi
með augu skyggn og seglið hvítt við hún.
Úr öllum áttum flögra fuglar góðir
sem fylgdu þér á hinum víða sævi
og lögðu þér við hjarta dýran dún,
svo hlýtt og mjúkt Jrar yrði jafnan inni
og athvarf búið henni systur Jrinni.
Því átti nokkur systir betri bróður?
Ég brosi við — og svara þarf ég eigi
né leita að örðum til að þakka þér.
En þess ég óska, að eins og þú varst góður,
eins allt þér verði gott á þessum degi
og sérhvern dag þíns lífs sem eftir er.
— Og síðast verði segl Joitt ljóma vafið,
er sálarknörrinn ber Joig yfir lrafið.
nú tólf 'hundruð ungmenni, pilt-
ar og stúlkur. Þrátt fyrir mik-
inn undirbúning getá sumir, ef
til vill margir, fallið. En neðan
við þau tólf hundruð, sem miklu
fé og tíma hefur verið varið til
að gera langskólahæfa, er önn-
ur stærri fylking, tvö þúsund
ungmenni. Þessi hópur er að
aldri, vexti og líkamshreysti
jafningjar , þeirra, sem fylla
landsprófsfylkinguna. Sumir
hafa ekki viljað langa skóla-
göngu. Aðrir eru lítt bókhneigð
ir. Enn aðra hefur vatnað und-
irbúning og fé. Og svo vita
margir unglingar, að hægt er að
lifa án landsprófs. St. G. St.
varð eitt af frægustu skáldum
landsins. Geir Zoéga átti í æsku
þrjá opna róðrarbáta. Síðan
gerði hann Reykjavík að út-
gerðarbæ. Þá mátti sjá eitt
hundrað íslenzkar, seglprúðar
skútur á sundinu milli Viðevjar
og lands. Og Bjarni Skaftfell-
ingur kveikti hundrað rafljós
á sveitaheimilum og skólum.
Afburðamenn geta klofið hamra
björg, en það er ekki hvers-
dagsverk.
Fvrir 40 árum gerðu gamlir
Möðruvellingar, . áhrifamiklir
bændur og starfsmenn við norð
lenzka skólann, átak til að opna
nýja námsbraut í landinu fyrir
þróttmikla menn sem voru and-
lega skyldir þremenningunum,
sem hér var vikið að. Það hefur
lánazt vel. í landinu eru 2000
ungmenni, misjöfn að gáfum.
í þessari fylkingu eru margir
efnilegir menn. í þeirri sveit býr
mikið af framtíð lands og þjóðar
engu síður en í landsprófs-
mönnum.
Framsýnir menn hafa tekið
hlýlega undir hönd þeirra, sem
brjótast oft yfir lítt rudda leið.
Fyrir 40 árum andaði kuldalega
frá gamla latinu og gríska skól-
anum til þeirra, sem þá komu
að norðan. Nú er þar bræðralag
milli þessara æskumanna, sem
vel fer á o g sýnir, að rétt var
stefnt hér á Akureyri.
Landsprófið er táknmerki um
unnið afrek. En þar þarf að
bæta við nýju prófi, nýrri þraut,
sem gæti heitið þjóðpróf. Þjóð-
félagið þarf slíka prófraun. Hún
þarf að ná til ungmenna, sem
hafa vakandi auga fyrir nýjum
leiðum. Hér er ekki tími eða
rúm til að fjölyrða um þessar
nýju leiðir. Þar bíður starfið
eftir bjartsýnni kynslóð með
þýðingarmikið framtíðarstefnu-
mark fyrir augum.
Jónas Þorbergsson
útvarpsstjóri
NOKKUR MINNINGARORÐ
JONAS ÞORBERGSSON fyrr-
um ritstjóri og útvarpsstjóri
andaðist í Borgarsjúkrahúsinu í
Reykjavík 6. júní sl., 83 ára.
Hann var fæddur 22. janúar
1885 á Helgastöðum í Reykja-
dal í S.-Þing. Atvikin höguðu
því svo, að hann varð snemma
að standa einn og óstuddur, ef
svo má segja og vinna fyrir sér,
strax barn að aldri eins og bræð
ur hans, Hallgrímur fyrrum
bóndi á Halldórssíöðum í Laxár
dal og Jón H. Þorbergsson
bóndi á Laxamýri. En allir urðu
þeir þjóðkucmir menn, hver
með sínum hætti. Hallgrímur er
látinn fyrir nokkrum árum. Það
má segja um þessa bræður, að
þeir hófust af sjálfum sér vegna
gáfna og atgervis.
Jónas Þorbergsson varð kunn
ur maður, er hann hóf ritstörf
sem ritstjóri Dags á Akureyri
og síðan tók hann við ritstjórn
Tímans í Reykjavík. Bæði blöð
in nuíu gáfna hans og stílsnilli
í ríkum mæli og hefur Dagur
sérstaka ástæðu til að þakka
blaðamannsstörf Jónasar hér á
Akureyri og minnist hans með
þökk og virðingu.
En aðal ævistarf Jónasar Þor
bergssonar mun þó jafnan
verða talið á öðrum vettvangi.
Hann varð fyrsti útvarpsstjóri
Ríkisúfvarpsins og gerði það
fyrirtæki að menningarstofnun.
Komu mannkostir hans, list-
hneigð og sá manndóms- og
menningararfur, sem samtíð og
fortíð veitti honum í ríkum
mæli, alþjóð að góðum notum í
þvi brautryðjendastarfi. Stjórn
Jónasar á Ríkisútvarpinu mun
mega að teljast þrekvirki, sem
lengi verður í minnum haft.
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Jónas Þorbergsson „braust til
mennta“ og lauk gagnfræða-
prófi við Gagnfræðaskólann á
HINN 16. júní voru 122 stú-
dentar brautskráðir við Mennta
skólann á Akureyri. Skólaslit-
in fóru fram í Akureyrarkirkju
að viðstöddu fjölmenni. Stein-
dór Steindórsson skólameistari
gerði grein fyrir skólastarfinu
á liðnum vetri og afhenti ný-
stúdentum prófskírteini sín.
Síra Arngrímur Jónsson og
Örn Guðmundsson tannlæknir
töluðu af hálfu 25 og 10 ára
stúdenta, og afhentu skólanum
að gjöf brjóstmynd af Þórarni
heitnum Björnssyni skólameist-
ara, eftir Ríkharð Jónsson. Var
þessi samciginlega gjöf vel við-
eigandi og sýnir mikla ræktar-
semi við hinn merka skólamann.
Heiðursgestur við þessi skóla
slit var Jónas Jónsson fyrrv.
ráðherra, sem fyrir 40 árum gaf
skólanum rétt til að brautskrá
stúdenta. Var þess minnzt á
Akureyri árið 1909, sigldi síðan
til Vesturheims og vann margs-
konar störf næstu sex árin í
Kanada, m. a. var hann járn-
brautarstarfsmaður í hiiium víð
áttumiklu sléttum. Heim kom
inn úr þessari för kvæntist liann
fyrri konu sinni, Þorbjörgu Jóns
dóítur frá Arnarvatni og eign-
uðust þau tvær dætur, en önn-
ur þeirra dó ung og konu sína
missti hann einnig eftir skamma
sambúð. Hinn þungbæri ástvina
missir mun liafa átt sterkan þátt
í áhuga Jónasar á sálarrann-
sóknum og þess bera bækur
hans, ritaðar á efri árum, Ijóst
viíni. Hann var mikill sam-
vinnu- og félagshyggjumaður
og áhugi hans á þeirn sviðum
mjög víðfeðmur. Og hann gekk
livarvetna fram heill, drengi-
legur og vopnfimur í sókn og
vörn. Sem dæmi um eitt af
baráttumálum hans er stofnun
Kristneshælis.
Jónas kvæntist í annað sinn,
Sigurlaugu Jónsdóttur frá
Bandagerði og eru börn þeirra,
Kolbrún og Jónas.
Jónas Þorbergsson var stór
maður vexti, karlmannlegur og
fríður sýnum. Hann var ræðu-
maður góður og einn af snjöll-
ustu blaðamönnum og rithöf-
undum landsins á þessari öld.
Myndu ritstörfin em lialda nafnii
hans á lofti um langa framtíð.
Enn liærra ber þó nær aldar-
fjórðungs forysta hans í útvarps
málunum, sem áður er að vikið..
f því starfi bar hann gæfu til
að nýta fjölhæfa hæfileiga sína,
og á þehn vettvangi hefur þjóð-
in notið hans á þann veg, aíi
sagan mun geyma nafn hansi
meðal ágætustu manna, sem ís-
land hefur alið.
E. D.
HELGI VALTYSSON:
BLOMA-GÆLA
r
Alfameyjar syngja og dansa á Jónsmessunótt
(Úr ævintýrasjónleiknum JÓNSMESSUNÓTT)
Ilmbirki og anganþeyr. — Ástmóðir á vori.
Blessuð veri börnin þín. Blóm í hverju spori!
Blessuð vertu, Blómmóðir á vori!
Út um holt og heiðarmó,
hjalla, börð og klettató,
upp til dala, út með sjó
dotta blóm í blundi.
Sveimar í lofti væng við væng
vorsins fugl ó léttum væng. —
Dreymir undir daggarsæng
Draumsóley í lundi.
Sofðu rótt, unz bregður aftur
blundi!
Lyngbúi og Lambablóm,
Laugadeplan bláa,
Bjöllulilja, Baldursbró
og Bládeplan smáa,
Holtasóley hýjalíni hjúpar
melinn gráa.
Hýjalíni hjúpar melinn
gráa.
Dagstjarna og Dvergsóley,
Dagsauga og Gleymmérei.
Náttstjarna í næturþey
njóttu drauma þinna!
Morgunblómum þarf nú senn
að sinna.
Blóðberg klæðir blásinn niel,
brúnt og rautt fer prýðisvel
við hrjósturjurtar hjartaþel
í helgrar nætur skrúða.
Brönugrös mín, bí og blak,
bíddu, Gullbrá, andartak.
Burknar rétta bogið bak
við bunulækjar úða,
Iauga sig i gljúfragilja-úða.
Glóir döggin Glitrós á,
Gullintoppa og Freyjubrá,
Akurperla Augnfró hjá
útum græna haga, —
Hrafnaklukka, Klettafrú,
Kvöldstjarna, — hvar ertu nú?
Alstaðar er anganbú
útum græna haga
í sólardýrð um sumarlanga
daga!
Blikið, skínið blómaljós,
Blátoppa og Þyrnirós,
undurfagra Eyrarós,
öræfanna prýði!
Jöklasóley, Jökul-hranna prýði.
Fjalldalsfífill fjær og nær,
Fjallabrúða yndis-keer,
Silfurtoppur, Sóldögg skær, j
Sóley björt á túnum
Týsfjóla mín, lyftu bláum
brúnumj
Máríá létt um lundinn fer
með Lykilinn í hendi sér,
Vöndinn mæta með sér ber, ,
því margt þarf hún að prýða |
útum veröld víða!
Upp til dala, út með sjó, |
einna helzt í næturró,
tifar hún létt með lipra skó, —•
um laufi gróna bakka
sindrar Ijómi Silíurmáríu-
stakkaí
Melasól og Munablóm,
Máríá á gullnum skóm.
Lifið syngur sætum róm (
sólnótt bjarta á vori. — |
Vorbrúða, Vorperla spretta í i
hverju sporij
-K I
Yndisleg eru öll þín börn, ,
Ástmóðir á vori! — Ljúfmóðir,
Blómmóðir bezta á vori! |
Ástarþökk fyrir unað þinn )
og yndi á vori! .],
verðugan hátt. Skólameistari
ávarpaði að lokum hina nýju
stúdenta og hvatti þá til dáða.
Eðv. Sig. tók meðfylgjandi
mynd í Lystigarðinum af Ak-
ureyrarstúdentum 1968.
ATH. Um ævintýrasjónleik
Helga Valtýssonar — Jóns-
messimótt — sagði Guðmundur
skáld Frímann á sínum tíma:
„Leikritið er stórfagurt. í
þessum ævintýraleik H. V. er
Ijóðræn fegurð á hveri'i síðu,
Sennilega á blómaþulan í síðari
þætti enga hliðstæðu í íslenzk-
um bókmenntum og mun lengi
geymast....“ j
J