Dagur - 17.07.1968, Síða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN
Dagur
LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 17. júlí 1968 — 32. tölublað
FIL.MU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LjOSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERiNG
Nýja dráttarbrautiu á Akureyri
senn tekin í notkvui
Skemmtisnekkjan Eros í Akureyrarhöfn. (Ljósm.: E. D.)
VERIÐ ER að setja upp öfluga
dráttarbraut á Akureyri, þá
stærstu utan Reylctavíkur og
jafna þeirri stærstu þar. Hún á
að bera 2000 tonn, en Akur-
eyrarkaupstaður og ríkissjóður
bera allan kóstnað af fram-
kvæmdinni, sem þegar er talin
nema 40 milljónum króna.
Nýja dráttarbrautin er á sama
stað og sú eldri var, á Oddeyri.
Sleðinn er nýr en að nokkru
leyti er byggt á undirstöðum
gamla slippsins. Dráttarbrautin
er 230 metra löng, þar af 150
metrar í sjó. Hægt verður að
taka 800 tonn í hliðarfærslu.
Á mánudaginn, er blaðamað-
ur athugaði hið nýja mannvirki
var verið að ljúka við að setja
upp aðal vagninn og verður
hann reyndur innan tíðar. Um
150 metra viðlegukant er þarna
einnig verið að setja upp, að
norðanverðu við innsiglinguna.
Umsjón með verkinu annast
Þreftán brýr
byggSar
í sumar
TALIÐ ER, að í sumar verði
13 brýr, smærri og stærri, byggð
ar. Lengst þessara brúa er
Fnjóskárbrúin nýja. En stöplar
hennar voru reistir í fyrra og
vegur gerður að brúarstæðinu.
Aðrar stórbrýr verða ekki
byggðar en nauðsynlegar engu
að síður. Mjög margar gamlar
brýr eru orðnar algerlega óvið-
unandi í hinni ört vaxandi um-
ferð. □
Pétur Bjarnason frá Hafnar-
sjóði Akureyrar og Sveinn
Sveinsson frá Vitamálastjórn.
En verklegar framkvæmdir að
öðru leyti annast Slippstöðin h.f.
á Akureyri og vinna hjá henni
170 manns um þessar mundir.
Slippstöðin h.f. undir fram-
kvæmdastjórn Skafta Áskels-
sonar hefur einnig í smíðurn
þúsund smálesta strandferða-
skip og miðar því verki vel, að
því er séð verður.
Slippstöðin veitir mörgum
góða atvinnu um þessar mundir,
sem sjá má af framanskráðu, en
mun sjálf í mikilli fjárþröng
með síp stóru verkefni. En bæði
dráttarbrautin og skipasmíða-
stöðin virðast lífvænleg fyrir-
tæki og atvinnulífi bæjarins
mjög nauðsynleg. □
Látum nýja íbrótfaöldu rísa
Dr. Ingimar Jónsson er ráðinn til Akureyrar
KOMINN er til starfs í bænum,
Akureyringurinn Ingimar Jóns-
son, sem nýlega lauk doktors-
prófi í uppeldisvásindum í
Þýzkalandi, en hann gekk þar
einnig á íþróttaháskóla.
Æskulýðsráð Akureyrar, ÍBA,
KA og Þór hafa ráðið Ingimar
til leiðbeiningastarfa hér á Ak-
ureyri. Og í kvöld hefst sérstætt
íþróttanámskeið á íþróttavellin
um, undir stjóm hans. Nám-
skeiðið er ætlað bæði ungling-
um og þeim, sem lagt hafa íþrótt
imar á hilluna, en vilja nú
stunda léttar og styrkjandi
íþróttir, svo sem ýmiskonar
knattleiki og fl. Um þetta er
auglýsing á öðrum stað í blað-
inu í dag og vísast til þess að
öðru leyti. En segja má, að það
námskeið, sem hér um ræðir og
hefst í kvöld, sé einskonar „allt
fyrir alla“, svo sem áðurnefndir
knattleikir, frjálsar íþróttir, lyft
ingar, hlaup án keppni, sem
áhugamenn fá upplýsingar um
hjá leiðbeinenda á staðnum.
Væri ómaksins vert fyrir þá,
sem hugleiða vilja þessi mál, að
snúa sér beint til Ingimars og
velja íþróttagreinar við sitt
hæfi.
Námskeiðið er tvíþætt: annars
vegar þjálfun íþróttamanna og
(Framhald á blaðsíðu 5).
FLUGVÉL TÝNI)
Sleði dráttarbrautarinnar tilbúinn til reynslu.
(Ljósm.: E. D.)
f FYRRAKVÖLD, um kl. 20.30,
fór eins hreyfils, fjögurra
manna flugvél frá Reykjavík
áleiðis til ísafjarðar. Hún komst
ekki á ákvörðunarstað og var
enn ófundin í gær. Mikil leit
var hafin, m. a. leituðu 10 flug-
vélar og leitarflokkar á landi í
gær. |
Lágskýjað var og rigning öðru
hverju, er vélin hóf för sína. f
henni voru fjórir menn. Ein-
kennisstafir hennar eru: TF —
DGT. □
Baguk
kemur ekki út næstu tvær vik-
ur vegna sumarleyfa.
f GÆR var opnaður í Glerár-
hverfi nýr smábarna-gæzluleik
völlur, við Lönguhlíð. En það
er á vel skýldum og sólríkum
stað norðan Glerár. En þar
skammt frá er leikvöllur fyrir
eldri börn, að mestu sjálfgerður
frá náttúrunnar hendi, búinn
SALTAÐ UM BORÐ
BUIÐ var í fyrrakvöld að salta
1000 tunnur um borð í leigu-
skipi Valtýs Þorsteinssonar, Haf
örnin vai' á leið til lands í gær
með fullfermi, Síldin var einnig
fulllestuð á miðunum. □
ýmsum leiktækjum. Á nýja vell
inum, sem í gær var opnaður,
er hinn bezti búnaður, sem leik-
völl fyrir 2—6 ára börn mega
prýða, jafnvel leiktæki, sem
annarsstaðar hafa ekki sézt hér
á landi. Má segja, að íbúar Gler
árhverfis séu ekki afskiptir í
þessu máli. •
Þá hefur leikvallanefnd tjáð
blaðinu, að í sumar verði byggð
ur smábarna-gæzluleikvöllur
milli Vanabyggðar og Norður-
byggðar, en eftir honum mun
beðið með eftirvæntingu, svo
nauðsynlegir þykja þessir leik-
vellir. □
Nýja dráttarbrautin á Akureyri er mikið mannvirki.
(Ljósm.: E. D.)
Nýr leikvöllur var opnaS-
ur í Glerárhverfi í gærdag