Dagur - 17.07.1968, Side 2
2
Og knöíturiim haínaði í marki sunnanmaima. (Ljósm.: E. D.)
Baráttan liarðnar í fyrstu deild
IBA náði aðeins Jafsitefli gegn Keflvíkingum sídaki halfleikur.
SL. SUN'NUDAG léku Akureyr
ingar við Kefivikinga á íþrótta-
veliinum á Akureyri og lauk
leikniun með. jafntefli; 1- mark
gegn 1. Ahorfendur voru fjöl-
margir, en urðu fyrir vonbrigð-
um raeð leikinn, því hann ein-
kenndist öðru fremur af lélegri
knaítspyrnu en því meiri hörku,
og átti dómarinn, Jörundur Þor
steinsson, sinn þátt í því að svo
fór, því dómur hans var vægast
sagt lélegur, og oft á tíðum
furðulegur. T. d. var Magnús
Jónatansson bókaður í fyrri hálf
leik, en á 29. mín. síðari liálf-
leiks er hann rekinn út af fyrir
brot, sem ég kom ekki augn á.
Þá raá geta þess, að 2 Ákureyr-
ingar urðu að yfirgefa völlinn
vegna meiðsla, þeir Steingrím-
ur og Skúli, og 1 Keflvíkingur.
Það hlýtur að vakna sú spurn-
ing, hve margir aðalleikmanna
liðanna verða eftir er keppnis-
tímabilinu lýkur, ef svo heldur
áfram sem nú horfir, að margir
leikmenn meiðast í hverjum
leik. í leik Keflvíkinga og Fram,
sem fram fór í Keflavík um dag
inn, meiddist Anton Bjarnason,
Fram og varð að yfirgefa völl-
inn, og sögðu Reykvíkurblöðin
að Keflvíkmgar liefðu leikið af
dæmafárri hörku, eöa eins fast
og vægur dómari leyfði (Valur
Benediktsson) sagði þar. Sama
sagan endurtók sig hér á vell-
inum. Dómarinn var vægur og
fyrst og fremst þess vegna varð
sú harka í leiknum, sem raun
bar vitni og 3 leikmenn meidd-
ust. Það er ekki þetta, sem áhorf
endur vilja sjá, heldur góða
knattspyrnu, þeir liafa enga
ánægju af að sjá gróf brot og
stympingar leikmanna. Það er
hægt að leika fast, þótt ekki sé
gengið eins Iangt og gerðist í
þessum leik. Það er ekki ósann
gjarnt, þótt spurt sé, hvort það
sé staðreynd, að ekki sé til á
: Lið ÍBA os; FH leikai;
: á sumiudaginn
; NK. SUNNUDAG kl. 4 e. h. |j
jleikur B-lið ÍBA við FII í jj
j Bikarkeppni KSÍ og fer leik ;
; urinn fram liér á íþrótta-;
i vellinum. Garnan verður að l
j sjá hvernig B-liðið spjarar |
: síg. I
íslandi sá fjöldi „dómara“ til að
dæma I. deildarleikina, að leik-
menn og áhorfendur geti slopp-
ið við jafn lélegan, dóm og átti
sér stað hér á veffinum sl. sunnu
dag. Eiga þessir „vægu“ dóm-
arar að ráða úrsliium í íslands-
mótinu? Þá má bæta því við að
Jón Stefánsson meiddist í leikn
um við Val í Reykjavík um dag
inn og lék ekki með ÍBA-Iiðinu
móti Keflavík. Það er því farið
að „havðna á dalnum“ fyrir
Akureyringum, ef Jón, Skúli og
Steingrímur verða ekki leik-
færir á næsíunni.
FYRRI HÁLFLEIKUR.
Keflvíkingar unnu hlutkestið
og kusu að leika á syðra markið,
undan norðan-strekking, sem er
því miður mjög algengur hér á
vellinum, ekki sízt á þeim tíma
sem leikið er. (Margir knatt-
spyrnuunnendur spyrja nú
þeirrar spurningar, hvort ekki
sé hægt að breyta leikdögum í
íslandsmótinu, láta t. d. leika á
kvöldin í miðri viku. Það yrði
áreiðanlega vinsælla en sunnu-
dagsleikirnir bæði hjá áhorfend
um og knattspyrnumönnunum
sjálfum, það hlýtur að vera
þreytandi fyrir leikmennina, að
vera bundnir um svo til hverja
einustu helgi yfir sumarið, að
ekki sé talað um þá þeirra, sem
eiga fjölskyldu).
Akure^ring^r hófu leikinn,
en misstu.af knettinum og barst
■hánn aS jnarki ÍBA, og vantaði
nú Jón illilega, því mistök urðu
hjá varnarrijöfínum ÍBA og
hvökk khötiui'mn til Hólmberts,
Keflavík, sem náði að skjóta
þrumuskoti, óverjandi fyrir
Samúel, undir þverslá og í net-
ið. Ekki létu Akureyringar bil-
bug á sér finna, og á 2. mín. lyft
ir Skúli yfir opið mark Keflvík
inga. Á 13. min. á Kári skalla að
mai-ki ÍBK en rétt yfir. Á 14.
mín. á Steingrímur skot yfir.
Þetta var bezti leikkafli ÍBA í
fyrri hálfleik. Keflvíkingar
náðu nú tökum á leiknum Og
sóttu fast. Á 21. mín. áttu þeir
skot rétt yfir þverslá ÍBA-
marksins. Á 24. mín. biargar
Samúel eftir hornspyrnu. Á 32.
mín. eiga Keflvíkingar skot
framhjá í dauðafæri. Á 34. mín.
fá svo Keflvíkingar aukaspyrnu
rétt utan vítateigs, og lenti
knötturinn í stöng ÍBA-marks-
ins. Þá bjarga Akureyringar enn
á 36. mín. Það sem eftir var hálf
leiksins var leikurinn eintómt
þóf og langspyrnur. Fyrri hálf-
leik lauk því 1:0 fyrir ÍBK.
Fyrstu, 15 mín. síðari hálfleiks
einkenndust af þófi og hörku.
Akureyringar léku nú undan
norðan-strekkingnum, og léku
nú Þormóður og Sævar með lið
inu, komu inn fyrir Skúla og
Steingrím. Á 16. mín. er mikil
pressa á m.ark ÍBK og lauk
henni á 17. mín. með því, að Þor
móður skoraði fyrir ÍBA og jafn
aði metin, að því er virtist úr
lokuðu færi, en knötturinn fór
alveg út við stöng fram hjá
Kjartani markverði og í mai'kið
en Keflvíkingar hreinsuðu úr
markinu, áður en knötturinn fór
í netið. Á 22. mín varð Keflvík-
ingur að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla, en hann fór inn á aftur
og var síðan það sem eftir var
leiksins, ýmist inn á vellinum
eða utan hans. Á 23. mín. skall
hurð nærri hælum við mark
ÍBK, og var Kári þar að verki.
Á 29. mín. er svo Magnúsi Jóna-
tanssyni vísað af velli, fyrir brot
sem enginn kom auga á, nema
trúlega dómarinn. Síðasta hættu
lega tækifæri Akureyringa kom
svo á 35. mín. er Kári fær knött
inn fram miðjuna og brunar að
marki, lyftir knettinum yfir
(Framhald á blaðsíðu 5).
HÚSEIGENDUR!
Menntaskólakennari ósk-
ar eftir 2ja herbergja
íbúð frá 15. sept. n.k.
Uppl. í síma 1-15-45
eftir kl. 7 e. h.
HERBERGI ÓSKAST
næst:a v.etur fyrir mennta-
skólastúlku, helzt á syðri
brekkunnm.
Friðrik Kristjánsson,
Kristnesi, sími 02.
VANTAR ÍBÚÐ
1. okt. n,k. Ekki stigar.
Sími 2-14-11.
HERBERGI ÓSKAST
fyrir menntaskólapilt frá
Olafsfirði næsta vetur.
Upplýsingar veitir
Kristinn G. Jóhannsson,
skólastjóri, Ólafsfirði,
sími 6-21-33.
SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
veiðimenn sem njóta vilja veiði
í Eyjafjarðará og reyna að koma
í hana laxi, ekki ánægðir yfir
laxveiði á Pollinum, enda lax-
veiði í sjó bönnuð með lögum.
KJARVALSSÝNING Á
AKUREYRI?
Yfir 60 þúsund manns sáu Kjar-
valssýningu í Reykjavík, sem
nýlokið er. Hvers vegna ekki að
setja hana upp hér á Akureyri?
Vilja Akureyringar fá Kjarvals
sýningu hingað? Ef svo er, ættu
áhugamenn, jafnvel bæjar-
stjórn, að hafa forgöngu í því
efni. Ekki eiga að vera teljandi
erfiðleikar í flutningi málverka,
JARÐVINNSLA!
Tek að mér jarðvinnslu
með tætara og plógi.
Einnig jöfnun, vinnslu á
lóðum og túnaslátt.
Uppl. í síma 2-15-77.
BÆNDUR!
15 ára piltur, vanur sveita
vinnu, óskar eftir vinnu í
sumar.
Uppl. í síma 1-20-21.
TIL SÖLU
FORD PICK UP,
árg. 1959, í ágætu lagi.
Eiríkur Geirsson,
Veigastöðum.
TIL SÖLU:
FIAT 600, ÁRG. 1957.
Ódýr.
Uppk í síma 2-12-66.
TIL SÖLU:
MOSKVITHS 1958,
gangfær. Verð kr. 10.000.
Ennfremur öxlar undir
heyvagna.
SÍMI 1-12-51.
TIL SÖLU:
FORD FAIRLANE,
árg. 1957. Rúmgóður sex
rnanna bíll. Vel með far-
inn og í góðu lagi.
Uppl. gefur Ríkharð Þór-
ólfsson í síma 1 -23-17.
TIL SÖLU:
GHEVROLET,
Convair Monza 900, ár-
gerð 1963. Uppl. gefur
Jóhann Kristinsson,
Ránarg, 9, sírni 1-15-83.
MOSKVITHS, árg. 1963
til sölu. — Skipti á jeppa
koma til greina,
Ragnar Elísson, Kotá.
TIL SÖLU ER
VAUXHALL, ÁRG. ’54
í góðu lagi. Uppl. gefur
Hilmar, Bifreiðaverk-
stæðinu Þórshamri.
og það væri mikils virði, að lista
maðurinn kæmi hingað sjálfur.
ORGANISTABLAÐIÐ
Svo heitir 16 síðu rit, sem selt
er í Huld á Akureyri en Félag
íslenzkra organista gefur út. I
fyrsta hefinu, sem út er komið
ritar Páll ísólfsson ávarpsorð,
sagt er frá Félagi ísl. organleik-
ara og norrænni samvinnu org-
anleikara. Þá er grein um
Kirkjukórasamband íslands, tón
leikahald í Reykjavík og ná-
grenni o. fl.
- FORSETABÚÍÐ
(Framhald af blaðsíðu 4).
in búi þannig að búinu, að vel
sje, og jafnframt að þangað velj
ist dugandi og snjall bústjóri,
sem veldur vandanum að búa
með sæmd og þrifnaði. En hvor-
ugt þetta hrekkur til nema for-
setinn, húsbóndinn á forseta-
setrinu Bessastöðum, hafi áhuga
á því, að vel farnist þar um bú-
skap allan. Það má ljóst vera
hver stuðningur og uppörvun
það er dugandi bústjóra, að for-
setinn sýni það í verki og fram-
komu, að honum sje annt um
búið og hann líti á bújörðina
Bessastaði sem setur sitt. Og um
leið, að hann líti á jörð og bú
sem, snaran þátt af virðuleik bú
staðárins og embættisins.
rjett fyrir forsetakosninguna að
leggja niður búskap á Bessa-
stöðum? Væri ekki viðkunnan-
legra að bíða með að taka
ákvörðun um BessastaðabúiS
þangað til ráðið er hver tekur
við forsetastörfum og sezt að á
Bessastöðum, á sumri kom-
anda? Vel mætti virða vilja
hins nýja forseta nokkurs, í því
máli.
Reykjavík, snemma í júní 1968.
Árni G. Eylands.
Pedegree BARNAVAGN
til sölu. — Sími 2-11-59.
TILSÖLU
BARNAVAGN OG
BURÐARRÚM.
Uppl. í síma 1-16-12.
TIL SÖLU:
Barnavagn á 1000 kr.,
rugguhestur á 400 kr.,
skólaritvél á 2500 kr.,
ódýrar mvndir og mál-
verk.
Uppl. í síma 1-23-31.
NÝLFGT HJÓNARUM
til sölu í Ægisgötu 3.
Til sölu, tvær fimm vetra
HRYSSUR
af góðu kyni. Bandvanar.
Uppl. í síma 2-15-77.
TIL SÖLU:
VARAHLUTIR í Skoda
í miklu úrvali. 4 nýleg
dekk á lelgum. Vönduð
klæðning í Skoda Station
’56. Útvarp, 12 volta, o. fl.
Uppl. í síma 1-22-35
næstu kvöld kl. 7—8.