Dagur - 17.07.1968, Side 5

Dagur - 17.07.1968, Side 5
4 B Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Kalkhungrið FÁTT eða ekkert er nú meira um- ræðu- og áhyggjuefni í sveitum þessa lands en kalskemmdir á ræktuðu landi. Þær eru svo stórkostlegar, að naumast sýnist annað liggja fyrir bændum á mestu kalsvæðunum, en að flosna upp af jörðum sínum, ef samfélagshjálp kemur ekki til, og jafnframt von um, að takast megi í framtíðinni að verja tún fyrir slík- um skemmdum. í Strandasýslu, ofan verðum Borgarfirði, Vestur-Húna- vatnssýslu og Noxður-Þingeyjarsýslu eru kalskemmdir mestar. Helming- ur túna eða allt að þrem fjórðu hlut- um í heilum hreppum þessara lands- hluta gefa ekki uppskeru í ár. Margir hafa tekið til máls um kal- ið. Ýmsir kenna hinum einhæfa köfnunarefnisáburði, kjama, um þessar liörmungar, lélegum grasfræ- blöndum, ónógri framræslu, svella- lögum, frosthörkum og svo frv. Hvorki var kjarni eða annar tilbúinn áburður búinn að skemma túnin kal árið mikla 1918. Og ekki var þá óheppilegum grasfræblöndum um að kenna, því hvorugt var þá í notkun tekið hér á landi. Einhverju öðm reiddust goðin þá. Hinu er ekki að leyna, að einhliða notkun kjama, sem er hreinn köfnunarefnisáburð- ur, og góður sem slíkur, eykur sým- stig jarðvegsins, sem er mjög mis- munandi í ræktuðu landi en víða óæskilega hátt til grasræktar. Þá er þess einnig að geta, að þegar mjög mikið er árlega notað af tilbúnum áburði eingöngu, er hætt við að jarð vegurinn tæmist af hinum ýmsu snefilefnum, sem jurtunum er nauð- synleg. En þau er ekki að finna í þeim tilbúnu áburðartegundum, sem hér liafa verið á markaðinum. Fyrir leikmannssjónum er kalk- skorturinn e. t. v. aðal orsök kals á þessu ári, ásamt hinni hörðu veðr- áttu. Og til þess benda tilraunir Magnúsar Óskarssonar á Hvanneyri mjög ákveðið. Þótt kölkun túna leysi ekki allan vanda í þessu efni, ætti að athuga, hvort nokkur ein aðferð til úrbóta væri líklegri til að koma í veg fyrir endurtekningu kalskemmd- anna. Við eigum nógan skeljasand, dæluskip til að koma honum í land og kvamir til að mala hann. Til stór átaka í flutningum til hinna ýmsu hafna, þarf skipulag og fjármagn, ef seðja á kalkhungur túna fyrir næsta vetur. Tíminn er naumur, markvissa bar- áttu verður að hefja. Það er ekki viturlegt að draga aðgerðir á lang- inn. O Forsetabúið á Holdanautin. — Tapið aldrei meira. — Forsætisráðherra segir frá því rjettilega, að „fyrir 2—3 árum“ hafi verið fengnir til þess þrír „framúrskarandi hæfir menn“ að koma „betri skipan á“ bú- skapinn á Bessastöðum. „Það var farið eftir þeirra tillögum,“ en svo brá við, að „tapið á þess- um búrekstri hefur aldrei verið meira en eftir að þessar tillögur náðu fram að ganga.“ Tölurnar hjer að framan sanna þessi um- mæli forsætisráðherrans greini- lega,- Þetta er uppákoma fyrir ráðu neyti forsætisráðherra. Enginn þarf að undrast þótt Bjarni Benediktsson, sem óbúfróður en velviljaður og hagsýnn maður, grípi til þess örþrifaráðs að leggjá búskap ríkisins á Bessa- stöðum niður með öllu, þegar slíkir hlutir gerast þar syðra. Þá ráðstöfun hans ber þannig að virða, þótt hún sje að mínu áliti ekki hin rjetta lausn vand- ans, því hjer fór algerlega að vonum, um tapbúskapinn á Bessastöðum hin síðustu ár. Svo vill til, að þegar frjettist um hina „betri skipan" á Bessa- stöðum 1965, er mjólkurfram- leiðsla þar var lögð niður, og í þess stað tekið til við holda- nautabúskap, skrifaði jeg grein í Suðurland og benti á, „að holdanautabúskapurinn á Bessa stöðum verður sennilega hvorki fugl nje fiskur að óbreyttum ástæðum.“ Þetta taldi jeg aug- Ijóst mál, og undraðist stórum þessa breytingu úr öskunni í eldinn. Búfræðilega og búnaðarlega er hjer um mjög alvarlegt og eftirtektavert mál að ræða. Hvernig hljóðuðu áætlanir og tillögur hinna þriggja framúr- skarandi hæfu manna? Hverjar voru hinar tölulegu áætlanir þeirra? Að hvaða leyti hafa þær staðizt, og að hvaða leyti hafa þær brugðizt, og af hvaða ástæð um? Þetta þurfa bændur lands- EFTIR ÁRNA G. EYLANDS c—■ ■ ■-. .......‘J Svo sem sjá má, er grein þessi rituð snemma í júní, eða nokkru fyrir forsetakosningarnar. SÍÐARI HLUTI ins að fá upplýst greinilega. Jeg held að góð greinargerð um þetta allt væri bændum meira vh'ði heldur en eitt miðlungs Búnaðarþing eins og þau gerast í seinni tíð. Tölumar um þetta á borðið, hjá hagfræðiráðunaut Búnaðarfjelags íslands og í Ár- bók landbúnaðarins, nú þegar búið á Bessastöðum er lagt nið- ur. Slíkur búnaðarfróðleikur og reynsla má ekki liggja gleymd- ur og grafinn, nú þegar öllu þarf til að tjalda í landbúskapnum. Ríkisbúin og bændumir. — Búið. á Bessastöðum, tap og gróði þar, er ekki neitt sjerstakt undur, en það er annað sem er stórt undur: Hvers vegna eru ekki reikningar ríkisbúanna birt ir árlega, með upplýsingum og skýringum? Hvers vegna geng- ur ekki Stjettarsamband bænda eftir því að svo sje gert? Það væri sannarlega þarft verk, og viðeigandi væri að birta reikn- ingana í Árbók landbúnaðarins, sem Framleiðsluráð landbúnað- arins gefur út ár hvert. Á því væri meira að græða fyrir bænd ur landsins og hagsmunasamtök þeirra, heldur en góðum hluta hins vonlausa fimbulfambs um „vísitölubúið" makalausa, sem „búið er til“ svo gersamlega út í hött, að enginn, það jeg til veit, getur gefið skýringu á því hvað það er eða á að vera. Er jeg nefni' ríkisbú, má telja upp: Bessastaðabúið, Vífilstaða- búið, búið á Hesti, bú Land- græðslu íslands í Gunnarsholti, skólabúið á Hvanneyri og skóla búið á Hólum. Hefir afkoma þessara ríkisbúa á undanförn- um árum verið stórum betri en Bessastaðabúsins? Fróðlegt væri að fá að vita það. En það er ekki nóg að einblína á loka- tölur í reikningum ríkisins. Bú- reikningaskrifstofan þyrfti að vinna úr reikningum þessara búa ár hvert og gera bændum grein fyrir afkomu hinna mis- munandi búgreina á búunum. Það væri ekki lítill fróðleikur fyrir bændur, að fá að vita allt sem gleggst um kúabúið á Hvanneyri, nythæð kúnna og afkomu kúabúsins sem búgrein ar. Hið sama er um fjárræktina á Hólum, sem er góð fjárjörð. Og þá er afkoma holdanauta- ræktarinnar í Gunnarsholti. Tölurnar á borðið um þessa hluti! í sambandi við þessi ákveðnu ummæli mín er tvennt að taka fram, svo að eigi valdi misskiln ingi. Mjer kemur ekki til hugar að ætlast til þess, eða reikna með því að skólabúin á bænda- skólunum beri sig reikningslega eða skili arði, það væri víst til ofmikils mælst — hjer á landi. En bændum eru upplýsingar um þennan búskap jafn nauðsyn- legar fyrir því, og sjerstaklega sundurliðaðar upplýsingar um aðalgreinar búskaparins. Hitt er, að auðvitað má engum koma til hugar að leggja niður búskap á Hólum og Hvanneyri þótt bú- in beri sig ekki. Búskapur á bændaskólunum er nauðsyn, sem kennsla og fyrirmynd. Hitt er svo annað (vandræða)-mál, að margir bændur virðast telja að búskapurinn á bændaskólun um sje ekki sú sýnikennsla sem hann ætti að vera, og sem þeir vilja gera kröfur til, að hann sje. Engum kemur víst til hugar að leggja niður búskapinn í Gunnarsliolti, en sagt er, að bú- ið á Vífilsstöðum eigi að leggj- ast niður á þessu ári. Má segja að það sje eðlileg ráðstöfun, eigi nauðsyn að stunda þar ríkisbú- skap lengur, enda þyrfti miklu til að kosta þar um húsabætur, ef svo ætti að vera framvegis. Það sem hjer hefir verið sagt um hin nefndu ríkisbú, á auð- vitað einnig við, að nokkru leyti, um tilraunabúin fjögur: á Sáms stöðum, Reykhólum, Akureyri og í Skriðuklaustri. Engin sann gimi að ætlast til að þau beri sig vel fjárhagslega, þetta eru tilraunabú. En samt væri fróð- legt fyrir bændur að fá árlega yfirsýn um hvernig t. d. afkoma sauðfjárræktarinnar í Skriðu- klaustri er fjárhagslega, þar eð þar er um allvænt fjárbú að ræða. Búskap og bústærð á öllum þessum stöðum á að miða við hvað hagkvæmast er talið vera fyrir tilraimir og kennslu. Og um leið verður að hafa hliðsjón af því hvað er starfslega hag- Bessastöðum kvæmust stærð bús á liverjum stað og. líklegust um afkomu. Þess vegna eru ósköp til þess að vita er samtök bænda eru að ræða um það, og jafnvel að þrýsta á landbúnaðarráðherra, ' Ámi G. Eylands. um að láta draga saman búskap á ríkisbúunum vegna offram- leiðslu á búvörum. Og útyfir tekur að heyra, að landbúnaðar ráðherra hafi jafnvel látið að nokkru undan þessum lákúru- legu misskilningsóskum forráða manna bænda. Bessastaðabúið og bændurnir. Þótt Bessastaðabúið hafi um reikningsskil o. fl. nokkra sam- stöðu með öðrum ríkisbúum, er sjerstaða þess mikil og einstæð. Þar bíður þjóðarsómi og sómi bænda og íslenzks landbúnaðar fremur en á nokkru öðru búi ríkisins. Þessu má ekki gleyma. Á mig verkar sú ákvörðun rikisstjórnarinnar að leggja nið- ur búskap á Bessastöðum, sem hinn rammasti vottur urn skort á trú á íslenzkan landbúnað. Með þessari ákvörðun tel jeg að bændum sje vansæmd gerð. Og ef það er raunverulega svo, að bændur telji þetta vel farið, þá finnst mjer horfa til lítilla hluta um metnað bændastjettarinnar. Sökum vöntunar á nægurn húsakosti, er bústærð á Bessa- stöðum ekki vel heppileg. En Bessastaðir er eins og fyrr sagt snotur jörð og hæg og vel í sveit sett. Hvar á íslandi er hægt að búa við 30 mjólkurkýr og einhvern stuðnings annarra búgreina (á Bessastöðum ali- fuglarækt), ef það er ekki hægt á Bessastöðum? Það er land- búnaðarleg uppgjöf og volæði að leggja niður búskap á Bessa- stöðum. Þess gerist engin þörf. í þess stað þarf aðeins að halda betur og röggsamlegar á, heldur en gert hefir verið nú um sinn. Að kippa þessu í lag á ekki að vera neinn galdur nje ofverk því ráðuneyti sem fer með mál- efni forsetaembættisins og Bessastaðabús, enda komi vilji og áhugi forsetans til. Og þótt ekki takist að reka búskapinn á Bessastöðum alveg hallalaust, þá er það ekki nema eðlilegt og gerir ekki svo mikið til, að vert sje um að fárast. Ný- lega átti jeg tal um þetta við mætan bónda í Kjósarsýslu. Bóndi sá er einn af þeim sem sýnt hafa í verki, að það er hægt að stunda búskap hjer í sveit- um með hagnaði og myndar- brag, og þar við bætist að mað- urinn er ágætur sjálfstæðismað- ur. Orð hans voru efnislega á þessa leið: Það er ekki hægt annað nje sæmandi, en að hafa búskap á Bessastöðum, forsetasetrinu, myndarlegan búskap og snyrti- legan í alla staði. Og það má ekki horfa í það þótt einhver rekstrarhalli verði á búinu. Með tilliti til þess hve mikils þarf með um góða umgengni og búnaðarháttu og forsjá á for- setabúinu, tel jeg viðunandi á haldið, þótt halli á búskapnum verði sem nemur kaupi bústjór- ans. — Þannig mælti þessi bóndi, sem vel veit hvað það kostar að halda myndarbrag á búskap og gefa sjer tíma til að ganga með gestum um garða, halda uppi góðri risnu o. s. frv. Hjer var talað af víðsýni og nokkrum metnaði fyrir hönd bænda. Þessi hugsunarháttur ætti erindi í Stjórnarráðið, í stað .-uppgjafar við búskap hjá forseta landsins. Bessastaðabúið og forsetinn. — Þegar Stefán Jóh. Stefánsson árið 1948 tók aðalforsjá Bessa- staðabúsins úr höndum land- búnaðarráðuneytisins, með nokkuð hastarlegum hætti, og færði þá forsjá yfir til ráðu- neytis forsætisráðherra, sem hann veitti þá forstöðu sem ráð herra, rökstuddi hann þá breyt- ingu með því, að embætti for- seta bæri um fyrirgreiðslur og aðbúnað undir forsætisráðu- neytið, búið á Bessastöðum bæri undir forsetann, og þess vegna færi bezt á því, að það heyrði einnig um aðalforsjá undir for- sætisráðuneytið. Vissulega gat verið nokkuð til í þessu, en ekki taldi jeg það þá nje tel enn nægi lega ástæðu til að taka aðalfor- sjá forsetabúsins úr höndum landbúnaðarráðuneytisins eins og þá stóðu sakir. Hið eftirtektarverðu ummæli Stefáns þáverandi forsætisráð- HJALTI FRIÐGEIRSSON, RAUFARHÖFN: Vorið heillar Vorið heillar, svani seiðir, söngfuglar með ljúfum hreim. Fósturjörðin faðminn breiðir fagnandi á móti þeim. Listin háa, hljómar, stígur hörpu frá með dýrðarklið. Út í bláinn andinn flýgur unað þráir, hvíld og frið. Sólin vermir sunnan blæinn, signir bæði haf og jörð. Varpar geisla birtu á bæinn, og byggðina við Eyjafjrð. Æskumjmd frá Akureyri anganrós og liljublað. Hvar er hægt að finna fleiri fögur blóm á einum stað. Ferðaminning Ennþá vaxa ættarlaukar, enn er jörðin gróðurrík. Á vorin fljúga villtir gaukar með viðkomu í Reykjavík. Borgin fögur, blóm og runnar, bjartir dagar, geislaskraut. Við hæsta unað hamingjunnar hinnar dýpstu sælu naut. Hamingjan er himinborin en hún er eins og lítið strá, langar til að vaxa á vorin viðkvæm eins og fjólan blá. Lífshamingja, liðnar stundir Ijúfa bjarta æviskeið. Ástarsæla og endurfundir íslenzk voröld, nóttin heið. herra, um að búið lieyrði undir forsetann, eru dálítið annað, en það sem nú er uppi á teningn- um, þegar sagt er, um búskap- inn á Bessastöðum, að nú eigi „að hverfa frá þessari tilraun, sem forsetaembættinu hefur verið óviðkomandi---------“. Já, auðvitað heyrði búið á Bessastöðum undir forsetann sem staðinn (jörðina) situr, svo var það í tíð Sveins Björnsson- ar, og lengur þó, hvað sem síðar kann að hafa verið ákveðið á æðstu stöðum. Þetta fyrirkomu lag var alls engin „tilraun“, það var eðlilegt og sjálfsagt. Samband forsetans við búið á Bessastöðum og áhuga-forsjá hans á því sviði, er svo sjálfsagt, að manni gæti jafnvel komið til hugar að taka þar upp norska konungáháttu um búskapinn, ef ríkisstjórnin er ráðin í því að afnema búskap á Bessastöðum á kostnað ríkissjóðs. En hjer er því miður ekki neinn til að ræða það mál frekar. Bessastaðir og 30. júní. — Já, nú er illt í efni, dapurt yfir og „hnípin þjóð í vanda“. Búið er að ákveða að leggjá nið ur búskap forseta og ríkis á Bessastöðum. Nú á hinn væntan legi forseti að sitja á Bessastöð- um, í húsunum þar, sem eins konar þurrabúðar-tómthúsmað ur, eða ef til vill á hann að fá að búa þar eins konar hús- mennsku-búskap, svo sem verið hefir hin síðustu ár, en jörðin að standa að öðru leyti í eyði, eða vera nytjuð af einhverjum . Pjetri eða Páli. Hvar er þá kom ið sæmd forsetasetursins Bessa- staða, og hvar er þá komið sæmd íslenzkra bænda og land- búnaðar? Hart er að þurfa að ganga til kosninga 30. júní með þetta fram undan. Og þetta skeð , iu' sama sumarið sem haldin er mikil og vegleg landbúnaðar- sýning í Reykjavík, og sama sumarið sem sunnlenzkir bænd ur efna til mikilla hátíðahalda í tilefni af, að Búnaðarsamband Suðurlands hefh' starfað í 60 ár. Enn er hægt að söðla um til heilla í þessu máli, hugsanlegt ætti að vera, að fá ríkisstjórn- ina til að hætta við að leggja niður búskap á Bessastöðum, en í þess stað að taka sig á og koma búskapnum þar í sómasamlegt horf, svo sem fyrr var. Og svo er að kjósa þann mann sem for Svo vel þarf að vera búið á Bessastöðum, að forsetanum sje það gleði og sæmd að ganga um garða á búinu með gestum sín- um tignum og ótignum, útlend- um sem innlendum og sýna þeim staðinn einnig frá þeirri - hlið. Á búlausum Bessastöðum hefir forsetinn ekkert að sýna nema útsýnið, og það er ekki nóg þótt fagurt sje. Bújöi'ðina Bessastaði verður hann þá helzt að reyna að fela fyrir gestum sínum, eins og hún Eva óþvegnu börnin sín forðum. í þessu sam- bandi er þess að minnast, að margir tignir gestir, sem for- setann sækja heim, hafa áhuga á búskap og búmenningu, hætt er við að þeim komi búlausir Bessastaðir undarlega fyrir sjón ir, svo ekki sje meira sagt, og eigi bágt með að skilja þá háttu á setri forseta íslands, og því síður einhvm beitarhrossabú- skap á staðnum. Að lokum þetta: Er ekki nokkuð hart leikið að ákveða nú seta, sem treysta má til að hafa vilja og getu til þess að sitja for setasetrið Bessastaði með sæmd og sóma um búnaðarháttu, svo sem annað er viðkemur því virðulega embætti. Afkoma forsetabúsins á Bessa stöðum er og verður ávallt mjög undir því komin, að ríkisstjórn- (Framhald á blaðsíSu. 2) - Baráttan harðnar (Framhald af blaðsíðu 2). Kjartan markvörð, en knöttur- inn lendir í þverslá og hrekkur út á völlinn, þar sem Kjartan handsamar hann. Síðustu 10 mín. átti hvorugt liðið umtals- verð tækifæri og lyktaði því þessum leik með 1 marki gegn 1 og er það þriðja jafnteflið í röð, sem ÍBA-liðið gerir. VALUR VANN EYJAMENN. Á Laugardalsvellinum í Rvík léku sl. sunnudag Valur og Vest mannaeyingar og lauk leiknum með sigri Vals 4 mörk gegn 1. Skoraði Hermann Gunnarsson 3 mörk Vals. í leikhléi var stað- an 2:1 fyrir Val. KR VANN FRAM. Sl. mánudag léku KR og Fram á Laugardalsvellinum í Rvík. Leikar fóru svo að KR sigraði með 3 mörkum gegn 1. Eyleifur skoraði 2 markanna en Þórólfur 1. r3odað bindindismóf i verzlunarmannahelöiRi ii um BARÁTTAN HARÐNAR. Eftir sigur KR yfir Fram, má segja að baráttan um íslands- meistaratitilinn harðni að mun. Akureyringar eru enn efstir með 9 stig (6 leikir), þá koma KR-ingar með 8 stig (6), í þriðja sæti er Fram með 7 stig (6), þá kemur Valur með 6 stig (6), og ÍBK og ÍBV reka lestina með 2 stig eftir 5 leiki. Ekkert verður leikið í 1. deild um næstu helgi, en 28. júlí kem ur Valur norður og leikur við ÍBA. Ekki er að efa að þeir leik ir sem eftir eru verða hörku- leikir og má búazt við fjölmenni á völlinn. Sv. O. ÍSLENZKT bændaþj óðfélag hef ur háð baráttu sína fyrir lífi og tilveru í þúsund ár. Sókn og sigrar manna á strönd og í dal — manna, sem bæði höfðu kjark og hugvit — gerðu fólkinu fært að lifa í landi sínu og þroskast í samskiptum við það. Nú er kreppa að skella yfir þjóðina, m. a. vegna þess að valdamennimir hafa knúið hana til að lifa eins og Hrafna- Flóki forðum og nota óljós eða beinlínis villandi hugtök hag- fræðinga sinna, t. d. Jóhannesar Nordals og Jónasar Haraldz fyrir sínar kvöld- og morgun- bænir. Stundum gæti maður ætlað að þessir menn litu á þá, sem framleiða verðmæti til lands og sjávar, sem fjandmenn sína, sem þurfi að fækka. Eins og nú horfir, verður naumast annað séð en margur bóndinn flosni upp og verði öreigi í næstu framtíð, vegna kals og sprettuleysis. En kalið virðist mér stafa af rangri stefnu i búskap og ræktun, þar sem náttúrulögmálin eru þverbrotin. Nágranni minn einn, sem bar kalk á ofurlítinn skika af túni sínu, getur nú í dag horft á árangurinn með nokkurri gleði, ekki aðeins af því þar er lítt sem ekki kalið, 'heldur líka af því, að samkvæmt jarðvegs- sýnishornum hefur sýrustig orð ið hagstæðara til grasræktar og grasið sjálft steinefnaríkara. Skeljasandurinn liggur á botni Faxaflóa og eflaust víðar hér við land og þar er gnægð kalks á öll þau tún á íslandi, sem þess þurfa. Bændur eru nú beðnir að bera á harðvelli og friða þau lönd, sem e. t. v. væri unnt að nytja til slægna. Fyrir einum mánuði hefðu þessi tilmæli ekki verið hlægileg. EINS og áður hefir verið skýrt frá í blaðinu, verður efnt til bindindismóts í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina á veg- um félagasamtaka í Eyjafirði, Akureyri og Þingeyjarsýslu. Verða þar margskonar skemmti atriði, svo sem söngur, leik- þættir, gamanvísur, upplestur, fimleikasýning, glímusýning, varðeldur, flugeldasýning, íþróttakeppni, dans o. fl. Frá mínum bæjardyrum þarf í sumar að athuga tvennt: Hið fyrra er að bæta úr kalk- skortinum, svo sem áður er að vikið. Hitt er, að bændur verki eins mikið vothey og mögulegt er nú í sumar, en með því er hægt að auka notagildi og fóður magn um allt að 50%, miðað við þurrkvöll. Sláttutætari og maurasýra koma þar í góðar þarfir, ásamt nokkurri verk- menningu. Vestfirzkir bændur hafa sýnt og sannað, að það þarf ekki vönduð og dýr hús til að verka votheyið í, og þeir geta fóðrað á votheyi einu saman og fá þó vænstu dilkana á haust- in. Og enn vil ég minna á, að strax í sumar og haust þarf að vinna land til grænfóðurræktar sumarið 1969. Á vorin er of seint að brjóta landið til þeirrar ræktunar og þá vinnst oft ekki tími til að koma húsdýraáburð- Framkvæmdanefnd mótsins leggur sérstaka áherzlu á að bæta aðbúnað mótsgesta sém mest, þannig að ; þéir geti átt sem þægilegasta og skemmtileg asta dvöl í Vaglaskógi um verzl unarmannahelgina. Fyrri sameiginlegu bíndindis- mót þeirra aðila sem nú standa að þessu móti í Vaglaskógi hafa verið fjölmenn og tekizt vel að flestu leyti. inum í flögin, þótt það sé nauð- synlegt. Búskapur á íslandi er nú að komast í einskonar sjálfheldu, sem e. t. v. lýsir sér bezt í því, að á sl. ári voru keypt inn meira en 50 þús. tonn af kjamfóðri-. Við verðum að gera okkur ljóst, að veðurfarið, sem við höf um átt við að búa er bara rniðl- ungs-veðurfar, þegar litið er yfir lengri tíma. Neikvaéð stjórn arstefna og þeir búskaparhættir, sem brjóta hin einföldustu en- þýðingarmiklu náttúrulögmál, mega ekki leiða til meiri ófarn- aðar en orðið er. Það getur orð- ið dýr tálvon að hugsa sem svo, að þetta ástand batni af sjálfu sér. Og það er betra að gera sér það ljóst áður en.þjóðin flosnar upp. En eins og ætíð áður reyp- ir nú á mannglldið, ekki sízt af því, að „forystusauðirnir“ eru orðnir bæði villtir og þreyttir.; Einar Petersen. Meðfylgjandi mynd sýnir hluta mannfjöldans sem sótti bindindismótið 1966. □ Dr. Ingimar Jónsson. - ÍÞRÓTTAALDA (Framhald af blaðsíðu 1). svo þjálfun fyrir aðra. Unglingum er ætlaður tími dag hvern frá kl. 5 en þeim eldri eftir klukkan hálf níu, Ætla má, ef svo tekst sem til er ætlast, að áhugi á fjölþættu iþróttalífi muni stóraukast og er þá betur af stað farið. Þá mun Ingimar kenna leiki og íþróttir við nýstofnaðan vinnuskóla. En þar eru um 60 börn. í haust verður haldið nám- skeið fyrir leiðbeinendur á íþróttasviðinu og verður það einskonar félagsmálanámskeið um leið. Undirbúnin er firmakeppni i knattspyrnu, sem væntanlega hefst í næsta mánuði og keppt um veglegan verðlaunagrip. Námskeið og nýjungar njóta starfskrafta Ingimars Jónssonar, sem íþróttasíða Dags býður vel- kominn til starfs. □ Merktur lax f SUMAR er búizt við, að nokk uð veiðist af merktum laxi í ám landsins. Þurfa veiðimenn að skila merkjunum til veiði- málastofnunarinnar. Og í sumar munu 10 þúsuncl laxaseiði í göngustærð merkt, þ. e. klippt, því þau eru of smá- vaxin til að bera merki. Endur- heimt merkja og vitneskja um merkta laxa er þýðingarmikil). þáttur fiskræktai' og ættu veiði- meim að skilja það manna beziij Þar sem framkvæmdum er nú að mestu lokið við húsnæði skáta í „HVAMMr1, þá vilja félögin vekja athygli á, að þar er hægt að fá leigðan vistlegan sal fyrir allt að 60—70 manna fundi. Einnig er hægt að fá aðgang að eldhúsi, ef óskað er. — Allar upplýsingar veittar hjá Dúa Björnssyni, sími 1-25-17. (Fréttatilkynning) Það er svo bágt að standa f stað

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.