Dagur - 08.08.1968, Blaðsíða 7
_ TUTTUGU BÍLFARMAR KOMMR AUSTUR
(Framhald af blaðsíðu 8).
afla sinn upp á Þórshöfn. Ekki
lítur út fyrir að síldarverksmiðj
an og síldarsöltunarstöðin á
Þórshöfn, sem er eign hluta-
félags, verði reknar á þessu
sumri. Byggingaframkvæmdir
eru engar að heita má hér um
slóðir og ekkert unnið að hafnar
gerðinni. Vegagerð er engin
nema viðhald, sem er af skorn-
um skammti. En seinna í sumar
verður vœntanlega unnið að ný
byggingu á þjóðbraut sunnan
Þórshafnar og á Hálsavegi fyrir
ca. eina millj. kr. samtals, sam-
kv. vegaáætlun. Á Þórshöfn hef
ur atvinna verið mjög lítil í sum
ar og því miður ekki bjart fram
undan.
Látinn er á Þórshöfn Jónas
Bjamason fyrrum vegaverk-
stjóri og lagði harm m. a. veginn
yfir Öxarfjarðarheiði og Sælaug
Siggeirsdóttir ækkja Jónasar
heitins Albertssonar. En þau
hjón áttu lengi þeima á Skálum
og síðan á Þórshöfn. G. G.
©
ÞAKKARÁVARP.
t
* Hugheilar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug á 70 ^
ára afmceli mínu 25. júli síðastliðinn. Lifið öll heil. f
I
I:
I-
% *
MARSILIA JÓNSDÓTTIR,
Eyrarlandi.
Eiginmaður minn og faðir okkar
KARL GUNNAR SIGFÚSSON,
Norðurgötu 26, Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. ágúst.
Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 13:. ágúst kl.
1,30 e. h. frá Akureyrarkirkju.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu
minnast hans, skal bent á SIBS.
Sigurlína Jónsdóttir
og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför
HALLGRÍMS TRAUSTASONAR,
Helgamagrastræti 11, Akureyri.
Kristín Jónsdóttir,
börn, tengdábörn og
barnabörn.
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fjöhnörgu,
sem á margvíslegan liátt heiðmðu minningu föður
míns, tengdaföður og afa
ÞORSTEINS BALDVINSSONAR
frá Böggvisstöðum
við útför hans.
Baldvina Þorsteinsdóttir,
Guðmundur Einarssön,
Soffía Guðmundsdóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir.
Öllum þeim, sem liafa auðsýnt okkur samúð og vin-
áttu við andlát og jarðarför mannsins míns og bróður
HÖSKULDAR H. MARKÚSSONAR,
með öllum þeim kortum, skeytum og blómum er okk-
ur hafa verið sent, viljum við senda okkar innilegasta
þakklæti.
Hildigerður Georgsdóttir,
Henny Ottoson.
Öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
STEFÁNS HALLGRÍMSSONAR,
skrifstofustjóra, Dalvík,
sendum við hugheilar þakkir. Sérstakar þakkir færum
við stjórn og starfsfólki Kaupfélags Eyfirðinga, sem
kostaði og annaðist útför hans af miklum myndarskap.
Ennfremur jjökkum við læknum og hjúkrunarliði
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri góða hjúkrun í
banalegu hans.
Rannveig Stefánsdóttir,
Gunnar Stefánsson,
Gerður Steinþórsdóttir.
Gunnlaugur í Kast-
hvammi sextíu ára
í DAG, 8. ágúst, er Gunnlaugur
Tr. Gunnarsson bóndi í Kast-
hvammi í Laxárdal, S.-Þing.,
sextugur. Hann býr, ásamt Þóru
systur sinni, á nyrztu jörð Laxár
dals, austan Laxár, á jörð for-
eldra sinna. Þar er mikil nátt-
úrufegurð, litauðug hraun, kjarr
og vatnsfallið víðfræga, Laxá,
breiðir þar úr sér um hólma og
nes. Þaðan er skammt til
Kringluvatns. Naut ég þessarar
fegurðar síðasta sunnudag,
horfði á veiðimenn kasta agni
fyrir hinn feita og spræka
urriða í Laxá, hlustaði á dyn
heyvinnuvéla og andaði að mér
ilmi grænverkaðrar töðu.
Gunnlaugur í Kasthvammi er
góður fréttaritari Dags í Laxár-
dal, sagður fæddur ræðumaður,
en er heimakær, góður sauð-
fjárræktai’maður, félagshyggju-
maður, enda ágætur ungmenna
félagi, lesinn og margfróður og
höfðingi heim að sækja. Dagur
sendir afmælisbarninu hlýjar
árnaðaróskir. □
- ÁVARP FORESTA
(Framhald af blaðsíðu 4).
gott af. mér leiða í öllu því
er varðar heill og hamingju
þjóðarinnar í veraldlegum
og andlegum efnum og bið
guð að gefa mér styrk til
þess. Ég vona og bið, að mér
auðnist að eiga gott samstarf
við stjórnvöjd landsins og
hafa lífrænt samband við
þjóðina, sem mig hefur kjör
ið til þessa embættis. HJÁ
FÓLKINU í LANDINU
MUN HUGUR MINN
VERÐA.“ □
- STEFÁN HALL-
GRÍMSSON
(Framhald af blaðsíðu 5).
er kom til þeirra 10 ára gömul,
Jónu Ámadóttur, sem nú er hús
móðir á Dalvík.
Stefán Hallgrímsson var hinn
myndarlegasti maður í sjón,
festulegur, skapheitur nokkuð,
drengilegur í allri framkomu,
skarpgreindur, viðmótshlýr löng
um, einkum þegar bágstaddir
áttu í hlut og ávann sér traust
manna við fyrstu kynni.
Utför hans fór fram á Dalvík
og rúmaði kirkjan ekki alla þá,
sem fylgdu hinum látna sæmd-
armanni til grafar.
Svarfdælingar og samvinnu-
fólk við norðanverðan Eyjafjörð
kveðja merkan mann og góðan
dreng með söknuði og virðingu.
En minningin um líf hans og
störf — og manninn sjálfan
bæði ungan og undir silfurhær-
um — er fagnaðarefni og fyrir-
mynd. E. D.
MESSAÐ í Akureyrarkirkju á
sunnudaginn kl. 10.30 f. h.
Sálmar: 26 — 54 — 97. Sviss-
neskur kirkjukór: Evangel-
ische Singgemeinde, kemur í
heimsókn og syngur í mess-
unni. — P. S.
MESSAÐ í Lögmannáhlíðar-
kirkju á sunnudaginn kemur
kl. 2 e. h. Sálmar: 26 — 54 —
97 — 314 — 665. Bílferð úr
Glerárhverfi hálftíma áður til
kirkjunnar. — P. S.
SVISSNESKUR kirkjukór syng
ur við guðsþjónustu í Akur-
eyrarkirkju á sunnudaginn.
Stjórnandi kórsins er pró-
fessor, að nafni Martin
Flámig.
ST. GEORGS-GILDIÐ.
Fundurinn er í Valhöll
mánudaginn 12. ágúst
kl. 9 e. 'h. Hafið með kaffi.
Brauð á staðnum. — Stjómin.
I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan
nr. 1. Kvöldferð fyrir félaga
og gesti föstudaginn 9. þ. m.
kl. 8 e. h. Farið verður á Hóla
fjall ef veður leyfir, annars
eitthvað annað. Mætið stund-
víslega að Kaupvangsstræti 4.
— Æ.t.
VISTHEIMILINU Sólborgu
hafa borizt eftirtaldar gjafir:
F rá f r ímerkj aklúbbnum
Plútó kr. 575, frá St. Á áheit
kr. 1.000, og frá X X til dag-
heimilissjóðs kr. 400. Kærar
þakkir. — J. Ó. Sæm.
MINJASAFNIÐ er opið daglega
kl. 1.30—4 e. h. Tekið á móti
ferðafólki á öðrum tímum ef
óskað er. Sími safnsins er
1-11-62, sími safnvarðar er
1-12-72.
HÖFUM TEKIÐ UPP
fjölbreytt úrval af
BING & GRÖNDAHL
POSTULÍNS
GJAFAVÖRUM
ÞÝZKT KERAMIK
Nýjar tegundir í fjöl-
breyttu úrvali.
Blómabúðin LAUFÁS
BRÚÐKAUP. — Þann 27. júlí
voru gefin saman í hjónaband
í Akureyrarkh-kju:
Brúðhjónin ungfrú Laufey
Brynja Einarsdóttir, Hjalteyr
argötu 1, Ak. og Guðmundur
Karl Sigurðsson verkfræði-
nemi, Helgamagrastræti 26,
Ak. — Brúðhjónin ungfrú
Elín Ásta Káradóttir, Sólvöll-
um 1, Ak. og Lúther Steinar
Kristjánsson húsasmiður,
Hringbraut 73, Rvík. — Brúð
hjónin ungfrú Ragnheiður
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Eyrarlandsvegi 22, Ak. og
Friðrik Páll Jónsson lækna-
nemi, Hlíðarvegi 36, fsafirði.
— Þann 2. ágúst brúðhjónin
ungfrú Raija Helena Saami
frá Finnlandi og Hjörtur Her
bertsson afgreiðslumaður.
Heimili þeirra er að Hafnar-
stræti 20, Ak. — Þann 3. ágúst
í Saurbæjarkirkju, Eyjafirði,
ungfrú Mai'grét Jónína Jóns-
dóttir og Magnús Hörður
Valdemarsson framkvæmda-
stjóri. Heimili þeirra er að
Bogahlíð 12, Rvík.
MARTEINN SIGURÐSSON,
Byggðavegi 94 á Akurevri er
sjötugur í dag, 8. ágúst. Hann
tekur á móti gestum á heimili
sínu kl. 15.30—20 afmælisdag
inn.
BIAFRA-söfnunin: Fríða kr.
1000, A. G. kr. 800, heimilis-
fólkið Syðri-Haga kr. 1000,
Magðalena Sigurðard. kr.
100, systkini Suðm'byggð kr.
400, K. M. kr. 500, I. J. kr. 100,
Benedikt Sæmundsson kr.
500, N. N. kr. 500, F. S. kr. 200,
K. J. kr. 200, L. O. kr. 1000,
H. Á. kr. 200, T. S. og V. S.
kr. 2000.
BIAFRA-söfnunin. Safnað af
útibúi KEA, Hauganesi. —
Angantýr Jóhannsson kr. 500,
Antonía Antonsdóttir kr. 500,
Árni Ólason kr. 500, Kristín
Jónsdóttir kr. 100, Jóhannes
Reykjalín kr. 300, Anna Þor-
valdsdóttir kr. 100, Selma Jó-
hamisdóttir kr. 100, Jóliann
Jónsson kr. 300, Óli Trausta-
son kr. 500, Kristín Jóhanns-
dóttir kr. 300, Lilja Stefáns-
dóttir kr. 100, Rósa Stefáns-
dóttir kr. 200, Petra Gunnars-
dóttir kr. 100, Kristján Þor-
valdsson kr. 200, Jón Guð-
mundsson kr. 300, Snorri
Kristjánsson kr. 400, Marinó
Þorsteinsson kr. 500, Sveinn
Jónsson kr. 500, Kristján Vig-
fússon kr. 500, St.-Hámundar
staðir kr. 600, Birgir Marinós-
son kr. 150, Gunnar Níelsson
kr. 600, Sigui-páll Sigurðsson
kr. 400, Ásta Hannesdóttir kr.
200, Hjalti Bjamason kr. 500.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er í
sumar opið daglega nema
laugardaga kl. 2—3.30 síðd.
úr terylene komnar aftur.
Verð kr. 325,00.
Sumarkjólar
LÆKKAÐ VERD.
MARKAÐURíNN
StMT 1-12-61