Dagur - 08.08.1968, Blaðsíða 8
B
Eyfirðingar se!ja 12 þúsund hesla af töðu
SMÁTT OG STÓRT
Á DEGI hverjum má sjá full-
fermda heyflutningabíla á aust-
urleið, frá Eyjafirði. Norður-
Þingeyingar hófu snemma í sum
ar skipulegar samningaviðræð-
ur við þá aðila, sem líklegastir
voru til að geta selt hey, gömul
og ný. Bundust þeir samtökum
um heykaupin og réðu Grím
Jónsson ráðunaut framkvæmda
stjóra heykaupanna, að fengnu
loforði um fyrirgreiðslu Bjarg-
ráðasjóðs.
Egilsstöðum 6. ágúst. Heyskap-
ur byrjaði mánuði seinna á Hér
aði en venja er til. Grasvöxtur
er orðinn langt umfram það,
sem menn þorðu að vona fyrr í
sumar og eru öll tún sæmilega
og vel sprottin þar sem kal-
skemmdir eru ekki. Heyið hefur
þornað af Ijánum að heita má
og er því allt hey, sem búið er
að hirða, með hinni ágætustu
verkun. Fyrri slætti er almennt
ekki lokið en miðar vel. Verið
er að kanna hverjir munu verða
aflögufærir með hey til að
hjálpa bændum í Skeggjastaða-
hreppi, sem harðast urðu úti
vegna kals.
Skemmtanalíf hefur staðið
með miklum blóma í sumar, svo
að sumum hefur þótt nóg um.
Þessar skemmtanir hafa verið
minna sóttar en oftast áður og
mun peningaskortur eiga sinn
þátt í dræmri aðsókn.
í dag er haldinn fundur odd-
ÞÓRARINN Á TJÖRN
LÁTINN
ÞÓRARINN Kr. Eldjám hrepp-
stjóri á Tjöm í Svarfaðardal
varð bráðkvaddur á sunnudag-
inn, 82 ára. Hans verður mimizt
síðar hér í blaðinu. □
Samkvæmt viðtali við Grím
ráðnaut í gær, taldist N.-Þing-
eyingum svo til, að þá vantaði
16 þúsund hesta heys til að geta
haldið búskap sínum í horfinu.
En þetta heymagn kostar allt að
6 millj. kr., auk flutningskostn-
aðar.
Samið var um kaup á 12 þús.
hestum heys í Eyjafirði, þar af
þúsund hestum í Svarfaðardal.
En mesti heyseljandi í bænda-
stétt er Snæbjörn Sigurðsson á.
vita í Norður- og Suður-Múla-
sýslum um tvö atriði einkum:
Elli- og sjúkraheimilismál og í
öðru lagi um hreindýr. Fyrra
málið hefur lengi verið á dag-
skrá, en hið síðara er bæði nýtt
og gamalt. Mörgum þótti hrein-
dýrin aðgangshörð í bithögum í
vetur. Leyfi til hreindýraveiða
verða veitt í haust, en bændum
líkar ekki sá háttur við veið-
arnar, sem tíðkazt hefur. Vilja
þeir láta fáa menn annast hrein
dýradrápið og koma á þann hátt
í veg fyrir hin tíðu mistök sem
orðið hafa við veiðarnar. En það
er ekki sport að skjóta hreindýr,
því það er ehki meiri vandi en
að skjóta beljur í haga. V. S.
BETRA NÚ í SVEIT
EN KAUPTÚNI
Vopnafirði 6. ágúst. Almennt
var byrjað að slá um síðustu
helgi júlímánaðar. Sprettan er
mjög misjöfn en sprettutíðin síð
ari ‘hluta júlí bætti mjög úr. Bú-
ið er að hirða mikið af heyjum
og þau eru vel verkuð. En á
sex bæjum er nálega engm
spretta vegna endurtekins kals.
í kauptúninu á Kolbeinstanga
er lítið um að vera og dauft yfh-
atvinnulífinu. Aðeins eitt skip
hefur komið með síld, 380 tonn
í bræðslu. Framkvæmdir eru
þar engar nema hafnarfram-
kvæmdir, sem að vísu eiga að
verða allmiklar en veita ekki
mörgum atvinnu. Aðal vinnan
er með stórvirkum vélum, grjót
nám og grjótflutningar.
Laxveiði hefur verið treg í
Vopnafirði það sem af er og
gengur laxinn seint að þessu
sinni. Laxastiginn í Selá var
fullgerður um miðjan júlí og
hefur nú leið opnazt fyrir lax-
inn um 20 km. lengri veg en
áðui'. Og í sumar hafa verið sett
10 þús. gönguseiði í ána. Þ. Þ.
Grund, en nágrannar hans
nokkrir selja einnig verulegt
heymagn, svo og Tilraunastöðin
á Akureyri, Sigurður Oli í
Krossanesi o. fl. Á Suðurlandi
kaupa Þingeyingar hey á Sáms-
stöðum í Fljótshlíð, Kornvöllum
og á fleiri stöðum, auk 4—500
tonna af heykögglum hjá Fóður
og fræ í Gunnarsholti. Þannig
hafa Norður-Þingeyingar tryggt
sér kaup á því heyfóðri, sem
þeir þurfa og mikið af þessu
heyi er þegar komið á ákvörð-
unarstað.
Framleiðsluráð ákvað hey-
verð í sumar þannig, að hey-
‘hesturinn kostar 300 kr. á túni,
350 kr. vélbundinn á túni og 400
kr. bundinn út úr hlöðu. Selj-
endur sjá um heybindinginn og
kosta hann og afgreiða á bíla,
en kaupendur borga flutning.
Heyið er allt bundið í litla
bagga, 20 kg. eða svo. Heyköggl
arnir kosta 5 kr. kílóið. □
HINN 27. júlí opnaði Jósef
Kristjánsson, Sandvík, Akur-
eyri málverkasýningu í Lands-
bankasalnum og lauk henni 6.
ágúst. Aðsókn var góð og seld-
ust allmargar myndir. Jósef í
Sandvík hefur selt á fjórða þús
und málverk og hafa þau dreifzt
um land allt. Hann hefur ekki
áður haft sýningu á verkum sín
um, enda jafnan selt málverkin
jafnóðmn og þau hafa orðið til.
Á sýningunni í Landsbanka-
salnum eru 49 olíumálverk,
margar landslags- og staðar-
myndir, frískar og glaðar í litum,
en e. t. v. tæplega nógu „djúp-
HÁTÍÐ VERZLUNARFÓLKS?
Verzlunarmannahelgin er liðin
án stórra áfalla en með fjölda-
samkomum víðsvegar. Þá er
umferð mest á vegum landsins.
13—15 þús. manns söfnuðust í
Húsafellsskóg, 5—7 þúsundir í
Vaglaskóg o. s. frv. Hitinn
komst í 23 gráður norðanlands
um þessa helgi. Frídagur verzl-
unarmanna, fyrsti mánudagur í
ágúst ár hvert, er að verða al-
mennur hátíðisdagur viimandi
manna. En er það þá verzlunar-
mannastéttin, sem stendur fyrir
hátíðahöldiun? Nei, það eru ung
menna- og íþróttafélög, æsku-
lýðsfélög og félög bindindis-
manna, en ekki verzlunarfólkið
eða samtök þess, hvernig sem á
því stendur.
EFTIR SUMARLEYFI
Dagur kemur nú út á ný, eftir
stutt sumarleyfi starfsmanna,
sem eru svo fáir, að ekki er til
skiptanna eins og við dagblöðin.
Margir nýir áskrifendur hafa
Langanes 6. ágúst. Sumarið kom
um miðjan júlí. Fram til þess
tíma var grasvöxtur mjög lítill
og allur vorgróður seint á ferð.
Grávíðilauf og fjalldrapalauf sá
ég fyrst 12. júní, lambagras 21.
júní, fífla í túni 29. júní, holta-
sóley 4. júlí, birkilauf og geld-
ingahnapp 7. júlí. Kýr voru yfir
leitt ekki látnar út fyrr en í byrj
un júlímánaðai'.
Síðustu þrjár vikurnar hefur
verið sunnanátt með hlýindum
og gróðrarskúrum. Enn segjast
þó jarðýtumenn verða varir við
klaka í jörð. Til dæmis um jarð
ar“ eða dulrænar, en heilsa
manni opinskáar á augabragði.
Jósef Kristjánsson hefur
teiknað og málað frá unglings-
árum og er nú kominn á þann
aldurinn, sem lög gera ráð fyrir
að sé hvíldaraldur, en namnast
mun hann sleppa penslinum að
sinni. Of síðbúin eru hvatningar
orð til fólks um að sækja sýn-
ingu þessa sjálflærða málara.
En vonandi endist honum heilsa
og aldur til að efna til annarrar
sýningar á þeim túna árs, sem
næðissamari er til athugunar
slíkra verka en nú er. □
bætzt við nú í sumar, flestir að
forsetakosningum loknum og
verður það ekki skýrt hér en
aðeins þakkað. Blaðið væntir
þess að eiga góð samskipti við
lesendur sína eftirleiðis, sem
hingað fil. Og á það er vert að
minna sérstaklega, að ábend-
ingar af mörgu tagi, svo og ný-
mæli eru vel þegin hvort sem
þau eru bréfleg eða munnleg,
í greinarformi til birtingar eða
aðeins til lesturs hjá blaðinu. En
bréf, sem nafnlaus em send
blaðinu fara beint í bréfakörf-
una.
BESSASTAÐABÚ
Árni G. Eylands skrifaði eftir-
tektarverðar greinar í Dag um
búskapinn á Bessastöðum nú
fyrir skömmu. En búskapur er
þar raunverulega lagður niður
en margir menn hafa þar lands
nytjar fyrir hross sín og kindur.
Telur greinarhöfundur, að með
því sé staðnum mikil óvirðing
gerð og mun fleiri mönnum finn
(Framhald á blaðsíðu 5).
klakann má líka nefna, að vatns
leiðslur, sem frusu í vetur, opn-
uðust ekki fyrr en í annarri
viku júlímánaðar.
Á nokkrum bæjum hófst túna
sláttur nú um mánaðamótin og
virðist hirðing þess, sem slegið
hefur verið ætla að ganga greið
lega. En mikill meirilúuti rækt-
aðs lands verður ósleðið á þessu
sumri vegna' kalskemmda. Bú-
fræðimenn, sem komu hingað í
vor, og höfðu farið víða, sögðu,
að kal í Norður-Þingeyjarsýslu
væri meira en í öðrum sýslum.
Miklir heyflutningar eiga sér
nú stað hingað til Sauðaness-
og Svalbarðshrepps. Eru þegar
komnir 20 ‘bílfarmar af heyi úr
Eyjafirði, en auk þess alhnargir
bílfarmar af heyi og heyköggl-
um að sunnan, m. a. frá Stöng í
Þjórsárdal. Fjórir Þistilfirðingar
hafa gert tilraun til heyskapar
á véltæku lándi suður í Árnes-
sýslu, en lítill árangur orðið enn
þá vegna votviðra syðra. Sumir
eru byrjaðir að slá engjar hér
heima fyrir, en ekki er þess að
vænta, að slíkur heyskapur geti
bætt fóðurvöntun nema að mjög
litlu leyti.
Á Þórshöfn hefur verið dá-
góður afli annað slagið og
nokkrii' bátar stunda handfæra-
veiðar hér við nesið og leggja
(Framhald á blaðsíðu 7).
t..............- -■
Eyfirðingar
eru byrjaðir á
seinni siæfti
HEYSKAPUR hefur gengið
óvenju fljótt í Eyjafirði, fram
og spretta varð góð þar sem
tún voru óskemmd. Fyrri
slætti er víða lokið og hirð-
ingu að Ijúka. Á nokkrimi
bæjurn er seinni sláttur þeg-
ar hafinn. Búizt er við, að
heyskapur verði eins mikill
eða meiri en í fyrra og marg
ir eyfirzkir bændur selja nú
hey, sumir í stórum stíl. □
I—....-- ...- .......
r
Jósef Kristjánsson hjá tveimur málverkum sínum. (Ljósm.: E. D.)
MÁLVERKASÝNING JÓSEFS í SANDVÍK
Tuttugii bílfarmar komnir austur