Dagur - 06.11.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIOJAN SJÖFN LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 6. nóvember 1968 — 47. tölubl. FILIVIU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING HRÁKNiNGÁR Á FJARÐARHEIÐI UM kl. 6.30 e. h. á sunnudags- kvöldið lögðu sex menn af stað í snjóbíl áleiðis til Seyðis- fjarðar frá Egilsstaðakauptúni. Mikil snjókoma hafði verið og var orðinn hnédjúpur, jafnfall- inn snjór. Upp á miðri Fjarðar- heiði misstu þeir belti undan snjóbílnum, eyddu löngum tíma í að koma því undir aftur, en án árangurs. Bílstjórinn, Þor- björn Pétursson, og tveir far- þeganna gengu þá til Egilsstaða til að fá hjálp. Var nú aftur lagt af stað í snjóbíl læknisins og ók Hákon Aðalsteinsson lög- regluþjónn honum. En uppi í heiðarbrún fór á sömu leið óg áður, að belti losnaði undan snjóbílnum. Enn var sótt hjálp og var nú lagt af stað á jarðýtu. Þegar upp á heiðina kom, varð að nema staðar vegna veður- ofsa, því naumast sá út úr aug- um. Var nú farið að leita að fyrri snjóbílnum með mönnun- um þremur. Fannst hann, vél bílsins var í gangi og þremenn- ingarnir, tveir síldarkaupmenn, sænskir og Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri á Seyðisfirði, voru allir í svefni. Skeflt hafði að bíln um, eitrun myndazt og svæfði það ferðamennina. Hrólfur hresstist fljótt og hinir síðar. Þeir voru fluttir til Egilsstaða í gær. Það var svo síðdegis, sem ferðamennirnir komu allir af Fjarðarheiði. Má telja heppni, eins og á stóð, að ekki fór verr. Sjónvarp í næsta mánuði SAMKVÆMT upplýsingum Sig urðar Þorkelssonar verkfræð- ings hjá Landssímanum fyrir stuttu og verkfræðingi Sjón- varps nú um helgina standa sjónvarpsmálin í stórum drátt- um þannig um þessar mundir: Fyrst er að telja stórstöðvarn- ar svokölluðu, 5 stórar endur- varpsstöðvar, sem reistar verða í öllum landshlutum og dreifa sendimerkinu hver um sinn landshluta. Þegar hefur verið reist stór stöð á Skálafelli í Mos fellssveit og er hún „móður- stöð“ fyrir allt Norðurland. Skálafellsstöðin fær sendigeisla sinn frá „stúdíói“ sjónvarpsins í Reykjavík. Þá verða reistar stórstöðvar á Vaðlaheiði, Fjarð- arheiði eða Gagnheiði á Austur- landi og á Háafelli við Vík í Mýdal. Einnig verða reistar 50—60 smástöðvar víðsvegar um land til þess að brúa bilið milli stór- stöðvanna. Merkið er sent úr „stúdíóinu” í Reykjavík til Skálafellsstöðvar innar, þaðan á endurvarpsstöð sem staðsett verður við bæinn Skipalón í Eyjafirði. Skipalóns- stöðin endurvarpar merkinu til Vaðlalheiðarstöðvarinnar og það an berst það beint austur á Fjarðarheiði eða Gagnheiði. Skálafellsstöðin er eins og áður sagði móðurstöð fyrir Norðurland. Hún sendir sjón- varpsmerkið til fjögurra stöðva nyrðra, ein stöðvanna er á Hrútafjarðarhálsi og endurvarp ar hún um vesturhluta Húna- vatnssýslu, önnur á Eggjum fyr ir ofan bæinn Stóra-Kot í Tungusveit og sendir hún merk Akureyrartogararnir KALDBAKUR kom úr söluferð 27. okt. og fór 28. okt. á veiðar. Landar væntanlega á mánu- daginn. SVALBAKUR kom til Akur- eyrar í gær með ca. 120 tonn til löndunar. HARÐBAKUR fór á veiðar 1. nóv. Landaði sl. fimmtudag 118 tonnum. SLÉTTBAKUR landaði 171 tonni í heimahöfn 28. okt. og er á veiðum. □ « Lauffall. (Ljósm.: E. D.) Mjólkurvörur eru nú sendar að íiorðan til liöfuðborgarinnar ið til endurvarpsstöðvar í Hegra nesi í Skagafirði. Sú stöð nær til alls Skagafjarðarundirlendis. Þriðja stöðin, sem Skálafell mat ar er á Blönduósi og á hún að ná til austurhluta Húnavatns- sýslu og um Strandir. Loks er það Skipalónsstöðin, sem kemur merkinu áleiðis um Eyjafjarðar svæðið. Talið er, að enn hafi fram- kvæmdir gengið nokkum veg- inn samkvæmt áætlun og ekki ástæða til annars en að líta svo á, að áætlanir standist í stórum dráttum. Ætti sjónvarpið þá að koma hér á Akureyri og í ná- grenni að mánuði liðnum eða svo. □ Siglufirði 5. nóv. Siglfirðingur kom inn í rnorgun með 120 tonn fiskjar eftir 10 daga útiveru. Línubátarnir hafa fiskað sæmi- lega, Hringur og Anna, sem leggja upp í íshúsinu. Þessir bát ar hafa verið með 4—6 lestir í róðri. Einn báttur hefur reynt SAMKVÆMT opinberum fregn um, er mjólkurþörf Reykjavík- ur og nágrennis nú naumlega fullnægt. Rjómi hefur verið fluttur frá Blönduósi og Sauðár króki og í gær voru 5 tonn af rjóma send frá Akureyri. Á Vestfjörðum og Austfjörð- um vantar víða mjólk og mjólk- þorskanet, en án teljandi árang- urs. íshúsið hefur nægan fisk og meir en það og þannig hefur það verið allt þetta ár og er það miklu betra en áður. Niðurlagningarverksmiðjan er því miður ekki komin í gang aftur, en vonir standa til, að urvörur, en erfiðar samgöngur hindra flutninga, t. d. frá Akur- eyri, sem annars getur miðlað allmiklu. Hingað til Akureyrar berst nú minna mjólkurmagn en á sama tíma í fyrra, t. d. var inn- vegin mjólk til Mjólkursamlags KEA í okt. 11% minni en í hún hefji starfsemi nú um miðj- an mánuðinn. Tunnuverksmiðj- an starfar ekki. Atvinnuástandið er ekki gott þótt þorskaflinn sé sæmilegur. T. d. munu núna vera 40 at- vinnulausir, þar af konur að tveim þriðju. En sagt er mér, að verið sé að skrá atvinnulausa nú og muni þeir verða 60—70, þar af karlmenn í meirihluta. Enn er unnið í Strákagöngum en vegurinn í Skriðum og inn í Fljótum er alltaf að lokast. Vinna í göngunum fer fram um nætur og verður því verki lokið innan nokkurra daga. Á sumum stöðum var steypt upp í þak gangnanna en á öðrum sett eins konar hvolfþak úr járnplötum, eftir að laust grjót hafði verið hreinsað. Verkinu stjórnar Jó- hann frá Kúskerpi í Skagafirði. J. Þ. VAR 15,05 KG Húsavík 4. nóv. Sauðfjárslátrun lauk 18. október. Lógað var 34.584 kindum og er það 1.500 kindum færra en í fyrra. Meðal- þungi dilka var 15.05 kg. móti 14.7 í fyrra. Mesta meðalvigt hafði Þórhallur Andrésson bóndi að Hafralæk í Aðaldal, 19.8 kg. Vænsta dilkinn átti Guð finna Stefánsdóttir, Vogum, Mý vatnssveit, 27.2 kg. Þ. J. fyrra, að því er Vernharður Sveinsson tjáði blaðinu í gær. En heildarmagn 10 fyrstu mán- uðina er þó aðeins meira en á sl. ári. Á hverju hausti vantar mjólk urvörur syðra, einkum rjóma, og er ekki frágangssök að flytja rjóma frá Norðurlandi með bifreiðum, en mjólkurflutning- ar koma naumast til greina nema um tankflutninga væri að ræða, t. d. héðan frá Akureyri. Á þessu ári hfeur verið selt álíka magn smjörs og framleitt er, hér á Akureyri. En hér er mest smjörframleiðsla á land- inu. Sjáanlegt er, að á næstu mánuðum verður smjörfram- leiðsla í landinu lítil og gengur þá ört á birgðir, sem fyrir eru. En til munu nú um 800 tonn smjörs í landinu. Q GRÆNFÓÐRIÐ ER KOMIÐ UNDIR SNJÓ Haganesvík 4. nóv. Dálítið föl er hér, orðið vont á jörð held ég en sæmilega bílfært var í gær, en hríð var hér í nótt. Lógað var 4474 kindum og var meðalvigt dilka 14.72 kg., sem er talsvert betra en í fyrra. Þyngsta dilk átti Trausti Sveins son, Bjarnargili í Holtshreppi, 26.5 kg. Bændur eru vel heyjaðir. En töluvert af káli og höfrum varð undir snjó. Lítil kartöflurækt er í Fljótum en þó rækta margir til heimilisnota. Eitthvað af kartöflum lenti líka undir snjó. Samanlagt er þetta töluvert tjón. E. Á. DAGUR kemur næst út á laugardaginn, 9. nóvember. Náttúrugripasafninu á Akureyri bárust þessi miklu lireindýrshorn í haust og tók Helgi Hallgrímsson safnvörður á móti þeim. (Ljósm.: E. D.) Töluvert atvinnuleysi er nú á Siglulirði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.