Dagur - 09.11.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 09.11.1968, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Teppinu ileygi FYRIR RÚMUM áratug, gerði fjár- veitinganefnd Alþingis för sína til Akureyrar í þeim tilgangi að kynna sér fjárhags- og framkvæmdamálefni höfuðstaðar Norðurlands og gefa leiðtogum hans tækifæri til viðræðu við fjárveitingavaldið. Dvaldist hún þar til dagsloka. Nefndin ferðaðist flugleiðis. Á suðurleiðinni um kvöld ið var allmikið frost í háloftunum og varð kalt í flugvélinni. Gekk þá flug- freyja um meðal farþega og útbýtti ullarteppum til skjóls. Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósefsson, sem báðir voru þá í fjár- veitinganefnd, höfðu tekið sér sæti saman, og þegar flugfreyjan kom til þeirra og ætlaði að afhenda þeim sitt teppið hvorum, eins og öðrum, sögðu þeir samhljóða: Við komumst af með eitt teppi. I»á kastaði Karl Kristjáns- son, einn af fjárveitingarnefndar- mönnum, fram þessari vísu: Þó þeir eina nauma nótt náðir þannig hreppi, ekki verður þeim alltaf rótt undir sama teppi. Vísa þessi varð fleyg og hefur full- komlega sannast, að hún hitti í mark. Hannibal og Lúðvík hafa svipt af sér teppinu með all miklum látum og hávaða. Á Hannibal þar aðal fram- kvæmdina og ber honum lieiður fyr- ir það. Hitt er svo annað mál, að Hannibal var sér til lítils heiðurs búinn að þrauka undir ábreiðu kommúnismans og safna þangað til sín hrekklausu fólki, sem veitti kommúnistum lið í blindni. Héðinn Valdimarsson hafði áður flaskað á þessu sama, en hann sá að sér eftir miklu styttri reynslu og gafst upp. Þetta hefði Hannibal auðvitað átt líka að gera. Var furðulegt, hve kapp hans var lengi forsjánni sterk- ara. Hefur þessi teppaleikur hans valdið mikilli truflun í íslenzkum stjómmálum og tafið einangrun kommúnista, sem aldrei geta orðið samstarfshæfir á lýðræðisgrundvelli, sem flokkur, hvaða nöfnum, sem þeir nefna flokk sinn og hvaða yfirlýs- ingar sem þeir gefa í almennum orð- um í stefnuskrá. Trú þeirra segir til sín þegar kemur til athafna. Hún lýt- ur ekki skoðunum Héðna eða Hanni bala, þótt þeir komi inn undir á- breiðuna. Nú hefur Hannibal fleygt af sér teppinu og er ómyrkur í máli um reynslu sína. Og meira hefur gerst. Bjöm Jónsson alþingismaður, sem lengi hefur verið foringi kommún- ista hér um slóðir, hefur líka fleygt sinni ábreiðu og er fróðlegt að lesa grein hans í Verkamanninum 1. þ. (Framhald á blaðsíðu 7) MAÐURINN, ER VILL EKKI Rætt við Jón S. Raldurs, fyrrverandi kaupfélagsstjóra á Blönduósi. HÚNAFLÓI er vestastur þeirra flóa, setn ganga inn í Norður- land. Hann liggur milli Stranda og Skaga, er 6 km. breiður og 14 km. Iangur, inn í Hrútafjarð- arbotn. Hann var fyrrum fiski- sæll og getur orðið það á ný. Það er þó fyrst og fremst gróður láglendis og til heiða, sem er undirstaða byggðar, mannlífs og menningar í sveitum og kaup túnum umliverfis Húnaflóa. Blönduós er höfuðstaður Aust ur-Húnavatnssýslu og liggja vegir þaðan um öll nálæg byggð arlög, norður Skaga vestanverð an og um dalina mörgu: Langa- dal, Blöndudal, Svínadal, Vatns dal og svo um Þing og Ása. Um Blönduós liggur þjóðvegurinn milli Norður- og Suðurlands. Sýslumörk að vestan er við Bjargaós og Gljúfurá en að aust an eru sýslumörk um miðjan Skaga og á Vatnsskarði. Þetta hérað er söguríkt að fornu og nýju, sveitir annálaðar fyrir sumarfegurð. Stórbændur og miklir höfðingjar hafa jafnan búið þar, en einnig fátækir menn og meðal þeirra nokkuð margir, sem komust í kast við yfirvöldin, svo sem sögur herma. Enn mun vera nokkuð mikill mismunur á efnahag bænda þar, meiri en víða í sveit um landsins. En ekki verður þess lengur vart, að íbúamir vanvirði lög og reglur samfélags ins, umfram aðra. Blönduós með sina 660 íbúa og Skagaströnd með á sjötta hundrað, eru byggðakjarnar sýslunnar. Á þeim síðarnefnda Nýja kaupfélagshúsið á Blönduósi er nokkur útgerð en engin á Blönduósi, enda hafnarmann- virki skammt á veg komin. Blönduós er eiginlega sveita- þorp, þótt byggðin liggi að sjó, því þar er enginn bátur enda brimasamt við blágrýtissandinn. Blanda skiptir kauptúninu í tvo hluta og gefur því sterkan svip. Eldri byggðin er sunnan ár en flest nýrri húsin norðan hennar. Þar er kaupfélag, félagsheimili, skólarnir, ný verkstæði o. s. frv. Flestar byggingar eru þar ný- legar, en eldri hluti kauptúnsins minnir á nokkrum stöðum á þá, sem eru hættir að þvo sér og greiða. Þar er þó hótel, póstihús, sýslumannssetur, ýmsar eldri stofnanir og svo Héraðshælið, rétt við Blöndubrú, auk íbúðar- húsanna. Blanda er 125 km. löng, vatns mikil og jafn sjaldan tær og rólyndar ár eru gruggugar. Hún er frenja mikil og talið að um 200 manns hafi týnt í henni lífi sínu. Átján km. löng gljúfur, svokölluð Blöndugil, eru bæði djúp og hrikaleg. Þar byltist Blanda fram. Tvær brýr eru á Blöndu, önn- ur á Blönduósi, fyrst byggð 1897 en síðan 1963, og hin í Blöndu- dal. Þessi á var hinn mesti farar tálmi og er það stundum ennþá þótt brúuð sé. í hana gengur lax hvert sumar og allt upp í Svartá til að hrygna. Tilviljunin leiddi okkur Jón S. Baldurs fyrrum kaupfélags- stjóra saman haustdag einn vest ur á Blönduósi. Ég sat á tali við mjólkursamlagsstjórann, Svein Ellertsson, á skrifstofu samlags- ins, er Jón bar þar að með kaffi brúsa í hendinni, sem hann setti á borðið. Hann bauð þegar kaffi og seildist í dós eina með mola- sykri. Hvar fást svona litlir mol ar, sagði ég. Jón sagði þeir fengj ust hvergi en hann klipi molana sundur til að sér yrði ekki á að neyta of mikils af þeim. En það var ekki tilviljun að , Jón S. Baldurs kæmi þarna á skrifstofuna, því hún er hans vinnustaður. En þar sem telja má til undantekninganna að hinir ýmsu umsvifamenn við- skiptalífsins úti á landi, svo og embættismenn setjist ekki að í Reykjavík að aðal starfsdegi loknum, en Jón S. Baldurs var hér cnn, ltominn yfir sjötugt, bað ég hann þegar í stað um við tal. Glöggt er það, að mjólkur- bússtjórinn kann vel tiltektum skrifstofumannsins ekki síður en störfum hans, sem hann telur vel af hendi leyst. Og hann studdi að því, að viðtalið hæfist þegar í stað, sagði að þeirri stund yrði vel varið. Því er þannig farið, sagði Jón, að það skammar mig enginn þó ég slæpist, jafnvel þó ég mæti ekki í vinnuna á réttum tíma. Þetta á auðvitað ekki svo að vera en mér er nú flest fyrir- gefið. Hvernig stendur á því, Jón, að þú nýtur ekki ellidaganna í höfuðborginni? Það er ósköp einfalt mál. Ég hef ekkert þangað að sækja og mig vantar ekkert hér. Ég veikt ist ofurlítið fyrir 10 árum síðan og var erlendis til lækninga um tíma. Mér batnaði, en læknarnir sögðu mér, að það væri heppi- legra fyrir mig að vinna ekki mjög áhyggjusöm störf. Ég bað kaupfélagsstjórnina því um lausn frá kaupfélagsstjórastörf- um en óskaði jafnframt að mega vinna hjá kaupfélaginu eða Sölu félaginu á öðrum vettvangi. Þetta varð og lieilsan er í sæmi- legu lagi. Mér var falið að setja upp bóka- og ritfangaverzlun fyrir kaupfélagið og gerði ég það. En svo kom nú að því að kaupfélagið byggði skrifstofu- og verzlunarhús. Bókabúðin var flutt þangað en ég fylgdi ekki með og tók þá að mér skrif- stofustarf hér í Mjólkursamlag- inu. Og þú unir hag þínuni vel? Já, en spurningu þinni um Reykjavíkurdvöl er ekki full- svarað. Ég á vini og kunningja í hverju húsi hér á Blönduósi og í sveitunum, sem allt vilja fyrir mig gera. Ég vil ekki yfir- gefa þetta fólk, svo mikils met ég vináttu þess. Karlar á mín- um aldri eru leiðinlegir og það er ekki eins auðvelt og í fljótu bragði virðist, að eignast vini á ný, í öðrum landshluta. Ég yrði eins og hver annar rótslitinn að- komumaður í Reykjavík. Þetta geri ég mér Ijóst og á meðan ekki er við mér amast, verð ég kyrr. Þú ert Húnvetningur að ætt? Ég er upp runninn í Bólstaðar hlíðarhreppi, fæddur í Hvammi í Laxárdal, en sá dalur er nú kominn í eyði. Ég ólst upp eins og aðrir strákar í sveit á þeim árum, kynntist fátæktinni en gat þó farið í Verzlunarskólann. Hvenær komstu liingað til starfa? Það var árið 1918 og var ég þá tvítugur. Síðan hefi ég átt hér heima, nema eitt ár, sem ég vann í Reykjavík. Það var náttúrlega hálfgerð fi'amhjátekt, en samvinnumenn kölluðu á mig heim aftur. Hvernig var umhorfs hér, er þú hófst starf? Hérna, norðan við ána var Kvennaskólinn og kaupfélagið en að sunnan var aðal kauptún- ið. Nú hefur þetta snúist við, svo sem allir sjá. Við hjónin bjuggum fyrst í litlum bæ skammt frá kaupfélaginu. Hann stendur ennþá en er þó lítt þekkjanlegur orðinn vegna stækkunar og endurbóta. í hon- um var skarsúð og allt þiljað í innra herberginu. í fremra her- berginu var eldavél á steyptum grúnni. Okkur leið ágætlega í þessum litla bæ. Þá bjó maður með ær og kýr eins og flestir aðrir á Blönduósi. Þá var ekkert mjólkursamlag og hver varð að vera sjálfum sér nógur og fram leiða handa sér. Elnn er tölu- verður búskapur á staðnum. Hvenær varðstu svo kaup- félagsstjóri? Árið 1943 og var það í 15 ár og ég er feginn því að hafa hætt svona snemma, létt af mér áhyggjum og get nú notið lífsins betur en áður. Voru bændur héraðsins erfið- ir í samvinnu? Síður en svo, og eru þeir þó (Framhald á blaðsíðu 6). Elsta liús kaupfélagsins (Ljósm. ED) (Ljósm. ED) Jón S. Baldurs fyrrv. kaupfélagsstjóri (Ljósm. ED) 5 Pálína Tryggvadóttir Fædd 7. febr. 1896 . Dáin 3. nóv. 1968 Kveðja frá vinum Nú ertu horfin aldna vina, engill gnðs flutti þig d braut. Nú fannstu þd, sem þjáningar lina, þín er öll liöin ævinnar þraut. Og Sumarlandið sér þú i Ijóma, söngua þú greinir, — dýrlega hljóma. Og morgunroðinn ris þar ur djupi, rökkrið er horfið, allt er nú breytt. Og góðar verur í geisla lijúpi gefa þér mdtt, sem varst svo þreytt. Á veginn þimi mun blómrósin bjarla brosa mót sól og gleðja þitt hjarta. Við kveðjum þig með trega og tárum, tilfinning þin var góð og Ijúf. Við minnumst þín frá mörgum árum, marga þú gladdir, sönn og Irú. Og andi þinn um cilifð mim skarta, sem áttir svo stórt og göfugt hjarta. S. Sv. FÖSTUÐU í TYO SÓLARHRINGA DAGS Sameinuðu þjóðanna var minnzt í Samvinnuskólanum að Bifröst 24. okt. sl. og flutti Skúli Möller, form. ÆSÍ erindi um starfsemi samtakanna og vanda mál þau, er við væru að etja. Það er hryggileg staðreynd, að á meðan þúsundir, jafnvel milljónir manna deyja úr van- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ingar eru veittar í síma 12722. Námskeiðið er ókeypis. HRINGT OG KVARTAÐ Öðru hverju er liringt til blaðs- ins og spurt um vinningsnúmer í happdrættum, sem nú eru svo tíð. Segir fólk, að Iítt sé um það hugsað að segja frá úrslitum og sjáist þau stundum aldrei. Kem ur blaðið þessum kvörtunum á framfæri við þá, sem ekki virð- ast hafa auglýst nægilega vel þau happanúmer, er eiga að gefa eigendum sínum happa- drátt í hendur. næringu, sulti, eru aðrir, sem deyja úr ofáti og sællífi. Ef til vill er það rétt, að ís- lenzka þjóðin hafi hlaupið vel undir bagga með vanþróuðu þjóðunum, en hefur hún gert sér næga grein fyrir þessu ógn- vekjandi orði „hungur“? Sagt er, að senn fari kreppu- tímar í hönd á íslandi og ef til vill þá fær fólk að kynnast sulti og seiru af öðru en skrifum trú- boða og dreifibæklinga S. Þ. í tilefni þessa, söfnuðu fjórir piltar að Bifröst, undirskriftum innan skólans og árangurinn varð sá, að frá klukkan 22 á sunnudag til sama tíma þriðju- dags, föstuðu 33 nemendur af 76. Þeir sem sveltu mættu til borðstofu, en neyttu ekki matar, en heimilt var að drekka vatn, enda þótt slíkt megi telja til munaðar í landi eins og t. d. Biafra. Óhætt er að fullyrða, að þeim nemendum, sem á þennan hátt minntust hinna sveltandi, varð að nokkru ljóst hvað sultur er og vannæring. Ekki er vitað til, að þetta hafi verið gert í skólum landsins áður. (Aðsent) ÞrymiEr þrjátíu og íimm ára Húsavík 4. nóv. Leikfélag Húsa- víkur er að æfa tvo einþáttunga, Táp og fjör eftir Jónas Árnason og Nakinn maður og annar í kjólfötum, þýddur einþáttungur. Leikstjóri er Sigurður Hallmars son. Karlakórinn Þrymur átti 35 ára afmæli 25. okt. sl. Afmælis- ins var minnzt með hófi í félags- heimilinu og sátu það 160 manns, núverandi og fyrrver- andi söngfélagar í Þrym og kon- (Framhald á blaðsíðu 2). KVEÐJA Anna Halldorsdólfir Fædd 10. apríl 1908 — Dáin 24. október 1968 ÞAR sem góðir menn ganga, þar eru guðs vegir. Það sannaðist bezt þeim sem þekktu Önnu Halldórsdóttur. Það voru marg- ir sem nutu gestrisni hennar og hjálpsemi í hvívetna. Öllum þeim er komu á heimili hennar, Munkaþverárstræti 12, og það voru margir, bæði háir sem lág- ir og margir sem minna máttu sín, tók hún jafnt með sínu góð- lega og hlýja brosi, gaf þeim góð gei'ðir og veitti þeim hughreyst- ingu sem liðsinnis þurftu. Öllum þeim sem kynntust henni þótti vænt um hana. Anna var hreinskilin en þó gætin í orðum. Sérstaklega lag- in að gera allt bjart og glatt í kringum sig og þess minnumst við konurnar sem vorum með henni í saumaklúbb i mörg ár. Anna var mikil húsmóðir jafn fær í öllu sem húshaldi laut, hvort sem var í matreiðslu, saumum eða prjónum og mætti hver húsmæðrakennari vera hreykin ef hann kynni á eins mörgu skil og hún kunni. Bæði ég og ótal fleiri nutu góðs af kunnáttu hennar, því að hún sá aldrei eftir tíma sínum, ef hún gæti verið öðrum að liði. Hún var samvizkusöm svo af bar. Síðustu þrjú árin þurfti Anna mjög oft að leggjast inn á sjúkra hús vegna lasleika síns, og þeir sjúklingar sem lágu með henni söknuðu hennar, í hvert sinn, sem hún fór, því að hún lífgaði upp sjúklinga með hughreyst- ingarorðum, og alltaf hélt hún sinni glaðværð og jafnaðargeði á hverju sem gekk. Þótt hún væri veikust sjálf þá kvartaði hún aldrei, hún vai' sannkölluð hetja. Og það sýndi hún bezt, þegar komið var að leiðarlok- um, sama æðruleysið, taldi í sína kjark og kvaddi þetta lif sátt við guð og menn. Anna mín, ég þakka þér af hrærðu hjarta fyrir alla þína vináttu og tryggð við mig, sem er búin að vara um 20 ár, og aldrei hefur neinn blett ur fallið á. Við áttum svo margt sameiginlegt og það var svo gott að leita ráða hjá þér, þú varst svo skilningsrík og réttsýn. Söknuðurinn er sár, en minn- ingin lifir björt og fögur um góða og mikilhæfa konu. Eiginmanni þínum, dætrum og öðrum ástvinum þínum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Far þú í friði kæra vina friður Guðs þig blessi og hafði þökk fyrir allt og allt. S. Ingólfs. TVEIR NORÐLENZKIR HÖFUNDAR ,. Indriði Úlfsson, SKJALDBORG S.F., sem er ný stofnað útgáfufyrirtæki á Akur- eyri, gefur út á þessu ári nokkr ar bækur. Tvær eru komnar á markað. „Leyniskjalið" heitir ný bama bók eftir Indriða Úlfsson, skóla- stjóra á Akureyri. Þetta er fyrsta bók höfundár, en hann hefur áður samið mörg leikrit fyrir böm, sem flutt hafa verið víða á skólaskemmtunum, og nokkur birzt í barnabl. „Vorið“. „Bimdið mál“, heitir ný Ijóða- bók eftir Jón Benediktsson fyrr um yfirlögregluþj. á Ak. Þetta er önnur ljóðabók höfundar, sem kunnur er fyrir sönglög sín og ljóð víða um land. Fyrri ljóða bók hans, „Sólbros", kom út 1959 og var vel tekið. (Aðsent) Jón Benediktsson. Þrjár barnabækur írá BOB BLAÐINU hafa borizt þrjár barnabækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. ÓIi og Maggi finna gullskipið eftir Ármann Kr. Einarsson með MEST lesni og afkastamesti rit- höfundur Danmerkur er hvorki Ib Henrik Calving eða Klaus Rifbjerg. Heldur er það hinn bráðfyndni og skemmtilegi höf- undur Willy Breinholst. Þetta upplýsti Kaupmannahafnarblað ið B. T. nýlega. í hverri einustu viku, undan- farin 20 ár, hafa smásögur hans birst í fjölda vikublaða í Evrópu, sem eru samtals gefin út í meir en milljón eintökum vikulega, sem þýðir það, að bara smásög- urnar eftir Willy Breinholst eru prentaðar í meir en 1.000 millj- ónum eintaka! Associated Press hefur birt úr drátt úr bók hans „Viking of to- day“ í um það bil 5.000 dagblöð- um víðs vegar um heim, dag- blöðum sem hafa samanlagðan lesendafjölda sem er meir en 500 milljónir. Á síðastliðnu ári sendi Willy teikningum Halldórs Pétursson ar er 23. bókin sem höfundur skrifar fyrir börn og unglinga. Hún er í 13 köflum og segir frá mörgum ævintýrum. Vinsældir Breinholst frá sér skáldsöguna „Elskaðu náungann" sem var kjörin „bók mánaðarins“ hjá DBK (Dansk Bogklub) og hef- ur þegar verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna vakið mikla hrifningu. Og nú er skáld sagan „Elskaðu náungann" kom in út í íslenzkri þýðingu Krist- manns Guðmundssonar. Bókaforlag Odds Bjömssonár gefur bókina út. Sagan er skop- stæling á þeirri tegund „bók- mennta“ sem farið hefur eins og logi yfir akur bæði á Norður- löndum og víðar undanfarin ár, en það er hinn svokallaði SEX- litteratur, eða kynórabókmennt ir, sem jafnvel islenzkar bók- menntir hafa ekki farið var- hluta af upp á síðkastið. Skáldsagan „Elskaðu náung- ann“ hefur verið kvikmynduð og var kvikmyndin sýnd í Reykjavík sl. sumai’. □ höfundar eru kunnar, og bækur lians eru nú þýddar á aðrar tungur. Valsauga og Minnetonka er Indíánasaga, þýdd af Sigurði Gunnarssyni. Þetta er fjórða Valsaugabókin og sögupersónur þær sömu og áður þótt hver bók sé sjálfstæð saga — skemmtileg strákasaga. Ógnir Einidals er eftir Guðjón Sveinsson og er önnur bókin í þessum bókaflokki. Söguhetjurn ar eru Skúli, Bolli og Addi' og hundurinn Krunni. Teikningar gerði Atli Már Árnason. Allar munu bækur þær, sem hér eru nefndar, gleðja stóran hóp barna og unglinga í vetur, af því þær eru skemmtilegar. □ - Fréttabréf (Framhald af blaðsíðu 8). Hinn 3. nóvember var aðal-* fundur Kaupfélags Vopnfirð- inga haldinn fyrir árið 1967. Rekstrarhalli á árinu varð 787 þúsund krónur. Úr stjóm gekk Páll Medúsalemsson bóndi á Ref stað, sem er einn af stofnendum kaupfélagsins, en það á 60 ára afmæli 16. desember n. k. í stað Páls var kosinn í stjórnina Þórð ur Pálsson, Refstað. Þ. Þ, „Elskaðn náuiigann”

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.