Dagur - 09.11.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 09.11.1968, Blaðsíða 8
8 Minjasai'nið á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Gamla Svalbarðskirk ja fluft til Akureyrar SMATT & STORT HINN 7. nóvember var aðalfund ur Minjasafnsins á Akureyri haldinn á Hótel KEA. En kjörn- ir fulltrúar voru þar mættir frá eigendum safnsins, auk stjórnar þess. Eigendur eru Akureyrar- bær, Eyjafjarðarsýsla og Kaup- félag Eyfirðinga. Þetta er sjö- unda starfsár safnsins og er það í Aðalstræti 58 (Kirkjuhvoli). Fundinum stjórnaði Steindór Steindórsson skólameistari, Sverrir Pálsson ritari safnstjórn ar flutti skýrslu, Jónas Kristjáns son formaður safnstjórnar las reikninga og skýrði þá og Þórð- ur Friðbjarnarson safnvörður gaf fundinum margvíslegan fróð •leik um safnið og rekstur þess á sl. ári. Skráðir safnmunir eru nú 3350 talsins, og er þeim vel og snyrtilega fyrir komið í safn- húsinu, en auk þess eru safn- munir geymdir á fjórum stöðum úti í bæ, vegna þess að húsnæði Minjasafnsíns sjálfs hrekkur ekki til. Og stöðugt vex safnið. Minjasafninu bárust 24 mynd ir og munir frá Litla-Árskógs- bræðrum á Árskógsströnd, þeim Kristjáni, Hannesi og Jóni Vig- fússonum. Munum þessum hef- ur verið komið fyrir í sérstakri stofu. Framkvæmdastjóri KEA, BÆJARSTJÓRN Akureyrar hélt funu sl. þriðjudag og voru umræður þar með líflegra móti. „Hinn góði andi“ sem sumir tala um, að sé um of ríkjandi, virtist nú hafa rokið út í veður og vind. Það kom fyrir á þessum fundi, að menn fengust ekki til að greiða atkvæði um bílastyrki, er nefnd hafði gert tillögur um og búið var að samþykkja í bæjarráði En þar eiga sæti fyrir íhald og krata þeir Jón Sólnes og Þorvaldur Jónsson, og feng- ust nú ekki til þess á bæjar- stjórnarfundinum, að rétta upp hönd í málinu, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir forseta um af- greiðslu þess. Fundargerð hafnarnefndar kom til umræðu. Skýrði bæjar- stjóri frá viðræðum um væntan_ lega byggingu vöruskemmu Eimskipafélagsins á Togara- bryggjunni. En frá því máli var sagt í síðasta Degi. Urðu þá orðahnippingar. En fundargerð- ir Atvinnumálanefndar bæjarins Jakob Frímannsson, hefur til- kynnt, að félagið gæfi harðvið innan í stofu þessa, með þeim lit og af þeirri gerð, sem bezt hæfir þessum góðu mynd- um. Hólmfríður Guðmundsson, ekkja tónskáldsins Björgvins Guðmundssonar, hefur nú flutt úr bænum og afhenti áður Minjasafninu gamla muni úr eigu þeirra hjóna .Báðar þessar gjafir hafa verið þakkaðar að verðléikum, en enn hefur mun- um þeirra Björgvins og Hólm- Ási í Vatnsdal, 8. nóv. Snjólaust er og 8-10 stiga hiti undanfarna daga. Bændur starfa nú að marg víslegum haustverkum. Sumir eru að taka lömb í hús og kenna þeim átið, þeir, sem ætla að ala þau vel. Hrossaslátrun stendur yfir. Kjötmarkaðurinn er sæinilegur, enda er folaldakjöt góður og ódýr matur. Meðalvigt dilka varð 15.25 kg hjá Sláturfélaginu og er það með allra bezta móti. Sauðfé mun ekki fjölga í héraðinu, vöktu þó mestar og eftirtektar- verðustu umræðurnar. Fram- sögu í því máli hafði bæjarstjór- inn, Bjami Einarsson. Eru til- lögur og greinargerð Atvinnu- málanefndar birtar á öðrum stað í blaðinu, en formaður hennar er Stefán Reykjalín. Kjarni þessa máls er sá, að nefndin leggur til, að þrem mönnum verði falin athugun á því, með hverjum hætti er auð- veldast að endurnýja skipastól IJA. Taldi bæjarstjóri, að Akur- eyrarbær yrði að eiga frum- kvæði í þessu máli, því ella myndu ekki aðrir leysa vand- ann. Ingólfur Árnason fagnaði því, að þetta mál væri fram kom ið. Þorvaldur Jónsson spurði, hvort heimilt væri að skipa slíka nefnd, sem um væri talað. Árni Jónsson var því mótfall- inn að fjölga í nefndinni. Gísli Jónsson spurði m.a. hvort At- vinnumálanefnd teldi sig hafa vald til þess að skipa undirnefnd Jón Sólnes var harðorður í garð bæjarstjóra og Atvinnumála- fríðar aðeins verið komið fyrir til bráðabirgða. Fjölmargir hópar skólafólks víðs vegar af landinu, svo og ungmennafélög og kvenfélög hafa komið í heimsókn í Minja- (Framhald á blaðsíðu 7) UM SL. HELGI var nokkur síld veiði fyrir austan og saltað á enda heyskapur ekki meiri en í meðallagi. Stóði fer fækkandi, held ég, og nautgripastofninn mun haldast óbreyttur. í Hrútafjarðará veiddust í sumar 115 laxar, í Miðfjarðará 1035. Víðidalsá gaf 990 laxa og Vatnsdalsá 560, en Blanda og Svartá 718 laxa. Bændur munu fá í leigu sam- anlagt fyrir þessar ár upp undir 4 milljónir. Fámennt er á heimilum og rólegt. Unga fólkið er komið í skóla. G.J. nefndar. Sagði hann, að nefndin væri ákaflega dugleg að halda fundi, en árangurinn væri sára lítill. Hann sagði, að síldarævin- týrið virtist vera að breytast. Hér og í nágrenni væri til nóg af nýjum skipum, til að fylla allar fiskvinnslustöðvar norðan lands. Ennfremur sagði hann, að bæjarstjórn Akureyrar hefði engin tök á að leysa þessi mál, bæjarstjórn hefði engin völd og enga getu til þess. Arnþór Þor- steinsson sagði, að ekki væri öruggt að togarar UA yrðu ó- nýtir orðnir eftir fjögur ár, og enginn grundvöllur væri fyrir því að reka 500 tonna eða 900 tonna togara. Þetta mál verður ekki leyst af Akureyrarbæ, sagði hann einnig, og að þjóðin í heild yrði að leysa málið. Stef- án Reykjalín benti á, að ef til- lögur Atvinnumálanefndar yrðu ekki samþykktar, féllu niður frekari aðgerðir af sjálfu sér. Sigurður Oli Brynjólfsson benti á, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu síst orðið til þess að end- BINDINDISDAGURINN 1968 Landssambandið gegn áfengis- bölinu gengst fyrir árlegum bindindisdegi um land allt, og er bindindisdagurinn á morgun, 10. nóvember. Þrjátíu öflug bandalög, svo sem ASf, ÍSf og UMFÍ, eru í Landssamtökunum. Fyrstu níu mánuði þessa árs var áfengi selt hér á landi fyrir 424 milljónir króna. Þetta er mikið fjármagn, en bölið á bak við neyzlu þessa áfengis er þó enn meira. HVAÐ VERÐUR GERT? Nauðsynlegt er, að almenn sam- staða náist um fræðslu og áróð- ur í þessum málum á morgun. Á sunnudögum er mikill starfs- dagur presta. Enginn ætti að þjóna því embætti, sem ekki vill eða getur tekið þátt í baráttu þessari. Enginn kennari ætti að þurfa að roðna, þegar rætt er um þessi mál, eða aðrir opin- berir starfsmenn. Kröfur al- mennings til leiðtoga sinna og fræðara þurfa að breytast á þann veg, að áfengisdýrkendum séu valin önnur og áhrifaminni störf í þjóðfélaginu. flestum söltimarstöðvum á Aust urlandi. En um tíma hafði þar engin síld borizt á land. Síldin veiddist um 50 sjómíl- ur út af Dalatanga og er hún sögð mjög góð til söltunar. Fiskifræðingurinn, Hjalmar Valhjálmsson, telur að líklegt sé að síldin fari að þétta sig og stöðvast á svæðinu 50—80 sjó- mílur frá landi, eins og hún hefur áður gert á haustin. Gæti Hrísey 8. nóv. Óstillt veður hafa hamlað sjósókn, en nú er veður blíða og í gær var sæmilegur afli bæði á línu og færi. Frysti- húsið starfar enn. Eigendur bíla hér í Hrísey eru nú að flytja þá hingað heim til urnýja togaraflotann, þar hefði hún algerlega haldið að sér höndum og væri lítils stuðnings að vænta úr þeirri átt, nema fast væri eftir leitað um nauð- synlega fyrirgreiðslu. Bæjar- stjóri sagði, að mál ynnust ekki ef menn vildu sitja með hendur í skauti og færði að því rök. Lýsti hann vonbrigðum sínum yfir undirtektum sumra bæjar- stjórnarmanna. Sagði, að það væri hörmuleg íhaldssjónarmið, sem fram hefðu komið á þess- um fundi. Spratt þá Jón Sólnes úr sæti og var mikið niðri fyrir. Taldi hann fundargerðir At- vinnumálanefndar yfirlætisleg- ar og enginn vandi væri að út- vega frystihúsum hráefni. ís- landi verður aldrei stjórnað, sagði hann, með töflum eða plönum. Við höfum engin völd og enga getu til að leysa þetta mál. Tillögur Atvinnumálanefndar voru síðan samþykktar með 9 samhljóða atkvæðum. Sv.O. MIKIL SAMVINNA NAUÐSYNLEG Áfengisbölið á Islandi er þjóð- félagsvandamál og verður í heild að vinna að því sem slíku. Ilins vegar geta fjöldasamtök fólks og áhugasamir einstakling ar stutt að endurbótum á marg- an hátt, m. a. með kröfum sín- um til alþingismanna um breyt- ingar á áfengislöggjöfinni, fram- kvæmd hennar og að skapa þá aðstöðu, sem áfengissjúkum er nauðsyn til lækninga. NÁMSKEH) í FÉLAGS- MALUM Hin ýmsu félög hér í bæ þjást af vöntun hæfra manna til að sinna félagsmálastörfum. Æsku lýðsráð bæjarins hefur auglýst námskeið til að bæta úr þessu, og á það að hefjast á mánudag- inn. Þar verða kennd þau fræði, sem byrjendum er nauðsynlegt að kunna, er þeir taka að sér félagsstörf. íþrótta- og æsku- lýðsfélögin hér í bæ ættu að notfæra gér slík námskeið og hvetja áhugafólk, hvert hjá sér, til að taka þátt í þcim. Upplýs- hún þá haldið sig á þeim slóðum til áramóta og veiðst ef sæmi- lega viðrar. Enn er langt í land, að saltað hafi verið upp í gerða samninga. Fréttir herma, að margir rúss- neskir reknetabátar séu á sömu slóðum og íslenzku síldarskipin og hafi þeir torveldað veiðarnar. Ógæftir hafa hamlað veiðum um sinn. □ vetrargeymslu, en hafa notað þá í landi í sumar. Barna- og unglingaskóli er tekinn til starfa. Kennarar eru: Alexander Jóhannsson skóla- stjóri, Guðjón Björnsson og séra Kári Valsson. Margir eru búnir að kaupa sjónvarp og vilja nú fara að sjá eitthvað. Kvenfélag staðarins heldur marga klúbbfundi og eru miklu brattari en karlmenn- irnir. Eiríkur Eiríksson er hér að æfa Saklausa svallarann með heimafólki. Rjúpa sést ekki og enginn svártfugl kominn. S. F. Tvö íslenzk skip til Ameríku Á SÍLDVEIÐAR í VETUR FRÉTTIR HERMA, að Einar Sigurðsson útgerðarmaður ætli að senda tvö skip, Örn og Ör- firisey til síldveiða við strendur Ameríku og hafi sótt um leyfi til að landa aflanum í þarlend síldarflutningaskip. Er þetta tilraun, sem er nýj- ung í veiðiskap íslendinga. Blessuð síldin okkar hefur að verulegu leyti brugðizt á þessu ári og því er nú leitað út fyrir landsteinana og ráðgert að halda á þessi fjarlægu síldarmið. LÍFLEGUR BÆJARSTJÓRNARFUNDUR BÆNDUR FÁ ALLT AÐ FJÓRAR MILLJÓNIR KRÓNA í LEIGU (Framhald á blaðsíðu 5). Síldiii er skammt undan landi KONUR BRATTARIEN KARLAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.