Dagur - 09.11.1968, Blaðsíða 6

Dagur - 09.11.1968, Blaðsíða 6
6 Maðurinn, er vill ekki slifa sinar eigin ræfur (Framhald af blaðsíðu 5). mjög skiptir í skoðunum, t. d. í stjórnmálunum. En góðir sam- vinnumenn eru þeir þótt þeir séu deilugjamir nokkuð og láti að sér kveða á málþingum. Hér- að okkar er nær eingöngu land- búnaðarhérað og kaupfélagið því bændakaupfélag. Hér eru raunar tvö samvinnufélög. Það er Kaupfélag Húnvetninga og Sölufélag Austur-Húnvetninga og fer hið síðarnefnda með afurðasöluna. Þessi samvinnu- félög hafa sína stjórnina hvort en sama framkvæmdastjórann. í þessu sambandi vil ég að komi glöggt fram, hve þakklátur ég er samstarfsmönnum minum í stjórnum þessara félaga og svo starfsfólkinu, sem hefur reynzt alveg framúrskarandi. Ég frétti að þú hefðir haldið mikla afmælisveizlu í vor? Ég gat nú ekki verið þekktur fyrir annað en gefa kaffi. Að- staðan til þess er góð. Síðan fé- lagsheimilið var byggt, geta margir komið saman á fundi og til gleðimóta. Vinir mínir voru búnii' að halda mér 300 manna hóf í Húnaveri, er ég lét af kaup félagsstjórastörfum og gáfu mér stórgjafir. Hvað er þér minnisstæðast á langri starfsævi? Það yrði of langt mál að rekja hina einstöku þætti. En þegar ég lít yfir farinn veg, eru mér efst í huga þrengingar bænda þegar fjárskiptin urðu, 1947 og 1948. Haustið 1949 var lógað hér á Blönduósi 2.700 dilkum úr öllu héraðinu. Má af því sjá, hve lítið innlegg bændanna var. Upp úr þessu hófst svo mikið framfara- tímabil, sem hefur staðið fram- undir þennan dag eða í aldar- fjórðung. Stofnun mjólkursam- lagsins studdi þetta mikið og gerir enn. Það er manni mikil gæfa, að hafa lifað þetta tíma- bil og tekið þátt í uppbygging- unni að því leyti, sem í valdi kaupfélagsstjóra stóð. Af einstökum atvikum get ég nefnt, að á 50 ára afmæli kaup- félagsins hérna, var aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnu- félaga haldinn hér á Blönduósi. Ég man að við Vilhjálmur Þór gengum þá út að grunni nýja samlagsins, sem verið var að vinna í. Hann sagði mér þá frá hugmynd sinni um stofnun Sam vinnutrygginga og reifaði síðan málið á þessum aðalfundi. Nú eru Samvinnutryggingar stór- veldi meðal tryggingarfélaga landsins og hafa látið mjög gott af sér leiða í hagfelldari trygg- ingum landsmanna en áður voru. Síðan hef ég átt sæti í fulltrúaráði þess tryggingafélags og þykir sómi að. Hvemig björguðu bændur sér, er þeir urðu fjárlausir? Margir fjölguðu hrossum sín- um. Þá var lagt kapp á hrossa- kjötssöluna. Aðal markaður okk ar var auðvitað í höfuðborginni. En þá var sett reglugerð um, að landinu væri skipt í tvö „hrossa kjötssvæði“, mörkin frá Gljúf- urá hér við Húnaflóa að Lóns- heiði. Þar með var okkur ekki leyfilegt að selja hrossakjöt í R- vík. Þá unnum við okkur mark- að t. d. á Akureyri. Munu marg- ir minnast Jóhanns frá Mæli- felli og Finnboga Bjarnasonar á Akureyri í því sambandi. Til Akureyrar rákum við hundruð hrossa til slátrunar á hverju hausti. En einn og einn bíll skaust með hrossakjöt suður og voru þær söluferðir manna mér ánægjuefni þótt ég sé löghlýð- inn maður. Svo var þessu breytt. Nú er verið að flytja út svolítið af hrossum og sumir binda vonir við meiri útflutn- ing. En í sambandi við stóðhross in er að aukast skilningur á því, að heiðalöndin séu sum orðin ofsetin búpeningi. Verður þá að taka afstöðu til þess, hvort auka megi gróðurinn eða takmarka beitina öðrum kosti. Ég býzt við, að fremur yrði þá stóði fækkað en sauðfénu. Nú eru erfiðleikar hjá kaup- félögum landsins? Mjög miklir. Okkar kaupfélag er bændakaupfélag, og fylgist því hagur bændanna og kaup- félagsins að. Hinir almennu erfiðleikar sneiða auðvitað ekki hjá gai'ði hér, fremur en annars staðar. Ekki er þó ástæða til mjög mikillar svartsýni. Bænd- ur hafa búið sig undir framtíð- ina með hinni stórmiklu rækt- un og byggingum og þeir eiga vélakost góðan. Ekkert af þessu er sambærilegt við það, sem fyrrum var í sveitum. Hinar miklu framkvæmdir hafa jafnan verið unnar með hag framtíðar- innar í huga og þær skila ávöxt um, þótt eitthvað blási á móti. Sannast að segja virðist með erfiðleikarnir ennþá meiri á ýms um öðrum sviðum og vandséð hvernig þeir verða yfirstignir. Ég hef stundum sagt það bæði í gamni og þó miklu fremur í alvöru, að við þyrftum sterka og djarfa stjórn, jafnvel ein- ræðisstjórn í viðskipta- og at- vinnumálum nú, á meðan við erum að komast á réttan kjöl. En í sambandi við það dettur mér í hug sá maður, sem mér hefur fundizt bera hæst í við- skipta- og framkvæmdamálum fyrr og síðar, en það er Vil- hjálmur Þór. Hann er alveg óvenjulegur hæfileikamaður og þykist ég geta um það dæmt af löngum kynnum mínum við hann. Það var reynt að níða af honum æruna á sínum tíma. Samt er þetta maðurinn, sem til er leitað um úrræði þegar í harð bakkann slær. Sagt er að málfundir hér í sýslu séu stundum sögulegir? Já, ekki er því að neita, enda eru Húnvetningar miklir ræðu- menn og ófeimnir að láta skoð- anir sínar í ljósi. Það var oft deilt hart á aðalfundum kaup- félagsins. En samvinna mín við stjórnir samvinnufélaganna hér á Blönduósi var þó ávallt góð. Þar vil ég alveg sérstaklega nefna Runólf Björnsson á Kornsó, sem lengst var stjórnar formaður kaupfélagsins á með- an ég var kaupfélagsstjóri. Hann var hinn ágætasti maður. En nafnalistinn yrði langur ef telja ætti upp hina fjölmennu sveit ágætismanna, sem alltaf stóðu traustan vörð um samvinnufyrir tækin og gerðu þeim mögulegt að starfa til heilla fyrir þessi byggðarlög. Það var bæði lær- dómsríkt og mannbætandi að starfa með þessum mönnum í þágu almennings. Félagssvæðið nær yfir átta hreppa. Fólksfjöld inn er auðvitað ekki mikill, þótt Blönduós sé meðtalinn. Hins vegar höfum við litla samkeppni í verzluninni því peningamenn- irnir leita annarra staða til örari ávöxtunar á fé sínu, segir hinn aldni kaupfélagsstjóri, lítur á klukkuna, býður í hádegismat og ræður nú för. Kona hans, Arndís Blöndal, systir Guð- mundar Blöndal fulltrúa á Skatt stofu Norðurlands, tekur vel á móti bónda sínum og gesti, seg- ist naumast kunna að sjóða handa tveimur og séu gestir því velkomnir. Þau eiga hið myndar legasta heimili, þar sem ein vistarveran, skrifstofa húsbónd- ans, er nánast listaverkasafn eftir Ríkharð Jónsson. En til þess listamanns hafa Húnvetn- ingar jafnan leitað er þeir vildu gefa kaupfélagsstjóra sínum góðar gjafir. Eftir hádegisverð tekur Jón S. Baldurs bíl sinn og við ökum á fund núverandi kaupfélags- stjóra, Árna Jóhannessonar, en hittum hann ekki og ræðum við fulltrúa hans, Tómas Ragnar Jónsson í hinni nýju og glæsi- legu verzlunar- og skrifstofu- byggingu kaupfélagsins. Hann er með doðrant mikinn fyrir framan sig, sem í eru yfirlits- skýrslur um margvísleg við- skipti frá ári til árs. Sérstakur dálkur er fyrir ýmiskonar at- hugasemdir. Sýnist mér sumar þeirra stuðlaðar. Tómas upplýs- ir, aðspurður, að 55 þús. fjár sé lógað í haust, 11 þúsund þar af á Skagaströnd. En kaupfélögin á þessum tveim stöðum hafa ver ið sameinuð. í kaupfélaginu eru 563 félagsmenn og í Sölufélag- inu 403. Starfsfólk þessara fé- laga er 39. Við tefjum ekki lengi þótt Tómas fulltrúi sé svara- glöggur og kunni að eiga sitt- hvað í pokahorninu, sem frá- sagnarvert væri. Við mætum Guðjóni á Marðarnúpi í stigan- um og hóf hann þegar í stað 'hinar fjörugustu samræður, sem hans er vandi. Fleiri bændur eru þar að koma og fara. Jón S. Baldurs á orðaskipti við þá alla en ég hlusta á. Auðheyrð er vin semdin á milli fyrrverandi kaup félagsstjóra og bændanna. Jón S. Baldurs ekur þessu næst um kauptúnið og skýrir það, sem fyrir augu ber. Jú, þarna er Kvennaskólinn, full- skipaður ávallt. Forstöðukona er Aðalheiður Ingvarsdóttir. Bergur heitir hinn nýi skóla- stjóri barna- og unglingaskólans í stað Guðmundar Olafssonar, sem fluttur er til Akureyrar. Héraðshælið er myndarleg bygg ing, sem þegar er orðin allt of lítil og stendur mikil stækkun fyrir dyrum. Yfirlæknir er Sig- ursteinn Guðmundsson. Yfir- hjúkrunarkona er Guðrún Árna dóttir. Hluti hælisins er dvalar- staður gamla fólksins. Kirkjan er nokkuð aldursleg orðin, prest ur séra Ámi Sigurðsson. Sýslu- maður er Jón ísberg, hrepp- stjóri er Sverrir Kristófersson, oddviti Þórhalla Davíðsdóttir og sveitarstjóri Einar Þorláksson. Þorsteinn Sigurjónsson á og rekur Hótel Blönduós. Kaupfélag Húnvetninga og Sölufélag A.-Húnvetninga eru stórveldi staðarins með verzlan irnar nýtízkulegar í vönduðu og eflaust dýru húsnæði norðan ár og útibú í gamla hluta kaup- túnsins. Bifreiðaverkstæði, tré- smíðaverkstæði, sláturhús og mjólkursamlag, kjötfrystihús, ullarmóttaka, reykhús, nokkur kjötvinnsla o. s. frv. er á vegum samvinnurhanna. Á Blönduósi er einnig plastiðja, naglafram- leiðsla, húsgagnaverkstæði, tré- smiðja o. fl. iðnaðar- og þjón- ustufyrirtæki. Allt þetta skýrir leiðsögumaðurinn af þekkingu og þeirri háttvísi, að falla ekki eitt augnablik í þá algengu freistni manna, að gera mein- legar athugasemdir við menn og málefni. Fjárbílar eru á ferð- inni. Jón rifjar það upp á ný, hve erfitt hafi verið að búa eftir fjárskiptin, þegar sláturféð komst niður í 2.700 fjár, 1949. Árið 1953 var sláturfjártalan komin upp í 17.600 en er nú 44 þús. á gamla kaupfélagssvæð- inu. Þrátt fyrir erfiðleikana eft- ir fjárskiptin, voru bændur alltaf að rækta og byggja, sagði Jón, svo bjartsýnir voru þeir á batnandi tíma. Nú eru erfiðleik- ar á ný og verður að mæta þeim með raunsæi en einnig bjart- sýni, sagði hinn sjötugi sam- vinnuleiðtogi Húnvetninga að lokum og þakka ég viðtalið. E. D. Verzlunin FAGRAHLÍÐ Glerárhverfi, Alcureyri. Ódýrar skáldsögur og margskonar skemmti- rit, barnabækur, ljóða- bækur, tímarit, Fágætar bækur og rit, svo sem Úrval, Spegilinn Sunnudagsblað Tímans, Morgunn, allt frá upp- hafi. — 25. árg. af vbl. Degi, Skútuöldin, Kenn- aratalið o. m. fl. Pappírsyörur, Reykja- lundarleikföng. Bækur, rit og muni tek ég í umboðssölu. Opið kl. 15—18. (10-12 á laugardögum). JÓHANNES ÓLI SÆMUNDSSON, sími 1-23-31. Fjölhxfur lireingemingalögur Inruheidiu' ammoníak FÆST f NÆSTU BÚO ^ Námskeið í meðferð olíulita hefst í Gagnfræðaskólanum mánudaginn 18. nóvember kl. 8,30 e.h. fyrir ungl- inga 13—18 ára. Kennari: EINAR HELGASON. Innritun í síma 1-27-22 kl. 3—5 alla virka daga nema laugardaga. Æskulýðsráð Akureyrar — skrifstofa Hafnarstræti 100, 2. hæð. AUGLÝSING um uppboð í auglýsingu bæjarfógetans á Akureyri um upp- boð, sem birt var í síðasta blaði, misprentaðist vikudagurinn, sem uppboðið fer fram. Það verður mánudaginn 11. nóvember. Nýkomið RJÚPNASTÍGVÉL, reimuð og fóðruð. KVENSTÍGV FL há. ÍÞRÓTTASKÓR, hvítir SKÓBÚÐ KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.