Dagur - 13.11.1968, Side 1

Dagur - 13.11.1968, Side 1
I EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN FiLMU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 13. nóvember 1968 — 49. tbl. íslendingur - ísafold ÚT ER KOMIÐ fyrsta tölublað íslendings — ísafoldar en blöð- in íslendingur og ísafold og vörð ur hafa verið lögð niður. Útgefandi hins nýja blaðs er Útgáfufélagið Vörður og er blað ið unnið i prentsmiðju þess. Að- setur er á Akureyri. Ritstjóri er Herbert Guðmundsson. íslendingur — isafold á að koma út 1—2 í viku hverri 8—12 síður. Blaðið segist ætla að vinna undir merki Sjálfstæðis- flokksins í þrem landsfjórðung- um. Má segja, að ekki blási byr- Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði sl. föstu dag 150 tonnum og er á veiðum. SVALBAKUR landaði fyrir rúmri viku en tafðist vegna vél- arbilunar og hélt á veiðar á sunnudaginn. HARÐBAKUR er væntanleg ur hingað í dag með 150 tonn. SLÉTTBAKUR landaði 152 tonnum á mánudaginn og fór á veiðar í gær. □ lega, er þetta nýja blað hefur göngu sína og fæðist það inn í „dapran heim“ í íslenzku efna- hagslífi. 1 þeim orðum felast þó engar hrakspár og býður Dagur blaðið fslending — Isafold vel- komið í hóp norðlenzkra blaða. DRENGUR FYRIR BIL Á LAUGARDAGINN varð það slys á Eyrarlandsvegi, að 5 ára drengur, Björgvin Guðmunds- son, varð fyrir bíl. Kastaðist hann í malbikaða götuna og höfuðkúpubrotnaði. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús og liggur þar. Bæði ökumenn og foreldrar þurfa að vera vel á verði í um- ferðarmálunum: Bílstjórarnir á götunum en foreldrar í heima- húsum geta einnig lgat fram sinn skerf með því að veita börn um sínum nauðsynlega fræðslu, varað þau við og beint athygli þeirra og athafnaþrá frá göt- unni. □ Amtsbókasafnshúsið nýja við Brekkugötu á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Ný bókhlaða vígð á Akureyri AMTSBÓKASAFNIÐ á Akur- viðstöddum allmörgum gestum áfanga í menningarsögu bæjar- eyri hefur nú verið flutt í nýtt og veglegt húsnæði, nýja bók- hlöðu í Brekkugötu 17. Sú bygg ing var vígð á laugardaginn að og safnið var opnað til almennra útlána á mánudaginn. Með bygg ingu bóLhlöðunnar hefur gamall draumur rætzt og stórmerkum Fjórða gengísfelling viðreisn arstjórnarinnar og sú mesta FORSÆTISRÁÐHERRA til- kynnti neðri deild Alþingis í fyrradag áform stjórnarinnar í efnahagsmálum og fylgdi úr hlaði frumvarpi um það efni. Til þess var ætlast, að málið hlyti löglega afgreiðslu þingsins í báðum deildum með skjótum hætti svo sem jafnan þykir þurfa, er skráningu gengis er breytt. Aðalefni hinna nýju ráðstaf- ana, er fjórða og mesta gengis- felling íslenzku krónunnar und- ir þessari „viðreisnar“stjórn. Með því verður sölugengi Bandaríkjadollars kr. 88.10 en var áður kr. 57.07, en var kr. 16.32 þegar „viðreisnar“stjórnin tók við völdum og liét því að standa trúan vörð um verðgildi íslenzkrar krónu bæði þá og svo ávallt síðan. En stjórnin lofar meiru en þessu. Hún lofar að stýra í sörnu átt og gert hefur verið og leitt hefur til öngþveitis á öllum sviðum atvinnu- og efnahags- lífs. Stjórnin ætlar að fella kjara samninga úr gildi, vill lögbinda kaupið og láta holskeflu nýrrar dýrtíðar flæða yfir. Fólkið á ekki að fá bætt þá liækkun er- lends vöruverðs, sem nú fylgir í kjölfar 54.5% hækkun erlends OLL MET SLEGIN ÍSLENDINGAR eru gefnir fyrir metin þótt þeir hreppi þau sjald an. Ekki þarf þó að kvarta þessa síðustu daga. Ríkisstjórnin á ís landi hefur nú komist fram úr öllum öðrum með því að fella gengi íslenzku krónunnar á átta árum um 441.3%. □ gjaldeyris, sem vöuverðið fylgir eftir. Gengislækkunin er staðreynd, ný verðbólgualda hlýtur að fylgja í kjölfarið og þreifuðu fyrradag. En hvort það er líka staðreynd, að unnt sé að velta hinni stórkostlegu kjaraskerð- ingu yfir á almenning bótalaust, skal ósagt látið. sögð til frambúðar og „fullkomn asta gengisfelling“ sögunnar, að því er skilja mátti. En ekki dugði hún heilt ár, svo sem kom ið er í ljós. menn á þeirri staðreynd strax í Gengisfellingin í fyrra var (Framhald á blaðsíðu 2). ins náð. Um eða yfir 50 þúsund bækur þessa elzta almenningsbókasafns eru nú í fullkomnustu bókhlöðu byggingu landsins, og fer vel á því, að hið aldna safn eigi veg- legan samastað, sem er bæði bjartur, hlýr og rúmgóður, en brýtur auk þess blað í bygginga málurn, að því er sumir fróðir menn þeirra hluta telja. En hin nýja bygging, bóka- safnshúsið, er einskonar afmæl- isgjöf, sem bærinn hét að gefa sjálfum sér á 100 ára afmæli kaupstaðarins og geta bæjarbú- ar verið stoltir af henni. Klukkan tvö eftir hádegi á laugardaginn hófst vígsla nýja safnhússins á annarri hæð, með því að varaforseti bæjarstjórn- (Framhald á blaðsíðu 4) «f5555555$5555555555555555555555555555555555555555555555$S«$55555555555555555S555555555$555$555555$55$555555555555555555555555555555555555555555Í HÖRMULEG AFLEIÐING ÓSTJÓRNAR TÍU ÁRA samstarf Sjálfstæðis flokksins og Alþýðuflokksins og ráðsmennska þeirra á þjóð- arbúinu er orðin þjóðinni dýr. Sú ráðsmennska byrjaði með gerbreytingu kjördæma- skipunar og kosninga til Al- þingis. Það kosningafyrirkomu lag, sem tekið var upp, sætir nú vaxandi gagnrýni og allt út lit er fyrir, að það geti orðið núverandi stjórnmálaflokkum skeinuhætt og þá ekki sízt þeim, sem að því stóðu. Fyrir átta árum og átta mán uðum beitti ríkisstjórnin sér fyrir gengisbreytingu, sem var svo óliófleg, að flestum blöskr- aði, og hugðist með því leysa vanda atvinnulífsins með einu pennastriki. Samtímis var lagð ur liár söluskattur á vörur og þjónustu og vextir stórhækk- aðir. Verðlagshækkunin, sem allt þetta hafði í för með sér, var svo stórkostleg, að kaupgjakl hlaut að liækka. Það gerðist þó ekki fyrr en árið eftir og tókst þá í samstarfi samvinnufélaga og verkalýðsfélaga á Norður- landi, að gera samninga, sem voru hagstæðir fyrir atvinnu- lífið í landinu. Þá rauk ríkis- stjórnin til og breytti genginu á nýjan leik. Með réttu eða röngu var hún sökuð um, að hafa gert þetta í bræði, enda hafði hún ekki gert sér grein fyrir því, að framundan var mikil verkhækkun á útflutn- ingsvörum landsmanna. Síðan liefur verið stjórnleys isástand í efnahagsmálum. Sjávarafli jókst ár frá ári sam- tímis verðhækkun sjávarafurð anna erlendis. En stjómin hafði hvorki vilja eða getu til að beina gjaldeyriseyðslu og fjárfestingu í eðlilegar þarfir. Vinnuafl og fjármagn var á uppboði, einkum á höfuðborg- arsvæðinu en verðbólgan og þar með rekstrarkostnaður inn anlands óx svo hratt, að á ár- inu sem afli var mestur og verðið hæst, varð að greiða úr ríkissjóði útflutningsuppbætur á sjávarafurðir. Á árinu 1967 þegar afli og verðlag varð aftur nálægt meðallagi, keyrði um þverbak. Jöfnuður á utanríkisviðskipt- um var óhagstæður um meira en tvo milljarða og skuldasöfn un var stóraukin erlendis. í nóvember breytti stjórnin genginu í þriðja sinn. Nú á þessu hausti var þann- ig ástatt, að skuldir Islands og fslendinga erlendis voru komn ar framundir 9000 milljónir króna á októbergengi eða yfir 13000 milljónir á genginu, sem tilkynnt var í gær, og inneign- ir bankanna engar. Mikill tekjuhalli fyrirsjáanlegur á þessu ári og næsta ári hjá ríkis sjóði, og útflutningsframleiðsl- an kornin í þrot. 1 gær felldi stjórnin krónuna í fjórða sinn á tæpuni 9 árum. Slíkt er algert einsdæmi á ís- landi og hliðstæð dænii munu sem betur fer, fátíð annars- staðar í heiminum. Fáum getur dulist það nú, að núverandi ríkisstjórn, mun í seinni tíð ekki hafa vitað sitt rjúkandi ráð. Eitt árið hefur hún fordæmt kaupliækkanir, annað ár hrósað sér af þeim (samanber júnísamkomulag- ið). Og hiin hefur á víxl bann- að eða leyft vísitöluhækkun launa. Hún hefur lagt fyrir A1 þingi frumvörp um róttækar efnahagsaðgerðir og tekur þau aftur í næsta mánuði. Forsætis ráðherrann hefur talið það óhæfu, að hafa samráð við stéttarfélögin um löggjafar- atriði í efnahagsmálum, en sjálfur samið við þau milli þinga um ný lög og lagabreyt- ingar. 1 þrengingunum í haust óskaði hann eftir samstarfi við stjórnarandstæðinga um lausn efnaliagsmálavandans, en þeg- ar til kom gat hann ekki til þess hugsað að biðjast lausnar til þess að hægt væri að gera tilraun til að mynda þjóð- stjórn. Er þar ljósastur vottur um of lítinn kjark og of lítið lýðræðislegt siðgæði á vett- vangi þjóðmála. Viðræðurnar voru sýndarmennska. Sagan af ráðsmennsku nú- verandi ríkisstjórnar er í stytztu máli þessi: Ef miðað er við krónuna, sem stjórnin tók við 1959 og að bandaríkjadoll- ar hafi þá, að viðbættu yfir- færslugjaldi, kostað 25 krónur, er viðreisnarkrónan í dag 28 aura virði. Og spurningin, sem nú brennur á flestra vörum er þessi: Hvað getur þjóðin gert til að ráða bót á stjórnleysis- ástandinu áður en ný verð- bólga étur upp gengisbreyt- inguna frá í gær og krónan fellur í fimmta sinn? □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.