Dagur - 13.11.1968, Síða 6
6
Húseigendatryggin g
NÝ TRYGGING SAMVINNUTRYGGINGA
EFTIR reynslu Samvinnutrygg-
inga og almennings af Heimilis-
tryggingum á undanförnum ár-
um hefur verið í undirbúningi
önnur trygging, sem snertir
mjög hinn almenna borgara,
þ. e. Húseigendatrygging. Hún
er að því leyti svipuð Heimilis-
tryggingunni að hún felur í sér
margar áhættur, en er hins veg
ar bundin við húseignina ein-
göngu, eins og nafnið bendir til,
en Heimilistrygging er fyrst og
fremst trygging á almennu inn-
búi fólks.
7 tryggingar í einu skírteini.
Húseigendatrygging er raun-
ar sameining á sjö tryggingum,
en nokkrar þeirra hefur verið
hægt að fá áður, hverja fyrir
sig, en með sameiningu þeirra
í eitt skírteini er stefnt að því,
að tryggingin sé einföld, hag-
kvæm og ódýr.
Hægt er að tryggja heil hús og
er það ódýrast, en ekkert er til
fyrirstöðu, að hver einstakur
íbúðareigandi í fjölbýlishúsum
tryggi sína íbúð. Iðgjaldið mið-
ast við brunabótamat alls húss-
ins eða eignarhluta tryggingar-
taka.
Hér fara á eftir upplýsingar
inn þessar sjö tryggingar, sem
innifaldar eru í tryggingunni:
1. Vatnstjónstrygging.
Vatnstjónstrygging tryggir
hina tilgreindu húseign eða eign
axhluta tryggingartaka gegn
tjónum, sem orsakast af tilfall-
andi leka úr: a) vatnsleiðslum
hússins, b) vatnssalernisskálum,
handlaugum, baðkerum, vösk-
um, þvottavélum o. þ. h., c) mið
stöðvar kerfi, d) frárennslis-
leiðslum, e) vatnskrönum, sem
gleymzt hefur að skrúfa fyrir.
Þó bætir félagið ekki tjón á
sjálfum pípunum.
2. Glertrygging.
Tryggingin nær til brota á
glerinu eftir að það er ísett, inn
greypt eða því er á annan hátt
endanlega komið fyrir á þeim
stað, er því er ætlað að vera á,
og gildir tryggingin svo lengi,
sem glerið er á sama stað. Bæta
skal skemmt gler ásamt ísetn-
ingu annað hvort með nýju gleri
að sömu stærð og gæðum eða í
peningum.
3. Foktrygging.
Tryggingin nær til tjóns, er
verður á húseign eða eignar-
hluta tryggingartaka, af völdum
ofsaroks. Bætur greiðast fyrir
allt það tjón, er af þessu leiðir,
svo sem ef þak eða hluti þess
eða gluggar fjúka o. s. frv. Tjón
á lofnetstöngum, loftnetum og
fánastöngum bætast ekki.
4. Brottflutnings- og húsaleigu-
trygging.
Hafi hið tryggða íbúðarhús-
næði skemmzt af eldi, vatni eða
öðrum bótaskyldum tjónsatburð
um og sé viðgerðin svo umfangs
mikil, að óhjákvæmileg nauð-
syn sé að flytja úr húsnæðinu,
greiðast bætur, sem nema sann
anlegri leigu hinnar skemmdu
íbúðar, í allt að 6 mánuði. Mán-
aðarleiga verði þó aldrei hærri
en 6%0 af brunabótamati íbúðar
innar.
5. Innbrotstrygging.
Tryggingin bætir skemmdir,
sem verða á hinu tryggða hús-
næði vegna innbrots eða inn-
brotstilrauna. Það telst innbrot,
þegar farið er í heimildarleysi
inn í hús með því að brjóta upp
læsingu eða ef notaður er falsk-
ur eða stolinn lykill svo og ef
farið er inn um glugga eða op,
sem ekki er ætlað til inngöngu.
6. Sótfallstrygging.
Tryggingin bætir tjón á hinni
tryggðu fasteign vegna skyndi-
legs og ófyrirsjáanlegs sótfalls
frá kynditækjum eða eldstæð-
um, enda fáist tjónið ekki bætt
úr brunatryggingu fasteignar-
innar.
7. Ábyrgðartrygging
húseigenda.
Félagið tryggir gegn þeirri
skaðabótaskyldu, sem fellur á
tryggingartaka samkvæmt ís-
lenzkum lögum eða réttarvenj-
um, sem eiganda húseignar
þeirrar eða húseignarhluta, er
skírteinið greiðir.
Tjón geta aðeins orðið bóta-
skyld, að þau baki tryggingar-
taka fébótaábyrgð sem eiganda
hússins eða sameiganda þess
með öðrum og þá í réttu hlut-
falli við eignarhluta hans. Há-
marksbætur vegna hvers ein-
staks tjóns eru sem hér segir:
Heildarupphæð kr. 1.250.000.00
fyrir hvem einstakling kr.
600.000.00, fyrir tjón á munum
kr. 200.000.00.
Lægri skattar.
Samkvæmt ákvörðun Rikis-
skattanefndar er heimilt að
færa til frádráttar á skatt-
skýrslu, undir liðirm „kostnaður
við húseignir" 9/10 hluta af ið-
gjaldi Húseigendatryggingar.
Með þessu lækka skattar þeirra,
sem trygginguna taka og ið-
gjaldagreiðslur verða raunveru
lega mun ægri en sýnt er í þess
um bæklingi.
Iðgjaldagreiðslur.
Hægt er að tryggja einstakar
íbúðir, húshluta eða heil hús, og
miðast iðgjaldið við brunabóta-
mat hússins eða eignarhluta
tryggingartaka.
Iðgjald eru sem hér segir:
Steinhús (heil hús) 1.6%c.
Steinhús (einstakar íbúðir
eða húshlutar) 2.0;(c.
Timburhús (heil hús) 1.75%c.
Timburhús (einstakar íbúðir
eða húshlutar) 2.2(/c.
Hækkun tryggingarupphæða.
Samkvæmt landslöginn eru
öll hús á landinu brunatryggð
og breytist tryggingarupphæð
þeirra samkvæmt byggingar-
visitölu. Þar sem tryggingarupp
hæðir í Húseigendatryggingunni
fara eftir brunabótamati munu
þær hækka á sama hátt.
Þegar tjón verður.
Ef þér verðið fyrir tjóni, sem
þér teljið, að Húseigendatrygg-
ing nái til, þá hafið samband við
Aðalskrifstofuna eða næsta um-
boðsmann. Allt kapp er lagt á
fljótt og sanngjarnt uppgjör
tjóna. Samvinnutryggingar hafa
færa eftirlitsmenn, sem leið-
beina um viðgerðir og endur-
byggingar.
Tekjuafgangur.
Tekjuafgangur félags eða fyr-
irtækis rennur venjulega í vasa
eigendanna. Þetta gildir að sjálf
sögðu einnig um Samvinnu-
tryggingar. Frá 1949 hefur fé-
lagið greitt tekjuafgang til eig-
enda sinna, hinna þryggðu, eftir
afkomu hverrar tryggingagrein-
ar. Samtals nemur endurgreidd
ur tekjuafgangur kr. 64.724.236
krónum.
Reykjavík, 16. sept. 1968.
(Fréttatilky rrning)
ELDRI DANSA
KLÚBBURINN
heldur dansleik í Al-
þýðuhúsinu laugardag-
inn 16. nóv. Hefst kl. 9
e. h. Húsið opnað fyrir
miðasölu kl. 8 sama
kvöld.
Stjómin.
2ja til 3ja herbergja
ÍBÚÐ ÓSKAST
til kaups, nú þegar eða
urn áranrót — ný eða ný-
l€g.
Uppl. í síma 1-25-76, eft-
ir kl. 7 á kvöldin.
FOKHELD ÍBÚÐ!
Til sölu er fjöguiTa her-
bergja íbúð í keðjuhúsi.
117 fermetrar, ásamt'24
fermetra bílgeymslu. —
Húsið er að Akurgerði
9. — Upplýsingar gefnar
hjá Smára h.f., Furuvöll-
urn 3, sími 2-12-34.
Heimasímar 1-11-45 og
1-29-88.
Til sölu notuð
RAFHA ELDAVÉL
í góðu lagi og bamastóll.
Uppl. í síma 1-21-62.
FATASKÁPUR
til sölu.
Sími 1-25-76, eftir kl. 7
e. h.
TIL SÖLU:
SEM NÝ STRAUVÉL
(Rotalux). — Verð krón-
ur 4000,00.
Uppl. í síma 1-27-89.
NÝKOMIÐ
Herra-
náttföt
Herra-
sloppar
Mjög falleg vara
HERRÁDEILD
DÖMU-
undirfatnaður
í mjög fjölbreyttu
úrvali
VERZLUNIN DRÍFA
Drengjapeysur
MEÐ
V-HÁLSMÁLI
HNEPPTAR
VERZLUNIN ÁSBYRGI
1 resmiðirl
Sérfræðingur frá S/A SOMMER verksmiðjunum
í Frakklandi sýnir lagningu og meðferð á
gólfefnum og
veggdúkum
fimmtudaginn 14. þ. m. kl. 1 e. h. í Skátaheimil-
inu Hvammi.
AÐALUMBOÐ:
PÁLL JÓHANN ÞORLEIFSSON,
heildverzlun, Reykjavík.
UMBOÐ Á AKURLYRI:
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
BYGGINGARVÖRUDEILD
Sýningar: fimmtudag, föstudag, laugardag og
sunnudag.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Leikfélag Akureyrar.
AKUREYRINGAR! - NORÐLENDINGAR!
Kaupið Nylon-húðuð
FRÁ STÁLIÐN H.F.
Framleiðum einnig
o
margs konar hluti úr
járni og stálí
svo sem magasleða,
blómagrindur, sjón-
varpsfætur og m. fl.
STÁLIÐN H.F„
NORÐURGÖTU 55
AKUREYRI