Dagur - 13.11.1968, Síða 7
7
- MERKÍS-ÁRSRIT KVEÐUR
(Framhald af blaðsíðu 1).
flutti í Stokkhólmi laugardaginn
10. des. 1955, í veizlu þeirri hinni
'miklu, er haldin var í Ráðhúsi
borgarinnar til heiðurs Nóbels-
verðlaunahöfum það ár, en hann
var, eins og víðkunnugt er,
sæmdur bókmenntaverðlaunum
Nóbels á því ári. Mælti skáldið
þá, meðal annars, þessi eftir-
minnilegu orð um bókmennta-
lega arfleifð vor íslendinga:
„Það er skáldi mikið ham-
ingjulán að vex-a borinn og barn
fæddur í landi, þar sem þjóðin
hefur verið gegnsýrð af anda
skáldskapar um aldaraðir og
ræður fyrir miklum bókmennta
auði frá fornu fari. — Og þá
skyldi heldur engan furða, þó
hugur minn hafi séð aftur í aldir
til fornra sagnamanna, þeirra
sem skópu sígddar bókmenntir
íslenzkar, þessara skálda, sem
svo voi'U samsamaðir þjóðdjúp-
inu sjálfu, að jafnvel nöfn þeirra
hafa ekki varðveitst með verk-
um þeirra. — Aðeins standa hin
•óbrotgjörnu verk þeirra í aug-
sýn heimsins með jafnsjálfsögð-
um hætti og landið sjálft. — Um
langar, myrkar aldir sátu þessir
ónafngreindu menn umhverfðir
snauðasta landi heims, í húsa-
kynnum, sem höfðu svip stein-
aldar og settu bækur sarnan án
þess að þekkja hugmyndir shk-
ar sem laun, verðlaun, frama,
frægð. — Ég hygg, að í margri
kytru, þar sem þessir menn
sátu, hafi ekki einu sinni brunn
ið eldur, svo að þeir gætu ornað
sér á loppnum fingrum í and-
vökunni. — Samt tókst þeim að
skapa bókmenntamál svo ágæt-
legt, að sá listrænn miðill mun
torfundinn í heiminum, sem gef
ur rúm fleiri tilbreytingum,
hvort heldur er í því, sem kallað
er útsmogið, ellegar hinu, sem
kennt er til tíguleika. — Og
þeim tókst að semja á máli
þessu bækur, sem teljast til sí-
gildra bókmennta heimsins. —
Þó að þessum mönnum væri
kannski stundum kalt á fingr-
um, þá lögðu þeir ekki frá sér
pennann, meðan þeim var heitt
um hjartað.“
Halldóra Bjarnadóttir varð
hálftíræð að aldri 14. október í
haust. Þessi grein um Hlín, sem
er þó eigi nema eirrn merkis-
þátturinn í fjölþættu ævistarfi
þessarar einstæðu konu, má því
skoðast sem afmæliskveðja til
hennar, og um leið ofurlítill
þakklætisvottur fyrir allt hið
mikla og merka, sem hún hefir
unnið í 'þágu ættjarðar vorrar,
og fyrir virkan vinaxhug hennar
í garð vor Vestur-Islendinga.
Að málslokum vil ég svo gera
að mínum orðum eftirfarandi
„Skeyti til'Halldóru níutíu ára“,
sem vinur minn Árni Óla, xút-
höfundur, sendi henni 14. októ-
ber 1963:
Eins og algrænt á svelli
ódauðlegt sortulyng,
steypturðu æsku og elli
í órofá sameining.
- SAMBÖND SVEIT-
ARFÉLAGA
(Framhald af blaðsíðu 4).
komnir á og stofna samband
norðlenzkra sveitarféaga,
annað hvort eitt samband
fyrir allt Norðurland eða
tvö sambönd, annað austan
en hitt vestan Öxnadalsheið-
ar. Enginn vafi er á því, að
slík sambönd eru til þess fall-
in að skapa og efla nauðsyn-
lega forystu hér á Norður-
landi — forystu, sem hin
gömlu landssamtök sveitar-
félaganna, sem hafa aðal-
stöðvar sínar í höfuðborg-
inni, geta ekki af skiljanleg-
um ástæðum haft með hönd-
um á sama hátt. □
r r
- íslendingur-ísafold
(Framhald af blaðsíðu 1).
framkvæmdastjóri, Ragnar
Steinbergsson hæstaréttai'lög-
maðux', Pjálmi Jónsson bóndi,
Jónas Pétursson fv. tilrauna-
stjóri og Pétur Bjarnason verk-
fræðingur. Framkvæmdastjóri-
er Oddur C. Thorarensen.
Ritstjóri- „íslendings—fsafold-
ar“ er Herbert Guðmundsson,
en auk hans vinna við blaðið og
í prentsmiðju tveir fastráðnir
starfsmenn og sá þriðji bætist
við um áramót.
( Fr éttatilkynning )
•fr
&
&
s
ý'
•<-
ý'
*
&
i
Ég pnkka innilega fyrir gjafir og heillaóskir, sem
mér bárust á 60 ára afmœli mmu 4. nóvember
196S. Svo og allan pann hlýhug og vinsemcL, er
' ég varð aðnjótandi frá vinum og vandamönnum.
Guð blessi ykkur öll.
HELGI JÓNSSON,
Ósi, Glerárhverfi, Akureyri.
Kvenfélagið Tilraun, Svarfaðardal.
Beztu pakkir fyrir heimboðið og áncegjulega
■ kvöldstund.
Megi gœfan ávallt fylgja ykkur og störfum ykkar.
KVENFÉLAGIÐ ÍIVÖT.
í
f
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför eiginmanns míns og
föður okkar
KJARTANS STEFÁNSSONAR
frá Holti.
Sérstakar þakkir til Karlakórs Reykdæla og
Kirkjukórs Skútustaðakirkju.
Indíana Ingólfsdóttir.
Ásmundur Kjartansson, Stefán Kjartansson.
Iðgjöld samlagsnranna
eru nú öll fallin í gjald-
daga. — Varist réttinda-
missi, greiðið iðgjöldin,
sem allra fyrst.
Þeir, sem ekki hafa valið
sér heimilislækni fyrir
næsta ár, eru minntir á
að gera Jrað svo fljótt,
sem verða má.
Samlagsstjórinn.
DÖMUSKAUTAR
(fóðraðir skór)
Verð frá kr. 988,00
HERRASKAUTAR
(með svörtum skóm)
Verð frá kr. 1018,00
PÓSTSENDUM
BRYNJÓLFUR
SVEINSSON H.F.
gefur glæra
plasihúð
sem í senn er
falleg og slitsterk
Fæst í næstu búð
St.\ St.\ 596811137 — Frl.\ VHI
IOOF — 1501115814: . Tiln.
I.O.O.F. Rb. 2 — 11711138y2 —
FRA AKUREYRARKIRKJU.
Minnzt vei'ður tuttugu og átta
ára afmælis kix-kjunnar n. k.
sunnudag 17. nóvember. Mess
að verður kl. 2 e. h. Sálmar:
416 — 431 — 305 — 612 — 675.
Að lokinni messu efnir Kven-
félag Akureyi'ax'kirkju til
kaffisölu og bazars að Hótel
KEA. Þess er vænst að sóknar
fólk fjölmenni til messunnar
og til styi'ktar kvenfélaginu,
sem lagt hefir í mikinn kostn-
að með endui'bótum á kirkju-
bekkjunum. — Sóknarpi-estar.
DRENGJAFUNDUR að Sjónar-
hæð n. k. mánudagskvöld kl.
5.30.
GLERÁRHVERFI! Sunnudaga-
skólinn kl. 1.15 í skólahúsinu.
Oll börn hjartanlega velkom-
FILADELFfA, Lundargötu 12.
Almenn • samkoma hvern
sunnudag kl. 8.30 e. h. Biblíu-
lestur hvem fimmtudag kl.
8.30 e. h. — Sunnudagaskóli
hvern sunnudag kl. 1.30 e. h.
Öll börn velkomin. Sauma-
fundur fyrir telpur hvern mið
vikudag kl. 5.30 e. h. Allar
telpur velkomnar. — Fíladel-
fía.
AÐALDEILD. Fundur
kl. 8 á fimmtudags-
kvöld. Sei’a Jón Bjar-
man æskulýðsfulltr. og
Unnur Halldórsdóttii' safnað-
arsystir úr Reykjavík koma í
heimsókn á fundinn. Helgi-
stund, skemmtiati'iði, veiting-
ar. — Stjórnin.
SUNNUDAGASKÓLI Akur-
eyrarkirkju er á súnnudaginn
kemur kl. 10.30 f. h., fyrir
yngri börn í kapellunni og
eldri börn í kirkjunni. —
Sóknax'prestar.
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION.
Sunnudaginn 17. nóv. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn
velkomin. Almenn samkoma
kl. 8.30 e. h. Benedikt Amkels
son guðfræðingur og Gunnar
Sigui'jónsson guðfræðingur
tala. Allir velkomnir.
KOMINN HEIM. Sæmundur G.
Jóhannesson.
FRÁ Þingeyingafélagmu, Akur-
eyri. Annað spilakvöld félags
ins verður að Bjai'gi laugar-
daginn 16. nóv. n. k. og hefst
kl. 20.30. Kvöldverðlaun,
skemmtiatriði. Mætið vel og
stundvíslega. — Nefndin.
BARNAGÆZLA!
Skátastúlkur taka að sér
að gæta barna á kvöldin
og uin helgar.
Pantanir teknar í síma
1-15-76 og 1-20-72, eftir
kl. 16,00.
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ
að láta niála, áð’ur en
kaupið hækkar.
Guðvarður Jónsson,
málarameistari,
Aðalstræti 10, Akureyri,
sími 1-24-63.
SAMKOMA á Sjónarhæð.
Biblíulestur kl. 5 e. h. n. k.
sunnudag. Allir velkomnir.
FATNAÐAR- og KÖKU-
BAZAR heldur kvenfélagið
Baldursbrá að Bjargi surmu-
daginn 17. nóv. kl. 3 e. h. —
Einnig verður kaffisala. Allur
ágóði í'ennur til Sólboi'gar-
hælisins. Komið og styrkið
gott málefni. — Nefndin.
I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99.
Fundur fimmtudaginn 14.
nóv. n. k. kl. 8.30 e. h. í Al-
þýðuhúsinu. Fundarefni:
Vígsla nýliða — Rætt um ár-
gjöld, síðari umx-æða — Hag-
nefndaratriði — Önnur mál.
Eftir fund: Kaffi og kvik-
mynd. — Æ.t.
LIONSKLÚBBUR
llAKUREYRAR
Fundur í Sjálfstæðis-
húsinu fimmtudaginn 14.
nóv. kl. 12. — Stjórnin.
SKOTFÉLAGAR. Æfing á föstu
dagskvöldið kl. 9.15—10.45.
SJÚKRABIFREIÐ Rauða kross
ins og brunatilkynningar í
síma 1-22-00.
FRA HAPPDRÆTTI Blindra-
vinafélags íslands. Dregið hef
ur verið í happdrættinu. Vinn
ingurinn, sem er sjónvarps-
tæki með uppsetningu, kom á
m'. 1916.
NÆSTKOMANDI sunnudag 17.
nóv. hefir Kvenfélag Akur-
eyrarkirkju sinn ái'lega bazar
og kaffisölu að Hótel KEA
kl. 3 e. h. Á bazarnum eru
kökur, ásamt mörgum góðum
munum hentugum til jóla-
gjafa. Með kaffinu rjóma-
pönnukökur og annað heima-
bakað brauð.
KVÖLDSKEMMTUN. Iðja, fé-
lag verksmiðjufólks á Akur-
eyri, heldur kvöldskemmtun
að Bjargi föstudaginn 15. nóv.
kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar:
1. Bingó, margir góðir vinn-
ingar. Stjói'nandi Páll Garð-
arsson. 2. Dans. Hljómsveitin
Nemó leikur. 3. Kaffi, sem
félagskonur sjá um. Ágóðinn
fer í Menningar og styrktar-
sjóð félagsins (vei'kfallssjóð-
ur). Aðgöngumiðar seldir við
innganginn. Fjölmennið. —■
Skemmtinefndin.
SKEMMTIKLÚBBUR templara
Spilað og dansað í Alþýðu-
húsinu á föstudaginn. Hefst
kl. 8.30 og dansað til kl. 1.
Templarar og aðrir velkomn-
ir. Skemmtið ykkur án áfeng-
is.
MEÐ V HALSMALI
GOLFTREYJUR
MEÐ BELTI
TÖSKUR
(SPÁNSKAR)
einnig fyrir telpur, lientug-
ar til jólagjafa
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61