Dagur


Dagur - 04.12.1968, Qupperneq 5

Dagur - 04.12.1968, Qupperneq 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsiugar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HÁLF ÖLD ÍBÚAR landsins sem tóku á móti fullveldinu 1. desember 1918, voru tæplega 92 þúsundir talsins. í Reykja vík áttu þá heimili aðeins 15.300 manns og á landsvæði því, sem nú er kallað höfuðborgarsvæði eða Stór- Reykjavík, um 18.000 íbúar. Á þeim 50 árum, sem liðin eru síð- an þjóðin varð fullvalda, hefur íbú- um landsins fjölgað um 111.000 eða rúmlega 120% og eru þeir nú rúm- ega 200 þúsundir. Af þessum 111.000 eru nú nær 89 þúsundir á liöfuðborg- arsvæðinu, en 22.000 samtals í öðr- um landslilutum. Fólksfjölgunin á Reykjavíkursvæðinu á þessurn 50 ár- um er um 490% en á öllu landinu, utan Stór-Reykjavíkur aðeins 30%. Þessi hefur þá orðið þróun lands- byggðar lijá fullvalda ríki í hálfa öld. Og hið fámenna land hefur eignazt stórborg, sem liefur sogað til sín meira en helming þjóðarinnar og heldur áfram að vaxa með ískyggi- legum hraða. Hvað verður þá urn aðra íslanclsbyggð, er slíku far fram? Er borgríkið við Faxaflóa það sem koma skal? Fyrir sjálfstæði íslands og þjóðmenningu er hér um að ræða, það sem meira máli skiptir en flest annað á komandi tímum, þótt minna hafi verið um rætt en skildi á nýliðn- um fullveldisdegi. Fjórir stóratburðir frá 1918 gnæfa yfir aðra í sögunni: Þá varð ísland frjálst og fullvalda ríki með milli- ríkjasamningi við Danmörku, heim- styrjöldinni lauk, spánska veikin lagði 300 manns í gröfina hér á landi einkum í Reykjavík og Katla gaus. fs lá fyrir Norðurlandi og sjö barn- dýr voru drepin. Þessir viðburðir eru allir stórir og gleymast vart. Síðan 1918 hafa ísendingar staðið á eigin fótum. Stofnun lýðveldis 1944 er svo þáttur sjálfstæðisbaráttunnar, sem forsjónin færð okkur að nokkru leyti í hendur. Hið mikla framfara- skeið nú í hálfa öld, er öllum ljóst og óumdeilt. Allir fslendingar hafa notið ríkulegra ávaxta frelsisins og mesta góðæris í veðurfari, sem yfir landið hefur gengið. Þegar horft er um öxl, til ára harð- inda og fátæktar fyrir hálfri öld, sýnist furðulegt, hve þá voru að vaxa upp mörg skáld og listamenn í land- inu, sem þjóðin hefur síðan notið í ríkum mæli. En þegar skemmra er litið, eða aðeins til síðasta áratugs, sjáum við, að undan hallar í efna- hagsmálum. Ef svo heldur sem horf- ir, glötum við fljótt hinu dýrmæta, efnahagslega sjálfstæði. Þar er full þörf þáttaskila og e. t. v. eru þau skammt undan. f von um það, fagn- ar öll þjóðin hálfrar aldar fullveldi og lítur vonglöð til næsta áfanga. □ GÍSLI GUÐMUNDSSON, ALÞINGISMAÐUR: DAG einn í október vorum við þingmenn úr Norðurlandskjör- dæmi eystra ásamt forystumönn um Akureyrarkaupstaðar, blaða mönnum og allmörgum öðrum, við vígslu nýju dráttarbrautar- innar á Oddeyri, sem nú mun vera hin stærsta á landinu, og sáum hafskip dregið þar á land í fyrsta sinn. Ollum, sem þarna voru, þótti þetta mikill viðburð- ur. Og í mínum huga var það stund, sem adrei gleymist, þeg- ar við, að þessu loknu, komum inn í hina geysistóru og háreistu skipasmiðju Slippstöðvarinnar á Akureyri, og sáum þar standa á salargólfi annað stálskip í fullri hæð, þúsund lesta strand- ferðaskip, sem nú er þar í smíð um, og eru strandferðaskipin raunar tvö, sem Slippstöðin er að smíða, þó að hitt sé skemmra á veg komið. Þegar ég virti fyr- ir mér það, sem fyrir augu bar, hér og þar í þessari tæknihöll, þar sem málmraddir glumdu í eyrum og vélvæddir kunnáttu- menn sniðu stálið og suðu sam- an, minntist ég þess, er einu sinni var, og hugði mig sjá með augum skáldsins „bljúga menn“ í „strandsiglingu" fyrir 70 árum á skipum herraþjóðar, lítilsvirta menn smáþjóðar, sem aldrei hafði slík stórskip eignazt, hvað þá smíðað. Og mér hlýnaði við þá hugsun, sem á eftir fór: ís- lendingurinn í dag-------þetta getur hann. í Slippstöðinni á Akureyri vinna nú tvö hundruð manns. Húsakostur og útbúnaður til skipasmíði mun nú vera meiri þar en annars staðar í landinu og einsætt, að þar sé nú brautin beinust er efla skal tækni og þjálfun við smíði stórskipa á ís- landi. En stálskipasmiðjur eru fleiri hér á landi. Á nokkrum stöðum hafa verið og eru smíð- . aðir stálbátar, og sumir þessara íslenzku stálbáta eru meðal hinna stærstu í sildveiðiflotan- um. Eins og nú standa sakir er búið að verja miklu fé til að koma upp mannvirkjum til skipasmíði, bæði smiðjum, skipa skýlum og dráttarbrautum. Margir hafa lagt sig fram til að gera sig hæfa til að veita slíkum fyrirtækjum forystu eða mennta sig og þjálfa sem iðnaðarmenn á þessu sviði. Það er nú staðreynd, að skip úr stáli, smá og stór. er hægt að smíða hér á landi. En það er ekki nóg. Það þarf að sjá um það nú fyrst og fremst, að skipasmiðjurnar, sem búið er að koma upp, hafi verkefni og að þar verði ekki hlé á. Það er ekki nóg að byrja að hugsa um áfram haldandi verkefni, þegar búið er að afhenda skipin, sem nú eru í smíðum. Það þarf að hafa þá fyrirhyggju, sem dugir til þess að um leið og smíði skips er lokið, sé þegar hægt að byrja á öðru nýju. Takist það ekki fer illa, og þá getur það orðið til lítils, sem þegar hefir áunnizt. Til þess að koma þessu í kring getur verið nauðsynlegt að ríkis valdið hafi að meira eða minna leyti forgöngu um að skapa skipasmiðjunum skilyrði til að smíða fiskibáta, sem útgerðar- fyrirtækjum verði gefinn kostur á að eignast með viðráðanlegum kjörum, þegar þörfin kallar. Og þjóðfélagið getur líka þurft að beina smíði hinna stærri skipa í réttan farveg, nú þegar starfs- skilyrði eru fyrir hendi. Mér þykir undarlegt, ef ekki er t. d. hægt að koma því svo fyrir, að skip eins og hafrannsóknarskip- ið, sem á að bera nafn Bjarna Sæmundssonar, verði smíðað hér. Heyrt hefi ég, að Eimskipa- félag íslands, sem kallað var óskabarn þjóðarinnar, hafi í hyggju að láta smíða tvö eða þrjú flutningaskip nú á næst- unni. Því ekki að smíða þau hér, eitt eða fleiri, þegar smíði strandferðaskipanna tveggja er lokið? Ég held, að þjóðin hafi eignazt nýtt „óskabarn" þar sem stálskipaiðnaðurinn er. Hví skyldu íslendingar ekki geta orð ið skipasmíðaþjóð sem um mun ar? Ég held, að það hljóti að vera framkvæmanlegt, ef sterk- ur vilji er fyrir hendi. Við þurfum ekki á að halda „sameiginlegum markaði“ er- lendis, til að koma út þeim skip um, sem smiðjurnar okkar geta framleitt fyrst um sinn. Ég hefi með aðstoð fróðra manna gert lauslega athugun á skipainn- flutningi íslendinga síðasta ára- tuginn, 1958—67. Á þessum tíu árum hafa verið flutt inn 232 skip minni en 500 rúmlestir (mest fiskibátar) og 29 skip, sem eru stærri en 500 rúmlestir. Samtals mun þessi innflutti floti fiskiskipa, flutningaskipa og skip til ýmissa annarra nota ná_ lega 86 þús. rúmlestir á einum áratug. Miðað við verðlag og gengi ársins 1967 hefir þessi inn flutti skipastóll kostað okkur yfir 5000 millj. króna (á gamla genginu), að vísu mjög lauslega áætlað. En þarna er a. m. k. mikill markaður fyrir íslenzka framleiðslu í landinu sjálfu. Útlent spakmæli segir: Öll byrjun er erfið. Þjóðin, sem skóp þennan orðskvið, hefir um langa hríð verið ein þeirra, sem legst eru komnar í tækni og margskyns framförum. í ís- lenzka stálskipaiðnaðinum eru auðvitað miklir byrjunarerfið- leikar. Þegar við íslendingar berum verð fyrstu stálskipanna hér saman við skipaverð erlend- is, verðum við jafnframt að hafa hinn þjóðhagslega ávinning í huga, atvinnuna og það, sem af henni flýtur, gjaldeyrissparnað- inn, verkmenninguna og reynsl una, sem þjóðin eignast á þenn- an hátt, og framtíð íslenzks þjóð arbúskapar, sem krefst meiri fjölbreytni í atvinnulífinu, meira skapandi starfs, meiri framleiðslu undirstöðuverð- mæta. íslenzku fiskibátarnir hafa reynzt vönduð skip og sterk. Að því leyti hefir verið vel af stað farið, og það er rétt- mætt að vona, að þeirri þjóð, sem nú getur smíðað góð skip, muni einnig takast að smíða eins ódýr skip og hver annar, er tím- ar líða — og kannske fyrr en varir. Grein þessi um íslenzk stál- skip, vígslu slippsins hér og Slippstöðina var birt í iðnaðar- blaði Tímans 1. nóv. sl. - Húsmæðrafræðslan (Framhald af blaðsíðu 8). sig húsmæðramenntun og störf þessa skóla varða, endurreisa skólann á þann veg, að þar verði byggð heimavist og skólinn verði rekinn hliðstætt öðrum húsmæðraskólum landsins og er nú unnið að því máli. Húsmæðraskólinn á Akureyri hefur lánað Iðnskóla og Gagn- fræðaskóla húsnæði til kennslu undanfarna vetur. Nú er iðn- skólahús að rísa við sömu götu og væntanlega leysast þar hús- næðisvandræði. Eykur það enn áhuga kvenna, að hið ágæta skólahús, sem upphaflega var byggt til húsmæðrafræðslu ein- göngu, geti sem fyrst þjónað því hlutverki á ný að öllu leyti. Q KVEÐJUORÐ húsfreyja á Þverá í Öxnadal í DAG, 28. nóv., verður gerð jarðarför húsfreyjunnar frá Þverá í Öxnadal, Önnu Sigur- jónsdóttur. Hún andaðist 22. þ. m. á sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Veikindi hennar voru lang vinn og erfið. Þó banalegan sjálf væri ekki mjög löng, hafði hún lengi kennt meinsins og áður dvahð á sjúkrahúsum. Veikindi sín bar hún með þreki og æðru- leysi og var jafnan hress í tali og skapi á meðan hún hafði fulla meðvitund. Anna var fædd 7. sept. 1899 á Grjótgarði í Glæsibæjar- hreppi. Þar bjuggu þá foreldrai' hennar Sigrún Bjarnadóttir og Sigurjón Árnason, bæði af kunn um ættum þó ekki verði hér raktar. Þau fluttu að Ási á Þela- mörk þegar Anna var enn barn að aldri. Hafa því allar bernsku- minningar hennar vei'ið þaðan. Ekki voru þær þó allar bjartar, því enn var hún á barnsaldri þegar hún missti móður sína. Faðir hennar kvæntist aftur Elínu Jónasdóttur. Ekki varð sambúð þeirra löng, því Sigur- jón missti einnig seinni konu sína, en þá voru þær systur, Anna og alsystir hennar Sigur- rós, svo á legg komnar að þær tóku við búsforráðum með föð- ur sínum. Anna var alla ævi mjög fróð- leiksfús, en hafði ekki tækifæri til skólagöngu á unglingsaldri, þó mun hún hafa notið góðrar bamakennslu, bæði hjá föður sínum sem var vel áð sér og eitt hvað hjá farkennara. Hún sótti þó hjúkrunamámskeið sem Steingrímur Matthíasson læknir hélt um tíma á Akureyri. Því var það, að þegar Hrefna kona mín lá fyrir dauðanum vorið 1927 og hjúkrunarkona, sem ég hafði fengið gat ekki verið leng ur þá fékk ég Önnu í hennar stað. Við háðum svo í samein- ingu baráttu við veikindin, þó starfið kæmi mest í hennar hlut. Þá hófst vinátta okkar hjóna og hennar, sem hefur haldizt til leiðarlokanna. Þetta sama vor var Ármann Þorsteinsson frá Bakka í vinnu hjá mér á Þverá. Faðir hans var góður vinur minn og ég hafði verið kennari Ármanns öll skóla skylduár hans og síðar í ungl- ingaskóla og jafnan getist vel að honum. Þessar vikur sem þau Anna og Ármann voru samtímis á Þverá hygg ég að þau hafi fyrst kynnzt að ráði, þó þau hafi sennilega þekkzt í sjón áður. Síðar lágu leiðir þeirra meira saman. Veturinn 1928—29 gekk Anna í Ljósmæðraskólann í Reykja- vík og tók ljósmæðrapróf um vorið. Gegndi síðan ljósmóður- starfi í mörg ár með góðum árangri og við vinsældir. Sagði þó því starfi af sér fyrir nokkr- um árum, er hún tók að reskj- ast. Árið 1933 giftust þau Anna og Ármann Þorsteinsson frá Bakka og hófu þá búskap á Ási, tóku við af föður hennar. Þegar svo var komið fyrir mér að ég átti aðeins tvo kosti að velja, að leggja niður þau opinberu störf, sem ég gegndi og kröfðust stöðugrar fjarveru frá heimilinu, eða þá að hætta búskap, kaus ég síðari kostinn og varð raunar að gera það, því hins var lítill eða alls enginn kostur. En mér var ekki sama hverjir tækju við af okkur Hrefnu. Ég vildi alveg ákveðið fá þau Ármann og Önnu til þess. Það var eins og mér findist að ég liti næstum á þau sem fóstur börn. Þetta tókst. Þau fluttu að Þverá vorið 1935 og bjuggu þar síðan þar til fyrir rúmum tveim árum að eldri sonur þeirra tók þar við jörð og búi, en þar áttu þau þó áfram heima og ég býzt við að svo verði um Ármann áfram. Þau Anna og Ármann eignuðust 2 syni: Hermann nú bónda á Þverá, kvæntur Ásdísi Magnúsdóttur og Ólaf Þorstein, kvæntan Önnu Árnadóttur. Þau búa í Glerárhverfi og eiga ung- an son Ármann að nafni. Mér er vel kunnugt um að hjóna- band þeirra Önnu og Ármanns var jafnan hið ástúðlegasta. Skyggði þar ekkert á nema van heilsa Önnu hin síðari ár. Ekki varð ég fyrir vonbrigð- um með búskap þeirra Ármanns og Önnu á Þverá. Þau hafa búið þar vel og bætt jörðina mikið, bæði húsakost og ræktun. Gest- risin hafa þau og verið og þar hef ég jafnan verið velkoininn gestur og haft mikla ánægju að koma á æskustöðvarnar, enda aldrei liðið svo ár að ég hafi ekki gert það. Anna var hjúkr- unarkona og ljósmóðir. Ekki að eins að lærdómi heldur öllu eðli, t. d. tók hún jafnan kaupstaða- börn til sín á sumrin og annað- ist þau sem móðir. Veit ég að þau munu nú sakna eins og aðr- ir sem hana þekktu. Anna Sigurjónsdóttir var góð um gáfum gædd og hafði mik- inn áhuga á ýmsum félagsmál- um og stjómmálum, sem ekki var þó mjög algengt um konur af hennar kynslóð, þó þær hefðu hlotið kosningarétt þegar Anna var enn unglingur. Hún var jafnan órög við að láta skoðanir sínar í Ijósi og tók oft til máls á mannfundum, líka stjórnmála fundum og sagðist oftast vel. Hún fylgdi Framsóknarflokkn- um fast að málum og er ég einnig í þakkarskuld við hana fyrir öflugt fylgi á meðan ég fékkst við þau mál. Nú er Anna á Þverá sofnuð síðasta blundinn, þann sem við öll eigum fyrir höndum. Hennar er saknað af mjög mörgum. Sár asti harmurinn er þó kveðinn að eiginmanni hennar, sonum og öðrum nánustu vandamönnum hemiar. Nokkur huggun munu þó hugljúfar minningar um hana vera, svo og sannleikur hins fornkveðna að „gott er sjúkum ‘að sofa.“ Við hjónin er- um meðal þeirra sem sakna Önnu sárt. Við sendum ástvin- um hennar, eiginmanni hennai’, sonum og tengdadætrum og systkinum hennar okkar hjart- anlegustu samúðarkveðju. Við kveðjum hana með söknuði og innilegu þakklæti fyrir öll okk- ar kynni við hana í rúmlega 40 ár. - HANNIBAL (Framhald af blaðsíðu 1). verðtryggingar launa, og það er óhjákvæmilegt verkefni alþýðu samtakanna að tryggja sjómönn um þann rétt. Jarðarför Önnu fór fram í dag, fimmtudag 28. nóv. að Bakka í Öxnadal að viðstöddu fleira fólki en ég hef nokkru sinni séð saman komið þar. Ekki komst nema nokkur hluti við- staddra í kirkjuna. Þetta hafði verið séð fyrir. Hátalari var hafður í íbúðarhúsinu á Bakka. Það fylltist alveg af fólki og þar heyrðist öll athöfnin vel. Séra Birgir Snæbjörnsson jarðsöng. Á eftir var gestunum boðið yfir að Þverá og voru þar rausnar- legar veitingar á boðstólum. Akureyri 28. nóv. 1968. Bernharð Stefánsson. - SJÓNVARPIÐ (Framhald af blaðsíðu 1). gætu nú notið. Hve margir hafa setið við þessi 12—14 þús. sjón- varpstæki, sem talin eru- vera hér, skal ósagt látið, en margir hafa þeir verið. Víðast sást sjónvarpið mjög vel og það er nú meira umræðu efni en nokkuð annað liér um slóðir, bæði tæknileg atriði, kostnaður og dagskráin sjálf. Við vildum ekki bíða litasjón- varpsins. En njótum nú þess sem kostur er, hver sem fram- vinda sjónvarpsmála verður. □ ELDRI-DAN S A IvLÚBBURINN! Dansleikur í Alþýðuhús- inu laugardaginn 7. des. Hefst kl. 9 e. h. Miða- sala opnuð kl. 8 e. h. Notið tækifærið. Síðasti klúbbur á þessu ári. Góð rnúsik! Stjórnin. Ályktun 31. þings ASÍ um kjaramál mótast af þeim við- horfum, sem við blasa í þessum efnum og segir svo í rökstuðn- ingi fyrir ályktun í kjaramál- um: „Það sem nú blasir við er: 1. Almenn launaskerðing um að minnsta kosti 15—20%. 2. Ógild grundvallaratriði allra samninga verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. 3. Afnám samningsréttar ein- stakra verkalýðsfélaga og lög- binding kaupgjalds. 4. Stórfelld varanleg lækkun sjómannakjara." --------„Yfirvofandi er því kreppuástand og óbærileg al- menn Iífskjaraskerðing“ — „Verkalýðshreyfingin hafnar ■með öllu leiðum samdráttar og kjaraskerðingar sem færum leið um til þess að rétta við efnahag þjóðarinnar —“ Ályktun þings ASÍ í kjara- málum er svohljóðandi: 1. Verðtrygging launa er al- gert grundvallaratriði, réttur sem verkalýðsfélögin geta ekki hvikað frá. Samkvæmt því kerfi, sem um hefur verið samið að undanförnu, eiga vísitölubæt ur á laun að greiðast á þriggja mánaða fresti, og slík ákvæði eru algerlega óhjákvæmileg til þess að vernda hagsmuni verka fólks í þeirri óðaverðbólgu, sem nú er framundan. Fyrir því skor ar þingið á öll verkalýðsfélög að búa sig undir sameiginlega bar- áttu til þess að tryggja það, að verðbætur á laun verði greidd áfram ársfjórðungslega. 2. Reynslan hefur sannað, að sú stefna er rétt og óhjákvæmi- leg að dagvinnutekjur einar saman nægi verkamannafjöl- skyldu til framfæris, og barátta fyrir framkvæmd þeirrar stefnu er lífsnauðsyn þúsunda manna um land allt. 3. Réttur fiskimanna til óskerts afla’hlutar er sambæri- legur rétti landverkafólks til 4. Atvinnuskorturinn að rmd- anförnu hefur bitnað mjög harkalega á öldruðu fólki, sem sagt hefur verið upp vinnu á undan öðrum, og er nú ætlað að lifa af smánarlega lágum elli- launum. Því er krafan um líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn nú brýnni en nokkru sinni fyrr. 5. Það er alvarleg staðreynd að íslenzkt verkafólk hefur að undanförnu dregizt aftur úr stéttarsystkinum sínum á Norð- urlöndum að því er varðar fé- lagsleg réttindi. Því ber að leggja áherzlu á styttingu vinnu vikunnar í áföngum og aukin orlofsréttindi. 6. í sambandi við nauðsynlega endurskoðun á rekstri og fyrir- komulagi fiskvinnslustöðva ber að koma á kauptryggingu starfs fólks. Full atvinna er ófrávíkjanleg mannréttindi í nútímaþjóðfélagi. Alþýðusambandsþing leggur á það sérstaka áherzlu, að verka- lýðshreyfingunni ber að berjast fyrir þeim réttindum" o. s. frv. ÐEFA mótorhitarar STÆRÐIR: 500 WÖTT 700 WÖTT 1000 WÖTT 1500 WÖTT VÉLADEILD EITT HERBERGI OG ELDHÚS TIL LEIGU í Fjólugötu 7. Ung, barnlaus hjón VANTAR ÍBÚÐ nú þégar. — Ennfremur HERBERGI til leigu í nágrenni MA. Uppl. í síma 1-20-39 á kvöldin eftir kl. 6. EINBÝLISHÚS á Ytri-Brekkunni til sölu. Uppl. eftir kl. 5 e. h. Sími 1-23-83. fbúð! — Til sölu er ÍBÚÐARHÆÐ á Syðri-Brekkunni. Freyr Ófeigsson, hdl., Sími 2-13-89. HERBERGI lil leigu. Sírni 1-13-94. TIL SÖLU: SKODA STATION, árgerð 1958. Selst ódýrt, Uppl. í Kotárgerði 5, milii kl. 7 og 8 á kvöldin. TIL SÖLU: WILLY’S JEPPI, árgerð 1966. Uppl. í síma 1-12-54 milli kl. 17 og 19. VINSÆLUSTU OG BEZTU BARNA- 0G UNGLINGABÆKURNAR1968 Guðjón Sveinsson: ÓGNIR EINIUALS Ný bók um þá félaga, Bolla, Skúla og Adda, sem eru nú á leið í úti- legu í afskekktutn eyðidal inni á öræfum, þcgar þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir. I*ctta er franuirskarandi skemmtileg og spcnnandi unglingabók. VERÐ KR. 220.00 án söluskatts. Ulf Uiler: VALSAUGA OG MINNETONKA I þcssari bók lenda þeir félagar, Valsauga og Símon Henson í margvíslegiun hættum og mann- raunum. Sögumar um Valsauga era ósviknar indíánasögur, scm all- ir strákar eru hrifnir af. VERÐ KR. 180.00 án söluskatts. AKUREYRI • STOFNSETT 1897 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR * Jenna og Hrciðar Stefánsson: STÚLKA MED LJÓSA LOKKA Þetta cr framhald af bókinni „Stelpur í stuttum pilsum“, sagan af Emniu, unglingsslúlku í Reykja- vík, sem á við margs konar vanda- niál að gltma. Afbragðs bók fyrir unglinga. VERÐ KR. 170.00 án söluskatts. Ármann Kr. Einarsson: ÓLI OG MAGGI finna gullskipið Þctta cr 7. bókin í flokki óla-bók- anna, og sú bókin, scm allir ung- lingar hafa beðið eftir mcð cinna tncstri eftirvæntingu. Var liollcnzka kaupfarið í raun og veru grafið í sandinn, þar sem þeir vora að leita? Hafði það flutt með sér slík auð- æfi, sem af var látið? Ráðgátan Ieysist í þessari bók. VERD KR. 200.00 án söluskatts. KAUP - SALA! Vil kaupa vel með farna BARNAKERRU. Vil selja sem nýtt BORÐSTOFUBORÐ. Upjrl. í síma 1-21-10. DRÁTTARVÉLA- HJÓLBARÐAR á gimla verðinu STÆRÐIR: 11x28 10x28 9x24 8x24 400x19 750x16 600x16 400x12 VÉLADEiLD YOKOHAMA SNJÓ- HJÓLBARÐAR í eftirtöldum stærðum: 550x12 520x13 640x13 520x14 700x14 500x15 640x15 670x15 600x16 650x16 700x16 750x16 750x20 VÉLADEILD

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.