Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 7

Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 7
7 — Bœndahöfðingi í Hörgárdal (Framhald af blaðsíðu 4). dr. Kristinn Guðmundsson þá í framboð, sem kunnugt er. Ég hefði held ég aldrei orðið flokks þræll og ekki altaf greitt at- kvæði á þann veg, er foringj- arnir vildu. Ég fyrirlít flokks- agann á Alþingi, eins og hann virðist vera nú. Mín grundvall- arskoðun í pólitíkinni hefur ver ið þjóðernislegs eðlis og er það ennþá. Mér er sagan á ýmsan hátt vel kunn og á hún að vera leiðarvísir manna að nokkru. Ég var á móti Keflavíkursamn- ingnum og illa var mér við Marshall-aðstoðina. Mig hryllir blátt áfram við ölmusugjöfum. Á móti þeim tekur enginn ein- staklingur og ekki heldur þjóð, nema í hreinum neyðartilfellum, sem ekki hafa verið hér á síð- ustu tímum. Og svo fréttist nú, eftir alla velgengnina og góð- ærin mörgu, að verið sé að und- irbúa aðstoð á vettvangi er- lendra samtaka. Heiðarlegir menn og þjóðir þiggja ekki gjaf ir þegar ekki stendur verr á, en hjá okkur. Hvað finnst þér um síðustu aðgerðir „viðreisnarinnar11? ■ í einu orði sagt, er það alveg óhrekjandi, að hin mikla gengis felling staðfestir fyrst og fremst stjórnleysi undangenginna ára. Strax og ofurlítið blæs á móti ætlar allt að hrynja í rúst, varla einu sinni með aðdraganda. Það hefði einhverntíma þótt lítt beis inn búskapur að uppgefast og biðja um hjálp þótt eitt áfallaár kæmi. Það var hreinn afglapa- háttur stjórnarinnar að álíta, að metár og markaðsgóðæri yrði endalaust. Sagan sýnir, að þetta gengur í bylgjum og hlaut svo að verða nú. Stjórnin virtist ekki átta sig á að þessi endur- tekning sögunnar mundi enn verða, en treysti bara á eitt eða fleiri metár til viðbótar hinum íyrri. Allt þetta finnst mér hvert mannsbarn hljóti að skilja. Þú hefur ekki verið talinn mikið gefinn fyrir höfðingja? Jú, sanna höfðingja kannski. En framan af ævi hafði ég eitr- aða skömm á svokölluðum höfð ingjum og heldri mönnum þ. e. fína fólkinu, sem kallað var. Á síðari árum hefur mér skilist það, að fína fólkið er líka manneskjur. En vænna þykir mér alltaf um alþýðuna. Nóg að starfa í ellinni? Meira en það. Ég skrifa mér til gamans og svo þykir maður' fullgóður til ýmsra starfa, þegar maður er orðinn gamall og vit- laus. Mér leiðist ekki og kemst ekki yfir helming þess, sem ég vildi, af því, sem nefna má eins- konar fræðistörf eða grúsk. Ertu hættur að drekka? Nei, en það eru mörg ár síðan ég varð ölvaður. Ég hefi drukk- ið í 60 ár en svo hætti ég að drekka mig fullan og get hætt þegar ég vil og áður en ég finn á mér. Ég get líka geymt vín tímum saman heima hjá mér. Það er ólíkt skynsamlegra að fara þannig með vín, en eins og ég áður gerði. Því miður get ég ekki predikað bindindi, — er þess ekki umkominn. En skyn- samlega notkun ætti ég nú að geta predikað, vegna reynsl- unnar. Mörgu hefur farið fram á þinni löngu ævi, Eiður? Næstum öllu hefur farið fram og mörgu fleygt fram — já, öllu nema mannfólkinu. En fólkið er þó mest um vert. Ég skal þó strax taka skýrt fram, að fólk er nú mildara og nærgætnara, einkum við þá, sem bágt eiga, en áður var. Fyrrum var talið sjálfsagt, að menn væru heiðar- legir í viðskiptum. Því hefur hrakað mikið. Menn skömmuð- ust sín fyrir ef út af bar með orðheldni, hvort sem var í smáu eða stóru. Framtalssvik voru að vísu fyrrum. En sá var munur- inn, að menn skömmuðust sín fyrir þau, en nú hæla menn sér af þeim og það hefi ég sjálfur heyrt. Þegnskap okkar fer hnignandi. Vildir þú e. t. v. segja eitthvað um uppeldismál? Á síðari tímum tíðkast það í vaxandi mæli, að konur vinni utan heimilis. Það mun vera kölluð þjóðarnauðsyn að nýta vinnuaflið. Þetta tel ég í mörg- um tilfellum mjög varhugavert. Þetta var annað hér áður fyrr í sveitum. Þar gengu húsfreyjur á engjar og höfðu smábörnin með sér. Þetta var stundum erfitt fyrir konurnar, en það var gott fyrir börnin og er það enn, að fylgja foreldrum sínum til starfs. Mæðumar skildu börnin ekki eftir á götunni, eins og nú ber við. Ferðu ineð bænir á kvöldin? Nei, og ég les fremur Sturl- ungu en Biblíuna. Varstu myrkfælinn strákur? Það vildi svo til er ég var sjö ára eða þar um bil, að nætur- gest bar að garði á Þúfnavöll- um. Foreldrar mínir voru ekki heima. Þessi næturgestur var gáfaður umrenningur og ræfill. En hann kunni þá list að segja sögur. Hann sagði svo mergj- aðar sögur, að ég fékk tauga- áfall og varð vitlaus í myrk- fælni. Síðan hef ég verið myrk- fælinn fram á þennan dag. Auð- vitað hefi ég ekki látið þann veikleika ráða för. Aðeins þegar ég var drukkinn eða var að fara á kvennafar, því ég var kven- hollur maður nokkuð, fann ég ekki til myrkfælni. Ég trúi hvorki að draugar séu til, eða annað, sem kalla má dularfullt. Neita heldur engu, og nú má ég ekki vera að þessu lengur. Dagur þakkar viðtalið og send- ir kveðju í Hörgárdal. E. D. Tilboð óskast í FORD SENDIFERÐA- BIFREIÐ, árgerð 1956, ógangfær. Ennfremur til sölu tvö NÝ DEKK, 650/670x15 og 500/525x16. Uppl. í síma 1-29-63. VIL KAUPA AFTURHÁSINGU með drifi — af Fiat 1100, árgerð 1954 — eða ÓGANGFÆRAN BÍL af sömu gerð. Árni Ólason, Hauganesi. Baniaíatnaðiir NÆRFÖT - UNDIRKJÓLAR - SOKKA- BUXUR - NÁTTFÖT - NÁTTKJÓLAR VETTLINGAR - VASAKLÚTAR VEFNAÐARVÖRUDEILD & , $ .t Innilega þakka ég börnum, barnabörmim og * ^ tengdabörnum og öðrum œttingjum og vinum, § sem glöddu mig með gjöfum og heimsóknum á X afmœlisdagmn minn, 30. nóvémber síðastliðinn. © Guð blessi ykkur öll. * | GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, I KotL 1 $ Þakka innilega auðsýnda sannið og vinarhug við andlát og útför konu minnar NÝBJARGAR ÞORLÁKSDÓTTUR. Beztu þakkir fyrir minningargjafirnar. F. h. aðstandenda, Kjartan Sigurtnggvason. Alúðar þakkir til allra þeirra er auðsýndu sannið við andlát og útför SIGMARS JÓHANNESSONAR, Mógili, og heiðruðu minningu hans á einn eða annan hátt. Helga Sigmarsdóttir, Kjartan Magnússon, Gerður Sigmarsdóttir, Árni Bjarnarson. FRA KVENFÉLAGI Akure>Tar kirkju. Jólufundurinn verður í kirkjukapellunni, miðviku- daginn 11. des. n. k. kl. 8.30 e. h. — Stjórnin. FRÁ MÆÐRASTYRKSNEFND Úthlutun á fatnaði verður í Kaupvangsstræti 4 (uppi) dag ana 11., 12. og 13. desember frá kl. 16—22. Æskilegt að konur komi sjálfar. — Mæðra styrksnefnd. fiFRA SJALFSBJÖRG. Jólabazar félagsins verður í Bjargi sunnu- daginn 15. des. n. k. Þeim sem hafa tök á því að gefa muni á bazarinn, vinsamlega komi þeim í Bjarg mánudagskvöldið 9. des. eftir kl. 8 og laugardaginn 14. des. síðdegis. Með fyrirfram þakk- læti. — Föndurnefndin. Ungfrú Hjördís Guðrún Haraldsdóttir og Þorlákur Aðalsteinn Aðalsteinsson verkamaður. Heimili þeirra verður að Aðalstræti 14, Akur eyri. Ljósmyndastofa Páls. Ungfrú Hugljúf Lín Ólafs- dóttir og Ingólfur Arnar Guð mundsson rafgeymaviðgerðar maður. Heimili Áshlíð 8, Akur eyri. FILMAN, ljósmyndastofa. NYLON Jakkakjólar Ungfrú Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir frá Hauganesi og Ellert Kárason blikksmið- ur. Heimili þeirra er að Þór- unnarstræti 106, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. Ungfrú Elín Valgerður Berg og Þorsteinn Fossberg Kjartansson skrifstofumaður. Heimili þeirra verður að Skarðshlíð 9 D, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. dóttir sjúkraliði og Halldór Sævar Antonsson málari. — Heimili þeirra verður að Ása_ byggð 18, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. LEIÐRÉTTIN G. 1 brúðhjóna- frétt í síðasta blaði var rang- hermt að Ingólfur Arnar Guð mundsson sé iðnverkamaður. Hann er rafgeymaviðgerðar- maður. SJÚKRABIFREIÐ Rauða kross ins og brunatilkynningar í síma 1-22-00. ENSKIR Greiðsluslcppar MIKIÐ ÚRVAL MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61 - HAGNYTING (Framhald af blaðsíðu 1) Marteinn Friðriksson, Sauð- árkróki, Sigvaldi Þorleifsson, Ólafsfirði, Jón Stefánsson, Dal- vík, Guðjón Björnsson, Húsa- vík og Sigurður Sigurjónsson, Þórshöfn. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.