Dagur


Dagur - 21.12.1968, Qupperneq 4

Dagur - 21.12.1968, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 «g 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: ( JÓN SAMÚÉLSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. SANA H.F. ÖI- og gosdrykkjagerðin Sana h.f. á Akureyri hefur verið í sviðsljósinu frá því hún hóf framleiðslu nýrra tegunda dryggjarvara í endurbætt- um húsakynnum og með nýjum og fullkomnum dönskum vélum. Thule-lagerölið varð brátt lands- kunnur drykkur og mikið keyptur. En í haust varð fyrirtækið gjald- þrota með 45 millj. kr. skuld á baki. Síðan hefur skiptaráðandi annast reksturinn og selt byrgðir, en nauð- ungaruppboð mun fara fram 7. jan. n.k. _ Mál þetta er á hvers manns vörum, en ástæða er til að vekja at- hygli á nokkrum atriðum. Verksmiðjan kostaði helmingi meira en gert var ráð fyrir, verðlags- ákvæði gerðu framleiðslu erfiða, en þegar verðlagsákvæðum var aflétt, voru eigendur of bráðlátir og hækk- uðu verð Thule-ölsins um nær helm- ing — og salan datt niður. Gjaldþrot- ið skall á áður en salan var aftur komin í viðunandi horf. Framleiðsla og sala á „sterkum bjór“ hefur enn ekki verið leyfð — og voru það eigendum enn ein von- brigðin. — En hvað tekur nú við? Hverjir bjóða í Sana á uppboð- inu 7. jan. 1969? Verða það Reyk- víkingar, sem flytja vilja vélar verk- smiðjunnar suður? Verða það ein- hverjir, sem kaupa vilja upp hættu- legan keppinaut, samkvæmt lögmáli „heilbrigðrar samkeppni“ og pen- ingavalds? Ekki getur blaðið svarað þessum spumingum. En það vill benda á þá staðreynd, að hvað sem menn segja um Sana-málið og einstaka þætti þess, munu fáir Akureyringar vilja sjá á bak þeim fyrirtækjum, sem hér hafa risið á legg. Og þegar komið er að þessu atriði, verða Akureyringar að gera það upp við sig, hvort þeir vilja taka málið í sínar hendur. Það geta þeir e. t. v. bezt með því að stofna hlutafélag, er síðan geri sér grein fyrir framleiðslumöguleikum og reksturskostnaði, og hve miklum skuldum fyrirtækið rís undir. Ak- ureyringar geta byggt á nokkurri reynslu, sem þetta fyrirtæki hefur öðlast, og það getur byggt á þeim grunni, sem mikilvægur er, þ. e. á framleiðslu viðurkenndra og ágætra vara. Þessa aðstöðu þurfa Akureyringar sjálfir að nota. Blaðinu hefur verið bent á, að innheimtumaður ríkis- sjóðs hafi ekki sýnt fyrirtækinu hörku í innheimtu framleiðslugjalda og því hafi safnast skuldir við ríkis- sjóð, en orðrómur um afskipti fjár- málaráðherra, sem áður var sagt frá hér í blaðinu, sé úr lausu lofti grip- (Framhald á blaðsíðu 7) í MÍNNINGU Þorsieins Baldvinssonar FRÁ BÖGGVISSTÖÐUM HINN 20,-júlí síðastliðinn and- aðist á Dalvík Þorsteinn Bald- vinsson fyrrum bóndi á Böggvis stöðum, en á Dalvík bjó hann síðustu árin hjá dótturdóttur sinni og manni hennar. Þor- steinn fæddist á Böggvisstöðum 4. nóvember 1876 og var því tæpra 92ja ára er hann lézt. Við Svarfaðardal var allt líf hans 'bundið; þar vann hann dagsverk sitt af elju og trúmennsku langa ævi, og þar nýtur hann nú hinztu hvíldar. Mig langar til að minnast þessa horfna vinar míns nokkr- um orðum, þótt seint sé; minn- ingu hans ber ekki siður að halda á lofti en ýmissa annarra. Hann var að vísu aldrei í flokki þeirra, sem þjóðfélagið hossar og hampar, oft umfram verð- leika. Kannski má þó segja, að litlu varði lof eða last eftir sam ferðamenn; maðurinn lifir af verkum sínum og því sem hann var af sjálfum sér, annars ekki. „Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer“, kvað Fomólfur. Aldursmunur okkar Þor- steins, sjötíu ár, olli því að við kynntumst þegar starfsdagur hans var að kvöldi kominn, stormum ævinnar slotað og sá friður kominn á, sem oft verður undir sólarlag. Hann var sá gæfu maður að eiga friðsæla elli, búa við óvenjugóða heilsu og hugarjafnvægi, lifa lífinu til hinztu stundar, en slíkt auðnast því miður hvergi nærri öllum, sem háum aldri ná. Mér er Ijúft að minnast Þorsteins, því að þeg ar ég lít til bernskuáranna, stendur af fáu meiri birta en mynd hans. Þegar ég var átta ára, tók Þor steinn herbergi á leigu í húsi foreldra minna á Dalvík, og þar bjó hann í sex ár. Ég laðaðist strax að þessum gamla manni, sem alltaf var mér svo góður. Oft gaf hann mér súkkulaðibita eða brjóstsykurmola, og margt var spjallað meðan hann sat og hnýtti tauma á öngla; það verk greip ég líka gjarnan í með hon um. Hann sagði mér frá upp- vaxtarárum sínum í dalnum, smalamennsku og öðrum æsku- störfum. Þessar sögur voru fyr- ir bamshuga minn býsna for- vitnilegar og heillandi, brugðu upp svipmyndum frá horfnum heimi, veröld sem var. í þeim heimi átti Þorsteinn sér traust- ar rætur, og hann var góður full trúi kynslóðar, sem óx úr grasi á miklum þrengingatímum og hafði fremur öðmm kynslóðum séð söguna gerast og skeið gifur legs umróts og byltinga ganga yfir. — Ég var þá farinn að kynnast af fslendingasögum ýmsum fornum hetjum, sem ég ræddi um af mikilli hrifningu og aðdáun og sparaði ekki sterk- ustu orðin sem ég kunni. Þor- steinn hlustaði, hnýtti á og sagði gjaman, er ég hafði lýst ein- hverjum kappanum: „Já, hann var stífur“. Vafalaust hafa það að ein- hverju leyti verið súkkulaði- bitarnir, sem hvöttu mig til að ganga svo oft á fund Þorsteins. Sögurnar hans og spjallið höfðu líka sitt að segja. Þó hygg ég, að þar hafi einkum komið til þau áhrif, sem ég fann streyma frá þessum gamla manni. Ríkasti eiginleiki í fari hans var góðvild og vilvilji til allra. Þess vegna þótti öllum vænt um Þorstein, sem kynni höfðu af honum. Þetta átti ekki hvað sízt við um okkur börnin, því að jafn barn- góðum manni hef ég ekki kynnzt. Ég hygg, að það sé hörmuleg öfugþróun, þegar gömlu fólki á borð við Þorstein er stíað frá hinni uppvaxandi kynslóð, eins og nú tíðkast svo mjög. Uppeldismálum þjóðar- innar er mikill ógreiði gerður með slíkri ráðbreytni, og er þetta vafalaust ekki minnsta orsök þess í hvílíkt óefni þau mál eru komin á íslandi. Ég minnist þess ekki, að nokk urn tíma bæri skugga á vináttu okkar Þorsteins, þrátt fyrir heil an mannsaldur, sem á milli bar. Á heimili foreldra minna var Þorsteinn tíður gestur og alltaf velkominn. Hress og kátur, með spaugsyrði á vörum miðlaði hann okkur af lífsgleði sinni og lífstrú. Þannig er hverjum manni gott að eldast. — Milli Þorsteins og föður míns var mik ið vinfengi frá fyrstu tíð, enda nábúar alla ævi. Þeir urðu líka samferða yfir landamærin; á hinum sama sumarmorgni voru þeir kvaddir héðan. Þorsteinn Baldvinsson var mikill trúmaður. Guðstrú hans var sterk og efalaus, mótuð af gömlum tíma; Biblían, Passíu- sálmar og Mynsterhugleiðingar voru honum kærastar bóka. Kirkju sína sótti hann mjög og sýndi henni mikla ræktarsemi. Trúarviðhorf hans þykja sjálf- sagt bamaleg og óraunhæf á okkar vantrúartímum. En hverju skiptir það, úr því trú hans var heil og sönn? 1 augum Þorsteins var trúin lifandi afl og reyndist honum sannarleg hugg unarlind og hjálparráð. Hann hlaut að þola mótblástur og raunir ekki minni en ýmsir aðr- ir. Konu sína missti hann eftir fárra ára sambúð og tvö börn sín, son ungan og dóttur upp- komna. Þessar sorgir náðu ekki Æskulýðsblaðið verð- ur selt á morgun ÚT ER KOMIÐ Æskulýðsblaðið 2.—4. tölublað þessa árs, sem séra Bolli Gústavsson ritstýrir. Verður það selt á götum bæjar- ins á morgun, sunnudag. Þar er rætt um hjúkrunarmál, séra Jón Kr. ísfeld sextugan, sagt frá vettvangi starfs ÆSK, ritað um íþróttir, skemmtanir, viðtal er þar við Ingimar Eydal hljóm- sveitarstjóra o. fl. Afgreiðslu- maður er Jón A. Jónsson, Hafn- arstræti 107, Akureyri. □ að buga hann; hann hélt bjai't- sýni sinni og hugarró, og það má ugglaust þakka þeirri stoð sem honum var að óhvikulli guðstrú sinni. Og hvei' er bær að gera lítið úr slíkri trú, þótt hann eigi hana ekki sjálfur? Því fór fjarri, að ég eignaðist trú Þorsteins, en mér fannst ég alltaf geta virt hana, því að hann var sjálfur lifandi dæmi um gildi trúarlífs fyrir mann- inn; ég veit, að trú Þorsteins hjálpaði honum til að líta björt- um augum á lífið og tilverima alla ævi. Þegar Þorsteinn Baldvinsson er nú horfinn af sjónarsviðinu, lifa eftir hann Ijúfar minningar í hugum vina hans. Við söknum hans og þökkum af alhug liðnar samverustundir. Ævisaga hans sætir kannski ekki stórmælum, en garðinn sinn ræktaði hann engum miður og fylgdist opnum huga með straumkasti nýrra tíða, fagnaði því sem til heilla horfði, en varðveitti kjarna sinn heilan og óspilltan í liarki heims ins. Ef Þorsteini verður að trú sinni um líf handan grafarinnar, veit ég að hann á góða heimvon og mörgum vinum að mæta. Og átthagarnir, sem hann unni svo mjög, geyma duft hans í faðmi sér. Ég kveð þennan góða vin minn með þessum fögru orðum Davíðs Stefánssonar: Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móður- barm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð. Gunnar Stefánsson. - Áfengissjúklingar (Framhald af blaðsíðu 1). 8. Að vinna gegn hverskonar tilslökun á banni gegn fram- leiðslu og sölu áfengs öls í land- inu. Að sjálfsögðu þurfa ályktanir Landssambandsins að vera í fullu samræmi við lög þess og þá sérstaklega 2. grein þeirra, sem inniheldur nokkurskonar erindisbréf samtakanna, en laga greinin er á þessa leið: „Tilgangur Landssambandsins er að stuðla að bindindisstarf- semi, vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og leitast við að skapa almenningsálit, sem hagstætt er bindindi og reglusemi. Landssambandið starfar í sam vinnu við Áfengisvarnaráð. Landssambandið vill ná til- gangi sínum með því: a) að fá allar deildir sínar til þess að vinna að bindindi og reglusemi inn á við og út á við á hvern hátt, sem hentast þykir hverju sinni og á hverjum stað. b) að vinna að því, að bindind issamir hæfileikamenn veljist til opinberra trúnaðarstarfa í þjóð félaginu. c) að vinna að því, að sett verði löggjöf, er miðar að því að draga sem mest má verða úr inn flutningi, sölu og veitingum áfengra drykkja, og varðveita ákvörðunarrétt kjósenda um sölu og veitingar áfengis. d) að vinna af alefli gegn til- búningi áfengi'a drykkja í land- inu. e) að fá samkvæmisháttum og skemmtanalífi breytt, svo að það verði hvarvetna með menningar sniði.“ □ Til jólagjafa DÖMUPEYSUR DÖMUUNDIR- FATNAÐUR Hvergi meira úrval Nytsamar og fallegar vörur á eldra verðinu VERZLUNIN DRÍFA Foreldrar athugið Vegna verðlækkana erlendis getum við boðið KVEN- OG UNGLINGASKÉÐI á mjög hagstæðu verði BARNASKÍÐI OG BINDINGAR Á GAMLA VERÐINU Allt fyrir borðtennis frá DUNLOP Spaðar, kúlur (3 tegundir), net, netstoðir, Spaða- hlífar. FRÁ HANNO: Tennis-sett, ódýrir spaðar og kúlur. SEUUM ÖLL OKKAR LEIKFÖNGT STÓRLÆKKUÐU VERÐI BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. 5 Til jólagjafa BI ULLARPEYSU- SETT Stærðir 40—48 ELDRA VERÐ VERZLUNIN DRÍFA LUXO1001 skrifborðs og vinnulampar JÁRN OG GLERVÖRU- DEILD SJÁLFVIRKAR hrauðristar NATIONAR Krónur 1615,00 JÁRN 0G GLERVÖRU- DEILD NAUÐUNGARUPPBOÐ Húseignin Melbrekka, Akureyri, þinglesin eign Valdimars Halldórssonar, verður að kröfu Ragn- ars Tómassonar, hdl. o. fl. seld á nauðungarupp- iboði, sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 7. janúar 1969 kl. 14. Uppboð þetta var auglýst í 59., 61. og 63. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968. Bæjarfógetinn á Akureyri, 14. des. 1968. Ofeigur Eiríksson. Til jólagjafa HÁ KULDASTÍGVÉL KVENNA HÁ KULDASTÍG\ÆL TELPNA DRENGJAKULDASTÍGVÉL GÆRUEÓÐRUÐ HERRAKULDASKÖR GÆRUFÓÐRAÐIR SKÍÐASKÓR VERÐ FRÁ KRÓNUM 478,00 TELPUINNISKÓR TÖFFLUR KVENNA INNISKÓR OG TÖFFLUR HERRA MIKIÐ ÚRVAL AF HERRASKÓM KVENSKÓR SKÓBÚÐ KEA SAMBAND ISL SAMVINNUFÉLAGA , RE SJÁVARAFURÐADEILD Veiðarfceri við allra hcefi LOFTLEIÐIS LANDA MILL LÆGRI FARGJÖLD EN LOFTLEIÐIR GETUR ENGINN BOÐIÐ Á FLUG- LEIÐUM TIL OG FRÁ ÍSLANDI >ÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN 0G HEIM >ÆGILE0AR HRADFEBDIR HEIMAN 0G HBM UPPLÝSINGAR OG FARÞEGAPANTANIR HJÁ SÖLUUMBOÐUNUM: ÓLAFSFJÖRÐUR Brynjólfur Sveinsson símstjóri, Strandgötu 2. Sími 44. DALVÍK Ámi Amgrímsson kaupmaður, Goðabraut 3. Sími 61175. AKUREYRI Ferðaskrifstofa Akureyrar, Jón Egilsson forstjóri, Túngötu 1. Símar 11475, 11650. HÚSAVÍK Ingvar Þórarinsson bóksali, Höfðabrekku 9. Sími 41199. *

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.