Dagur - 21.12.1968, Page 8
8
SMÁTT & STÓRT
Á Luciuhátíð í Akureyrarkirkju.
(Ljósm.: Mattliías Gestsson)
Sérstaklega ánœgjideg Luciuhá-
tíð í A kureyrarkirkju
KARLAKÓR AKUREYRAR
efndi til Luciuhátíðar í Akur-
eyrarkirkju 13. desember. Að-
sókn var mjög mikil og var há-
tíðin endurtekin næstu tvö
kvöld við ágæta aðsókn og al-
menna ánægju. Hér var um að
ræða söng kórsins og fimm ein-
söngvara hans undir stjórn Guð
mundar Jóhannssonar en undir
leik annaðist Dýrleif Bjarna-
dóttir.
KAUPFELAG VOPN-
FIRÐINGA 50 ÁRA
Vopnafirði 17. des. Fimmtíu ára
afmælis Kaupfélags Vopnfirð-
inga var minnzt 16. des. eða í
gær. Var kaffisamsæti í félags-
heimilinu Miklagarði og margar
ræður fluttar og sungið. En að
lokum var dansað.
Kaupfélagsstjóri er Halldór
Halldórsson, formaður kaupfé-
lagsstjórnar er Friðrik Sigur-
jónsson í Ytri-Hlíð og með hon
um í stjórn þeir Kjartan Björns
son símstöðvarstjóri og Þórður
Pálsson bóndi á Refstað.
Snjóföl er á jörðu og frostið
16 stig í gær. Góða tíðin hefur
sparað okkur mikil hey.
Atvinna er mjög lítil í kaup-
túninu. Eh ráðgert er, að Brett-
ingur og Kristján Valgeir leggi
hér upp afla í vetur og eru
miklar vonir við það bundnar.
Margir munu nú fara á vertíð
syðra. Þ. Þ.
FUNDARÁLYKTUN
FUNDUR í Bændafélagi Fljóts-
dalshéraðs haldinn 14. des. 1968,
mótmælir harðlega framkomnu
stjómarfrumvarpi á Alþingi er
varðar ráðstöfun á gengishagn-
aði landbúnaðarvara.
Fundurinn krefst þess að
þessi hagnaður gangi allur inn í
verðlagið og Framleiðsluráð
landbúnaðarins hafi ráðstöfunar
rétt á þessum hluta andvirðis
varanna sem öðrum.
Samþykkt með öllum atkvæð
um. □
Þórunn Ólafsdóttir, hér áður
kunn og mjög góð söngkona,
kom fram í gervi Santa-Luciu,
eða Glódísar hinnar góðu, sem
sumir nefna svo hér. Aðrir ein-
söngvarar voru: Eiríkur Stefáns
son, Hreiðar Pálmason, Jósteinn
Konráðsson og Ingvi Rafn Jó-
hannsson, og gerðu þeir hlut-
verkum sínum hin beztu skil.
Blaðinu er sérstök ánægja að
þvf, fyrir hönd margra við-
staddra í Akureyrarkirkju 13.,
14. og 15. desember, er þess hafa
óskað, að færa Karlakór Akur-
eyrar beztu þakkir fyrir ánægju
leg kvöld í Akureyrarkirkju.
SPARNAÐUR
Sparnaður einstaklinga og stofn
ana er lífsnauðsyn um þessar
mundir. Þetta skilja allir, jafnt
ungir, sem aldnir. Nokkrar lífs-
venjubreytingar í spamaðarátt
er e. t. v. mál málanna nú, þeg-
ar gjaldeyri vantar til að kaupa
vörur erlendis, skuldir við út-
lönd eru orðnar geigvænlegar
og að kreppir á flestum sviðum.
En hið opinbera á að ganga á
undan í þessu efni, þá munu
margir á eftir koma. Því miður
fréttist ekki enn að almenning-
ur njóti þeirrar forystu.
HVERJIR FA LAUNIN?
Þegar við kaupum útlendar iðn-
aðarvörur, greiðum við um leið
erlendu verkafólki vinnulaun.
Ef sambærilegar innlendar vör-
ur fást, og við veljum þær, er-
um við um leið að greiða inn-
lendu verkafólki vinnulaunin. í
því efni virðistt vandalítið að
velja og hafna, ef framanskráð
er haft að leiðarljósi. Þetta leið-
arljós hefur, því miður, ekki log
að skært í almenningsálitinu að
undanförnu. Tími er til þess
kominn, að þar verði breyting á.
Muii aðeins næst bezti snjóblás-
arinn keyptur til Norðurlands?
f HAUST fóru utan þeir Baldur
Sigurðsson framkvæmdastjóri
Brjóts h.f. á Akureyri og Edgar
Guðmundsson verkfræðingur á
Dalvík til að athuga um kaup á
kröftugum snjóblásara til að
halda opnum vegum á mið-
Norðurlandi. í Noregi athuguðu
þeir sérstaklega snjóblásara
þann, sem að undanförnu hefur
verið notaður til að halda opinni
hraðbrautinni Osló — Bergen —
Kristiansund með góðum
árangri, enda öflugasti snjóblás-
ari þar í landi.
Tæki þetta nefnist P. W. 1400
S. og kostar, að hjólatækjum
meðtöldum 6.2 millj. ísl. króna.
Akureyrarbær, Ólafsfjörður,
Siglufjörður, Árskógsstrending-
ar og Svarfdælingar buðust til
að leggja fram nokkurt fjár-
magn ásamt Baldri Sigurðssyni,
móti Vegagerð ríkisins, ef til
kæmi. Baldur ætlaði t. d. að
greiða hjólatækin, sem kosta 2.7
millj. kr.
Verksmiðja sú í Noregi, sem
framleiðir þessa snjóblásara
áætlaði að geta framleitt snjó-
blásara fyrir Norðlendinga fyr-
ir næstu áramót, og mun um-
boðsmaður verkstniðjunnar hér
á landi eflaust hafa pantað hann
samkvæmt framanskráðu.
Þessi P. W. 1400 S.-snjóblás-
ari tekur meters djúpan snjó
með 20 km. hraða og blæs hon-
um 20—25 metra. Hann getur
líka tekið snjóskafla, allt að 2.80
m. þykka, einnig hjarnfönn og
er útbúinn öryggjum, þar sem
um stærra grjót er að ræða en
50 kg. steina. Hann hreinsar 2.90
m. breiðan veg.
Það síðasta, sem heyrzt hefur
af þessum málum, er það, að
vegamálastjóri hafi sjálfur farið
til Noregs nokkru síðar en áður
nefndir menn og afráðið að
kaupa P. W. 1300, sem er bæði
minni og með helmingi kraft-
minni vél til snjóblásturs. Hann
kostar hálfri annarri millj. kr.
minna en sá stóri. Þegar þess er
gætt, að sveitar- og bæjarfélög
hér nyrðra ætluðu að greiða mis
muninn og Baldur Sig. auk þess
hjólatækin, sýnist þessi ákvörð-
un vegamálastjóra furðuleg.
Þeir Baldur Sigurðsson og
Edgar verkfræðingur sáu hina
stóru snjóblásara og kynntu sér
þá rækilega og umsögn þeirra
manna, sem stjórna verki við
áðurnefnda vegi og innkaupa-
stjóra norsku vegamálastjórnar-
innar.
Því er haldið fram, að íslenzki
snjórinn sé erfiður viðfangs og
snjóa verstur fyrir snjóblásara.
Vera má, að þetta sé rétt vegna
mikilla umhleypinga. Sé svo, er
nauðsynlegt að kaupa öflugustu
fáanleg tæki, ef þau eiga að
skila því verki, sem ætlast er til.
Tala algjörra áengis-
sjúklinga er um 2300
Áfengisneyzlan jókst um 48% á sex árum
Sumarfæri er nú á Hólsfjöllum
Grímsstöðum 17. des. Aðeins er
föl á jörð. Ágætt er í högum og
hefur svo verið það sem af er í
vetur og ekkert búið að gefa
sauðfénu. En nú er verið að taka
fé í hús. Hins vegar hefur þurft
að gæta fjárins. Tófan var slæm
við okkur í haust og drap hún
nokkrar kindur á Víðihóli og
hér á Grímsstöðum. Og því mið
ur hafa þessi bitdýr ekki náðzt.
Hér er nær engin umferð á
vegum en sumarfæri bæði aust
ur og vestur.
Jólin eru nú að koma til okk-
ar og fögnum við þeim, eins og
ætíð áður. Hér er nóg að bíta
og brenna og hér er það hangi-
kjöt og laufabrauð, sem verður
aðal jólamaturinn, því rjúpurn-
ar brugðust. K. S.
KRISTINN STEFÁNSSON
áfengisvarnarráðunautur ríkis--
ins, sagði á þingi Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu, að
ástand í áfengismálum væri
mjög versnandi hér á landi,
enda hefði drykkja aukizt um
48% á síðustu sex árum pr.
mann að meðaltali (2.38 lítrar á
mann árið 1967 miðað við 100%
áfengi).
Ráðunauturinn sagði, að hér
á landi væru 2300 algerir áfeng-
issjúklingar, þar af konur að
einum tíunda. Hjónaskilnaðir
væru flestir af völdum áféngis.
Tölur þessar sýna, hve áfengis-
vandamálið er alvarlegt orðið
og tala algerra áfengissjúklinga
geigvænleg þótt ekki sé fleira
rakið af völdum áfengisneyzl-
unnar, svo sem glæpir og hvers-
konar slys.
Þjóðfélagið sjálft selur áfeng-
ið og hagnast vel á því. Ekki er
yfir því að kvarta, en skylt er
því þá jafnframt, að veita marg
fallt meiri fræðslu um áfengi og
einnig að framfylgja áfengislög-
gjöfinni betur en gert er. Það
er alltof dýrt að eyðileggja 2300
mannslíf, hamingju þúsunda
heimila og tefla gæfuríkri fram-
tíð ungs fólks í tvísýnu með sið-
lausri drykkjusízku, eins og hún
er um þessar mundir.
Þing Landssambandsins gerði
m. a. þessar ályktanir:
1. Að skora á heilbrigðisstjórn
ina að framfylgja lögum um
meðferð ölvaðra manna og
drykkjusjúkra, en til þess vant-
aði mjög aukið fé og aukið
sj úkr ahúsrými.
2. Að skora á öll yfirvöld ríkis
og sveitarfélaga að leggja niður
áfengisveitingar í samkvæmum
sínum.
3. Að tryggja betur að fram-
fylgt sé lögum og reglum um
áfengisvarnir.
4. Að beina því til dómsmála-
ráðherra og lögregluyfirvalda að
herða löggæzlu á samkomum og
auka eftirlit með vínveitinga-
húsum.
5. Að Landssambandið vinni
að því að auka erindaflutning og
sjónvarpsþætti um áfengismál
og áfengisvarnir.
6. Að vinna að aukningu á
fræðslu um áfengismál með út-
gáfu fræðsluefnis, svo og í skól-
um og víðar.
7. Að aðildarfélögin verði enn
virkari í baráttunni gegn áfeng-
isbölinu.
(Framhald á blaðsíðu 5)
NÚ SKAL FÆKKA
BÆNDUM!
Það vekur athygli, að Bragi Sigl
urjónsson flutti á Alþingi í vik-
unni frumvarp um breytingu á
framleiðsluráðslögum og er þar
lagt til, að útflutningsuppbætur
á landbúnaðarvörur verði frá 1.
jan. 1970 lækkaðar um helming
eða megi ekki fara fram úr 5%
að verðmæti landbúnaðarfram-
leiðslunnar í stað 10% í gildandi
lögum.
Þessi tillaga á líklega að vera
fyrsta ráðstöfunin til að fram-
kvæma bændafækkunina, sem
formaður Alþýðuflokksins boð-
aði á fundi Verzlunarráðsins í
Reykjavík. En formælendur
bændafækkunar hafa kannski
ekki gert sér grein fyrir því, að
það er bóndinn einn, sem fram-
leiðir þær mjólkur- og kjötvör-
ur, sem neytendur kaupa í mat
vörubúðum. Það sem oft er kall
aður milliliðakostnaður eða
dreifingakostnaður, er að miklu
leyti vinna, sem lögð er fram við
vöruna, frá því bóndinn skilar
henni á bíl til flutnings í mjólk-
ursamlag eða sláturhús, þannað
til hún er aflient við búðarborð.
í mjólkurbúum, sláturhúsum, í
kjötfrystihúsum og verzlunum
hefur fjöldi manns atvinnu, svo
og við flutningana.
Ef framleiðslan dregst samara
hjá bændastéttinni og bændum
fækkar, þýðir það minnkandi at
vinnu í þéttbýlinu.
NÝIR SKATTAR?
Bragi Sigurjónsson flytur líka
frumvarp um að leggja skatt á
hey, kjarnfóður og tilbúinn
áburð, og á þetta skattgjald að
renna í Hagtryggingarsjóð, enda
leggi hið opinbera fram fé á
móti í sjóðinn. Úr sjóðnum á aðí
greiða bændum bætur vegna
tjóns af völdum tíðarfars og
náttúruhamfara. Þörf er á slík-
um bótum, en orka mun skatt-
lágning tvímælis. Sagt er, að
hún muni nema um 5 þús. kr.
á vísitölubú og kemur til frá-
dráttar á persónulegum tekjum
bóndans, samkvæmt frumvarp-
inu.
RÁÐHERRA TEKINN TIL
BÆNA
Við fyrstu umræðu á Alþingi
um frumvarp Framsóknar-
manna um greiðslufrest á skuld
um bænda s.l. miðvikudag,
flutti Stefán Valgeirsson ítar-
lega framsöguræðu, þar sem
hann tók þá ráðherranaí Gylfa
Þ. Gíslason og Ingólf Jónsson
allrækilega til bæna út af
frammistöðu þeirra og hlálegum
kenningum hins síðarnefnda um
landbúnaðarmál.
Nokkrum dögum áður hafði
Stefán frestað ræðunni, vegna
þess að hvorugur ráðherra var
viðstaddur og tókst forseta ekki
að fá þá á fundinn. Þegar ræðara
var flutt, var Ingólfur viðstadd-
ur, en Gylfi kom sér hjá að með
taka sína hirtingu. Umræðum
var frestað, en mun fram haldið
er þingið kemur saman á ný,
eftir áramótin. Ingólfur tók til
máls á eftir Stefáni og bar sig
að vanda borginmannlega. En,
hann sneiddi að mestu leyti hjá
þeim málsatriðum, sem Stefán
hafði einkum gert að umtalsefni
og var það athyglisvert.
RÁÐHERRAKVEÐJA
Þegar þetta blað var nær full-
búið til prentunar, var blaðið
íslendingur—fsafold lagt hér
inn með kveðju til Dags frá fjár
málaráðherra. Það vill nú svo
til, að leiðari Dags í dag fjallar
um sama mál og ráðherra víkur
að. Er þar að finna það, sem
blaðið hefur um Sanamálið að
segja að þessu sinni.