Dagur - 05.03.1969, Blaðsíða 2
Knattspyrnukappleikurinn á sunnudaginn var fjölsóttur.
(Ljósm.: E. D.)
Stór viðbur
Umsögn Alberts um akureyska knattspyrnu.
VONANDI lyftir íslenzka knatt
spyrnan sér úr núverandi öldu-
dal. Ný skipan knattspyrnumála
er ekki aðeins á dagskrá, held-
ur líka í framkvæmd og á ég
'par við vetrai-knattspyrnuna,
sem nú er leikin.
Landsliðið, sem nú á fram-
undan marga landsleiki á næsta
sumri, virðist vera í góðri þjálf-
un og er búið að leika á annan
tug kappleikja í vetur — á þeim
árstíma, sem hingað til hefur
þótt óhæfur til knattspyrnu-
iðkana. Og á sunnudaginn kom
landsliðið til Akureyrar og
keppti við ÍBA og sigraði með
4:3 í skemmtilegum leik á Sana
vellinum, að viðstöddu fjöl-
menni, í björtu veðri og kyrru.
Meðal áhorfenda var Albert
Guðmundsson, formaður KSÍ.
Hafði ég tal af honum að lokn-
um leik og spurði um álit hans.
Mér líkaði leikurinn vel og
hafði gaman af honum. Akur-
eyringar hafa sérstakt hlaupa-
lag og sparka öðruvísi, sagði
íiann.
Fundust þér úrslitin sann-
gjörn?
Nei, Akureyringar voru ó-
heppnir að tapa fyrir úrvalinu
Kaupi FRÍMERKI
notuð, ógölluð.
í .blaðsöluvagninum á
torginu. Einnig heima.
Gott verð.
Pálmi Ólafsson,
Brekkugötu 19.
TIL SÖLU.
Til sölu nýlegt Grundig
segulbandstæki. — Verð
aðeins kr. 6000.- Nánari
uppl. í síma 1-17-52.
TIL SÖLU
nokkur góð
ÞORSKANET.
Uppl. í síma 2-14-57.
TIL SÖl.U
sem ný PEYSUFÖT á
frekar Iágvaxna konu.
Einnig tvíbreiður dívan.
Uppl. í síma 1-22-66.
TIL SÖLU
sem ný MJALLAR-
ÞVOTTAVÉL.
Uppl. í Glerárgötu 10,
sími 2-15-64, eftir kl. 18.
á heimavelli. Knattspyrna
heimamanna var öllu betri. Lík
lega voru tvö fyrstu mörkin á
Akureyringa því að kenna hve
völlurinn var blautur og þung-
ur.
Það var ánægjulegt að sjá
hinn mikla mannfjölda, sem
fylgdist af áhuga með keppn-
inni. En hið sama hefur einnig
verið syðra, og það í vondu
veðri, stundum.
Nokkuð sérstakt um leik-
mennina?
Sem heild má segja, að úr-
valið, eða landsliðið, hafi sýnt
meiri dugnað og er það einmitt
áríðandi. Með landsliðinu leika
nokkrir menn nú, sem eru
gæddir þessum eiginleika í rík-
um mæli. En til viðbótar því,
sem ég sagði áðan um ÍBA-lið-
ið, má segja, að allir leikmenn
þess væru vel virkir og sýndu
góða knattspymu. Þá vil ég
taka fram, að Rafn Hjaltalín og'
meðdómarar hans dæmdu vel.
Þeir dæmdu ef til vill full mik-
ið, en aldrei það, sem ekki átti
að dæma.
Mig langar til að senda ung-
lingaliðið norður og fá ykkar
lið suður, og reyna 3—4 stráka
í landsliðinu.
Blaðið þakkar umsögn Al-
berts. Og mættum við fá meira
af knattspyrnu. E. D.
Verzluiiin RÚN vann
NÝLEGA er lokið firmakeppni
Bridgefélags Akureyrar. 96 fyr
irtæki tóku þátt í þessari
keppni. Fyrir hvern þátttak-
anda voru spiluð 30 spil, þann-
ig að keppni þessi er töluvert
viðamikil. Meðalárangur er 90
stig.
Verzlunin Rún sigraði nú,
hlaut 121 stig, spilari var Alfreð
Pálsson. 2. Tryggvi rakari 119,
spilari Adam Ingólfsson. 3.
Slippstöðin h.f. 117, spilari Rósa
Sigurðardóttir. 4. Stjörnu Apó-
tek 116, spilari Soffía Guð-
mundsdóttir. 5. Bókabúð Jón-
asar 113, sp. Alfreð Pálsson. 6.
Hólmar Kristmundsson 109, sp.
Gissur Jónasson. 7. Valprent
109, sp. Soffía Guðmundsdóttir.
8. Möl og sandur 108, sp. Björn
Axfjörð. — Önnur fyrirtæki yf-
ir 100 stig voru: Grána 107,
Ljósgjafinn 107, Bifreiðaverkst.
Jóh. Kristjánssonar 107, BP-
Glerárstöð 106, BSO 106, Sam-
einuðu verkstæðin Marz 103,
Iðja 103, Dúkaverksmiðjan 102,
Sjálfstæðishúsið 102, Rafveita
Ak. 102, Samvinnutryggingar
101.
Bridgefélag Akureyrar þakk-
ar öllum þátttakendum velvild
og stuðning. □
BYGGING ELLIHEIMILIS
(Framhald af blaðsíðu 4).
Rekstur beggja elliheimil-
anna hefur gengið vel, en
aukið húsrými vantar til-
finnanlega. Þess vegna má
ætla, að bæjarstjórn breyti
fyrri áætlun sinni og sam-
þykki að bygging við Elli-
heimili Akureyrar liefjist
INNRETTINGAR
og alls konar
HÚSASMÍÐI.
Fast verðtilboð ef óskað
er. — Sími 2-13-23.
Tek að mér
VÉLRITUN.
Ingólfur Þormóðsson,
Rauðumýri 12,
sími 1-21-97.
eins fljótt og mögulegt er,
ef trygging fyrir verulegu
lánslé liggur lyrir, sem við-
bót við það framkvæmdafé,
sem bærinn hefur til ann-
arra þarfa.
Ekki mun af veita, að örfa
atvinnulífið í bænum og að
nota það lánsfé til þarfra
hluta, sem fáanlegt er. Hitt
er svo annað mál, hvort
mönnum sýnast aðrar fram-
kvæmdir enn nauðsynlegri,
ef um það væri að ræða, að
fá álíka fyrirgreiðslu lána-
drottna við þær. □
mmmmm
ÓSKA AÐ KAUPA
DIESEL
LAND ROVER
árg. 1963-1966.
Uppl. í síina 1-17-21.
AUGLÝSIÐ í DEGI
-FOKDREIFAR
(Framhald af blaðsíðu 4).
hverju leyti á því. Það rétta er
hins vegar, að fyrirtæki þetta
er reiðubúið að eiga hér eins
miklai' birgðir og þörf er talin
á. í áðurnefndu viðtali talar
framkvæmdastjórinn einnig
með nokkurri lítilsvirðingu um
þá, er kjósi fremur að verzla
við heildsala, en sín eigin fyrir-
tæki. Einkennilegt er, hvað það
virðist mikið verra, að bsendui'
kaupi kjarnfóður sitt beint frá
heildsölum, heldur en kaupfé-
lögin kaupi t. d. matvöru og
rafmagnstæki hjá þeim og selji
síðan viðskiptavinum sínum
með ágóða. Annars er nú varla
hægt að tala um, að varan sé
keypt hjá heildsala í þessu til-
felli. Blandan er keypt frá hin-
um danska framleiðanda, að
vísu með milligöngu sölumanns
í Reykjavík, en án heildsölu-
álagningar hérlendis og síðan
seld bændum á kostnaðarverði.
Virðist þá varla hægt að segja
annað, en þeir verzli við sitt eig
ið fyrirtæki. Má hvei', sem telur
sig hafa aðstöðu til, gagnrýna
bændur fyrir það, að þeir reyni
að hindra hverskonar skattlagn
ingu á rekstrarvörur sínar, þeg
ar kreppt er að þeim eins og nú
er gert.
Að lokum langar mig til að
beina því til hlutaðeigandi
aðila, að þeir birti verðútreikn-
ing sinn á innfluttri fóður-
blöndu t. d. dönsku 110 blönd-
unni, sem seld var hér hjá kaup
félögunum á 10.600 kr. tonnið.
Gæti það verið mjög fróðlegt.
GuSmundur Þórisson.
TIL ATHUGUNAR.
Samkvsemt eðli málsins þarf sá
aðili, sem liggur með miklar
birgðir fóðurvara um langan
tíma, að selja þær við nokkru
hærra verði en sá, sem litlar
birgðir hefur og lítinn hefur
geymslu- og afhendingarkostn-
að. Athyglisverðar eru þær upp
lýsingar, sem fram komu á fé-
lagsráðsfundi KEA sl. miðviku-
dag, að KEA hefur á boðstólmn
fóðurblöndu á fyllilega sam-
keppnisfæru verði, miðað við
umboðsaðila KFK, afhentri frá
húsi. Þetta verður þó enn at-
hyglisverðara eftir að upplýst
er í greininni hér að framan, að
heildsalinn tekur enga álagn-
ingu innanlands og fóðurbland-
an sé seld á kostnaðraverði. En
samkvæmt upplýsingum á áður
nefndum félagsráðsfundi, legg-
ur KEA ca. 15% á sína fóður-
blöndur, auk birgða- og afhend
ingarkostnaðar. Hvernig stend-
ur þá á því, að heildsölublandan
verður eftir sem áður jafn dýr?
Eru innkaup heildsalans mikið
óhagstæðari, eða er um að ræða
umboðslaun erlendis?
- Brezka náttúruverndarsýningin
ingarinnar, er seld á kr. 25.
Þess skal að lokum getið, að
sýningin stendur aðeins til
kvöldsins 9. marz, og eru Norð-
lendingar hvattir til að sjá sýn-
inguna sem allra fyrst.
X hverju lögsagnarumdatmi
landsins starfar náttúruvernd-
ar nefnd og eru sýslumenn og
bæjarfógetar formenn þeirra.
En víða eru nefndir þessai' nafn
ið eitt og starfa lítt eða ekki.
Á síðustu tímum hafa þó nátt
úruverndarmál verið á dagskrá,
svo sem í sambandi við Kísil-
iðjuna í Mývatnssveit, Rauðhóla
við Reykjavík. En fyrsti þjóð-
gai'ðurinn, sem friðlýstur var,
er Þingvellir 1930, Eldey og
Surtsey, Hveravellir, Grábrók
og Skaftafell í Öræfum.
En náttúruvernd miðast við
það, að náttúran fái að halda
svip sínum, bæði jarðvegur,
dýralíf og gróður. Og þá eink-
um þeii' staðir, sem sérstæðii'
eru á einhvern hátt.
Með tilkomu stórra vinnu-
véla hefur röskunarhætta auk-
izt; einnig hefur notkun lyfja
gegn skordýrum raskað mjög
dýralífi, svo og úrgangsefni iðju
vera hinna ýmsu landa.
Brezka náttúruverndarsýn-
ingin, sem nú er opin í Lands-
bankasalnum til sunnudags-
kvölds, bregður ljósi á fjölda
atriða í náttúruvernd og þess
vegna ættu sem flestir að sjá
hana. Hún þroskar þann skiln-
ing, sem öllum er nauðsynlegur
í samskiptum við sjálft landið,
gróðui’ þess og dýr.
Hér á Akureyri notum við
Glerá, sem rennur í gegnum bæ
inn, fyrir ruslakistu, og bera ár
bakkarnir þess merki, svo ekki
sé nú talað um öskuhaugana.
En fegurð áiinnar, gljúfra henn
ar og hvamma, er nærtækt verk
efni þeirra, sem vinna vilja að
náttúruvernd. Þá má minna á
hina undurfögru varphólma
Eyjafjarðarár. Fjörurnar eru
þaktar plastpokum, sem mölur
og ryð fá ekki grandað, Pollur-
inn er mengaður úrgangsefn-
um, sumum mjög skaðlegum.
Þai' er líka verlc að vinna.
Allar menningarþ j óðir hafa
tekið náttúruvernd alvarlega
og varið til hennar miklu fé.
Hér á landi er enn rúmt um
íbúana og minni hætta á rösk-
un í náttúrunni af völdum bú-
setu, en í þéttbýlli löndum. —•
Samt þurfum við að vera vel
á verði og vel sé þeim, sem
fengu brezku sýninguna hingað
noi'ður; fyrii' það að gefa al-
menningi kost á skemmtun og
fróðleik í senn, á sviði náttúru-
verndarmála.
Bændur athugið!
Þar sem innflytjendur landbúnaðarvéla hafa
auglýst, að auknir erfiðleikar verði á útvegun
varahluta, viljum við ítreka við bændur að
draga ekki lengur varahlutapantanir og við-
gerðir landbúnaðarvéla, sem nota á á komandi
sumri.
BÚVÉLAVERKSTÆÐIÐ h. f.
Sími 1-20-84 - Akureyri.