Dagur - 05.03.1969, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Vafns- og hifaorka
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur
á fundi sínum 25. febrúar samþykkt
eftirfarandi, og vill með því enn á
ný minna á vanefnd loforð stjómar-
valda og þörf Norðurlands á eflingu
aukins atvinnulífs.
„Bæjarstjóm Akureyrar leggur á-
herzlu á nauðsyn þess, að nú þegar
verði gert sérstakt átak til eflingar
atvinnulífs og byggðar á Norður-
landi. I því sambandi beinir bæjar-
stjóm eftirfarandi til háttvirts Al-
þingis og ríkisstjómar:
1. Að nú þegar verði stórauknar
rannsóknir á virkjunarmöguleik-
um vatns- og hitaorku á Norður-
landi með hagnýtingu raforku til
stóriðju fyrir augum.
2. Að í viðræðum þeim, sem fyrir-
hugaðar em við bandarískt fyrir-
tæki um byggingu nýrrar ál-
bræðslu á íslandi, verði lögð á-
herzla á, að hún verði reist við
Eyjafjörð.
3. Að við uppbvggingu slíks at-
vinnurekstrar á íslandi í framtíð-
inni verði þess gætt, að fram-
kvæmdirnar liafi sem hagkvæm-
ust áhrif á byggðaþróun í land-
inu.
4. Að komið verði á víðtækum, kerf-
isbundnum athugunum á frekari
möguleikum á uppbyggingu orku
frekrar stóriðju með eða án er-
lends áhættufjár.“
Stækkun elliheimilis
AKUREYRINGAR þurfa að auka
og treysta iðnað sinn og iðju, útgerð
og verzlun. En jafnframt þurfa þeir
að sinna menningarmálunum. Unga
fólkið sprengir utan af sér skólana
og gamla fólkið þau tvö elliheimili,
sem bærinn starfrækir. Sama má
segja um Fjórðungssjúkrahúsið.
Úr ölium átturn er kallað á aðstoð
bæjarins til nauðsynlegra fram-
kvæmda og fjárframlaga. Bæjaryfir-
völd verða, við gerð fjárhagsáætlun-
ar sinnar hverju sinni, að velja og
hafna — raða niður verkefnum.
Stækkun Elliheimilis Akureyrar
var ekki meðal þeirra verkefna, sem
í ár voru ráðgerðar. Hinsvegar hefur
blaðið haft spumir af því, að stjóm
Elliheimilisins hafi fengið lánsloforð
til að auka rúm dvalargesta um
helming og að e. t. v. verði unnt að
hefja þær framkvæmdir strax í vor.
(Framhald á blaðsíðu 5).
Hugleiðing um virkjun Skjálfandafljóls
MIKIÐ er rætt og ritað um
virkjun fallvatna hér á landi.
Þetta er eðlilegt, svo sterkur og
ómissandi þáttur sem raforkan
er í atvinnulífinu á fjölmörgum
sviðum. Raforkan hlýtur að
verða íslendingum „kol og olía“
sem landið er snautt af, að svo
miklu leyti sem jarðhitinn kem
ur ekki til. Ekki verður sagt að
mönnum — fróðum og ófróðum
um þessa hluti — hafi öllum
sýnzt hið sama í þessum efn-
um, sérstaklega þó um staðsetn
ingu vjrkjana, stærð þeirra og
gerð. Þegar farið var að hugsa
fyrir stærri orkuverum hér fyr-
ir Norður- og Norðausturland
til almenningsnota varð Laxá í
Suður-Þingeyjarsýslu fyrir val
inu.
Ekki munu hafa farið fram
ýtarlegra athuganir á öllum
hugsanlegum möguleikum í
þessum efnum, t. d. mjög tak-
mörkuðum í Skjálfandafljóti.
Þetta var í rauninni eðlilegt.
Það sjónarmið mun þá enn hafa
verið mjög strekt, að fá fallork-
una á sem minnstri vegalengd.
Þess vegna mun ekki hafa verið
litið á nema fossana í Skjálf-
andafljóti sem nothæfa til orku
framleiðslu.
Fossarnir hlutu að dæmast úr
leik, bæði vegna þess hve fall
þeirra er lágt og hins að fljótið
rennur langan veg (eða eftir
allri byggðinni) opið, oft í klaka
böndum og með trufluðu
rennsli af þeim sökum. Þó hins
vegar að Laxá sé síður en svo
laus við þá annmarka. Fyrsta
virkjun Laxár var gerð vegna
Akureyrar fyrst og fremst. Síð-
ari áfanga þekkja menn og skal
ekki frekar út í þetta farið.
Nú er enn þörf á aukinni raf-
orku bæði til kaupstaða og
sveita hér norðanlands. Þá kem
ur að því að taka ákvörðun um
hvaða leiðir eigi að fara til úr-
bóta. Ekki vantar það, að uppi
eru raddir um aðgerðir og
þykja mörgum einfaldar. Ekki
annað en halda áfram við Laxá
og leggja í eyði eina sveit, Lax-
árdalinn að meira eða minna
leyti hægt og rólega. Laxdæl-
ingum mun réttilega finnast
þeir bíða síns dóms og er þar
miður farið. Ekki skal frekar
farið út í þetta hér, heldur hitt
hvað nú ætti að gera Laxárdal
til bjargar og til úrbóta í raf-
orkumálum um ófyrirsjáanlega
framtíð, fyrir Norðausturland
og e. t. v. stærra svæði. Þess
er áður getið, að fossarnir í
Skjálfandafljóti hafi verið
nefndir í sambandi við fyrstu
virkjun Laxár. Hér á eftir mun
verða rætt um einn þann stað
í sambandi við Skjálfandafljót,
sem álitlegur hlýtur að teljast,
þar sem ýmis sjónarmið hafa
tekið miklum breytingum í
sambandi við virkjun fallvatna.
Það skal þó tekið fram í upp-
hafi að um þetta verður ekki
fjallað á tæknilegan hátt, til
þess skortir mig þekkingu.
Eftir að Skjálfandafljót er
komið í byggðina rennur það
að mestu með hægum straumi
og tiltölulega jöfnum norður að
Goðafossi, miðað við þá vega-
lengd, sem mun vera nálega 50
km. Upp úr dalbotninum niður
undan Mýri, — sem er fremsti
bær í dalnum — hækkar landið
mjög snögglega, svo að ef mið-
að er við Túnhyl, sem er í fljót-
inu, þar sem landið fer að
hækka og íshólsvatn, sem er
2—214 km. sunnar, mun hæðar-
munur vera allt að 100 metrar.
íshólsvatn er stórt vatn og mjög
djúpt og er í kvos sem myndazt
hefur þarna norðan í hálendinu.
í íshólsvatn rennur lítil á að
sunnan (Rangá) og úr því til
norðurs álíka vatnsmikil á
(Fiskiá). Þarna er því um lítið
vatnsmagn að ræða þótt auð-
velt sé að stífla rennslið úr vatn
inu. Nú hagar svo til að frá ís-
hólsvatni til suðausturs norðan
Hrafnabjargahlíðar skerst dal-
verpi sem Álftadalir kallast og
endar við Skjálfandafljót þar
sem það rennur straumlítið
sunnan með hlíðinni. Skammt
norðar fellur fljótið í gegnum
klettagljúfur — Hrafnabjörg —.
Þarna eru hrikaleg standbjörg
beggja megin fljótsins. Auðvelt
virðist að stífla fljótið þarna og
fá það nægilega hátt svo það
fái framrás í íshólsvatn um
Álftadali. Þarna væri þá komin
ákjósanleg aðstaða til að virkja
þetta vatn með því falli sem
áður er nefnt, eða um 100 metr-
ar eftir því hve hækkun vatns-
ins yrði mikil. Með áðurnefndri
stíflu við Hrafnabjörg yrði
mikil uppistaða vatns því á 20—
30 km. vegalengd þar suður, er
fljótið straumlítið. Þarna mundi
þess vegna verða mikil vatns-
miðlun því rennsli Skjálfanda-
fljóts er misjafnt sumar og
vetur. Framburður í fljótinu er
lítill þótt jökulvatn sé. Margar
bergvatnsár falla í það á þess
leið. Þar sem farið hefir fram
athugun á því að veita Suðurá,
— sem á upptök sín í norður-
jaðri Odáðahrauns (Suðurár-
hrauni) og Svartá, sem kemur
úr Svartárvatni, norður í Mý-
vatnssveit og sameina þær
Laxá, er eins hægt að veita
þeim vestur í Skjálfandafljót,
sunnan Hrafnabjarga og væri
þá komin drjúg viðbót við það
vatn sem fyrir væri. Allt þetta
stóra vatn, sem þarna væri orð-
ið, færi snemma vetrar undir
ís og í venjulegum vetrum leys
ir hann ekki fyrr en fer að
vora. Þetta er mikill kostur
hvað snertir jafnt og truflana-
laust vatnsrennsli.
Einn var sá maður, sem mik-
inn áhuga hafði á þessu máli,
það var Tómas Tryggvason jarð
fræðingur og sennilega eini
maðurinn, sem athugaði þessa
aðstöðu lítilsháttar fræðilega.
Við Tómas dvöldum þarna á
þessum slóðum einn dag
nokkru áður en hann féll frá.
Honum entist ekki aldur til að
rannsaka þetta frekar.
Tómas hreifst mjög af þeim
möguleikum sem þarna voru
og trúði því að senn kæmu þeir
tímar að þess vert þætti að gefa
þessu gaum.
Eins og tekið er fram hér
áður er hér ekki um fræðileg
skrif að ræða, til þess vantar
margt sem þyrfti að hafa í hönd
um. Ég vænti þó að þau megi
varpa nokkru Ijósí á þetta mál,
sérstaklega þó það að víða hefir
verið vanrækt af þeim sem vit,
kunnáttu og ráð hafa á þessum
málum, að láta fara fram rann-
sókn á sem flestum þeim stöð-
um, sem vitað er um að hafa
upp á að bjóða möguleika til
vinnslu og virkjana náttúruauð
linda og þar á meðal virkjunar
Skjálfandafljóts til raforkufram
leiðslu, svo sem að framan hef-
ur verið rætt um.
Norðlendingar almennt
mættu vakna til hugsunar um
þetta mál, til þess er gott næði
þegar nokkur hluti þeirra situr
í myrkri og kulda vegna þess
að Laxá er stífluð af ís og krapi
ekki af yfirnáttúrlegum ástæð-
um, heldur eðlilegum í vetrar-
veðráttu á íslandi. Þá mætti svo
fara að þeim þætti tími til kom-
inn að vekja þá sem talið er að
eigi að hafa forsjá þessara mála.
Þá er einnig tilgangi þessa
greinarkorns náð.
Þórólfur Jónsson
Stórutungu.
TÓNLEIKA.R - KIRKJUVIKA
Aðalfundur Osfa- og smjörsölunnar s. f.
ÁRSFUNDUR Osta- og smjör-
sölunnar s.f. var haldinní dag,
þriðjudaginn 25. febrúar, að
gaf skýrslu yfir starfsemina.
Heildarframleiðsla mjólkur-
samlaganna á árinu 1968 var:
Hótel Sögu. Smjör 1440 tonn
Formaður stjórnarinnar, Er- Ostur 1383 —
lendur Einarsson forstjóri, Nýmjólkurduft 419 —
stjórnaði fundi og kvaddi Sæ- Undanrennuduft 420 —
mund Friðriksson framkv.stj. Kasein 378 —
til að rita fundargerð. Framleiðsla á smjöri og osti
í upphafi fundar flutti for-
maður skýrslu stjómarinnar og
gat þess m. a. að 10 ár væru
liðin frá því að Osta- og smjör-
salan hóf starfsemi sína, en það
var hinn 1. janúar 1959.
Á þessu tímabili hefir fyrir-
tækið selt mjólkurafurðir fyrir
2362 milljónir króna og heildar
endurgreiðsla umboðslauna til
mjólkurbúanna nemur 46.5
milljónum króna, á þessu 10 ára
tímabili.
Oskar H. Gunnarsson fram-
kv.stj. lagði fram og skýrði end
urskoðaða reksturs- og efna-
hagsreikninga fyrir árið 1968 og
jókst nokkuð á árinu, en fram-
leiðsla á nýmjólkur- og undan-
rennudufti drógst hins vegar
saman.
Heildarsala á smjöri á árinu
varð 1024 tonn en af osti seld-
ust 582 tonn.
Útflutningur mjólkurvara
varð sem hér segir:
Ostur 665 tonn
Nýmjólkurduft 376 —
Kasein 414 —
Undanrennuduft 15 —
Heildarvelta fyrirtækisins á
árinu 1968 varð 388.6 milljónir
króna. Dreifingar- og sölukostn
aður fyrirtækisins varð á árinu
11.5 milljónir eða 2.9%.
Endurgreidd umboðslaun til
mjólkursamlaga fyrir árið 1968
nárnu krónum 6.508.332.80.
í stjórn Osta- og smjörsöl-
unnar eru: Erlendur Einarsson,
forstj., formaður, Stefán Björns
son, forstj., Einar Ólafsson,
bóndi, Grétar Símonarson,
mjólkurbússtj., Hjalti Pálsson,
framkv.stj., Jónas Kristjánsson,
fyrrv. mjólkursamlagsstj.
Auk stjórnar og framkv.stjóra
sátu ársfundinn stjórnir Mjólk-
ursamsölunnar og Sambands
íslenzkra samvinnufélaga.
Reykjavík, 25. febrúar 1969.
(Fr éttatilkynning ).
Skýrsla Rafirtagnsveitna ríkisins
m raforkusölu á Norðurl. eysfra
Á LEIÐ I SKÓLA
Fjölsóttasti vinnustaður Akur-
eyrar er líklega barnaskólinn á
Brekkunni. Nær 750 börn trítla
þar um garða hvern virkan dag,
mörg smáum fótum og sum 2—
3 ferðir fram og aftur. Svo er
og um kennarana — um 20 tals
ins, — reyndar á stærri fótum
flestir, en ekki allir sterkari.
Þarna er komið að hlýjum og
björtum vinnustað — þegar
Laxá er í lagi — og margt gott
um hann að segja, þótt mikið
vanti á að fullnægt sé þeim
kröfum, sem nú eru víða uppi
um tæki og aðbúð í sæmilegum
skólastað. Um það þýðir ekki
að fást; húsið er gamalt, við-
hald mikið og endurbætur allar
dýrar, og kennslutækin víst
aldrei á „gamla verðinu11 eins
og oft er að orði komist á þess-
um gengisfellingaviðreisnar-
tíma! Allar slíkar fjárfestingar
koma því hægum skrefum til
okkar.
En hitt er aftur á móti af
öðrum toga, að oft er illmögu-
legt að komast heim að þessum
umrædda vinnustað: skaflar og
ruðningar girða heimreiðina úr
öllum áttum, ef Vetur kóngur
lætur nokkuð að sér kveða. Þá
verður að kafa í kné og mitti,
troða slóðir fyrir smábörn, ýta
bílum, spóla, sitja fastir. En
nokkrir kennarar skólans hafa
orðið fyrir þungum áföllum í
lífinu og eru alls ófærir að kafa
skafla eða troða sér og öðrum
slóð.
Víðsvegar um bæinn, og það
jafnvel á mjög fáförnum stöð-
um eru góðir starfsmenn bæjar
ins að moka, strax er upp stytt-
ir, og þannig að greiða íbúun-
um leiðina, sem fara þarf. Gott
er það. En í nánd við Barna-
skóla Akureyrar eru þeir —
vægast sagt — undarlega fá-
séðir. Líklega er það bara
gleymska. Og smátt og smátt
treðst og þéttist slóðin okkar,
— — orðin ágæt í dag eftir
stillta, fagra daga. Gott á með-
an, þótt sums staðar sé hátt að
klifra, upp á fjall og ofan í
skonsur (sjá myndir?).
Sumir spá góðu: vorið að
koma,------en ef „þeysin Góa“
skyldi blása sig upp og reka
saman í nýja skafla við B. A.
væri gott að eiga vísa menn og
viljuga með skóflu í höndum,
sem litu eftir leiðum barnanna
og kennaranna hér heim. Oft
má með góðum vilja, með góða
skóflu í höndum gera erfiða
leið greiða án mikils tilkostn-
aðar. Stundum þarf meira til.
Þeir „vísu menn“ ættu þá einn-
ig að hafa samband og sam-
vinnu við einhvern ýtustjóra, til
þess, að sem fyrst eftir bylinn
verði akfært heim í hlað B. A.
þótt bílaleiðir séu í vetur greið-
ari en oft áður.
Með fyrirfram þakklæti.
Barnaskóla Akureyrar
24. febrúar 1969,
Jónas í Brekknakoti.
NO’KKUR orð um
K J ARNFÓÐURVERZLUN.
Kjarnfóðurverzlun virðist nú
vera mjög ofarlega á baugi hér
um slóðir og liggja tiLþess ýms-
ar orsakir. Vaxandi óánægju
hefur gætt meðal bænda með
verzlunina, einkum hefur verð-
lag þótt óeðlilega hátt, þrátt
fyrir fullyrðingar þeirra, sem
um mál þessi hafa annazt, að
verði væri stillt í hóf svo sem
unnt væri og þessi verzlun nán
ast hrein þjónusta við bændur.
Nú hefur það gerzt, að all-
margir bændur hafa ákveðið að
bæta hag sinn með því að reyna
nýjar leiðir í verzluninni, það
er að flytja beint inn. Að vísu
er ekki um algera nýjung að
ræða, því þetta hefur verið gert
í smærri stíl undanfarin tvö ár,
og gefist vel. Áberandi er, hve
áhuginn er almennur, enda hef
ur verðmunur ekki orðið eins
mikill fyrr. Enda virðist nú loks
að komast rót á þá aðila, sem
stundað hafa kjarnfóðurverzl-
un undanfarið. Verð jafnvel
verið lækkað allverulega, þótt
slíkt hafi verið talið ófram-
kvæmanlegt til þessa. Er það
mun skemmtilegri samkeppnis-
aðferð, en þær, sem reyndar
■hafa verið rmdanfarið. í viðtali
við Dag gefur framkvæmda-
stjóri KEA það í skyn, að
K.F.K. muni ekki hafa áhuga á
því að eiga birgðir fyrirliggj-
andi á hafíssvæðinu og verð-
munurinn byggist e. t. v. að ein
(Framhald á blaðsíðu 2).
RAFMAGNSVEITUR ríkisins
annast smásölu raforku til 1750
húsveitna, á svæði með 8500 í-
búum, þar af í þéttbýli 4000 og
í sveitum 4500.
Þetta er gert með um 96 km
af 33 kv línum og 760 km af
11 kv línum, ásamt viðeigandi
aðveitustöðvum, dreifispenni-
stöðvum og lágspennukerfi.
Auk smásölunnar annast Raf-
magnsveitumar orkusölu í heild
sölu til Rafveitu Húsavíkur og
Kísiliðjunnar.
Á svæðinu starfrækja Raf-
magnsveiturnar dísilrafstöðvar
í Grímsey, Raufarhöfn og Þórs-
höfn.
Seldar kwst á svæðinu voru
18.8 millj. og fyrir þá orku
greiddu notendur kr. 29.4 millj.
og meðalverð á kwst á kr. 1.56.
x Grímsey . 33 192.500 396.000.00 2.06
Ólafsfjörður . 373 1.664.560 3.440.626.00 2.06
Hrísey 821.200 1.326.126.00 1.62
Dalvík 1.835.560 3.772.739.00 2.06
Svarfaðardalur . 73 669.670 846.553.00 1.26
Árskógsströnd 345.310 729.759.00 2.17
Eyjafj. n. Akureyrar . .. . 210 1.293.350 2.002.905.00 1.55
Eyjafj. s. Akureyrar ... . 279 3.393.670 4.271.325.00 1.25
Þing. v. Vaðlaheiðar . . . . 169 1.591.510 2.119.967.00 1.32
Þing. a. Vaðlaheiðar ... . 494 4.303.880 5.919.368.00 1.60
x Axarfjarðarkerfi . 57 169.750 429.380.00 2.54
x Kópasker . 28 271.340 459.857.00 1.70
x Raufarhöfn . 209 1.167.680 2.097.951.00 1.88
x Þórshöfn . 167 765.890 1.611.369.00 2.10
SUNNUDAGINN 2. marz voru
fyrirhugaðir tónleikar í Laug-
arneskirkju í Reykjavik og eru
væntanlega um garð gengnir,
þegar þessar línur birtast.
Að tónleikum þessum stóðu
m. a. kvartett Þorvaldar Stein-
grímssonar og einleikarar ásamt
honum organleikarinn Gústaf
Jóhannesson og altsöngkonan
Solveig Björling. Ennfremur
koma fram þrír óbóleikarar og
tvöfaldur, blandaður kvartett.
Efnisskráin var aldeilis ekki af
léttvægara taginu, heldur voru
eingöngu flutt verk eftir Jóhann
Sebastian Bach, þann höfuð-
snilling kirkjutónlistar, sem trú
lega hefur komizt næst því að
lofa almættið í tónum svo sem
vert væri. Þarna er t. d. flutt
kantata nr. 169 „Gott soll allein
mein Herze haben“, og hefur
það verk ekki áður heyrzt á tón
leikum hér á landi; ennfremur
þáttur úr hljómsveitarsvítu í
D-dúr. Þorvaldur Steingríms-
son leikur Chaconne í d-moll
fyrir einleiksfiðlu og Gústaf Jó
hannesson leikur á orgel Passa-
caglíu og fúgu í c-moll.
Þessi tvö síðasttöldu verk eru
samin, er Bach var í þjónustu
hertogans í Köthen á árunum
1717—1723, og eru þau einhver
allra stórbrotnustu verk sinnar
tegundar.
Listafólki því, sem efnir til
slíkra tónleika, ber vissulega
heiður og þökk fyrir framtak
sitt, og sé það hugleitt hvílíkt
starf liggur að baki annarri eins
tónlistardagskrá og hér um ræð
ir, þá verður naumast við það
unað, að einungis einn staður
verði aðnjótandi. Slíkt nær ekki
nokkurri átt og hljóta þá fyrst
og fremst að berast böndin að
forráðamönnum kirkju og safn-
aðar. Væri það ekki verðugt
verkefni þeirra aðila að stuðla
að flutningi slíkra verka innan
vébanda kirkjunnar? Það er
kunnara en frá þurfi að segja,
að hér á Akureyri eru öll ytri
skilyrði til þess arna með mestu
ágætum; kirkjan er prýðilegt
hús til tónlistarflutnings, kirkju
orgelið hið fullkomnasta hljóð-
færi og Akureyringar eiga það
einnig til að troðfylla kirkjuna.
Nú stendur yfir kirkjuvika á
Akureyri, og m. a. af því tilefni
langar undirritaða að beina
þehri fyrirspurn til þeirra, sem
að undirbúningi standa, hvort
aldrei hafi komið til tals, að
einn liðurinn í téðri kirkjuvjku
sé tónleikahald í einhverri
mynd; t. d. væri eitt kvöld ein-
Misþyrmingar og fjársvik
Á svæðinu voru 209 mark-
taxtanotendur, þar af 188 í sveit
um og 21 í þéttbýli. Þeir notuðu
samtals 4.487.600 kwst og
greiddu fyrir það kr. 3.397.000.
00 og verður meðalverð þá kr.
0.76 á kwst, á þeim gjaldskrár-
lið.
Súgþurrkunarnotkun á sér-
mæli var hjá 185 bændum og
notaðar 917.000 kwst, sem kost-
uðu samtals kr. 1.467.000.00,
þannig að meðalverð á þessum
gjaldskrárlið var kr. 1.60 á kwst.
Notendur á heimilistaxta
voru 1657, sem notuðu 5.615.000
kwst, fyrir kr. 13.487.000.00,
sem gerir meðalverð kr. 2.40 á
kwst.
Raforkusalan skiptist eftir
innheimtusvæðum, sem hér
segir:
Fjöldi Seldar Samt. kr. Meðalv.
mæla kwst kwst-f- kr/kwst
fastagj
Svæði merkt x fá raforku frá dísilrafstöðvum.
Ingólfur Arnason.
FYRIR stuttu birti sunnanblað
fregnir af misþyrmingum á 5
ára dreng. Hafði móðir hans ver
ið þar að verki. Hún hafði hand
leggsbrotið hann og marið hann
mjög á hálsi og fótum. Barna-
verndarnefnd hefur staðfest
fregnina, sem vekur mikinn ó-
hug.
Lýst var eftir íslendingi, sem
hafði svikið út 300 þús. kr. með
fölsuðum ávísunum, en flúði
land. Var hans síðan, með að-
stoð Interpol og lögreglunnar
í Frankfurt í Vestur-Þýzka-
landi, handtekinn núna um helg
ina. Munu tveir lögreglumenn
fara utan og sækja hann. Sagt
- LANDSSÖFNUN
(Framhald af blaðsíðu 1).
sonar, fræðslustjóra, og Ragn-
ars Kjartanssonar, formanns
Æskulýðssambands íslands. í
ávarpinu er m. a. heitið á alla
landsmenn að leggja sitt af
mörkum til öflunar matvæla
handa bjargarvana fólki í
Biafra.
Söfnunin verður svo sem frek
ast er unnt byggð á sjálfboða-
starfi ,en ríkisstjórnin hefur
fallizt á að veita fjárframlag til
að standa undir óhjákvæmileg-
um kostnaði. Fer því hvert
gjafaframlag óskert til liknar-
starfsins.
Söfnunarfé mun verða notað
til kaupa á matvælum, einkum
mun verða lögð áherzla á ís-
lenzka skreið, sem er kunn
fæða í þessum hluta Afríku.
Mun með samvinnu við alþjóð-
legar hjálpastofnanir verða
búið tryggilega um hnútana að
því er snertir sendingu matvæl
anna til fólks á hungursvæð-
unum.
í framkvæmdanefnd söfnun-
arinnar hafa verið skipaðir:
Ólafur Egilsson, lögfræðingur,
Pétur Sveinbjörnsson, umferð-
arfulltrúi, frú Hrefna Tynes, sr.
Jón Bjarman, æskulýðsfulltrúi,
og Sigurbjörn Einarsson,
biskup.
Framkvæmdastjóri verður
Sigmundur Böðvarsson, lög-
fræðingur. Aðsetur söfnunar-
innar er að Hverfisgötu 4 í
Reykjavík, sími 22710. □
er, að hann hafi verið búinn að
eyða miklu af hinu illa fengna
fé.
Upp hefur komizt um annað
fjársvikamál, litlu minna, einn-
ig fyrir sunnan. Þar voru hjón
að verki og hafa þau játað.
Höfðu þau áður stundað sömu
iðju.
Ávísanafals og hvers konar
lögbrot í viðskiptalífinu hafa
farið mjög í vöxt á síðustu tím-
um. Q
göngu helgað flutningi kirkju-
tónlistar með tilstyrk góðra
listamanna.
Nú hefur vikan að þessu sinnj
verið skipulögð og dagskrá á-
kveðin. Sú spurning er ærið
áleitin, hvort ekki væri vegur
að gefa tónlistarflutningi örlítið
meira rými innan ramma henn-
ar en verið hefur. Bæri þá eink
um að stefna að því að gefa Ak
ureyringum hugmynd um, að
e-ð er til sem heitir kirkjutón-
list. Það væri stórviðburður hér
á Akureyri, ef samvinna gæti
tekizt á milli þeirra aðila, sem
hlut eiga að máli, um aðra eins
tónleika og þá, sem efnt var til
í Laugarneskirkju s.l. sunnudag.
Sem betur fer er ekki öll nótt
úti enn og dagur kemur eftir
þennan dag. Er nú ekki ráð að
freista þess að fá þetta ágæta
listafólk norður til þess að flytja
okkur tónlist J. S. Bachs, sem
sannast að segja heyrist alltof
sjaldan á tónleikum?
Því er sízt að neita, að þetta
er þyngra í vöfum en venjulega
er gert ráð fyrir, er efnt er til
tónleika hér um slóðir, þar eð
flytjendur eru þetta margir.
Hins vegar sýnist það nánast
fjarstæða, að í tíu þús. manna
bæ fyrirfinnist enginn sá aðili
nægilega öflugur eða áhuga-
samur til þess að koma öðru
eins í kring. Að réttu lagi bæri
hiklaust að vinna að því, að á
hverju ári færu fram á vegum
kirkjunnar a. m. k. einir kirkju
tónleikar, helzt fleiri. Til þess
ættum við að hafa öll skilyrði
eða er ekki svo?
Kirkjutónlistin skipar svo
veglegan sess í samanlagðri tón
listarsögunni, að það er fráleitt,
að sá þáttur tónleikahalds, sem
að lienni lýtur, sé svo gersam-
lega afræktur sem raun ber
vitni.
Ak. 2. marz 19691
Soffía Guðmundsdóttir.
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
ingar væru meðal tekjuhæstu
þjóða heims. Viðreisnin hefði
skilað hinni fámennu og liraustu
þjóð svona langt áleiðis í kapp-
hlaupinu mikla um gæði lífsins.
Nú eru íslendingar orðnir bón-
bjargarmenn, skuldum hlaðnir,
margir atvinnulausir og þeir,
sem héldu að stjórn efnahags-
málanna, viðreisnarstjórnin,
væri hinn mikli orkugjafi á
framabraut, liafa orðið fyrir sár
um vonbrigðum.
VANSKAPNAÐUR
Svo mikill vanskapnaður eru
efnahagsmál á fslandi og at-
vinnumál orðin, að okkar ást-
kæra fiskveiðiþjóð, sú mesta í
öllum heimi, miðað við íbúa-
tölu, gerir enga fleytu út án
þess að tapa! Hvemig má ann-
að eins verða? Og í hálfnumdu
landi mikilla möguleika, sem
auk þess liggur eins og bezt
verður á kosið á miðjum fiski-
miðum, sem talin eru ein þau
gjöfulustu í veröldinni, ganga
menn atvinnulausir og eru að
flýja Iand vegna þess að þeir
þykjast ekki hfaa í sig eða á.
Þetta er lmeyksli.
GEN GISFELLIN GIN
Gengisfellingin í haust átti að
vera skjótvirkasta ráðið til að
örva atvinnulífið og bæta bæði
hag sjávarútvegs og iðnaðar. —
Síðan hefur atvimiuleysi farið
vaxandi og komst upp í 5500
mamis. Sjávarútvegurinn er á
heljarþröm og iðnaður réttist
ekki úr kútnum. Það er eftir-
tektarvert, að af þeim 1600 at-
vinnuleysingjum í Norðurlands
kjördæmunum, er skráðir voru
eftir áramótin, voru aðeins 400,
sem atvinnulausir voru vegna
sjómannaverkfallsins, samkv.
uppl. atvinnumálanefndar Norð
urlands.
REYKJALÍN
OG SLIPPSTÖÐIN
Blöð á Akureyri hafa látið sér
sæma að kasta auri að Stefáni
Reykjalín í sambandi við Slipp-
stöðina h.f. Hann liefur það eitt
til saka umiið, að hafa verið
beðinn að taka að sér fjármála-
leg framkvæmdastjórastörf þar,
vegna kröfu lánadrottna stöðv-
ariimar. Væri blöðunum meiri
sómi að því, að styðja við bakið
á liinni myndarlega uppbyggðu
Slippstöð, skýra vandamál lienn
ar og nauðsyn þess, að hún fái
mikil og verðug verkefni.
Erfiðleikar Slippstöðvarinnar
eru mikið vandamál, sem verð-
ur að Ieysa. Stefán Reykjalín er
hins vegar ekkert vandamál,
þótt lánadrottnar o. fl. treysti
honum til að taka að sér áður-
nefnt starf.