Dagur - 29.03.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 29.03.1969, Blaðsíða 8
K/^s/s/S/S/s/^AA/v^/>>s/sA/s^/^-/s/sA/V^-/sys^^/N^A/ SMÁTT & STÓRT æææææææxæææ%isiææ»5siææs$ss!t!ææzææ»!æææææzi5iæææ%æí$&æ^^ Verðum að snúa okkur að vofheyinu BENEDIKT Björnsson bóndi í Sandfellshaga í Öxarfjarðar- hreppi leit inn á skrifstofur blaðsins í fyrradag og hafði m. a. þetta að segja, aðspurður: Hjá okkur fyrir austan er sæmi legasta beitarjörð fyrir sauðfé og hross því snjór er ekki mik- ill nema upp til heiða. En í Kelduhverfi er jarðlaust að sjá. Til nýjunga má teljast, að nú eru menn að veiða tófur á vél- sleðum og hafa unnið nokkur dýr, þrjú einn daginn. Tveir vélsleðar eru til og koma þeir sér einnig vel í fjárleitum þegar snjór er kominn og reyndist svo í haust. Sleðamennirnir höfðu talstöðvar, leituðu og létu aðra leitarmenn vita, er þeir fundu kindur. Sparaðist mikil vinna við þetta. Félagslíf er ofurlítið og hefur verið spiluð félagsvist í Lundi og bridgemenn hafa ekki tapað áhuganum. Skíðavika á Akurevri SKÍÐAVIKAN á Akureyri hefst 3. apríl og stendur til 7. apríl. Þar verður margt til skemmtunar að venju og búist við, að ferðamenn skipti hundr uðum. Aðstaða til skíðaiðkana í Hlíðarfjalli er stórkostleg. Þar verða tvær skíðalyftur í gangi auk stólalyftunnar. í Samkomuhúsinu verða kvik myndasýningar, m. a. frá Olympíuleikum 1968 og aðrar %/ skíðamyndir og í Sjálfstæðis- húsinu verða kvöldskemmtanir af öðru tagi og þar lýkur skíða- vikunni með dansleik. Hópferðir s.f. halda uppi reglubundnum ferðum frá Ak- ureyri í Hlíðarfjall. Fréttatilkynning um skíðavik una barst blaðinu of seint til birtingar og verður vikið að þessu efni í næsta blaði ef ástæða þykir til. □ Fólk er yfirleitt heilsugott í vetur, nema inflúensa kom að Lundi og lagði flesta í rúmið en breiddist lítið út. Geta vil ég þess, að bóndi einn í sveitinni veiktist og þurfti að leggjast á sjúkrahús um tíma. Kona hans tók þá við búverkum og hirti nokkur hundruð fjár með sóma og þykir það vel af sér vikið. í sambandi við fjárgæzlu og smalamennsku verð ég að minn ast á.þá miklu vöntun, sem er á fjárhundum. Ef ég mætti ráða yrði öllum hundum lógað hið bráðasta en inn fluttir hrein- ræktaðir fjárhundar, t. d. skosk ir. Ég hef átt þrjá skoska hunda (Framhald á blaðsíðu 7) VEGAÁÆTLUN 1969—1972 Uppkast að vegaáætlun fjög- urra næstu ára að þeim með- töldum, er nú komið til Alþmg- is frá ríkisstjórninni og þykir útlitið ekki gott um fram- kvæmdir í vegamálum. Tekjur vegasjóðs af benzíni o. fl. eru áætlaðar um 480 millj. kr. á þessu ári, en þar af eru aðeins ætlaðar rúmlega 100 milljónir til nýbygginga þjóðvega, 50 milljónir til hraðbrauta í ná- grenni Reykjavíkur og 55 millj. til allra annarra þjóðvega um land allt (þjóðbrauta og lands- brauta). Stjórnin leggur nú til, að ríkissjóður taki að sér mik- inn hluta af lánum, sem hvíla á Keflavíkurvegi, en þau liafa stórhækkað vegna gengisbreyt- inga. Margir óttast nú, að lirað- brautirnar syðra gleypi mestan hluta nýbyggingarfjárins, er stundir líða og sér þá lands- byggðin sína sæng útbreidda^ ef slíkt verður þolað. Á þessu sviði, eins og í rafmagnsmálun- um, er Reykjavíkurvaldið mátt ugt, en fólk í ýmsum Iandshlut- um fær litla áheym. KALKÞÖRF TÚNANNA Margir tala illa um kjarnann frá Gufunesi, en hvað sem því líður, er hann kalklaus og a. m. k. sumsstaðar hefur komið fram kalkskortur í túnum. Þessi kalkskortur er mjög umrætt mál meðal búfræðimanna, enda er hér að líkindum um stórmál að ræða. Jónas Jónsson hefur nú beitt sér fyrir þvi, að gerð verði gangskör að því að rann- saka kalkþörfina og jafnframt möguleikana áburðarkalks liátt. því, að afla sem ódýrastan Eldur off minkur Steingrímur Hermannsson. Kirkjuklukkan KLUKKA sú hin ágæta í turni Akureyrarkirkju, sem telur klukkustundir og minnir bæjar búa á, hve tíminn er dýrmætur, var skemmd í fyrradag. Einhver hafði hæft hana með steini eða kúlu og brotið glerið. Mun þar ekki neitt smábarn hafa að verki verið. □ Koma með páskaeggin í DAG, laugardag, gengst Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri fyrir sölu á páska- eggjum, og verður ágóða varið til væntanlegrar endurhæfingar stöðvar, sem klúbburinn hefir haft förgöngu um að komið yrði á fót á Akureyri. Klúbbfélagar ganga í hús og bjóða eggin til kaups. (Fréttatilkynning) HINN 22. marz var slökkvilið Akureyrar kallað að Helgastöð- um í Saurbæjarhreppi, en þar var eldur laus. Búið var að slökkva eldinn er slökkviliðið kom á staðinn. En kviknað hafði í út Lá eldavél. Nokkrar skemmdir urðu af eldi og reyk en ekki af vatni. Bóndi á Helga stöðum er Guðmundur Guð- mundsson. Bóndi einn í Saurbæjarhreppi sagði blaðinu, að mikið hefði séðzt af minkaslóðum meðfram Eyjafjarðará nú í vetur. Var einn unninn. Litlu síðar gerði minkur sig heimakominn á hænsnabúi bónda eins og drap varphænurnar. Minkabogi var þá lagður en í honum festist aðeins kötturinn. □ RAUFARHÖFN OG ÞÓRSHÖFN Kunnugur maður hefur borið það í tal við Dag, að hvergi á landinu hafi í vetur verið til- finnanlegra atvinnuleysi en á Þórshöfn og Raufarhöfn, miðað við fólksfjölda. En í svokallaðri atvinnumálanefnd Norðurlands sé enginn maður af þessu svæði. Það þótti þeim vísu- mönnum, er nefndirnar skipuðu, eðlilegt, að ein slík nefnd væri fyrir bæði kjördæmi Norðurlands! Afleiðingin er auðvitað sú, að færri byggðarlög en ella eiga fulltrúa í atvinnumálanefnd Norðurlands. Vonandi verður þetta ekki látið koma að sök. SPARNAÐUR? Dr. Gylfi, bankamálaráðherra á íslandi, sagði nýlega á Aljiingi: „Stefna stjórnarflokkanna hvet ur til aukins sparnaðar og liefur þannig í för með sér, að meira fjármagn en ella verður til ráð- stöfunar fyrir atvinnuvegina.“ Björn Pálsson liefur sett upp glöggt dæmi um það, hve misk- unnarlaust sparifjáreigendur eru leiknir. Hann segir: „Mað- ur, sem átti 100 kr. í sparisjóði 1959, á nú, með hinum háu vöxi um 200 krónur. En þessar 200 krónur eru álíka mikils virði nú og 67 krónur voru 1959.“ DÆMI Sem dæmi um kaupmátt þess- ara peninga, gat eigandi þeirra árið 1959 keypt sér rúm 20 kg. af ýsu fyrir 100 krónurnar sín- ar. En þegar hann er búinn að ávaxta 100 krónurnar í 10 ár og þær eru orðnar 200 krónur með hinum háu vöxtum, getur liann nú aðeins keypt 5 kg. af ýsu. Hann gat líka keypt 3.3 kg. af súpukjöti fyrir sínar 100 krón- ur 1959, en fyrir sömu upphæð, sem ávaxtazt hefur í sparisjóði 10 ár og er orðin 200 krónur, (Framhald á blaðsíðu 4) Slór bókagjö! ti! Amlsbókasafnsins MÁNUDAGINN 24. þ. m. til- kynnti sendiherra Bandaríkj- anna, Karl Rölvág, í hádegis- verðarboði að Hótel KEA, að lesstofa íslenzk-ameríska félags ins í Geislagötu 5 á Akureyi'i yrði nú lögð niður, en bóka- kostur hennar, rúm 3000 bindi, yrði afhentur Amtsbókasafn- inu á Akureyri að gjöf. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, þakkaði gjöfina með ræðu. Bækur þær, sem hér um ræð ir eru allar á ensku, en fjalla um margvíslegustu efni svo sem tækni og vísindi, sögu og félagsfræði, auk skáldrita. Gjöf þessi er áreiðanlega mjög verð- mæt og Amtsbókasafninu mik- ill og góður bókaauki. □ Ræðii* stóriðjumál FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri halda almennan fund fimmtudaginn 10. apríl n. k. um stóriðjumál og aðra möguleika á atvinnuuppbyggingu á Norð- urlandi. Frummælandi verður Steingrímur Hermannsson. — Nánar tilkynnt síðar. □ Karl Rölvág sendiherra tilkynnir bókagjöfina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.