Dagur - 02.04.1969, Qupperneq 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 2. apríi 1969 — 14. tölublað
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
BARÁTTAN VID REF OG MINK
í NÝÚTKOMNU hefti Freys
ritar Sveinn Einarsson um
baráttuna við minkinn og ref-
inn hér á landi. Hann minnir
m. a. á eftirfarandi:
Á meðan refaskinn voru í
tízku buðu Norðmenn 20 lambs
verð fyrir hvern fallegan blá-
refsyrðling, en fyrir góð vetrar-
skinn af refum voru greidd 30—
40 lambsverð. En upp úr 1950
fjölgaði refum og minkum mjög
ört, því ekkj þótti eftirsóknar-
vert að veiða dýrin. Lögin um
eyðingu þessara dýra voru sett
1957 og varð víða góður árang-
ur af þeim. En enginn getur
gizkað á, hver fjöldi þessara
vargdýra yrði, ef ekkert væri
gert til að eyða þeim.
Á árunum 1958—-1967 voru
alls unnir 23.380 refir, flestir
1958 eða 3.444.
Á sama tíma voru unnir
28.010 minkar, flestir einnig
1958 eða 3.531 en árið 1967 voru
þeir 2.922.
Samkvæmt skýrslum veiði-
manna, er eitt af hverjum
þremur fullorðið dýr, bæði af
refum og minkum, sem veiddir
eru. □
Frá bæj arstj órninni
BÆJARRÁÐ fer þess eindregið
á leit við Flugráð og hæstvirtan
samgöngumálaráðherra, að
framkvæmdum við Akureyrar-
flugvöll verði hraðað. Umferð
um flugvöllinn er orðin mjög
mikil og fer stöðugt vaxandi,
enda er hér um aðalflugvöll
Norðurlands að ræða. Eru ýms-
ar framkvæmdir við völlinn
orðnar mjög aðkallandi, svo
sem stækkun flugstöðvar, mal-
bikun flugvélastæða, lenging
flugbrautar og gerð öryggis-
svæða við flugbraut. Fer bæjar
ráð fram á, að einhver hluti
þessara framkvæmda fari fram
þegar á þessu ári.
Meirihluti bæjarráðs leggur
til, að bæjarstjóra verði heimil-
að að leita til umferðarsérfræð-
ings, er vinni ásamt starfsmönn
um bæjarins, skipulagsnefnd og
skipulagsstjóra ríkisins að
skipulagningu og stöðlun aðal-
umferðarkerfis bæjarins og
stöðlun gatnakerfisins yfirleitt.
Bæjarráð samþykkir að fara
þess á leit við bæjarfógeta, að
hann dómkveðji menn til þess
að meta stærstu tjónin, sem
urðu hér í bænum í ofviðrinu
miðvikudaginn 5. marz sl., með
tilliti til þess, að sótt yrði um
lán úr Bjargráðasjóði íslands.
(Framhald á blaðsíðu 7).
Hraðfrysfihús ÚÁ sfækkaS mikið?
UNNIÐ er að því um þessar
mundir, að tryggja Hraðfrysti-
húsi Ú. A. á Akureyri það fjár-
magn, er geri kleift að stækka
húsið að mun, stórauka neyt-
endapakkningar á Ameríku-
markað og veita 50—60 konum
atvinnu til viðbótar því, sem
nú er.
Ef af framkvæmdum verður,
sem miklar nauðsyn ber til og
atvinnumálanefnd hlýtur að
veita fyrirgreiðslu, verður
byggð 450 ferm. frystigeymsla
og frystihúsið breikkað að mun
til vesturs, suðurs að aðaldyr-
um. Stækkar við það bæði
véla- og vinnusalur.
Líklegt er talið, að þessar
framkvæmdir kosti 15 milljónir.
En þessi fjárfesting er talin hag
kvæm, auk þess að skapa at-
vinnu. □
Stjórn og framkvæmdastjóri UMSE.
Ársþing Ungmennasamb.
kvæmdastjóri UMSE rakti í
stórum dráttum starfsemi sam-
bandsins á sl. ári. Kom fram að
viðfangsefnin voru mörg og
fjölbreytileg. Mest var unnið að
íþróttamálum, þ. á. m. haldið
uppi íþróttakennslu yfir sumar-
ið, komið á mótum í fjölmörg-
um íþróttagreinum, auk þess
sendir keppendur á mörg
íþróttamót utan héraðs. Var
frammistaða íþróttafólksins yfir
leitt góð, sérstaklega í frjálsum
íþróttum, glímu og starfsíþrótt-
um. UMSE hlaut íslandsmeist-
ara í fimm íþróttagreinum.
Unnið var að bindindismálum,
m. a. flutt fræðsla í skólum hér-
aðsins, og sambandið átti hlut
að bindindismóti í Vaglaskógi.
Komið var á einu sumarbúða-
námskeiði að Laugalandi í
JARÐSKJÁLFTI NORDÁHLÁNDS
ÁRSÞING Ungmennasambands
Eyjafjarðar, hið 48., var haldið
í Laugarborg 29. og 30. marz sl.
Sveinn Jónsson formaður sam
bandsins setti þingið með ræðu.
Minntist hann tveggja látinna
félaga, þeirra Valgeirs Stefáns-
sonar og Árna Jónssonar, Hær-
ingsstöðum, sem verið höfðu
virkir ungmennafélagar.
Forsetar þingsins voru kjörn
ir Guðmundur Benediktsson og
Jón Stefánsson, en aðalritari
Haukur Steindórsson. Mættir
voru fulltrúar frá öllum sam-
bandsfélögunum, milli 60 og 70
manns.
Guðjón Ingimundarson full-
trúi Ungmennafélags íslands
var gestur þingsins og flutti
ágætt ávarp, þar sem hann rakti
m. a. að nokkru starfsemi
UMFÍ. Hann færði UMSE þakk
ir fyrir störf þess, sem hann
taldi með því bezta, sem unnið
væri innan samtaka UMFÍ.
Þóroddur Jóhannsson fram-
Öngulsstaðahreppi með þátt-
töku nær 60 barna og unglinga.
Samkomuhald var mikið á ár-
inu, sérstaklega í SEimbandi við
skemmtanaflokkinn „Hrepparn
ir keppa“, sem var mjög vin-
sæll. Fóru þær samkomur yfir-
leitt mjög vel fram, svo og aðr-
ar sem UMSE stóð fyrir, oftast
algjörlega án áfengis.
Birgir Marinósson gjaldkeri
UMSE skýrði reikningana.
Gjöldin voru mikil á árinu, eða
í heild um 35 þúsund krónum
hærri en tekjur.
Þrátt fyrir erfiðan fjárhag,
ríkti mikill áhugi hjá fundar-
mönnum um að gera UMSE
kleift að halda áfram þrótt—
miklu starfi, en jfanframt ákveð
ið að lækka allháa kostnaðar-
(Framhald á blaðsíðu 3)
KLUKKAN rúmlega fjögur í
gærmorgun vöknuðu ýmsir þeir
á Akureyri, er sofa létt, við all
snarpan jarðskjálftakipp og
fannst hann víða á mið-Norður
landi. Jarðskjálftakippur þessi
er talinn eiga upptök sín um
Skæruhemaður
ALÞÝHUSAMBAND íslands
hefur boðað eftirfarandi:
„Fundur viðræðunefndar og
miðstjómar ASÍ samþykkir að
hvetja aðildarsamtök Alþýðu-
sambandsins — fyrst og fremst
félögin í Reykjavík og nágrenni
og á öðrum stöðum að höfðu
samráði — til þess að boða
tveggja sólarhringa verkfall, er
standi dagana 10. og 11. apríl
n. k. Jafnframt ákveður fund-
urinn, að beri þessar aðgerðir
ekki árangur, verði frekari að-
gerðum beitt og þær boðaðar
eigi síðar en 10. apríl.
Það skal tekið fram, að verk-
fallsaðgerðirnar 10. og 11. apríl,
taka ekki til sjúkrahúsa og
lyýj«búð«.“
20 km. austur af Grímsey, en
í Grímsey varð fyrr vart jarð-
skjálftans en hér á Akureyri og
fylgdu honum drunur þar, og
þar fundust jarðskjálftakippir
öðru hvei'ju í nokkra klukku-
tíma. □
verkalýðsfélaga
Þessi skæruhernaður verka-
lýðsfélaganna er alvarleg að-
vörun til atvinnurekenda og á
að flýta fyrir því, að samkomu-
lagsumræður, sem staðið hafa
margar vikur án sýnilegs árang
urs, verði sem fyrst reyndar til
þrautar. En svo virðist, að þess-
ar viðræður hafi til þessa nán-
ast verið nafnið eitt. □
Akureyrartogararnir
KALDBAKUR væntanlegur n.
k. þriðjudag.
SVALBAKUR landaði í gær
og fyrradag 162 tonnum.
HARÐBAKUR landaði 28.
marz 242 tonnum.
SLÉTTBAKUR landar í dag.