Dagur


Dagur - 02.04.1969, Qupperneq 6

Dagur - 02.04.1969, Qupperneq 6
Þegar urriðinn vaknaði írar selja árlega veiðileyíi í ám og vötnum fyrir einn milljarð ísl. kr. og er þessi mynd þaðan. EIN hinna mörgu eyja í Laxá er Geldingsey. Þar hefur áin aðeins runnið skamman veg frá upptökum sínum, Mývatni. Göngubrú liggur út þangað og blíðviðrisdag einn í sumar gekk ég yfir þessa brú með veiði- stöng og tösku, og svo auðvitað með kaffibrúsann því kaffilaus veiðimaður er illa settur á ár- bakka þegar kvöldsvalinn og þreytan gera mann loppimi og hrollkaldan. Himininn er skýjaður og skúraleiðingar í fjöllum, en hann hangir þurr og stundum dregur ský frá sólu og verður þá hlýtt og unaðslegt á samri stundu. Mývetningar þurrka töðu á túnum og setja hana hvanngræna í bólstra og sátur er á daginn líður. Töðuangan liggur í loftinu og berst öðru hverju að vitum manns. Þá anöar maður djúpt. E.i nú er maður með allan hugann við ána og veiðina, eins og veiðimanni ber, sem hingað kemur til að renna fyrir silung og veit af góðum veiðistað. „Hann“ er þar,- sem árkvíslarn- ar koma saman niður við eyjar- oddann. Þar mynda þær stóra og straumlygna breiðu til hægri og vinstri er þrengist svo á ný við flúðir og kletta. Ef nokkurs- staðar er fisk að fá, þá er hann þarna. En aldrei gengur maður samt að honum vísum, svo er forsj óninni fyrir að þakka, því þá yi’ði eftirvæntingin minni. Svo held ég niður með ánni og þræði kindá- og kúagötur og svo sléttan árbakkann. Sól- skríkjur virðast eiga hreiður í brúarstöplinum. Hjónin eru í önnum, hverfa öðru hverju en koma jafnharðan aftur. Það er enginn tími til að leita að hreiðri. Straumendurnar, þessir skrautlegustu fuglar landsins, sitja undir bakka, gæfar og sak leysislegar, en synda þó fram í strauminn þegar að þeim er komið. Þær eru þrjár saman, tveir karlfuglar og einn kven- fugl. Oðrum karlinum er hér sýnilega ofaukið. En hann fylg- VIÐ viljum nota tækifærið og kynna ykkur lítillega algjöra nýjung í verkun heys. Þetta er graskögglaverksmiðja á hjólum, sem draga má með traktor milli vinnustaða, framleiðandi er TAARUP-verksmiðjurnar í Danmörku, en Véladeild SÍS hefur um margra ára skeið ver_ ið einka umboðsmaður þessa fyrirtækis ög flutt inn frá því ir hjónunum fast eftir og bíður eftir sínu tækifæri því konan er kannski léttlynd, dagurinn lang ur og nóttin mild. Kjánalegur spói flýgur nærri og hefur hátt. Honum er ekki um mannaferð- ir gefið og það skilst á þann veg, að hann eigi hagsmuna að gæta þar í grenndinni. Oðins- hanarnir snúast um sjálfa sig, blaðrandi og höggvandi út í loftið eftir flugum. Hér eru heil ir hópar, þar sem vatnið er kyrrt og gárar árinnar vagga litlum froðukúfum við bakk- ann. Ef maður horfir á óðins- hana um stund, sýnist manni til tektir þeirra hinar furðuleg- ustu. Viðbragðsflýtir þeirra er mikill og ástleitinn biðill verð- ur ringlaður í kollinum þegar sú heittelskaða snýst eins og skopparakringla og verst. Þetta er eins og kvikmynda- filma, sem er látin ganga of hratt. Hávelluhjón eru langt úti á á og una vel hag sínum. Sjálf er Laxá töfrandi, eins og fyrr, mikið vatnsfall og ofur lítið dularfullt. Sjálft er vatnið matt og litlaust en þó er það ekki tært og sér illa til botnsins. Laxá hefur sinn sérstaka hljóm og seiðmagn, kannski af því, að hún rennur á hraunbotni. En þessi hljómur heyrist ekki í öðrum ám og ef maður hefur setið á bökkum Laxár og hlust- að vel, langar mann til að koma þangað aftur. Ég geng þar til eyjarendan- um er náð. Þar kemur hin kvísl in frá hægri og þær mætast, eins og fyrr er sagt. Lítil sand- eyri gengur fram við strauma- mótin. Húsendur, rauðhöfðar og stokkendur synda út á breið unni. Þröstur flýgur lágt yfir ána og liggur mikið á. Nokkrir hettumávar láta vind og vængi halda sér á lofti alveg niðui' við vatnsborðið og þeir tína í sí- fellu. Ekki sé ég hvað það er, en líklega eru það flugurnar. Af nægu er að taka. Þetta er hinn þráði veiðistað- ui' að þessu sinni. Ég er einn og það er að sumu leyti bezt. Mér t. d. hina góðkunnu Taarup sláttutætara. Samstæða þessi vegur um 6 tonn, er um 10 m. að lengd, breidd er 2.88 m. og hæð 3.35 m. Vélin er dieselvél 45 hestöfl. Afköstin eru um 700 kg. af full- þurru grasi á klukkustund eða ca. 500 fóðureiningar, lætur þá nærri að hún verki vetrarfóður einnar mjólkurkýr á 3 tímum. er orðið heitt af göngunni og kasta því gæruúlpunni. Sólin 'hefur brotizt fram og skín glatt. Það glampar á lokið á kaffi- brúsanum og það er gott að vita af honum. Hann bregst ekki, þótt allt annað bregðist. Fljótlegt er að setja stöngina saman, en þá er eftir að velja fluguna því auðvitað veiðir maður á flugu. Banna ætti að nota spón og maðk í þessari fallegu á. Fluguboxið mitt er ekki alveg eins og það á að vera, því stundum finnur mað- ur ekki þær flugur, sem leitað er að. En það hefur líka þann kost, að þar koma allt í einu í ljós flugur, sem enginn vissi um, eða voru gleymdar. Ég valdi eina írska. Þær eru marg- ar góðar, einkrækjur með góðu anghaldi og eru raunar lítið annað en krókurinn með sinni fjaðraprýði. Þessi fluga var rúmlega sentimeter að lengd, svört með gráan búk. Eftir að hafa hnýtt hana rækilega á lín- una var ég tilbúinn að freista gæfunnar. Kaffibrúsinn freist- aði mín reyndar líka. Ekkert liggur nú á, því ekki er flas til Grasið er slegið með sláttu- tætara sem skilar því í vagn, sem ekið er síðan að samstæð- unni og tæmir hann sig í hana, færiband skilar svo kögglunum á vagn, sem notaður er til að flytja kögglana í geymslu, þver mál kögglanna er um 6 cm. grófsaxaðir. Með þessari verkunaraðferð vreður nær ekkert tap í fóður- fagnaðar, sagði ég við sjálfan mig, settist á mjúka mosaþúfu og renndi niður nokkrum sop- um af heitu og stei'ku kaffinu. En kaffitíminn var stuttur að þessu sinni. Ekkert fær sá, sem ekki reynir, hugsaði ég, bretti upp bússurnar og gekk fram á sandeyrina. Línan þaut og flugan féll í vatnið og flaut fyrst í stað. Svo barst hún skáhalt undan straumi, síðan þvert við straum, langan veg á hinni miklu breiðu. En það gerðist ekkert meira. Hún virtist ekki vekja neina eftirtekt. Eða voru vatna- búar víðs fjarri í dag? Þarna reyndi ég hvíldarlaust í tvær klukkust. með mörgum þeim flugum, sem mér þóttu líklegar, og varð ekki var. Ég reyndi léttar flugur og þungai', stórar flugur og litlar, Ijósai' flugur og dökkai', jafnvel rauðar flugur og eina hvíta. Örlítill vindur gáraði vatnið og ský dró fyrir sólu. Rykmýið suðaði í skjóli við mig og sýndi mér óþarflega mikinn áhuga og stakk mig í andlitið þegar ég sneri mér und an golunni. En það verða þeir gildi grassins, fóðrið verður jafnt að gæðum. Kögglarnir eru þægilegir í meðferð og taka lítið geymslupláss miðað við fóðurgildi. Heilbrigði búfjárins verður mikið betra og því minni kostnaður við sjúkrameðférð. Búvéladeild SÍS mun á næstu mánuðum kynna sér þessa nýju verkunaraðferð ítarlega og verð ur spennandi að fylgjast með hvaða erindi þetta hefur til íslenzkra bænda. að þola, sem í Mývatnssveit dvelja og ég huggaði mig við það tvennt, að stundum Var það verra og svo hitt, að ef ekki væru þessar óteljandi flugur, misstu silungarnir spón úr ask- inum sínum og væri þá ekki eins spikfeitur og raun ber vitni. Þegar einn klukkutími er lið- inn og svo annar, án árangurs, fer veiðimaður að hugsa margt: Engin veiði í dag og algerlega misheppnuð veiðiferð. Ekki einu sinni smábröndur til að steikja í matinn á morgun. Eng inn silungur til í ánni? Kannski bezt að halda heim — og þótt fyrr hefði verið? Verst að hafa nú ekki einu sinni veiðifélaga til að tala við. Þá var að reyna maðkinn, þvert ofani. boðskapinn um veiði á flugu eingöngu. Maðkui' og lítil sakka báru engan árang ur. Það var ekki svo mikið sem nartað. Maðkui'inn, sökkulaus. Alveg sama. Spónn tekinn í fýlu, síðan fleiri. Enginn fiskur. Nú var engin huggún nema mai'gblessað kaffið. Og ekki þörf á því núna að drekka það svo hratt, að það brenndi mann. Og svo var nú allt fuglklífið, árniðurinn, hraunið og gróður- inn. Dásamlegt hvert sem litið var. Ennþá dásamlegra ef tveir þrír silungar hefðu legið við fætur manns. En hvaða skamp var nú þet-ta. Kemur ekki heill kúafloti -og leggur í ána. Og það voru ekki viðvaningar í vatni, sem þarna voru á ferð.'Kýmar gripu sund á þremur síöðúm, þar sem dýpst var, i'ólegar fótvissar og vél syntar skepriur. Jæja, þar fór nú síðasta vonin, ef eitthvað var eftir af henni. Kýi-nar grugg uðu vatnið alyeg herfilega, raunar ekki riema aðra kvísl- ina, en einmitt þar, sem árnar mætast og mest er jafnan veiði- vonin. Skyldi ég nú ná heim fyrir kvöldmatinn, hugsaði ég? Jú, ef ég færi strax. Ætti ég að renna á fleiri stöðum i ánni? Eða áttí ég bai'a að liggja milli þúfna og glápa út i veröldina? Þeir, sém freista gæfunnar með störig, verða að þola vonbrigði. Þi'aut- seigjan og þolinmæðin eru góð- ir kostir veiðimanna og hefur svo ætíð verið. En það var þó alltaf notalegt að liggja á þurr- um mosanum og hvíla sig. Ég sofna víst augnablik, en vak’n- aði við skell eða skvettú á breið unni. Stórfiskur að stökkva? Eða vai' mig að dreyma? Bezt að kasta flugu nokkrum sinn- um og skammast svo heim til sín. (Franihald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.