Dagur


Dagur - 02.04.1969, Qupperneq 7

Dagur - 02.04.1969, Qupperneq 7
- Þeoar urriSinn vaknai . (Framhald af blaðsíðu 6). Móleit, lítil fluga varð fyrir valinu í þetta skiptið. Heldur óásjáleg beita, svipuð mykju- flugu á lit. Allan tímann, sem ég var við ána, hafði ég fyrir hugskots- sjónum stóra og feita urriða, sprettharða og skemmtilega, 2—7 punda. Þetta eru fiskar, sem fæddir eru og upp aldir í Laxá eða Mývatni. En bæði í Mývatni og Laxá eru mikil næringarefnn handa fiskum, sem á þeim sér. í Mývatni er vatnableikjan yfirgnæfandi, en í Laxá er nær eingöngu urriði. Hann er skemmtilegur á stöng, en mjög viðkvæmur í meðfeið, eftir að hann er veiddur, vegna þess hve feitur hann er. Hann er herramannsmatur bæði reyktur, siginn og saltaður, og svo auðvitað nýr, en þá verður hann að vera glænýr. Þeir sem veiða urriða í Mývatni eða Laxá og borða hann daginn eft- ir, vita ekki hvernig hann er á bragðið, nýr. En sú veiði, sem engin er, skemmist ekki. Sá maður, sem á miðjum degi flýt- ir för sinni að góðri veiðiá og sér fyrir sér marga silunga og stóra, jafnvel heilar kippur, hefur jafnvel af örlæti sínu, í huga sér, gefið bæði Pétri og Páli í soðið, hlustað á hrósyrði og gripið kærkomið tækifæri til að segja veiðisögu — og að kveldi hefur ekki orðið var — tautar margt við sjálfan sig, en það eru ekki veiðisögur. Vatnaurriðinn eða urriðinn er margbreytilegur að lit. jafn- vel úr sömu ánni. Hann er minni fiskur en laxinn, tiltölu- legara sverari og hausstærri. f _Laxá er mikið af mjög vænum urriðum, upp í 5—6 punda og jafnvel enn stærri. Hann er góð ur sundfiskur og tekur hraust- lega í, er hann festist á öngli. Gekk ég nú fram á sandeyr- ina, hvíldur og hress, kominn í úlpuna góðu því nú var golan meiri og mývargurinn þá líka horfinn. Fann ég nú ál einn að- eins bússutækan og fór þar yfir og náði því að kasta á nýjum stað. Ekki var flugan fyrr kom- in í vatnið en stór fiskur bylti sér í vatnsborðinu og greip flug una ákveðið. Hann var um 5 pund, kærkomin veiði og lá eftir stutta stund á grasi grón- um árbakkanum. Og nú v.ar snarlega kastað á ný og það fór á sömu leið, nema að sá næsti var enn stærri. Dýrleg stund. Nú virtist silungur allsstaðar og hann var á í næstum hverju kasti. Festist stundum, losnaði stundum. Tíminn flaug áfram og var raunar ekki með í þess- um leik. Allt í einu tók undan og varð ég alls ekki meira var. Svona er hann stundum, silung urinn í Laxá, tekur aðeins ein- hverja stund úr degi og sefur svo. En ég hafði þó hitt á óska- stundina, af því ég beið hennar nóg'u lengi. Litlu síðan hélt ég heimleiðis, með tvær góðar silungskippur, 15 silunga alls, marga allvæna en aðra minni. Nú, í skamm- deginu, skrepp ég stundum í huganum austur í Geldingsey og rifja upp atvik frá þessum degi, og ef guð lofar fer ég þangað næsta sumar. MIKIL BUBOT TALIÐ ER, að tekjur Húnvetn inga af seldum veiðileyfum í ám og vötnum séu um 6 millj. kr. á ári. En þar eru góðar lax- og silungsár og eftirsóttar. Þess ber þó að geta að bændur hafa þurft að kosta nokkru til að fá þessar tekjur. En fiskstigar laxa seiði og veiðimannahús eru meðal kostnaðarliða. Nokkur veiðifélög starfa í Húnavatns- sýslum og ein klak- og eldis- stöð er starfrækt á svæðinu. □ HRAÐFRYST ÞORSKASVIL SELD FRÉTTIR herma, að SH hafi samið um sölu á 300 tonnum af þorskasvilum til Noregs. En þar eru unnin dýrmæt lyf úr þessum fiskafurðum. Er nú ver ið, sunnanlands, að safna í sölu þessa. Búist er við að um fram- haldsviðskipti verði að ræða aftui' á næsta ári, og þá e. t. v. selt meira magn til lyfjafram- leiðslunnar. Sjónvarpið sýndi nýlega nið- urlagða loðnu í smekklegum umbúðum, sem ætluð er til sölu. Margir íslendingar álíta loðnuna ekki mannamat og er það hin mesta vitleysa. Loðnan er herramannsmatur, soðin og steikt, ný. Hlýtur hún þyí einnig að geta orðið góð mat- vara, niðurlögð í dósir með við- eigandi olíu. □ - Frá bæjarstjórnmni (Framhald af blaðsíðu 1). Með bréfi dagsettu 17. marz sl. fer Trésmíðaverkstæðið Smári h.f. þess á leit, að gatna- gerðargjald af tveimur sex íbúða raðhúsum, sem þeir ætla að byggja við Einilund miðist við rúmmetrastærð íbúða ca. 250 í'úmm. í stað ákvæða í gjald skrá um 400 rúmm. lágmarks- stærð. Bæjarráð leggur til, að bæjar stjórn samþykki, að við álagn- ingu gatnagerðargjalds á þessa nýju gerð íbúða verði miðað við lágmarksstærð íbúða í fjölbýlis húsum en gjaldtaxta raðhúsa. Vegna framkominnar beiðni frá Starfsmannafélagi bæjarins um lokun á skrifstofum bæjar- ins á laugardögum, leggur bæj- arráð til, að skrifstofur bæjar- ins verði lokaðar á laugardög- um frá 1. apríl til 30. september, enda hefjist vinna kl. 8.30 að morgni aðra virka daga og usn- ið verði til kl. 17.30 á mánudög- um sama tímabil. Nefndin samþykkir að endur skoða samþykkt þá sem sett var um umferð á Akureyri vorið 1968 og felur formanni að kalla saman fund um málið áður en langt um líður. Nefndin leggur til að felldui' verði niður einstefnuakstur á Kaldbaksgötu og Laufásgötu, en á Kaldbaksgötu var ein- stefnuakstur til norðurs. Enn- fremur verði felldur niður ein- stefnuakstur á Gránufélagsgötu austan Hjalteyrargötu. □ - Bæiidaklúbbsfundur (Framhald af blaðsíðu 8). Oll voru framsöguerindin hin fróðlegustu og urðu töluverðar umræður að þeim loknum. Bændur báru fram margar fyr- irspurnir er ráðunautarnir svöruðu. Vopnfirzkur góðbóndi, Frið- rik Sigurjónsson hreppstjóri frá Ytrihlíð, sat fundinn og tók hann þátt í umræðum og var gerður góður rómur að máli hans. □ □ RÚN 5969497 — 2.: 12 HULD 5969427 IV/V — 2. AKUREYRARPRESTAKALL. Messur um bænadagana og á páskum: Skírdagur, Akur- eyrarkirkju kl. 10.30 f. h. Ferming. Sálmar nr. 372, 590, 594, 595, 591. — B. S. — Sama dag í Elliheimili Akureyrar. Altarisganga kl. 2 e.h. — P. S. Föstudagurinn langi, Akur- eyrarkirkja kl. 2 e. h. Sálmar. 156, 159, 174, 151. — B. S. — Sama dag í skólahúsinu Gler árhverfi kl. 2 e. h. Sálmai'. 156, 159, 174, 484. — P. S. — Páskadagur, Akureyrarkirkja kl. 8 f. h. Sálmar. 176, 187, 186, 179. — B. S. — Sama dag, Akureyrarkirkja kl. 11 f. h. Sálmar. 176, 187, 182, 186. — P. S. — Sama dag, Lögmanns hlíðarkirkja kl. 2 e. h. Sálm- ar. 176, 187, 186, 179. — B. S. (Bílferð frá Glerárhverfi kl. 1.30). — Sama dag, Sjúkra- húsi Akureyrar kl. 5 e. h. — B. S. — Annar páskadagur, Akureyrarkirkja kl. 10.30 f. h. Ferming. Sálmar. 372, 590, 594, 595, 591. — P. S. — Sama dag, Elliheimili Akureyrar kl. 10.30 f. h. — B. S. PÁSKASAMKOMUR Hjálp- ræðishersins: Föstudaginn langa kl. 20.30 samkoma. Páskadag kl. 8 árdegis, upp- risufagnaðarsamkoma. Kl. 14 sunnudagaskóli. Kl. 20.30 há- tíðasamkoma. Gestir okkar um páskana, kaptein Liv Krötö og Jorun Haugsland syngja og tala á þessum sam- komum. Verið hjartanlega velkomin. OPINBER FYRIRLESTUR. — Verið reiðubúin að verja trú ykkar — fluttur af Holger Frederiksen, sunnudaginn 6. apríl kl. 16 að Kaupvangs- stræti 4, II hæð. Allir vel- komnir. — Vottar Jehóva. KRISTNIBOÐIÐ ZION. Al- mennar samkomur föstudag- inn langa og páskadag kl. 8.30 e. h. báða dagana. Ræðu- maður Benedikt Arnkelsson guðfræðingur. HÁTÍÐASAMKOMUR verða í Laxagötu 5, á föstudaginn langa kl. 2, og einnig á páska- dag kl. 2. Báða dagana mun Jón Hj. Jónsson, skólastjóri Hlíðardalsskóla, syngja ein- söng. Hugvekjur flytja Stein- þór Þórðarson og Jón Hj. Jónsson. Verið öll hjartan- lega velkomin. — Sjöunda- dags Aðventistar. FfLADELFÍA, Lundargötu 12. Páskasamkomur. Almennar samkomui' verða skírdag, föstudaginn langa og báða páskadagana kl. 8.30 e. h. alla dagana. Ræðumaður Hall- grímur Guðmundsson frá Reykjavík. Söngur og hljóð- færaleikur. Allir velkomnir. — Fíladelfía. FÉLAGSKONUR f Baldursbrá! Fundur verður 9. apríl kl. 8.30 e. h. Æskilegt að styrktar félagar mæti. — Stjórnin. IÐNNEMAR athugið! Stofn- fundur iðnnemafélags Akur- eyrar verður haldinn í Hús- mæðraskólanum laugardag- inn 5. apríl kl. 8.30 e. h. Á fundinum vei'ða fulltrúar frá Iðnnemasambandi íslands. — Iðnnemasamband íslands. FERMINGARSKEYTI skáta- félaganna og KFUM og K. Vegna kröfu umdæmisstj-óra Landssímans á Akureyri get- um við ekki veitt neina þjón- ustu gegnum síma, eins og auglýst hefur verið. En af- greiðslustaðirnir verða opnir á áður auglýstum tíma. — Skátafélögin og KFUM og K. FRÁ SKÍÐAVIKUNNI! Aug- lýst kvikmyndasýning á föstu dgainn langa fellur að sjálf- sögðu niður. Það voru mistök að hún var auglýst. SKÁKMENN. Mótinu frestaS vegna ófyrirsjáanlegra orsaka — Skákfélagið. FERMINGARBÖRN í Akureyrarkirkju annan páskadag kl. 10.30 f. h. STÚLKUR. Aðalbjörg Björnsdóttir, Hcfnarstræti 88 Aðalbjörg Jónasína Finnbogadóttir, Álfabyggð 10 Arnþrúðux Jónsdóttir, Byggða.vegi 95 Auður Sigrún Hrólfsdóttir, Strandgötu 35 Björg Rafnsdóttir, Kringlumýri 17 Fjóla Sigurlína Traustadóttir, Bjarkar- stíg 2 Geirlaug María Brynjólfsdóttir, Byggða* vegi 90 Guðrún Fjelsted, Kringlumýri 6 Guðrún Margrét Jósepsdóttir, Vana- byggð 8 E Hanna Jóna Geirdal Guðmundsdóttir, Hamarsstíg ,4 Hrafnhildur Stefónsdóttir, Eyrarvegi 20 Hulda Stefónsdóttir, Hamarsstíg 28 Helga Ragnheiður Jónsdóttir, Grænu- mýri 12 Ingibjörg Ringsted, Löngumýri 3 i Lára Ólafsdóttir, Byggðavegi 144 Nanna Ingibjörg Jónsdóttir, Þórunnar- stræti 128 Oddný Hafdís Jónsdóttir, Grænugötu 12 Rósa Marinósdóttir, Ægisgötu 22 Regína Sigríður Hákonardóttir, Glerár- götu 10 Sigríður Stefánsdóttir, Skólastíg 13 Soffía Árnadóttir, Gránufélagsgötu 11 Svandís N. Hauksdóttir, Hrafnagils- stræti 35 Svanfríður Ingvadóttir, Löngumýri 22 Valhildur Margrét Jónasdóttir, Hrafna- gilsstræti 23 Þorbjörg Friðrika Guðnadóttir, Skarðs- hlíð 16 D Þorgerður Þorjaaóðsdóttir, Skarðshlíð 11 DRENGIR. Bergur Bergsson, Austurbyggð 4 Birgir Einarsson, Hjalteyrargötu 1 Bjarni Sraári Jónasson, Grenivöllum 32 Eiríkur Sigurðsspn, Norðurgötu 16 Gestur Heiðar Jónsson, Fífilbrekku ( Gísli Gunnlaugsson, Álfabyggð 14 Grétar Indriðason, Fjólugötu 10 ’ Guðmundur Baldvin Ólason, Löngu- mýrí 4 Gunnar Guðmundsson, Skarðshlíð 10 D Haraldur Stefánsson, Löngumýri 26 Hersteinn Karl Valgarðsson, Brún Hólmgrímur Kristján Heiðreksson, Eyrarvegi 23 Jóhann Gunnar Frímann, Espilundi 1 Jón Steindórsson, Barðstúni 5 Kjartan Kjartansson, Viðarholti Oddur Óskarsson, Kotárgerði 8 Ólafur Guðmundur Jóhannesson, Fjólu- götu 10 Pálmi Guðmundsson, Ránargötu 20 Rúnar Þór Gylfason, Lundargötu 2 Sigurður Ómar Jakobsson, Vana- byggð 8 C Skúli Rúnar Árnason, Lundargötu 15 Stefán Jóhannsson, Hrafnagilsstræti 38 Þráinn Guðjónsson, Hafnarstræti 81 E. D. t . ¥ f Hrafnagilshreppsbúar og aðrir vinir mínir i bœ f * og byggð. Ég þahka 'ykknr stórgjafir og margvis- f ® lega vinsemd í tilefni af sjötugsafmceli minn 26. t 2 marz s.l. Óska ykkur og öllum Eyfirðingum gœfu % | °S Se,lS's (l ókomnum árum og þakka liðna tið. t I RAGNAR DAVÍÐSSON. f t. % Útför eiginmanns míns GUNNARS ÁRNASONAR fer fram frá Akureyrarkirkjn miðvikudaginn 2. apríl kl. 1.30 e. h. ísgerður Pálsdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og vinsemd við and- 4t og jarðarför JAKOBS FRÍMANNS KRISTINSSONAR, fyrrv. útgerðarmanns, Hrísey. Filippía Valdimarsdóttir, börn og tengdabörn. Ég þakka. af hug og hjarta, skyldfólki öllu og vinum, nær og fjær, alla vinsemd í veikindum og við andlát og jarðarför míns hjartkæra eigin- manns ÁSMUNDAR PÁLSSONAR, Lundgarði. Margrét Hallgrímsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarlör HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR, Naustum. Sérstaikar þakkir færum við læknum og hjúkrun- arliði Kristneshælis og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Vandamenn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.