Dagur - 14.05.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 14.05.1969, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT BAK VIÐ TJÖLDIN Sumir eru að gizka á, hve marg ir mánuðir séu liðnir síðan kommar í forystuliði verkalýðs samtakanna og íhaldið hafi með leynd samið lokaþáttinn í hinni miklu kjaradeilu, sem enn stendur. En margt bendir til um þessar mundir, að svo hafi verið gert. Eitt eiga kommar og íhald sameiginlegt og það er hræðsl- an við kosningar og þar hefur þá líklega fundizt samninga- grundvöllurinn. SÆDÝRASAFN Hafnfirðingar eru búnir að koma sér upp sjódýrasafni með yfir 30 tegundir. Vestmanna- eyingar voru fyrstir í þessu efni og hafa myndarlegt safn sjó- dýra hjá sér. Þar brosa stein- bítar við gestum, rauðmaginn roðnar af ást á vorin, þorskfisk- ar þakka fyrir matinn og sel- kópar leika listir sínar. En livenær verða Akureyringar svo myndarlegir að koma upp slíku safni hjá sér? Þeir eru safngefnir menn en söfnunar- hneigð þeirra hefur fram að þessu snúizt um dauða hluti, hvort sem það kann að breytast. IIÚSVÍKINGUM ÞAKKAÐ Leikfélagi Húsavíkur sé bæði þökk og heiður fyrir komu sína hingað með ágætan sjónleik um síðustu helgi, Púntila og Matti. Sá leikur skemmti mörgum bæjarbúum. NÁTTÚRAN Hér var fyrir skömmu vakið máls á skoðunarferðum þar sem fólki gæfist kostur á, að kynna sér fuglalífið, auðlegð fjörunn- ar og gróðurinn. En sá er þetta ritar hefur einmitt notið slíkra ferða í ríkum mæli og haft unun af og mikinn fróðleik. Náttúruskoðunin er meira virði en margan grimar og vart við hæfi lengur, að menn þurfi blindum augum að ganga á grænni jörð eða daufum eyrum að heyra fuglasöng. 30 LITRAR TIL AÐ BYRJA MEÐ Sá herfilegi ósiður er enn í tízku, að tug-afmælisbarn skuli veita vín eða flýja heimili sitt öðrum kosti og kjósa liann margir af sparnaðarástæðum og til að lilífa húsmæðrum sínum og heimilum við hnjaski. Einn var sá, sem nýlega átti merkis- afmæli og beið þess heima er verða vildi og ekki varbúinn. Hann blandaði, sagði hann, kokteil í 30 lítra mjólkurbrúsa, til að byrja með, og hrökk það skammt og „var nú rétt til að látast áður en drykkjan hófst“, sagði hann! LEIÐRÉTTING í frétt af bæjarstjórnarfundi í síðasta blaði, var tillaga um launamál, er Sigurður Óli flutti, samþykkt með 7:3 en einn bæj- arfulltrúi sat hjá o gvar það Arnþór Þorsteinsson. Mótat- kvæði greiddu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og er þeim það til lítils sóma. KONA SKRIFAR: Mig langar til að koma með þá uppástungu við yður, að þér gerið fyrirspurn til heilbrigðis- yfirvalda þessara bæjar um mál sem varðar okkur öll. Og hún er þessi. Hvað lengi eigum við konur á Akureyri að bíða eftir að verða boðaðar í krabba meinsrannsókn eins og gert er í Reykjavík og víðar, t. d. í Skaga firði þótt minna pláss sé en Akureyri? Það heyrist ekkert um þetta mál rætt og sannar- (Framhald á blaðsíðu 2) Dómhildur Jónsdóttir, María Konráðsdóttir og Soffía Sigurðar- dóttir með hina skjólgóðu framleiðslu, ullarfatnað lianda sjómönn- um á Skagaströnd. (Ljósin.: H. B.) Konur gela ullar-prjónaföl Valprent flutt í nýtt liúsnæði PRENTSMIÐJAN Valprent h.f. á Akureyri, sem tók til starfa í Gránufélagsgötu 4, í ársbyrjun 1963, hefur flutt í eigið húsnæði að Glerárgötu 24, þar sem áður var Bílasalan, 280 fermetra og er því vel við vöxt. Aðaleigendur Valprents h.f. eru: Valgarður Sigurðsson, Kári B. Jónsson og Eyþór H. Tómasson. Nú vinna fimm manns í Val- prent og hafa nóg að gera. Prent smiðjan annast einkum um- búða- og litaprentun og ýmis- konar smáprentun en stefna að offsetprentun. Húsnæðið er mjög gott og með þessari prentsmiðju var farið að vinna ýmiskonar prent vinnu hér á Akureyri, sem áður var unnin í Reykjavík. Dagur óskar Valprent h.f. til hamingju með nýja húsnæðið. Prentsmiðjustjóri er Valgarður Sigurðsson. Q Sjúkraliðar brautskráðir Irá Akureyri arsdóttir, Laufási, Fáskrúðs- firði. Guðný Anna Theodórs- dóttir, Austara-Landi, Öxar- firði. Hanna Lísbet Jónmunds- dóttir, Hrafnstöðum, Dalvík. Kolbrún Sigurpálsdóttir, Lundi, Varmahlíð, Skagafirði. Ragn- heiður Snorradóttir, Hjarðar- haga, Öngulsstaðahreppi, Eyja- firði. (Aðsent) Stjórnarfrunv varp var fellt ÞAÐ þykir tíðindum sæta, að stjórnarfrumvarp var fellt á A1 þingi á mánudaginn. Fjallaði það um að fella niður framlag til Fiskveiðasjóðs, að upphæð um 40 millj. kr. og var hér um eina af svokölluðum hliðarráð- stöfunum stjórnarinnar að ræða, er gera átti vegna síðustu gengisbreytingar. Forseti lét endurtaka at- kvæðagreiðsluna, sem ekki breyttist, 17:17 í neðri deild. Þegar um meiriháttar stórnar frumvörp er að ræða, þykir það jafngilda falli stjórnar, ef frum- varp frá hennar hendi eru felld. Sagt er, að ráðherrar hafi orðið mjög ókyrrir er þetta gerðist. FRÁ Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri voru brautskráðir 9 sjúkraliðar þann 2. maí sl. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, forstöðukona sleit námskeiðinu 'og afhenti nemendum próf- skírteini. Þetta er fjórða námskeiðið í sjúkrahjálp, sem haldið hefur verið í sjúkrahúsinu. Það stóð yfir í 8 mánuði. Nemendur luku skriflegum prófum í líkams- fræði og verklegu prófi í hjúkrun. í ræðu sinni sagði forstöðu- kona m. a.: „Með ykkar hópi hefir sjúkrahúsið brautskráð 50 sjúkraliða. í dag eru starfandi hér 15 sjúkraliðar og með ykk- ur verða þeir 24. í Kristneshæli starfa 4 sjúkraliðar héðan, á Siglufirði 1 og í ýmsum sjúkra- húsum sunnanlands 6. Fjórir sjúkraliðar héðan hafa verið við hjúkrunarnám og má því segja að minnsta kosti 39 af þeim 50 sjúkraliðum, sem héðan hafa verið brautskráðir vinni við hjúkrunarstörf. Það má teljast nokkuð gott, þegar litið er á, að þetta eru allt konur að Jó- hanni Konráðssyni undanskild- um.“ Hinir nýju sjúkraliðar eru: Anna Sigurbjörg Jóhannesdótt- ir, Kringlumýri 22, Akureyri. Ástrún Einarsdóttir, Stóra- Steinsvaði, Norður-Múlasýslu. Geirþrúður Sigurðardóttir, Hafnarstræti 78, Patreksfirði. Guðfinna Óskarsdóttir, Suður- götu 68, Siglufirði. Guðný Ósk- Skagaströnd 8. maí. í gær datt átta ára drengur, Gísli Snorra- son, í sjóinn við hafnargarðinn. Faðir hans, sem er ósyntur, bjargaði honum. Drengnum varð ekki meint af en faðirinn fór úr axlarliðnum og verður hann frá viimu um tíma. Gömul vopn á hafsbotni STÍGANDI frá Ólafsfirði fékk nýlega flugvélarhluta, byssur og skotfæri í vörpuna fyrir Norðurlandi. Sagt er, að byss- urnar séu enn nothæfar, en þó hafi þær legið 25 ár í sjó eða lengur. Flugvélarbrakið er brezkt, svo og skotvopnin, en ekki hefur sannazt hvaða flug- vél hafi endað þar för sína, eða a. m. k. ekki verið upplýst. □ Á sunnudaginn hafði kven- félag staðarins, Eining, sýningu á neyðarfatnaði sjómanna. En kvenfélagskonur höfðu unnið fatnað þennan á 36 sjómenn. Þetta eru vettlingar, sokkar, nærbuxur, skyrta og prjóna- hetta, pakkað í fyrirferðarlítinn böggul, sem fylgja á björgunar- báti. Fatnaður þessi er allur úr íslenzkri ull. Kvenfélagið ætlar að gefa sjómönnum á Skaga- strönd þessar góðu gjafir og verða þær sennilega afhentar á sjómannadaginn. Rétt er að taka fram, að það var bazar- nefnd Einingar, sem fyrir þessu gekkst, og formaður bazar- nefndarinnar er María Konráðs dóttir. Mikil vinna hefur verið í frystihúsinu. Arnar hefur fisk- að ágætlega og svolítið aflast af grásleppu. Isinn hefur ekki komið hér ennþá, en hann er skammt undan. X. Starfslið Valprents í nýja húsnæðinu. Frá vinstri: Valgarður Sigurðsson, Einar Árnason, Jón Sigfús- son, Gísli Sigurgeirsson og Kári B. Jónsson. (Ljósm.: H. T.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.