Dagur - 14.06.1969, Qupperneq 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla: •
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hJ.
Grundvallarafriði iðnþróunar
í ÁLYKTUN iðnaðarráðstefnu
Framsóknarmanna, sem haldin var á
Akureyri um sl. helgi, um grund-
vallaratriði iðnþróunar er m. a. bent
á, að í kapphlaupinu um batnandi
lífskjör verði að leggja höfuðáherzlu
á eflingu iðngreina, þar sem fram-
leiðni einstaklingsins er sem mest og
byggist á þekkingu. Slík þróun taki
langan tíma og verði að hefjast hið
fyrsta og þar þurfi til að koma mark-
viss forusta hins opinbera um að efla
undirstöðuatriði iðnþróunarinnar. I
ályktun þessari, er svo talið upp
í 10 liðum, það sem lögð er áherzla
á að opinberir aðilar hafi m. a. for-
ustu um. Þessir liðir eru svohljóð-
andi:
1. Gjörbyltingu á kennslu- og
menntakerfi þjóðarinnar og það að-
lagað nútímakröfum, m. a. með það
í huga að tryggja jafnrétti til mennt-
unar um land allt og stórauka þekk-
ingu á hinum ýmsu sviðum atvinnu-
lífsins.
Löggjöf um iðnnám verði breytt
þannig að iðnskólar en ekki iðn-
meistarar taki við ungmennum til
náms og verði skólarnir þannig bún-
ir tækjum og kennslukröftum, að
þeir verði færir um að útskrifa nem-
endur sem komnir verði á ákveðið
stig fagnáms eftir tveggja ára nám,
sem þeir síðan Ijúki á 1—2 árum eft-
ir eðli fagsins hjá iðnmeistara.
2. Víðtækri opinberri tækniþjón-
ustu við íslenzka atvinnuvegi, m. a.
með tæknimiðstöðvum í öllum lands
hlutum.
3. Stórauknum rannsóknum á auð
lindum landsins og öflugri vísinda-
starfsemi í þágu iðnaðarins.
4. Kerfisbundinni athugun á þró-
unarmöguleikum og samkeppnis-
hæfni íslenzks iðnaðar um land allt.
5. Opinberr þjónustu við athugun
á arðsemi iðngreina og allri aðstöðu
til iðnaðar.
6. Forgöngu um samvinnu iðn-
fyrirtækja innan sömu iðngreina um
framleiðslu til útflutnings.
7. Markvissri aðstoð við álitlegar
nýjar framleiðslugreinar.
8. Markaðsstofnun fyrir íslenzka
framleiðslu sem jafnframt hafi gæða
eftirlit með höndum.
9. Skipulag mn land allt á vegum
hins opinbera að nýjum iðngrein-
um, ekki síður smáum en stórum.
10. Eflingu matvælaiðnaðar, ullar-
og skinnaiðnaðar, skipasmíða, hús-
gagnaiðnaðar og hvers konar full-
vinnslu innlendra hráefna, sem enn
eru flutt út úr landinu lítt eða óunn
in. Ennfremur álbræðslu norðan-
lands, silicíumvinnslu, sjóefnaiðnað
og olíuhreinsunarstöð, svo eitthvað
sé nefnt af þeim möguleikum, sem
hraða þarf sem mest könnun á. □
ísland verði áfensislaust land
Bakkus sjóli sinn við bikar
situr á stóli tignarhám,
eins og sólin öðling blikar
uppi í jólasölum blám.
(Alþingisrímur).
Það hefir löngum leikið ljómi
um Bakkus konung, og honum
verið sungið lof og dýrð. Hér á
Islandi hefir hann verið tignað-
ur síðan land byggðist að einu
stuttu tímabili undanskildu. En
þessi ljómi hefir jafnan verið
falskur, með honum hefir verið
reynt að villa um fyrir mönn-
um, og dylja þá hættu sem á
bakvið býr. Enginn sem gengur
Bakkusi konungi á hönd, getur
treyst honum. Hann gefur fög-
ur fyrirheit, en hverjum sem
ekki gætir sín, er háski búinn.
Vini sína og aðdáendur hefir
hann löngum svikið á hinn
hraklegasta hátt. Vill því oft
svo fara, að þjónustan við kon-
ung þennan, hefir sorglegan
endi.
Hér á íslandi hefir veldi
Bakkusar, svo sem áður getur,
staðið frá landnámstíð, og löng-
um með miklum blóma, hefir
gengi hans farið vaxandi í
seinni tíð, einkum meðal kven-
fólks og unglinga. Hefir hann
og góða aðstöðu, þar sem hann
er studdur til valda, af sjálfu
ríkisvaldinu, og herjar í skjóli
þess.
En hver er þá afleiðingin af
þessum glæsilegu sigrum Bakk
usar? Um það geta orð eins og
„áfengisvandamál“, og „áfengis
böl“, nokkra hugmynd. Það af-
hroð sem þjóðin hefir goldið af
hans völdum, er svo gífurlegt,
að ekki má dragast að gera eitt-
hvað sem um munar, til úrbóta.
Hingað til hafa það aðhllega
verið dreifðir kraftar, og ekki
nógu samtaka, sem að þessu
hafa unnið. Nú verða allir þeir,
sem sjá hvílíkur voði er hér á
ferð, að taka höndum saman í
allsherjar átaki, og setja sér
ekki lægra mark en það að
vinna fullan sigur, útrýma öllu
áfengi úr landinu.
Svo sem öllum er kunnugt er
það íslenzka ríkið, sem hefir
áfengissöluna með höndum. All
ar tekjur af áfengissölunni
renna til ríkisins. Mun mörgum,
ekki sízt ríkisstjómunum, verða
all starsýnt á þennan tekjulið,
og þykja sem ríkið mundi missa
spón úr askinum sínum væri
hann þurrkaður út. En er nú
ekki rétt að gera ofurlitla könn
un á því hvað þessi tekjustofn
muni gefa í nettó arð? Það
skyldi þó aldrei fara svo, að
niðurstaðan yrði neikvæð, þeg-
ar öll kurl koma til grafar?
Fyrst mætti þá auðvitað
nefna allan beinan kostnað rík-
isins í sambandi við áfengið,
kostnað við áfengissöluna,
áfengisvarnir, drykkjumanna-
hæli, löggæzlu og þvíumlíkt, þó
að það séu auðvitað smámunir
hjá öllu því tjóni sem af áfengis
sölunni leiðir. Hve há mun hún
vera upphæðin af öllu því bif-
reiðatjóni, sem áfengið veldur?
Hver vill meta til fjár öll
meiðsli og mannlíf, sem bifreiða
slysunum fylgja? Eða hvað þá
um öll mannslífin, sem áfengis-
neyzlan eyðileggur fyrir aldur
fram, munu þau ekki nokkurs
virði? Oll sú starfsorka, sem
hún brýtur niður. Allt það
heimilisböl, og eyðilegging
heimila, sem áfengið veldur. Öll
spilling, skemmdarverk og glæp
ir, sem skrifa má á þess reikn-
ing. Ætli milljónirnar, sem
áfengið skilar í ríkissjóðinn,
fari ekki að verða hæpinn
gróði, þegar málið er skoðað af
raunsæi, og hleypidómalaust.
Ég held að allir hljóti að sjá, við
hlutlausa athugun hvílík óverj-
andi þjóðarmeinsemd og þjóðar
hneisa áfengissala ríkisins er,
og að það sé eitt mesta menn-
ingarspor, sem þjóðin getur stig
ið, að losa sig við það fyrir fullt
og allt.
Það er algerlega vansæmandi
að sjálft ríkið, sem hefir það
hlutverk, fyrst og fremst, að
vinna að heill og hamingju þjóð
arinnar, skuli hafa með hönd-
um útvegun og sölu á þessum
görótta drykk, sem veldur þjóð
inni svo miklu tjóni. Sjá ekki
allir hvernig ríkisvaldið leikur
hér á hinn lúalegasta hátt tveim
skjöldum, býður fram vöru,
sem það refsar svo fyrir að
neyta. En það er fyrirfram vit-
anlegt að margir munu neyta
vínsins á þann hátt, að refsi-
vert verður. Þegar svo þessi
sama vara vinnur markvisst að
því að brjóta niður menningu
og starfsorku þjóðarinnar, og
veldur gífurlegu tjóni, þá er
mælirinn vissulega fullur. Ríkis
valdið verður að hætta að leika
tveim skjöldum í þessu máli,
rækja aðeins annan þáttinn, þar
sem betur gegnir, og því er sam
boðinn baráttu gegn áfenginu,
vinna að því að útiloka það úr
landinu. Það mundi verða þjóð-
inni langtum meira virði, en
aurar þeir, sem áfengissalan
gefur í ríkiskassann.
Nú er mér sem ég heyri vini
og stuðningsmenn Bakkusar
gera óp mikið, svo sem venja
þeirra er, þegar talað er um út-
rýmingu áfengis, og hrópa.
Eigum við nú að fara að setja
vínbann, og steypa þjóðinni út
í afbrotafen!
En góðu menn, hafa þá ekki
gildandi áfengislög verið brot-
in? Athugum það lítillega.
Hve margir eru þeir ungling-
arnir innan 21 árs, sem neytt
hafa áfengis á undangengnum
árum, þrátt fyrir lögbann? Hve
margir hafa veitt, eða selt þess-
um unglingum vín, þvert ofan í
landslög? Hve margir hafa ekið
bíl undir áhrifum áfengis, þó
það sé skýlaust lögbrot? Hve
margir eru þeir, sem flutt hafa
vín til landsins á óleyfilegan
hátt?, o. s. frv. Nei, lögbrotin
eru fyrir hendi, þau mundu
ekki aukast, heldur stórminnka,
einkum þegar fram í sækti, og
allt eftirlit verða stórum auð-
veldara.
Það hefir verið nokkuð vikið
að því hér að framan, hvílík
hræðileg þjóðarmeinsemd áfeng
isneyzlan er, hve margháttaðri
spillingu og tjóni hún veldur,
og hve allt fyrirkomulag og
rekstur áfengismálanna er óheil
brigður, óeðlilegur og vansæm-
andi. Vil ég nú skora á alla, sem
sjá hvílík hætta er hér á ferð,
fyrir sjálfstæði og menningu
þjóðarinnar, að taka höndum
saman, um algera útrýmingu
áfengis úr landinu. Hér dugar
ekkert minna en öflug allsherj-
ar samtök. Öll reynsla sannar,
að það er máttur samtakanna,
sem sigrar. Dreifðir hópar, geta
aldrei náð nema takmörkuðum
órangri. Það þarf að taka mál
þetta föstum tökum, koma því
í fast form, og sækja fram að
ákveðnu marki, og takmarkið
hlýtur að vera ísland án áfang-
is!
Eðlilegt sýnist að Stórstúka
íslands, og „landssamtök gegn
áfengisbölinu", hefðu hér for-
ystu. Þessi tvö öflugu félagasam
tök mundu miklu fá áorkað, til
að hafa áhrif á almenning, og
vinna málinu fylgi. Ef öll þau
félög, og félagasamtök, sem
standa að „landsambandi gegn
áfengisbölinu“, gengju einhuga
til liðs við málið, mætti telja að
sigur væri unninn. Nú þegar er
jarðvegurinn nokkuð undirbú-
inn með „samkomum án áfang-
is“, o. fl. Hvort baráttan tekur
lengri eða skemmri tíma, verð-
ur ekki vitað fyrirfram, en frá
takmarkinu má ekki hvika, unz
fullnaðarsigur er unninn.
Þegar tímar líða, mun það
ástand, sem nú ríkir í landinu,
sökum áfengisneyzlunnar, verða
sem Ijótur draumur í endur-
mínningu þjóðarinnar, og hún
mun blessa þá stund er hún rak
vínið af höndum sér.
I samræmi við það, sem að
framan er skráð, og því til árétt
ingar, vil ég að lokum koma
fram með eftirfarandi tillögur,
og gætu þær þá skoðast sem
umræðugrundvöllur í málinu:
1. Allir áfengir drykkir séu
algerlega bannaðir á íslandi.
Sjá þó lið nr. 2.
2. Þegar vínbannið er lögleitt,
geti þó þeir karhnenn, sem orðn
ir eru 25 ára, og þess óska, feng
ið ákveðið magn af víni á ári.
Skammturinn miðast við það,
að um óhóflega vínnautn geti
ekki orðið að ræða. Úthlutun
fari fram svo oft sem hagkvæmt
eða heppilegt þykir, sérstaklega
með tilliti til notkunar áfengis-
ins. Þessum skammti fái við-
komandi að halda, svo lengi
sem hann óskar þess.
3. Að öðru leyti en um getur
í lið nr. 2, verði algert áfengis-
bami.
4. Hver maður sem fær vín-
leyfi hafi kort, undirritað af lög
legu yfirvaldi, sem sýni að hann
hafi þetta leyfi.
Um tillögurnar vildi ég segja
þetta:
Smnum kann að virðast svo,
að það verði of mikill seina-
gangur á þessu máli, að gera þá
tilslökun, sem ég sting uppá.
Þetta held ég þó að sé nauðsyn-
legt, til að tryggja svo sem unnt
er að lögin verði í heiðri höfð.
Að setja í fyrstu lotu algert og
skilyrðislaust bann, væri mjög
óhyggilegt, því vitahlegt er að
þeir sem neyta víns að mun,
eiga í flestum tilfellum mjög
erfitt með að leggja það niður,
og mundu leita allra bragða, til
að verða sér úti um það, þessa
menn á að láta hafa hóflegan
vínskammt meðan þeir æskja
þess. Það getur auðvitað tekið
allt uppí 50 ár, að vínið hverfi
algerlega úr landinu, en með
hverju árinu sem líður, mundi
það minnka. Þó þessir menn
fengju hóflegan vínskammt,
mundi þess lítið gæta, því að
sjálfsögðu er þess vænst, að all-
ir sem treysta sér til, afsali sér
víninu. Allt eftirlit með áfengis
neyzlu yrði mun auðveldara, og
aðeins brot af því sem nú er.
Þetta fyrirkomulag, að láta
vínið smá fjara út, held ég að
yrði langsamlega affarasælast,
beita ekki hörku, en sýna þeim
tillitssemi, sem orðnir eru svo
handgengnir Bakkusi, að þeir
treysta sér ekki til að snúa við
honum bakinu, aðal atriðið er,
að kynslóðin, og kynslóðirnar,
sem upp vaxa, komist aldrei í
kynni við hann, þá ætti þeim að
veitast auðvelt að vera án víns-
ins.
Margir munu nú sennilega
líta svo á, að það sé fjarstæða
að hugsa sér að við íslendingar
getum komið á, og haldið vín-
banni í landinu, jafn tíðar og
samgöngur séu nú orðnar við
útlönd, fjöldi íslendinga fari
utan árlega, og muni verða
örðugt fyrir þá að standa á móti
víninu, sem allsstaðar sé á boð-
stólum. Satt er það, að freist-
ingarnar eru margar, þar getur
aðeins eitt bjargað, stei’k þjóð-
erniskennd, og þjóðarmetnaður.
Það er sagt um Ungverja, að
sé farið fram á eitthvað við þá,
sem þeir telja sér vansæmd að
hafi þeir á reiðum höndum hið
stolta svar. „Ég er Magyar“.
Þar með er málið útrætt. Get-
um við íslendingar ekki tekið
okkur þetta til fyrirmyndar?
„Ég er íslendingur“. Með því
svari væri skírskotað til ís-
lenzkra laga, og mundu allir
taka það svar gilt. Það mætti
hverjum íslendingi vera metn-
aður og sæmd, að gefa slíkt
svar, undir þesskonar kringum-
stæðum.
Smáþjóðum er það nauðsyn
að eiga hugsjón, sem þær
standa saman um. Þær þurfa-að ■
eiga sameiginleg menningar-
verðmæti, og þora að fara sínar
eigin leiðir, og vera í farar-
broddi um hverskonar siðgæðis
og menningarmál. Það skapar
þeim, framar flestu öðru, rétt
til að vera sjálfstæð þjóð, um
leið og það treystir hin sameig-
inlegu þjóðernisbönd, og þjóðar
meðvitund. Gætum við íslend-
ingar útilokað áfengi úr landi
voru, mundi það auka oss virð-
ingu meðal annarra þjóða. En
það sem mest er þó um vert,
siðferðisþróttur og starfsþrek
þjóðarinnar mundi stóraukast.
Útrýming áfengis mundi verða
ein sterkasta stoðin undir frelsi
og farsæld íslenzku þjóðarinnar
um ókomin ár.
Stefán Kr. Vigfússon.
Nokkur orð um nefndarkosningar bæjarstjórnar
Myndin er frá aðalfundinum, sem haldhin var á Höfn í Hornafirði.
ATHYGLI vakti við nýafstaðið
nefndakjör bæjarstjórnar Akur
eyrar, afstaða Braga Sigui-jóns-
sonar og Ingólfs Árnasonar.
Þeir stilltu upp í sameiningu
lista í allar nefndir og buðu upp
á hlutkesti við Sjálfstæðismenn
um fimmta manninn í nefndun-
um (fimm manna nefndir) og
sýndu með því, að þeim er sama
þótt Sjálfstæðisflokkurinn hagn
ist á sundrung vinstri flokk-
anna.
Fulltrúar Framsóknarflokks-
Samvinnutryggingar endurgreiddu 68 milljónir
-AÐALFUNDIR Samvinnutrygg
inga og Líftryggingafélagsins
Andvöku voru haldnir að Hótel
Höfn, Hornafirði, föstudaginn
30. f. m. Fundina sátu 19 full-
trúar víðs vegar að af landinu,
auk stjórnar félaganna og nokk
urra strafsmanna.
Formaður stjórnarinnar, Er-
lendur Einarsson, forstjóri,
flutti skýrslu stjómarinnar og
gat þess, að þetta væri 22. aðal-
fundur Samvinnutrygginga og
19. aðalfundur Líftryggingafé-
lagsins Andvöku, en 9. maí sl.
voru 20 ár liðin frá stofnun
þess, og er félagið nú orðið
stærsta líftryggingafélagið á ís-
landi. Einnig kom fi-am, að fé-
lagið hafði fest kaup á einum
þriðja hluta eignanna að Bifröst
í Borgarfirði og umboðsskrif-
stofa félagsins að Egilsstöðum
hafði flutt í nýtt húsnæði á ár-
inu.
Á fundinum urðu allmiklar
umræður um umferðar- og
öryggismál og vofu í því sam-
bandi samþykktar eftirfarandi
ályktanir:
„Aðalfundur Samvinnutrygg-
inga, haldinn að Höfn í Horna-
firði föstudaginn 30. maí 1969,
fagnar stofnun Landssamtaka
Klúbbanna ÖRUGGUR AKST-
UR og sendir stjóm þeirra ám-
aðaróskir.“
„Aðalfundur Samvinnutrygg-
inga, haldinn í Höfn í Homa-
firði föstudaginn 30. maí 1969,
fagnar stofnun Umferðarmála-
ráðs. Fundurinn telur, að hið
nýskipaða Umferðarmálaráð
eigi, ef rétt er á málum haldið,
að geta orðið sá aflvaki um-
ferðaröryggis í landinu, sem
nauðsynlegur er, eftir að Fram-
kvæmdanefnd hægri umferðar
lauk störfum.
Um leið og bent er á nauðsyn
þess, að Umferðarmálaráði
Atliygli vakin á iðnfræðslu
FRÁ iðnfulltrúum á Akureyri
og Sauðárkróki hefur blaðinu
borizt til birtingar eftirfarandi:
Að gefnu tilefni skal vakin
athygli iðnmeistara og þeirra,
er ætla sér í iðnnám, að skylt
er að gera námssamning strax
og iðnnám hefst, og að náms-
samningur er ekki gildur fyrr
en hann hefur fengið staðfest-
ingu iðnfulltrúa.
Skal námssamningur hafa bor
izt til staðfestingar eigi síðar en
mánuði eftir að nemandi byrjar
nám sitt.
Reglugerð um iðnfræðslu
kveður svo á í 15. gr. að iðnfull-
trúa sé heimilt að breyta byrj-
unartíma námsins ef samningur
berst eigi til staðfestingar innan
tilskilins tíma. Hér eftir mun
þessu ákvæði 15. gr. verða beitt
þegar ástæða er til.
Þá skal einnig vakin athygli
á 22. gr. iðnfræðslulaga tun inn-
tökuskilyrði í iðnskóla, en þar
segir svo:
1. „Að nemandinn sé fullra 15
ára. 2. Að hann hafi lokið mið-
skólaprófi. Iðnfræðsluráði er
heimilt a ðveita undanþágu frá
ákvæði 2. töluliðar — þegar um
er að ræða nemendur, sem
hefja iðnnám eftir 18 ára aldur,
enda liggi fyrir samþykki
fræðnefndar viðkomandi iðn-
greinar um, að undanþága sé
veitt að því er iðngreinina
snertir.
Sé undanþága veitt, skal nem
andinn sýna við inntökupróf, að
hann hafi nægilega þekkingu í
íslenzku og reikningi, og skulu
inntökupróf miðuð við eigi
minni kröfur en gerðar eru til
miðskólaprófs í þessum grein-
um.“
Þurfi a ðleita undanþágu sam
kvæmt þessari grein, er iðn-
meisturum bent á, að afla sér
verði skapaður fastur tekju-
stofn til að standa undir brýnni
starfsemi þess, hvetur fundur-
inn alla þá, sem aðild eiga að
ráðinu, til að láta nú hendur
standa fram úr ermum og gera
stórátak til aukinnar umferðar-
fræðslu og bættrar umferðar-
menningar á íslandi. Aðalmark
miðið með slíku átaki í umferð-
armálum er að komast hjá öll-
um þeim hörmungum og ógæfu,
sem umferðarslysunum fylgja,
en jafnframt ítrekar fundurinn,
að kostnaður sá, sem slíku átaki
fylgir, skilar sér margfaldur
aftur til þjóðarbúsins.“
Heildariðgjaldatekjur Sam-
vinnutrygginga á árinu 1968
námu 276.1 millj. króna og
höfðu aukizt um kr. 57 millj.
eða 26% frá árinu áður. Er um
að ræða aukningu iðgjalda í
öllum greinum, nema frjálsum
ábyrgðartryggingum og ábyrgð
artryggingum bifreiða, en þar
er þó ekki um fækkun trygg-
inga að ræða, heldur auknar
bónusgreiðslur. Mest er aukn-
ingin í sjótryggingum og endur-
tryggingum, enda hafa gengis-
breytingar mikil áhrif á þessar
tegundir trygginga.
Heildartjón Samvinnutrygg-
inga námu á árinu 1968 kr. 218.1
millj. og höfðu aukizt um kr.
39.3 milljónir eða 21.96% frá
árinu áður. Tjónaprósenta árs-
ins var 78.97 á móti 81.59 árið
1967.
Reksturskostnaður Samvinnu
trygginga jókst um kr. 2.3 millj.
en kostnaðarprósentan lækkaði
hins vegar úr 14.71% í 12.53%
árið 1968. Nettó hagnaður af
rekstri Samvinnutrygginga árið
1968 nam kr. 495.200.00, eftir að
endurgreiddur hafði verið tekju
afgangur til tryggingartakanna
að fjárhæð kr. 3.409.000.00.
Nema þá slíkar endurgreiðslur
tekjuafgangs kr. 68.1 millj. frá
því byrjað var að endurgreiða
tekjuafgang árið 1949. Bónus-
greiðslur til tryggingartaka í
ökutækjatryggingum námu kr.
33.7 millj. á árinu 1968 á móti
kr. 29.7 millj. árið 1967.
Eigin tryggingarsjóðir Sam-
vinnutrygginga að viðbættum
varasjóði námu í árslok 1968 kr.
268.8 millj. og höfðu aukizt um
kr. 31.9 millj.
í stjórn félaganna voru endur
kjömir Erlendur Einarsson, for
stjóri, Reykjavík, Jakob Frí-
mannsson, kaupfélagsstjóri, Ak
ureyri, og Karvel Ögmundsson,
útgerðarmaður, Ytri-Njarðvík,
en aðrir stjórnarmenn eru Ing-
ólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri,
Reykjavík, og Ragnar Guðleifs-
son, kennari, Keflavík.
Framkvæmdastjóri félaganna
er Ásgeir Magnússon, lögfræð-
ingur. □
- Frá aðalfundi KEA
þeirrar undanþágu áður en við-
komandi nemandi er ráðinh til
námsins.
Iðnfræðsluráð löggildir meist
ara og iðnfyrirtæki til þess að
mega taka nemendur og segir
svo í 1. gr. reglna um það efni:
„Þeir einir mega taka nem-
endur til náms í löggiltri iðn-
•grein, sem hafa löggildingu iðn
fræðsluráðs“ — og í 5. gr. sömu
reglna segir: „Til að tryggja að
nemendur fái notið fullkominn-
ar kennslu mega meistarar og
iðnfyrirtæki, sem löggildingu
hafa hlotið, að jafnaði eigi hafa
fleiri nemendur, miðað við full-
gilda iðnaðarmenn, en sem hér
segir:
1 nemanda f. 1—2 iðnaðarm.
2 nemendur f. 3—4 iðnaðaim.
3 nemendur f. 5—6 iðnaðarm.
4 nemendur f. 7—8 iðnaðarm.
5 nemendur f. 9—10 iðnaðarm.
(Framhald á blaðsíðu 2)
(Framhald af blaðsíðu 1).
aðstöðu félagsins á Dalvík og
byggingu stórgi-ipasláturhúss á
Akureyri.
Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frí
mannsson, las reikninga félags-
ins fyrir árið 1968 og skýrði ýtar
lega frá rekstri þess. Heildar
vörusala félagsins og fyrirtækja
þess á innlendum og erlendum
vörum, þegar með eru taldar út
flutningsvörur, verksmiðjufram
leiðsla og sala þjónustu-fyrir-
tækja jókst um 16.5%, úr 958.6
milljónum í 1.116.9 milljónir
króna, og er það í fyrsta sinn að
ársvelta félagsins fer fram úr
einum milljarði króna. Vöru-
sala verzlunardeilda félagsins
var hins vegar 302 milljónir
króna og hafði hækkað um 6%
frá áriríu 1967. Heildarafskriftir
og auknrrtg eigin sjóða námu á
árinu 18 náffljónum króna, en
rekstrarhagnaður var krónur
1.848.000 þegar greitt hafði ver-
ið gengistap að upphæð kr. 3.5
milljónir á erlendum vörukaup
um, sem stafaði af gengisfell-
ingunni í nóvember sl. Það
kom hins vegar skýrt fram í
ræðu kaupfélagsstjórans, að
rekstrarafgangur ársins stafar
af rekstri ýmissa iðnfyrirtækja
og umboðssöludeilda, auk frysti
hússins á Dalvík, en verzlun fé-
lagsins skilar engum ágóða og
er greinilegt, að núverandi
verzlunarálagning stendur alls
ins höfðu svarað tilmælum
Ingólfs Árnasonar um samstarf
við kosningar á þann veg, að
þeir skyldu styðja að því, að
bæði flokksbrot Alþýðubanda-
lagsins héldu mönnum í nefnd-
um eins og var sl. ár, þar sem
aðeins eitt ár væri eftir af kjör-
tímabilinu og nokkuð jöfn skipt
ing virtist milli þeirra, að því
e þeu töldu sjálfir.
Þetta var stefna fulltrúa
Framsóknarflokksins í sam-
bandi við kjör vinnuskólanefnd
ar og tilnefningu manna í stjórn
Ú. A. fyrr á þessu ári. Þessa
stefnu studdu þá einhuga full-
trúar Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins og var ekki
annað vitað fram á síðustu
stund, en að svo yrði nú.
Kosningum lauk reyndar nær
alveg á þann veg er Framsókn-
armenn buðu upp á, þar sem
listi Ingólfs og Braga vann þrjú
hlutkesti (af þrem) á móti Sjálf
stæðisflokknum og bæjarfull-
trúar Framsóknarflokksins
stóðu fyrir sitt leyti við sitt til-
boð og stilltu upp mönnum Al-
þýðubandalagsins í þær nefnd-
ir, sem áður var upplýst (m. a.
af Ingólfi Ámasyni) að hefðu
verið skipaðar stuðningsmönn-
um Jóns Ingimarssonar.
Þá vakti það einnig athygli,
að Sjálfstæðisflokkurixm studdi
kjör Braga Sigurjónssonar, sem
forseta, en ekki varaforsetanna
og setja menn það í samband
við það, að fulltrúar Alþýðu-
flokksins vísuðu aftur til bæjar
ráðs, ásamt Sjálfstæðisflokkn-
um, ályktun Þorvaldar Jónsson
ar um að átelja ríkisstjórnina
fyrir seinagang Norðurlands-
áætlunarinnar. Tillagan var svo
hljóðandi:
„Bæjarráð Akureyrar átelur,
að ekki skuli lokið gerð Norður
landsáætlunarinnar og skorar á
ríkisstjórnina að hlutast til um,
að niðurstöður áætlunarinnar
liggi fyrir eigi síðar en þegar
Alþingi kemur saman í haust.“
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, sem hér var á ferð um
helgina mun hafa fengið fregnir
af ályktuninni, orðið reiður
flutningsmönnum og skipað
Braga að sjá til þess, að henni
væri frestað. Þykir mönnum
viðkvæmni ráðherrans helzt til
mikil, en e. t. v. er samvizkan
ekki í vel góðu lagi út af þessu
máli. □
Karlakórinn YÍSIR
ekki undir nauðsynlegum verzl
unarkostnaðL
Aðalfundurinn ákvað að
greiða í reikninga félagsmanna
6% arð af viðskiptum þeirra við
lyfjabúð félagsins, Stjörnu
Apótek, sem þeir sjálfir höfðu
greitt.
Úr Menningarsjóði félagsins
hafði verið úthlutað kr.
155.000.00 til 11 aðila, en' tekjur
sjóðsins voru kr. 250.000.00
framlag samþykkt af aðalfundi
i fyrra, auk vaxta. Á aðalfund-
inum nú var samþykkt kr.
300.000.00 framlag til sjóðsins.
Þá samþykkti fundurinn ein-
róma að heiðra minningu Þór-
arins heitins Eldjárn frá Tjörn
með því að veita kr. 100.000.00
framlag til minningarsjóðs um
Þórarin, sem verið er að stofna
í heimabyggð hans, Svarfaðar-
dal.
1 stjórn félagsins til þriggja
ára voru endurkjömir þeir
Brynjólfur Svéinsson, Akur-
eyri, og Hjörtur Eldjám Þór-
arinsson, Tjörri. Varamenn í
stjóm félagsins til þriggja ára
voru endurkjömir þeir Jón
Hjálmarsson, Villingadal og
Gísli Konráðsson, Akureyri.
Endurskoðandi til tveggja ára
var endurkjörinn Sigurður Óli
Brynjólfsson, Akureyri, og í
stjórn Menningarsjóðs til
þriggja ára var endurkjörinn
Árni Kristjánsson, Akureyri.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag bar
hér að garði karlakórinn Vísi
frá Siglufirði og efndi hanri til
samsöngs í Nýja-Bíói. Söng-
stjóri var Geirharður Valtýs-
son, sem einnig lék einleik á
trompet.
Undhleik önnuðust Elías Þor
valdsson, Rafn Erlendsson,
Sverrir Elefsen og Þórhallur
Þorláksson. Einsöngvarar voru:
Guðmundur Þorláksson, Krist-
inn Georgsson, séra Kristján
Róbertsson, Sigurjón Sæmunds
son og Þórður Kristinsson.
Fyrri hluti söngskrár var með
hefðbundnu sniði, þ. e. innlend
og erlend lög eftir ýmsa höf-
unda. Ber þar helzt að- nefna til,
lag Þórarins Jónssonar „Ár vas
alda“, sem bar af íslenzku lög-
unum um alla gerð, mótað skýr
um, sterkum dráttum og naut
sín vel í meðförum kórsins.
Sömuleiðis náði kórinn góðri
reisn í flutningi sínum á hinu
fagra lagi eftir Mendelsohn „Ó
dalur, hlíð og hólar.“
Það er ekki nema sjálfsögð
kurteisi, þegar siglfirzkir söng-
menn ljúka munni sundur, að
nafn séra Bjarna Þorsteinsson-
ar standi á söngskrá. Samt held
ég það væri enn betri virðingar
vottur við hið stórmerka ævi-
starf séra Bjarna, ef flutt væru
annað slagið einhver af þeim
íslenzku þjóðlögum, sem honum
tókst á elleftu stundu að bjai'ga
frá gleymsku. Sannleikurinn er
sá, að séra Bjarni Þorsteinsson
var tónskáld rétt í meðallagi, en
hann var stórmerkur fræði-
maður og menningarfrömuður.
Hefði ekki komið til hið frá-
bæra næmi hans á þau tónlistar
verðmæti, sem voru rétt við
það að glatast, ásamt fádæma
eljusemi hans og kostgæfni,
væru þess vísast fáar heimildir,
að hér á íslandi hefði nokkru
sinni staðið söngmennt, sem um
talsverð væri. Það er enginn
vafi, að geysimikið af lögum
hefur glatazt og verða þau ekki
endurheimt úr gleymskunnar
djúpi. Tjóar lítt að sýta það, og
er nær að gleðja sig við það,
sem varðveitzt hefur. Þar eiga
íslendingar stóra skuld að
gjalda séra Bjarna Þorsteins-
syni, sem auðnaðist með þjóð-
lagasafni sínu að auka veruleg-
um þætti við sögu íslenzkrar
menningar. Þetta svið sönglaga
mætti rækja betur.
Söngstjóri Vísis, Geirharður
Valtýsson, er í bezta máta ná-
kvæmur og skörulegur í sinni
söngstjórn. Hann agar sína
menn sterklega, en gerir það
með glöðu yfirbragði, sem ljær
söng kórsins léttan óþvingaðan
blæ, þegar bezt lætur. Því er þó
ekki að neita, að Vísir er að
nokkru undir sömu annmarka
seldur og margir aðrir karla-
kórar, að því er söngstíl snertir.
Sterkur söngur er t. d. lítt hefl-
aður, og iðulega skortir mýkt
og hljóm í veikum söng. Aftur
á móti nýtur kórinn þess, að
vera undir svo myndugri og
kunnáttusamlegri stjórn, sem
raun ber vitni.
Á síðari hluta éfnisskrár var
svo tekið upp léttara hjal. Vísir
hefur, eftir því sem ég bezt veit,
einna fyrstur karlakóra farið
inn á svið léttrar dægurtónlist-
ar. Um þá ráðstöfun sýnist trú-
lega sitt hverjum og ef til vill
finnst ýmsum þeim, sem taka
karlakóra hátíðlega, sem virð-
ingu þeirra sé með þessu frek-
lega misboðið. Hins vegar munu
þeir Vísismenn og þeirra ágæti
söngstjóri gera sér það vel ljóst,
hve karlakór sem hljóðfæri eru
mikil takmörk sett og hver
nauðsyn það er að reyna nýjar
leiðir. Það er svo annað mál,
hvort þeir hefðu ekki með góð-
um árangri getað kosið sér
stærra svið að viðfangsefni.
Þeir hafa mörgum prýðisgóðum
söngmönnum á að skipa, og mér
er nær að halda, að söngstjór-
inn, Geirharður Valtýsson, sé
óvenju fjölhæfur tónlistarmað-
ur og afkastamikill eftir því.
Flutningur þessara „léttu“ dæg
urlaga var hinn öruggasti, líf-
legur og skemmtilegur og auð-
heyrilega ekki kastað höndun-
um til neins. Undirleikur þeirra
fjórmenninga átti góðan hlut að
máli, að því ógleymdu er söng-
stjórinn greip sjálfur trompet-
inn. Það leyndi sér ekki, að þar
fer enginn miðlungsmaður, held
ur ræður hann fyrir ágætri
kunnáttu á sitt hljóðfæri. Þama
rennur ósvikið tónlistarblóð í
æðum. Var þessum lögum öll-
um tekið með fögnuði. Að lok-
um söng Vísir sem aukalag „Ég ,
(Framhald á blaðsíðu 2)