Dagur - 25.06.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 25.06.1969, Blaðsíða 2
2 SL. MÁNUDAGSKVÖLD fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík landsleikur í knatt- spyrnu milli íslendinga og Bermudamanna. Þessir aðilar léku áður árið 1964, og sigruðu þá íslendingar með 4 mörkum gegn 3. Síðan hafa íslendingar ekki sigrað í landsleik. Leikar fóru svo sl. mánudag, að íslend ingar sigruðu með 2 mörkum gegn 1, og voru öll mörkin skor uð í síðari hálfleik. Ellert Schram og Matthías Hallgríms- son skoi'uðu mörk íslendinga, en Matthías skoraði sigurmark- ið örfáum mínútum fyrir leiks- lok. Knatfþrauiir KSÍ á íþr.svæði KA KÁRI ÁRNASON, starfsmaður KA í sumar, hefur komið upp á svæði því sem félaginu var út hlutað af bæjarstjórn, en það er sunnan og ofan aðalspennistöðv ar Akureyrar, aðstöðu til að taka próf í Knattþrautum KSÍ, en það er sama eðlis og hjá Körfuknattleikssambandinu, og fá þeir sem prófið taka bronz-, silfur- og gullmerki. Öllum drengjum er heimil þátttaka hvort sem þeir eru í KA eða ekki. Kári verður á svæðinu fyr ir og eftir hádegi alla virka daga nema laugardaga, og geta Vormót í knattspyrnu SL. MÁNUDAG hófst Vormót í knattspyrnu á Akureyri, en það er fyrsta mót yngri knatt- spyrnumanna á sumrinu. Leik- ar fóru svo, að KA sigraði Þór í 6. fl. með 1 marki gegn engu. En Þór sigraði KA í 5. fl. með 1 marki gegn engu. Á miðviku- dag, í dag, leika KA og Þór í 3 flokki, en á föstudag leika 4. og 2. flokkur. Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu fer í sumar fram Svæðamót í knattspyrnu hér norðanlands í yngri flokkum. Ekki er enn vitað hver þátttaka verður utan Akureyrar. þátttakendur komið á hvaða tíma sem þeir vilja. Ekki er að efa að alla stráka fýsir að ná þessum prófum og leysa þrautir KSÍ. Þá má benda ungmennum á, sem ekki hafa vinnu, að hægt er að taka til höndunum þar efra, við ýmis störf, ef vilji er fyrir hendi, og ekkert er skemmtilegra fyrir ungt fólk, en að skapa sér sjálft aðstöðu til íþróttaiðkana og vinna sjálft að uppbyggingu íþróttamann- virkja. Það er ómetanlegt að hafa mann eins og Kára Árna- son til að segja unglingunum til hvort sem er við íþróttaæfingar eða önnur störf, og ættu því fóreldrar að hvetja börn sín til að mæta á íþróttasvæði KA, ef þau hafa ekki önnur verk að vinna. Öllum er nauðsynlegt og eðlilegt að hafa verk að vinna, og ekkert er eins slæmt fyrir unglinga og það að vita ekkert hvað þeir eiga að hafa fyrir stafni. Það er von mín, að þetta starf Kára Árnasonar verði ung mennum þessa bæjar bæði til gagns og áriægju. í ráði er að gera bráðabirgða knattspyrnuvöll á svæðinu í sumar, og er þess fastlega vænzt að KA-félagar og aðrir áhugamenn bregðist vel við þegar kallið kemur. Sv. O. Mótaskrá ÍBA 1969 JÚNÍ. — Akureyrarvöllur. 25. Vormót í knattspyrnu 3. fl. (Þór) kl. 20.00. 27. Vormót í knattspyrnu 4. fl. (KA) kl. 19.00. 27. Vormót í knattspyrnu 2. fl. (KA) kl. 20.00. 29. íslandsmót 1. deild ÍBA— Valur kl. 16.00. JÚLÍ. — Akureyrarvöllur. (Svæðamót í knattspyrnu í yngri flokkum fer fram í júlí og ágúst). 3. Vormót í knattspyrnu mfl. (KA) kl. 20.30. Keflavíkurvöllur. 5. íslandsmót 1. deild ÍBK— ÍBA kl. 16.00. 7. Júlímót í knattspyrnu 6. fl. (KA) kl. 18.00. 7. Júlímót í knattspyrnu 5. fl. (KA) kl. 19.00. 11. Júlímót í knattspyrnu 3. fl. (KA) kl. 20.00. 13. íslandsmót 1. deild ÍBA— KR kl. 16.00. 15. Júlímót í knattspyrnu 4. fl. (Þór) kl. 19.00. 15. Júlímót í knattspyrnu 2. fl. (Þór) kl. 20.00. 19. Bikarkeppni KSÍ, ÍBA-b— Selfoss kl. 16.00. 20. íslandsmót 3. deild 1968, HSH—Völsungur kl. 16.00. 22. Júlímót í knattspyrnu mfl. KA—Þór kl. 20.30. 26. og 27. Drengjameistaramót íslands í frjálsum íþróttum. ÁGÚST. — Akureyrarvöllur. 6. Akureyrarmót í knattsp. 6. fl. (KA) kl. 19.00. 6. Akureyrarmót í knattsp. 5. fl. (Þór) kl. 20.00. 8. Akureyrarmót í knattsp. 3. fl. '(Þó.r) kl. 20;00. íslenzka skógræktarmenn dreymir stóra drausna og eflaust eiga margir þeirra eftir að rætast. Og þótt þeir rætist ekki að fullu og skógarlöndin skili ekki fyllstu uppskeru, er skógræktin mikils virði og einn þáttur menningar og fegurðar — og yndisauki sem vart verður metin til fjár. Nú er skógi plant- að, skógarsvæði girt og megi forsjónin blcssa skógræktarstarfið. Hér á myndinni er verið að flytja timbur niður á eina í Finnlandi. Og hver veit nema þroskamiklir trjábolir fljóti síðar eftir íslenzk- ur ám á leið í verksmiðjur. Sjáffsbjörg, landssamband faflaSra 10. íslandsmót 1. deild ÍBA— Fram kl. 16.00. 13. Akureyrarmót í knattsp. 4. fl. (KA) kl. 19.00. 13. Akureyrarmót í knattsp. 2. fl. (KA) kl. 20.00. 14. Akureyrarmót í knattsp. mfl. (Þór) kl. 20.00. AkranesvöIIur. 17. íslandsmót 1. deild ÍA—ÍBA kl. 14.00. 21. íslandsmót 1. deild ÍBA— ÍBK kl. 19.00. Laugardalsvöllur. 31. íslandsmót 1. deild Valur—• ÍBA kl. 16.00. SEPTEMBER. — Akureyrarv. 3. Haustmót í knattsp. 6. fl. (Þór) kl.18.00. 3. Haustmót í knattsp. 5. fl. (KA) kl. 19.00. 4. Haustmót í knattsp. 4. fl. (Þór) kl. 18.00. 4. Haustmót í knattsp. 3. fl. (KA) kl. 19.00. Laugardalsvöllur. 7. íslandsmót 1. deild KR— ÍBA kl. 16.00. 13. íslandsmót 1. deild ÍBA— ÍBV kl. 16.00. 11. ÞING Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, var haldið að Reykjum í Mosfellssveit, dag ana 30. maí til 1. júní sl. Þingsetning fór fram í Domus Medica og í tilefni 10 ára af- mælis landssambandsins voru viðstaddir auk þingfulltrúa, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Jóhann Hafstein, heilbrigðis- málaráðherra og Eggert G. Þor steinsson, félagsmálaráðheri'a og flutti hann ávarp. Þingið sátu 47 fulltrúar, auk fjögurra áheyrnarfulltrúa, frá Akranesi, Fáskrúðsfirði, Horna firði og Stykkishólmi. Starfsemi samtakanna í heild hefur verið þróttmikil á árinu. Fyrsti áfangi Vinnu- og dval arheimilis Sjálfsbjargar er nú kominn undir þak og er verið að ljúka málningu og frágangi utanhúss. Bráðlega verður svo hafizt handa um innréttingu. Rúmar 19 milljónir króna eru komnar í bygginguna. Hrein eign landssambandsins í árslok var 14.8 milljónir króna. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: Örorkulífeyrisþegar með litla eða enga vinnugetu eigi rétt til örorkulífeyrisauka, sem nemi 60% af hinum almenna örorku- lífeyri. Að öryrkja, sem er algjörlega tekjulaus og dvelur á sjúkra- húsi eða dvalarheimili, verði sjálfum greitt allt að 25% ör- orkulífeyrisauka. - STÆRSTA INNLENDA SKIPIÐ SJÓSETT (Framhald af blaðsíðu 1) ávarp og stjórnaði hófinu. Hann afhenti frú Jónu Jónsdóttur arniband að gjöf til minningar um daginn. Til ináls tóku, auk lians, bæjarstjórinn Bjarni Ein- arsson, Magnús Jónsson ráð- herra og Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri. Norðlendingar og eflaust landsmenn allir, fagna þessum atburði. Hekla hin nýja er 950 tonn og stærst þeirra skipa, sem landsmenn hafa byggt. Lengd er 68.4 m. og mesta breidd 11.5 m. Aðalvél er 1650 ha. Deutz. fbúðir eru fyrir 12 farþega og 19 manna áhöfn. Lestarými cr 53120 cbft. og kælirúm 8400 cbft. Dagur samfagnar hinum merka áfanga í norðlenzkum skipasmíðum og árnar Heklu allra heilla. □ Barnalífeyrir verði greiddur með börnum, sem eru svo fötl- uð, að framfærandinn þurfi miklu til að kosta vegna fötl- unar þeirra, þó að um sé að ræða börn, sem að öðrum kosti njóta ekki barnalífeyris. Einnig verði heimilað að hækka barna lífeyri um allt að 100%, þar sem ástæður eru sérstaklega slæm- ar. Landssambandið haldi áfram að styrkja fólk til náms í sjúkra þjálfun og öðru því námi, er snertir endurhæfingu, enda njóti það starfskrafta þess að námi loknu eftir samkomulagi, ella verði styrkurinn endur- greiddur. Unnið verði að því, að ör- yrkjar njóti betri lánakjara til húsbygginga en nú gjörast. Leitast verði við að hafa sam vinnu við arkitekta og aðra þá, er við skipulags- og bygginga- mál fást, um að tekið verði tillit til sérstöðu fatlaðra. Að á næsta ári verði úthlutað 400 bifreiðum til öryrkja, þar af minnst 300 til endurveitinga. Að öryrkjar hafi frjálst val bifreiðategunda. Jafnframt lýs- ir þingið ánægju sinni yfir fjölg un frjálsra leyfa. Að felld verði niður að fullu aðflutningsgjöld af bifreiðum öryrkja og vill þingið um leið minna á samhljóða tillögu Norð urlandaráðs um samræmdar að gerðir í þessum efnum á Norð- urlöndunum. Að sérstaklega útbúin stjórn- tæki, sem fatlaðir þurfa að nota í bifreiðum sínum, verði greidd eins og önnur nauðsynleg> hjálp artæki fatlaðra. Að Tryggingastofnun ríkisins veiti vaxtarlaus lán til bifreiða- kaupa, sem nemi % af andvirði bifreiðarinnar að frádreginni eftirgjöf. Afborgunarkjör verði ekki lakari en nú er. Vegna þeirrar nauðsynjar fatlaðs fólks að eiga bifreið, beinir þingið þeirri áskorun til skattayfirvalda, að rekstrar- kostnaður bifreiðg þeirra verði frádráttarhæfur við álagningu tekjuútsvars og tekjuskatts. í þinglok sátu fulltrúar mjög ánægjulegt boð félagsmálaráð- herra og konu hans. í stjórn Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, fyrir næsta ár voru kjörin: Formaður Theodór A. Jóns- son, Reykjavík, varafarmaður Sigursveinn D. Kristinsson, Reykjavík, ritári Olöf Ríkharðs dóttir, Reykjavík, gjaldkeri Eiríkur Einarsson, Reykjavík. Meðstjórnendur: Jón Þ. Buch, Húsavík, Ingibjörg Magnúsdótt ir, ísafirði, Heiðrún Steingríms dóttir, Akureyri, Sigurður Guð mundsson, Reykjavík, Friðrik Á. Magnússon, Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri er Trausti Sigurlaugsson. □ Kemur Bermuda norður á föstudag? í GÆR hringdi Albert Guð- mundsson KSf til Akureyrar og bauð KRA að fá lið Bermuda til Akureyrar n. k. föstudags- kvöld og leika gegn ÍBA, svo framarlega sem samningar við Bermudamenn tækjust um að leika þriðja leikinn á íslandi. — En þegar blaðið fór í pressuna var ekki komið svar frá Bermudamönnum. □ Syndið 200 METRANA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.