Dagur - 07.08.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 07.08.1969, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hJ. EFAST MENN? EFTIRFARANDI ágæt setning, eignuð forsætisráðherra landsins, stóð fyrir nokkru í aðalmálgagni rík- isstjómarinnar: „Ýmsar stjómarráðstafanir hafa að sjálfsögðu verið gagnrýndar, en nú getur enginn efazt lengur um að rétt hefur verið stefnt og betur hafi til tekizt en flestir þorðu að vona.“ — Onnur stjómarblöð fóm svo að berg- mála þessi orð, af því þau vildu að þau væm sönn og reyndu jafnvel að færa að þeim nokkur rök. Vera má, að þeir menn séu til í þessu landi, sem enn trúa því, að stjórnarstefna íhalds og krata hafi vel tekizt og er vel, ef bjartsýnin ræður þeirri trú, því þá hlýtur hún að vera óvenjuleg og óbilandi í senn og vera sterkari eðlisþáttur en svokölluð almenn skynsemi eða rökræn hugsun. En þeir menn em miklu fleiri, sem draga ályktanir af því, er þeir heyra og sjá og reyna sjálfir. Og þeir menn blygðast sín fyrir fleipur af því tagi, sem framar var til vitnað og eignað forsætisráðherranum og allar stað- reyndir vitna gegn. Hin „rétta stefna“, sem enginn efast lengur um, blasir við í eftirfarandi atriðum m. a.: Atvinnuleysi, meira en áður hef- ur þekkzt, jafnvel um hásumar. Landflótta hundraða manna, er burt hverfa í atvinnuleit. Skuldasöfnun við útlönd, svo vextir og afborganir nema miklu hærri upphæð en efna- hagssérfræðingar töldu viðunandi fyrir nokkmm ámm. Meira en helm- ingur togaraflotans er horfinn. Iðn- fyrirtæki í hundraðatali em lömuð eða hafa gefið upp öndina. Bændur landsins hafa safnað skuldum í stór- um stíl af því að tekjur þeirra hafa verið skertar. Ráðstöfunartekjur hins almenna borgara hafa minkað stór- lega, en gengisfellingamar og óða- verðbólgan holgrafa allt efnahags- og atvinnulíf. Viðskiptasiðgæði er á hröðu undanhaldi í landinu — hvert fjármálahneikslið af öðm svæft. Menntamál þjóðarinnar hafa dreg- izt enn meira aftur úr en áður var, samgöngumálin em í ólestri og sum- ir ráðherramir orðnir að stóm við- undri í augum þjóðarinnar. Vera má, að einhverjum finnist þessi upptalning ófögur og vilji síð- ur kryfja hana til mergjar. En hún verður naumast sniðgengin, ef menn ætla að gera sér rétta mynd af helztu málefnum þjóðarinnar. Hætt er við, að myndin verði allt önnur en ósk- hyggjan vill vera láta, og því miður einnig allt önnur en sú, sem Bjami Benediktsson bregður upp í Mbl. og er fölsuð. □ Áffa þúsundir manna í Vaglaskógi UNGMENNASAMBOND í Eyjafjarðarsýslu • og S.-Þing- eyjarsýslu, ásamt stúkum, skát um, íþróttabandalagi Akureyr- ar og æskulýðsfélögum, hafa undanfarin ár haldið menning- arlegar skemmtisamkomur í Vaglaskógi um Verzlunar- mannahelgina. Þessar samkom- ur hafa verið auglýstar vínlaus- ar samkomur með mörgum skemmtiatriðum og hafa tekizt svo vel, að furðu sætir. Vínlaus ar hafa þær að vísu ekki verið, þrátt fyrir öflugt eftirlit lög- regluliðs. En í samanburði við eftirlitslitlar fjöldasamkomur, eru þessar samkomur til fyrir- myndar, þótt herzlumuninn vanti ennþá. Séra Einar Sigurbjörnsson í Ólafsfirði flutti guðsþjónustu, ræðu flutti séra Þórhallur Höskuldsson, Lúðrasveit Siglu- fjarðar lék og Guðmundur Jóns son söng, Kristjá frá Djúpalæk flutti kvæði, þingeyskir hagyrð ingar skemmtu, stúlkur frá Dal vík sýndu fimleika og piltar frá Siglufirði einnig, ennfremurvar glímusýning og fleiri skemmti- atriði, svo sem kvikmyndasýn- ing og dans bæði á laugardag og sunnudag. Blaðið leitaði frétta af sam- komunni í Vaglaskógi hjá Þór- ólfi hreppstjóra Guðnasyni í Lundi og Þóroddi Jóhannssyni framkvæmdastjóra, ennfremur hjá lögregluþjónum á Akureyri, er voru við gæzlustörf í Vagla- skógi um helgina. Samkvæmt umsögn þeirra var allmargt fólk komið í Vagla skóg strax á föstudagskvöldið og var þar þá engin löggæzla, enda ókyrrð nokkur. Nokkrir menn voru teknir úr umferð og sumir þeirra fluttir til Akur- eyrar. Sem heild fór samkoman vel fram. Um átta þúsund manns komu í Vaglaskóg um Verzlunarmannahelgina og er talið, að þar hafi aldrei eins mörg tjöld staðið. Veður var hlýtt og kyrrt en nokkuð rigndi á sunnudagsnóttina. Engin slys eða óhöpp af nokkru tægi urðu í skóginum eða nágrenni hans og ber það aukinni umferðarmenn ingu vitni. □ Vestur-íslendingar í Skagafirði MHG — Frostastöðum, 12. júlí. Siðastliðinn föstudag kom í heimsókn hingað til Skagafjarð ar 60 manna hópur Vestur-ís- lendinga, undir leiðsögn og for- ystu Gísla Guðmundssonar. Voru ferðamennirnir á ýmsum aldri, allt frá unglingum upp í níræða öldunga. Er ellin þeim ekki þung, sem leggja í þvílikt ferðalag eftir 90 ára jarðvist. Hópurinn gisti á Blönduósi nóttina áður, kom við í byggða- safninu í Glaumbæ, ók svo til Sauðárkróks, Hóla, út Skaga- fjörð austanverðan, til Ólafs- fjarðar, fyrir Múlann og til Ak- ureyrar. Lét ferðafólkið vel yfir komu sinni í Skagafjörð þótt á skyggði nokkuð, að veður var ekki sem bezt. Þokulaust var að vísu og fremur hlýtt en gekk á með rigningarhryðjum. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og bæjarstjórn Sauðárkróks- kaupstaðar buðu ferðafólkinu til hádegisverðar að hótel Mæli felli á Sauðárkróki. Mættu þar sýslumaður, bæjarstjóri, nokkr ir sýslunefndar- og bæjarstjórn armenn ásamt frúm, — og Stef- án Eiríksson í Djúpadal, sem árum saman dvaldi í Kanada og fann nú þarna ýmsa fornkunn- ingja. Jóhann Salberg Guðmunds- son, sýslumaður, bauð gestina velkomna með stuttu ávarpi. Gísli Magnússon í Eyhildarholti flutti stutta héraðslýsingu, minnti á helztu merkisatburði í sögu héraðsins og gat þeirra manna, sem hæst ber í skag- firzkri „mannkynssögu". Gísli Guðmundsson túlkaði síðan ræðu nafna síns því sumir ferða mennirnir skildu íslenzku ekki, sér til gagns a. m. k. Á. Rasmus sen frá Vancouver þakkaði mót tökur fyrir hönd Vestur-íslend inganna. Þvínæst var haldið heim til Hóla. — Skammvinnur en skemmtilegur vinafundur sam- landa úr tveimur heimsálfum var að baki. Breyft innheimtufyrirkomuIag Rafveitu Akureyrar EINS og rafmagnsnotendum er kunnugt hefur álestur og inn- heimta rafmagnsreikninga verið með 2ja mánaða fresti. Nú hef- ur stjórn Rafveitunnar sam- þýkkt að láta Skýrsluvélar ríkis ins og Reykjavíkurborgar fram kvæma útskrift reikninganna en með því bjóðast ýmsir mögu leikar. Hefur nú verið sam- þykkt að hafa reikningaútskrift jafnoft og áður þ. e. 6 sinnum á ári en álestur mæla 3 sinnum en í hin skiptin verðrn’ áætlað, þannig að annarhver reikning- ur er áætlaður með hliðsjón af eyðslu notanda síðastliðna 6 mánuði. Þá verður hætt að innheimta í heimahúsum. Reikningarnir verða bornir út til notenda en síðan verður notandinn að VINNINGASKRA VORHAPPDRÆTTIS FRAMSÓKNARFLOKKSINS ÁRIÐ 1969 DREGIÐ var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 10. júlí sl., en vinningar hafa ekki verið birtir fyrr en nú, þar sem skil höfðu ekki borizt. Vinninga- skráin fer hér á eftir: Sumarhús á eignarlandi í Grímsnesi: 8157. Ferð fyrir tvo Akureyri - Kulusuk HINN 14. ágúst verður farin hópferð með 80 manna flugvél F. í. frá Akureyri til Kulusuk á Grænlandi, dvahð þar í fimm klst. og flogið heim samdægurs. Það er Starfsmannafélag KEA sem gengst fyrir ferðinni, en farmiðar verða öðrum seldir meðan rúm leyfir, hjá F. 1. á Akureyri. Fargjaldi er mjög í hóf stillt og þar eru tvær mál- tíðir innifaldar, svo og leiðsögn. Til Kulusuk er tveggja stunda flug. □ til Austurlanda: 26664. Vélhjól: 7399. Myndavél og sýningarvél: 17903. Tjald og viðleguútbún- aður: 30473. Veiðiáhöld, sport- vörur eða myndavél: 7406, 19942, 27732, 35042, 46589. Segul bandstæki: 878, 1355, 6012, 6358, 7675, 7788, 19364, 19556, 28133, 29709, 40896, 42395, 45537, 46610, 46849. Mynda- eða sýningarvél: 125, 126, 1358, 8243,14509,16065, 19641, 26387, 26806, 26807, 27032, 27034, 27648, 31288, 32462, 35056, 35057, 36730, 36897, 40779, 41892, 42313, 43808, 45644, 46428. Sjón- aukar: 21, 5584, 7711, 8127, 8394, 15907, 19045, 19046, 20827, 20847, 22898, 27015, 27137, 28912, 30039, 30100, 30333, 31481, 36899, 37427, 42696, 44460, 44591, 45569, 46511. Sportvörur: 68, 1637, 7776, 12013, 12579, 15282, 20297, 20556, 20562, 20742, 21734, 22224, 23633, 25262, 25836, 30259, 30513, 31585, 34843, 41444, 41910, 42551, 43716, 43717, 44752. (Birt á ábyrgðar) Tilboð opnuð í tollvörugeymslu á Ákureyri Ferðafólki þykir gott að tjalda á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Héraðsskjalasafn Akureyrarkaupsf. og Eyjaf j.sýslu koma með reikninginn og af- rifuna til Landsbanka íslands við Ráðhústorg, útibú hans í Glerárhverfi eða skrifstofu Raf veitunnar til að greiða reikn- inginn. Við greiðslu fær not- andi reikninginn stimplaðann greiddan en gjaldkeri heldur eftir afrifunni. Þá skal á það bent að bankinn tekur ekki við greiðslu nema komið sé með reikninginn og afrifuna. Þá má einnig senda greiðsluna með ávísun stílaðri á Rafveituna, en þá þarf reikningurinn með af- rifunni að fylgja með. Rafveitan mun endursenda reikninginn greiðslustimplaðann. Á það skal bent að gjalddagi reikningsins er við framvísun en greiðslufrestur er allt að 10 dagar. Að þeim tíma liðnum má búast við að afhending raf- magns verði stöðvuð. Að síðustu eru það einlæg til mæli Rafveitunnar að þessum nýjungum verði vel tekið og að fólk greiði skuldir sínar í tæka tíð, það sparar bæði óþægindi og aukin fjárútlát. (Fréttatilkynning) Á ÁRINU 1967 samþykktu bæj arstjórn Akureyrar og sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu að stofna héraðsskjalasafn fyrir bæinn og héraðið, og hefur Ak- ureyrarbær veitt fé til safnsins síðan. Það sama ár var undir- ritaður ráðinn til að koma safn- inu fyrir og veita því forstöðu. Lög um héraðsskjalasöfn voru sett á Alþingi árið 1947. Sam- kvæmt reglugerð, sem sett var um slík söfn árið 1951, skulu þar varðveitt skjalagögn eftir- talinna aðila, stofnana og fé- laga: Hreppstjóra, sáttanefnda, hreppsnefnda, sýslunefnda, bæjarstjórna, bæjar-, sýslu- og hreppsfyrirtækja, forðagæzlu- manna, yfirskattanefnda, undir skattanefnda, undirfasteigna- matsnefnda, skólanefnda, barna verndamefnda, héraðsnefnda, sóknarnefnda, sjúkrasamlaga, bú,naðarsambanda, ræktunaiv sambanda, hreppabúnaðarfé- laga, búfjárræktarfélaga, skóg- ræktarfélaga, ungmenna- og íþróttafélaga, lestrarfélaga og annarra menningarfélaga; enn- fremur skjalagögn nefnda eða erúnaðarmanna, sem bæjar- stjórnir, sýslunefndir, hrepps- nefndir, héraðsfundir eða sókn- arnéfndir skipa. — Slík héraðs- skjalasöfn eru nokkurs konar útibú Þjóðskjalasafns og heyra undir yfirstjórn og eftirlit Þjóð skjalavarðar. Viðurkenning hans á safninu hér sem löglega stofnuðu héraðsskjalasafni hef- ur nýlega borizt bæjarstjórn- inni, dags. 1. júlí sl. Safnið er til húsa í nýbygg- ingu Amtsbókasafns, og geta þeir, sem óska fengið skjala- gögnin léð á lestrarsal þess. Ný lokið er við að setja upp skjala- skápa úr stáli í geymslusal safnsins, og er safnið þá reiðu- búið til að veita viðtöku skjöl- um frá þeim embættum og aðil- um, sem að framan greinir, og reyndar frá hverjum héraðsbúa, sem vill fela því einhver mark- verð skrifuð gögn til varðveizlu. — Þess má geta, að lög mæla svo fyrir, að Þjóðskjalasafn skuli afhenda héraðsskjalasöfn- um þau skjöl, sem því hafa bor- izt frá þeim aðilum og stofnun- um, sem fyrr er getið, og er von á þeirri sendingu innan skamms. í reglugerð er ákveðið, að hvert héraðsskjalasafn skuli vera opið almenningi eigi skem ur en 6 stundir á viku. Verður afgreiðslutími safnsins auglýst- ur með haustinu. Það eru eindregin tilmæli, að allir þeir sem hafa undir hönd- um skjalagögn, bækur eða lausaskjöl, sem afhendingar- skyld eru til héraðsskjalasafns- ins samkvæmt framanskráðu, komi þeim í vörzlu safnsins við fyrstu hentugleika. Gjöi-ðabæk- ur skal afhenda, þegar þær eru fulIskrifaðSr og ‘eigi síðar en 50 ár eru liðin, frá því er hafið var að færa þær, þótt eigi séu full- skrifaðar. Auk þessa tekur safnið einnig fegins hendi við ýmiss konar skjalagögnum fyrirtækja og ein staklinga, t. d. viðkomandi sjó- sókn, útgerð, verzlun og iðnaði, jarðaskjölum hvers konar og lóðaskjölum og gögnum um einstakar framkvæmdir, enn- fremur hvers konar skrifuðum fróðleik, s. s. mannfræði og ætt fræði, dagbókum, sveitarblöð- um, ljóða- og sagnasyrpum, bréfum og ýmiss konar einka- skjölum. — Ef þið vitið um eitt hvert gamalt skrifað dót ein- hvers staðar, þá látið þess getið. Og það þarf ekki endilega að vera gamalt. Heimildir verða gamlar og merkilegar fyrr en varii’, ef þær verða ekki eyði- leggingunni að bráð. — Munið, að frumskjal, sem glatast, er í flestum tilvikum óbætanlegt. — Ef um er að ræða einhver gögn, sem menn af einhverjum ástæð um vilja ekki láta af hendi að svo stöddu, er eigi að síður Niðurröðun úlsvara lokið á Sauðárkróki Tvær spumingar um útflutt hross (Framhald af blaðsíðu 1). leika sjálfir, með kynbótum á islenzkum hrossum ytra, betur en Islendingum. En þá höfum við tapað leiknum og getum áfram framleitt hross til slátr- unar, eftirleiðis, sem hingað til. En erlendum hrossakaupmönn- um hefur verið hjálpað til þess að hefja slíka ræktun með út- flutningi á graðhestum og fyl- fullum merum. □ FYRIR nokkru er lokið niður- jöfnun útsvara í Sauðárkróks- kaupstað. Eftirtalin fyrirtæki og einstaklingar greiða kl. 50 þús. og þar yfir og er þá tekjuút- svar, eignaútsvar og aðstöðu- gjald samandregið: A- Fyrirtæki: Kaupfélag Skagfirðinga kr. 1.438.500.00, Fiskiðjan h.f. kr. 536.000.00, Hlynur h.f., bygg- ingarfyrirtæki, kr. 120.500.00, Trésmiðjan Borg h.f. kr. 94.200.00. B- Einstaklingar: Ole Bang, lyfsali, kr. 183.800.00, Ólafur Sveinsson, sjúkrahúslæknir, kr. 152.100.00, Pétur Ólafsson, tannlæknir, kr. 143.100.00, Friðrik J. Friðriks- son, héraðslæknir,:kr. 109.800.00, Garðar Guðjónsson, vélam., kr. 90.100.00, Hreinn Þorvaldsson, bifreiðastj., kr. 81.500.00, Hákon Torfason, bæjarstjóri, kr. 79.600.00, Árni Blöndal, bóksali, kr. 74.700.00, Gunnar Ágústs- son, vélam., kr. 71.700.00, Stefán Helgason, vélam., kr. 69.700.00, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslum., kr. 69.400.00, Pálmi Jónsson, vélam., kr. 68.300.00, Kári Steinsson, vélam., kr. 65.900.00, Sveinn Bjarnason, verkam., kr. 64.000.00, Gísli Felixson, verkstj., kr. 63.000.00, mikilsvert að vita af þeim, hvað það er og hvar. Vera má, að einhverjir óski þess, að tiltekin gögn komi ekki fyrir almenningssjónir fyrr en að ákveðnum tíma liðnum, og er þá sjálfsagt að verða við slík- um óskum og innsigla þau. Það er áform þeirra, sem að þessu safni standa, að það verði eins gagngert forðabúr hvers konar heimilda og vitneskju um þetta byggðarlag, mannlíf þess og málefni, og kostur er. Því er ætlað að stuðla að þekkingu og skilningi hverrar kynslóðar á högum og háttum hinna eldri kynslóða í héraðinu. Þess er vænzt, að allir héraðs búar, í bæ og í sveit,, skilji, hvert stefnt er, og veiti málinu liðsinni, svo að tilganginum verði náð. / Árni Kristjánsson. Á FIMMTUDAGINN hélt Al- menna tollvörugeymslan h.f. á Akureyri stjórnarfund í Varð- borg, að viðstöddum frétta- mönnum í bænum, þar sem opn uð voru byggingatilboð nýrrar tollvörugeymslu, er á að rísa austan Hjalteyrargötu á Odd- eyri, en þar hefur félagið tryggt sér einn hektara lands og feng- ið leyfi til að byggja 1000 fer- metra vandað tollvörugeymslu- hús ásamt 150 ferm. skrifstofu- byggingu, áfastri, og er þetta hugsað sem fyrsti byggingar- áfangi. Tómas Steingrímsson stór- kaupmaður, einn af félagsstjórn armönnum, opnaði tilboðin og voru þau 6 að tölu frá 5 aðilum og voru þau opnuð í þessari röð: Slippstöðin h.f. og er tilboð hennar 7.95 millj. kr. Smári h.f. tilboð var 6.49 millj. kr. Aðal- geir og Viðar 6.75 millj. kr. Byggingavöruverzl. Tómasar Björnssonar og Malar og steypu stöðin sameiginlega hljóðaði upp á 6.5 millj. kr. og annað tilboð frá sömu aðilum var 5.8 millj. kr. en þar var verulega KERIÐ VALT - TVEIR í SJÓINN • 1 FYRRADAG valt steinker mikið í Þórshöfn og sökk til botns. Tveir menn voru að vinna í kerinu og fóru báðir með því, en björguðust, annar talsvert dasaður. Sjálft er kerið mörg hundruð tonn og vandséð, að það náist upp og komist á ákvörðunarstað við háfnargarð- inn. □ Jón Dagsson Jóhannsson, múr- ari, kr. 60.700.00, Hákon Páls- son, rafveitustj., kr. 59.000.00, Jóhann Guðjónsson, bygginga- fulltrúi, kr. 58.600.00, Sveinn Guðmundsson, kaupfélagsstj., kr. 57.600.00, Guðmundur Valdi marsson, bifvélav. kr. 54.900.00, Þórarinn B. Guðmundsson, verzbm., kr. 54.900.00, ísak Árnason, byggingam., kr. 54.000.00, Þórður P. Sighvats, rafvúki, kr. 53.700.00, Jón Stef- ánsson, bifvélav., kr. 53.300.00, Kjartan Haraldsson, bifreiðastj. kr. 52.800.00, Ástvaldur Guð- mundsson, sjónvarpsv., kr. 50.800.00. □ HELGA JÓNSDÓTTIR frá Öxl Fædd 10. febrúar 1896. Dáin 20. júlí 1969. KVEÐJA FRÁ VINAFÓLKI. Líkt og við hverfandi æviár ört fer sumri að halla, unz þungbúins hinmins höfug tár á haustbleikan gróður falla. I>að verða æ fleiri vinir hér, er voru tryggir og góðir, sem flugstraumur tímans frá oss ber, og fennir í margar slóðir. Við áttum samleið um árabil, og ætíð með bezta hætti, þótt rausn okkar hinna, við reikningsskil, ríflegri vera mætti. Við eignuðumst minningu um ótalmargt, er ánægð við hjá þér dvöldum, á heimili þínu var hlýtt og bjart, þá húmaði á vetrarkvöldum. I»ótt örlögin skilji okkur nú skal ekki syrgja né kvíða, til bjartari heima heldur þú, er hérvistardögum lýkur. Þeim gafst ætíð fögur fyrirheit, hvers ferill var dyggðaríkur. Svo liittumst við aftur, hress og teit, þar huggun og lækning bíða. L. & B. breytt frá útboðslýsingu. Dofri h.f. bauð í verkið 5.126 millj. kr. Tilboðin voru öll miðuð við, að byggingin væri fokheld í nóv- —des. Byrjað er að grafa út hús- grunninn og hófst það verk þennan sama dag. Nokkrir traustir aðilar hafa nú nýlega óskað að gerast hlut- hafar í Almennu tollvöru- geymslunni h.f. og bráðlega mun stjórn hlutafélagsins boða til kynningarfundar til að fá sem víðtækast samstarf um hið norðlenzka fyrirtæki. Þau gleðilegu tíðindi eru sjá- anleg hverjum bæjarbúa, að sunnan á Oddeyri er hafin vinna við nýja framtíðarhöfn bæjarins og á nýja hafnarbakk- anum eru þegar ákveðnar nokkrar stórbyggingar. En það er mikið hagsmunamál, að hafa góða höfn og þá auðveldara að koma á auknum, beinum vöru- flutningum til Akureyrar og frá, sjóleiðina. □ Hermann Guðnason, Hvarfi MINNING ’.SA MIÐVIKUDAGINN 23. júlí sl. var borinn til grafar sveitar- höfðinginn Hermann Guðnason, Hvarfi, 73 ára að aldri. Jarðað var á Ljósavatni, hinu forna höfðingjasetri okkar Þingey- inga. Á eftir fóru allir fram í Hvarf, og þáðu rausnarlegar veitingar, hjá húsráðendum þar. Hermann andaðist á Sjúkra húsi Akureyrar þann 14. júlí sl. eftir margra ára erfiða sjúk- leika. Með Hermanrii er fallinn mikill kjarnakvistur úr ís- lenzkri bændastétt. Ætt hans er runnin, af miklum búhöldum, dugnaðar og gáfufólki. Enda var hann sjálfur mjög vel gerð- ur maður. Allt hans líf var hetjubarátta, því óvenjulega miklir ervið- leikar voru á lífsvegi hans. Og í sannleika sagt, kem ég ekki auga á marga menn, seni hefðu getað fetað í slóð hans með svo þunga vanheilsu, sem Her- mann varð að bera. Árið 1924 veiktist Hermann af lömunarveiki. Ut ýr þeim sjúkdómi kemur hann stór- lamaður. Annar fóturinn og allt upp í mjöðm lamað og óvirkt. Býst ég við, að margur hefði gef izt upp, við að stunda erfiðis- vinnu. En hann var undantekn- ing frá fjöldanum. Hermann hafði óvenjulega þróttmikla skaphöfn, og mjög sterkan vilja kraft. Það undruðust margir, að hann skyldi taka landbúnaðinn sem lífsstarf, jafn lamaður og hann var. Það var einnig svo . með mig. Mér fannst hann svo fjölhæfur, að eðlilegt hefði ver- ið, að velja sér léttara starf. En - Góður afli á Þórsliöfn (Framhald af blaðsíðu 1) Helgasonar og Dagur, 25—30 smálestir, eigandi Vilhjálmur Sigtryggsson. Þessir bátar eru báðir nýsmíðaðir. Nú stendur yfir lenging hafn arbryggj unnar á Þórshöfn og stórbætir það aðstöðu fyrir bát- ana. Leikfélag Þistilfjarðar sýndi Skugga-Svein á Þórshöfn í vor og nýtt ungmennafélag var stofnað á Langanesi í vor. Hér- aðssamkoma Ungmennasam- bands N.-Þingeyinga var í Ás- byrgi 12. og 13. júlí. Þar voru iþróttir í öndvegi, en aðalræðu dagsins flutti Jón Helgason rit- stjóri og Lúðrasveit Húsavíkur lék. 20. júlí var systkinabrúðkaup í Svalbarðskirkju. Guðrún Egg- ertsdóttir, Laxárdal, giftist Ás- valdi Marissýni frá Bolúngar- vík og Stefán Eggertsson, Lax- árdal, kvæntist Hólmfríði Jó- hannesdóttir frá Hafnarfirði. Séra Marinó Kristinsson pró- fastur á Sauðanesi gaf brúð- hjónin saman. Ó. H. þetta starfsval Hermanns, álít þetta starfsval Hermanns átti dýpri rætur en flestir álitu. Honum var í hjarta borinn sannur áhugi fyrir bættum hag íslenzku bændanna, bæði á efna legu og andlegu sviði. Býst ég við að honum hafi fundizt, að ef hann ekki tæki landbúnað- inn að starfi, væri hann að svíkj ast undan merkjum. Hvarf var talið rýrðarkot. Þó er þar nokk ur þokki, og friðsælt umhverfi. Þar ólst Hermann upp í stórum systkinahóp. Ekki við nein auð- ævi né allsnæktir. Ekki heldur við verulegan skort. Öll börnin á Hvarfi náðu góðum þroska og urðu nytsamir þjóðfélagsþegn- ar. Bernskuheimilið — æsku- sporin. Þetta mun hafa fangað hug Hermanns, og gefið honura sterka þrá til að lyfta íslenzkum landbúnaði til lífvænlegrar af- komu. Ég man vel hvernig Hvarf leit út árið 1906. Svo sé ég hvernig býlið stendur 1969. Þessar tvær myndir eru harla ólíkar. Að vísu er Skjálfanda- fljót eins, með sinn þunga nið. Eyjan, kvíslin, fjöllin. Þetta er allt óbreytt. En gamli torfbær- inn og öll önnur hús, allt horfið. En í staðinn eru komin vel byggð hús, úr varanlegu efni. Gamla túnið er eins og lófastór blettur í samanburði við alla nýræktina. Þetta voru verk lamaða mannsins. En hann stóð ekki einn. Kona hans, Fanney Jóns- dóttir frá Glaumbæ í Reykja- dal, sem látin er fyrir nokkru, var hans dyggi og sterki lífs- förunautur. Hún stundaði Her- mann í veikindum hans, og fylgdi honum svo allt sitt líf. Þá mun Gunnar bróðir hans, nú bóndi á Bringu í Eyjafirði, hafa rétt Hermanni hjálparhönd, þeg ar hann var að byrja fram- kvæmdir sínar. Jón Hermannsson bóndi á Hvarfi hefir tekið upp merki föður síns, og virðist halda því vel á lofti. Eins og áður er getið, var Her mann góðum hæfileikum gædd ur. Vel greindur. Smiður góður, og mjög gerhugull. Hermann var ekki fljótur að taka ákvörð- un. En þegar hann byrjaði að framkvæma eitthvað, þá var það mjög vel hugsað, svo oftast mun áætlun hafa staðizt. Oddviti og sýslunefndarmað- ur Bárðdælahrepps var hann um langan tíma. Formaður Kaupfélags Svalbarðseyrar um árabil, og mörg fleiri störf voru honum falin. Hermann var góður félagi. Einlægur, hlýr og bjartur. Við kveðjum hann öll með þökk og virðingu. Börnum hans og systkinum sendi ég kæra kveðju. Landamóti 27. júlí 1969. j Sig. Geirfinnsson, t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.