Dagur - 22.10.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1969, Blaðsíða 2
2 nýr heimur EINAR SIGLRÐSSON, LANDSLIÐSMAÐUR í HANÐKNATTL., FLYTUR TIL AKUREYRAR Sigurður D. Fransson svarar spurningum AKUBEYRINGAR hafa verið svo lánsamir á undanfprnum árum að fá til sín erlenda, vel menntaða tónlistarmenn til að kenna og taka að sér fleiri leið- andi stöiÆ á sviði tónlistar. <Og nú, undarifaima daga, héfur brugðið fyrir tórilistafkennur- unum, P. Jenkins, Maríu B. Juttner og Sigurði D. Eranz- syni, sem komin eru úr sumar- leyfum sínum og hefja nú störf við tónlistafkennslu, ásamt vel menntúðu 'heimafólki, m. a. undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar. En hér er hið er- Sigurður D. Franzson. lend-ættaða fólk sérstaklega nefnt, vegna þess að það er mikilsvert að fá það til starfa hér, sem viðbót við þá starfs- krafta, er fyrir eru og sízt ber að vanmeta. En tónlist er óum- deilanlegur þáttur í menningu hvers staðar og lífsnautn alls þorra manna. Akureyri hefur löngum verið kórabær með sína þróttmiklu og vinsælu karlakóra og fyrrum stóran kantötukór. En þegar söngnum sleppir, er ekki um auðugan garð að gresja. Æski- legt væri að auka mjög tón- listarlíf bæjarins með einhverj- um hætti og víst mun þróunin í rétta átt með starfsemi tón- listarskóla, en fleira þarf til að koma. Einn daginn gekk Sigurður D. Franzson hér fyrir glugga og kallaði ég til hans og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvað finnst þér um tónlistar- Iíf á Akureyri? Ef dæma ætti eftir því, að fyrir nokkrum dögum hlýddi ég á ungan píanóleikara í Borgar- bíói, en þar voru aðeins 32 áheyrendur, yrði dómurinn harður, því mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég virti fyrir mér þennan litla áheyrendahóp, því hann taldi aðeins 32. Hér á Akureyri er sönglistin í fyrsta sæti og mjög athyglisvei'ð, þótt karlakórarnir tveir hafi hlotið nokkra gagn- rýni. En auk þeirra starfar nú kvennakór, einnig kór mennta- skólanema. En það er lítið um aðra teg- undir tónlistar þótt hafðar séu í huga Hljómsveit Ingimars Eydals og Laxar, og svo Lúðra- sveitin. Þínar tillögur til úrbóta? Til úrbóta í söng langai' mig til að benda á það, að hér á Akureyri er hægt að hafa bezta karlakór landsins með því að sameina karlakórssönginn í einn farveg, því hér eru söng- menn margir ágætir. Blandaðir kórar hafa einnig sínu hlutverki að gegna og vissulega er einnig til ágætur efniviður í slíkan söng. En í þessu efni geng ég að sjálfsögðu alveg fram hjá samkeppni rrtilli kóranna og lít á söngfólkið sem eina heild með feikna mögúleika. í öðru lagi héfur það verið áhugamál mitt að komið yrði upp hljómsveit, er tæki létta tónlist, en ekki jazz, til meðferðar. Safnað hef- ur verið í sjóð til þess að koma málinu fram og miðar því í rétta átt. Pleiri tillögur eða ábending- ar? Já, hér á Akureyri starfar píanóleikarinn Philip Jenkins, sem er listamaður á heimsmæli kvarða og hann er kennari við Tónlistarskólann og hefur held ég verið ráðinn söngstjóri Geysis. Akureyringar þyrftu og gætu notið hans meira en hing- að til. Hann ætti að leika fyrir nemendur skólanna, kynna gömlu meistarana bæði í tónum og með orðum. Ég er viss um, að mörgu ungmenni myndi opnast nýr heimur og fagur, ef verkin væru kynnt vel og einn- ig leikin. En margskonar tón- list, einkum „hin göfugasta list“ fei' fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldanum vegna þekkingai'- skorts á nokkrum undirstöðu- þáttum. Slík kynning ætti að vera fyrir alla, eins og aðrar kennslustundir. í framhaldi af þessu eða jafnhliða ætti að fara fram í Akureyrarkirkju sams- konar kynning, að öðru en því, að þá yrði leikið á hið vandaða pípuorgel. (Framhald af blaðsíðu 8). ekki þyrfti að greiða kaupverð hans. Þetta er harður dómur um það, livérnig að togaraút- gerð er buið undir „viðreisnar- stjórn“. Þó enn liarðari dómur um þaö efnahagskrefi í landinu, sem segir íslendingum það í töl um, að ekki borgi sig hér á landi, að róa til fiskjar. En sam,- kvæmt sama kerfi borgar sig ekki heldur að framleiða kjöt eða mjólk á Islandi. Og það fer að verða hæpið, að það borgi sig að vera íslendingur, enda næg dæmi þess, að margir líta svo á og flýja sumir til annarra landa. VILJA MENN GEFAST UPP? Það er svo sem hægt að snúa faðirvorinu upp á fjandann og það er líka hægt að segja það, að það borgi sig ekki að stunda aðal atvinnuvegi okkar, þá at- vinnuvegi, sem þjóðin hefur ætíð lifað á og mun gera um langa framtíð. En ef við gerum það, erum við að snúa stað- reyndunum við og láta illa stjórnarstefnu blekkja okkur. Auðvitað verða íslendingar að sækja sjóinn og rækta jörðina og auðvitað mun Ú. A. endur- nýja skipastól sinn, rétt eins og Siglfirðingar, Sauðkræklingar og Hofsósbúar, sem ýmist hafa skipasmíðar í undirbúningi eða hafa fengið sitt skip. FER RAFVÆÐINGU AÐ LJÚKA? Jóliann Hafstein flutti ræðu á Nokkuð að endingu? Það gæti vei-ið margt, en að síðustu vil ég hvetja þá, sem vilja halda áfram í kórsöngs- námi í söngdeild Tónlistarskól- ans, að láta vita. Þetta gafst vel í fyrra og lauk náminu með samsöng, svo sem onargir ef- laust muna. Nú er þessi leið opin á ný, einnig fyrir nýliða. Blaðið þakkai' svörin. E. D. NÝLEGA barst mér í hendur rit, sem Prentsmiðjan Leiftur hefur sent frá sér og ber ofan- greint heiti. Rit þetta er þýtt úr ensku af Benedikt Arnkelssyni cand. theol. og er eftir konu, R. M. Ssment að nafni, og er sú skólastjóri í Englandi. Varla er við því að búast að mikið beri á riti þessu, enda vísast að væntarilegt jólabókaflóð færi það í kaf. Engu að síður er full ástæða fyrir alla hugsandi menn, að kynna sér hvað höf- undui'inn hefur að segja. Nafn ritsins er e. t. v. nægjanlegt til að skýra innihaldið, en höf. varð snemma sanntrúaður kommúnisti og lýsir viðhorfum sínum í „ljósi“ þeirrar trúar, en kemst um síðir í kynni við Kristindóminn. Opnast henni þá nýr heimur og fer hún þá að endurskoða viðhorf sín til lífs- ins í ljósi hinnar nýju þekk- ingar. Laðast hún meir og meir að þeirri persónu, sem ein á svar við dýpstu spurningum lífsins: Kristi Jesú. Ekki skal efni ritsins rakið meira hér á þessum vettvangi, aðeins á það bent að kristilegar bókmenntir landsfundi Sjálfstæðismanna og tilkynnti, að hann tæki nú senn við raforkumálaráðuneytinu af Ingólfi Jónssyni. í því sambandj sagði hann að Ingólfur hefði verið „mikilvirkastur“ allra ís- lenzkra raforkumálaráðherra „fram til þessa“. Um Ingólf sagði liann ennfremur: „Hann hefur um það bil lokið einu því göfugasta hlutverki, sem nokkr um íslendingi gæti í skaut fall-' ið, að hafa forystu um raflýs- ingu liinna dreifðu byggða“. Vonandi má skilja þetta svo, að ekki vanti nema herzlumun- inn á að „hlutverkinu“ verði lokið næsta sumar, þar með t. d. rafvæðingu í Bárðardal og N.- Þingeyjarsýslu. (Framhald af blaðsíðu 1). Tillaga um athugun á virkjun jarðhita að Laugalandi. Bæjarráð leggur til, að bæjar stjórn samþykki tillögu Ingólfs Árnasonar, bæjarfulltrúa, um að fram fari framhaldsathugun á virkjun jarðhitans að Lauga- landi á Þelamörk, sem fram kom á síðasta fundi bæjar- stjórnar. Fjárveiting úr vegasjóði til Skíðahótelsvegar. Lögð var fram fundargerð íþróttaráðs dagsett 26. septem- ber sl. ásamt afriti af bréfi frá þingmönnum í Norðurlandskjör dæmi eystra til vegamálastjóra ÞAÐ er- nú endanlega ákveðið, að hinn kunni handknattleiks- maður, Einar Sigurðsson frá Hafnarfirði, flytur til Akureyr- ar um næstu mánaðamót og tek ur að sér þjálfun í vetur á öllum flokkum hjá KA. Það þarf ekki að efa, að koma Einars til Akureyrar hefur mjög mikla þýðingu fyrir hand- eru sjaldséðar hér á íslandi. Þótt hér sé ekki á ferðinni stór- verk á því sviði, væri ekki frá- leitt að ætla að meira yrði að gert, fengi viðleitnin góðar við- tökur. Og ekki ættu hinir rnarg umtöluðu fjárhagserfiðleikar að standa í veginum fyrir því að menn gætu eignast rit þetta. Það kostar aðeins fimmtíu krón ur. JVG SAMGÖNGUMAL. Kjördæniisþingið leggur til, að tekin verði ríkislán, innlend og erlend, til þess að ljúka á tilteknum tíma og svo fljótt sem gerlegt þykir, lagningu vandaðr ar hringbrautar um landið, er liggi svo sem unnt er um byggð ir og sé við það miðuð, að vera fær allt árið. Sérstaka áherzlu leggur þing ið á, að komið verði á sem ör- uggustu hringbrautarsambandi milli kaupstaða og kauptúna hér í kjördæminu, og þá miðaö við þau snjóalög, sem venjuleg eru hér á vetrum. Vinna þarf að því að bæta símasamband í sveitum. Strand ferðaþjónusta og aðrar samgöng ur á sjó eru með öllu óviðun- andi eins og nú horfir. Krefst þingið þess, að úr verði bætt, má a. með því að framkvæmd verði ályktun Alþingis um út- gerð strandferðaskips frá Akur- eyri. Kjördæmisþingið telur að bæta þurfi aðstöðu við flugvelli á Norðurlandi og halda þurfi uppi sem beztu skipulögðu og öruggustu innanfjórðungsflugi. Eins og ni'i horfir í læknaskip- unar- og heilbrigðismálum, eru flugsamgöngur lífsnauðsyn og verður seint of miklu til þeirra fórnað. Kjördæmisþingið mótmælir öllum ráðagerðum um skertar flugsamgöngur við flugvelli á Norðurlandi. Kjördæmisþingið telur mikils vert að fylgjast sem bezt með nýjungum í norðlægum löndum í sambandi við þungaflutninga um fjárveitingu til endurbóta á Skíðahótelsvegi. Bæjarráð óskar eftir staðfest- ingu frá vegamálastjóra, þess efnis að lagt verði fram fé úr vegasjóði kr. 500.000.00 til end- urbóta á Skíðahótelsvegi svo og hvenæi' greiðsla þessi gæti farið fram. Vinnufyrirkomulag við verkleg ar framkvæmdir við vöruhöfn- ina. Rætt var um verktilhögun við gerð landsvegg bryggjunnar og samþykkir hafnarstjórn að bjóða verkið út. Skuli stefnt að því að hraða útboði og gerð kantsins eftir mætti. knattleiksíþróttina í bænum, því það sem fyrst og fremst hef- ur háð handknattleiksíþróttinni hér er alger vöntun á hæfum leiðbeinendum fyrir yngri flokk ana. Það er beinlínis frumskil- yrði fyrir hverja íþróttagrein, að yngstu þátttakendumir fái rétta kennslu frá byrjun, og þá fyrst getum við hér nyrðra vænzt þess að standa í beztu liðum syðra, að þjálfunin sé tek in föstum tökum frá grunni. Hér er fjöldi ungmenna sem hafa nægt þrek og áhuga, en því miður er það staðreynd, að kennsla hefur ekki verið sem skyldi, og ef íþróttafélögunum tekst ekki að fá hæfustu menn til leiðbeinendastarfa fyrir unga fólkið í hverri íþróttagrein, þá er illt í efni. Handknattleiksfólk býður því Einar velkominn norður og bindur miklar vonir við komu hans til bæjarins. í snjó og við að ryðja snjó af vegum. HAFNARGERÐIR. Þingið minnir á, að enn er ólokið meiri og minni hafnar- mannvirkjum víða í kjördæm- inu og að landsáætlun fyrir næstu ár gerir ekki ráð fyrir að1 þeim verði lokið nema að nokkru leyti á því tímabili. Vegna mikilvægis hafnanna fyr ir sjávarútveg og flutninga fólks og vara telur þingið, að ekki megi slaka á uppbyggingu þeirra fyrr en hún er komin í viðhlítandi horf. Meðal þeirra framkvæmda, sem hafnar eru eða eru fram- undan af þessu- tagi, er hafskipa bryggja Akureyring á Oddeyri, en að öðru leyti skal hér nefnt: Lenging hafskipabryggju og við legubryggju fyrir fiskiskip á Þórsliöfn, smábátaaðstaða á Raufarhöfn, dýpkun á Kópa- skeri, hafskipabakki og smábáta kví á Húsavík, nýr hafnargarð- ur og trébryggja í Grímsey, bryggja og lenging garðs í Greni vík, lenging hafnarbryggju, dýpkun og fleira í Hrísey, dýpk un á Davík, fullgera þarf báta- kví í Ólafsfirði. Eru þetta mann virki til viðbótar þeim, í höfn- unum voru í lok sl. árs. MENNINGARMÁL. Kjördæmisþingið 1 e g g u r áherzlu á, að veittur verði full- nægjandi stuðningur gamalgró- inni menningarstarfsemi áhuga manna, einkum á sviði leiklist- ar og tónlistar, sem á sér langa sögu á Norðurlandi. í því sambandi bendir þingið á mikilvægi þess, að leiklistar- félögum í fjórðungnum verði gert fjárhagslega kleift að njóta ávallt Ieiðbeininga hæfustu leik húsmanna um verkefnaval, svið setningu og leikstjórn, enda sýn ir reynslan, að þegar góðra leið beinenda hefur notið við, hafa leikfélög og einstakir leikarar unnið umtalsverð afrek í list sinni. Vinna ber að því, að opin- berum menningarstofnunum, sem þjóðin öll á tilkall til og kostar, s. s. Þjóðleikhúsi, Lista- safni ríkisins og Sinfóníuhljóm- sveit, verði gert að skyldu að annast flutning leikhús- og tón listarverka sem víðast um land og vinna að því, að yfirlitssýn- ingar á verkum fremstu mynd- listarmanna þjóðarinnar og aðrar menntandi listsýningar verði settar upp utan höfuð- borgarinnar. □ - SMÁTT OG STÓRT . . . - Eiff og annað frá bæjarsfjórn Frá kjördæmisþingi Framsóknarmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.