Dagur - 22.10.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 22.10.1969, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. „I sjávðrháska" Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík flutti forsætisráð- herrann, Bjami Benediktsson, mikla ræðu. Hann sagði, að stjórn sín hefði verið „þolinmóð“ stjórn og fleira hefði liún til síns ágætis. „Við höf- um því sannarlega unnið til trausts þjóðarinnar", sagði hann. Samt hefði Sjálfstæðisflokkurinn misst fylgi í kosningunum 1967, enda væri kosn- ingagæfa völt og alltaf yrði einhver fyrir vonbrigðum. Þetta og fleira í sarna tón sagði forsætisráðherrann við flokksmenn sína og rakti raunir sínar og bætti síðan við: „Mér er að nokkru á sama veg far- ið og manni, sem lent liefur með skip sitt í sjávarháska“. Hann sagði, að það hefði orðið að sitja fyrir öllu öðru í seinni tíð, að bjarga stjórnarskútunni úr sjávar- háska. Enginn efast heldur um, að það hafi verið reynt, og ekki aðeins með því að troða í glufurnar með því sem fyrir hendi var, heldur einnig fengnir öflugir dráttarbátar austan og vestan um haf, hinu nauð- stadda skipi til lijálpar. En forsætisráðherrann virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því, hvers vegna skip hans lenti í sjávarháskan- um og hvers eðlis sá sjávarháski er, sem að honum steðjar. Skútan hans hefur ekki lent í sjávarháska vegna stórviðris. Sjó- veðrið undanfarið hefur ekki verið verra en gengur og gerist hér um slóðir. Sá sem vill sigla verður alltaf að gera ráð fyrir úfnum sjó öðm hverju. Og hann má ekki telja sér trú um, að öldugjálfur sé sama og stórsjór. Forsetisráðherrann er staddur í sjávarháska vegna þess, að skútan hans var ekki sjófær. Henni tókst að vísu að komast leiðar sinnar og sýnd ist jafnvel ganga greitt í spegilslétt- um sjó góðærisins. En um leið og fyrsta skvettan kom inn á þiljur, sýndi það sig, sem mörgum var ljóst í öndverðu, að fleytan sú hefði aldrei átt að fá neitt haffæruskírteini. Það er alveg sama þótt kapteinn- inn sé þolinmóður og þrár og vilji að skipi sínu sé treyst. Flestir aðrir sjá, að svona skipi á ekki að sigla. Það er ekki ófyrirsynju að forsætis- ráðherrann óttast nú, að þjóðin fari að afskrá fúakláfinn og setja nýtt skip á flot. □ Greinaroerð um Laxárvirkjunarmálið - frá stjórn náttúruvernd á! armálið frá stjórn Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi ÞESS hefur verið farið á leit, að við gerðum opinbera grein fyrir afstöðu hinna nýstofnuðu náttúruverndarsamtaka til fyrir hugaðra virkjunarframkvæmda í Laxá í Þingeyjarsýslu. Okkur er vissulega ljúft og skylt að verða við þessari beiðni, og von um að okkur auðnist að túlka sjónarmið félagsins og allra náttúruverndarmanna í þessu mikilvæga máli. 1. Það er einróma sjónarmið stjómarinnar, að Laxá í Þing- eyjarsýslu, sé með allra mestu gersemum íslenzkrar náttúru, og þótt víðar sé leitað. Það værl því óbætanlegt glapræði, ef henni eða næsta umhverfi henn ar yrði spillt á einhvern hátt. Sama gildir og að sjálfsögðu um, Mývatn og umhverfi þess. Við teljum því að virkjunarkostn- aður megi fyrir engan mun vera ráðandi um gerð þessara virkj- unar, heldur verði þar einnig að taka verulegt tillit til náttúru- verndarsjónarmiða. Við viljum einnig vekja at- hygli á því, að vatnakerfi þetta er svo verðmætt og arðgæft í núverandi mynd sinni, að fram- leiðsla ódýrrar raforku getur naumast réttlætt skemmdir, enda byggist afkoma fólks í fjölbyggðu liéraði nú þegar að verulegu leiti á því. Sérstaða vatnakerfisins, Laxá —Mývatn, birtist okkur í óvana legu auðugu og ríkulegu lífi jurta og dýra í því og umhverfis það, lífi sem á fáar eða engar hliðstæður í svo norðlægum löndum, og jafnvel ekki í allri Evrópu. Þetta mikla lífsmagn leiðir svo aftur af sérstöðum eðliseiginleikum þess; vatnið er mjög næringarríkt lindavatn, sem síast undan hraununum suður og austur af Mývatni, og blandast við laugarvatn, frá Námafjallssvæðinu. Sem lindar vatn, er bæði vatnsmagn og hita stig mjög stöðugt, en þó hitnar vatnið allmikið á sólríkum sum ardögum, á leið sinni gegnum Mývatn, vegna þess hve það er grunnt. Vegna hins stöðuga vatnsborðs, eru bakkar vatn- anna algrónir, og næringar- auðgi vatnsins eykur grósku þess gróðurs að miklum mun. Er þetta eitt augljósasta ein- kenni vatnakerfisins og það sem flestum finnst sérlega fagurt. Næringarkeðja lífsins í vatn- inu, gengur frá kísilþörungum og öðrum smásæjum þörung- um, gegnum smákrabbadýr, skordýr (mýlirfur) og fiska til fugla, sem á vatninu lifa. Þessi næringarkeðja er þó engan veg inn nógu vel þekkt, né heldur sjálft eðli vatnsins, og ekki er þekkingin heldur mikil á íbúum þess. Þess má geta, að hið fræga bitmý, klekst einkum í efsta hluta Laxár, en ekki í sjálfu Mývatni. Það lætur að líkum, að lifríki vatnakerfisins muni vera við- kvæmt fyrir hvers konar breyt- ingum á því. Enginn hlekkur næringarkeðjunnar má bila, þá eru hinir í hættu. Gildir þetta að sjálfsögðu um öll vötn, en hér er óvenju mikið í húfi, ef illa tekst til. 2. Stjórn náttúruverndarsam- takanna er grundvallarlega ekki mótfallin nýjum virkjun- um í Laxá, enda telur hún að vel hafi tekizt til með þær, sem þegar eru komnar. Hins vegar teljum við augljóst, að hinum fyrirhuguðu mannvirkjum og breytingum á Laxá, í sambandi við svonefnda Gljúfurversvirkji un, eins og hún er nú áætluð, og samþykkt af Laxárvirkjunar stjórn, fylgi svo mikil röskun á eðli árinnar, að lífi hennar geti stafað veruleg hætta af því. Það er skoðun okkar, að ekki beri að taka þá áhættu, án undan- genginnar rannsóknar, þ. e. áður en vitað sé í hverju hætt- an sé fólgin og hve mikil hún sé. Við leyfum okkur að vísa hér til kynningarfundar, er Laxár- virkjunarstjórn boðaði til á Breiðumýri sl. vor, þar sem m. a. kom fram, að á lokastigi þessarar virkjunar er áætluð um 50 m há stífla í Laxárgljúfr- um, en við hana myndast uppi- stöðulón, sem nær inn í miðjan Laxárdal. Lóni þessu er ætlað margs konar hlutverk, þar á meðal að miðla vatni milli árs- tíða, svo og milli tímabila mis- munandi álags (topþmiðlun). Toppmiðlunin myndi hafa í för með sér dagssveiflur á vatns- borði árinnar, neðan lónsins, en slíkar dagssveiflur eru nú eng- ar. Árstíðamiðlun myndi hins' vegar breyta vatnsborði lónsins afar mikið, líklega allt að sjö metrum. Vegna þess hve lónið er djúpt, myndi það kæla vatn- ið verulega á sumrum, en auka hitastig þess framan af vetrin- um. Það myndi ennfremur taka við mestum hluta þess fok- sands og þess slýs, sem Laxá ber nú með sér. Slýið, sem er að mestu leiti grænir þörungar, myndi rotna í lóninu, en nokk- ur hætta gæti stafað af ófull- kominni þess (myndun brenni- steinsvetnis). Sama er að segja um gróður þann, sem fer á kaf í lóninu. í sambandi við Gljúfurvers- virkjun er fyrirhugað, að veita Suðurá í Kráká og auka þar með vatnsmagn Laxár um allt að þriðjung. Af því leiðir að sjálfsögðu vatnsborðshækkun, sem nemur allt að 20 sm. í Aðal dal, og straumhraði árinnar eykst einnig nokkuð. Af þessari upptalningu verð- ur ljóst, að nokkrum meginein- kennum árinnar verður breytt við fyrirhugaða Gljúfurvers- virkjun, svo sem hitastigi, vatns borði og sennilega einnig efna- samsetningu vatnsins. Einnig er nokkur hætta á að bakkar og botn árinnar grafist. Varla verður hjá því komizt, að álykta, að sú Laxá, sem verð ur til eftir þessa breytingar er önnur, en sú sem við þekkjum í dag, hvað sem annars má segja um kosti þess nýja vatns- falls. 3. Það er samdóma álit okkar, að gera verði ýtarlegar vatns- fræðilegar (limnologiskar) og líffræðilegar rannsóknir á vatna kerfi Laxár og umhverfi þess, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldsvirkjun í því formi, sem nú er fyrirhugað, eða a. m. k. áður en lokastig þeirrar virkjunar verða ákveð- in. Rannsóknir þessar ættu að miða að tvennu: Annars vegar að kanna núverandi ástand vatn anna og lífsins í þeim, hætti líf— veranna, og samskipti þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt. Hins vegar, að reyna að finna út, hvaða áhrif fyrirhugaðar framkvæmdir hafa á lífsskilyrð in, og þar með á lífið í vatna- kerfinu og umhverfi þess. Verði þar einnig stuðst við reynslu frá öðrum svipuðum virkjunum, t. d. úr Fljótum, svo og við sam bærilegar virkjanir erlendis. Við teljum að hér sé um svo mikið verkefni að ræða, að það verði naumast leyst, nema með sérstakri rannsóknastöð, er stað sett yrði við Laxá eða Mývatn. Niðurstöður þessara rann- sókna og annarra, er kunna að verða gerðar, eða hafa þegar farið fram, ættu síðan að skera úr um það, hvort ráðist verður í Gljúfurversvirkjun, eða þau stig hennar, sem mestri röskun valda. Við viljum í þessu sambandi vísa á tillögu, sem samþykkt var á ráðstefnu samtakanna á Laugum sl. vor, og send hefur verið hlutaðeigandi aðilum. Til- lagan er efnislega alveg sam- hljóða því sem hér er rakið. Það kom greinilega fram á áðurnefndum kynningarfundi á Breiðumýri, að rannsóknir slík- ar sem hér er talað um, hafa til þessa, engar verið gerðar. 4. Við viljum benda á, að verði haldið fast við áætlaða. stífluhæð í Laxárgljúfrum, fer mikið nytjanlegt land, svo og ýmis merk náttúrufyrirbæri for görðum. Um skemmdii' á ræktuðu og ræktanlegu landi, svo og á mannvirkjum öðrum, þarf ekki að ræða frekar hér, þótt það sé að okkar dómi eitt alvarlegasta málið, en ljóst er að aðrir eru færari til að gera því máli glögg skil. Þó skal það skýrt fram tekið, að náttúruvernd nútím- ans stefnir yfirleitt að skynsam- legri og hóflegri nytjun lands, en ekki að eyðingu byggðar eða búskapar. Þá aðferð Laxár- vii'kjunarstjórnar, að kaupa upp jarðirnar í Laxárdalnum, verðum við því að telja var- hugarverða, þar sem hún stefn- ir augljóslega að eyðingu byggð arinnar þar. Þar sem ekki verð- ur annað séð, en dalurinn a. m. k. innri hluti hans, verði þrátt fyrir lónið allvel byggilegur, og skilyrði til fiskveiða o. s. frv., nokkur, virðist fátt mæla með réttmæti þessarar stefnu. Tvö hraun hafa runnið niður eftir Laxárdal, hið yngra fyrir um tvö þúsund árum. Þess sjást hvarvetna merki, að hraunið hefur runnið niður dalinn líkt og straumþung elfur, ekki ósvip að og Laxá nú, þótt hægar hafi farið, enda rennur áin nú víða í farvegi eldárinnar, eða í svo- nefndum hrauntröðum. Munu þær traðir óvíða fegurri eða til- komumeiri, en í neðanverðum Laxárdal. Um miðbik dalsins er nokkuð af hinum sérkennilegu gervigígum, sem eru einkenn- andi fyrir þetta hraun. Volgar laugar eru á nokkrum stöðum, neðantil í dalnum, og mun sá jarðhiti lítt eða ekki kannaður. í ánni er fjöldi eyja og hólma með ríkulegum gróðri og ýms- um sjaldgæfum tegundum, en í sumum þeirra er fjölbreytt andavarp. Annars er lífríki þess svæðis, sem áætlað er að sökkva, frem- ur lítið þekkt. Virðist því sjálf- sögð krafa, að Laxárvirkjun láti gera sérstaka líffræðilega rannsókn á svæðinu, og kosti þá rannsókn að öllu leyti. 5. Veiting Suðurár í Svartár- vatn og þaðan í Kráká, gæti haft veruleg áhrif á Laxá, Skjálfandafljót og Mývatn, og viljum við því taka sérstakan vara á þeirri framkvæmd. Um- fram allt yrði að tryggja það, að slík aukin Kráká, hlaupi ekki í Grænavatn og Mývatn, eins og Kráká gerir nú stund- um. Þar sem Suðurárveitan er ekki áætluð fyrr en að 10—15 íslcnzkur liundur, Píla frá Ólafsvöllum. Frá Hundaræktarfélagi íslands Tonleikar Olav Erikson á Akureyri I Samtaka um árum liðnum, sýnist okkur óþarft að ræða hana meira hér. 6. Stjórn náttúruverndarsam- takanna telur, að í svo mikil- vægu og víðfeðmu máli, sem þessu, verði ekki hjá því kom- izt, að taka fullt tillit til óska og álits íbúanna í viðkomandi héraði. Vötnin sem hér um ræð ir, eru fyrst og fremst þeirra eign, og þeirra er landið um- hverfis. Þeir eiga því mest í húfi, að vel takizt til um alhliða nytjun vatnanna. Aðrir hafa þar lítið meira en tillögurétt. Allar eignarnámsheimildir breyta litlu, um þetta grundvallareðli málsins. Siðferðislega skoðað á þó þjóð in og raunar allt mannkynið, eina kröfu á hendur eigendun- um, en hún er sú, að þeir varð- veiti þann fjársjóð, sem þeir eru bornh' til, fyrir öllum hugsan- legum skemmdum. Við getum ekki betur séð, en að Þingey- ingar hafi gert sér þá skyldu Ijósa. Til þess eiga þeir alla að- stoð skylda. Rafmagnsverð er stundlegt fyrirbæri, en skemmdir á nátt- úrunni eru oftast óafturkræfar. Vill Laxárvirkjunarstjórn bera ábyrgð á þeim? Höfum við ekki ráð á að velja næstódýrustu aðferðina, ef með því verður landskemmdum forð að? Akureyri, 7. október 1969. Helgi Hallgrímsson, Hjörtur E. Þórarinsson, Árni Sigurðsson, (Framhald af blaðsíðu 8). Þeir, sem verða fulltrúar á kirkjufundinum eru allir prest- ar landsins, sóknarnefndir, safn aðarfulltrúar, meðhjálparar og formenn kristilegra félagssam- taka. Gert er ráð fyrir mörgum fulltrúum úr öllum landshlut- um og munu þeir gista hjá ýmsum borgurum bæjarins. Hér fer á eftir dagskrá kirkju fundarins: Föstudagur 24. október. Kl. 5 e. h. Fundarsetning í kapellu Akureyrarkirkju, kjör- in allsherjarnefnd, fundarstjór- ar og ritarar. — Umræðuefni fundarins: „Störf og verksvið sóknarnefnda. Almennt safnað- arstarf". Frummælendur: Hjört ur E. Guðmundsson forstjóri, Reykjavík, Sigurjón Jóhannes- son skólastjóri, Húsavík og syst ir Unnur Halldórsdóttir, Reykja vík. Kl. 9 e ,h. Almennur fundur í Akureyrarkirkju. Ræður: Dr. Robert A. Ottósson söngmála- stjóri, Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Gígjukórinn syng ur, söngstjóri Jakob Tryggva- son. Almennur söngur, helgi- stund. Laugardagur 25. október. Kl. 9.30 f. h. Morgunbænir. Umræðuhópar taka til starfa. Kl. 2 e. h. Lagabreytingar. Kl. 4 e. h. Formenn umræðu- hópa skila álitum. Almennar umræður. Kl. 9 e. h. Almennur fundur í Akureyrarkirkju. Ræður: Séra Óskar J. Þorláksson dómkirkju prestur, frú Dómhildur Jóns- dóttir formaður Kvenfélagasam HINN 4. þ. m. komu um 30 áhugamenn um hundarækt sam an í Bændahöllinni og stofnuðu með sér félagsskap, er ber nafn ið Hundaræktarfélag íslands. Fundarstjóri var Birgir Kjaran, alþingismaður. Markmið félagsins er að vera landssamtök um ræktun ís- lenzka hundsins, sem er í bráðri hættu að verða aldauða vegna iblöndunar annarra kynja. Jafnframt vill félagið vinna að sérræktun annarra hunda- kynja sem til eru í landinu. Á stofnfundinum var sam- þykkt, að sýna íslandsvininum Mark Watson þá virðingu að gera hann að heiðursstofn- félaga, en hann hefur m. a. haft frumkvæði að verndun íslenzka fjárhundsins og skrifað um hann bók. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn. Formaður er Guðlaugur Skúlason, dýralæknir, ritari frú bands Norðurlands. Tóna- kvartettinn frá Húsavík syng- ur. Almennur söngur, helgi- stund. Sunnudagur 26. október. Kl. 9.30 f. h. Morgunbænir. Tillögur um mál fundarins ræddar og bornar upp til sam- þykktar. Önnur mál. Kosningar. Kl. 2 e. h. Guðsþjónusta í Ak_ ureyrarkirkju. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, prédikar. Altarisganga. Einnig verður messað á 9 öðrum kirkjum samtímis, svo sem sjá má á öðrum stað í blað- inu. □ (Framhald af blaðsíðu 8). svarsmaður fjölskyldunnar greiðir fullt fargjald en aðrir fjölskylduliðar sem ferðast með honum greiða hálft gjald. Þá verða áfram í gildi hóp- f marz 1968 sendu húsráðendur og húseigendur við Oddeyrar- götu bæjarstjórn Akureyrar bréf, þar sem skorað var á hana, „að láta nú þegar hefja undir- búning að endurbótum á Odd- eyrargötunni, þannig, að ak- brautin verði gerð úr varanlegu efni, og að gangstétt verði lögð a. m. k. annars vegar við hana.“ Greinargerð fylgdi. Ekkert formlegt svar hefir Sigríður Pétursdóttir, Ólafsvöll um á Skeiðum, gjaldkeri Jón Guðmundsson, Fjalli, meðstjórn endur Ólafur Stefánsson, ráðu- nautur og Magnús Þorleifsson, viðskiptafræðingur. Stjórnin hefur ákveðið, að þeir, sem ganga í félagið fyrir næstu áramót, verði taldir stofn endur. Þeir, sem æskja upptöku í félagið, snúi sér til ritara þess. Stjórnin. - FRÁ LAUGASKÓLA (Framhald af blaðsíðu 8) heimavistarhúsi því, sem tekið var í notkun sl. haust. Er það hús þá komið í fulla notkun. Húsmæðraskólinn á Laugum var settur 28. september. Setn- ingarathöfn hófst með guðsþjón ustu að viðstöddum skólanefnd armönnum, öðrum gestum og nemendum. Skólinn má heita fullskipaður. Forstöðukonu- skipti verða nú. Jónína Á. Hall- grimsdóttir hverfur frá skólan- um eftir þriggja ára starf. Við tekur Jónina Bjarnadóttir, sem vreið hefur matreiðslukennari við Húsmæðraskóla Reykjavík- ur sl. 9 ár. En við hennar starfi syðra tekur Guðrún Guðmunds dóttir, sem lætur af störfum á Laugum eftir jafnlangan tíma. Ný kennslukona er Hjördís Stefánsdóttir frá Húsavík og aðstoðarkennari Sveininna Ásta Bjarkadóttir, Siglufirði. G. G. (Framhald af blaðsíðu 1) fyrir einstæðar mæður og ýmis heimili. Hefur verið rætt um í félaginu að auka þessa starf- semi, en fjárskortur hamlað, þar sem byggingarkostnaður ferðafargjöld á innanlandsleið- um en þau eru 10% til 20% ódýrari en venjuleg fargjöld og fara eftir stærð hóps og tilhög- un ferðar. borizt við þessu erindi. Hins veg ar lét bæjarstjóri snemma í sum ar þau orð falla við einn þeirra, sem stóðu að þessari áskorun, „að næsta gata“, sem tekin yrði til malbikunar væri Oddeyrar- gatan. Svipuð orð lét hann falla við annan íbúa götunnar fyrir skömmu. í sumar hefir allmikið verið malbikað í bænum. Hins vegar hafa engin svör borizt við því, hvernig bæjarstjórn ætlar að bregðast við þessari áskorun, og STARFSÁR Tónlistarfélags Ak ureyrar hófst að þessu sinni með tónleikum norska baryton- söngvarans Olav Erikson, en hann söng í Borgarbíói 6. okt. sl. við undirleik Árna Kristjáns sonar. Þetta er í annað skipti, sem Olav Erikson kemur til íslands. Hið fyrra skipti söng hann einnig á vegum Tónlistarfélags Akureyrar og voru þetta ánægjulegir endurfundir í tón- leikasal við hinn ágæta lista- mann. Olav Erikson stundaði nám í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og síðar framhaldsnám í Róm. Þar kom hann fyrst fram á óperusviði. Hann hefur sungið í fjölmöi'gum óperuhlutverkum bæði í Þýzkalandi og í Vínar- borg. Ennfremur hefur hann komið fi'am á tónlistarhátíðum og haldið tónleika víða um Evrópu, og er mjög rómaður sem oi-atorium og ljóðasöngv- ari. Hann er nú búsettur í Belgíu og var á dögunum að leggja upp í hljómleikaför um Bandai'íkin. Efnisskrá sú, sem Olav Erik- son hafði sett saman var frá- bæi'lega vönduð, mikil að um- fangi og innihaldi, og náði allt frá barok aríum 17. aldar til sönglega nútímahöfunda, frá gleðivísum til dýpstu trúarlegr- ar alvöru. Þá var einn kafli efnisskrár helgaður Edv. Grieg, en Olav Erikson hefur einmitt hlotið mikið og óskipt lof gagn- rýnenda fyrir frábæra túlkun á vei'kum þessa fi'æga landa síns. Olav Erikson er í í'íkum mæli gæddur þeim fágæta eiginleika að geta tjáð umsvifa og vafn- ingalaust hugblæ hinna ólík- ustu verka, hitta beint í mark. Honum tekst að tjá tóninn hverju sinni á sannfærandi, lát- lausan hátt þannig að hinn list- ræni boðskapur ratar rétta boð- leið beint til áheyrandans. Alls staðar er að verki sama hár- næma stílkenndin. Ég minnist þess varla, að öllu samstilltari og einlægari hrifning hafi ríkt hér á tónleikum en þessa kvöld stund í Borgarbíói. hefur mjög hækkað. Um þetta leyti á Leikskólinn 10 ára afmæli. Hann var vígður þann 24. okt. 1959. Fyrsta for- stöðukona hans var frú Dóró- thea Daníelsdóttir en núvei'andi forstöðukona er frú Erla Böðv- arsdóttir. Framkvæmdastjóri Leikskólans er Páll Gunnars- son, yfirkennari. Þess er fastlega vænst, að bæjarbúar minnist afmælis þess arar ungu stofnunax', þegar böi'nin leita til þeirra á laugar- daginn. ekki liggur heldur Ijóst fyrir, hvað bæjarstjóri á við með „næstu götu“. Er þeim tilmælum hér með eindregið beint til bæjarstjórn- ar, að hún láti ekki lengur drag ast að gefa skýr svör við því, hvenær hafizt verður handa við undirbúning að malbikun Odd- eyrargötu og hvenær áætlað er að verkinu Ijúki. Einn af þeim, sem undirrituðu bréfið. Þar átti snilldarundirleikur Áirna Kristjánssonar stóran hlut að máli, en hann var söngv ai'anum hinn ágætasti förunaut ur um öll þau ólíku svið söng- listarinnar, sem Olav Erikson leiddi okkur um að þessu sinni. Ekki dreg ég dul á það, að mér þótti mestur fengur að því að heyra „Vier ernste Gesánge" (Fjögur alvaideg ljóð) eftir Joh. Brahms við texta úr biblíunni svo og „Þrjá hebreska söngva“ eftir M. Ravel. Brahms samdi þetta dýi'lega verk árið 1896, er hann átti einungis skammt eftir ólifað. Það er fremur sjaldan flutt, enda ekki á allra færi. „Þrír hebreskir söngvar" eftir Ravel hafa ekki heyrzt hér fyi'r mér vitanlega og eru örsjaldan fluttir eftir því sem ég kemst FRÚ Sigríður Davíðsdóttir er dáin. Hún lézt 30. sept. sl. Þó hún væri búin að vera mjög heilsulítil í mörg ár og ég vissi, að hún hafði legið á sjúkrahús- inu, kom lát hennar mér á óvart. Fyrir skömmu var ég stödd á gangi handlækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins, þá var kallað til mín úr austurenda gangsins. Þetta var þá Sigríður vinkona mín Davíðsdóttir, sem sat þar í stól og var Davíð Þór sonur hennar hjá henni. Ég settist hjá þeim og við röbbuð- um saman stundarkorn. Sigríð- ur var hress eins og ævinlega. Hún sagði mér að þetta væri ekki stói'vægilegt, sem að sér væri. Næsta sunnudag skrapp ég uppeftir og ætlaði að líta inn til hennar, en af einhvei'jum ástæðum fann ég hana ekki og. engan til að leiðbeina mér. Hélt ég að hún væri farin heim af sjúkrahúsinu og fór heim við svo búið. Seinna frétti ég, að þá var búið að flytja hana á lyf- lækningadeildina. Tveim dögum síðar frétti ég lát hennar. Sigríður Davíðsdóttir var fædd 22. september 1902, í Aðal stræti 54, dóttir hjónanna Davíðs timburmeistara Sigurðs sonar og frú Þórdísar Stefáns- dóttur, sem voru, sem kunnugt er, meðal beztu og mei'kustu borgara þessa bæjar, um lang- an aldur. Ég man fyrst Siggu litlu þi'iggja ára, ljósa og bi-osmilda með rauða hekluðu hettuna og í rauði'i kápu. Hún var alltaf inni í garðinum heima hjá sér í Aðalstræti 54. Við stelpurnar, sem eldri vorum, voi'kenndum næst. Þarna voru komin helgi- Ijóð og lofsöngvar allt annarrar gerðar með sérkennilegum, framandi blæ. Þau voru flutt á jyddísku og hebresku, og flutti söngvarinn skýringar á efni þeirra á undan. Hann á miklar þakkir skildar fyrir að hafa flutt okkur þessi andríku tón- verk og með svo fögru svip- móti og tígulegu. Áheyi'endur fögnuðu listamönnunum inni- lega, og voru flutt tvö aukalög. Ekki verður annað sagt en að starfsemi Tónlistarfélags Akur- eyi'ar hafi farið vel af stað að þessu sinni. Er hér með borin fram sú fróma ósk, að henni megi verða fram haldið við traustan stuðning áhugafólks. Á því veltur, hvernig til tekst. S. G. henni af því hún mátti ekki fara út úr garðinum (En þetta var talsverður siður á Akureyri eft- ir aldamótin). Stönzuðum við þá oft hjá Siggu litlu og spjöll- uðum við hana, enda fannst okkur hún svo indæl lítil stúlka og langaði að hafa hana með okkur. Svo liðu árin. Sigga slapp úr garðinum og fór í skóla, en um það leyti fór ég til náms í Reykjavík og kom ekki í möi-g ár til Akurevrar. En einn góðan veðurdag er Sigga Davíðs kom- in á Landssímastöðina í Reykja vík, glæsileg ung stúlka. Þessar tvær myndir af Siggu Davíðs standa mér ætíð skýrar fyrir hugai'sjónum. Báðar fallegar myndir og hugþekkar. 1937 fluttum við móðir mín aftur heim til Akureyrar. Þá endurnýjuðust gömul kynni við fjölskylduna í Aðalstræti 54, okkur mæðgum til mikillar ánægju. Og ekki spillti það, þegar Sigi'íður giftist Zophoní- asi Árnasyni, þeim ágæta manni og góðum vini bi'æðra minna. Enda hefi ég ætíð talið þau hjón meðal okkar beztu vina. Á seinni árum hafði Sigríður fastan áfangastað í vinnustof- unni minni, þegar hún fór í bæ- inn, svo kunningsskapurinn hélzt alltaf fei'skur, mér til óblandinnar ánægju. Á heimilinu í Aðalstræti 54 var um fjölda ára einstök ágæt- iskona, Elínborg Sigurðardóttir, ættuð af Vestfjörðum. Hún kom þangað ung og batt .rofa tryggð við heimilið. Hafa þær Sigríður verið sem beztu systur alla tíð. Hefir Ella verið heimili Sigi'íðar og Zophoníasar ómet- anleg. 1949 þegar Zontaklúbbur Ak- ureyrar var nýlega stofnaður, ákváðu Zontur, að gera allt, sem í þeirra valdi stæði til að halda í heiðri minningu séra Jóns Sveinssonai' — Nonna. Því til áherzlu var stofnaður Nonna sjóður og haft happdrætti á hverjum fundi sjóðnum til efl- ingar. 1952 voru tvær Zontasystur svo stórhuga, að koma með uppástungu um, að Zontaklúbb ur Akureyrar fengi keypt gamla svai’ta húsið á bak við Aðalstræti 54, þar sem séra Jón Sveinsson — Nonni — hafði átt heima sem drengur og setja þar á stofn Nonnasafn í Nonnahúsi. (Framhald á blaðsíðu 6) Jóliann Skaptason, EgiII Bjarnason. - Alm. kirkjufimdur - Nýmæli í flugfargjöldum FÍ (Fréttatilkynning) Eiríkur Sigurðsson. BÆJARSTJÓRN BEÐIN UM SVAR - LEIKSKÓLINN „IÐAVÖLLUR4410 ÁRA Frú Sigríður Davíðsdóttir NOKKUR KVEÐJUORÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.