Dagur - 03.12.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1969, Blaðsíða 1
BEZTA HÚSHJÁLPIN Q LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 3. des. 1969 — 47. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Fjórði mesti ísavefurinn undan í VIÐTALI hefur Páll Bergþórs son veðurfræðingur látið þá skoðun í ljósi, að samkvæmt veðurathugunum á Jan Mayen í sumar, megi búast við ísa- vetri. Hann telur líklegt, að veturinn í vetur verði fjórði mesti ísavetur síðan um 1920. Eti meiri ísavetur aðeins 1965, 1968 og 1969. En Páll hefur manna mest lagt sig eftir ísa- spám og reynzt töluvert sann- spár í því efni undanfarin ár. fstíma að þessu sinni áætlar hann 1—3 mánuði. En í slíkri spá felst þó ekki, að hafís sé þann tíma landfastur eða sam- frosinn, þótt hann kynni að verða það, heldur það, að vart verði við is við land, meira eða minna þennan tíma. □ Féiagsheimili vígt á Skagasirönd Stáliiúsgögnin í nýju verzluninni. (Ljósm.: F. Vestmann) STÁLIÐN hL opiiar verzlun UM síðustu helgi var vígt nýtt félagsheimili á Skagaströnd. Blaðið leitaði frétta af því hjá Þorfinni Bjarnasyni sveitar- stjóra og sagði hann svo um þetta efni: Hið nýja félagsheimili á Skagaströnd er um 500 fermetr- ar og um 3000 rúmmetrar að stærð og hefur verið nokkur ár í smíðum. Eigendur eru: Verka- lýðsfélagið, ungmennafélagið, kvenfélagið og hreppsfélagið. Mun það nú kosta um 10 millj- ónir króna. Þetta er hið vand- aðasta hús og ríkir almenn ánægja með það. Tveir aðalsalir eru í húsinu og rúma þeir um 250 manns í sæti. Leiksvið er þarna og er því jöfnum höndum hægt að hafa þar leiksýningar og sýna kvikmyndir, svo og að dansa og njóta veitinga. Guðmundur Lárusson var yfirsmiður, en Björgvin Jónsson var formaður byggingarnefnd- ar. Heimilið heitir Fellsborg. Veðurfar hefur verið óstillt og því stopul sjósókn og afli fremur lítill. Arnar, sem er á trolli, er nýkominn úr söluferð. Þrír bátar róa með línu: Helga Björg, Auðbjörg og Stígandi. En Guðjón Árnason stundar rækjuveiðar. □ ÞAÐ hefur vakið nokkra at- hygili, að ungt fyrirtæki á Akur eyri, Stáliðn h.f., hefur fram- leitt eftirtektarverð, nylonhúð- uð stálhúsgögn fyrir nokkrar nýjar stofnanir í Reykjavík, er mest hafa viljað til vanda. Nú hefur Stáliðn h.f. opnað verzlun í Kaupvangsstræti 4 á Akureyri og eru margskonar húsgögn þar á boðstólum, svo sem eldhúshúsgögn af ýmsum gerðum, skrifstofustólar, barna- borð og stólar og margt fleira. Ennfremur er þar til sölu enskt áklæði. Hin nylonhúðuðu húsgögn ryðja sér ört til rúms vegna nær óslítandi húðar og eru fetir sóttust þar sem notkun er mest, svo sem í eldhúsum og skólum. Verzlunin er opin eftir há- degi. — Sjá auglýsingu. Q Sjónvarp nær nú til m 90% þjóðarinnar Jaínfefli varð á Melavelfinum í BYRJUN þessa mánaðar bætt ust margir við tölu íslenzki-a sjónvarpsnotenda. En hér í ná- grenni sáu Olafsfirðingar og Siglfirðingar sjónvarp í fyrsta sinn frá hinni nýju og kraft- miklu sendistöð á Vaðlaheiði, ennfremur Húsvíkingar. Hinn fyrsta desember fengu íbúar flestra Austfjarðabyggða einnig sjónvarp, svo og Fljóts- dalshérað. En uppistaða þessara sjónvarpssendinga eru hinar tvær stóru stöðvar, á Gagnheiði eystra og á Vaðlaheiði við Eyja fjörð. En nokkrar smærri endur varpsstöðvar, sem í pöntun eru, eru ókomnar ennþá, en verða settar upp eins fljótt og tök eru á, sagði útvarpsstjórinn, Andrés Bjö'rnsson, í viðtali við blaðið í gær og Lúðvík Albertsson full- trúi. Nefndarseta ráðherra ÓLAFUR Jóhannesson foi-mað- ur Framsóknarflokksins, lagði fram á Alþingi í gær, tillögu þess efnis, að Alþingi álykti að lýsa yfir því, að það telji óheppi legt og óviðeigandi, að ráðherr- ar sitji í stjórnum eða stjórn- sýslunefndum, sem lúta yfir- stjórn eða eftirliti ríkisstjórnar eða einst-akra ráðherra. í þessu sambandi má geta þess, að nýlega var upplýst í um ræðurn á Alþingi, að tveir ráð- herrar ættu sæti í raforkuráði og kunnugt er, að forsætisráð- herrann og fleiri ráðherrar. eiga sæti í Atvinnumálanefnd ríkis- ins. □ DAGUR kemur út á laugardaginn. —< Talið er, að nú hafi allt að 90% þjóðarinnar fengið tæki- færi til að njóta sjónvarps, þ. e. íbúar þeirra svæða, sem sjón- varp nær nú til. Munu nú 33— 34 þúsund sjónvarpstæki kom- in í notkun í landinu. Blaðið samfagnar nú öllum þeim, sem fengið hafa hið nýja fjökniðlunartæki. Hitt er svo annað mál, að stofnunin er gagn rýnd og verður það vonandi framvegis, og á þann veg, að gagn verði að. Hin feikna miklu sjónvarpstækjakaup í fremur hörðu árferði, vitnar um áhuga á siónvarpinu, sem er vissullega menningartæki þegar vel tekst til um stjórn þess. □ Á SUNNUDAGINN háðu Akur eyringar og Akurnesingar knatt spyrnukeppni á Melavellinum í Reykjavík. Keppa átti til úrslita í Bikarkeppninni, en l'eiknum lauk með jafntefli 1:1 og úrslit fengust því ekki. Veður var hið versta og varð að fresta leik um stund vegna hagls og roks og völlurinn va.r forarflag. Blaðinu er tjáð, að á sunnu- daginn keppi þessi lið á ný og leiðir hann vonandi til niður- stöðu. Þar sem hér er um tvö utan- bæjarlið að ræða, væri ekki FREGNIR herma, að í undir- búningi sé að stofna nokkra loð dýragarða á Norðui-landi, með framleiðslu minkaskinna fyrir augum. En minkarækt er veru- legur þáttur í framleiðslu ná- grannalandanna og stendur þar mjög framaiilega. Þeir staðir, sem nú eru nefnd ir í þessu sambandi, eru: Skaga fjörður, Dalvík, Húsavík og G'renivík. En undivbúningur mun mislangt á veg kominn. Það, sem einkum styður minka- rækt hér á landi, er hið inn- lenda fóður frá fiskvinnslu- stöðvum og sláturhúsum og mjög heppileg veðrátta til minkaræktar. Hins vegar er reynsla af minkum ill hér á landi og kunnátta í framleiðslu loðskinna nálega engin. Um tuttugu íslendingar eru nú að kynna sér minkarækt ósanngjarnt að fara fram á það að þessum leik yrði útvarpað. JÓLASVEINN SJÁLFSBJARGAR SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Akureyri, hefur sent á mark- aðinn snoturt jólakort með teikningu eftir sr. Bolla Gústafs son í Laufási, en hann gaf fé- laginu teikninguna, sem sýnir jólasvein á ferð um Akui-eyri. Kort þessi fást í öllum bóka- búðum bæjarins og víðar. Þau eru og seld í skrifstofu félagsins að Bjargi og verða til sölu á bazar Sjálfsbjargar á sunnudag inn kemur. erlendis, bæði á Norðurlöndum og Kanada. Verð á minkaskinnum er hátt og þau eru mikil tízkuvara um þessar mundir. □ FRÁ LÖGREGLUNNI f GÆR urðu tveir bifreiða- árekstrar, annar rét.t fyrir há- degi en hinn um kl. 1 e. h. og nokkrir minni háttar árekstrar hafa orðið undanfarna daga. Á föstudaginn valt stór flutn- ingabíll á Moldhaugahálsi og einnig kviknaði í honum. En farmurinn var ekki eldfimur, gosdrykkir að sunnan, sem áttu að fara til Austurlands og bíll- inn var þaðan. Skemmdir af eldi urðu því ekki miklar. Hér á Akureyri lenti bíll út af veginum að enduðum kapp- akstri og lá á toppnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.