Dagur - 03.12.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 03.12.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Norðurlandsáæflun UNDANFARIN fjögur ár, eða síð- an á miðju ári 1965, hefur verið tal- ið, að Efnahagsstofnunin væri að vinna að gerð svonefndrar Norður- landsáætlunarT þar sem fram kæmu úrræði eða tillögur um ráðstafanir til eflingar bvggðar á Norðurlandi. Snemrna á þessu tímabili fóru þrír ungir viðskiptafræðingar á vegum Efnahagsstofnunarinnar um Norður land og áttu fundi með ýmsum sveit- arstjórnum og ræddu þar um sam- göngumál, atvinnumál o. fl. Átið 1967 sagði Magnús Jónsson f jármála- ráðherra í blaðaviðtali, að Norður- landsáætlunin myndi koma fram á því ári. Af því varð þó ekki, en á sl. hausti þegar Fjórðungsþing Norð- lendinga var haldið á Sauðárkróki, var útbýtt frá Efnahagsstofnuninni tveim ritum, hagfræðilegs efnis um Norðurland. Annað ritið nefnist Mannf jöldaþróun og almenn byggða stefna á Norðurlandi, en liitt ritið, Atvinnumál á Norðurlandi. Menn greinir á um hvort þessi liag fræðirit um Norðurland feli í sér það sem þeir hafa á undanfömum árum kallað Norðurlandsáætlun og gert sér vonir um í því sambandi, og sé svo, þá er a. m. k. um mjög laus- lega áætlun að ræða. Sennilega væri réttara að segja, að hér sé um að ræða norðlenzkar hagskýrslur um mann- fjöldaþróun og ástand atvinnumála, svo og einskonar byggðaþróunarspá og ábendingar um ýmsa möguleika í atvinnumálum og raunar ekki um Norðurland eingöngu, heldur einnig byggðir í Strandasýslu og nyrzt í Norður-Múlasýslu. Fjallað er um svonefndar „byggðir“ á þessu svæði og er svæðinu skipt í fimm slíkar byggðir: Húnaflóabyggð, Skagafjarð- arbyggð, Eyjafjarðarbyggð, Skjálf- andabyggð og Þistilfjarðarbyggð, sem þarna er látin taka yfir Norð- austurland milli Jökulsár í Axarfirði og Hellisheiðar, sunnan Vopna- fjarðar. Ymislegt hefur verið fundið að því, sem þama kemur fram, t. d. er þama gert ráð fyrir því, að 10% liinnar árlegu fólksfjölgunar á Norð- urlandi flytjist til annarra lands- hluta og þeim, sem þetta hafa gagn- rýnt, að liér gæti meir annarra sjón- armiða en norðlenzkra. Einnig er liætt við, að íbúar einstakra „byggða“ hafi hitt og þetta að athuga við sumt af því, sem þama kemur fram um hinar einstöku „byggðir" og þykji sem sumt af því stafi af ókunnugleik. Samt er það svo, að í þessum rit- um, hvort sem menn kalla þau Norð- (Framhald á blaðsíðu 5). Kveðjuorð Bernharð Stefánsson alþingismaður BERNHARÐ STEFÁNSSON fyrrum alþingismaður andaðist á heimili sínu, Þórunnarstræti 128, Akureyri, aðfararnótt 23. nóvember sl., rúmlega áttræður. Hann var andlega heill til hinztu stundar, hlýr í viðmóti, ráðhollur og gamansamur, átti sér, held ég, engan óvOdar- mann, hafði löngu slíðrað vopn sín í þjóðmálabaráttunni, naut rólegrar elli og beið þessara tímamóta með 'karlmannlegri rósemi. Fram til hins síðasta fór Bernharð, ásamt konu sinni, stuttar gönguferðir um nágrenn ið þegar sæmdega viðraði, fagn aði gestum sem ætíð áður á hinu myndarlega heimili sínu, þar sem eitt bar af öllu öðru, en það var ástríki þeirra hjóna. Utför Bernharðs Stefánssonar var gerð á Bakka í Öxnadal, laugardaginn 29. nóvember, en kveðjuathöfn var áður hinn sama dag í Akureyrarkirkju. í Akureyrarkirkj u, er var þétt setin, flutti séra Pétur Sigur- geirsson minningarræðu, kirkju kórinn söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar en Jóhann Kon- ráðsson söng einsöng. Odd- fellówar stóðu heiðursvörð við kistu hins látna. Þingmenn báru kistuna úr kirkju. Á Bakka í Öxnadal flutti séra Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöll um, nú prestur í Vallarnesi, lík ræðuna en séra Þórhallur Hösk uldsson sóknarprestur á Möðru völlum jarðsöng. Bernharð Stefánsson var Ey- firðingur að ætt og uppruna, fæddur á Þverá í Öxnadal 8. janúar 1889. Faðir hans var Stefán Bergsson frá Rauðalæk á Þelamörk, Bergssonar. Móðir Bernharðs var Þorbjörg Frið- riksdóttir frá Syðna-Gili í Hrafnagilshreppi, Vigfússonar. Á Þverá ólst svo Bernharð upp með foreldrum sínum og Stein- grími bróður sínum, sem var eldri en varð ekki langlífur. Fannst honum jafnan síðan er hann kom í Öxnadalinn, að þá væri hann kominn heim. Hann var bóndasonur, síðar bóndi á föðurleifð sinni og dvaldi hann nálega helming ævi sinnar í fæðingarsveit sinni, unni henni til æviloka og var lagður þar td hinztu hvíldar. Aldamótaárið stofnuðu ungir menn í Óxnadal íþróttafélag, sem sex árum síðar breytti um nafn og hét Ungmennafélag. Bernharð var einn af stofnend- um þess og hann var einnig í þeim hópi vaskra hugsjóna- manna, sem stofnuðu Ung- mennafélag íslands á Þingvöll- um. Haustið 1917 fór Bemharð í Flensborgarskólann og tók kennarapróf þaðan með ágæt- um vitnisburði. Meðal skóla- bræðra hans þar voru Eyfirð- ingarnir Steingrímur Arason og Jóhann Scheving, sem báðir urðu einnig kunnir menn. Bernharð Stefánsson var mjög hedsutæpur á þessum ár- um. En dvöl sína í Flensborgar- skóla taldi hann jafnan hina ágætustu, og að með henni og kennaraprófinu hefði hann feng ið verulega uppreisn fyrir nám í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, sem var að nokkru mis- heppnað, m. a. vegna heilsu- brests. Hófst nú nýr þáttur í ævi hins unga manns í Öxnadals er hann gerðist barnakennari. Nýlega hitti ég einn af gömlu nemend- unum hans og sagði hann þá: Ef telja má, að ég hafi komizt til manns, er það einum manni að þakka, öOum öðrum fremur, garrda barnakennaranum mín- um, Bernharði Stefánssyni frá Þverá. Aðeins 26 ára gömlum, voru Bemharði falin oddvitastöi-f Öxnadalshrepps. Tveim árum síðar kvæntist hann Hrefnu Guðmundsdóttur hreppstjóra á Þúfnavöllum, sem þá var 21 árs, og telur hann það mesta gæfu- spor ævi sinnar, og sama ár reistu þau bú á Þverá og bjuggu þar til ársins 1930. Árið 1923 lögðu Framsóknar- menn í héraði að Bernharði Stefánssyni að gefa kost á sér til framboðs við alþingiskosn- ingar, enda var hann þá þegar orðinn ad kunnur heimafyrir vegna félagsmálastarfa, bæði innan ungmennafélaganna og innan samvinnuhreyfingarinnar og hafði þá þegar setið í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga, eða frá 1921 og sat þar til 1962. Kosn- ingar fóru svo, að kjósendur gáfu hinu nýja þingmannsefni umboð sitt, þótt litlu munaði, en ætíð síðan með vaxandi trausti og vinsældum til 1959, að hann lét af þingmennsku. Er hann því einn í hópi þeirra ís- lendinga, sem lengst hafa setið á Alþingi. Forseti efri deildar var hann 1947—1953, í milli- þinganefnd í landbúnaðarmál- um 1927 og í bankamálanefnd 1937. Árið 1930 var útibú Búnaðar- bankans stofnað á Akureyri og veitti Bernharð því forstöðu frá upphafi til ársins 1959. Þegar þingmennska, bankastjórastarí og fleiri störf í þágu almenn- ings hlóðust á Bernharð, ákvað hann að hætta búskap og selja jörð sína, Þverá í Öxnadal og það gerði hann 1935, flutti til Akureyrar og átti þar síðan heima. Hér eru auðvitað ekki öll opinber störf Bernharðs Stefánssonar upp talin, en það sem nefnt er, sýnir greinilega, hve mikið traust hann hafði meðal héraðsbúa, og að Eyfirð- ingar óskuðu forystu hans í ára tugi. Böm þeirra hjóna, Bernharðs og Hrefnu, sem upp komust, eru: Berghildur, gift Guðmundi Eiðssyni bankafulltrúa og bónda, og Steingrímur útibús- stjóri á Akureyri, kvæntur Guð rúnu Friðriksdóttur frá Efri- hólum. En þriðja bairn sitt, stúlku, misstu þau unga. Ég man Bernharð Stefánsson fyrst 1923, er hann, ásamt Ein- ari Árnasyni alþingismanni á Eyrarlandi, komu á sumardegi ríðandi heim til foreldra minna á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, og áttu nokkrar viðræður við föður minn og var þá verið að undirbúa framboð bóridans á Þverá. Eru það fyrstu kynni mín af honum. Ögn man ég hvað talað var, meira fest- ist mér í minni hversu gestir þessir voru búnir, en mest man ég eftir hestum þeirra, einkum rauðum og glófextum og beið ég þess með óþreyju að sjá þeg- ar stigið var á bak og hvernig hesturinn brygðist við eiganda sínum er hann settist í söðulinn. Af kosningum liafði ég engar áhyggjur. Á síðari þingmannsárum Bernharðs höguðu atvikin því svo, að ég kynntist honum bet- ur og mest hin síðustu ár. Leit- aði ég þá oft ráða hans og þurfti aldi-ei að ganga bónleiður til búðar. Kynntist ég þá stálminni hans, sem ég held að verið hafi einstakt, viturri rökhyggju og góðvild. Hann var 20 ár í blað- stjórn Dags. Bernharð Stefánsson var ekki mælskur maður, en þó rökfast- ur og skörulegur ræðumaður, talaði óvenjulega Ijóst og skipu lega og með sérstökum áherzlu- þunga. Hiklaus var hann í öll- um málflutningi, hreinskiptinn og liataði fátt meira en hálf- velgjuna. Hann óx og efldist á andlegum vopnaþingum þjóð- málanna, svo sem góðum íþrótta manni sæmir en gat tekið í hönd andstæðinganna að lokn- um leik. Bernharð Stefánsson taldi sig gæfumann og bar heimili hans því glöggt vitni og ástrík sam- búð þeirra hjóna. En það er þingmanni, sem um áratugi fór með umboð fólks í hinum fögru sveitum við Eyjafjörð á lög- gjafarþingi þjóðarinnar, einnig mikil gæfa, að lifa og starfa tíma hinna örustu framfara í landinu og hafa átt þess kost að leggja þeim lið. Ekki verður um það rætt og þaðan af síður dæmt, hverjir vöktu þá miklu framfaraöldu og hverjir þeir voru, er hún bar efst í faldi sínum. Víst er, að þar átti lög- gjafi þjóðarinnar, Alþingi, gild- an þátt. Vitrum mönnum ein- um og drenglyndum er til þeirra starfa treystandi. Már hefur ætíð fundizt Bernharð Stefánsson sameina þá kosti, sem prýða mega fræðara, lög- gjafa og dómara. En efst er mér nú í huga þakklæti til hins aldna heiðursmanns fyrir holl ráð hans og margvísleg minnis- atriði, er fljótfengnari voru og jafn örugg á þann hátt að spyrja hann en leita í bókum og skýrslum. Um leið og Bernharð Stefáns- son er kvaddur þakklátum hinztu kveðjum, vottar blaðið ástvinum hans samúð sína. E. D. \0 \0 ÞEGAR ég kom inn á skrifstofu Alþingis sl. mánudagsmorgun var méi' sagt, að Bernharð Stef- ánsson væri látinn. Mér hafði verið Ijóst, að kraftar hans fóru þverrandi síðustu árin, en þó varð mér bylt við þessa hel- fregn og var henni óviðbúinn. Ég hitti hann síðast á fundi á Akureyri 23. okt. sl. Þá var hann hress og kátur og ekki hægt að finna, að þjóðmála- áhuginn væri minni en áður. Atvikin hafa hagað því svo til, að við Bernharð höfum haft náin kynni allt frá því ég var innan við tvítugt til þessa diags. Barn að aldri fór ég að fylgjast með stjórnmáladeilum í blöð- unum og það vakti áhuga minn að sjá og heyra til forystu- manna þjóðarinnar. Ég var inn- an við fermingu þegar ég fór fyrst á framboðsfund með föður mírium. Þeim fundi gleymi ég aldrei. Ég sé enn fyrir mér ein- arðan og höfðinglegan mann, sem flutti mál sitt af rökfestu og háttvísi og bar af öðrum, er þarna voru. Að loknum fundi gekk hann á milli manna, ræddi við þá og var eins við alla. Þannig kom Bemharð mér fyrst fyrir sjónir og þannig mun geymast minning hans í vitund minni. Eftir þennan fund hafði óg mikinn áhuga á að kynnast Bernharð og viðhorfum hans til þjóðmála. Árin liðu og ég fór að taka þátt í félagsmálum ungra Framsóknarmanna. Þá hófust kynni okkar Bernharðs, og þau leiddu fljótt til gagn- kvæmrar vináttu, sem ég met mikils og þakka nú fyrir að hafa notið. Bernharð var langminnugur og víðlesinn, hafði því mjög góða yfirsýn um þjóðmál. Hann var lau-s við öfgar og þó fastur fyrir, hófsamur og góðgjam. Ungur hreyfst hann mjög af hugsjónum ungmennafélaganna og samvinnuhreyfingarinnar og traustur málsvari beggja þess- ara félagsmálahreyfinga til ævi loka. Hann hafði mjög sterka þjóðerniskennd, sem bar því glöggt vitni uppúr hvaða jarð- vegi hann var sprottinn. Hann var sannur sonur eyfirzkra byggða. Ef ráðamenn þjóðarinn ar hafa alltaf jafn ríka tilfinn- ingu fyrir uppruna sínum og þjóðerni og Bemharð Stefáns- son hafði, er sjálfstæði okkar aldrei hætta búin. Hann hefði aldrei teflt á tæpt vað í því efni. starfa einmitt á slíkum tíma og vera einn af leiðtogum þjóðar- innar? Bernharð var því mikill gæfumaður. Hann sá flcsta æskudrauma sína rætast. Hann var þátttakandi í því, að leiða til lykta margra alda baráttu þjóðarinnar til að öðlast sjálf- stæði sitt. Hann sá þjóðina rísa upp úr örbyrgð og allsleysi til bjargálna. Hann fékk þá stað- fest, að ef þjóðin trúir og treyst ir á landið, notar gæði þess og varðveitir sjálfstæðið, er henni borgið. Hann átti því láni að fagna, að eignast góða og mikil- hæfa konu, sem reyndist hon- um sannur og samhentur lífs- förunautur, enda sambúð þeirna þannig, að ég þekkti hana hvergi betri. Hann ólst upp á höfuðbóli í einu bezta land- búnaðarhéraði landsins, lærði ungur að hafa viðskipti við land ið og skilja kjör þeirra, er land- búnað stiunda. Hann byrjaði ungur búskap á föðurleifð sinni, Þverá í Öxnadal, og varð skömmu síðar oddviti sveitar sinnar. Hann var í hópi þeirra, er stofnuðu eitt fyrsta ung- Bernharð varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í fylkingar- brjósti þeirra sveitar, sem lét sér ckki nægja að dreyma fagra drauma, heldur tókst á við vand ann og lét draumana rætast. Hann var einn þeirra, sem hafði óbilandi trú á landinu og var sannfærður um, að ef þjóðin fengi að ráða málum sínum sjálf, yrði framtíðin björt. Trú þessara manna og framsýni knúði þá til átaka, veitti þeim þrek og þrautsegju að tala kjai'k í þjóðina, hvetja hana til dáða og vísa henni veginn til frelsis og framfara. Ef við lítum nú til baka, allt til unglingsára Bernharðs Stef- ánssonar og skynjum hvernig þá var umhorfs í landi okkar, þá sjáum við að það er ævintýri líkast hvað gerzt hefur á þessu tímabili. ÖIl uppbygging í bók- staflegri merkingu hefur átt sér stað á þessum tíma. Þetta er því viðburðaríkasta tímabil í sögu lands og þjóðar, sem komið hef_ ui’ og er hægt að hugsa sér meiri gæfu en að fá að lifa og mennafélagið hér á landi og var þar í forystuliði. Hann var fynst kosinn á þing fyrir Eyfirðinga 1923 og sat á Alþingi í rúm 36 ár. Framsóknarfélag Eyfirðinga var stofnað 2. des. 1931 og var hann þá kosinn formaður þess og gegndi því starfi til 1960. í júlí 1940 tóku Framsóknarfélög in í Eyjafirði og Akureyri við útgáfu Dags og varð Bernharð þá kosinn í blaðstjórn fyrir Framsóknarfélögin af há'lfu Ey- firðinga og sat í henni í 20 ár eða til ársins 1960. í stjóm Kaupfélags Eyfirð- inga var hann í 41 ár, frá 1921 til 1962. Búnaðarbankaútibúið á Akureyri tók til starfa 16. des. 1930 undir stjórn Bernharðs og því starfi gegndi hann til sjötíu ára aldurs. Af framansögðu sézt bezt, að Bernharð Stefánsson var forystumaður eyfirzkra Framsóknarmanna allt frá unga aldri. Hann naut virðingar og trausts í héraði, enda fylgdi gifta jafnan störfum hans. Því hafði Bernharð kjörfylgi langt út fyrir raðir Framsóknar- manna við alþingiskosningar, sem kom fram í því, að hann hafði alltaf flest atkvæði á með- an kosning var óbundin. Sá, sem þetta ritar, átti um árabil sæti í fulltrúaráði Framsóknar- manna í Eyjafirði og tók því oft þátt í undirbúningi framboðs til Alþingis. Bernharð fékk öll at- kvæði fulltrúa ráðsmanna nema sitt eigið, til að skipa fyrsta sæti listans í öll þau skipti, sem ég sat þessa fundi. En jafnan voru skiptar skoðanir um skipun list ans að öðru leyti. Þetta segir sína sögu hvað fylgi Bernharðs var eindregið. Á þessu sést, að byggðir Eyjafjarðar sjá í dag á eftir sínum bezta foringja á þess ari öld. Fyrir hönd Framsóknarfélags Eyfirðinga þakka ég öll hin fjöl þættu störf, sem Bernharð hef- ur innt af hendi fyrir héraðið. Ég þakka einlæga vináttu hans við mig og heimili mitt um lang an aldur. Og ég er þess fullviss, að þegar að því kemur, að ég fer yfir móðuna miklu, þá verð- ur Bernharð í hópi þeirra vina minna, sem tekur á móti mér og leiðir mig í allan sannleik- ann um leyndardóm tilverunn- ar. Þangað til skiljast nú leiðir ökkar. Frú Hrefnu, börnum hennar og fjölskyldum þeirra, votta ég mína dýpstu samúð. Stefán Valgeirsson. \0 \0 Sí SZ SZ BERNHARÐ STEFÁNSSON fyrrv. alþingismaður er allur. Tæplega áttatíu og eins árs að aldri hvarf honum veröldin í hinzta sinni eftir langan starf- dag og farsælan. Fáum kemur mjög á óvart þótt áttræður maður hverfi af sjónarsviðinu. Þar er óviðráðan legt og a'lmáttugt lífsins lögmál að verki. Lögmál sem allir verða að sæta. Og fáum held ég að vistaskiptin muni reynast auðveldari en mönnum af gerð Bernharðs, mönnum, sem taka örlögum sínum af slíkri rósemi, sem mér fannst ávallt að Bern- harð væri auðugri af en flestir aðrir og búa að auki við óbil- andi trú á aðra og betri tilveru. Aðrir munu rekja áttir og lífs starf Bernharðs Stefánssonar betur en ég er fær um, enda stóðu náin kynni okkar ekki ýkja lengi. Þótt ég væri strax á barnaldri nokkuð kunnugur bernskuheimili hans að Þverá af frásögnum móður minnar sem ólst þar upp í fóstri hjá foreldrum Bernharðs, Þor- björgu Friðriksdóttur og merk- isbóndanum Stefán Bergssyni. Minningar móður minnar um þetta fjöhnenna menningar- heimili urðu með árunum sam- eign obkar, því oft bar við að tók hún mig ungan ærslabelg- inn á kné sér og sagði mér sög- ur af Þverárheimilinu, fólkinu sem átti ríkastan þátt í að bæta henni móðurmissi og hvarf föð- ur hennar og systkina til ann- arar heimsálfu. Sumar sagnir hennar frá bernskuárunum eru mér enn í minni eins og ég hefði heyrt þær í gær, ekki sízt af rausn og hjálpsemi fósturfor- eldranna við gesti og gangandi, ekki sízt þá sem minnst máttu sín, t. d. förumanna, sem hvergi áttu höfði að að halla, en fóru bæ frá bæ og leituðu þar helzt ásjár þar sem vænta mátti ríku- legs beina. Oft voru slíkir menn kynlegir kvistii' og eftii-minni- legir og enn finnst mér jafn- vel, að ég hafi þekkt menn eins og Björn Snorrason og fleiri örlagabræður hans, sem gistu Þverárheimilið á förumanns- ferli sínum. Ég var því strax á barnsaldri aðdáandi heimilisins á Þverá og fannst í raun að vegna rnóður minnar ætti ég því skuld að gjalda og væri jafnvel tengd.ur því með einhverjum óljósum hætti. Síðar fylgdist ég auðvitað' eins og aðrir með stjórnmála- frama Bernharðs og því ein- staka trausti sem eyfirzkir bændur báru til hans sem leið- toga og hjálparhellu í hverju máli. Það var þó ekki fyrr en 1956 að ég kynntist Bemharði að marki, þegar ég tók sæti á Al- þingi. „Vinstri stjórnin“ hafði þá verið mynduð um sumarið og atvik öll leiddu til þess að við urðum nánir samstarfsmenn í Efri deild og samnefndannenn í þeim nefndum, sem fjölluðu um þau málefni, sem einna mestum og hörðustum deilum ollu og mæddu þau mál mjög á okkur. Auk formennsku fyrir fjárhagsnefnd var Bernharð svo einnig forseti deildarinnar og sómdi sér betui' í því virðingar- sæti, en allir aðrir þingforsetar, sem ég hefi haft kynni af. Rétt_ sýni hans, óbrigðul þekking á öllu því, sem að þingstjórn laut og síðast en ekki sízt dreng- skapar hans, sem aldrei gerði nokkurn mun, hvort sem and- stæðingur eða samherji áttu í hlut gerði öllum næsta auðvelt að lúta forsjá hans í einu og öllu um meðferð mála. Er hér skemmst frá að segja að frá þessum samstarfsárum okkar á ég einna beztar minningar um einlægt og drengilegt samstarf á þingvistarárum mínum og felst þó ekki í þeim ummælum last um nokkurn annan þing- bræðra minna og þó allra sízt meðal fulltrúa Norðlendinga. í þessu samstarfi naut ég oft leið beininga Bernharðs, sem voru mér mikils virði ungum og óreyndum. Ljúfmennska hans gleymist mér heldur ekki og mun ég þar sízt einn um, því fáa hefi ég þekkt, sem síður gerðu sér í þeim efnum mannamun og sú Ijúfmennska var svo blessunar- lega laus við alla yfirborðs- mennsku sem verða mátti. Aldrei heyrði ég Bernharð fara með lastyrði í garð nokkurs manns, en mörgum leggja gott til. Honum var heldur aldrei þörf á að grípa til slíkra hluta sér til framdráttar, en andstæð- ingum til niðurlægingar og var ávallt reiðubúinn til að viður- kenna og lofa það, sem að hans dómi var vel gjört hvort sem andstæðingar eða samherjar juku með því orðstír sinn. Bernharð Stefánsson sat leng ur á Alþingi en flestir aðrir bæði fyrr og síðar. Að hvarfi hans úr þingsölum, að mínu viti fyrir aldur fram þótt komin væri þá að sjötugu, var mikill sjónarsviptir fyrir marga hluta sakir. Mér er að vísu ofvaxið að meta ævistarf Bernharðs sem stjórnmálamanns, en víst er að sá maður fór ekki erindisleysu til þings, sem átti sívaxandi traust kjósenda sinna um hart- nær hálfan fjórða tug ára. Svo sagði Bernharð mér, er hann rakti ættir okkar saman að sameiginlegur ættfaðir okk- ar hefði verið Bergur bóndi, sá er nefndur var Bergur smjör, en viðurnefni sitt hlaut hann af efnum sínum og þeirri venju að gera förumönnum þann beina minnstan að bera þeim brauð- hleif stóran með smjörlagi svo þykku að jafnaðist við hleifina. Þetta var á móðuharðindum og flokkar hungraðra manna fóru um sveitir í bjargarleit, en fáir aflögufærir. Fóir munu því hafa sneitt hjá garði Bergs bónda. Bernharð Stefánsson safnaði 'aldrei veraldarauði svo orð færi af, en fyrirhyggja og rausn Bergs á Rauðalæk var honum í blóð borin og ófáir munu þeir lífs og liðnir, sem honum auðn- aðist að rétta hjálparhönd þegar í harðbakka sló. Góðvild og drengskapur settu á manninn mai'k og öllum, sem af honum höfðu kynni er ljóst að með honum er genginn einn af beztu sonum Eyjafjarðarbyggða, mað ur sem frá æskuárum til hinztu stundar var trúr því kjörorði sem hann valdi sér ungur: ís- landi allt. Bjöm Jónsson. FÖSTUDAGINN 24. október sl. sá ég Bernharð Stefánsson í síð asta sinn. Við ræddum saman góða stund á heimili hans um það, sem einu sinni var og um menn og málefni líðandi stund- ar. Enn var hann vakandi mað- ur og viðræðugóður og þótt hann hefði látið nokkuð á sjá síðustu árin var rökhyggjan ósnortin. Við ræddum um aldur manna og hann kenndi mér gamla vísu um Norðlending frá fyrri tíð, sem lifað hafði í heila öld og tveim tugum betur. Sjálf ur bjóst hann við að eiga skamrnt eftir. Rúmlega mánuði síðar frétti ég andlát hans. Hann hafði lagzt til svefns að ’kvöldi og ekki vaknað aftur. Hann varð áttræður í vetur sem leið. Af því tilefni var um hann ritað og var ég einn þeirra, sem að því stóðu, þó í litlu væri. Einnig nú þegar hann er allur, minnast margir hans í ræðu og riti. Því verð ég fáorðari en ella. Sjálfur. ritaði hann endurminningarbók í tveim bindum, sem komu út á árunum 1961 og 1964 og ná fram til ársins 1960. Hann var kominn af eyfirzku bændafólki, fæddur inn í bænda stétt og var sjálfur bóndi fram yfir fertugt en átti síðan heima á Akureyri. Föðurætt rakti hann til bóndans á Rauðalæk á Þelamörk, sem í móðuharðind- unum lagði sig fram til að seðja sárasta hungur förufólks, sem að garði bar og hélt áfram göngu sinni. Hann var alinn upp í andrúmslofti endurreisn- arinnarí bókmenntum og stjóm málum á 19. öld. Móðir hans, munaðarlítil, hlaut fóstur hjá systur „listaskáldsins góða“ og manni hennar, Stefáni alþingis- manni á Steinsstöðum. Þar, við alfaraveg, gistu þjóðkunnir menn í langferðum, svo sem Kristján Fjallaskáld, séra Hall- dór á Hofi, Jón á Gautlöndum og sjálfur landshöfðinginn. Fóst urdóttirin á Steinsstöðum lærði ekki að skrifa fyrr en hún varð fullvaxin, enda ekki mjög al- gengt um stúlkubörn í þann tíð. En hún naut þess, að á kvöld- vökum var lesið upp á þeim bæ, allt sem til fellst m. a. Alþingis- tíðindi og var fróð kona um margt. Faðir Bernhai'ðs var áhugamaður uan stjórnmál og bauð sig fram í Eyjafjarðar- sýslu. Bernharð átti sex syst- kini en fjögur dóu í æsku. Það var ekki von að þjóðinni fjölg- aði ört meðan slíkt var algengt. Bernharð var yngstur og lifði lengst. Skólamenntun naut hann á Akureyri og við Flensborgar- skóla, gerðist kennari og ung- mennafélagsfrömuður á heima- slóðum, kvæntist 27 ára gamall og reisti bú. Um þrítugsaldur var hann orðinn einn af leið- andi mönnum í héraði, hrepps- nefndarmaður, sýslunefndai'- maður og stjórnarmaður í Kaup félagi Eyfirðinga. Svo komu þáttaskil. Eyfirðingar kusu hann á þing 33ja ára gamlan. Hann var þingmaður Eyfirð- inga óslitið í 36 ár eða lengur en nokkur annar, þangað til kjördæmi þeirra var lagt niður. Hann var bankaútibússtjóri ná- lega þi'já áratugi. Hann hafði i i < i i i i i með höndum vandasaman und- irbúning löggjafar í milliþinga- nefnd. Hann var forseti Efri ' deildar Alþingis. Hann fór í opinberum erindum til annarra landa. Hann var snjall rökræðu maður, sem alltaf gat vakið at- hygli, gerðist fróður um sögu i héraðs og þjóðar, ritaði í blöð, i síðan bækur. Hann var orð- heppinn og gladdi menn oft með gamni og þá engu síður á kostn að sjálfs sín en annarra. Segja 1 má, að hann hafi um langt skeið marga hildi háð, en síðustu árin , sat hann á friðstóli, mikils virt- ur, trúr til æviloka þeim hug- sjónum, er hann ungur valdi að leiðarljósi í félagsmálum og stjórnmálum og fær víða þau eftirmæli, að hann hafi verið drengur góður. Þetta eru aðeins fáir drættir í þeirri mynd, sem kemur í huga minn af Bernharð Stefáns syni og ævi hans og tengslum hennar við þjóðarsöguna. Ég minnist hans sjálfs og ég minn- ist tuttugu ára samstarfs ok'kar á Alþingi — með virðingu ok þökk —. Nú, að honum látnum, finn ég enn ylinn í viðmóti hans og hlýju hans og ráðhollustu í minn garð, eftir að það kom í minn hlut, að standa að ein- hverju leyti í sporum hans við Eyjafjörð. Henni, sem að vitnisburði hans sjálfs, gerði ævi hans að sólskinsdegi í hálfa öld, og öðr- um, sem honum stóðu næst, votta ég samúð mína og minna. Jafnvel þótt búizt hafi verið við leiðarlokiun, er hinzta kveðjan engri annarri lík. Berriharð Stefánsson unni mjög æskustöðvum sínum O'g þar, inn á milli „hnjúkafjall- anna hvítra og blárra“, var bann lagður í mold. Enn mun þar beðið, eins og Jónas gerði fyrrum: * Skýlið öllu helg og há hlífið dal er geysa vindar. G. G. - Norðurlandsáætlun (Framhald af blaðsíðu 4) urlandsáætlun eða eitthvað annað, fellst mikill og verð- mætur fróðleikur um mann- fjöldaþróunina og marga þætti norðlenzkra atvinnu- mála. Æskilegt er, að þeir sem fengið hafa þessi rit í hendur (sveitarstjórnir o. fl.) kynni sér sem bezt efni þeirra og hugleiði það. I ráði mun vera, að Fjóröungs samband Norðlendinga taki þessi mál öll til nánari at- hugunar og þá fleiri þætti en atvinnumálin, t. d. sam- göngumál og raforkumál, og upp af því spretti raunveru- leg Norðurlandsáætlun, þ. e. tillögur í áætlunarformi um framkvæmdir og fram- kvæmdaröð. □ ! Nú koma KR-ingar 1 UM næstu helgi kemur 1. Í deildarlið KR í liandknatt- i leik til Akureyrar á vegum | KA og leikur í fþróttaskemmi i unni á laugardag og sunnu- i dag, og fæst þá væntanlega i úr því skorið hvar Akureyr- i ingar standa í handknatt- 1 leiksíþróttinni. Á laugardag Í leika KR-ingar við KA, en á i sumuidag verður liraðmót Í með líku sniði og um sl. I helgi. Leiktími verður til- Í kynntur síðar, en verð að- Í göngumiða verður kr. 75.00 i á laugardag. Q ;í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.