Dagur - 06.12.1969, Qupperneq 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Iðnaðurinn og EFTA
í RÖKRÆÐUM stjórnmálamanna
í sjónvarpi um EFTA, sagði Helgi
Bergs m. a. þetta:
„Ég er þeirrar skoðunar að mjög
æskilegt væri fyrir okkur að geta
fljótlega tekið þátt í þeirri viðskipta-
samvinnu, sem á sér stað meðal nán-
ustu nágranna okkar. Ekkert er að
mínum dómi hættulegra okkur en
að einangrast frá þessum þjóðum og
einmitt innan EFTA eru þær þjóðir,
sem við höfum liaft nánasta og bezta
samvinnu við fram að þessu, Norður-
lönilin og England.
Það er heldur enginn vafi á því,
að það mundi vera okkur íslending-
um hagkvæmt ef við gætum gerzt
aðilar að fríverzlun, en þá á ég við
gagnkvæmt afnám verndartolla og
viðskiptahafta á iðnaðarvörur. Sér-
staklega myndu launþegar og aðrir
neytendur hafa hag af henni, því
hún tryggir bezt kaupgetu launanna
og hlífir þeim við þeirri skerðingu
kaupgetunnar, sem af varanlegri toll
vemd leiðir.
En á hinn bóginn sú aukna sam-
keppni sem af fríverzlun leiddi, yrði
innlendum frainleiðendum ofraun
og atvinnuleysi ykist í stað þess að
hverfa, þá væri auðvitað verr farið
en heima setið.
Ég er að því leyti bjartsýnn, að ég
treysti íslenzkum iðnaði vel til að
standa fyrir sínu, ef hann fær sam-
bærilega aðstöðu við þá sem hann
keppir við. En því fer víðs fjarri að
hann hafi það núna, og hann berst
ekki frekar en aðrir með báðar hend-
ur bundnar fyrir aftan bak. Og þá
er komið að kjama málsins. Ríkis-
stjórnin ætlar að leggja það til í
næstu viku, að ísland gerist aðili að
EFTA. En hvað ætlar hún að leggja
til í skattamálum útflutningsfram-
leiðslufyrirtækjanna? Hvað ætlar
liún að leggja til í lánsfjármálum?
Hvað í menntunar- og fræðslumál-
um iðnaðarins? Þessum spumingum
og fleiri hliðstæðum verður að svara
áður en EFTA-málið er afgieitt. Og
hér duga engin undanbrögð eða
óljós loforð, því á þessu getur alger-
lega oltið hvort árangur næst af
EFTA-aðild eða ekki, það sem telur,
er hvað kemur til með að liggja fyrir
Alþingi samtimis EFTA-samningn-
um. Það kemur ekki í ljós fyrr en í
næstu viku væntanlega.
í þessum umræðum hefur athygli
manna beinzt mjög að þeim ákvæð-
um, sem fjalla um atvinnurekstrar-
réttindi. Þessi ákvæði ná til ákaflega
takmarkaðs sviðs og auk þess hefur
ríkisstjórnin lýst því yfir að þannig
eigi að ganga frá með löggjöf, að það
ÍFramhald á blaðsíðu 5).
4 NÝJAR BÓKAFORLAGSBÆKUR BÆKUR KVÖLDVÖKUÚTG. 1969
ÖRN SNORRASON:
Sex bækur Irá „Grágás"
BÓKOÚTGÁFAN GRÁGÁS í
Keflavík, sendir á þessu hausti
frá sér 6 bækur á markaðinn,
þ. á. m. nýja íslenzka skáldsögu
eftir Úlfar Þonnóðsson, sem gaf
út sína fyrstu bók fyrir 3 árum.
Skáldsaga Úlfars: „SAM-
BÖND eða blómið sem grær
yfir dauðann" fjallar um það,
hvernig menn verða að hafa
sambönd, vera í samböndum og
halda þeim, til þess að komast
áfram í lífinu. Hér er áreiðan-
lega á ferðinni eitt af athyglis-
verðustu íslenzkum ritverkum
ársins.
Þá er að nefna kennslubók í
golfi eftir bandaríska golfmeist-
arann JACK NICKLAUS: „Má
ég gefa yður ráð“ en höfundur-
inn hefur á stuttum atvinnu-
mannsferli sínum vakið heims-
athygli og unnið fleiri meistara
titLa en dæmi eru til um á svo
skömmum tíma.
Þá eru tvær þýddar bækur
sannsögulegs efnis: „Maðurinn
sem neitaði að deyja“ eftir
.Barry Wynne og „Stríðshetja í
hempuklæðum“ eftir J. P.
Gallagher.
f fyrri bókinni segir frá ótrú-
legum hrakningum nokkurna
innfæddra Suðurhafseyjabúa,
þegar þá rekur á litlum, opnum
báti rúmlega 2000 sjómílur um
Kyrrahafið og hvernig einum
mannanna tekst að bjarga því,
sem bjargað varð, og hvemig
þeim tekst sumum — ekki öll-
um því miður — að lifa 'af 64
daga hrakninga á úthafinu.
f seinni bókinni: „Stríðshetja
í hempuklæðum" er lýst afrek-
um séra Hugh Joseph O’Fla-
herty, sem stanfaði á stríðsár-
unum við Vatíkanið í Róm.
Honum tókst að bjarga þúsund
um manna undan nozistum og
fela þá svo að segja við nefið á
Gestapo í mörgum tilfellum.
O’Flaherty hefur aldrei viljað
halda afrekum sinum mikið á
lofti, enda varð hann í mörgum
tilvikum að fara á bak við og
blekkja yfirboðara sína í Páfa-
ríkinu. Gallagher er fyrsti mað
urinn, sem fær hann tdl að segja
alla söguna. Bókin hefur vakið
feikna athygli erlendis og þessi
áratugagömlu afrek prestsins
jafnvel orðið stórfréttaefni stór
blaða eftir að bókin kom út.
Loks gefur GRÁGÁS út
tvær þýddar skáldsögur. Heitir
önnur „Einkaritari læknisins“
eftir Erling Poulsen, en hin
„Dyggð undir dökkum hárum“
eftir ensku skáldkonuna Nettu
Muskett.
Erling Poulsen þarf ekki að
kynna fyrir íslenzkum lesend-
um, en „Einkaritari læknisins“
er þriðja bókin, sem GRÁGÁS
gefur út eftir þann höfund.
Skáldsögur Nettu Muskett
hafa á undanförnum árum far-
ið sigurför um Bretlandseyjar
og Norðurlöndin og þarf ekki
að efast um að þær muni falla
íslenzkum konum — eldi'i sem
yngri — vel í geð.
Bækurnar eru allar settar,
prentaðar og bundnar hjá GRÁ
GÁS. (Aðsent)
Suður heiðar
ÚT ER komin fjórða útgáfa af
hinni vinsælu unglingabók, Suð
ur heiðar eftir Gunnar M.
Magnúss ritliöfund. Þói'dís
Tryggvadóttir teiknaði myndir
bókarinnar, en Vinaminni í
Reykjavík gefur út, en prentun
annaðist Oddi h.f.
Þessi bók fjallar um hugsjón-
ir og framtak unglings, og sögu-
maðurinn er svo snjall, að hvert
upplag bókarinnar af öðru hef-
ur selzt upp. Höfundur las sög-
una í sjónvarpi haustið 1968 og
margir munu enn vilja eignast
hana og lesa. □
Ólgandi hlóð
SKJALDBORG S.F. á Akur-
eyri hefur sent frá sér nýja bók
nýs höfundar. Bókin heitir
Ólgandi blóð, nútímasaga, en
höfundur nefnir sig Hönnu Brá.
Sögusviðið er Akureyri og frá
því er sagt á kápu bókarinnar,
að þar eigi höfundurinn heima
og sé þetta fyrsta skáldsaga
hans.
Bókin er um hundrað síður
og sögukaflar tíu talsins og
heita: í nótt verð ég kona,
Fanney og Hulda, Að nítján ár-
um liðnum, Fórn á flótta, Bar-
átta Elvu Dís, Hendur, sem
glata sál, Reikningsskil, Rós og
illgresi, Dofri og Tilfinningar í
litum. □
„BARNABÆKUR”
STOFNAÐ hefir verið í Reykja
vík nýtt útgáfufyrirtæki „Barna
bækur“. Stofnandinn er Konráð
Þorsteinsson pípulagningameist
ari, sem mörg undanfarin ár
hefir starfað við sunnudaga-
skóla og veitir nú forstöðu
sunnudagaskóla kristniboðs-
félaganna í Reykjavík.
Aðdragandinn að stofmm
bókaútgáfunnar var sú, að á sl.
sumri endursagði og flutti Kon
ráð í „Morgunstund bamanna"
í Ríkisútvarpinu bamabók eftir
sænska rithöfundinn Sonju Hed
berg. Naut bókin mikilla vin-
sælda yngri sem eldri og bár-
ust margar fyrirspumir varð-
andi það hvort hún kæmi ekki
út á íslenzku.
Varð að ráði að stofna bóka-
útgáfu þessa til þess að standa
að útgáfu þessarar bókar og
fleiri álíka og mæta með því að-
kallandi þöi'f á aukinni útgáfu
lesefnis fyrir börn, þar sem sam
an færi göfgandi áhrif og spenn
andi söguþráður.
Annað varð einnig driffjöður
BÆKUR FRA FROÐA
BLAÐINU hafa borizt þrjár
bækur frá Bókaútgáfunni Fróða
í Reykjavík og eru það barna-
og unglingabækur.
Ber ]>ar fyrst að nefna Stráka
í Straumey eftir Eirík Sigurðs-
son fyrrum skólastj. á Akureyri,
skemmtilega bók, sem áður
hefur verið getið liér í blaðinu.
Kata í ítalíu eftir Astrid Lind
gren í þýðingu Jónínu Steinþórs
dóttur er þriðja bókin í þessum
bókarflokki um Kötu og er
mjög læsileg, eins og hinar
fyrri.
Pipp, efth’ Sid Roland í þýð-
ingu Jónínu Stcinþórsdóttur,
sjötta Pipp-bókin með undir-
titilinn, Leitað að fjársjóði, er
einnig komin út og eru þessar
bækur vinsælar. □
Ljóðakver
Gamantregi
varðandi útgáfu bókarinnar.
Væntanlegur ágóði af henni
mun renna til styrktar sumar-
búðastarfi, sem undanfarin 17
ár þefir verið rekið að Ölver í
Borgarfirði.
Dreifing bókar þessarar verð
ur að nokkru með nýstárlegum
hætti. Auk þess sem hún verður
til sölu í bókaverzlunum verður
hún einnig afgreidd í sambandi
við sunnudagaskólastarf til þess
að spara dreifingarkostnað. Til
kynningar bókinni hafa verið
prentaðar nokkur þúsund aug-
lýsingakápur, sem greina frá
innihaldi og tilgangi bókarinn-
ar. Gefst foreldrum þannig tæki
færi til þess að gera sér nokkra
grein fyrir hvoi'tveggja. Bóka-
gerðin „Lilja“ mun annast dreif
ingu til bókaverzlana.
„Bamabækur“ hafa fyrst um
sinn aðsetur að Háaleitisbraut
18, Reykjavík. Sími 83177. —
Dreifingu á Akureyri og ná-
grenni annast Jóhann Pálsson,
Lundragötu 12, Akureyri. Sími
12150.
FJÓRAR bækur hafa blaðinu
enn borizt frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri.
Bóndinn og landið er ljóða-
bók eftir Pétur Aðalsteinsson
frá Stóru-Borg, 30 ljóð. Nokkr-
ar myndir eftir Halldór Péturs-
ÞÁ HEFUR Almenna bókafélag
ið sent frá sér tvö ljóðakver,
annað eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur og heitir það Sífellur, og
hitt er eftir Þuríði Guðmunds-
dóttur og heitir Aðeins eitt
blóm. □
Leyndardómar
Lundeyja
LEYNDARDÓMAR LUND-
EYJA, eftir Guðjón Sveinsson,
er þriðja sagan af Bolla, Skúla
og Adda, en um þá fjölluðu bæk
umar Ógnir Einidals og Njósnir
að næturþeli. Þóttu þær spenn-
andi unglingabækur.
Leyndaa'dómar Lundeyja er
160 síður og fylgir uppdi'áttur
af staðháttum, er helzt koma við
sögu og er það mjög til glöggv-
unar lesendunum. Munnmæla-
sögui’ gamals manns um munka
klaustur í Lundey og auðæfi
þess og svo rannsóknarför
þeirra félaganna þangað í leit
að fjársjóðum, er hin ævintýra-
legasta, enda hitta þeir þar bæði
óvænta og óboðna gesti. Bóka-
forlag Odds Björnssonar á Akur
eyri gefur þessar bækur allar út.
ORN SNORRASON frá Akur-
eyri hefur nú sent frá sér fjórðu
bókina, er ber nafnið Gaman-
tregi en Prentsmiðjan Leiftur
h.f. gefur út. Örn er lesendum
Dagis vel kunnur af greinum,
einkum gamanmálum, er þar
hafa birzt eftir hann, bæði í
lausu og bundnu máli.
Margra grasa kennir í þessari
bólc Amar, en meginfcaflar
hennar eru þrír: Troðnar slóðir,
Brugðið á leik og Óró og angur
værð.
Pétur Aðalstcinsson.
son eru í bók þessari. Höfund-
urinn er Húnvetningur um
fimmtugt, bóndi og kennari og
fjalla kvæðin um ýmsa þætti
búskapar, og ort í liefðbundnum
stíl.
Á leið yfir sléttuna
ÞÁ HEFUR blaðinu borizt bók-
in Á leið yfir sléttuna, sem
Barnablaðið Æskan gefur út en
Jónína Steinþórsdóttir þýddi.
Höfundur er Elmar Horn og er
þetta spennandi „frumbyggja-
bók.“ □
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
UT ER komin bók um tónskáld
ið Sveinbjörn Sveinbjörnsson
hjá Almenna bókafélaginu og
er höfundurinn Jón Þórarins-
son. Er hér um að ræða vand-
aða og myndskreytta útgáfu,
ævisögu tónskáldsins, er gaf
þjóð sinni þjóðsönginn við texta
Matthíasar. — Prentun annaðist
Prentsmiðja Hafnarfjarðar h.f.
Ríki betlarinn
RÍKI BETLARINN heitir ný-
útkomin bók eftir Indriða Ulfs-
son skólastjóra á Akureyri og
er þetta barnabók. Útgefandi er
Skjaldborg s.f., Akureyri. Er
hór um að ræða aðra barnabók
höfundar og kom sú fyrri,
Leyntókjalið, út í fyrra, hlaut
mjög góða dóma og ágætar við-
tökur almennings. Hin nýja
bók, Ríki betlarinn, er sjálfstæð
saga, en þó að nokkru leyti
framhald fyrri bókarinnar, 140
hlaðsíður og er skipt í 17 kafla.
Ríki betlarinn hefur alla
sömu kosti og sú fyrri, er spenn
andi, íslenzlc að efni og vel rit-
uð. Virðist svo, að Indriði Úlfs-
son sé einn þeirra höfunda
unglinga- og barnabóka, sem
fyllt geti með sæmd það skarð,
sem um þessar mundir þykir
áberandi í íslenzkum bókmennt
um þeirrar tegundar. □
SVO heitir nýútkomin bók frá
Bókaforlagi Odds Björnssonar á
Akureyri, en höfundur hennar
er Gunnar Bjai'nason kennari á
Hvanneyri og fymim ráðunaut
ur í hrossarækt. Bókin er hátt
á fjórða hundrað blaðsíður í
mjög stóru broti og prentuð á
ágætan pappír, svo hún er eins-
konar sparibók í útliti. Þessi
bók, sem jafnframt er fyrra eða
fyrsta bindi, eru þrír meginkafl
ar. í fyrsta lagi um menn og
hesta, starfssaga 1940—1950. í
öðru lagi er félagaannáll, yfirlit
um starfsemi hrossaræktarfélag
anna frá upphafi til 1960. Og í
þriðja lagi ættbók yfir 561 skráð
Skjólstæðingar, eftir Guð-
Iaugu Benediktsdóttur eru dul-
rænar frásagnir í söguformi, 26
að tölu. Höfundurinn hefur
skyggnigáfu og þótt sögurnar
séu um atvik af ýmsu tagi, eru
þær ofnar viðhorfum af dul-
rænum toga. Sigurlaug Árna-
dóttir skrifar foi-mála að bók-
inni. Þar segir hún: „Oft er það
svo, að ýmislegt, sem höfundur
kynnist í gegn um skyggni sína
-er þess eðhs, að það eru henni
hrein trúnaðannál. Því hefur
hún yfirleitt þann hátt á, að
færa slík atvik og skrásetja í
söguform." Einmitt þetta gerir
bókina sérstæða og eftirsóknar-
verðari en hún annars myndi
vera.
Gullroðin ský er önnur út-
gáfa af þessari bók Ármanns
Kr. Einarssonar, sem er með
afbrigðum vinsæll höfundur
barna- og unghngabóka. Hall-
dór Pétursson gerði teikningar.
GuIIna farið eftir Arthur
Hailey í þýðingu Hersteins Páls
sonar er yfir 350 blaðsíður í all-
stóru broti og segir frá farþega-
þotu af gerðinni Boeing 707 og
margskonar furðulegum og
feiknaspennandi atburðum í
sambandi við ferð hennar, og
frá fjölda fólks, er á einhvern
hátt tengist örlagaríkri og vel
sagðri sögu. □
ÆTTBÓK OG SAGA
ÍSLENZKA HESTSINS Á 20. ÖLD
Séra Sveinn Víkingur:
VINUR MINN OG ÉG.
Þetta er nýskrifuð bók eftir
séra Svein Víking. í bókinni
ræðir séra Sveinn við ónafn-
greindan vin, sem lesandinn
kemst þó fljótt að raun um hver
er. Vinirnir ræða um margs-
konar vandamál mannlegs lífs,
svo sem trúmál, þjóðfélags-
vandamál, ástir, skáldskap og
listir, sérkennilega og minnis-
stæða menn og fl. — Þetta er
ein af allra skemmtilegustu bók
um séra Sveins Víkings.
Verð kr. 400.00 án söluskatts.
Séra Sveinn Víkingur:
FIMMTÍU VÍSNAGÁTUR.
Þetta er önnur bókin í gátu-
safni séra Sveins Víldngs. Fyrri
bókin kom út í fyrra og vakti
mikla eftirtekt og óblandna-
ánægju þeirra, er glímdu við
gáturriar.
Verð kr. 90.00 án söluskatts.
Árni Óla:
VIÐEYJARKLAUSTUR.
Drög að sögu Viðeyjar fram að
siðaskiptum.
Viðey hefur ekki einungis
verið augnayndi Reykvíkinga
frá fyrstu tíð, heldur var hún
um 300 ára bil líkust ævintýra-
landi, þar sem margir stórvið-
burðir sögunnar gerðust.
Þessa sögu segir Árni Ola af
sinni alkunnu snilld.
Bókin er bæði fróðleg og bráð
skemmtileg.
Verð kr. 440.00 án söluskatts.
Benedikt Tómasson:
LÍF OG HEILSA.
Bókin fjahar um mannslíkam
ann, heilsu og hohustuhætti.
Verð kr. 150.00 án söluskatts.
UNGBARNABÓKIN.
Bókin fjahar um flest það,
sem mæður og verðandi mæður
þurfa að vita um meðferð ung-
barna. Þessi bók kom út í sum-
ar og hefur hlotið frábærar við-
tökur.
Verð kr. 275.00 án söluskatts.
FÖLSUN FARSEÐLA
FLUGFÉLÖG víða um heim
hafa á undanförnum árum átt
við það vandamál að stríða, að
verjast fölsuðum flugfarseðlum.
Hafa félögin neytt ýmsra ráða
til að koma í veg fyrir þetta en
fölsunin samt farið vaxandi.
Nú er fi'á því sagt, að í þess-
ari vifcu hafi verið opnuð ný
prentsmiðja í Bretlandi, sem
annast prentun flugfai'seðlanna.
Er stafagerð prentsmiðjunnar
o. fl. á þann veg, að fölsun eða
eftirlíking er talin mjög erfið.
íslenzku flugfélögin munu hafa
í athugun að láta nýju prent-
smiðjuna vinna fyrir sig. □
GAMANTREGI
Prentsmiðjan Leiftur 1969.
. „VÉR, íslandsbörn, vér erum
vart of kát, og eigum meira en
nóg af hörmum sárum,“ sagði
hið ástsæla skáld Hannes Hav-
stein, sem oft brá fyrir sig fjör-
legum gamankveðlingum á
yngri árum og svo hafa flest
góð skáld gert fyrr og síðar, þar
á meðal Jónas Hallgrímsson.
Hvernig stóð á því, að maður-
inn gat verið að yrkja svona vit
lausar vísur innan um listakveð
skap, sagði einhver maður við
mig?
Sannleikurinn er sá, að það
þarf meira en meðalmenn til að
RITSAFN GUDMUNDAR KAMBANS KOMIÐ ÚT
an stóðhest á tím&bilinu 1920—
1960.
Þá segir höfundur í formála,
að í naasta bindi verði birt ætt-
bók um 2980 kynbótahryssur,
ásamt eigin starfssögu.
í stórum hluta bókarinnar
eru myndir í hverri opnu og
víða margar. Þessi útgáfa gefur
til kynna mifcla bjartsýni um
framtíð íslenzka hestsins og
áhuga manna um hrossarækt og
reiðmennsku. Enda mun það
sanni næst, að sjaldan eða
aldrei hafi sá áhugi verið meiri
en nú, síðan fyrra lilutverki ís-
Ienzkra hesta lauk í vélvæðing-
unni mifclu. □
GUÐMUNDUR KAMBAN er
fæddur 8. júní 1888 í Litlabæ á
Álftanesi, og alinn þar upp og
í Skilingamesi th 13 ára aldurs,
en flytzt þá með foreldrum sín-
um að Bafcka við Amarfjörð.
(Þar skrifar hann á fimmtánda
ári fyrsta leikrit sitt, velur sér
leikendur og kemur upp leifc-
sviði í vörugeymsluhúsi, og þar
heldur hann síðan opinberar
sýningar á leiknum, fyrst um
jólaleytið og síðan um hverja
helgi fram eftir vetri, við góða
aðsókn og undirtektir).
Á námsárum sínum í Lærða
skólanum stundar hann öðrum
þræði blaðamennsku og þýðing
ar undir handarjaðri Bjöms
Jónssonai’ ritstjóra ísafoldar og
síðar ráðherra.
Stúdent 1910. Les næstu árin
bókmenntir og fagurfræði við
Hafnarháskóla. Nemur jafn-
framt um þriggja ára skeið leik
list og framsögn (nýyrði Kamb-
ans) hjá Peter Jemdorff, sem þá
er fremsti kennari Dana í þeim
greinum.
Hann semur Höddu Pöddu,
sorgarleik í 4 þáttum, 23 árai
gamall. Leikurinn er gefinn út
á íslenzku 1914 (kostnaðarmað-
ur Ólafur Thors), en fæst ekki
leikinn hér, fyrr en Konunglega
leikhúsið hefur sýnt hann haust
ið 1914 við fádæmagóðar við-
tökur, jafnt af hálfu leikhús-
gesta sem gagnrýnenda. Sjálfur
Georg Brandes lýkur lofsorði á
leildnn. („Svo djúpt og ríkt
'kveneðli, svo ósveigjanleg karl
mannslund hafa naumazt
nokkru sinni sézt sameinuð á
leiksviði").
Kamban fer th New York
1915 og dvelur þar til 1917. Þar
semur hann Marmara, eitt stór-
brotnasta verk sitt, sem fær enn
mikið lof hjá Georg Brandes.
Með sýningu Dagmarleikhúss
ins á leikritinu Vér morðingjar
vorið 1920 vann hann slíkan sig
ur að jafnsnemma „stóðu hon-
um allar leikhúsdyr opnar“. f
þessum leikritum er Kamban
kominn í alþjóðlegt umhverfi,
og inntak þeirra er í’önun þjóð-
félagsgagnrýni einkum á feng-
elsi og refsilöggjöf. Alls eru leik
rit hans 11, en eitt þeirra skrif-
aði hann tvisvar sinnum.
Tvö verk Kambans voru kvik
mynduð: Hadda Padda og skáld
sagan Hús í svefni. Aðrar skáld
sögur hans eru Ragnar Finns-
son (sem Maxim Gorki fannst
að sögn mikið th um), Skálholt
í fjórum bindum, Þrítugasta
kynslóðin, som gerðist í Reykja
vík og Vítt sé ég land og fagurt,
sem kom svo til samtímis út á
dönsku, tékknesku, þýzku og
ensku (bæði í London og New
York).
Skáldverk Guðmundar Kamb
ans hafa að geyma ahar skáld-
sögur hans, leikrit, smásögur og
ljóð. Ennfremur þýðingar is-
lenzkra úrvalsljóða á dönsku.
Sitthvað af þessu kemur hér
í fyrsta sinn á prent. Meðal þess
er heilt leikrit, Þúsund mílur,
sem ekki var áður kunnugt. Af
skáldsögunum birtist Þrítugasta
kynslóðin nú fyrst á íslenzku.
Kamban ól mestan aldur sinn
í Danmörku og þar var hann
skotinn th bana 5. maí 1945.
Stjórn Danmenkur lýsti harmi
sínuim yfir þessari tilefnislausu
aðför. Lík Kambans var flutt th
íslands að tilhlutan ríkisstjórn-
arinnar, sem gerði útför hans
virðulega.
Kamban var kvæntur Agnete
Egebei’g, áður leikkonu. Þau
áttu eina dóttur, Sibil, sem las
læknisfræði. Þær mæðgurnar
eru búsettar í Bandaríkjunum.
Skáldverk Guönnmdar Kamb
ans eru komin út á vegum Al-
menna bókafélagsins. Umsjón
með útgáfunni höfðu Tómas
Guðimuiidsson og Lárus Sigur-
bjömsson, en Kristján Alberts-
son skrifar inngangsritgerð um
höfundinn.
Prentsmiðjan Oddi h.f. annað
ist setningu og pentun, bækum
ar bundnar í Sveinabókbandinu.
Kristín Þorkelsdótth’ sá um
ytra útlit.
I. bindi: Formáli, Tómas Guð
mundsson, Lárus Sigurbjörns-
son. Guðmundur Kamban, Ki-ist
ján Albertsson. Ragnar Finns-
son. Skálholt I. Jómfrú Ragn-
heiður.
II. bindi: Skálholt II. Mala
domestica. Skálholt III. Hans
Herradómur.
III bindi: Skálholt IV. Quod
felix. Þrítugasta kynslóðin. Hús
í svefni.
IV. bindi: Vítt sé ég land og
fagurt. Smásögur. Kvæði.
V. bindi: Hadda Padda. Kon-
ungsglíman. Mai-mari. Þess-
vegna skiljum við.
VI. bindi: Vér morðingjar.
Öræfastjörnur. Sendihernann
frá Júpiter. í Skálholti.
VII. bindi: Vöf. Stórlæti. Þús-
und mílux. Hvide Falke. □
Órn Snorrason.
yr’kja góð gamankvæði. Skop-
skyggnin er náðargáfa, sem fá-
um einum cr gefin. Hún er salt
jarðar og til hollustu í mann-
félaginu. Heimskan er ævinlega
hátíðleg á svipinn, geðstirð og
ólundarleg. Þess vegna kunna
ýmsir ekki að meta gamansem-
Ungbarnabókin
í HAUST kom út hjá Kvöld-
vökuútgáfunni á Akureyri bók
um ungbörn, meðferð þeirra,
þroska og heilsugæzlu. Bókin er
þýdd úr norsku og samin af sér
fræðingum hverjum á sínu
sviði, í bamalækningum, sálar-
fræði, augnlækningum og með-
ferð ungbarna. Þýðingu og um-
sjón með útgáfunni hafa annazt,
Hahdór Hansen yfirlæknir, Þor
geir Jónsson læknir og Berg-
sveinn Ólafsson augnlæknir, og
ætti það eitt útaf fyrir sig að
vera næg meðmæli með bókinni
að svo ágætir læknar leggja þar
hönd að verki.
Með þessari bók er bætt úr
brýnni þörf á fræðslu um með-
ferð ungbarna fyrir alla þá sem
þau störf annast. Að vísu kom
út fyrh’ um það bil tuttugu ár-
um ágæt bók um þetta efni, sem
Þorbjörg Ámadóttir hjúkrunar
kona tók saman, en hún er fyrir
löngu ófáanleg enda líka margt
komið nýtt um efnið síðan,
byggt á aukinni þekkingu og
rannsóknum.
í fyrstu köflum bókarinnar er
tekið til meðferðar hvað sé
meðalþroski barna til sálar og
likama fyrsta árið, mataræði
bæði brjóst- og pelabarna og
hvernig viðbótarfæði eigi að
vera til þess að bömin fái öh
þau efni, sem líkaminn þarfn-
ast, hirðing og böðun, klæðn-
aður og leikföng. Þá kemur sér-
staklega eftirtektarverður kafli
um sjúkdóma og sjúkdóms-
einkenni. Þar er rætt um með-
fædda gaila, áfah við fæðingu
og einkenni á ahs konar sýk-
ingu, svo sem í meltingar- og
öndunarfærum. Þá er sérstakur
kafh um hirðingu bai’na fæddra
fyrir tímann, og annar um augn
sjúkdóma og augnskekkjur,
efni sem nauðsynlegt er fyrir
mæður að fá ábendingar um.
Síðast eru svo kaflar um sálar-
þroska bama á fyrsta ári, eftir
þekktan norsban sálfræðing og
endar svo bókin á köflum um
bólusetningu og slys og slysa-
vai-nir.
Allt er þetta létt og vel skrif-
að og svo vel fram sett að öllum
er auðskilið.
Með útgáfu þessaiar bókar
tel ég fengna ágæta handbók
fyrir ahar mæður, bæði nýbak-
aðar og einnig þær, sem meiri
reynslu hafa. Einnig mjög
hentug kennslubók fyrh- hús-
mæðraskóla, sem einmitt var
sérstök þörf á.
Bókin er prentuð á vandaðan
pappír og prýdd fiölda fallegra
og skemmtilegra mynda og er
ótrúlega ódýr svo vel sem til
hennar er vandað. Kvöldvöku-
útgáfan á þakkir skildar fyrir
að ráðast í útgáfu hennar.
Kolfinna Gerður Pálsdótdr.
ina, finnst hún óviðfelldin og
standa ráðalausir gagnvart
henni, skilja ekki hlutverk henn
ar. En skrifað stendur í hinni
helgu bók: Hann sem situr á
himni, hlær, drottinn gerir gys
að þeim. Og sannarlega mun
himnafaðirinn oft hafa ástæðu
til þess, þar sem menn eru að
tyha sér á tá út af sínum litlu
verðleikum, sem þeir taka svo
dauðans alvarlega, að þeir eru
alveg að springa af ánægju yfir
sjálfum sér.
Gamanið er ekki aðeins til
þeirra hluta nytsamlegt, að lífga
upp ólundina og dreifa ofstæki
sjálfsréttlætisins, það er líka
gott mótvægi gegn áföllum og
sorgum. Sumir halda, að skopið
beri helzt vitni um léttúð og
kæmleysi. Því fer fjarri lagi.
Það er viturlegt og karlmann-
legt viðhorf. Bkkert þýðir að
vola eða drepa höfði í feld, þó
að stöku sinnum blási móti.
Betra er að taka undir þessi orð
með Erni Snorrasyni í ágætu
kvæði: Vertu kátur:
Þú, sem reikar rökkurkvöldin
raunamæddur yfir torgin,
hefur ekki svipdimm sorgin
svikið þig um ástargjöldin?
Vertu kátur, vertu glaður,
vektu hlátur, í-eynstu maður!
Gæfudísin broshýr bíður
bak við næsta götuhorn.
o. s. frv.
í þessari skemmtilegu og hug
þekku bók Arnar Snorrasonar
eru bæði stuttir gamanþætth’ í
óbundnu máli, í stíl við Mark
Twain, Og bráðsnjöh og kyngi-
mögnuð gamankvæði, ort við
ýmisleg meiri háttar tækifæri,
öll græzkulaus. Svo er annar
þáttur bókaxinnar, sem nefnist:
Óró og angurværð, er sýnir hina
hliðina, sem fflestum gaman-
skáldum er sameiginleg: við-
kvæmnina og tregann, sem
gagnrýnendur nútímans eru
farnir að kaha væmni, af því að
þeir skilja hvorugt: gleðina eða
fölskvalausa hreinskhni hjart-
ans. En í þessum kiafla eru líka
afbragðskvæði, sem verða munu
minnisstæð og leita munu á hug
ann aíftur og aftur:
Skýin eirðvana
skuggar reika,
holund í hjartastað.
Lýsir hrapstjarna
í himinrökkri
veg minnar vonlausu þrár.
Faheg eru líka erfiljóð hans
um Hauk bróður sinn og harla
vel ort, og síðasta vísan í bók-
inni, Ort við ævilok, er með
miklu skáldskaparbragði:
Við hljótum stundum harðan
dóm,
en hjartað þolir allt.
— Hvar aðeins virðist auðn
og tóm,
grær undurfagurt trcgans blóm.
Ósjálfrátt verður manni hlýtt
th höfundarins við lestrn- þess-
arar bókar, og er ég viss um, að
hinir fjöldamörgu nemendur
hans og vinir munu fagna út-
komu hennar.
Benjamin Kristjánsson.
JÓLABLAÐ DAGS
verður væntanlega prentað í
næstu vifcu og á þá að komast
th kaupenda fyrir jólin. Það
verður með líku sniði og áður
og án auglýsinga.
Gömul jólablöð eru sum oi’ð-
in ófáanleg og ættu þeir, sem
hafa þau í fórum sínum, ekki
að henda þeim á ruslahauga, því
mangir vilja nú eiga þau sam-
stæð en vantar eitt og eitt blað.